POPULARITY
Niðurtalningin fyrir Bestu deild kvenna er hafin. Það er vika í fyrsta leik í deildinni en núna er komið að því að ræða FHL sem er fulltrúi Austurlands í deildinni. Rósey Björgvinsdóttir og Bjarndís Diljá Birgisdóttir, leikmenn FHL, komu í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net og ræddu uppgang félagsins síðustu ár og komandi sumar í Bestu deildinni.
Ástin mun svífa yfir vötnum í þætti dagsins. Á morgun er dagur heilags Valentínusar og af því tilefni hefur Kvennasögusafnið boðað Dag ástarbréfsins, í Landsbókasafninu á degi ástarinnar, í samstarfi við Ástarsögufélagið, Ástarrannsóknarfélagið og fleiri. Þar mun fara fram fjölbreytt dagskrá, þar sem meðal annars verða sýnd ástarbréf úr safnkosti og flutt örerindi um ástarbréf. Meðal þeirra sem flytja erindi er Guðrún Friðriksdóttir, þjóðfræðingur og meðlimur í ástarsögufélaginu og hún verður gestur okkar í dag. Segir okkur frá sínum hugmyndum um ástarbréf og les eitt slíkt fyrir okkur. Einnig munu Lóa Björk Björnsdóttir og Baldur Örlygsson. starfsmenn hér í Ríkisútvarpinu segja okkur sína skoðun á þessu fyrirbæri, ástarbréfinu. Það er ekki til rómantískari byrjun á febrúarmorgni í Reykjavík en að bjóða sér í heimsókn hjá ungu pari sem sérhæfir sig í flutningi á barokktónlist frá Ítalíu. "Sólveig er ástin mín, en svo kemur lútan", sagði lútuleikarinn Sergio Coto Blanco, sem undirbýr ásamt hörpuleikaranum Sólveigu Thoroddsen og sópransöngkonunni Ievu Sumeja tónleika sem þau flytja í Einarssafni á sunnudag og nefna Grátandi steinar. Við fáum útskýringu á nafngiftinni hér síðar, en á efnisskránni eru meðal annars sönglög eftir tvær stórmerkilegar konur, þær Barböru Strozzi og Fransescu Caccini, sem voru meðal mikilvægustu barokktónskálda á Ítalíu upp úr aldamótunum 1600. En við hefjum þáttinn á fréttum frá menningarvígi Austurlands, Seyðisfirði. Víðsjá sló á þráðinn til Sesselíu Hlínar Jónasardóttur, en hún var í mörg ár ein af hvatamanneskjunum á bak við Lunga, Listahátíð ungs fólks á Austfjörðum, en stendur líka að baki annari menningarveislu sem hefst á morgun og kallast List í ljósi. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Risastór bókagjöf enskrar merkiskonu, May Morris, virðist hafa horfið sporlaust - utan einnar bókar sem Brynjar Karl Óttarsson, sögukennari við Menntaskólann á Akureyri er nokkuð viss um að hafi tilheyrt henni. Hann rannsakar gamlar bækur og skjöl í kjallara Amtsbókasafnsins á Akureyri og hirslum Menntaskólans - og tímafrek yfirlegan hefur skilað nokkrum forvitnilegum uppgötvunum. Við ræðum við Brynjar Karl. Í síðustu viku gekk aftakaveður yfir landið, veður sem kallaði á alls kyns ráðstafanir, meðal annars í innbænum á Akureyri. Á fimmtudaginn var óð ég yfir stórfljót til að hitta Rögnu Gestsdóttur, starfsmann Minjasafns Akureyrar í iðnaðarsafninu á Krókeyri, sem var nær umflotið. Nú er farið að huga í auknum mæli að áhrifum náttúruhamfara á söfn - og söfn farin að gera ýmsar viðbragðsáætlanir og meta áhættu ekki síst eftir að Tækniminjasafn Austurlands eyðilagðist í skriðuföllum á Seyðisfirði árið 2020. Og við höldum okkur við veðurofsann því Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri Rúv, ætlar að rifja upp Fárviðrið svokallaða sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið árið 1981. Tónlist í þættinum: Breabach - Bha Mis Raoir air an arligh. Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).
Í dag ætlum við að fjalla um stúdentahreyfingar; íslenskar, útlenskar, alþjóðlegar. Þessa dagana dvelja fulltrúar Landsambands Íslenskra Stúdenta í Póllandi og taka þátt í þingi fyrir evrópskar stúdentahreyfingar. Við fáum til okkar Lísu Margréti Gunnarsdóttur, forseta Landssambands Íslenskra Stúdenta, fræðumst um hvað á sér stað á þessu þingi, og hvað ber hæst í hagsmunabaráttu stúdenta, hér á Íslandi og annars staðar. Í dag ætlum við að fjalla um stúdentahreyfingar; íslenskar, útlenskar, alþjóðlegar. Þessa dagana dvelja fulltrúar Landsambands íslenskra stúdenta í Póllandi og taka þátt í þingi fyrir evrópskar stúdentahreyfingar. Við fáum til okkar Lísu Margréti Gunnarsdóttur, forseta Landssambands íslenskra Stúdenta, fræðumst um hvað á sér stað á þessu þingi, og hvað ber hæst í hagsmunabaráttu stúdenta, hér á Íslandi og annars staðar. Síðan bregðum við okkur til Húsavíkur. Samfélagið er nýkomið úr ferðalagi um Norðurland, og í dag flytjum við viðtöl sem tekin voru þegar við heimsóttum glerskála við Húsavíkurhöfn, þar sem Huld Hafliðadóttir og Bridget Burger starfrækja STEM Húsavík, verkefni sem hefur það að markmiði að auka færni Húsvíkinga í hinum svokölluðu STEM-greinum. Í gær fór starfamessa Austurlands fram á Egilsstöðum, og það hljóp á snærið hjá Samfélaginu, sem var alls ekkert á Austurlandi því Jón Knútur Ásmundsson, verkefnastjóri Austurbrúar var á svæðinu og tók viðtöl við gesti og gangandi fyrir hlaðvarpsrás Austurbúar og gaf okkur leyfi til að nota það. Austurbrú eru hagsmunasamtök sem vinna að því að Austurland verði staður fólks, fyrirtækja og fjárfesta sem vilja byggja upp sjálfbært samfélag og starfamessan er hugsuð til að kynna þau störf sem unnin eru á Austurlandi fyrir ungu fólki. Meira um það á eftir.
Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, lést 2. september s.l.. Í áratugi var Sigurður tíður viðmælandi í fréttum og útvarpsþáttum þar sem borin voru undir hann lagaleg álitamál og fjölmargt annað enda hugðarefni hans mörg. Leikin voru brot úr nokkrum viðtölum við hann og erindum sem hann flutti á fjörutíu ára tímabili, m.a. um lögfræðiþekkingu Njáluhöfundar, Tómas Sæmundsson Fjölnismann og málfrelsi. Ríkisstjórnin hélt sumarfund á Egilsstöðum í síðustu viku og hitti í kjölfarið sveitastjórnarfólk á Austurlandi. Berglind Harpa Svavarsdóttir, bæjarfulltrúi í Múlaþingi og formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, sagði í viðtali mikilvægt að fá ríkisstjórnina í heimsókn enda þingmenn og ráðherrar frekar sjaldséðir eystra. Hún sagði líklega stuttlega frá meginniðurstöðum nýrrar efnahagsgreiningar fyrir Austurland en hún sýnir m.a. að um fjórðungur útflutningsverðmæta þjóðarinnar verður til á Austurlandi en þangað fæst aðeins brot af þeim fjármunum sem varið er til innviðauppbyggingar, vegaframkvæmda og slíks. Algóritmi eða algrím er flókið og mikilvægt stærðfræðifyrirbæri sem er notað með ýmsum hætti. Sigrún Helga Lund, prófessor við raunvísindadeild HÍ, útskýrði algrím og notagildi. Tónlist: Vegbúinn - KK, I?m not in love - 10cc, What I am - Edie Brickell, Needles and pins - The Searchers. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.
Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, lést 2. september s.l.. Í áratugi var Sigurður tíður viðmælandi í fréttum og útvarpsþáttum þar sem borin voru undir hann lagaleg álitamál og fjölmargt annað enda hugðarefni hans mörg. Leikin voru brot úr nokkrum viðtölum við hann og erindum sem hann flutti á fjörutíu ára tímabili, m.a. um lögfræðiþekkingu Njáluhöfundar, Tómas Sæmundsson Fjölnismann og málfrelsi. Ríkisstjórnin hélt sumarfund á Egilsstöðum í síðustu viku og hitti í kjölfarið sveitastjórnarfólk á Austurlandi. Berglind Harpa Svavarsdóttir, bæjarfulltrúi í Múlaþingi og formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, sagði í viðtali mikilvægt að fá ríkisstjórnina í heimsókn enda þingmenn og ráðherrar frekar sjaldséðir eystra. Hún sagði líklega stuttlega frá meginniðurstöðum nýrrar efnahagsgreiningar fyrir Austurland en hún sýnir m.a. að um fjórðungur útflutningsverðmæta þjóðarinnar verður til á Austurlandi en þangað fæst aðeins brot af þeim fjármunum sem varið er til innviðauppbyggingar, vegaframkvæmda og slíks. Algóritmi eða algrím er flókið og mikilvægt stærðfræðifyrirbæri sem er notað með ýmsum hætti. Sigrún Helga Lund, prófessor við raunvísindadeild HÍ, útskýrði algrím og notagildi. Tónlist: Vegbúinn - KK, I?m not in love - 10cc, What I am - Edie Brickell, Needles and pins - The Searchers. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.
