Podcasts about borgarnesi

  • 18PODCASTS
  • 90EPISODES
  • 1h 17mAVG DURATION
  • 1MONTHLY NEW EPISODE
  • Jan 30, 2025LATEST

POPULARITY

20172018201920202021202220232024


Best podcasts about borgarnesi

Latest podcast episodes about borgarnesi

Samfélagið
Réttindi hinsegin fólks í Bandaríkjum Donalds Trump og Íslendingasögur í Landnámssetrinu

Samfélagið

Play Episode Listen Later Jan 30, 2025 59:14


Annað kjörtímabil Donalds Trump í embætti Bandaríkjaforseta hófst með sannkölluðu forsetatilskipanaflóði. Á síðustu viku hefur hann meðal annars tekið ákvarðanir um innflytjendamál, loftslagsmál og rekstur hins opinbera, en eitt af því sem hefur vakið athygli eru tilskipanir Trumps sem tengjast kynjamálum og réttindum hinsegin fólks, sem gætu haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Bandaríkjunum. En hvaða áhrif gætu þessar tilskipanir haft? og… Skiptir það máli fyrir okkur hér á Íslandi? Í dag fáum við til okkar Bjarndísi Helgu Tómasdóttur, formann Samtakanna 78, og Reyn Alpha Magnúsdóttur, forseta Trans Ísland, til að ræða þessi mál. Og síðan bregðum við okkur vestur á land, og heimsækjum eina af grunnstoðum vesturlenskrar ferðaþjónustu í Borgarnesi. Við kíkjum í Landnámssetrið, fræðumst um starfsemina þar, og kynnum okkur íslendingasögurnar sem þær Sigríður Margrét Guðmundsdóttir Helga Margrét Friðriksdóttir vinna við að miðla. Tónlist úr þættinum Waxahatchee - Lilacs.

Samfélagið
Samfélagið í Borgarnesi

Samfélagið

Play Episode Listen Later Jan 24, 2025 59:12


Í dag heilsum við ykkur frá Borgarnesi, nánar tiltekið frá hljóðveri Ríkisútvarpsins í Menntaskóla Borgarfjarðar. Við verðum með hugann við þetta svæði í dag. Við ætlum að ræða rekstur sveitarfélaga, aukaíbúðir sem standa auðar um allt land og byggðabrag við Vífil Karlsson, prófessor í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst og ráðgjafi hjá samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Inga Dóra Halldórsdóttir, forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Brákarhlíð og Bragi Þór Svavarsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar ræða við okkur um líf sitt og störf hér í Borgarnesi og um sameiginlegt verkefni sem snýr að því að auka samskipti þvert á kynslóðir. Ræðum við þau sem starfa hér dagsdaglega, þau Gísla Einarsson, dagskrárgerðarmann og veislustjóra í hjáverkum og Gréta Sigríður Einarsdóttir fréttamann á Vesturlandi.

Víðsjá
Líf Arnars Jónssonar í ljóðum, Ungsveit Sinfóníunnar, Connie Converse, Sýslumaður dauðans /rýni

Víðsjá

Play Episode Listen Later Sep 26, 2024 54:01


Arnar Jónsson leikari lítur við til að ræða ljóð í þætti dagsins, en hann ætlar að fara yfir ævi sína í ljóðum í Landnámssetrinu í Borgarnesi um næstu og þarnæstu helgi. Arndís Björk Ásgeirsdóttir rýnir í tvenna tónleika, tríótónleika á vegum kammermúsíkklúbbsins og fyrstu tónleika grænu raðarinnar hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, og Katla Ársælsdóttir rýnir í Sýslumann dauðans eftir Birni Jón Sigurðsson sem frumsýnt var nýverið. Og Víðsjá lítur einnig inn á æfingu hjá Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Hjjj
57. Birgir Örn Birgisson, fjárfestir og fv. forstjóri Dominos

Hjjj

Play Episode Listen Later Jan 30, 2024 86:37


Viðmælandi þáttarins er Birgir Örn Birgisson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Domino's. Birgir er fæddur árið 1972 og ólst upp á Borgarnesi og fór síðan í Menntaskólann á Akureyri. Hann flutti til Reykjavíkur og lauk BS í hagfræði frá Háskóla Íslands og frá Pompeu Fabra Barcelona. Birgir starfaði í 10 ár sem forstjóri Domino's á Íslandi og 13 ár sem “Group Managing Director” hjá Strax en hann sat einnig í stjórn félagsins. Fyrirtækið framleiðir og dreifir aukahluti fyrir farsíma.  Birgir hefur starfað sem framkvæmdastjóri Cintamani og fjárfest og setið í ýmsum stjórnum m.a. sem stjórnarformaður Billboard/Dengsa/BBI, auglýsingafyrirtækis, sem var selt til Símans núna í janúar 2024. Hann hefur einnig setið í stjórnum Domino's í Noregi, veitingastaðarins Joe & the Juice, afþreyingarfyrirtæksins Lava Show, tæknifyrirtækjanna Andes og Prógramm og leitarsjóðsins Leitar Capital Partners. Ásamt því að taka þátt í fasteignamarkaðnum í gegnum EB Invest.   Þessi þáttur er í boði Krónunnar, Arion og Icelandair.

Fram og til baka
Gísli varð fyrir hnjaski

Fram og til baka

Play Episode Listen Later Mar 18, 2023 114:00


Gestur Felix þennan ljúfa laugardag er Gísli Einarsson fjölmiðlamaður, sögumaður og uppistandari. Gísli segir okkur af mismunandi hnjaski sem hann hefur orðið fyrir í gegnum tíðina en hefur alltaf leitt til jákvæðrar niðurstöðu. Gísli er þessa dagana að leika uppistandið sitt Ferðabók Gísla Einarssonar (en hvorki Eggerts né Bjarna) í Landnámssetrinu í Borgarnesi

Fram og til baka
Gísli varð fyrir hnjaski

Fram og til baka

Play Episode Listen Later Mar 18, 2023


Gestur Felix þennan ljúfa laugardag er Gísli Einarsson fjölmiðlamaður, sögumaður og uppistandari. Gísli segir okkur af mismunandi hnjaski sem hann hefur orðið fyrir í gegnum tíðina en hefur alltaf leitt til jákvæðrar niðurstöðu. Gísli er þessa dagana að leika uppistandið sitt Ferðabók Gísla Einarssonar (en hvorki Eggerts né Bjarna) í Landnámssetrinu í Borgarnesi

Límónutréð
Flæði og jákvæð sálfræði - Leikskólinn Ugluklettur í Borgarnesi

Límónutréð

Play Episode Listen Later Nov 16, 2022 32:27


Í þessum þætti heimsækjum við leikskólann Ugluklett í Borgarnesi þar sem unnið er í út frá kenningu Mihaly Csikszentmihalyi um Flæði og hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði. Þær Kristín Gísladóttir, leikskólastjóri og Elín Friðriksdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, sögðu okkur frá starfinu í Uglukletti og hvernig það hefur þróast frá opnun leikskólans árið 2007.

