POPULARITY
Við ræðum við Andreu Kristinsdóttur sem er tónlistarkona, útvarpsgerðarkona, og tæknimaður í daglega fréttaþættinum Today, explained frá Vox Media. Hljóð hafa átt hug Andreu allan frá æsku, hún ólst upp á flakki, bjó um tíma í Japan, Pakistan, Zimbabwe og Bandaríkjunum svo eitthvað sé nefnt, en alls staðar hlustaði hún eftir nýrri tónlist og hljóðum. Það er loksins komin skál í Kópavog! Una Schram hittir skeiterinn Sigfinn Böðvarsson, eða Siffa. Tilefnið er ný skál, eða bowl, í Kópavogi sem stórbætir aðstöðuna til hjólabrettaiðkunnar á Íslandi.
Í gær var haldin minningarstund í húsnæði Samtakanna 78. Tilefnið var minningardagur trans fólks sem haldinn er árlega, þann 20. nóvember, þar sem þess trans fólks sem hefur verið myrt eða tekið eigið líf er minnst. Við fórum í heimsókn síðdegis í gær til að fylgjast með undirbúningi athafnarinnar og ræða við skipuleggjendur. Gestabækur geta veitt innsýn inn í skoðanir, viðhorf og tilfinningar þeirra sem í þær skrifa og gildi þeirra sem sagnfræðileg heimild hefur aukist á síðustu árum. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í sagnafræði, hefur rannsakað gestabækur Hins íslenska reðasafns og hann kíkir í heimsókn og segir okkur frá ýmsu gáfulegu sem birtist í bókunum. Og síðan heyrum við tólfta innslag Þorgerðar Maríu Þorbjarnardóttur, formanns Landverndar, sem er á COP29-ráðstefnunni í Aserbaídjan.
Flugöryggismál eru viðfangsefni þessa þáttar. Rætt er við þá Jón Hörð Jónsson formann Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Matthías Arngrímsson skólastjóra Geirfugls og nefndarmann í ÖFÍA um ýmislegt sem hæst ber í flugöryggismálum um þessar mundir. Tilefnið er árleg flugöryggisráðstefna – Reykjavik Flight Safety Symposium sem haldin verður 10. október n.k. og í þættinum er tæpt á helstu viðfangsefnum ráðstefnunnar í ár eins og GPS truflunum í flugi og netárásum. Jón Hörður og Matthías telja ýmislegt gagnrýnivert í nýrri skýrslu varðandi mögulegt flugvallarstæði í Hvassahrauni og í tengslum við það er einnig farið yfir hvernig stöðugt hefur verið þrengt að Reykjavíkurflugvelli mörg síðustu ár. Í þættinum er einnig fjallað um möguleg áhrif vindmylla á flugöryggi, en áætlanir eru uppi um stóra vindmyllugarða bæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og víða um land.
Við ræðum við félagsfræðiprófessor um stéttir, og veltum því fyrir okkur hvernig sé hægt að komast að því hvaða stétt maður tilheyrir. Ef maður upplifir sig í millistétt, er maður þá ekki í millistétt? Tilefnið er fyrirlestur á vegum RIKK, en fyrirlestrarröðin er tileinkuð stéttarhugtakinu í haust. Datsía Duster er einhver vinsælasti bíll á Íslandi, að minnsta kosti á bílaleigum landsins. Raunar er hann svo áberandi að hann er orðinn að hálfgerðu tákni - en hvað táknar hann? Bjarni Daníel hélt í bíltúr að leita að merkingu Dustersins. Við flettum í gegnum dagskrá Riff og nefnum það sem vekur áhuga okkar þar.
Víðsjá þáði morgunbolla í sólríkri stofu í miðbæ Reykjavíkur og fékk að heyra ýmislegt um rímnasöng og langspil. Tilefnið er dagur rímnalagsins og þjóðlistahátíðin Vaka, sem fer fram um næstkomandi helgi. Þau Bára Grímsdóttir og Chris Foster segja okkur af starfi Vökufélagsins og flytja vel valdar rímur. Í dag fáum við líka fyrstu leikhúsrýni vetrarsins. Þennan veturinn verða leikhúsrýnarnir þrír, þau Trausti Ólafsson, Nína Hjálmarsdóttir og Katla Ársælsdóttir. Trausti ríður á vaðið, en hann fór að sjá fyrstu frumsýningu vetrarins í Tjarnarbíói síðastliðinn fimmtudag, á leikverkinu Líkaminn er skál, eftir leikhópinn 10 fingur. En þátturinn hefst á inniliti í Gallerí Port við Hallgerðargötu, þar sem Hlynur Hallsson opnaði sýninguna Herbergi með útsýni um liðna helgi. Verk Hlyns fjalla oft á tíðum um pólitík í víðu en um leið persónulegu samhengi, samskipti, tungumál og hversdagsleikann, og verkin á þessari sýningu er engin undantekning. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Fimma dagsins snerist um ljóð enda viðmælandinn enginn annar en Andri Snær Magnason. Tilefnið er 25 ára afmælisútgáfa á Sögunni um bláa hnöttinn. Andri Snær sagði af fimm ljóðum sem höfðu djúp áhrif á hann og þar kenndi margra grasa. Ljóðin eru eftir Stein Steinarr, Þórð Helgason, Maríu Bjarnadóttur, Þorvald Þorsteinsson og Ísak Harðarson. Þemað í tónlistinni var veislan og tók lagalistinn mið af því en hann var svona: Ríó Tríó - Veislan á Hóli Emilíana Torrini - Let's keep dancing Megas - Manni endist varla ævin Radiohead - Everthing in its right place Baggalútur - Allir eru að fara í kántrí Viking Giant Show - Party at the White House Prince - 1999 Sabrina Carpenter - Please Please Please U2 - Party Girl Dua Lipa - Houdini Eminem - Houdini Steve Miller Band - Abracadabra Salsakommúnan og Bogomil Font - Í minni skel Mezzoforte - Garden Party Bryan Ferry - It's my party Rebekka Blöndal og Moses Hightower - Hvað þú vilt Milljónamæringarnir, Stefán Hilmarsson, Anna Mjöll - Svimi svimi svitabað
15. maí 2024 Spegillinn hefur tekið og birt viðtöl við frambjóðendur til embættis forseta Íslands og mun gera það áfram. Að þessu sinni ræðir Freyr Gígja Gunnarsson við Höllu Tómasdóttur. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð er í opinberri heimsókn í Tiblisi í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eistlands, Lettlands og Litáens. Tilgangurinn er að styðja georgísku þjóðina í viðleitni sinni til að auka samstarf við Evrópuríki, jafnt innan ESB sem utan. Tilefnið er ekki síst umdeild lagasetning um fjármögnun fjölmiðla og félagasamtaka, sem talin er grafa undan lýðræðinu og hefta tjáningar-, fjölmiðla- og félagafrelsi í landinu, fram úr hófi. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræðir við Þórdísi. Norðmenn eru í öngum sínum vegna þess að óvinveitt ríki gætu klófest síðasta fjörðinn sem enn er í einkaeigu á Svalbarða. Núna fer dularfull kona af rússneskum uppruna með forræði yfir landinu við fjörðinn og getur valið úr kaupendum. Gísli Kristjánsson segir frá. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred
Krabbameinsskrá Íslands fagnar 70 ára afmæli nú í maí og af því tilefni verður blásið til afmælismálþings seinna í dag. Þetta er löng saga og ýmislegt sem hefur gerst og breyst á 70 árum. Þær Sigríður Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins og Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur og prófessor ræða þessi tímamót. VIð fræðumst um íslensku nýsköpunarvikuna sem hófst í dag, hátíð sem laðar að stórfiska úr heimi tækni og nýsköpunar en snertir líka á listum. Við ræðum við stofnendur hátíðarinnar, þær Eddu Konráðsdóttur og Melkorku Sigríði Magnúsdóttur. Edda Olgudóttir kemur svo í vísindaspjall í lok þáttar - hún segir okkur frá möguleikum crispr-tækninnar, meðal annars til þess að lækna blindu. Tónlist: Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Ingibjörg Smith - Nú liggur vel á mér. TRAVIS - The Weight. Beatles, The - While my guitar gently weeps.
Frumvarp um kaup á heimilum Grindvíkinga er komið inn í þingið og sitt sýnist hverjum. Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ræddu við okkur um stöðu íbúa og fyrirtækja í Grindavík. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri FF7, var líka með okkur og flutti tíðindi úr ferðaheiminum. Svo töluðum við um ágæti þess að syngja. “Söngurinn göfgar og glæðir,” segir einhvers staðar. Tilefnið er frétt um nýstofnaðan kór alþingismanna. Inga Sæland hafði forgöngu um stofnun þingmannakórsins og kórstjóri er vitaskuld flokksbróðir hennar Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður. En hvaða áhrif hefur söngurinn á okkur - það að syngja með öðru fólki í kór. Er það rétt að söngurinn göfgi og glæði? Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona og kórstjóri kom á Morgunvaktina. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Shore, Dinah - The nearness of you. Víkingur Heiðar Ólafsson - Variatio 15 Canone alla Quinta. A 1 Clav. Andante. Swift, Taylor - cardigan. Léttsveit Reykjavíkur Kvennakór, Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Aðalheiður Þorsteinsdóttir Píanól. - Mas que nada. Lögreglukórinn - Undir Stórasteini.