Í janúar 2023 fór umsjónarmaður Sagna af landi í ferðalag um nokkra firði Austurlands. Við hefjum ferðalagið á Djúpavogi þar sem við lítum í kaffi til þeirra Willam Óðins Lefever og Grétu Mjallar Samúelsdóttur, sem reka þar fyrirtæki sem býr til sterkar sósur. Því næst er ferðinni heitið á Breiðdalsvík þar sem við hittum hjónin Helgu Hrönn Melsteð og Ingólf Finnsson, sem reka bifreiðaverkstæði og ferðaþjónustu auk þess að sinna sjúkraflutningum. Já það eru margir hattar á þeim hjónum. Að lokum förum við til Stöðvarfjarðar og fræðumst um Sköpunarmiðstöðina, listamiðstöð sem byggðist upp í gamla frystihúsinu niðri við höfnina og laðar núna að skapandi fólk úr öllum áttum og öllum heimshornum. Við ræðum við Unu Sigurðardóttur og Lukasz Stencel. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Torfi H. Tulinius, prófessor við Háskóla Íslands, á ekki von á öðru en að Emmanuel Macron verði endurkjörinn forseti Frakklands en hann er með lang mest fylgi í skoðanakönnunum. Talsverðar líkur eru á að Marine le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, muni mæta Macron í seinni umferðinni líkt og þegar Macron var kjörinn forseti fyrir fimm árum síðan. Fyrri umferðin fer fram 10. apríl og sú síðari 24. apríl. Vera Illugadóttir fjallaði um forsetakosningar í Suður-Kóreu sem fara fram í dag. Moon Jae-in, sem er núverandi forseti Suður-Kóreu, er í framboði en hans helsti keppinautur er Lee Jae-myung. Moon var kjörinn forseti árið 2017 eftir að forvera hans, Park Geun-hye, var vikið úr embætti. Afar mjótt er á munum og hneykslismál áberandi í allri umræðu fyrir kosningarnar. Eitthvað sem ungt fólk hefur lítinn áhuga á. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, var gestur Önnu Þorbjargar Jónasdóttur, fréttamanns á Akureyri, en Arnheiður ræddi stöðu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og Austurlandi. Í byrjun mánaðarins var 20 milljóna króna samningur undirritaður við menningar-og viðskiptaráðuneytið, um markaðssetningu Norðurlands og Austurlands í tengslum við millilandaflug frá Egilsstöðum og Akureyri. Eins hefur Niceair tilkynnt áform um reglulegt millilandaflug frá Akureyri, hverju mun það breyta fyrir Norðurland (og Austurland) sem áfangastaða. Tónlist: Manstu ekki vinur (Í Rökkurró) - Helena Eyjólfsdóttir Tous les garcons et les filles - Unnur Sara Eldjárn Mon Enfance - Jacques Brel Ballade de Johnny Jane - Jane Birkin To Destiny - Jang Yoon-Jeong Sumarást - Þorvaldur Halldórsson og Helena Eyjólfsdóttir. Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Sigríður Halldórsdóttir.
Torfi H. Tulinius, prófessor við Háskóla Íslands, á ekki von á öðru en að Emmanuel Macron verði endurkjörinn forseti Frakklands en hann er með lang mest fylgi í skoðanakönnunum. Talsverðar líkur eru á að Marine le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, muni mæta Macron í seinni umferðinni líkt og þegar Macron var kjörinn forseti fyrir fimm árum síðan. Fyrri umferðin fer fram 10. apríl og sú síðari 24. apríl. Vera Illugadóttir fjallaði um forsetakosningar í Suður-Kóreu sem fara fram í dag. Moon Jae-in, sem er núverandi forseti Suður-Kóreu, er í framboði en hans helsti keppinautur er Lee Jae-myung. Moon var kjörinn forseti árið 2017 eftir að forvera hans, Park Geun-hye, var vikið úr embætti. Afar mjótt er á munum og hneykslismál áberandi í allri umræðu fyrir kosningarnar. Eitthvað sem ungt fólk hefur lítinn áhuga á. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, var gestur Önnu Þorbjargar Jónasdóttur, fréttamanns á Akureyri, en Arnheiður ræddi stöðu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og Austurlandi. Í byrjun mánaðarins var 20 milljóna króna samningur undirritaður við menningar-og viðskiptaráðuneytið, um markaðssetningu Norðurlands og Austurlands í tengslum við millilandaflug frá Egilsstöðum og Akureyri. Eins hefur Niceair tilkynnt áform um reglulegt millilandaflug frá Akureyri, hverju mun það breyta fyrir Norðurland (og Austurland) sem áfangastaða. Tónlist: Manstu ekki vinur (Í Rökkurró) - Helena Eyjólfsdóttir Tous les garcons et les filles - Unnur Sara Eldjárn Mon Enfance - Jacques Brel Ballade de Johnny Jane - Jane Birkin To Destiny - Jang Yoon-Jeong Sumarást - Þorvaldur Halldórsson og Helena Eyjólfsdóttir. Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Sigríður Halldórsdóttir.
Í þessum þætti köfum við dýpra í náttúrufjársjóðskistu Austurlands. Hvar finnast helstu gimsteinar og náttúruperlur landshlutans og hvernig kemst maður þangað? Heimamennirnir Hallgrímur Vopni frá Egilsstöðum og Iðunn Elísa frá Reyðarfirði segja frá sínum uppáhaldsstöðum. Þjóðsögur þáttarins fjalla um álfadrottingu Íslands sem á að búa á Borgarfirði eystra og völvuna sem vakir yfir Reyðarfirði og Eskifirði. Spennið beltin því að lok þáttar er æsispennandi spurningakeppni þar sem barist verður um titilinn "náttúruperlusérfræðingur Austurlands!"
Karl Ægir Karlsson, prófessor við verkfræðideild HR, kom til okkar en hann er meðal höfunda að alþjóðlegri vísindagrein þar sem reynt er að svara því af hverju hvalir séu með svona stóran heila. Hvalir og höfrungar eru með allt að sex sinnum stærri heila en menn og sumir eru á því að þetta þýði að dýrin búi yfir svipaðri andlegri getu og við mennirnir en í þessari vísindagrein eru færð rök fyrir því að stórir heilar hvala hafi þróast til að mynda hita. Afstaða, félag fanga og annara áhugamanna um bætt fanglesismál og betrun, hafa hafið birtingar á hlaðvarps- og fræðsluþáttum félagsins en þar verður rætt um ýmis málefni sem tengjast föngum, réttindum þeirra og fengelsun. Formaður Afstöðu, Guðmundur Ingi Þóroddsson mætti í hljóðver. Eins og landsmönnum er flestum kunnugt fór Tækniminjasafn Austurlands illa í skriðuföllunum á Seyðisfirði í desember. Meirihluti húsnæðis safnsins er ónýtur og unnið er að því að bjarga þeim minjum sem hægt er. Til að bregðast við þessu hefur hópfjármögnunarátak verið í gangi hjá Karolinafund og aðstandendur safnsins segjast hvergi af baki dottinn. Við hringdum austur og heyrðum í Elfu Hlín Sigrúnar Pétursdóttur sem veit meira. Við fórum yfir fréttir vikunnar með þeim Andrési Jónssyni, almannatengli og Sunnu Kristínu Hilmarsdóttur, blaðamanni. Á laugardag hefja göngu sína nýir tónlistar- og skemmtiþættir í Sjónvarpinu sem bera nafnið Straumar og fjalla um strauma og stefnur í tónlist og tíðaranda hérlendis og erlendis á síðastliðnum áratugum. Umsjónarmenn þáttanna eru þau Björg Magnúsdóttir og Freyr Eyjólfsson og tónlistarstjóri er Guðmundur Óskar Guðmundsson, en í þættinum flytja frambærilegustu söngvarar landsins sínar útgáfur af lögum frá tímabilunum. Fyrsti þáttur Strauma fjallar um Eurovision-keppnirnar í áranna rás og þar verður Eurovisionlag Daða Freys, 10 years flutt. Við fengum þau Björg og Frey til okkar. Tónlist: Emilíana Torrini - Perlur og svín Gugusar og Auður - Frosið sólarlag Rick Springfield - Jessie's girl Stuðmenn - Popplag í G ABC - Be near me Jón Jónsson og GDRN - Ef ástin er hrein