Spegillinn
Málefni flóttafólks, horaðir hestar í Borgarnesi og ófarir Liz Truss

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 14, 2022


Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Útsendingarstjórn: Valgerður Þorsteinsdóttir Hælisleitandi frá Palestínu, sem til stóð að senda til Grikklands, fær mál sitt endurupptekið samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómurinn getur haft fordæmisgildi fyrir tugi ef ekki hundruð hælisleitenda, sem vísa átti úr landi í vor. Alma Ómarsdóttir sagði frá og talaði við Helga Þorsteinsson Silva. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir enga þörf á frekari umfangsmiklum árásum á Úkraínu í bili. Sem stendur séu önnur verkefni í fyrirrúmi. Þegar þeim er lokið kemur í ljós hvort sprengjuárásum verður haldið áfram. Hann segir markmið stjórnvalda í Kreml ekki að leggja Úkraínu í rúst. Róbert Jóhannsson sagði frá. Alvarleg frávik voru á holdafari hesta sem eru taldir hafa sætt illri meðferð í Borgarnesi. Kona sem vakti athygli á ástandi hrossanna hefur áhyggjur af lífshorfum þeirra, þau lifi ekki af veturinn. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir ræddi um málefni hestanna við Steinunni Árnadóttur og Hrönn Ólínu Jörundsdóttur. Mannúð þarf að vera að leiðarljósi í móttöku flóttafólks. Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra sem segir fullyrðingar dómsmálaráðherra um málaflokkinn ekki eiga við rök að styðjast. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við hann. Ný ríkisstjórn var kynnt í Svíþjóð í dag. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við háskólann í Malmö, segir að hinn umdeildi þjóðernisflokkur Svíþjóðardemókratar hafi fengið mörg stefnumál sín í gegn, þrátt fyrir að eiga ekki beina aðild að stjórninni. Lögreglan á Vestfjörðum hefur hætt rannsókn á bílveltu í Óshlíð, milli Bolungarvíkur og Hnífsdals, árið 1973. Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Eistlandi ytra í undankeppni EM á morgun. Bjarki Már Elísson segir liðið hafa undirstrikað það síðustu mánuði að það sé komið á mjög góðan stað. Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, rak Kwasi Kwarteng fjármálaráðherra úr starfi í dag og tilkynnti að hætt hefði verið við að lækka skatta á bresk fyrirtæki. Stjórnmálaskýrendur segja að sviptingar dagsins í stjórnmálalífi séu einhverjar þær háðuglegustu sem sögur fara af. Fjármálaráðherrann fyrrverandi sé horfinn af hinum pólitíska vígvelli og Liz Truss forsætisráðherra liggi helsærð eftir. Ásgeir Tómasson tók saman.

Spegillinn
Málefni flóttafólks, horaðir hestar í Borgarnesi og ófarir Liz Truss

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 14, 2022 30:00


Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Útsendingarstjórn: Valgerður Þorsteinsdóttir Hælisleitandi frá Palestínu, sem til stóð að senda til Grikklands, fær mál sitt endurupptekið samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómurinn getur haft fordæmisgildi fyrir tugi ef ekki hundruð hælisleitenda, sem vísa átti úr landi í vor. Alma Ómarsdóttir sagði frá og talaði við Helga Þorsteinsson Silva. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir enga þörf á frekari umfangsmiklum árásum á Úkraínu í bili. Sem stendur séu önnur verkefni í fyrirrúmi. Þegar þeim er lokið kemur í ljós hvort sprengjuárásum verður haldið áfram. Hann segir markmið stjórnvalda í Kreml ekki að leggja Úkraínu í rúst. Róbert Jóhannsson sagði frá. Alvarleg frávik voru á holdafari hesta sem eru taldir hafa sætt illri meðferð í Borgarnesi. Kona sem vakti athygli á ástandi hrossanna hefur áhyggjur af lífshorfum þeirra, þau lifi ekki af veturinn. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir ræddi um málefni hestanna við Steinunni Árnadóttur og Hrönn Ólínu Jörundsdóttur. Mannúð þarf að vera að leiðarljósi í móttöku flóttafólks. Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra sem segir fullyrðingar dómsmálaráðherra um málaflokkinn ekki eiga við rök að styðjast. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við hann. Ný ríkisstjórn var kynnt í Svíþjóð í dag. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við háskólann í Malmö, segir að hinn umdeildi þjóðernisflokkur Svíþjóðardemókratar hafi fengið mörg stefnumál sín í gegn, þrátt fyrir að eiga ekki beina aðild að stjórninni. Lögreglan á Vestfjörðum hefur hætt rannsókn á bílveltu í Óshlíð, milli Bolungarvíkur og Hnífsdals, árið 1973. Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Eistlandi ytra í undankeppni EM á morgun. Bjarki Már Elísson segir liðið hafa undirstrikað það síðustu mánuði að það sé komið á mjög góðan stað. Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, rak Kwasi Kwarteng fjármálaráðherra úr starfi í dag og tilkynnti að hætt hefði verið við að lækka skatta á bresk fyrirtæki. Stjórnmálaskýrendur segja að sviptingar dagsins í stjórnmálalífi séu einhverjar þær háðuglegustu sem sögur fara af. Fjármálaráðherrann fyrrverandi sé horfinn af hinum pólitíska vígvelli og Liz Truss forsætisráðherra liggi helsærð eftir. Ásgeir Tómasson tók saman.

Spegillinn
Málefni flóttafólks, horaðir hestar í Borgarnesi og ófarir Liz Truss

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 14, 2022


Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Útsendingarstjórn: Valgerður Þorsteinsdóttir Hælisleitandi frá Palestínu, sem til stóð að senda til Grikklands, fær mál sitt endurupptekið samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómurinn getur haft fordæmisgildi fyrir tugi ef ekki hundruð hælisleitenda, sem vísa átti úr landi í vor. Alma Ómarsdóttir sagði frá og talaði við Helga Þorsteinsson Silva. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir enga þörf á frekari umfangsmiklum árásum á Úkraínu í bili. Sem stendur séu önnur verkefni í fyrirrúmi. Þegar þeim er lokið kemur í ljós hvort sprengjuárásum verður haldið áfram. Hann segir markmið stjórnvalda í Kreml ekki að leggja Úkraínu í rúst. Róbert Jóhannsson sagði frá. Alvarleg frávik voru á holdafari hesta sem eru taldir hafa sætt illri meðferð í Borgarnesi. Kona sem vakti athygli á ástandi hrossanna hefur áhyggjur af lífshorfum þeirra, þau lifi ekki af veturinn. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir ræddi um málefni hestanna við Steinunni Árnadóttur og Hrönn Ólínu Jörundsdóttur. Mannúð þarf að vera að leiðarljósi í móttöku flóttafólks. Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra sem segir fullyrðingar dómsmálaráðherra um málaflokkinn ekki eiga við rök að styðjast. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við hann. Ný ríkisstjórn var kynnt í Svíþjóð í dag. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við háskólann í Malmö, segir að hinn umdeildi þjóðernisflokkur Svíþjóðardemókratar hafi fengið mörg stefnumál sín í gegn, þrátt fyrir að eiga ekki beina aðild að stjórninni. Lögreglan á Vestfjörðum hefur hætt rannsókn á bílveltu í Óshlíð, milli Bolungarvíkur og Hnífsdals, árið 1973. Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Eistlandi ytra í undankeppni EM á morgun. Bjarki Már Elísson segir liðið hafa undirstrikað það síðustu mánuði að það sé komið á mjög góðan stað. Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, rak Kwasi Kwarteng fjármálaráðherra úr starfi í dag og tilkynnti að hætt hefði verið við að lækka skatta á bresk fyrirtæki. Stjórnmálaskýrendur segja að sviptingar dagsins í stjórnmálalífi séu einhverjar þær háðuglegustu sem sögur fara af. Fjármálaráðherrann fyrrverandi sé horfinn af hinum pólitíska vígvelli og Liz Truss forsætisráðherra liggi helsærð eftir. Ásgeir Tómasson tók saman.

Mannlegi þátturinn
Ævintýri um missi, Landnámssetrið og sánafest

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Sep 22, 2022


Við fengum Grímu Kristjánsdóttur í viðtal til að segja okkur frá leiksýningunni Hið stórfenglega ævintýri um missi þar sem hún gerir upp missi tveggja mjög nákominna fjölskyldumeðlima með, eða þrátt fyrir, þáttöku trúðsins Jójó. Í sýningunni á Gríma sem sagt samtal um þessa erfiðu reynslu við bestu vinkonu sína, Jójó, sem hún leikur. Gríma útskýrði þetta betur fyrir okkur í þættinum í dag. Kjartan Ragnarsson og Einar Már Guðmundsson komu svo til okkar og sögðu okkur frá því hvað er á fjölunum í Landnámssetrinu í Borgarnesi í vetur. Einar sagði okkur frá sýningu hans um Jörund hundadagakonung sem verður frumsýnd á laugardaginn og Kjartan fór með okkur yfir restina af leikárinu. Svo forvitnuðumst við um ferðagufubað og gufugusu, en Hafdís Hrund Gísladóttir kom í þáttinn. Hún rekur fargufu í hjólhýsi og sagði okkur líka frá Gufunesi sánafest 2022, þar sem þaulreyndir gusmeistarar koma til landsins. Þeir hafa mikla reynslu og hafa meðal annars keppt í heimsmeistarakeppnum í faginu. Tónlist í þættinum í dag: Vonarströnd / Íkorni (Stefán Örn Gunnlaugsson) What will love do to you / Laufey (Laufey Lín Bing Jónsdóttir og Stewart Spencer) Fyrsta ástin / Björgvin Halldórsson og Ragnhildur Gísladóttir (Jóhann Helgason og Jón Sigurðsson) Mary don?t you weep / The Swan Silvertones UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Ævintýri um missi, Landnámssetrið og sánafest