Þau Vaka Agnarsdóttir og Egill Gauti Sigurjónsson úr hljómsveitinni Inspector Spacetime verða lestarstjórar í þætti dagsins ásamt Lóu Björk. Tilefnið er útkoma nýrrar stuttskífu hljómsveitarinnar, Extravaganza, sem kemur út föstudaginn næstkomandi. Við frumflytjum tvö glæný lög með hljómsveitinni, drekkum kaffi og ræðum málin. Er Airwaves komin af léttasta skeiði, eða má hún muna fífil sinn fegurri, einhvern veginn þannig mætti þýði titil skoðanapistil sem birtist í Reykjavík Grapevine í gær. Pistillin er eftir Jón Trausta Sigurðarson, útgefanda og einn stofnenda tímaritsins, en þar rekur hann þróun hátíðarinnar frá frá því að hún var fyrst haldin árið 1999 og til dagsins í dag. Hann veltir fyrir sér æ eldri tónleikagestum, hugmyndafræðinni á bakvið val á tónlistarfólki, og uppröðun þeirra. Kristján ræddi við Jónda um Airwaves og greinina hans Is Iceland Airwaves Past its prime? Þau Katrín Helga Ólafsdóttir og Davíð Roach Gunnarsson voru útsendarar Lestarinnar á Airwaves í ár, við fáum að heyra þeirra yfirferð á hátíðinni í þætti dagsins.
Þau Vaka Agnarsdóttir og Egill Gauti Sigurjónsson úr hljómsveitinni Inspector Spacetime verða lestarstjórar í þætti dagsins ásamt Lóu Björk. Tilefnið er útkoma nýrrar stuttskífu hljómsveitarinnar, Extravaganza, sem kemur út föstudaginn næstkomandi. Við frumflytjum tvö glæný lög með hljómsveitinni, drekkum kaffi og ræðum málin. Er Airwaves komin af léttasta skeiði, eða má hún muna fífil sinn fegurri, einhvern veginn þannig mætti þýði titil skoðanapistil sem birtist í Reykjavík Grapevine í gær. Pistillin er eftir Jón Trausta Sigurðarson, útgefanda og einn stofnenda tímaritsins, en þar rekur hann þróun hátíðarinnar frá frá því að hún var fyrst haldin árið 1999 og til dagsins í dag. Hann veltir fyrir sér æ eldri tónleikagestum, hugmyndafræðinni á bakvið val á tónlistarfólki, og uppröðun þeirra. Kristján ræddi við Jónda um Airwaves og greinina hans Is Iceland Airwaves Past its prime? Þau Katrín Helga Ólafsdóttir og Davíð Roach Gunnarsson voru útsendarar Lestarinnar á Airwaves í ár, við fáum að heyra þeirra yfirferð á hátíðinni í þætti dagsins.
Prófessor í blaðamennsku við Stokkhólmsháskóla er staddur á Íslandi. Tilefnið er erindi hans um kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter í Háskóla Íslands, 'Elon Musk, goðsagnir um málfrelsið og daður við öfga-hægrið.' Við ræðum allar þær ólíku birtingarmyndir þess hversu lélegt og ömurlegt Twitter er orðið við Christian Christensen, og hvernig það hefur mögulega áhrif á upplifun okkar af stríðinu í Ísrael og Palestínu. Steve Bell hefur starfað í rúmlega 40 ár fyrir The Guardian en hefur núna misst vinnuna eftir að hafa deilt mynd á samfélagsmiðlum sem hann fékk ekki birta í blaðinu, mynd sem ritstjórar blaðsins álitu að notaðist við and-gyðinglegar klisjur. Við fengum Halldór Baldursson, skopmyndateiknara, til að kíkja á myndina með okkur. Í desember 1983 hélt hljómsveitin Talking Heads tónleika í Hollywood?s Pantages Theater. Tónleikarnir voru teknir upp og gefnir út sem tónleikakvikmynd, Stop Making Sense. Myndinni var leikstýrt af Jonathan Demme sem átti síðar eftir að gera The Silence of the Lambs og Philadelphia en myndin er talin sem ein allra besta tónleikamynd sögunnar. Í tilefni af því að 40 ár er frá tónleikunum verður nýuppgerð útgáfa af myndinni sýnd í Bió Paradís í vikunni. Davíð Roach Gunnarsson fjallaði um hana í Lestinni árið 2020 þegar mánuður var liðinn af samkomubanni vegna heimsaraldurs og Davið farinn að sakna lifandi tónleika.
Prófessor í blaðamennsku við Stokkhólmsháskóla er staddur á Íslandi. Tilefnið er erindi hans um kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter í Háskóla Íslands, 'Elon Musk, goðsagnir um málfrelsið og daður við öfga-hægrið.' Við ræðum allar þær ólíku birtingarmyndir þess hversu lélegt og ömurlegt Twitter er orðið við Christian Christensen, og hvernig það hefur mögulega áhrif á upplifun okkar af stríðinu í Ísrael og Palestínu. Steve Bell hefur starfað í rúmlega 40 ár fyrir The Guardian en hefur núna misst vinnuna eftir að hafa deilt mynd á samfélagsmiðlum sem hann fékk ekki birta í blaðinu, mynd sem ritstjórar blaðsins álitu að notaðist við and-gyðinglegar klisjur. Við fengum Halldór Baldursson, skopmyndateiknara, til að kíkja á myndina með okkur. Í desember 1983 hélt hljómsveitin Talking Heads tónleika í Hollywood?s Pantages Theater. Tónleikarnir voru teknir upp og gefnir út sem tónleikakvikmynd, Stop Making Sense. Myndinni var leikstýrt af Jonathan Demme sem átti síðar eftir að gera The Silence of the Lambs og Philadelphia en myndin er talin sem ein allra besta tónleikamynd sögunnar. Í tilefni af því að 40 ár er frá tónleikunum verður nýuppgerð útgáfa af myndinni sýnd í Bió Paradís í vikunni. Davíð Roach Gunnarsson fjallaði um hana í Lestinni árið 2020 þegar mánuður var liðinn af samkomubanni vegna heimsaraldurs og Davið farinn að sakna lifandi tónleika.
Móey Pála og Júlíana Dögg, mágkona hennar, ákváðu með stuttum fyrirvara að taka upp þátt. Tilefnið var því miður ekki gleðilegt en David, maki Móeyar, lenti í leiðindaatviki í sundi á dögunum. Þar fékk hann að finna fyrir fordómum vegna húðlitar síns sem komu honum og fjölskyldunni allri úr jafnvægi. Júlíana Dögg er fædd og uppalin á Íslandi og á ættir að rekja til Mosambik. Hún og Móey ræða fordóma vegna uppruna, fyrirmyndir og staðalmyndir, óþægilegar athugasemdir og hvað er hægt að gera til að láta ganga betur. Mágkonuspjallið er í anda fjölskyldunnar; beint frá hjartanu, með heiðarleika og hreinskiptni að vopni með hárnákvæmu dassi af húmor.Hvað er það sem við þráum öll sama hverjir foreldrar okkar eru, hverja við elskum eða hvernig við lifum lífinu? Mikilvægt samtal nú sem endranær.Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com
Það er ekkert sem lýsir innri mani meira en mannasiðir. Sýndu mér mannasiðina þína og ég get sýnt þér hver þú ert.