Karl Ægir Karlsson, prófessor við verkfræðideild HR, kom til okkar en hann er meðal höfunda að alþjóðlegri vísindagrein þar sem reynt er að svara því af hverju hvalir séu með svona stóran heila. Hvalir og höfrungar eru með allt að sex sinnum stærri heila en menn og sumir eru á því að þetta þýði að dýrin búi yfir svipaðri andlegri getu og við mennirnir en í þessari vísindagrein eru færð rök fyrir því að stórir heilar hvala hafi þróast til að mynda hita. Afstaða, félag fanga og annara áhugamanna um bætt fanglesismál og betrun, hafa hafið birtingar á hlaðvarps- og fræðsluþáttum félagsins en þar verður rætt um ýmis málefni sem tengjast föngum, réttindum þeirra og fengelsun. Formaður Afstöðu, Guðmundur Ingi Þóroddsson mætti í hljóðver. Eins og landsmönnum er flestum kunnugt fór Tækniminjasafn Austurlands illa í skriðuföllunum á Seyðisfirði í desember. Meirihluti húsnæðis safnsins er ónýtur og unnið er að því að bjarga þeim minjum sem hægt er. Til að bregðast við þessu hefur hópfjármögnunarátak verið í gangi hjá Karolinafund og aðstandendur safnsins segjast hvergi af baki dottinn. Við hringdum austur og heyrðum í Elfu Hlín Sigrúnar Pétursdóttur sem veit meira. Við fórum yfir fréttir vikunnar með þeim Andrési Jónssyni, almannatengli og Sunnu Kristínu Hilmarsdóttur, blaðamanni. Á laugardag hefja göngu sína nýir tónlistar- og skemmtiþættir í Sjónvarpinu sem bera nafnið Straumar og fjalla um strauma og stefnur í tónlist og tíðaranda hérlendis og erlendis á síðastliðnum áratugum. Umsjónarmenn þáttanna eru þau Björg Magnúsdóttir og Freyr Eyjólfsson og tónlistarstjóri er Guðmundur Óskar Guðmundsson, en í þættinum flytja frambærilegustu söngvarar landsins sínar útgáfur af lögum frá tímabilunum. Fyrsti þáttur Strauma fjallar um Eurovision-keppnirnar í áranna rás og þar verður Eurovisionlag Daða Freys, 10 years flutt. Við fengum þau Björg og Frey til okkar. Tónlist: Emilíana Torrini - Perlur og svín Gugusar og Auður - Frosið sólarlag Rick Springfield - Jessie's girl Stuðmenn - Popplag í G ABC - Be near me Jón Jónsson og GDRN - Ef ástin er hrein
Klúbbur matreiðslumeistara sem á og rekur kokkalandsliðið hefur valið Ara Þór Gunnarsson sem nýjan þjálfara liðsins. Ara er falið það verkefni að fylgja eftir frábærum árangri liðsins á síðasta stórmóti, þegar kokkalandsliðið kom heim með bronsverðlaun frá Ólympíuleikunum í matreiðslu sem haldnir voru í Stuttgart. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ari tekur að sér þjálfun en hann var aðstoðarþjálfari fyrir Norrænu nemakeppnina 2011 og 2012 og var svo aðalþjálfari 2013 og 2014 með góðum árangri. Við hringdum austur í land í Rán Freysdóttur. Hún rekur veitingastaðinn Við Voginn á Djúpavogi þar sem hún er fædd og uppalin. Hún lærði innanhúsarkitektúr í Bandaríkjunum, Ítalíu og Þýskalandi, flutti heim eftir 10 ár erlendis og stofnaði hönnunarfyrirtæki fyrir austan sem hefur unnið fjölmörg verkefni en endaði svo með því að kaupa veitingastað, sem hún rekur í dag, sem býður nær eingöngu upp á mat úr héraði og nú er hún ein af þeim sem tengist verkefninu Matarauður Austurlands. Við fengum hana til að segja okkur sína sögu og frá matarkistu og matarmenningu Austurlands í þættinum í dag. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni og í póstkorti dagsins fjallaði hann eins og oft áður um ástandið í landinu vegna kórónuveirunnar, en góðu fréttirnar þaðan eru þær að dregið hefur verulega úr smiti sem bendir til þess að aðgerðir yfirvalda eru að skila góðum árangri. Nú binda Spánverjar vonir við að sumarið verði miklu betra en í fyrra og ferðamenn skili sér í auknum mæli. Það var líka sagt frá þeim mikla vanda sem er að skapast vegna farandfólks og flóttamanna, en straumur þeirra hefur til að mynda hvorki meira né minna en tífaldast til Kanaríeyja á aðeins tveim árum. Í lokin sagði af nafnahefð Spánverja, en þar heitir fólk yfirleitt mörgum nöfnum og tveim eftirnöfnum. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Klúbbur matreiðslumeistara sem á og rekur kokkalandsliðið hefur valið Ara Þór Gunnarsson sem nýjan þjálfara liðsins. Ara er falið það verkefni að fylgja eftir frábærum árangri liðsins á síðasta stórmóti, þegar kokkalandsliðið kom heim með bronsverðlaun frá Ólympíuleikunum í matreiðslu sem haldnir voru í Stuttgart. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ari tekur að sér þjálfun en hann var aðstoðarþjálfari fyrir Norrænu nemakeppnina 2011 og 2012 og var svo aðalþjálfari 2013 og 2014 með góðum árangri. Við hringdum austur í land í Rán Freysdóttur. Hún rekur veitingastaðinn Við Voginn á Djúpavogi þar sem hún er fædd og uppalin. Hún lærði innanhúsarkitektúr í Bandaríkjunum, Ítalíu og Þýskalandi, flutti heim eftir 10 ár erlendis og stofnaði hönnunarfyrirtæki fyrir austan sem hefur unnið fjölmörg verkefni en endaði svo með því að kaupa veitingastað, sem hún rekur í dag, sem býður nær eingöngu upp á mat úr héraði og nú er hún ein af þeim sem tengist verkefninu Matarauður Austurlands. Við fengum hana til að segja okkur sína sögu og frá matarkistu og matarmenningu Austurlands í þættinum í dag. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni og í póstkorti dagsins fjallaði hann eins og oft áður um ástandið í landinu vegna kórónuveirunnar, en góðu fréttirnar þaðan eru þær að dregið hefur verulega úr smiti sem bendir til þess að aðgerðir yfirvalda eru að skila góðum árangri. Nú binda Spánverjar vonir við að sumarið verði miklu betra en í fyrra og ferðamenn skili sér í auknum mæli. Það var líka sagt frá þeim mikla vanda sem er að skapast vegna farandfólks og flóttamanna, en straumur þeirra hefur til að mynda hvorki meira né minna en tífaldast til Kanaríeyja á aðeins tveim árum. Í lokin sagði af nafnahefð Spánverja, en þar heitir fólk yfirleitt mörgum nöfnum og tveim eftirnöfnum. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Helga Lára Þorsteinsdóttir frá safni RÚV kemur með áhugaverða hljóðbúta úr fortíðinni. Að þessi sinni fáum við að heyra umfjöllun um skipulag og þrif á geymslum úr Húsmæðraþættinum um miðbik síðustu aldar. Skarphéðinn Þórisson hreindýrasérfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands: hreindýr hafa sum hver hrakist til byggða og flækjast um á vegum. 11 slys á vegum hafa orðið vegna hreindýra það sem af er ári. Þá er búið að gefa út veiðikvóta ársins. Vísindamaður vikunnar Guðlaugur Jóhannesson, stjarneðlisfræðingur: geim- og háorkugammageislar.
Helga Lára Þorsteinsdóttir frá safni RÚV kemur með áhugaverða hljóðbúta úr fortíðinni. Að þessi sinni fáum við að heyra umfjöllun um skipulag og þrif á geymslum úr Húsmæðraþættinum um miðbik síðustu aldar. Skarphéðinn Þórisson hreindýrasérfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands: hreindýr hafa sum hver hrakist til byggða og flækjast um á vegum. 11 slys á vegum hafa orðið vegna hreindýra það sem af er ári. Þá er búið að gefa út veiðikvóta ársins. Vísindamaður vikunnar Guðlaugur Jóhannesson, stjarneðlisfræðingur: geim- og háorkugammageislar.
Safnastarf er víða frjótt og blómlegt. Minjasafn Austurlands á Egilsstöðum er engin undantekning frá því. Safnið stendur fyrir fjölbreyttri og áhugaverðri starfsemi en hefur í verkefnum sínum þurft að aðlaga sig að Covid-heimsfaraldri. Safnið hefur lagt mikla áherslu á þjónustu við nærsamfélagið og sérstaka rækt við yngri kynslóðina. Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Elsu Guðnýju Björgvinsdóttur safnstjóra Minjasafns Austurlands. Hún segir frá fjölbreyttri starfsemi safnsins og skemmtilegum verkefnum og sýningum. Talið berst m.a. að einkennisdýri Austurlands, hreindýrum, sem jafnan vekja mikla athygli hjá innlendum sem erlendum ferðamönnum. Þá segir Elsa Guðný frá námi sínu í þjóðfræði og hvernig það nýtist henni í starfi hennar í dag.
Í þessum þætti er rætt við lífskúnsterinn Þórð Júlíusson, eða Dodda á Skorrastað. Doddi segir ýmsar sögur úr sveitinni og ræðir t.a.m. Kirkjumel og sleðaferðir. Þá eru sagðar sögur úr Verkmenntaskóla Austurlands og farið yfir ýmis svið. Þátturinn er unninn í samvinnu við SÚN.
Rætt er við Kára Kárason flugrekstrarstjóra Flugfélags Austurlands, Friðrik Adolfsson framkvæmdastjóra Norlandair og Hörð Guðmundsson forstjóra Ernis um nýafstaðið útboð vegagerðarinnar í innanlandsflugi. Flugfélagið Ernir missir spón úr sínum aski eftir að samið var við Norlandair um flug á Bíldudal og Gjögur. Flugfélag Austurlands fær ekkert en var með lang lægsta tilboðið.