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Sep 22, 2022 50:00


Við fengum Grímu Kristjánsdóttur í viðtal til að segja okkur frá leiksýningunni Hið stórfenglega ævintýri um missi þar sem hún gerir upp missi tveggja mjög nákominna fjölskyldumeðlima með, eða þrátt fyrir, þáttöku trúðsins Jójó. Í sýningunni á Gríma sem sagt samtal um þessa erfiðu reynslu við bestu vinkonu sína, Jójó, sem hún leikur. Gríma útskýrði þetta betur fyrir okkur í þættinum í dag. Kjartan Ragnarsson og Einar Már Guðmundsson komu svo til okkar og sögðu okkur frá því hvað er á fjölunum í Landnámssetrinu í Borgarnesi í vetur. Einar sagði okkur frá sýningu hans um Jörund hundadagakonung sem verður frumsýnd á laugardaginn og Kjartan fór með okkur yfir restina af leikárinu. Svo forvitnuðumst við um ferðagufubað og gufugusu, en Hafdís Hrund Gísladóttir kom í þáttinn. Hún rekur fargufu í hjólhýsi og sagði okkur líka frá Gufunesi sánafest 2022, þar sem þaulreyndir gusmeistarar koma til landsins. Þeir hafa mikla reynslu og hafa meðal annars keppt í heimsmeistarakeppnum í faginu. Tónlist í þættinum í dag: Vonarströnd / Íkorni (Stefán Örn Gunnlaugsson) What will love do to you / Laufey (Laufey Lín Bing Jónsdóttir og Stewart Spencer) Fyrsta ástin / Björgvin Halldórsson og Ragnhildur Gísladóttir (Jóhann Helgason og Jón Sigurðsson) Mary don?t you weep / The Swan Silvertones UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Ævintýri um missi, Landnámssetrið og sánafest

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Sep 22, 2022


Við fengum Grímu Kristjánsdóttur í viðtal til að segja okkur frá leiksýningunni Hið stórfenglega ævintýri um missi þar sem hún gerir upp missi tveggja mjög nákominna fjölskyldumeðlima með, eða þrátt fyrir, þáttöku trúðsins Jójó. Í sýningunni á Gríma sem sagt samtal um þessa erfiðu reynslu við bestu vinkonu sína, Jójó, sem hún leikur. Gríma útskýrði þetta betur fyrir okkur í þættinum í dag. Kjartan Ragnarsson og Einar Már Guðmundsson komu svo til okkar og sögðu okkur frá því hvað er á fjölunum í Landnámssetrinu í Borgarnesi í vetur. Einar sagði okkur frá sýningu hans um Jörund hundadagakonung sem verður frumsýnd á laugardaginn og Kjartan fór með okkur yfir restina af leikárinu. Svo forvitnuðumst við um ferðagufubað og gufugusu, en Hafdís Hrund Gísladóttir kom í þáttinn. Hún rekur fargufu í hjólhýsi og sagði okkur líka frá Gufunesi sánafest 2022, þar sem þaulreyndir gusmeistarar koma til landsins. Þeir hafa mikla reynslu og hafa meðal annars keppt í heimsmeistarakeppnum í faginu. Tónlist í þættinum í dag: Vonarströnd / Íkorni (Stefán Örn Gunnlaugsson) What will love do to you / Laufey (Laufey Lín Bing Jónsdóttir og Stewart Spencer) Fyrsta ástin / Björgvin Halldórsson og Ragnhildur Gísladóttir (Jóhann Helgason og Jón Sigurðsson) Mary don?t you weep / The Swan Silvertones UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Krummatal, forystusauðurinn Jarl og póstkort frá Magnúsi

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Aug 17, 2022 50:00


Við töluðum í gær við Brynju Davíðsdóttur verkefnastjóra hjá Fuglavernd um kosninguna á fugli ársins. Við fengum skemmtilegan tölvupóst frá Jóhönnu G. Harðardóttur, blaðamanni og Kjalnesingagoða, þar sem hún tók upp hanskann fyrir krumma landsins. Hún vill meina að hröfnum sé ekki sýndur nægilegur sómi, því þeir séu mjög merkilegir fuglar sem hafa þraukað hér á landi líklega talsvert lengur en mannfólkið. Hún hefur átt í talsvert nánu sambandi við hrafnahjón frá árinu 2006 og hún kom í þáttinn og sagði okkur meira frá þessum merkilegu fuglum. Svo heyrðum við áhugaverða sögu af öðru merkilegu dýri. Forystusauðurinn Jarl, sem býr hjá Sigríði Ævarsdóttur og Benedikti Líndal að Gufuá í Borgarfirði, hefur nú látið sig hverfa í tvígang og brugðið sér í bæjarferð. Hann var fangaður á hringtorginu í Borgarnesi rúmum sólarhring eftir að hann hvarf í fyrra skiptið. Eitthvað hefur lífið í mannabyggð heillað hann því hann stakk aftur af mánuði síðar. Sigríður fræddi okkur um forystusauði og Jarli í þættinum. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins sagði Magnús frá ferð sinni til Svíþjóðar sem hann fór á dögunum. Þar fór hann ásamt félögum sínum til að spila og syngja vísur og söngva eftir Cornelis Vreeswijk, eitt af stærstu vísnaskáldum svía. Hann sagði af ferðum sínum til Karlskrona í suðri og svo frá gömlum ferðamannastað á Austur Gotlandi. Ferðin endaði í Stokkhólmi, fegurstu borg Norðulanda og þar var spilað og sungið fyrir Cornelis aðdáendur á fornum veitingastað nálægt miðborginni. Tónlist í þættinum í dag: Sölvi Helgason / Mannakorn (Magnús Eiríksson) Krummi krunkar úti / Ásgeir Ásgeirsson (Ásgeir Ásgeirsson) Söngur dýranna í Týról / Stuðmenn (Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson) Nudistpolka / Cornelis Vreeswijk UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Krummatal, forystusauðurinn Jarl og póstkort frá Magnúsi

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Aug 17, 2022


Við töluðum í gær við Brynju Davíðsdóttur verkefnastjóra hjá Fuglavernd um kosninguna á fugli ársins. Við fengum skemmtilegan tölvupóst frá Jóhönnu G. Harðardóttur, blaðamanni og Kjalnesingagoða, þar sem hún tók upp hanskann fyrir krumma landsins. Hún vill meina að hröfnum sé ekki sýndur nægilegur sómi, því þeir séu mjög merkilegir fuglar sem hafa þraukað hér á landi líklega talsvert lengur en mannfólkið. Hún hefur átt í talsvert nánu sambandi við hrafnahjón frá árinu 2006 og hún kom í þáttinn og sagði okkur meira frá þessum merkilegu fuglum. Svo heyrðum við áhugaverða sögu af öðru merkilegu dýri. Forystusauðurinn Jarl, sem býr hjá Sigríði Ævarsdóttur og Benedikti Líndal að Gufuá í Borgarfirði, hefur nú látið sig hverfa í tvígang og brugðið sér í bæjarferð. Hann var fangaður á hringtorginu í Borgarnesi rúmum sólarhring eftir að hann hvarf í fyrra skiptið. Eitthvað hefur lífið í mannabyggð heillað hann því hann stakk aftur af mánuði síðar. Sigríður fræddi okkur um forystusauði og Jarli í þættinum. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins sagði Magnús frá ferð sinni til Svíþjóðar sem hann fór á dögunum. Þar fór hann ásamt félögum sínum til að spila og syngja vísur og söngva eftir Cornelis Vreeswijk, eitt af stærstu vísnaskáldum svía. Hann sagði af ferðum sínum til Karlskrona í suðri og svo frá gömlum ferðamannastað á Austur Gotlandi. Ferðin endaði í Stokkhólmi, fegurstu borg Norðulanda og þar var spilað og sungið fyrir Cornelis aðdáendur á fornum veitingastað nálægt miðborginni. Tónlist í þættinum í dag: Sölvi Helgason / Mannakorn (Magnús Eiríksson) Krummi krunkar úti / Ásgeir Ásgeirsson (Ásgeir Ásgeirsson) Söngur dýranna í Týról / Stuðmenn (Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson) Nudistpolka / Cornelis Vreeswijk UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Krummatal, forystusauðurinn Jarl og póstkort frá Magnúsi