Við ræddum stöðu ríkisstjórnarinnar og veturinn framundan við Stefaníu Óskarsdóttur, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur í hvalveiðimálinu kom henni ekki á óvart, en það er bara eitt af fjölmörgum ágreiningsmálum. Stefanía á von á hörðum vetri í pólitíkinni. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, sagði okkur frá baráttu íslensku flugfélaganna um flugmenn. Við ræddum líka um flug til Akureyrar og Egilsstaða frá meginlandi Evrópu og um nýjar reglur borgaryfirvalda í New York, sem gætu þýtt að framboð á Airbnb íbúðum dragist saman um 70 prósent. Í lok þáttar kom til okkar Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur. Tilefnið er Klassíkin okkar, sem verður í kvöld, og þemað að þessu sinni er kvikmyndatónlist. Sigríður valdi þrjú tónverk úr kvikmyndum og sjónvarpi og sagði okkur frá þeim. Umsjónarmenn: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Horacio Rivera - Tango por una cabeza Jóhann Helgason Tónlistarmaður, Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar, Karlakór Keflavíkur - Yaketty yak, smacketty smack. Ragnhildur Gísladóttir - Draumaprinsinn. Ennio Morricone - Love Theme from Cinema Paradiso Henry Manchini - Two for the Road Julee Cruise - Falling
Við ræddum stöðu ríkisstjórnarinnar og veturinn framundan við Stefaníu Óskarsdóttur, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur í hvalveiðimálinu kom henni ekki á óvart, en það er bara eitt af fjölmörgum ágreiningsmálum. Stefanía á von á hörðum vetri í pólitíkinni. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, sagði okkur frá baráttu íslensku flugfélaganna um flugmenn. Við ræddum líka um flug til Akureyrar og Egilsstaða frá meginlandi Evrópu og um nýjar reglur borgaryfirvalda í New York, sem gætu þýtt að framboð á Airbnb íbúðum dragist saman um 70 prósent. Í lok þáttar kom til okkar Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur. Tilefnið er Klassíkin okkar, sem verður í kvöld, og þemað að þessu sinni er kvikmyndatónlist. Sigríður valdi þrjú tónverk úr kvikmyndum og sjónvarpi og sagði okkur frá þeim. Umsjónarmenn: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Horacio Rivera - Tango por una cabeza Jóhann Helgason Tónlistarmaður, Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar, Karlakór Keflavíkur - Yaketty yak, smacketty smack. Ragnhildur Gísladóttir - Draumaprinsinn. Ennio Morricone - Love Theme from Cinema Paradiso Henry Manchini - Two for the Road Julee Cruise - Falling
Miðvikudagurinn 21. júní Við förum yfir fréttir dagsins en ræðum síðan við Helgi Eiríkur Eyjólfsson doktorsnema um aukinn ójöfnuð sem lesa má út úr Pisa-könnunum á hæfni íslenskra barna. Svo virðist sem stéttaskipting sé að aukast, að börn af heimilum verkafólks nái minni árangri í skólum í dag en fyrr á öldinni. Þá kemur Njörður Sigurjónsson prófessor um woke-bylgjuna og átökin samsvara henni í skautuðum heimi. Tilefni er uppfærsla óperunnar á Madame Butterfly og Þjóðleikhússins á Sem á himni.
Myndlistarmaðurinn Sigurður Guðjónsson er hvað þekktastur fyrir tímatengd verk sem rannsaka manngerðar vélar og tækniminjar. Um liðna helgi opnaði hann sýninguna ?Leiðni leiðir? í Verksmiðjunni á Hjalteyri um liðna helgi, en þar hefur hann umbreytt 2000 fermetra verksmiðjurými í fjölskynjunarverk hreyfingar og hljóðs. Þetta er verk sem leikur með tíma og orku, en Sigurður vinnur út frá miðju hússins lóðrétt upp og niður þrjár hæðir og hugsar sýninguna sem einn stóran skúlptúr samofin byggingunni sjálfri. Síðast þegar við hittum Sigurð hér í Víðsjá var hann á leiðinni til Feneyja til að vera þar fulltrúi Íslands á Tvíæringnum, að þessu sinni er það Gígja Hólmgeirsdóttir sem hittir Sigurð á Hjalteyri í skjóli frá hávaðaroki innan veggja gömlu verksmiðjunnar á Hjalteyri. Leiksýningin Lónið, eftir Magnús Thorlacius, sem sýnd er um þessar mundir í Tjarnarbíó, tekur fyrir eymd mannlegrar tilveru á tímum síðkapítalískra drauma, eins og segir í leikskrá. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í verkið í þætti dagsins. Einnig ætlum við að rifja upp, af engu sérstöku tilefni, heimsókn sem Víðsjá átti fyrir fimm árum síðan inn í eitt fegursta hús landsins, Smiðshús á Álftanesi. Tilefni heimsóknarinnar var níræðisafmæli höfundar hússins og ábúanda þess, arkitektsins Manfreðs Vilhjálmssonar. Manfreð er einn af okkar allra bestu arkitektum, hefur hannað þekkt hús og minna þekkt hús, jafnt heimili sem og kirkjur, skóla og bókasöfn. Einnig hefur hann hannað húsgögn, leikföng og innréttingar. Hann hlaut heiðursviðurkenningu Arkitektafélags Íslands 2019. Við heyrum í Manfreð í þætti dagsins.
Myndlistarmaðurinn Sigurður Guðjónsson er hvað þekktastur fyrir tímatengd verk sem rannsaka manngerðar vélar og tækniminjar. Um liðna helgi opnaði hann sýninguna ?Leiðni leiðir? í Verksmiðjunni á Hjalteyri um liðna helgi, en þar hefur hann umbreytt 2000 fermetra verksmiðjurými í fjölskynjunarverk hreyfingar og hljóðs. Þetta er verk sem leikur með tíma og orku, en Sigurður vinnur út frá miðju hússins lóðrétt upp og niður þrjár hæðir og hugsar sýninguna sem einn stóran skúlptúr samofin byggingunni sjálfri. Síðast þegar við hittum Sigurð hér í Víðsjá var hann á leiðinni til Feneyja til að vera þar fulltrúi Íslands á Tvíæringnum, að þessu sinni er það Gígja Hólmgeirsdóttir sem hittir Sigurð á Hjalteyri í skjóli frá hávaðaroki innan veggja gömlu verksmiðjunnar á Hjalteyri. Leiksýningin Lónið, eftir Magnús Thorlacius, sem sýnd er um þessar mundir í Tjarnarbíó, tekur fyrir eymd mannlegrar tilveru á tímum síðkapítalískra drauma, eins og segir í leikskrá. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í verkið í þætti dagsins. Einnig ætlum við að rifja upp, af engu sérstöku tilefni, heimsókn sem Víðsjá átti fyrir fimm árum síðan inn í eitt fegursta hús landsins, Smiðshús á Álftanesi. Tilefni heimsóknarinnar var níræðisafmæli höfundar hússins og ábúanda þess, arkitektsins Manfreðs Vilhjálmssonar. Manfreð er einn af okkar allra bestu arkitektum, hefur hannað þekkt hús og minna þekkt hús, jafnt heimili sem og kirkjur, skóla og bókasöfn. Einnig hefur hann hannað húsgögn, leikföng og innréttingar. Hann hlaut heiðursviðurkenningu Arkitektafélags Íslands 2019. Við heyrum í Manfreð í þætti dagsins.
Við endurlékum viðtal við Egil Jóhannsson, forstjóra Brimborgar, vegna forfalla viðmælanda í morgunsárið. Egill var gestur okkar í september síðastliðnum og ræddi um bíla og samgöngur, ekki síst rafbílavæðingu. Björn Malmquist fréttamaður í Brussel var með okkur í þættinum. Björn ræddi við Borgar Þór Einarsson hjá Uppbyggingarsjóði Evrópu um sjóðinn, hlutverk hans og starfsemi. Og í lok þáttarins kom til okkar Sólveig Anna Bóasdóttir prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands. Tilefnið var krýningarathöfn Karls þriðja um liðna helgi, athöfnin er trúarlegs eðlis enda þiggur þjóðhöfðingi Bretlands vald sitt frá guði. Erla Þorsteinsdóttir - Kata rokkar. Presley, Elvis - Stuck on you. Presley, Elvis - Swing down sweet chariot.
Við endurlékum viðtal við Egil Jóhannsson, forstjóra Brimborgar, vegna forfalla viðmælanda í morgunsárið. Egill var gestur okkar í september síðastliðnum og ræddi um bíla og samgöngur, ekki síst rafbílavæðingu. Björn Malmquist fréttamaður í Brussel var með okkur í þættinum. Björn ræddi við Borgar Þór Einarsson hjá Uppbyggingarsjóði Evrópu um sjóðinn, hlutverk hans og starfsemi. Og í lok þáttarins kom til okkar Sólveig Anna Bóasdóttir prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands. Tilefnið var krýningarathöfn Karls þriðja um liðna helgi, athöfnin er trúarlegs eðlis enda þiggur þjóðhöfðingi Bretlands vald sitt frá guði. Erla Þorsteinsdóttir - Kata rokkar. Presley, Elvis - Stuck on you. Presley, Elvis - Swing down sweet chariot.