Spegillinn 16. nóvember 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Árangurinn við þróun bóluefnis gegn Covid hjá lyfjafyritækinu Moderna er mjög mikilvægur segir prófessor í ónæmisfræði. Íslenskur vísindamaður sem vann að þróun bóluefnisins segir að vinnan eigi eftir að hafa áhrif í framtíðinni við þróun bóluefna gegn öðrum smitsjúkdómum. Vindhraði í fellibylnum Iota er kominn yfir sjötíu metra á sekúndu. Hann nær landi í Mið-Ameríku seinna í kvöld. Íslensk yfirvöld eru komin vel áleiðis að uppfylla tilmæli GRECO samtakanna, sem berjast gegn spillingu, en það er munur á frammistöðu forsætisráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins í þessum efnum. Gerður Kristný rithöfundur fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hlaut sérstaka viðurkenningu á Degi íslenskrar tungu. Formaður Náttúruverndarsamtaka Austurlands telur ekkert liggja á að úthluta eldissvæðum í Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði áður en skipulag haf- og strandsvæða á Austfjörðum liggur fyrir. Lengri umfjöllun: Gerður Kristný rithöfundur fékk í dag verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu. Í þakkarræðu sinni vék Gerður Kristný meðal annars að nýyrðasmíði Jónasar, covid og jólabókaflóðinu. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskri málfræði fékk Jónasarverðlaunin fyrir tveimur árum. Hann skrifar mikið um tungumálið og birti pistil í dag á netinu í tilefni dagsins. Lífvænleiki íslenskunnar. Þar segir hann að að íslenskan standi á margan hátt vel þrátt fyri að ýmsar ytri aðstæður séu henni óhagstæðar um þessar mundir. Kristján Sigurjónsson talar við Eirík. GRECO er skammstöfun fyrir samtök ríkja innan Evrópuráðsins sem berjast gegn spillingu. Fimmta úttekt samtakanna um aðgerðir á Íslandi gegn spillingu er yfirstandandi og eftirfylgniskýrsla hefur nú verið birt. Það er enn nokkuð verk að vinna, einkum í málefnum á könnu dómsmálaráðuneytisins. Íslensk yfirvöld hafa nú 18 mánuði til að uppfylla GRECO-tilmælin. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Gripið var til talsverðra sóttvarnaaðgerða þegar svokölluð svínaflensa herjaði á heimsbyggðina fyrir 11 árum. Hér á landi er talið að 50 til 60 þúsund manns hafi smitast. Tveir létust af völdum flensunnar og að öllum líkindum sá þriðji sem lést í heimahúsi. Svínainflúensan skaut upp kollinum vorið 2009 og breiddist út um heimsbyggðina. Þetta var fyrir 11 árum og sjálfsagt margir búnir að gleyma henni. Í upphafi var ljóst að þessi inflúensa lagðist á tiltölulega ungt fólk. Í byrjun maí 2009 voru staðfest smit komin í um 5 þúsund í 30 löndum. Meðala
Spegillinn 16. nóvember 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Árangurinn við þróun bóluefnis gegn Covid hjá lyfjafyritækinu Moderna er mjög mikilvægur segir prófessor í ónæmisfræði. Íslenskur vísindamaður sem vann að þróun bóluefnisins segir að vinnan eigi eftir að hafa áhrif í framtíðinni við þróun bóluefna gegn öðrum smitsjúkdómum. Vindhraði í fellibylnum Iota er kominn yfir sjötíu metra á sekúndu. Hann nær landi í Mið-Ameríku seinna í kvöld. Íslensk yfirvöld eru komin vel áleiðis að uppfylla tilmæli GRECO samtakanna, sem berjast gegn spillingu, en það er munur á frammistöðu forsætisráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins í þessum efnum. Gerður Kristný rithöfundur fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hlaut sérstaka viðurkenningu á Degi íslenskrar tungu. Formaður Náttúruverndarsamtaka Austurlands telur ekkert liggja á að úthluta eldissvæðum í Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði áður en skipulag haf- og strandsvæða á Austfjörðum liggur fyrir. Lengri umfjöllun: Gerður Kristný rithöfundur fékk í dag verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu. Í þakkarræðu sinni vék Gerður Kristný meðal annars að nýyrðasmíði Jónasar, covid og jólabókaflóðinu. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskri málfræði fékk Jónasarverðlaunin fyrir tveimur árum. Hann skrifar mikið um tungumálið og birti pistil í dag á netinu í tilefni dagsins. Lífvænleiki íslenskunnar. Þar segir hann að að íslenskan standi á margan hátt vel þrátt fyri að ýmsar ytri aðstæður séu henni óhagstæðar um þessar mundir. Kristján Sigurjónsson talar við Eirík. GRECO er skammstöfun fyrir samtök ríkja innan Evrópuráðsins sem berjast gegn spillingu. Fimmta úttekt samtakanna um aðgerðir á Íslandi gegn spillingu er yfirstandandi og eftirfylgniskýrsla hefur nú verið birt. Það er enn nokkuð verk að vinna, einkum í málefnum á könnu dómsmálaráðuneytisins. Íslensk yfirvöld hafa nú 18 mánuði til að uppfylla GRECO-tilmælin. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Gripið var til talsverðra sóttvarnaaðgerða þegar svokölluð svínaflensa herjaði á heimsbyggðina fyrir 11 árum. Hér á landi er talið að 50 til 60 þúsund manns hafi smitast. Tveir létust af völdum flensunnar og að öllum líkindum sá þriðji sem lést í heimahúsi. Svínainflúensan skaut upp kollinum vorið 2009 og breiddist út um heimsbyggðina. Þetta var fyrir 11 árum og sjálfsagt margir búnir að gleyma henni. Í upphafi var ljóst að þessi inflúensa lagðist á tiltölulega ungt fólk. Í byrjun maí 2009 voru staðfest smit komin í um 5 þúsund í 30 löndum. Meðala
Bandaríkjaforseti vill leita til dómstóla og láta ógilda úrslit í lykilríkjum þar sem talning sýnir að Joe Biden hafi fengið fleiri atkvæði en hann. Sú niðurstaða hafi verið fengin með svikum. Enn er beðið eftir úrslitum í sex ríkjum. Björgunarsveitir hafa farið í útköll á fjórum stöðum á landinu í dag vegna foktjóns, að sögn Jónasar Guðmundssonar, verkefnastjóra Slysavarna hjá Landsbjörg. Sigurður Jónsson veðurfræðingur segir veðrið hvað verst á Snæfellsnesi en ganga niður í kvöld. Nærri tólf hundruð börn bíða eftir meðferð við sálrænum og geðrænum vanda þetta kom fram í sérstakri umræðu á Alþingi sem Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólkssins hóf. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra segir að það beri að forgangsraða í þágu geðheilsu og í þágu barna. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman. Það er ótækt að tekjur af störfum bakvarða skerði ellilífeyri - en skerði ekki námslán, að mati Þórunnar Sveinbjörnsdóttur, formanns Landssambands eldri borgara. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði í dag með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um viðskipta- og efnahagsmál ríkjanna. Andri Yrkill Valsson talaði við hann. Samstarf Heilbrigðisstofnunar Austurlands við tvo lækna sem komu austur og sinntu sjúklingum, sparaði Sjúkratryggingum 25 milljónir í ferðakostnað á einu ári. Rúnar Snær Reynisson sagði frá. ------------ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mál málanna í komandi kosningum að leita leiða til að fyrirtæki nái fyrri styrk svo þau geti skilað auknum skatttekjum inn í samfélagið. Arnar Páll Hauksson ræddi við hann. Enn sitja talningarmenn að störfum vestur í Bandaríkjunum og ekki ljóst hver verður forseti þar næstu fjögur árin. Mjótt er á munum víða en skoðanakannanir undanfarnar vikur sýndu forskot Joes Bidens demókrata meira en raunin varð. Þegar Trump var kosinn nokkuð óvænt fyrir fjórum árum í embætti forseta var mikið talað um að skoðanakannanir hefðu ekki gefið rétta mynd af stuðningi við hann og telja sumir það sama geta endurtekið sig í ár. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir er forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, segir kannanagerðar fólk ævinlega fylgjast spennt með því hvort úrslitum og könnunum ber saman. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hanna. Boris Johnson forsætisráðherra Breta tafði útgáfu breskrar þingnefndarskýrsla um rússneska íhlutun í bresk stjórnmál um meira en hálft ár. Þverpólitískur hópur þingmanna þrýstir nú á stjórnina um aðgerðir. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tækn
Bandaríkjaforseti vill leita til dómstóla og láta ógilda úrslit í lykilríkjum þar sem talning sýnir að Joe Biden hafi fengið fleiri atkvæði en hann. Sú niðurstaða hafi verið fengin með svikum. Enn er beðið eftir úrslitum í sex ríkjum. Björgunarsveitir hafa farið í útköll á fjórum stöðum á landinu í dag vegna foktjóns, að sögn Jónasar Guðmundssonar, verkefnastjóra Slysavarna hjá Landsbjörg. Sigurður Jónsson veðurfræðingur segir veðrið hvað verst á Snæfellsnesi en ganga niður í kvöld. Nærri tólf hundruð börn bíða eftir meðferð við sálrænum og geðrænum vanda þetta kom fram í sérstakri umræðu á Alþingi sem Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólkssins hóf. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra segir að það beri að forgangsraða í þágu geðheilsu og í þágu barna. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman. Það er ótækt að tekjur af störfum bakvarða skerði ellilífeyri - en skerði ekki námslán, að mati Þórunnar Sveinbjörnsdóttur, formanns Landssambands eldri borgara. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði í dag með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um viðskipta- og efnahagsmál ríkjanna. Andri Yrkill Valsson talaði við hann. Samstarf Heilbrigðisstofnunar Austurlands við tvo lækna sem komu austur og sinntu sjúklingum, sparaði Sjúkratryggingum 25 milljónir í ferðakostnað á einu ári. Rúnar Snær Reynisson sagði frá. ------------ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mál málanna í komandi kosningum að leita leiða til að fyrirtæki nái fyrri styrk svo þau geti skilað auknum skatttekjum inn í samfélagið. Arnar Páll Hauksson ræddi við hann. Enn sitja talningarmenn að störfum vestur í Bandaríkjunum og ekki ljóst hver verður forseti þar næstu fjögur árin. Mjótt er á munum víða en skoðanakannanir undanfarnar vikur sýndu forskot Joes Bidens demókrata meira en raunin varð. Þegar Trump var kosinn nokkuð óvænt fyrir fjórum árum í embætti forseta var mikið talað um að skoðanakannanir hefðu ekki gefið rétta mynd af stuðningi við hann og telja sumir það sama geta endurtekið sig í ár. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir er forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, segir kannanagerðar fólk ævinlega fylgjast spennt með því hvort úrslitum og könnunum ber saman. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hanna. Boris Johnson forsætisráðherra Breta tafði útgáfu breskrar þingnefndarskýrsla um rússneska íhlutun í bresk stjórnmál um meira en hálft ár. Þverpólitískur hópur þingmanna þrýstir nú á stjórnina um aðgerðir. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tækn