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Aug 17, 2022


Við töluðum í gær við Brynju Davíðsdóttur verkefnastjóra hjá Fuglavernd um kosninguna á fugli ársins. Við fengum skemmtilegan tölvupóst frá Jóhönnu G. Harðardóttur, blaðamanni og Kjalnesingagoða, þar sem hún tók upp hanskann fyrir krumma landsins. Hún vill meina að hröfnum sé ekki sýndur nægilegur sómi, því þeir séu mjög merkilegir fuglar sem hafa þraukað hér á landi líklega talsvert lengur en mannfólkið. Hún hefur átt í talsvert nánu sambandi við hrafnahjón frá árinu 2006 og hún kom í þáttinn og sagði okkur meira frá þessum merkilegu fuglum. Svo heyrðum við áhugaverða sögu af öðru merkilegu dýri. Forystusauðurinn Jarl, sem býr hjá Sigríði Ævarsdóttur og Benedikti Líndal að Gufuá í Borgarfirði, hefur nú látið sig hverfa í tvígang og brugðið sér í bæjarferð. Hann var fangaður á hringtorginu í Borgarnesi rúmum sólarhring eftir að hann hvarf í fyrra skiptið. Eitthvað hefur lífið í mannabyggð heillað hann því hann stakk aftur af mánuði síðar. Sigríður fræddi okkur um forystusauði og Jarli í þættinum. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins sagði Magnús frá ferð sinni til Svíþjóðar sem hann fór á dögunum. Þar fór hann ásamt félögum sínum til að spila og syngja vísur og söngva eftir Cornelis Vreeswijk, eitt af stærstu vísnaskáldum svía. Hann sagði af ferðum sínum til Karlskrona í suðri og svo frá gömlum ferðamannastað á Austur Gotlandi. Ferðin endaði í Stokkhólmi, fegurstu borg Norðulanda og þar var spilað og sungið fyrir Cornelis aðdáendur á fornum veitingastað nálægt miðborginni. Tónlist í þættinum í dag: Sölvi Helgason / Mannakorn (Magnús Eiríksson) Krummi krunkar úti / Ásgeir Ásgeirsson (Ásgeir Ásgeirsson) Söngur dýranna í Týról / Stuðmenn (Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson) Nudistpolka / Cornelis Vreeswijk UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Morgunútvarpið
22. júlí - Húnaþing, styrktarsund, hinseginhátíð, hótel og matur

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jul 22, 2022


Umsjón: Rúnar Róbertsson og Felix Bergsson Hátíðin Eldur í Húnaþingi er haldin nú um helgina á Hvammstanga. Felix fór á staðinn í gær í blíðskaparveðri, hitti heimamenn og tók framkvæmdastjóra hátíðarinnar Þórunni Ýr Elíasdóttur tali áður en tónlistarhátíðin Melló Musica hófst í Félagsheimilinu. Í dag, um korter í fjögur, ætlar Sigurgeir Svanbergsson að synda frá Vestmannaeyjum yfir til Landeyjasanda til styrktar Barnaheillum - Save the Children á Íslandi. Ef afrekið tekst verður hann sjötti einstaklingurinn sem þreytt hefur sundið svo vitað sé til. Sigurgeir safnar áheitum fyrir Barnaheill og mun allt safnað fé renna til stuðnings börnum sem búa á átakasvæðum. Sigurgeir hefur vaktað veðrið og hafstrauma undanfarna daga og er orðið ljóst að hann leggur af stað frá Eiðinu í dag. Sundleiðin er rúmlega 12 km og stefnir hann á að vera kominn í land á Landeyjarsöndum kl. 9/10 í kvöld ef allt gengur upp skv. áætlun. Við hringdum í Sigurgeir. Hinseginhátíð Vesturlands sem fer fram nú um helgina í Snæfellsbæ. Þetta er önnur hátíð félagsins en fyrsta Hinseginhátíð Vesturlands var haldin í Borgarnesi í fyrra með miklum glæsibrag. Hinseginhátíðin er farandhátíð sem flakkar á milli sveitarfélaganna á Vesturlandi til að auka sýnileika hinsegin fólks um allan landshlutann. Hápunktur helgarinnar er gleðiganga í Ólafsvík sem verður á morgun kl 14:00. Alexander Aron Guðjónsson, stjórnarmeðlimur í Hinsegin Vesturlandi var á línunni. Framkvæmdir hafa staðið við nýtt hótel við Lækjargötu í Reykjavík í nokkur ár með tilheyrandi raski og óþægindum fyrir gangandi og akandi umferð. En nú sér fyrir endann á. Búið er að rífa niður skjólgirðingar sem girtu af byggingasvæði og hótelið opnar brátt. Gamla hvíta húsið við hliðina, sem byggt er 1877, verður hluti af nýju Hótel Reykjavík Sögu en þar verður meðal annars sýningarrými fyrir þá muni sem fundust við uppgröftinn í grunni hótelsins. En hvenær á að opna, hvernig verður aðstaðan og hvernig lítur hótelbransinn út núna eftir faraldurinn? Við fengum framkvæmdastjóra Íslandshótela, Davíð Torfa Ólafsson, til okkar. Næstu föstudaga fáum við lífskúnstnerinn, hárgreiðslumeistarann og Eyjamanninn Óla Bogga Heiðarsson til að koma til okkar í lok þáttar og fara aðeins yfir það sem er að gerast hjá landanum í mannlífi, menningu og mat.

Morgunútvarpið
22. júlí - Húnaþing, styrktarsund, hinseginhátíð, hótel og matur

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jul 22, 2022


Umsjón: Rúnar Róbertsson og Felix Bergsson Hátíðin Eldur í Húnaþingi er haldin nú um helgina á Hvammstanga. Felix fór á staðinn í gær í blíðskaparveðri, hitti heimamenn og tók framkvæmdastjóra hátíðarinnar Þórunni Ýr Elíasdóttur tali áður en tónlistarhátíðin Melló Musica hófst í Félagsheimilinu. Í dag, um korter í fjögur, ætlar Sigurgeir Svanbergsson að synda frá Vestmannaeyjum yfir til Landeyjasanda til styrktar Barnaheillum - Save the Children á Íslandi. Ef afrekið tekst verður hann sjötti einstaklingurinn sem þreytt hefur sundið svo vitað sé til. Sigurgeir safnar áheitum fyrir Barnaheill og mun allt safnað fé renna til stuðnings börnum sem búa á átakasvæðum. Sigurgeir hefur vaktað veðrið og hafstrauma undanfarna daga og er orðið ljóst að hann leggur af stað frá Eiðinu í dag. Sundleiðin er rúmlega 12 km og stefnir hann á að vera kominn í land á Landeyjarsöndum kl. 9/10 í kvöld ef allt gengur upp skv. áætlun. Við hringdum í Sigurgeir. Hinseginhátíð Vesturlands sem fer fram nú um helgina í Snæfellsbæ. Þetta er önnur hátíð félagsins en fyrsta Hinseginhátíð Vesturlands var haldin í Borgarnesi í fyrra með miklum glæsibrag. Hinseginhátíðin er farandhátíð sem flakkar á milli sveitarfélaganna á Vesturlandi til að auka sýnileika hinsegin fólks um allan landshlutann. Hápunktur helgarinnar er gleðiganga í Ólafsvík sem verður á morgun kl 14:00. Alexander Aron Guðjónsson, stjórnarmeðlimur í Hinsegin Vesturlandi var á línunni. Framkvæmdir hafa staðið við nýtt hótel við Lækjargötu í Reykjavík í nokkur ár með tilheyrandi raski og óþægindum fyrir gangandi og akandi umferð. En nú sér fyrir endann á. Búið er að rífa niður skjólgirðingar sem girtu af byggingasvæði og hótelið opnar brátt. Gamla hvíta húsið við hliðina, sem byggt er 1877, verður hluti af nýju Hótel Reykjavík Sögu en þar verður meðal annars sýningarrými fyrir þá muni sem fundust við uppgröftinn í grunni hótelsins. En hvenær á að opna, hvernig verður aðstaðan og hvernig lítur hótelbransinn út núna eftir faraldurinn? Við fengum framkvæmdastjóra Íslandshótela, Davíð Torfa Ólafsson, til okkar. Næstu föstudaga fáum við lífskúnstnerinn, hárgreiðslumeistarann og Eyjamanninn Óla Bogga Heiðarsson til að koma til okkar í lok þáttar og fara aðeins yfir það sem er að gerast hjá landanum í mannlífi, menningu og mat.