Birna Arnbjörnsdóttir, Höskuldur Þráinsson og Úlfar Bragason höfundar nýútkomins greinasafns um íslenskt mál og þróun þess meðal Vestur-Íslendinga komu og sögðu frá rannsóknum sínum og útgáfu ritsins. Borgþór Arngrímsson fjallaði um dönsk málefni, þar á meðal fjárlög ársins í ár, hneykslismáli tengdu þingmanni og mikilvægi góðs lofts. Illugi Jökulsson talaði um sögu kafbáta, þar á meðal smíði þeirra og notkun. Tilefnið er ákvörðun stjórnvalda er nú kjarnorkuknúnum orrustukafbátum bandaríska sjóhersins heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland til að taka á móti kosti og skipta um áhöfn. Kafbátarnir fá þjónustu nokkra kílómetra úti fyrir landi en ekki koma í höfn. Tónlist: The Banana boat (day - O) - Harry Belafonte, Sólstafir yrkja - Haraldur Reynisson, Sådan nogen som os - Poul Krebs. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir
Birna Arnbjörnsdóttir, Höskuldur Þráinsson og Úlfar Bragason höfundar nýútkomins greinasafns um íslenskt mál og þróun þess meðal Vestur-Íslendinga komu og sögðu frá rannsóknum sínum og útgáfu ritsins. Borgþór Arngrímsson fjallaði um dönsk málefni, þar á meðal fjárlög ársins í ár, hneykslismáli tengdu þingmanni og mikilvægi góðs lofts. Illugi Jökulsson talaði um sögu kafbáta, þar á meðal smíði þeirra og notkun. Tilefnið er ákvörðun stjórnvalda er nú kjarnorkuknúnum orrustukafbátum bandaríska sjóhersins heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland til að taka á móti kosti og skipta um áhöfn. Kafbátarnir fá þjónustu nokkra kílómetra úti fyrir landi en ekki koma í höfn. Tónlist: The Banana boat (day - O) - Harry Belafonte, Sólstafir yrkja - Haraldur Reynisson, Sådan nogen som os - Poul Krebs. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir
HVENÆR Á ÉG AÐ DREKKA OG HVAÐ?! Ef þú ert að spurja þig að þessu, tékkaðu á þessu nýja kúl trendi sem krakkarnir kalla vog.
Rætt var um fjölmiðla og hvernig fjölmiðlar og fjölmiðlun hafa breyst á síðastu árum. Tilefnið var að útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og aldarfjórðungur liðinn síðan netmiðlarnir voru settir á stofn. Ásgeir Friðgeirsson ritstýrði Vísi fyrstu misserin. Hann spjallaði vítt og breitt um ástand og horfur. Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, sagði frá för forseta framkvæmdastjórnar ESB og Frakklandsforseta til Kína og fund utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins sem hefst á morgun. Passíusálmarnir verða að vanda fluttir í heild sinni í Hallgrímskirkju föstudaginn langa. Steinunn Jóhannesdóttir hefur veg og vanda að flutningum. Hún spjallaði um sálmana, Hallgrím og flutninginn á föstudaginn. Tónlist: Skýið - Björgvin Halldórsson, Daglega fer mér fram - Mannakorn, On Kaikki Niiinkuin Ennenkin - J. Karjalainen, Largo Dolonte - Björn Steinar Sólbergsson og Lilja Hjaltadóttir. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.
Rætt var um fjölmiðla og hvernig fjölmiðlar og fjölmiðlun hafa breyst á síðastu árum. Tilefnið var að útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og aldarfjórðungur liðinn síðan netmiðlarnir voru settir á stofn. Ásgeir Friðgeirsson ritstýrði Vísi fyrstu misserin. Hann spjallaði vítt og breitt um ástand og horfur. Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, sagði frá för forseta framkvæmdastjórnar ESB og Frakklandsforseta til Kína og fund utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins sem hefst á morgun. Passíusálmarnir verða að vanda fluttir í heild sinni í Hallgrímskirkju föstudaginn langa. Steinunn Jóhannesdóttir hefur veg og vanda að flutningum. Hún spjallaði um sálmana, Hallgrím og flutninginn á föstudaginn. Tónlist: Skýið - Björgvin Halldórsson, Daglega fer mér fram - Mannakorn, On Kaikki Niiinkuin Ennenkin - J. Karjalainen, Largo Dolonte - Björn Steinar Sólbergsson og Lilja Hjaltadóttir. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.
Fjallað var um náttúruhamfarir og tryggingar og rætt við Huldu Ragnheiði Árnadóttur, forstjóra Náttúruhamfaratrygginga Íslands. Tilefnið var að hálf öld er liðin síðan Viðlagasjóður var settur á stofn, það var gert í kjölfar gossins í Vestmannaeyjum en stofnað var til hans viku eftir að gosið hófst. Síðar varð til Viðlagatrygging Íslands en nafni stofnunarinnar var breytt fyrir nokkrum árum til að gefa starfsemina betur til kynna. Í spjalli um dönsk málefni sagði Borgþór Arngrímsson meðal annars frá sætum sigri Dana á HM í handbolta og móttökunum sem liðið fékk við heimkomuna á mánudag. Hann talaði líka um Mikkel Hansen sem verið hefur einn besti handboltaheims um árabil. Þá sagði Borgþór frá breytingum í starfsemi verslunarrisans Coop og útför Riit Bjerregaard sem gerð er í dag. Gylfi Dalmann Aðalteinsson, dósent í vinnumarkaðsfræðum við HÍ, ræddi um kjaradeilu Eflingar og Samtaka avinnulífsins og inngrip og aðkomu ríkissáttasemjara. Gylfi benti m.a. á að íslensk vinnulöggjöf er að stofni til frá 1938 og tilraunir til að gera á henni gagngerar breytingar ekki náð fram að ganga, einkum vegna andstöðu verkalýðshreyfingarinnar. Gylfi sagði erfitt að geta sér til um hvernig spilast úr þeirra stöðu sem nú er uppi en benti á að öllum vinnudeilum hefur alltaf lokið með einum eða öðrum hætti. Tónlist: Come see about me - Diana Ross, Old man - Neil Young, Hun fletter sit har - Anne Linnet, I will always love you - Benny Goodman. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson
Fjallað var um náttúruhamfarir og tryggingar og rætt við Huldu Ragnheiði Árnadóttur, forstjóra Náttúruhamfaratrygginga Íslands. Tilefnið var að hálf öld er liðin síðan Viðlagasjóður var settur á stofn, það var gert í kjölfar gossins í Vestmannaeyjum en stofnað var til hans viku eftir að gosið hófst. Síðar varð til Viðlagatrygging Íslands en nafni stofnunarinnar var breytt fyrir nokkrum árum til að gefa starfsemina betur til kynna. Í spjalli um dönsk málefni sagði Borgþór Arngrímsson meðal annars frá sætum sigri Dana á HM í handbolta og móttökunum sem liðið fékk við heimkomuna á mánudag. Hann talaði líka um Mikkel Hansen sem verið hefur einn besti handboltaheims um árabil. Þá sagði Borgþór frá breytingum í starfsemi verslunarrisans Coop og útför Riit Bjerregaard sem gerð er í dag. Gylfi Dalmann Aðalteinsson, dósent í vinnumarkaðsfræðum við HÍ, ræddi um kjaradeilu Eflingar og Samtaka avinnulífsins og inngrip og aðkomu ríkissáttasemjara. Gylfi benti m.a. á að íslensk vinnulöggjöf er að stofni til frá 1938 og tilraunir til að gera á henni gagngerar breytingar ekki náð fram að ganga, einkum vegna andstöðu verkalýðshreyfingarinnar. Gylfi sagði erfitt að geta sér til um hvernig spilast úr þeirra stöðu sem nú er uppi en benti á að öllum vinnudeilum hefur alltaf lokið með einum eða öðrum hætti. Tónlist: Come see about me - Diana Ross, Old man - Neil Young, Hun fletter sit har - Anne Linnet, I will always love you - Benny Goodman. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson
Stýrivaxtahækkun Seðlabankans hefur sett kjaraviðræður í uppnám. Forseti Alþýðusambands Íslands segir hækkunina vonbrigði. Hún leggist þungt á fólk og geri kjaraviðræður enn erfiðari. Formaður VR segir allt stefna í að viðræðum verði slitið og gripið verði til aðgerða. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna skriðuhættu á Austfjörðum. Mikið hefur rignt þar að undanförnu. Lunginn af starfsfólki lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu hafði aðgang að myndskeiðum sem sýna hnífaárás á Bankastræti Club og fóru í dreifingu í gær. Yfirlögregluþjónn óttast að dreifingin rýri traust almennings til lögreglunnar. Tölvukerfi Evrópuþingsins liggur niðri eftir netárás. Rússneskir hakkarar hafa lýst yfir ábyrgð. Fleira flóttafólk hefur komið hingað til lands en spáð var. Verkefnisstjóri móttöku flóttafólks segir ganga vonum framar að útvega húsnæði fyrir fólkið. ----- Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti Alþýðusambands Íslands segir hækkun stýrivaxta í morgun mikil vonbrigði. Hækkunin leggist þyngst á þá sem síst megi við því. Hún geri kjaraviðræður erfiðari, en þar geti launafólk sótt rétt sinn. Margir eru uggandi eftir stórfellda hnífaárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur seinasta fimmtudag. Árásin hefur haft eftirmála þar sem sprengjum var til að mynda kastað að heimilum aðstandenda sakborninga í Reykjavík í nótt. Hnífaárásir hafa færst í aukana samkvæmt lögreglu sem hefur verið með aukinn viðbúnað eftir árásina og ætlar að gera það áfram um helgina. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hvetur landa sína til að vera á varðbergi í miðborg Reykjavíkur næstu helgi, forðast mannmergð og fylgjast vel með íslenskum fjölmiðlum áður en haldið er í bæinn. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sendiráðsins, sem jafnframt er birt á Facebook-síðu þess. Tilefni varnaðarorðanna er orðrómur um yfirvofandi hefndarárás í miðborg Reykjavíkur næstu helgi, sem svar við hnífaárás í Bankastræti í síðustu viku. Vísað er í fullyrðingar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að aukinn viðbúnaður verði í miðbænum vegna árásarinnar og að orðrómurinn sé til skoðunar. Eigendur skemmtistaða í Reykjavík segja það tilviljun að árásin hafi orðið á þessum stað, hún hefði getað orðið hvar og hvenær sem er. Þórir Jóhannsson eigandi skemmtistaðanna Sólon og Kiki queer bar segist hafa áhyggjur af að hnífaárásir séu orðnar hluti af daglegum veruleika í samfélaginu. Mette Frederiksen, starfandi forsætisráðherra í Danmörku og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, vonast til þess að geta myndað nýja ríkisstjórn á næstu vikum. Á fréttamannafundi sem hún
Stýrivaxtahækkun Seðlabankans hefur sett kjaraviðræður í uppnám. Forseti Alþýðusambands Íslands segir hækkunina vonbrigði. Hún leggist þungt á fólk og geri kjaraviðræður enn erfiðari. Formaður VR segir allt stefna í að viðræðum verði slitið og gripið verði til aðgerða. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna skriðuhættu á Austfjörðum. Mikið hefur rignt þar að undanförnu. Lunginn af starfsfólki lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu hafði aðgang að myndskeiðum sem sýna hnífaárás á Bankastræti Club og fóru í dreifingu í gær. Yfirlögregluþjónn óttast að dreifingin rýri traust almennings til lögreglunnar. Tölvukerfi Evrópuþingsins liggur niðri eftir netárás. Rússneskir hakkarar hafa lýst yfir ábyrgð. Fleira flóttafólk hefur komið hingað til lands en spáð var. Verkefnisstjóri móttöku flóttafólks segir ganga vonum framar að útvega húsnæði fyrir fólkið. ----- Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti Alþýðusambands Íslands segir hækkun stýrivaxta í morgun mikil vonbrigði. Hækkunin leggist þyngst á þá sem síst megi við því. Hún geri kjaraviðræður erfiðari, en þar geti launafólk sótt rétt sinn. Margir eru uggandi eftir stórfellda hnífaárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur seinasta fimmtudag. Árásin hefur haft eftirmála þar sem sprengjum var til að mynda kastað að heimilum aðstandenda sakborninga í Reykjavík í nótt. Hnífaárásir hafa færst í aukana samkvæmt lögreglu sem hefur verið með aukinn viðbúnað eftir árásina og ætlar að gera það áfram um helgina. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hvetur landa sína til að vera á varðbergi í miðborg Reykjavíkur næstu helgi, forðast mannmergð og fylgjast vel með íslenskum fjölmiðlum áður en haldið er í bæinn. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sendiráðsins, sem jafnframt er birt á Facebook-síðu þess. Tilefni varnaðarorðanna er orðrómur um yfirvofandi hefndarárás í miðborg Reykjavíkur næstu helgi, sem svar við hnífaárás í Bankastræti í síðustu viku. Vísað er í fullyrðingar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að aukinn viðbúnaður verði í miðbænum vegna árásarinnar og að orðrómurinn sé til skoðunar. Eigendur skemmtistaða í Reykjavík segja það tilviljun að árásin hafi orðið á þessum stað, hún hefði getað orðið hvar og hvenær sem er. Þórir Jóhannsson eigandi skemmtistaðanna Sólon og Kiki queer bar segist hafa áhyggjur af að hnífaárásir séu orðnar hluti af daglegum veruleika í samfélaginu. Mette Frederiksen, starfandi forsætisráðherra í Danmörku og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, vonast til þess að geta myndað nýja ríkisstjórn á næstu vikum. Á fréttamannafundi sem hún
Samvinnufélög eru ekki mikið til umræðu á Íslandi, en þau fyrirfinnast enn og lifa góðu lífi sum hver. Við veltum fyrir okkur samvinnufélögum, fortíð, nútíð og framtíð. Tilefnið er að 120 ár eru frá stofnun Sambands íslenskra samvinnufélaga. Hannes Karlsson stjórnarformaður sambandsins, og Kári Joensen lektor og forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Bifröst, komu til okkar og þeir segja mikil tækifæri í slíkum félögum hér á landi. Út er komin ný spá um ferðamannafjölda á næsta ári og árum, og skemmst er frá því að segja að búist er við metfjölda til landsins. Innviðirnir anna því ekki alveg eins og staðan er núna. Kristján Sigurjónsson sagði frá. Nú líður að lokum október og þá hefur víða myndast hefð fyrir því að óhugnarlegar verur, eins og vampírur, nornir og uppvakningar, fari á stjá og ófrýnilegir graskershausar og aðrar draugalegar skreytingar prýði heimili fólks. Já - hrekkjavakan er framundan og er iðulega haldin 31. október, sem er núna á mánudaginn. Sagnfræðingurinn Helga Maureen Gylfadóttir og þjóðfræðingurinn Björk Bjarnadóttir, sem báðar starfa á Árbæjarsafni, sögðu frá upphafi hátíðarinnar og hátíðarhöldum á safninu. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Gígja Hólmgeirsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Blóm á þakinu - Katrín Halldóra Sigurðardóttir Undir stórasteini - Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson Space Oddity - David Bowie Soul Cake - Sting
Samvinnufélög eru ekki mikið til umræðu á Íslandi, en þau fyrirfinnast enn og lifa góðu lífi sum hver. Við veltum fyrir okkur samvinnufélögum, fortíð, nútíð og framtíð. Tilefnið er að 120 ár eru frá stofnun Sambands íslenskra samvinnufélaga. Hannes Karlsson stjórnarformaður sambandsins, og Kári Joensen lektor og forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Bifröst, komu til okkar og þeir segja mikil tækifæri í slíkum félögum hér á landi. Út er komin ný spá um ferðamannafjölda á næsta ári og árum, og skemmst er frá því að segja að búist er við metfjölda til landsins. Innviðirnir anna því ekki alveg eins og staðan er núna. Kristján Sigurjónsson sagði frá. Nú líður að lokum október og þá hefur víða myndast hefð fyrir því að óhugnarlegar verur, eins og vampírur, nornir og uppvakningar, fari á stjá og ófrýnilegir graskershausar og aðrar draugalegar skreytingar prýði heimili fólks. Já - hrekkjavakan er framundan og er iðulega haldin 31. október, sem er núna á mánudaginn. Sagnfræðingurinn Helga Maureen Gylfadóttir og þjóðfræðingurinn Björk Bjarnadóttir, sem báðar starfa á Árbæjarsafni, sögðu frá upphafi hátíðarinnar og hátíðarhöldum á safninu. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Gígja Hólmgeirsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Blóm á þakinu - Katrín Halldóra Sigurðardóttir Undir stórasteini - Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson Space Oddity - David Bowie Soul Cake - Sting
Hér er HæHæ Live Show sem haldið var 22. Júní í Kakókastalanum. Tilefnið var 3 ára afmæli HæHæ. Njótið vel! IG: helgijean & hjalmarorn110 Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe'a!
Mér líst allt í lagi á þessa spá, þetta er kannski eðlilegt miðað við gengi okkar í fyrra en við ætlum okkur stærri hluti - það er ekkert flóknara en það. Ég held að það sé alveg klárt að við ætlum að berjast um þá titla sem eru í boði," sagði Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, í viðtali við Fótbolta.net. Tilefnið var spá Fótbolta.net fyrir Bestu deildina en FH er spáð fjórða sæti í sumar.
Þetta er bara fínt, þetta er betra en í fyrra minnir mig og ef þetta gengur eftir þá erum við í þessum efri hluta þegar deildinni verður skipt upp. Þar vilja öll lið vera," sagði Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, í viðtali við Fótbolta.net í dag. Tilefni viðtalsins var spá Fótbolta.net fyrir Bestu deildina en Stjörnunni er spáð 6. sætinu í ár.
Nei, ég get nú ekki sagt að ég sé sáttur við þessa spá. Við sýndum í fyrra að við erum með sterkt lið. Ég er allavega ekki sammála þessu orðum það þannig," sagði Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, í viðtali við Fótbolta.net í dag. Tilefni viðtalsins var spá Fótbolta.net fyrir Bestu deildina en KA er spáð 7. sætinu í sumar.