Spegillinn 28.október 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Marteinn Marteinsson Ástandið vegna kórónuveirufaraldursins fer versnandi segir sóttvarnalæknir. Hann skilar nýjum sóttvarnartillögum til heilbrigðisráðherra fyrir helgi. Ekki verður slakað á. Frönsk stjórnvöld biðja Evrópusambandið að beita sér gegn forseta Tyrklands vegna ögrana hans í garð Frakka að undanförnu. Einelti og kynbundin og kynferðisleg áreitni eru rótgróinn vandi innan sviðslista á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Háskóla íslands. Jólin verða mörgum erfið og þungbær, segja þeir sem þiggja aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Mun fleiri hafa leitað til Hjálparstarfs kirkjunnar í ár en í fyrra. Hótel Sögu í Reykjavík verður lokað um mánaðamótin. Bændahöllin og Hótel Saga hafa verið í greiðsluskjóli gagnvart kröfuhöfum sínum síðan í júlí. Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að nemendur í Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólanum á Egilsstöðum fái að mæta í skólann að nýju. Markmiðið er að umbylta svefnheiminum, segir lektor sem leiðir tveggja og hálfs milljarðs króna rannsókn á svefni og svefntengdum öndunartruflunum. Lengri umfjöllun: Aðeins tæp vika er nú í að kjördagur renni upp í forsetakosningunum í Bandaríkjunum - þriðjudagurinn 3. nóvember. Um 250 milljón manns hafa rétt á að kjósa í Bandaríkjunum. Yfir 70 milljón manns hafa þegar kosið utan kjörfundar eða í póstkosningum og er það mun hærri tala en í kosningunum 2016. Um 137 milljón manns kusu í forsetakosningunum 2016 sem er um 56 prósent kjörsókn. Flest bendir til þess að kjörsókn verði meiri nú. Eins og kunnugt er þá er kosningakerfið í Bandaríkjunum all frábrugðið kerfinu hér heima. Íbúar í hverju ríki kjósa kjörmenn, sem síðan kjósa forsetann. Kosnir eru 538 kjörmenn, mismargir í hverju ríki eftir íbúafjölda. Fjölmenn ríki eins og Kalifornía og Texas fá miklu fleiri kjörmenn en fámenn ríki eins og Wyoming og Vermont. Sá frambjóðandi sem sigrar í tilteknu ríki fær alla kjörmenn þess. Frambjóðendur keppa því að því að fá samtals 270 kjörmenn eða fleiri kosna. Þá er kominn meirihluti kjörmanna og björninn þar með unninn. Kosningabaráttan fer einkum fram í þeim ríkjum þar sem mjótt er á munum á milli frambjóðenda, svokölluðum sveifluríkjum. Þau eru fjórtán, þar á meðal fjölmenn ríki eins og Texas, Pennsylvanía og Flórída þar sem margir kjörmenn eru undir. Frambjóðendur láta ríki eins og Connecticut og Oklahóma nánast eiga sig í kosningabaráttunni. Biden er öruggur með sigur í Connecticut og Trump í Oklahóma og því til lítils að eyða miklu púðri þa
Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands ræddi við okkur um Þjóðarspegillinn, sem er ráðstefna í félagsvísindum og er haldin ár hvert við Háskóla Íslands og að þessu sinni haldin rafrænt. Meðal þess sem er á dagskrá er málstofan Leið kvenna til æðstu metorða og við forvitnuðumst líka um hana. Við kynntum okkur kjarnasamfélög, en þau eru hönnuð með það markmið að byggja upp og efla tengsl milli íbúa. Simon Joscha Flender, arkitekt og verkefnastjóri hjá Kjarnasamfélagi Reykjavíkur og Anna María Björnsdóttir, áhugamanneskja um kjarnasamfélög, komu til okkar og sögðu okkur frá. Athygli hefur vakið hversu fá kórónuveirusmit hafa greinst á Austfjörðum miðað við aðra landsfjórðunga. Við hringdum austur og heyrðum í Guðjóni Haukssyni forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Við veltum fyrir okkur hvað veldur, eru aðgerðir aðrar þar eða er smithætta minni í dreifbýlinu? Og hvað með heimsóknir skytta sem koma á svæðið til veiða, hafa heimamenn áhyggjur af því að þær geti borið smit? Við tókum stöðuna fyrir austan. Íþróttir eru flestar, ef ekki allar, á bið núna vegna hertra sóttvarnaraðgerða og þar er körfuboltafólk ekki undanskilið. Hannes Sigurbjörn Jónsson er formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Hann fór yfir með okkur til hvaða ráðstafana hreyfingin hefur gripið, sagði frá undirbúningi fyrir landsleiki kvennalandsliðsins sem fram undan eru o.fl. Jóhann Hlíðar Harðarson var á línunni frá Spáni með nýjustu tíðindi þaðan, auk þess sem hann tók smá krók yfir til Norðurlandanna. Tónlist: Júlíus Guðmundsson - Hvernig sem fer. John Grant - Marz. Carole King - Youve got a friend. Bruce Springsteen - Ghost. Mono Town - Peacemaker. Auður og Mezzoforte - Hún veit hvað ég vil. Hildur - Ill walk with you. Robbie Williams - Love my life. Ed Sheeran - Shape of you.
Spegillinn 28.október 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Marteinn Marteinsson Ástandið vegna kórónuveirufaraldursins fer versnandi segir sóttvarnalæknir. Hann skilar nýjum sóttvarnartillögum til heilbrigðisráðherra fyrir helgi. Ekki verður slakað á. Frönsk stjórnvöld biðja Evrópusambandið að beita sér gegn forseta Tyrklands vegna ögrana hans í garð Frakka að undanförnu. Einelti og kynbundin og kynferðisleg áreitni eru rótgróinn vandi innan sviðslista á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Háskóla íslands. Jólin verða mörgum erfið og þungbær, segja þeir sem þiggja aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Mun fleiri hafa leitað til Hjálparstarfs kirkjunnar í ár en í fyrra. Hótel Sögu í Reykjavík verður lokað um mánaðamótin. Bændahöllin og Hótel Saga hafa verið í greiðsluskjóli gagnvart kröfuhöfum sínum síðan í júlí. Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að nemendur í Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólanum á Egilsstöðum fái að mæta í skólann að nýju. Markmiðið er að umbylta svefnheiminum, segir lektor sem leiðir tveggja og hálfs milljarðs króna rannsókn á svefni og svefntengdum öndunartruflunum. Lengri umfjöllun: Aðeins tæp vika er nú í að kjördagur renni upp í forsetakosningunum í Bandaríkjunum - þriðjudagurinn 3. nóvember. Um 250 milljón manns hafa rétt á að kjósa í Bandaríkjunum. Yfir 70 milljón manns hafa þegar kosið utan kjörfundar eða í póstkosningum og er það mun hærri tala en í kosningunum 2016. Um 137 milljón manns kusu í forsetakosningunum 2016 sem er um 56 prósent kjörsókn. Flest bendir til þess að kjörsókn verði meiri nú. Eins og kunnugt er þá er kosningakerfið í Bandaríkjunum all frábrugðið kerfinu hér heima. Íbúar í hverju ríki kjósa kjörmenn, sem síðan kjósa forsetann. Kosnir eru 538 kjörmenn, mismargir í hverju ríki eftir íbúafjölda. Fjölmenn ríki eins og Kalifornía og Texas fá miklu fleiri kjörmenn en fámenn ríki eins og Wyoming og Vermont. Sá frambjóðandi sem sigrar í tilteknu ríki fær alla kjörmenn þess. Frambjóðendur keppa því að því að fá samtals 270 kjörmenn eða fleiri kosna. Þá er kominn meirihluti kjörmanna og björninn þar með unninn. Kosningabaráttan fer einkum fram í þeim ríkjum þar sem mjótt er á munum á milli frambjóðenda, svokölluðum sveifluríkjum. Þau eru fjórtán, þar á meðal fjölmenn ríki eins og Texas, Pennsylvanía og Flórída þar sem margir kjörmenn eru undir. Frambjóðendur láta ríki eins og Connecticut og Oklahóma nánast eiga sig í kosningabaráttunni. Biden er öruggur með sigur í Connecticut og Trump í Oklahóma og því til lítils að eyða miklu púðri þa
Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands ræddi við okkur um Þjóðarspegillinn, sem er ráðstefna í félagsvísindum og er haldin ár hvert við Háskóla Íslands og að þessu sinni haldin rafrænt. Meðal þess sem er á dagskrá er málstofan Leið kvenna til æðstu metorða og við forvitnuðumst líka um hana. Við kynntum okkur kjarnasamfélög, en þau eru hönnuð með það markmið að byggja upp og efla tengsl milli íbúa. Simon Joscha Flender, arkitekt og verkefnastjóri hjá Kjarnasamfélagi Reykjavíkur og Anna María Björnsdóttir, áhugamanneskja um kjarnasamfélög, komu til okkar og sögðu okkur frá. Athygli hefur vakið hversu fá kórónuveirusmit hafa greinst á Austfjörðum miðað við aðra landsfjórðunga. Við hringdum austur og heyrðum í Guðjóni Haukssyni forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Við veltum fyrir okkur hvað veldur, eru aðgerðir aðrar þar eða er smithætta minni í dreifbýlinu? Og hvað með heimsóknir skytta sem koma á svæðið til veiða, hafa heimamenn áhyggjur af því að þær geti borið smit? Við tókum stöðuna fyrir austan. Íþróttir eru flestar, ef ekki allar, á bið núna vegna hertra sóttvarnaraðgerða og þar er körfuboltafólk ekki undanskilið. Hannes Sigurbjörn Jónsson er formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Hann fór yfir með okkur til hvaða ráðstafana hreyfingin hefur gripið, sagði frá undirbúningi fyrir landsleiki kvennalandsliðsins sem fram undan eru o.fl. Jóhann Hlíðar Harðarson var á línunni frá Spáni með nýjustu tíðindi þaðan, auk þess sem hann tók smá krók yfir til Norðurlandanna. Tónlist: Júlíus Guðmundsson - Hvernig sem fer. John Grant - Marz. Carole King - Youve got a friend. Bruce Springsteen - Ghost. Mono Town - Peacemaker. Auður og Mezzoforte - Hún veit hvað ég vil. Hildur - Ill walk with you. Robbie Williams - Love my life. Ed Sheeran - Shape of you.