Morgunútvarpið
22. júlí - Húnaþing, styrktarsund, hinseginhátíð, hótel og matur

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jul 22, 2022 130:00


Umsjón: Rúnar Róbertsson og Felix Bergsson Hátíðin Eldur í Húnaþingi er haldin nú um helgina á Hvammstanga. Felix fór á staðinn í gær í blíðskaparveðri, hitti heimamenn og tók framkvæmdastjóra hátíðarinnar Þórunni Ýr Elíasdóttur tali áður en tónlistarhátíðin Melló Musica hófst í Félagsheimilinu. Í dag, um korter í fjögur, ætlar Sigurgeir Svanbergsson að synda frá Vestmannaeyjum yfir til Landeyjasanda til styrktar Barnaheillum - Save the Children á Íslandi. Ef afrekið tekst verður hann sjötti einstaklingurinn sem þreytt hefur sundið svo vitað sé til. Sigurgeir safnar áheitum fyrir Barnaheill og mun allt safnað fé renna til stuðnings börnum sem búa á átakasvæðum. Sigurgeir hefur vaktað veðrið og hafstrauma undanfarna daga og er orðið ljóst að hann leggur af stað frá Eiðinu í dag. Sundleiðin er rúmlega 12 km og stefnir hann á að vera kominn í land á Landeyjarsöndum kl. 9/10 í kvöld ef allt gengur upp skv. áætlun. Við hringdum í Sigurgeir. Hinseginhátíð Vesturlands sem fer fram nú um helgina í Snæfellsbæ. Þetta er önnur hátíð félagsins en fyrsta Hinseginhátíð Vesturlands var haldin í Borgarnesi í fyrra með miklum glæsibrag. Hinseginhátíðin er farandhátíð sem flakkar á milli sveitarfélaganna á Vesturlandi til að auka sýnileika hinsegin fólks um allan landshlutann. Hápunktur helgarinnar er gleðiganga í Ólafsvík sem verður á morgun kl 14:00. Alexander Aron Guðjónsson, stjórnarmeðlimur í Hinsegin Vesturlandi var á línunni. Framkvæmdir hafa staðið við nýtt hótel við Lækjargötu í Reykjavík í nokkur ár með tilheyrandi raski og óþægindum fyrir gangandi og akandi umferð. En nú sér fyrir endann á. Búið er að rífa niður skjólgirðingar sem girtu af byggingasvæði og hótelið opnar brátt. Gamla hvíta húsið við hliðina, sem byggt er 1877, verður hluti af nýju Hótel Reykjavík Sögu en þar verður meðal annars sýningarrými fyrir þá muni sem fundust við uppgröftinn í grunni hótelsins. En hvenær á að opna, hvernig verður aðstaðan og hvernig lítur hótelbransinn út núna eftir faraldurinn? Við fengum framkvæmdastjóra Íslandshótela, Davíð Torfa Ólafsson, til okkar. Næstu föstudaga fáum við lífskúnstnerinn, hárgreiðslumeistarann og Eyjamanninn Óla Bogga Heiðarsson til að koma til okkar í lok þáttar og fara aðeins yfir það sem er að gerast hjá landanum í mannlífi, menningu og mat.

Morgunútvarpið
23. júní - Landsmót, hjól, kortlagning, skotvopn, Indó, tryggingar

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jun 23, 2022


Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri er framundan og við byrjuðum daginn á því að heyra í Ómari Braga Stefánssyni framkvæmdastjóri mótsins sem er að leggja lokahönd á undirbúning mótsins sem hefst í Borgarnesi á morgun. Félag reiðhjólabænda lagði í gær af stað í hjólandi hringferð um landið, til að vekja athygli á öryggi hjólreiðafólks í almennri umferð á Íslandi. Við ræddum við Birgi Birgisson, formann reiðhjólabænda, sem er nú staddur á hjólinu fyrir norðan, en það er nóg um að vera hjá félaginu þessa dagana, sem vinnur meðal annars að því að útvega flóttafólki og hælisleitendum hjól. Sveitarfélögin Múlaþing og Fljótsdalshreppur tóku höndum saman nýverið og fengu Hafþór Snjólf Helgason landfræðing og margmiðlunarhönnuð í lið með sér við að kortleggja sveitarfélögin í gegnum 5200 ljósmyndir sem nú er hægt að njóta í gegnum 360 gráðu sýndarferðalag. Hafþór Snjólfur var á línunni. Þjóðin fylgdist með umsátri í Hafnarfirði í gær en, þetta er ekki fyrsta skotárásin í vetur en fréttir af því að skotvopnum sé beitt gegn almennum borgurum verða sífellt algengari hér á landi. Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild Ríkislögreglustjóra, kom til okkar og ræddi aukna skotvopnabeitingu og störf samningamanna í svona umsátursástandi. Nýr banki hefur verið stofnaður hér á landi, og ber heitið Indó. Stofnendur bankans segjast bjóða upp á betri kjör en hinir viðskiptabankarnir en við spyrjum okkur; hvernig á þetta dæmi að ganga upp þegar ljóst er að fólk er líklegra til að skipta um maka en skipta um banka. Stofnendur bankans komu til okkar, þeir Tryggvi Björn Davíðsson og Haukur Skúlason, og sögðu okkur frá þessu stóra verkefni. Í vikunni hefur verið rætt um tryggingamál eftir að maður steig fram og sagðist hvergi geta líftryggt sig vegna þunglyndis og lyfjatöku sem því tengist. Það er svo sem vitað að fjöldi fólks á ekki kost á líftryggingum, eða býðst kjör sem eru varla ásættanleg, vegna ýmissa andlegra eða líkamlegra veikinda, eða hreinlega vegna holdafars og svo framvegis. Við fengum þær Sigrúnu Þorsteinsdóttur, sérfræðing í forvörnum, og Hrönn Steingrímsdóttur, sérfræðing hjá VÍS til að ræða þessi mál og hvort réttlætanlegt sé að setja slíkan verðmiða á líf og heilsu fólks. Tónlist: KK - Hafðu engar áhyggjur. Bastille - Shut off the lights. Pretenders - Hymn to her. Maneskin - Supermodel. Una Torfa - En. Coldplay - Yellow. Prins Póló - París norðursins. Lizzo - Juice

Morgunútvarpið
23. júní - Landsmót, hjól, kortlagning, skotvopn, Indó, tryggingar