Brynhildur Björnsdóttir, fjölmiðlakona og söngkona, fjallaði um ástina og ólíkar hliðar hennar. Í hádeginu í dag ætlar Brynhildur að flytja fyrirlestur um ástina og ýmislegt henni tengt í Bókasafni Kópavogs. Um jólin var hún með þáttaröð, Ef þú giftist, um hjónabandið og ástina en þættina er hægt að nálgast í spilara RÚV. Ingibjörg Isaksen þingkona Framsóknarflokksins og Sandra B. Frank formaður Sjúkraliðafélags Íslands, ræddu um samúðarþreytu meðal fólks sem vinnur við að hjálpa öðrum. Hvernig hægt er að komast að sátt um hvernig hægt er að bæta líðan fólks og koma í veg fyrir kulnun í starfi. Tilefnið er þingsályktunartillaga Ingibjargar um stofnun starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem verði falið að koma með hugmyndir að slíkri þjónustu fyrir þessar starfsstéttir. Borgþór Arngrímsson sagði frá skelfilegu morði á ungri konu í Danmörku nýverið. Hann sagði einnig frá sögulegum viðræðum danskra stjórnvalda og bandarískra um að bandarískur her nemi land í Danmörku. Inger Støjberg og Borgen bar einnig á góma. Anna Hildur Guðmundsdóttir var fyrr í vikunni kjörin formaður stjórnar SÁÁ og situr fram að aðalfundi í vor. Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður á Akureyri, ræddi við Önnu Hildi um starfsemi samtakanna og hvað sé framundan. SÁÁ er meðal annars að taka upp fjarþjónustu í gegnum Kara Connect. Tónlist: Leyndarmál - Dátar Hold heart - Emilíana Torrini Ástin - Björgvin Halldórsson Bláu augun þín - Hljómar Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.
Brynhildur Björnsdóttir, fjölmiðlakona og söngkona, fjallaði um ástina og ólíkar hliðar hennar. Í hádeginu í dag ætlar Brynhildur að flytja fyrirlestur um ástina og ýmislegt henni tengt í Bókasafni Kópavogs. Um jólin var hún með þáttaröð, Ef þú giftist, um hjónabandið og ástina en þættina er hægt að nálgast í spilara RÚV. Ingibjörg Isaksen þingkona Framsóknarflokksins og Sandra B. Frank formaður Sjúkraliðafélags Íslands, ræddu um samúðarþreytu meðal fólks sem vinnur við að hjálpa öðrum. Hvernig hægt er að komast að sátt um hvernig hægt er að bæta líðan fólks og koma í veg fyrir kulnun í starfi. Tilefnið er þingsályktunartillaga Ingibjargar um stofnun starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem verði falið að koma með hugmyndir að slíkri þjónustu fyrir þessar starfsstéttir. Borgþór Arngrímsson sagði frá skelfilegu morði á ungri konu í Danmörku nýverið. Hann sagði einnig frá sögulegum viðræðum danskra stjórnvalda og bandarískra um að bandarískur her nemi land í Danmörku. Inger Støjberg og Borgen bar einnig á góma. Anna Hildur Guðmundsdóttir var fyrr í vikunni kjörin formaður stjórnar SÁÁ og situr fram að aðalfundi í vor. Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður á Akureyri, ræddi við Önnu Hildi um starfsemi samtakanna og hvað sé framundan. SÁÁ er meðal annars að taka upp fjarþjónustu í gegnum Kara Connect. Tónlist: Leyndarmál - Dátar Hold heart - Emilíana Torrini Ástin - Björgvin Halldórsson Bláu augun þín - Hljómar Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson og Snærós Sindradóttir Námsmenn og skólastarfsfólk hefur þurft að laga sig að breyttum veruleika vegna fjölgunar kórónuveirusmita undanfarnar vikur. Við ræddum við Eyjólf Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, um prófatíðina framundan og hvaða lærdóm hægt sé að draga af faraldrinum. Við hringdum austur á Hérað, en Stefán Bogi Sveinsson lögfræðingur og héraðsskjalavörður á Egilsstöðum, er sérfræðingur í geimrétti. Tilefnið er heimsókn Sævars Helga Bragasonar til okkar á þriðjudag þar sem hann sagði okkur að mikill pirringur ríkti í garð Rússa eftir að þeir sprengdu í loft upp eigið gervitungl. Ragnar Sverrisson, kaupmaður á Akureyri, kom til okkar til að ræða skipulagsmál. Hann hefur um margra ára skeið barist ötullega fyrir því að miðbær Akureyrar verði skipulagður upp á nýtt. RARIK hefur staðið í ströngu við að leggja línur í jörð á þessu ári. Við heyrðum í Ásbirni Gíslasyni, deildarstjóra framkvæmdadeildar Rarik á Norðurlandi, um hvernig fyrirtækið er í stakk búið að takast á fárviðri á borð við það sem gekk yfir landið í desember 2019. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í gær að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig. Þetta er í fjórða sinn í röð sem bankinn hækkar vexti á þessu ári. Við heyrðum í Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Í lok þáttar fengum við til okkar meðlimi óperunnar Arctic opera, sem er starfrækt hér á Akureyri. Lög: Sunny Road (Tónatal 2021) - Valdimar Never as good as the first time - Sade Heimur allur hlær - Stefán Hilmarsson Wasted days - John Mellencamp Þorparinn - Mannakorn Everybody's changing - Keane Við gætum reynt - Magni og Ágústa Eva Running Wild - Vök
Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur segir að vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í gær hafi komið á óvart og Ísland sé eitt örfárra ríkja sem er byrjað að hækka vexti eftir heimsfaraldur. Ásgeir Brynjar situr í fjármálaráði og er doktor í fjármálum. Hann segir peningastefnunefndina fara eftir kenningum í hagfræði varðandi verðbólgu og verðbólguvæntingar sem ekki eigi við þegar efnahagsmálin eru eins og þau eru nú í heiminum. Annað sé uppi á teningnum hjá öðrum seðlabönkum, svo sem þeim evrópska og bandaríska. Bogi Ágústsson sat við heimsgluggann og fór yfir Nóbelsverðlaunin og þá sem mögulega eru taldir hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels en tilkynnt verður um handhafa þeirra klukkan 11 að íslenskum tíma í dag. Lykt árið 1765 bar einnig á góma sem og möguleikinn á að allir forsætisráðherrar Norðurlanda verði konur í nóvember. Ef af yrði þá er það í fyrsta skipti. Ásmundur G. Vilhjálmsson, lögmaður og sérfræðingur í skattarétti, fór yfir aflandsfélög og lögmæti þeirra. Tilefnið eru Pandóru-skjölin en þau eru samansafn gagna um fjármálagjörninga bæði þjóðarleiðtoga og annarra þar sem eignum er komið fyrir í skattaskjólum. Tónlist: Celeste með bræðrunum Brian og Roger Eno, Chelsea Morning og California með Joni Mitchell. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.