Undanfarnar fjórar vikur hefur hópur íbúa á öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri tekið þátt í hjólreiðakeppninni World Road for Seniors. Keppninni lýkur í dag og hópurinn á Hlíð er meðal þeirra liða sem berjast um efstu sæti keppninnar. Gígja Hólmgeirsdóttir skrapp í gær í heimsókn á Hlíð og ræddi við nokkra úr hópnum, auk þess sem hún ræddi við sjúkraþálfara á heimilinu sem heldur utan um verkefnið. Við slógum á þráðinn til Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, formanns borgarráðs, en ráðið var að samþykkja ferðamálastefnu, núna í miðjum heimsfaraldri á meðan engir ferðamenn eru á ferli. Á morgun verður kartöflunni hampað á heilmikilli jarðeplahátíð austur á landi. Móðir Jörð og Matarauður Austurlands standa að baki þessum viðburði þar sem ræktunarsagan verður rakin og gestum boðið að gæða sér á fjölda kartöfluafbrigða. Eygló Björk Ólafsdóttir hjá Móður jörð var á línunni að austan og sagði okkur meira. Þau tíðindi bárust í nótt að forsetahjón Bandaríkjanna, þau Donald og Melania Trump, hafi greinst með kórónuveiruna. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ, kom til okkar og ræddi við okkur um hvaða áhrif þetta gæti haft nú í aðdraganda kosninga. Freyr Gígja Gunnarsson mætti í sitt hálfs mánaðarlega hégómavísindahorn og færði okkur fréttir af fræga fólkinu. Tónlist: Stefán Hilmarsson - Líf. Black Pumas - Im ready. Amabadama - Hossa hossa. Billie Eilish - Bad guy. Nýdönsk - Alla tíð. GDRN - Áður en dagur rís (ft. Birnir). Albatross - Já það má. Travis - Writing to reach you. Warmland - Superstar minimal. Bruce Springsteen and the E Str. Band - Letter to you. Miley Cyrus - Midnight sky.
Undanfarnar fjórar vikur hefur hópur íbúa á öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri tekið þátt í hjólreiðakeppninni World Road for Seniors. Keppninni lýkur í dag og hópurinn á Hlíð er meðal þeirra liða sem berjast um efstu sæti keppninnar. Gígja Hólmgeirsdóttir skrapp í gær í heimsókn á Hlíð og ræddi við nokkra úr hópnum, auk þess sem hún ræddi við sjúkraþálfara á heimilinu sem heldur utan um verkefnið. Við slógum á þráðinn til Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, formanns borgarráðs, en ráðið var að samþykkja ferðamálastefnu, núna í miðjum heimsfaraldri á meðan engir ferðamenn eru á ferli. Á morgun verður kartöflunni hampað á heilmikilli jarðeplahátíð austur á landi. Móðir Jörð og Matarauður Austurlands standa að baki þessum viðburði þar sem ræktunarsagan verður rakin og gestum boðið að gæða sér á fjölda kartöfluafbrigða. Eygló Björk Ólafsdóttir hjá Móður jörð var á línunni að austan og sagði okkur meira. Þau tíðindi bárust í nótt að forsetahjón Bandaríkjanna, þau Donald og Melania Trump, hafi greinst með kórónuveiruna. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ, kom til okkar og ræddi við okkur um hvaða áhrif þetta gæti haft nú í aðdraganda kosninga. Freyr Gígja Gunnarsson mætti í sitt hálfs mánaðarlega hégómavísindahorn og færði okkur fréttir af fræga fólkinu. Tónlist: Stefán Hilmarsson - Líf. Black Pumas - Im ready. Amabadama - Hossa hossa. Billie Eilish - Bad guy. Nýdönsk - Alla tíð. GDRN - Áður en dagur rís (ft. Birnir). Albatross - Já það má. Travis - Writing to reach you. Warmland - Superstar minimal. Bruce Springsteen and the E Str. Band - Letter to you. Miley Cyrus - Midnight sky.
Í Víðsjá dagsins verður rætt er við Guju Dögg Hauksdóttur arkitekt um sýninguna PREFAB / FORSMÍÐ sem opnaði um liðna helgi í Skaftelli, Menningarmiðstöð Austurlands. Á sýningunni er farið yfir fagurfræði og sögu norsku einingahúsanna sem risu við Seyðisfjörð í byrjun síðustu aldar, auk einingahúss eftir Le Corbusier og norsku arkitektana Rintala Eggertsson. Bók vikunnar að þessu sinni er skáldsagan Beðið eftir barbörunum eftir nóbelskáldið John Maxwell Coetzee. Tveir þýðendur komu að verkinu, þau Sigurlína Davíðsdóttir og Rúnar Helgi Vignisson, og segja þau frá bókinni í Víðsjá dagsins. Snæbjörn Brynjarsson segir frá upplifun sinni af samtímaóperunni Ekkert er sorglegra en manneskjan sem frumsýnd var á dögunum í Tjarnarbíói og er eftir Friðrik Margrétar Guðmundsson og Adolfs Smára Unnarssonar. Ennfremur verður fjallað um umdeilda myndlistarsýningu sem farin er að valda titringi löngu áður en hún er komin upp, en á dögunum bárust fréttir um það sýningu sem átti að fara í fjögur mikilvæg myndlistarsöfn, vestan hafs og austan, hefði verið slegið á frest vegna viðkvæms myndefnis. Við segjum frá listamanninum Philip Guston í þætti dagsins og ræðum við Hallgrím Helgason rithöfund um Guston og verk hans.
Í Víðsjá dagsins verður rætt er við Guju Dögg Hauksdóttur arkitekt um sýninguna PREFAB / FORSMÍÐ sem opnaði um liðna helgi í Skaftelli, Menningarmiðstöð Austurlands. Á sýningunni er farið yfir fagurfræði og sögu norsku einingahúsanna sem risu við Seyðisfjörð í byrjun síðustu aldar, auk einingahúss eftir Le Corbusier og norsku arkitektana Rintala Eggertsson. Bók vikunnar að þessu sinni er skáldsagan Beðið eftir barbörunum eftir nóbelskáldið John Maxwell Coetzee. Tveir þýðendur komu að verkinu, þau Sigurlína Davíðsdóttir og Rúnar Helgi Vignisson, og segja þau frá bókinni í Víðsjá dagsins. Snæbjörn Brynjarsson segir frá upplifun sinni af samtímaóperunni Ekkert er sorglegra en manneskjan sem frumsýnd var á dögunum í Tjarnarbíói og er eftir Friðrik Margrétar Guðmundsson og Adolfs Smára Unnarssonar. Ennfremur verður fjallað um umdeilda myndlistarsýningu sem farin er að valda titringi löngu áður en hún er komin upp, en á dögunum bárust fréttir um það sýningu sem átti að fara í fjögur mikilvæg myndlistarsöfn, vestan hafs og austan, hefði verið slegið á frest vegna viðkvæms myndefnis. Við segjum frá listamanninum Philip Guston í þætti dagsins og ræðum við Hallgrím Helgason rithöfund um Guston og verk hans.
Ríkisstjórnin fundar í dag á Hellu á Rangárvöllum. Undanfarin tvö ár hefur stjórnin haldið sérstaka sumarfundi úti um landið; á Snæfellsnesi fyrir tveimur árum og í Mývatnssveit í fyrra. Búast má að mál er tengjast kórónuveirufaraldrinum verði á dagskrá fundarins en að honum loknum fundar stjórnar með fulltrúum sveitarfélaga á Suðurlandi. Við ræddum við Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóra Rangarþings ytra. Hann sagði víst að málefni jöfnunarsjóðs sveitarfélaga yrðu á dagskránni. Það hefur betri áhrif á efnahag þjóðarbúsins að nánast loka landinu fyrir almennum ferðamönnum heldur en að halda því opnu og hvetja útlendinga til að sækja Ísland heim. Og það þrátt fyrir að það þýði að fjölmörg fyrirtæki í ferðaþjónustu - nánast öll - verði meira eða minna tekjulaus á meðan þetta ástand varir. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir þessa niðurstöðu ráðgjafa og sérfræðinga stjórnvalda. Þótt enn sé ár til kosninga til þýska sambandsþingsins er kosningabaráttan að nokkru leyti hafin - stjórnmálamenn eru í það minnsta komnir í stellingar. Jafnaðarmenn útnefndu kanslaraefni sitt í síðustu viku og miklar umræður eru í Þýskalandi þessa dagana um kanslaraefni annarra flokka og möguleg stjórnarmynstur. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá þessu. Deilur um andlitsgrímur komu líka við sögu sem og menningarlífið í Þýskalandi sem er auðvitað svipað og hér; með daufasta móti. Aðsókn í Verkmenntaskóla Austurlands er með mesta móti og tekið verður á móti fleirum en venjulega þetta haustið. Smæð skólans hjálpar til þennan veturinn og gerir, að óbreyttu, mögulegt að halda úti hefðbundnu námi. Iðngreinar hafa verið kenndar í Neskaupstað frá 1944. Lilja Guðný Jóhannesdóttir, skólameistari VA, sagði okkur frá.