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jun 23, 2022 130:00


Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri er framundan og við byrjuðum daginn á því að heyra í Ómari Braga Stefánssyni framkvæmdastjóri mótsins sem er að leggja lokahönd á undirbúning mótsins sem hefst í Borgarnesi á morgun. Félag reiðhjólabænda lagði í gær af stað í hjólandi hringferð um landið, til að vekja athygli á öryggi hjólreiðafólks í almennri umferð á Íslandi. Við ræddum við Birgi Birgisson, formann reiðhjólabænda, sem er nú staddur á hjólinu fyrir norðan, en það er nóg um að vera hjá félaginu þessa dagana, sem vinnur meðal annars að því að útvega flóttafólki og hælisleitendum hjól. Sveitarfélögin Múlaþing og Fljótsdalshreppur tóku höndum saman nýverið og fengu Hafþór Snjólf Helgason landfræðing og margmiðlunarhönnuð í lið með sér við að kortleggja sveitarfélögin í gegnum 5200 ljósmyndir sem nú er hægt að njóta í gegnum 360 gráðu sýndarferðalag. Hafþór Snjólfur var á línunni. Þjóðin fylgdist með umsátri í Hafnarfirði í gær en, þetta er ekki fyrsta skotárásin í vetur en fréttir af því að skotvopnum sé beitt gegn almennum borgurum verða sífellt algengari hér á landi. Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild Ríkislögreglustjóra, kom til okkar og ræddi aukna skotvopnabeitingu og störf samningamanna í svona umsátursástandi. Nýr banki hefur verið stofnaður hér á landi, og ber heitið Indó. Stofnendur bankans segjast bjóða upp á betri kjör en hinir viðskiptabankarnir en við spyrjum okkur; hvernig á þetta dæmi að ganga upp þegar ljóst er að fólk er líklegra til að skipta um maka en skipta um banka. Stofnendur bankans komu til okkar, þeir Tryggvi Björn Davíðsson og Haukur Skúlason, og sögðu okkur frá þessu stóra verkefni. Í vikunni hefur verið rætt um tryggingamál eftir að maður steig fram og sagðist hvergi geta líftryggt sig vegna þunglyndis og lyfjatöku sem því tengist. Það er svo sem vitað að fjöldi fólks á ekki kost á líftryggingum, eða býðst kjör sem eru varla ásættanleg, vegna ýmissa andlegra eða líkamlegra veikinda, eða hreinlega vegna holdafars og svo framvegis. Við fengum þær Sigrúnu Þorsteinsdóttur, sérfræðing í forvörnum, og Hrönn Steingrímsdóttur, sérfræðing hjá VÍS til að ræða þessi mál og hvort réttlætanlegt sé að setja slíkan verðmiða á líf og heilsu fólks. Tónlist: KK - Hafðu engar áhyggjur. Bastille - Shut off the lights. Pretenders - Hymn to her. Maneskin - Supermodel. Una Torfa - En. Coldplay - Yellow. Prins Póló - París norðursins. Lizzo - Juice

Morgunútvarpið
23. júní - Landsmót, hjól, kortlagning, skotvopn, Indó, tryggingar

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jun 23, 2022


Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri er framundan og við byrjuðum daginn á því að heyra í Ómari Braga Stefánssyni framkvæmdastjóri mótsins sem er að leggja lokahönd á undirbúning mótsins sem hefst í Borgarnesi á morgun. Félag reiðhjólabænda lagði í gær af stað í hjólandi hringferð um landið, til að vekja athygli á öryggi hjólreiðafólks í almennri umferð á Íslandi. Við ræddum við Birgi Birgisson, formann reiðhjólabænda, sem er nú staddur á hjólinu fyrir norðan, en það er nóg um að vera hjá félaginu þessa dagana, sem vinnur meðal annars að því að útvega flóttafólki og hælisleitendum hjól. Sveitarfélögin Múlaþing og Fljótsdalshreppur tóku höndum saman nýverið og fengu Hafþór Snjólf Helgason landfræðing og margmiðlunarhönnuð í lið með sér við að kortleggja sveitarfélögin í gegnum 5200 ljósmyndir sem nú er hægt að njóta í gegnum 360 gráðu sýndarferðalag. Hafþór Snjólfur var á línunni. Þjóðin fylgdist með umsátri í Hafnarfirði í gær en, þetta er ekki fyrsta skotárásin í vetur en fréttir af því að skotvopnum sé beitt gegn almennum borgurum verða sífellt algengari hér á landi. Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild Ríkislögreglustjóra, kom til okkar og ræddi aukna skotvopnabeitingu og störf samningamanna í svona umsátursástandi. Nýr banki hefur verið stofnaður hér á landi, og ber heitið Indó. Stofnendur bankans segjast bjóða upp á betri kjör en hinir viðskiptabankarnir en við spyrjum okkur; hvernig á þetta dæmi að ganga upp þegar ljóst er að fólk er líklegra til að skipta um maka en skipta um banka. Stofnendur bankans komu til okkar, þeir Tryggvi Björn Davíðsson og Haukur Skúlason, og sögðu okkur frá þessu stóra verkefni. Í vikunni hefur verið rætt um tryggingamál eftir að maður steig fram og sagðist hvergi geta líftryggt sig vegna þunglyndis og lyfjatöku sem því tengist. Það er svo sem vitað að fjöldi fólks á ekki kost á líftryggingum, eða býðst kjör sem eru varla ásættanleg, vegna ýmissa andlegra eða líkamlegra veikinda, eða hreinlega vegna holdafars og svo framvegis. Við fengum þær Sigrúnu Þorsteinsdóttur, sérfræðing í forvörnum, og Hrönn Steingrímsdóttur, sérfræðing hjá VÍS til að ræða þessi mál og hvort réttlætanlegt sé að setja slíkan verðmiða á líf og heilsu fólks. Tónlist: KK - Hafðu engar áhyggjur. Bastille - Shut off the lights. Pretenders - Hymn to her. Maneskin - Supermodel. Una Torfa - En. Coldplay - Yellow. Prins Póló - París norðursins. Lizzo - Juice

Sunnudagssögur
Jóhann Waage

Sunnudagssögur

Play Episode Listen Later Feb 27, 2022 75:00


Hulda ræddi við Jóhann Waage sem sagði sögu sína af uppvextinum í Borgarnesi, au-pair störfum í Bandaríkjunum og námi í Flórens, sem heillaði hann fyrir lífstíð. Hann sagði líka frá alvarlegum veikindum og afleiðingum þeirra, ekki bara á líkama og sál, heldur líka starfsgetu og lánshæfi. Lög: Valdimar - Undraland. Kristín Sesselja - What would I do without you?

Sunnudagssögur
Jóhann Waage

Sunnudagssögur

Play Episode Listen Later Feb 27, 2022


Hulda ræddi við Jóhann Waage sem sagði sögu sína af uppvextinum í Borgarnesi, au-pair störfum í Bandaríkjunum og námi í Flórens, sem heillaði hann fyrir lífstíð. Hann sagði líka frá alvarlegum veikindum og afleiðingum þeirra, ekki bara á líkama og sál, heldur líka starfsgetu og lánshæfi. Lög: Valdimar - Undraland. Kristín Sesselja - What would I do without you?

Sunnudagssögur
Jóhann Waage

Sunnudagssögur

Play Episode Listen Later Feb 27, 2022


Hulda ræddi við Jóhann Waage sem sagði sögu sína af uppvextinum í Borgarnesi, au-pair störfum í Bandaríkjunum og námi í Flórens, sem heillaði hann fyrir lífstíð. Hann sagði líka frá alvarlegum veikindum og afleiðingum þeirra, ekki bara á líkama og sál, heldur líka starfsgetu og lánshæfi. Lög: Valdimar - Undraland. Kristín Sesselja - What would I do without you?

Karfan
Ársins 2021 -Undir Körfunni - Embla um erfið meiðsli sín, dólgslegan leikstíl, barneigna tilkynningar og erjur við þjálfara á ferlinum „Ég setti fótinn niður og sagði hingað og ekki lengra“

Karfan

Play Episode Listen Later Dec 31, 2021 74:49


Embla Kristínardóttir, leikmaður Skallagríms, er viðmælandi í fimmta þætti Undir Körfunni. Embla ræðir um feril sinn hingað til, helstu ástæður vegna félagaskipta og tilveruna í Borgarnesi.Embla tilkynnti á dögunum að hún ætti von á sínu öðru barni og mun ekki spila meira á tímabilinu með Skallagrím. Embla svarar slúðursögum sem hafa gengið á varðandi tilkynningar hennar til félagsins og Embla ræðir einnig ítarlega um Goran Miljevic, fyrrum þjálfara Skallagríms, en hún viðurkennir að hafa átt stóran þátt í brottrekstri hans frá félaginu.Ásamt því er rætt um fasta liði eins og venjulega, stemninguna í klefanum, bestu og verstu augnablikin á ferlinum og svo tilkynnir Embla úrvalsliðið sitt af samherjum yfir ferilinn og draumalið sitt í Subway deildinni.Umsjón: Atli Arason Undir Körfunni er í boði Subway, Lykils og Kristalls.