Í Víðsjá í dag verður rætt um hönnun, sjálfbærni, framtíðina, stjórnkerfið og langtímahugsun. Tilefnið er greinaflokkur sem finna má á heimasíðu Hönnunarmiðstöðvar og birtist í prentmiðlum fyrir kosningar. Gestir Víðsjár verða Kristján Örn Kjartansson arkitekt hjá Krads arkitektum og formaður miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, en þau tóku bæði til máls í þessari umræðu á dögunum. Þann 14. október næstkomandi verður gamanóperan Ástardrykkurinn úr smiðju ítalska tónskáldsins Geatano Donizetti sett á svið í Þjóðleikhúskjallaranum af sviðslistahópnum Óði. En samkvæmt viðburðarlýsingu neitar sviðslistahópurinn Óður að geyma óperur í glerkössum og vilja þau miklu frekar taka þær upp, hrista af þeim rykið og leika sér að þeim, pota í óskrifaðar reglur, skemmta sér og öðrum. Við ræðum við þrjá meðlimi hópsins í þætti dagsins. Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi segir skoðun sína á sýningunni Kjarval á litla sviði Borgarleikhússins sem er barnasýning sem fjallar um drenginn, manninn og listmálarann Kjarval. Og nýr pistlahöfundur, Snorri Rafn Hallsson tekur til máls en Snorri Rafn bendir á að stórsagan um tæknina segi til um að tæknin skapi manninum nýja möguleika, ný tækifæri, að tæknin sé hér fyrir okkur. Þó er raunin oft önnur þegar tæknin reisir nýja múra, flækir hlutina og er fyrir okkur. Í pistlaröðinni sinni ætlar Snorri að fjalla um sex lík og ólík fyrirbæri sem með einum eða öðrum hætti snerta á þessari klemmu og varpa skugga á stórsöguna. Umsjón Guðni Tómasson
Í vikunni kom út áhugaverð skýrsla á vegum Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins þar sem fjallað er um svæðisbundið hlutverk Akureyrar. Þar er lagt til að Akureyri verði gert að svokallaðri svæðisborg í byggðastefnu stjórnvalda. Til að útskýra þetta aðeins nánar fengum við til okkar Birgi Guðmundsson, formann starfshópsins. Við héldum áfram að hita upp fyrir kjördæmafundina sem haldnir eru hér á Rás 2. Í dag er það forystufólk flokkanna sem bjóða fram í Suðvesturkjöræmi, eða Kraganum, sem mun mætast í hljóðveri hér í Efstaleiti. Fundurinn hefst kl. 17:30 og er sendur út í beinni hér á Rás 2 og kjósendur geta tekið þátt og sent spurningar á netfangið kosning hjá ruv.is. Og til að rýna aðeins í þetta kjördæmi fengum við til okkar stjórnmálafræðinginn Evu Heiðu Önnudóttur, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Við ræddum íslenskt mál við Önnu Sigríði Þráinsdóttur málfarsráðunaut og þar var haustið í forgrunni. Haustráðstefna Advania hefst í dag og þar er margt forvitnilegt á dagskrá. Meðal gesta er t.d. breskur innbrotsþjófur, ekki tölvuhakkari, heldur raunverulegur innbrotsþjófur. Þær Þóra Tómasdóttir fjölmiðlakona og Magnea Gestrún Gestsdóttir, sérfræðingur í markaðsmálum hjá Advania sögðu okkur meira af þessu. Og við settum í gleðigírinn upp úr hálfníu þegar hin stórskemmtilega og hæfileikaríka Björk Jakobsdóttir leit við. Tilefnið er sýning hennar, Selmu Björnsdóttur og Sölku Sólar Eyfeld í Gaflaraleikhúsinu, Bíddu bara, þar sem þær fjalla um raunveruleika íslenskra kvenna á glettinn hátt og segjast ekkert draga undan, en ljúga töluvert. Tónlist: Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson - Hjarta mitt. Friðrik Dór - Hvílíkur dagur. The Weeknd - Take my breath. Jamiroquai - Virtual insanity. Dansiði - Jónas Sig. Holly Humberstone - The walls are way too thin. Selma Björnsdóttir - Undir stjörnum. Manic Street Preachers - A design for life.
Hver er ekki til í að skella sér á Jólaball í júní? Núna á laugardaginn næsta ætlar Litla jólabúðin á Laugavegi 8, bjóða upp á Jólaball. Tilefnið er 20 ára afmæli verslunarinnar. Litla jólabúðin hefur samið sérstaklega við Grýlu og Leppalúða að leyfa jólasveinum að koma í heimsókn í tilefni dagsins. Rúnar kíkti í heimsókn á Laugaveginn og talaði við Anne Helen Lindsay eiganda Nú eru rúm tvö ár síðan Vaðlaheiðargöng voru tekin í notkun. Sjálfvirk gjaldtaka er í göngunum, sem hljómar mjög einfalt og þægilegt, en framkvæmd gjaldtökunnar hefur þó vafist fyrir mörgum sem leggja leið sína í gegnum göngin og margir vita einfaldlega ekki að þarna sé sjálfvirk gjaldtaka þegar keyrt er í gegn. Andrea M. Þorvaldsdóttir, þjónustustjóri hjá Vaðlaheiðargöngum kom til okkar og útskýrði hvernig þetta allt saman virkar. Umboðsmaður barna hefur sent bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna fyrirkomulags sundkennslu í efri bekkjum grunnskólans og hvetur til þess að sundkennsla verði tekin til endurskoðunar. Í bréfinu bendir umboðsmaður á að sumir nemendur telja sig eiga erfitt með að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra í sundtímum auk þess sem sumir nemendur lýsa upplifun af einelti og áreitni í sundkennslu. Til að ræða þetta mál fengum við til okkar Kristínu Guðmundsdóttur sundkennara og Inga Þór Einarsson lektor við íþróttafræðideild HR. Ljósmyndarinn Spessi hefur verið með yfirlitsýningu á verkum sínum í Myndasal Þjóðminjarsafnsins. Á sýningunni er meðal annars ljósmynd Spessa af Jóni Múla Árnasyni. Myndin tengist samstarfi Spessa og Óskars Guðjónsonar saxófónleikara en Spessi myndskreytti geisladisk sem Óskar var að gera með framsæknum jassútsetningum á lögum Jóns Múla. Á sunnudaginn nk. verða tónleikar og stutt leiðsögn í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands í tengslum við yfirlitssýninguna og síðan munu Óskar Guðjónsson og Eyþór Gunnarsson leika lög Jóns Múla. Jón Múli hefði orðið 100 ára í ár. Spessi og Óskar Guðjónsson komu til okkar af þessu tilefni. Tónlist: Elíza Newman - Fagradalsfjall Harry Styles - Two ghosts Mugison - Sólin er komin Queen - You're my best friend Hreimur, Magni og Embla - Göngum í takt Hjaltalín - Þú komst við hjartað í mér U2 - Desire Cease Tone, Rakel og JóiPé - Ég var að spá Óskar Guðjónsson og Delerað - Rjúkandi ráð Pink - All I know so far Helgi Björns - Ekki ýkja flókið
Spegillinn 3.5.2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Norska fjármálaeftirlitið hefur í tveimur álitsgerðum, birtum í dag, beint harðri gagnrýni að norska bankaum DNB fyrir eftirlitsleysi með peningaþvætti. Í annarri skýrslunni er sérstaklega fjallað um viðskipti Samherja hjá bankanum. Gísli Kristjánsson, í Osló segir frá Forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar ræddu peningaþvætti og möguleika íslenskra eftirlitsstofnana til að ráðast í umfangsmiklar rannsóknir í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Tilefnið var há sekt sem norska fjármálaeftirlitið lagði á norska bankann DNB. Rætt við Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar og Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Dæmi eru um að fólki, sem er í sárri þörf fyrir að komast á hjúkrunarheimili, sé hafnað margsinnis vegna þess að það er á dýrum lyfjum eða þarf mikla hjúkrun. Formaður færni- og heilsumatsnefndar höfuðborgarsvæðisins segir þetta brot á þjónustusamningum. Rætti við Pálma V. Jónsson, öldrunarlækni Hátt í 20 þúsund manns bættust fyrir helgi í forgangshóp þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og teljast vera í aukinni hættu á að veikjast alvarlega af COVID-19. Rætt við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni COVID-19 smit á Indlandi nálgast tuttugu milljónir. Stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nógu vel við ástandinu. Lengra efni: Forseti ASÍ segir að gríðarlega mikilvægar alþingiskosningar séu framundan í haust. Félagsmenn hreyfingarinnar verða hvattir til að nýta kosningarétt sinn. Áherslur Alþýðusambandsins í komandi kosningabaráttu voru kynntar í dag. Arnar Páll Hauksson ræddi við Drífu Snædal, forseta ASÍ Gera þarf greinarmun á hagsmunahópum og þeim sem gæta sérhagsmuna í umræðunni um að landinu sé stjórnað af hagsmunahópum. Þetta segir Henry Alexander Henrysson, heimspekingur sem telur að það henti þeim sem gagnrýnin beinist að að grauta öllu saman. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Henry