Ríkisstjórnin fundar í dag á Hellu á Rangárvöllum. Undanfarin tvö ár hefur stjórnin haldið sérstaka sumarfundi úti um landið; á Snæfellsnesi fyrir tveimur árum og í Mývatnssveit í fyrra. Búast má að mál er tengjast kórónuveirufaraldrinum verði á dagskrá fundarins en að honum loknum fundar stjórnar með fulltrúum sveitarfélaga á Suðurlandi. Við ræddum við Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóra Rangarþings ytra. Hann sagði víst að málefni jöfnunarsjóðs sveitarfélaga yrðu á dagskránni. Það hefur betri áhrif á efnahag þjóðarbúsins að nánast loka landinu fyrir almennum ferðamönnum heldur en að halda því opnu og hvetja útlendinga til að sækja Ísland heim. Og það þrátt fyrir að það þýði að fjölmörg fyrirtæki í ferðaþjónustu - nánast öll - verði meira eða minna tekjulaus á meðan þetta ástand varir. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir þessa niðurstöðu ráðgjafa og sérfræðinga stjórnvalda. Þótt enn sé ár til kosninga til þýska sambandsþingsins er kosningabaráttan að nokkru leyti hafin - stjórnmálamenn eru í það minnsta komnir í stellingar. Jafnaðarmenn útnefndu kanslaraefni sitt í síðustu viku og miklar umræður eru í Þýskalandi þessa dagana um kanslaraefni annarra flokka og möguleg stjórnarmynstur. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá þessu. Deilur um andlitsgrímur komu líka við sögu sem og menningarlífið í Þýskalandi sem er auðvitað svipað og hér; með daufasta móti. Aðsókn í Verkmenntaskóla Austurlands er með mesta móti og tekið verður á móti fleirum en venjulega þetta haustið. Smæð skólans hjálpar til þennan veturinn og gerir, að óbreyttu, mögulegt að halda úti hefðbundnu námi. Iðngreinar hafa verið kenndar í Neskaupstað frá 1944. Lilja Guðný Jóhannesdóttir, skólameistari VA, sagði okkur frá.
Náttúrustofa Austurlands gegnir mikilvægu hlutverki. Kristín Ágústsdóttir forstöðumaður Náttúrustofu Auturlands var gestur Karls Eskils Pálssonar í Landsbyggðum á N4, þar sem farið var yfir ýmsar merkilegar rannsóknir á vegum stofunnar. „Vertíðin hjá náttúrufræðingum er yfir sumartínann. Veturinn fer svo í að greina rannsóknir sumarsins og skrifa skýrslur.“ Hún segir að GPS tæknin hafi gjörbreytt vísindarannsóknum. „Já, já, tæknin hefur breytt ýmsu. Ég man þá tíð þegar við stóðum úti með blauta pappíra og svart/hvítar myndir af svæðunum sem við vorum að kortlegga og rannsaka. Í dag erum við með tölvur og skráum allt inn í þær, sem gerir það meðal annars að verkum að niðurstöðurnar liggja fyrr fyrir hjá okkur.“
Við fjöllum ekki oft um landvættirnar: hlutverk og sögu. En tillaga að nafni á nýtt sveitarfélag sem verður til með sameiningum á Austurlandi gefur tilefni til að kafa ofan í þetta. Ein af sex tillögum að nýju nafni vísar nefnilega í landvætti Austurlands: drekann. Hvaðan er þetta eiginlega komið? Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar, sagði frá öllu sem viðkemur landvættunum. Saga Búrúndí er blóði drifin. Landsmenn ganga til forsetakosninga í dag og óttast margir að kosningarnar verði kveikja frekari blóðsúthellinga. Forsetinn Pierre Nkurunziza lætur af völdum eftir 15 ár við völd. Hann er umdeildur, og varð það sérstaklega eftir síðustu kosningar árið 2015. Þá fór hann í framboð í þriðja sinn þrátt fyrir að stjórnarskráin kveði á um að forseti sitji ekki lengur en tvö kjörtímabil. Sama ár stóð hann af sér valdaránstilraun og nú er hann orðinn að ævarandi ráðgjafa ríkisins. Vera Illugadóttir sagði okkur frá sögu Búrúndí. Nú er Krían komin til Grímseyjar og eggjatínsla í björgunum komin langt á veg. Í venjulegu árferði væri ferðamönnum líka farið að fjölga í eyjunni en sú er ekki raunin vegna heimsfaraldurs. Halla Ingólfsdóttir rekur ferðaþjónustufyrirtæki Arctic Trip í Grímsey. Hún segir langflesta ferðamenn í Grímsey útlendinga, þau stóli því á gott verður í sumar til að fá Íslendinga út í eyju. Úlla Árdal sló á þráðinn til Höllu í gær og heyrði hvernig ferðasumarið lítur út í Grímsey. Tónlist: Sumarauki (Gullfoss með glæstum brag) - Elly og Raggi Bjarna, Bernice - Iwacu, Sólarsamba - Góss.
Við fjöllum ekki oft um landvættirnar: hlutverk og sögu. En tillaga að nafni á nýtt sveitarfélag sem verður til með sameiningum á Austurlandi gefur tilefni til að kafa ofan í þetta. Ein af sex tillögum að nýju nafni vísar nefnilega í landvætti Austurlands: drekann. Hvaðan er þetta eiginlega komið? Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar, sagði frá öllu sem viðkemur landvættunum. Saga Búrúndí er blóði drifin. Landsmenn ganga til forsetakosninga í dag og óttast margir að kosningarnar verði kveikja frekari blóðsúthellinga. Forsetinn Pierre Nkurunziza lætur af völdum eftir 15 ár við völd. Hann er umdeildur, og varð það sérstaklega eftir síðustu kosningar árið 2015. Þá fór hann í framboð í þriðja sinn þrátt fyrir að stjórnarskráin kveði á um að forseti sitji ekki lengur en tvö kjörtímabil. Sama ár stóð hann af sér valdaránstilraun og nú er hann orðinn að ævarandi ráðgjafa ríkisins. Vera Illugadóttir sagði okkur frá sögu Búrúndí. Nú er Krían komin til Grímseyjar og eggjatínsla í björgunum komin langt á veg. Í venjulegu árferði væri ferðamönnum líka farið að fjölga í eyjunni en sú er ekki raunin vegna heimsfaraldurs. Halla Ingólfsdóttir rekur ferðaþjónustufyrirtæki Arctic Trip í Grímsey. Hún segir langflesta ferðamenn í Grímsey útlendinga, þau stóli því á gott verður í sumar til að fá Íslendinga út í eyju. Úlla Árdal sló á þráðinn til Höllu í gær og heyrði hvernig ferðasumarið lítur út í Grímsey. Tónlist: Sumarauki (Gullfoss með glæstum brag) - Elly og Raggi Bjarna, Bernice - Iwacu, Sólarsamba - Góss.
Lára Jóhannsdóttir prófessor í umhverfis- og auðlindafræðum við HÍ: Áhætta á olíuslysum. Jóna Árný Þórðardóttir framkvæmdastjóri Austurbrúar: Sóknaráætlun Austurlands 2020-2024. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Flóra Suður-Afríkur.
Lára Jóhannsdóttir prófessor í umhverfis- og auðlindafræðum við HÍ: Áhætta á olíuslysum. Jóna Árný Þórðardóttir framkvæmdastjóri Austurbrúar: Sóknaráætlun Austurlands 2020-2024. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Flóra Suður-Afríkur.
Lára Jóhannsdóttir prófessor í umhverfis- og auðlindafræðum við HÍ: Áhætta á olíuslysum. Jóna Árný Þórðardóttir framkvæmdastjóri Austurbrúar: Sóknaráætlun Austurlands 2020-2024. Hafdís Hanna Ægisdóttir: Flóra Suður-Afríkur.
Umsjón: Pálmi Jónasson Átta af níu lögreglustjórum á landinu bera ekki traust til Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Þetta segir formaður Lögreglustjórafélags Íslands. Deilur Írana og Bandaríkjamanna eru orðnar svo harðar að full ástæða er til að hafa áhyggjur af, segir Magnús Bernharð Þorkelsson prófessor í sögu Mið-Austurlanda. Eftir 178 ára viðskiptasögu er breska ferðaskrifstofan Thomas Cook farin í þrot. Enn eitt dæmið um fyrirtæki sem náði ekki tökum á breyttu viðskiptaumhverfi. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir eðlilegt að önnur sveitarfélög taki þátt í kostnaði vegna þjónustu við heimilislaust fólk. Tæplega einn af hverjum fimm sem nýta sér gistiskýli borgarinnar er með lögheimili utan Reykjavíkur. Tuttugu féllu og tugir særðust í óeirðum í Papúa héraði í Indónesíu í dag. Nokkur hundruð voru tekin höndum. Lengri umfjallanir: Níu þúsund manns í Bretlandi missa vinnuna, í viðbót við ellefu þúsund starfsmenn erlendis nú þegar ferðaskrifstofan Thomas Cook er gjaldþrota. Stærsta aðgerð á friðartímum til að fljúga farþegum aftur til Bretlands er í gangi, alls 150 þúsund manns sem þarf að flytja heim til Bretlands, með tilheyrandi kostnaði hins opinbera. En gjaldþrotið vekur líka spurningar um eftirlit ríkins með flugfélögum og ferðaskrifstofum. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir eðlilegt að önnur sveitarfélög taki þátt í kostnaði vegna þjónustu við heimilislaust fólk. Tæplega einn af hverjum fimm sem nýta sér gistiskýli borgarinnar er með lögheimili utan Reykjavíkur. Heiða spyr hvort það sé sanngjarnt að kostnaðurinn lendi alfarið á útsvarsgreiðendum í Reykjavík. Höskuldur Kári Schram tók saman. Grátrönur hafa verið að flækjast hingað til lands og það hefur sést til hennar víðsvegar um landið. En hvað rekur Grátrönur til Íslands? Skarphéðinn G. Þórisson, hreindýrasérfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands segir að það flækist oft hingað fuglar oft vegna sterkra vinda sem þeir lenda í. Trönurnar komi kannski af öðrum ástæðum. Arnar Páll Hauksson tók saman. Í Noregi hafa tveir dómar vakið athygli fyrir að skera úr um grundvallaratriði í refsilöggjöfunni. Er það pólitísk tjáning að senda fólki sorp í pósti - og ræður andlitsfall á kynlífsdúkkum úrslitum um hvort þær séu löglegar eða ekki? Gísli Kristjánsson tók saman.