Karfan
Aukasendingin – Njósnir í Grindavík, uppgjöf í Borgarnesi og hverjir eru bestu erlendu leikmenn deildarinnar

Karfan

Play Episode Listen Later Dec 14, 2021 72:45


Aukasendingin fékk til sín Hrafn Kristjánsson og Guðmund Auðunn til þess að ræða fréttir vikunnar, Subway deild karla og VÍS bikarkeppnina.Þá er í lokin valið í tvö byrjunarlið. Það fyrra af bestu bandarísku leikmönnum deildarinnar, en það seinna bestu evrópsku leikmenn deildarinnar.Aukasendingin er í boði Kristalls, Lykils og Subway.

Karfan
Undir Körfunni - Embla Kristínardóttir um erfið meiðsli sín, dólgslegan leikstíl, barneigna tilkynningar og erjur við þjálfara á ferlinum „Ég setti fótinn niður og sagði hingað og ekki lengra“

Karfan

Play Episode Listen Later Dec 6, 2021 74:49


Embla Kristínardóttir, leikmaður Skallagríms, er viðmælandi í fimmta þætti Undir Körfunni. Embla ræðir um feril sinn hingað til, helstu ástæður vegna félagaskipta og tilveruna í Borgarnesi.Embla tilkynnti á dögunum að hún ætti von á sínu öðru barni og mun ekki spila meira á tímabilinu með Skallagrím. Embla svarar slúðursögum sem hafa gengið á varðandi tilkynningar hennar til félagsins og Embla ræðir einnig ítarlega um Goran Miljevic, fyrrum þjálfara Skallagríms, en hún viðurkennir að hafa átt stóran þátt í brottrekstri hans frá félaginu.Ásamt því er rætt um fasta liði eins og venjulega, stemninguna í klefanum, bestu og verstu augnablikin á ferlinum og svo tilkynnir Embla úrvalsliðið sitt af samherjum yfir ferilinn og draumalið sitt í Subway deildinni.Umsjón: Atli Arason Undir Körfunni er í boði Subway, Lykils og Kristalls.

Sögur af landi
Bjössaróló, Ragnheiður í Kisukoti, Bakki í Grindavík

Sögur af landi

Play Episode Listen Later Dec 3, 2021


Í þættinum er rætt við Ríkharð Mýrdal Harðarsson sem fer nú fyrir endurnýjun á hinum þekkta Bjössaróló í Borgarnesi. Förum líka í heimsókn til Ragnheiðar Gunnarsdóttur sem rekur Kisukot á Akureyri. Að lokum er ferðinni heitið í gömlu verbúðina Bakka í Grindavík en Sögufélag Grindavíkur hefur undanfarin ár staðið að endurnýjun hússins. Við ræðum þar við Hall Gunnarsson og Mörtu Karlsdóttur, en Marta rekur prjónaverslunina Prjónasystur í húsinu. Efni í þáttinn unnu: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, Anna Þorbjörg Jónasdóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Sögur af landi
Bjössaróló. Ragnheiður í Kisukoti. Bakki í Grindavík.

Sögur af landi

Play Episode Listen Later Dec 3, 2021


Í þættinum er rætt við Ríkharð Mýrdal Harðarsson sem fer nú fyrir endurnýjun á hinum þekkta Bjössaróló í Borgarnesi. Förum líka í heimsókn til Ragnheiðar Gunnarsdóttur sem rekur Kisukot á Akureyri. Að lokum er ferðinni heitið í gömlu verbúðina Bakka í Grindavík en Sögufélag Grindavíkur hefur undanfarin ár staðið að endurnýjun hússins. Við ræðum þar við Hall Gunnarsson og Mörtu Karlsdóttur, en Marta rekur prjónaverslunina Prjónasystur í húsinu. Efni í þáttinn unnu: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, Anna Þorbjörg Jónasdóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Morgunvaktin
Stjórnarsáttmálar á Íslandi og Þýskalandi og kosningakerfið

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Nov 30, 2021 130:00


Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir efnahagsmálin í nýjum stjórnarsáttmála. Þar á meðal lækkun skatta, eignasölu ríkiseigna, svo sem hlutabréf í bönkum og endurgreiðslur, til að mynda í kvikmyndagerð. Vinnumarkaður og eftirlitsstofnanir bar einnig á góma sem og virkjanir og aukinn einkarekstur. Arthúr Björgvin Bollason, fjallaði um stjórnarsáttmála næstu ríkisstjórnar Þýskalands en hann er mun lengri en sá íslenski. Ný ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins, Frjálsra demókrata og Græningja, tekur við stjórnartaumunum í næstu viku. Hækka á lægstu laun í landinu sem og laun heilbrigðisstarfsfólks og fólks í umönnunarstörfum. Ekki á að hækka skatta og sett verður á laggirnar sérstök loftslagsstofnun. Flýta á lokun kolavera og auka hlut sólar- og vindorku. Arthúr Björgvin sagði einnig frá nýrri bók eftir tvo þýska rannsóknarblaðamenn þar sem farið er yfir það hversu margir fyrrverandi félagar í þýska Nasistaflokknum gegndu háum embættum í dómskerfinu í þýska sambandslýðveldinu á árunum 1950?1974. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur ræddi kosninga- og tölvukerfi en á árum áður vann hann á Alþingi þar sem atkvæði eru greidd rafrænt. Haukur segir að mjög alvarleg lögbrot hafi verið framin í Borgarnesi við meðferð atkvæða í Norðvestur-kjördæmi og hætta sé á að fólk missi trúna á kosningakerfi landsins vegna þessa. Hann segir að niðurstaðan sem Alþingi komst að, það er að láta síðari talninguna gilda, hafa verið þá einu sem hægt var að komast að. Haukur segir íslenska kosningakerfið sé gott og ekki sé vænlegt að gera kjörskrána rafræna. Tónlist: Sleepwalk með Santos & Johnny og Björt mey og hrein með Andreu Gylfadóttur. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Morgunvaktin
Stjórnarsáttmálar á Íslandi og Þýskalandi og kosningakerfið

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Nov 30, 2021


Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir efnahagsmálin í nýjum stjórnarsáttmála. Þar á meðal lækkun skatta, eignasölu ríkiseigna, svo sem hlutabréf í bönkum og endurgreiðslur, til að mynda í kvikmyndagerð. Vinnumarkaður og eftirlitsstofnanir bar einnig á góma sem og virkjanir og aukinn einkarekstur. Arthúr Björgvin Bollason, fjallaði um stjórnarsáttmála næstu ríkisstjórnar Þýskalands en hann er mun lengri en sá íslenski. Ný ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins, Frjálsra demókrata og Græningja, tekur við stjórnartaumunum í næstu viku. Hækka á lægstu laun í landinu sem og laun heilbrigðisstarfsfólks og fólks í umönnunarstörfum. Ekki á að hækka skatta og sett verður á laggirnar sérstök loftslagsstofnun. Flýta á lokun kolavera og auka hlut sólar- og vindorku. Arthúr Björgvin sagði einnig frá nýrri bók eftir tvo þýska rannsóknarblaðamenn þar sem farið er yfir það hversu margir fyrrverandi félagar í þýska Nasistaflokknum gegndu háum embættum í dómskerfinu í þýska sambandslýðveldinu á árunum 1950?1974. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur ræddi kosninga- og tölvukerfi en á árum áður vann hann á Alþingi þar sem atkvæði eru greidd rafrænt. Haukur segir að mjög alvarleg lögbrot hafi verið framin í Borgarnesi við meðferð atkvæða í Norðvestur-kjördæmi og hætta sé á að fólk missi trúna á kosningakerfi landsins vegna þessa. Hann segir að niðurstaðan sem Alþingi komst að, það er að láta síðari talninguna gilda, hafa verið þá einu sem hægt var að komast að. Haukur segir íslenska kosningakerfið sé gott og ekki sé vænlegt að gera kjörskrána rafræna. Tónlist: Sleepwalk með Santos & Johnny og Björt mey og hrein með Andreu Gylfadóttur. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Spegillinn
19. október 2021 Sóttkvíarreglur endurskoðaðar