Alvarlegasta atvik í sögu spítalans segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans um hópsýkinguna á Landakoti. Ekki er ein skýring á henni samkvæmt skýrslu um hana sem kynnt var í dag. Anna Lilja Þórisdóttir tók saman. Í næstu viku mega hársnyrti- og nuddstofur opna þegar slakað verður á sóttvörnum en áfram mega almennt ekki fleiri en tíu koma saman. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonar að í byrjun desember megi enn slaka á en hefur áhyggjur af jólaösinni. Geðhjálp og Þroskahjálp hafa farið formlega fram á það við Alþingi að aðbúnaður fatlaðs fólks og fólks með geðrænan vanda verði rannsakaður áttatíu ár aftur í tímann. Tilefnið er fréttaflutningur af vistheimilinu Arnarholti. Raforkukostnaður til stórnotenda skerðir ekki alþjóðlega samkeppnishæfni þeirra. Aukið gagnsæi myndi auka traust á raforkumarkaði. Þetta kemur fram í nýrri úttekt. Bjarni Rúnarsson sagði frá. Rúmlega 20 þúsund einstaklingar voru án atvinnu í síðasta mánuði samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun birt í dag. Um 9 þúsund hafa verið atvinnulaus í meira en hálft ár. Hreppsnefnd Árneshrepps sýtir það að Vegagerðin hafi gengið til samninga við flugfélagið Norlandair fremur en Erni um flugþjónustu í hreppinn. Framkvæmdastjóri Norlandair segir fjarstæðukennt að halda því fram að þjónustu fari aftur við þessa breytingu. Elsa María Drífu Guðlaugsdóttir sagði frá og talaði við Evu Sigurbjörnsdóttur oddvita Árneshrepps. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar vill að hið opinbera geri loðdýrabændum kleift að hætta með styrk. ---- Líklega er ekki hægt að nefna eina undirliggjandi orsök fyrir COVID-19 sýkingunni á Landakoti heldur eru það margir samverkandi þættir, segir í skýrslu um hópsýkinguna sem kynnt var í dag. Ástand hússins, þrengsl og skortur á loftræstingu eru þar nefnd. Már Kristjánsson, yfirlæknir, Páll Matthíasson, forstjóri spítalans og Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar kynntu niðurstöður innri rannsóknarskýrslu í dag. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Almennt atvinnuleysi í október var um 10% og jókst um 1 prósentustig. Rúmlega 20 þúsund manns eru án atvinnu. Ef teknir er með þeir sem fá bætur í minnkuðu starfshlutfalli nær atvinnuleysið til 25 þúsund manns. Yfir 9 þúsund einstaklingar hafa verið án atvinnu í meira en hálft ár. Arnar Páll Hauksson tók saman og ræddi við Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar. Allir breskir forsætisráðherra hafa haft ráðgjafa en enginn hefur sjálfur orðið eins mikið fréttaefni og Dominic Cummings fráfarandi ráðgjafi Borisar Johnsons. Cummings virðist hafa
Þó að skólastarf í grunnskólum sé rétt að hefjast hefur faraldurinn strax sett svip sinn á það. Skólasetningu í þremur skólum var frestað og á annað hundrað starfsmanna eru í sóttkví. Þá verða göngur og réttir með óhefðbundnu sniði í ár. Aðeins hluti þeirra mörg hundruð starfa sem nú eru laus til umsóknar koma inn á borð Vinnumálastofnunar sem kallar eftir meira samráði við atvinnurekendur. Flest störfin eru í félags- og heilbrigðisþjónustu. Aldrei hefur verið lagt hald á jafn mikið af kókaíni hér á landi og árið 2019. Þetta sýnir afbrotatölfræði frá Ríkislögreglustjóra. Heimilisofbeldismálum fjölgaði mikið í fyrstu bylgju faraldursins. Búast má við að afborganir óverðtryggðra lána hækki talsvert þegar hagkerfið tekur aftur við sér og vextir hækka. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir að bönkum og lánastofnunum beri að upplýsa lántakendur um hugsanlega hækkun. Nokkuð hörð gagnrýni kom fram á Alþingi af hálfu stjórnarandstöðunnar þegar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins voru ræddar upphaf þingfundar í dag. Tilefnið var munnleg skýrsla sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flutti um stöðu COVID mála. Hún fór yfir þróunina og þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til til að sporna við útbreiðslu veirunnar. Arnar Páll Hauksson tók saman. Um 11 milljarðar er upphæðin sem sænsk yfirvöld telja að hafi verið svikið út úr eftirlaunasjóðum á vegum fyrirtækisins Falcon Funds. Þetta er annað stóra sakamálið á skömmum tíma í Svíþjóð, þar sem umsjónarmenn eftirlaunasjóða eru grunaðir um að hafa fé af fólki. Málin þykja sýna hve lítið eftirlit er með því hvernig farið er með eftirlaunasparnað sænsks launafólks. Kári Gylfason segir frá. Kristján Bragason, framkvæmdastjóri samtaka launafólks í matvæla-, ferðaþjónustu og landbúnaði í Evrópu, segir að um fjórar milljónir farandverkamanna í landbúnaði búi við skelfilegar aðstæður og upplifi launaþjófnað. COVID-19 hefur beint athygli stjórnvalda víða í Evrópu að stöðu þessa fólks. Arnar Páll Hauksson talar við Kristján Bragason.
Í sérstökum 17.júní þætti Þú veist betur lítum við aðeins yfir farinn veg og heyrum klippur úr liðnum þáttum, hugsanlega eitthvað sem fólk missti af eða gæti verið góð áminning um að hlusta aftur. Það er aldrei of oft hlustað eins og einhver sagði. Skammtafræði, fornleifafræði, erfðir, umferðaljós, bensín og flugvélar koma meðal annars við sögu.
Vinir eru val, segir Anna Steinsen hjá Kvan, sem hjálpar börnum og fullorðnum að rýna í hegðun sína og sjá hvort og þá hverju má breyta. Þannig náist betri árangur í samskiptum við aðra. Við rýndum í algengar ástæður þess þegar börn eiga erfitt með að eignast vini og halda þeim þegar Anna kom til okkar. Ekki á allt sem við setjum á netið erindi við aðra. Fólk þarf að hugsa um sig sem vörumerki. Birtingarmyndin á netinu geti haft áhrif á tækifærin sem skapist. Á þetta bendir Guðmundur Arnar Guðmundsson, kennari hjá markaðsakademíunni. Hann sagði okkur meira. Anna Lóa Ólafsdóttir stofnaði Hamingjuhornið fyrir tæpum tíu árum síðan, en hún hafði áður skrifað pistla um sín hugðarefni í héraðsfréttablaðið Víkurfréttir. Í hamingjuhorninu á FB er að finna fróðleik og góð ráð er varða samskipti, persónulegar áskoranir og lífsins leyndardóma. Nú þegar hver lægðin dynur á okkur á fætur annarri þurfum við kannski einmitt á því að halda að leita í hamingjuhornið og Anna Lóa deildi með okkur góðum ráðum. Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur skrifaði grein á Hringbraut á dögunum þar sem hún segir ömurlegt að tilheyra starfstétt sem er smánuð og kölluð afæta í kommentakerfum. Tilefnið er umræðan um listamannalaun sem hefur farið hátt síðustu daga, en Arndís rekur í grein sinni nokkrar staðreyndar um launin og mikilvægi lista í samfélaginu. Hún kom til okkar og ræddi þessi mál. Sævar Helgi Bragason var á sínum stað með vikulegt vísindaspjall þar sem hann ræddi m.a. eldgos og stjörnuryk. Tónlist: Mannakorn - Elska þig. Mike Oldfield og Maggie Reilly - Moonlight shadow. Maggie Rogers - Love you for a long time. Richard Hawley - Midnight train. Stebbi og Eyfi - Pínulítið lengur. Ásgeir Trausti - Upp úr moldinni. The Pretenders - Brass in pocket. Friðrik Dór - Hringd í mig. Suede - Positivity. George Michael - Outside. Geiri Sæm - Sooner or later.
Boris Johnson fékk aftur langflest atkvæði þingmanna Íhaldsflokksins sem nú velja sér nýjan formann. Hann etur kappi við Jeremy Hunt, sem fékk næstflest atkvæði í fimmtu atkvæðagreiðslunni í dag. Fjármálaráðherra segir það öfugmæli að tala um niðurskurð í ríkisfjármálum þegar verið sé að bæta í á flestum sviðum. Fulltrúaráð VR situr nú á fundi þar sem tillaga um að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna er rædd. Tilefnið er vaxtahækkun á verðtryggðum lánum sjóðsins. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að hlutverk lífeyrissjóða sé að gæta hagsmuna allra sjóðfélaga ekki bara lántaka. Fyrsta leiguíbúð íbúðafélagsins Bjargs var afhent í dag. Einstæð tveggja barna tók við lyklunum. Félag framhaldsskólakennara telur að ný lög um að sama leyfisbréf gildi fyrir þrjú skólastig geti orðið til þess að draga úr menntunar- og gæðakröfum sem gerðar eru til kennara. Verslunarskólinn, Menntaskólinn við Sund og Tækniskólinn eru vinsælustu framhaldsskólar landsins, sé tekið mið af óskum nýnema um skólavist. Landgræðslustjóri segir að landið sé enn að tapa jarðvegi og því miður sé ekki hlustað á fagmenn. Hann segir að nóg sé til af grasi. Hægt væri að vera með miklu stærri fjárstofn ef beitt væri á láglendi. Arnar Páll Hauksson ræðir við Árna Bragason. Arnar Páll Hauksson talar við Guðfinnu Hörpu Árnadóttur, formann Samtaka sauðfjárbænda, um gagnrýn veggna gæðastýringar í sauðfjárrækt. Sænskir stjórnmálamenn og fréttaskýrendur hafa ítrekað sakað kínversk stjórnvöld um fjandskap og óeðlileg afskipti síðasta árið. Árekstrar í samskiptum ríkjanna hafa tekið á sig margvíslega og jafnvel furðulegar myndir: Grátandi ferðafólk á götum Stokkhólms; viðhafnarathöfn sem aflýst var á síðustu stundu; og lögreglurannsókn á sendiherra Svíþjóðar í Kína, eftir leynifund í Stokkhólmi. Kári Gylfason segir frá. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Gísli Kjaran Kristjánsson