Heilbrigðisþjónusta á Austurlandi Guðjón Hauksson forstjóri Heilbgigðisstofnunar Austurlands er gestur Karls Eskils Pálssonar í Landsbyggðum.
Gústaf Ásgeir Hinriksson og Olil Amble eru bæði komin í A-úrslit á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem nú er haldið Berlín. Gærdagurinn var dramatískur og nokkur afföll úr íslenska landsliðinu. Okkar kona Hulda Geirsdóttir er á mótinu var á línunni í Morgunútvarpinu. Um 1.400 hreindýr verða veidd í ár. Andvirði veiðileyfisins skiptist meðal annars á milli bújarða fyrir austan eftir ágangi dýranna og getur arðgreiðslan numið nokkur hundruð þúsundum á jörð. Skarphéðinn G. Þórisson hjá Náttúrustofu Austurlands, vaktar hreindýrastofn landsins og metur ágang þeirra ár hvert. Við ræddum við hann í þættinum. Berjasumarið lítur einstaklega vel út. Þegar er fjöldi fólks farið á stúfana að leita að bláberjum. Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður, fræddi okkur um leyndardóma berjatýnslunnar. Íslenska sprotafyrirtækið Splitti hjálpar íslenskum fyrirtækjum að ná til kínveskra ferðamanna. Það sem byrjaði sem lítill sproti er að springa út. Sturla Þórhallsson, framkvæmdastjóri Splittis, fór yfir málið í Morgunútvarpinu. Málfarshornið - Anna Sigríður Þráinsdóttir kom til okkar og fjallaði um orðatiltæki.
Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Húsnæði Ljóssins er eins og fallegt heimili þar sem hægt er að koma í kaffihúsastemningu og spjalla við náungann. Til að auka virkni og þrek býður Ljósið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Sólveig Kolbrún Pálsdóttir frá Ljósinu kom í þáttinn. Fjarðabyggð hefur tekið ákvörðun um að banna börnum að nota sín eigin snjalltæki á skólatíma. Nokkur umræða hefur verið um þetta bann en veigamestu rökin fyrir ákvörðun fræðslunefndar um að mæla með banni komu úr sérfræðiáliti sálfræðinga hjá Skólaskrifstofu Austurlands. Þeir mæltu eindregið með banni í ljósi rannsókna á áhrifum snjalltækjanotkunar. Við hringdum austur í Neskaupsstað í Sigurð Ólafsson, félags- og mannauðssérfræðing og formann fræðslunefndar Fjarðabyggðar í þættinum. Það eru mörg skemmtileg söfn á Akureyri, Flugsafn, Mótórhjólasafn, Iðnaðarsafn, Minjasafn, Leikfangasafn og svo auðvitað nýopnað endurbætt Listasafn. Enn eitt safnið bættist í flóruna fyrir tæpum tveimur árum, Lísa Páls heimsótti Norðurslóðasýningu Arngríms Jóhannssonar flugstjóra í þættinum í dag. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Fréttir. Lengri umfjallanir: Í menntastefnu sem nú er unnið að, og á að gilda til ársins 2030, á að taka mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni. Menntamálaráðherra vill auka íslenskukennslu og setja metnaðarfyllri markmið en nú. Spegillinn ræddi við Lilju Alferðsdóttur, mennta- og menningamálaráðherra um nýju stefnuna og spurði hvort það mætti búast við miklum breytingum. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Í gær birtust leiðarar í um þrjú hundruð miðlum vestanhafs þar sem menn lýstu því yfir að þeir birtu ekki falsfréttir, og væru ekki óvinir fólksins. Þetta er gert í nafni frjálsrar fjölmiðlunar og til að bregðast við árásum á fréttamiðla og fullyrðingum um að fjölmiðlar afvegaleiði almenning, fullyrðingum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ekki verið spar á. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Misjafnt aðgengi íbúa landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins að þjónustu sérfræðilækna stenst ekki lög. Þetta segir Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Austurlands. Brýnt sé að efla heilbrigðisþjónustu á Austurlandi og einn liður í því sé að breyta verkaskiptingu milli heilbrigðisstarfsmanna. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman. Umsjón: Ragnhildur Thorlacius
Á meðan fólk á suðvesturhorninu hefur barmað sér yfir rigningu og dumbungi síðustu vikur hafa íbúar Norður- og Austurlands baðað sig í sól. Íbúar Fljótdalshéraðs hljóta því að vera í sólskinsskapi. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri, ræddi um verkefni sveitarfélagsins og framtíðarhorfur. - Umhverfismál hafa þokast að miðju þjóðmálaumræðunnar síðustu árin. Heitar tilfinningar, djúp sannfæring, umhyggja, væntumþykja - í bland við rökhyggju, nýtingarsjónarmið, gróðavon. Á alla þessa strengi, og fleiri, er slegið þegar rætt er um samspil manns og náttúru, umhverfismál, landvernd. Við ræddum stefnu Landverndar og helstu mál samtímans á sviði umhverfisverndar við framkvæmdastjórann, Auði Önnu Magnúsdóttir. - Norska ríkið er ekki lengur hluthafi í skandinavíska flugfélaginu SAS. Það er meiriháttar breyting enda Noregur stofnfélagi SAS um miðja síðustu öld ásamt Danmörku og Svíþjóð, og einkaaðilum að auki. Kristján Sigurjónsson sagði frá breyttu eignarhaldi SAS og mögulegri samþjöppun á evrópskum flugmarkaði. Við töluðum líka um áfengisneyslu í flugvélum og svolítið um áhrif veðursins á stórum hluta Íslands síðustu vikur á ferðalög Íslendinga. - Eros Ramazzotti og Tina Turner fluttu Cose della vita (Can´t stop thinking of you). - Svo var talað um hesta og hestamenn. Landsmót hestamanna verður sett á sunnudag og stendur í rúma viku. Mótið fer fram á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík og eins og jafnan þegar landsmót er haldið er búist við mörg þúsund gestum. Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri mótsins, sagði frá. - Þau Lee Hazlewood og Nancy Sinatra luku þættinum á laginu Summer wine.
Nái friðlýsingartillögur Náttúruverndarstofnun Íslands fram að ganga eru fyrirhugaðar framkvæmdir við Hvalárvirkjun í uppnámi. Landvernd fagnar tillögunni og hvetur Umhverfisráðherra til að friðlýsa svæðið. Ráðherrar EFTA ríkjanna undirrituðu í dag fríverslunarsamninga við Ekvador og Tyrki. Utanríkisráðherra segir mikilvægt að nýta alþjóðaviðskipti til þess að stuðla að framförum í ríkjum þar sem mannréttindi eru fótum troðin. Nýtt úrræði fyrir börn sem glíma við fíknivanda verður vonandi tekið í gagið með haustinu, segir félagsmálaráðherra. Í apríl boðaði hann það yrði innan tveggja vikna, en erfiðlega gekk að fá fjármagn. Karolinska sjúkrahúsið í Svíþjóð hefur dregið til baka sex greinar um plastbarkaígræðslur sem birtust í þekktum vísindatímaritum. Paolo Macchiarini er aðal höfundur greinanna og segir í tilkynningu frá sjúkrahúsinu að 7 höfundar séu ábyrgir fyrir vísindalegu misferli. Héraðsdómur Austurlands hefur sýknað fyrirtækið Móður jörð fyrir brot á útlendingalögum og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Ákært var vegna fólks sem vann þar fyrir tveimur árum. Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir ekki sé lengur leyfilegt að fá sjálfboðaliða til starfa í landbúnaði. Athugasemdir hafa verið gerðar af hálfu Fjármálaeftirlitsins við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá öllum sparisjóðum landsins. Hætt hefur verið við fjölda fyrirhugaðra sýninga á söngleiknum Billy Elliot í Ungverjalandi eftir að gagnrýni um að á sýningunni fyrirfinnist samkynhneigður áróður. Þjóðrækni eða þjóðremba - hvernig birtast þessar systur á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Guðmund Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði. Stjórnarþingmenn sem styðja Brexit höfðu ástæðu til að gleðjast í liðinni viku Theresa May forsætisráðherra Breta virtist styðja sjónarmið þeirra. En það er grunnt á trausti Brexit-sinna í garð May. Hún lofar klipptri og skorinni úrgöngu en allar tillögur hennar eru bræðingur þess að vera í og utan ESB. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Mark Eldred
Leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar var í gær gert að hætta tafarlaust störfum eftir að hann viðurkenndi kynferðisbrot þegar #metoo-umræðan komst í hámæli. Brotið framdi hann fyrir um áratug. Fimm bjóða sig fram í leiðtogakjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Kjörið fer fram 27. janúar. Formaður flokksins segir að sér lítist vel á hópinn. Héraðsdómur Austurlands dæmdi skipstjóra hjólabáts í dag til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Hann var sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi vegna dauða kanadískrar konu við Jökulsárlón. Með því að leggja línur í jörð má rúmlega tífalda raforkuöryggi á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Landvernd hefur látið gera. Mosfellingar efndu í dag til söfnunar vegna fjölskyldunnar sem missti allt sitt í bruna í gær. Sveitarstjórnarkosningar nálgast. Arnar Páll Hauksson talar við Halldór Halldórsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formann Sambands íslenskra sveitarfélaga og Grétar Þór Eyþórsson prófessor við Háskólann á Akureyri. Það verður að skilgreina hverjir eiga rétt á þjónustunni. Arnhildur Hálfdánardóttir fjallar um NPA og talar við Elínu Oddnýju Sigurðardóttir, formann velferðarráðs Reykjavíkur. Umsjónarmaður Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Gísli Kjaran Kristjánsson