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 19, 2021 10:43


Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir til skoðunar að slaka á reglum um sóttkví á næstunni, en segist vera eins og hrópandinn í eyðimörkinni boðandi að baráttunni við farsóttina sé ekki lokið Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra segir að ástand á bráðamóttöku Landspítalans tengist ekki COVID-19 - hann sjái ekkert ástand á spítalanum sjálfum. Hómfríður Dagný Friðjónsdóttir ræddi við Bjarna. Markús Þórhallsson tók saman. Fundi undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa í Borgarnesi var að ljúka. Í morgun fylgdust nefndarmenn með þegar ónotaðir kjörseðlar voru taldir á lögreglustöðinni og stemmdi sú talning við kjörgögn. Elsa María Guðlaugs- Drífudóttir fréttamaður hefur fylgst með fundinum. Stjórnvöld í Rússlandi leggja til að landsmenn verði sendir í átta daga frí til að draga úr fjölda kórónuveirusmita. Yfir eitt þúsund Rússar létust í gær af völdum COVID-19. Ásgeir Tómasson sagði frá. Samkomulag sem utanríkisráðherra gerði við bresk stjórnvöld í sumar eykur möguleika íslenskra námsmanna á að fá styrki til náms þar í landi. Markús Þórhallsson sagði frá. Heiðdís Austfjörð hárgreiðslumeistari fagnar því að grímuskyldan verði afnumin með breyttum sóttvarnareglum. Óðinn Svan Óðinsson talaði við hana. ---- Hafið er kapphlaup á milli þjóða um hverjir verða fremstir í lágkolefnis- og kolefnishlutlausu hagkerfi framtíðarinnar: Það er eina hagkerfið sem er í boði, segir Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst um mánaðamótin í Skotlandi. Ragnhildur Thorlacius ræddi við hann. Vaxandi ógn frá Rússlandi hefur leitt til stóraukinna útgjalda til varnarmála í Noregi og Svíþjóð. Rússnesk herskip héldu sig innan tvöhundruð mílna markanna við Ísland um níu daga skeið í sumar. Ingólfur Bjarni Sigfússon tók saman ræddi við Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og Katarzynu Zysk sérfræðing í alþjoðamálum. Margt bendir til þess að falskt öryggi felist í því að taka símtal í gegnum handfrjálsan búnað eða hljóðkerfi bílsins á meðan setið er undir stýri. Einbeitingin við aksturinn er jafnfjarri og ef símtæki er haldið upp að eyranu segir Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri hjá samgöngustofu við Kristján Sigurjónsson. Umsjónarmaður: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar frétttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.

Spegillinn
19. október 2021 Sóttkvíarreglur endurskoðaðar

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 19, 2021


Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir til skoðunar að slaka á reglum um sóttkví á næstunni, en segist vera eins og hrópandinn í eyðimörkinni boðandi að baráttunni við farsóttina sé ekki lokið Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra segir að ástand á bráðamóttöku Landspítalans tengist ekki COVID-19 - hann sjái ekkert ástand á spítalanum sjálfum. Hómfríður Dagný Friðjónsdóttir ræddi við Bjarna. Markús Þórhallsson tók saman. Fundi undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa í Borgarnesi var að ljúka. Í morgun fylgdust nefndarmenn með þegar ónotaðir kjörseðlar voru taldir á lögreglustöðinni og stemmdi sú talning við kjörgögn. Elsa María Guðlaugs- Drífudóttir fréttamaður hefur fylgst með fundinum. Stjórnvöld í Rússlandi leggja til að landsmenn verði sendir í átta daga frí til að draga úr fjölda kórónuveirusmita. Yfir eitt þúsund Rússar létust í gær af völdum COVID-19. Ásgeir Tómasson sagði frá. Samkomulag sem utanríkisráðherra gerði við bresk stjórnvöld í sumar eykur möguleika íslenskra námsmanna á að fá styrki til náms þar í landi. Markús Þórhallsson sagði frá. Heiðdís Austfjörð hárgreiðslumeistari fagnar því að grímuskyldan verði afnumin með breyttum sóttvarnareglum. Óðinn Svan Óðinsson talaði við hana. ---- Hafið er kapphlaup á milli þjóða um hverjir verða fremstir í lágkolefnis- og kolefnishlutlausu hagkerfi framtíðarinnar: Það er eina hagkerfið sem er í boði, segir Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst um mánaðamótin í Skotlandi. Ragnhildur Thorlacius ræddi við hann. Vaxandi ógn frá Rússlandi hefur leitt til stóraukinna útgjalda til varnarmála í Noregi og Svíþjóð. Rússnesk herskip héldu sig innan tvöhundruð mílna markanna við Ísland um níu daga skeið í sumar. Ingólfur Bjarni Sigfússon tók saman ræddi við Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og Katarzynu Zysk sérfræðing í alþjoðamálum. Margt bendir til þess að falskt öryggi felist í því að taka símtal í gegnum handfrjálsan búnað eða hljóðkerfi bílsins á meðan setið er undir stýri. Einbeitingin við aksturinn er jafnfjarri og ef símtæki er haldið upp að eyranu segir Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri hjá samgöngustofu við Kristján Sigurjónsson. Umsjónarmaður: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar frétttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.

Morgunútvarpið
7. sept. - Múmínálfar, NV kjördæmi, SafeTravel, hraðpróf og vísindi

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Sep 7, 2021 130:00


Múmínálfarnir eru alltaf jafn vinsælir, hvort sem er á bók eða í borðbúnaði og nú taka þeir yfir Norræna húsið næstu daga, en þar verður sýningin Lesið og skrifað með Múmínálfunum opnuð í barnabókasafni hússins á morgun, í samstarfi við Bókmenntahátíð í Reykjavík. Hrafnhildur Gissurardóttir fræðslufulltrúi hjá Norræna húsinu kom til okkar og sagði okkur meira. Við hituðum upp fyrir kjördæmafundinn sem hefst hér á Rás 2 seinna í dag, eða kl. 17:30. Þar mætast forystumenn flokkanna sem bjóða fram í Norðvesturkjördæmi og verður fundurinn sendur út í beinni frá Borgarnesi. En við hér í Morgunútvarpinu ætlum að forvitnast aðeins um þetta kjördæmi, hvað einkennir það og hvaða málefni brenna helst á íbúum þess. Við slógum á þráðinn til Magnúsar Magnússonar, ritstjóra Skessuhorns. Nýtt SafeTravel smáforrit eða app verður kynnt á eftir, en unnið hefur verið að gerð þess sl. tvö ár. Appið er samstarfsverkefni Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Sjóvár, en Safetravel appið veitir upplýsingar um ástand vega í rauntíma og er hugsað bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn. Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna ferðamanna hjá Landsbjörg var í símanum á leið sinni að Litlu kaffistofunni þar sem kynningin fer fram á eftir. Nú er aðstaða til að framkvæma svokölluð hraðpróf vegna Covid-19 komin í gagnið á Suðurlandsbrautinni hér í Reykjavík þar sem skimun hefur farið fram undanfarna mánuði. Þeim sem sæta smitgát er þar með gert kleift að koma í hraðpróf, auk þess sem stefnt er að því að bjóða upp á ókeypis hraðpróf fyrir þá sem ætla að sækja stærri viðburði. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins kom til okkar og fór yfir þetta mál með okkur. Svo mætti Sævar Helgi Bragason í Vísindahornið góða og ræddi jökulhlaup, Mars og plast. Tónlist: Sycamore tree - One day. Bruce Springsteen - Ill see you in my dreams. Nýdönsk - Ég kýs. The Kinks - Waterloo Sunset. Sigurður Guðmundsson - Kartöflur. Helgi Björns - Ekki ýkja flókið Hipsumhaps - Meikaða. Whitney Houston - My love is your love. The Killers - Mr. Brightside. The Weeknd - Take my breath.

Morgunútvarpið
7. sept. - Múmínálfar, NV kjördæmi, SafeTravel, hraðpróf og vísindi

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Sep 7, 2021


Múmínálfarnir eru alltaf jafn vinsælir, hvort sem er á bók eða í borðbúnaði og nú taka þeir yfir Norræna húsið næstu daga, en þar verður sýningin Lesið og skrifað með Múmínálfunum opnuð í barnabókasafni hússins á morgun, í samstarfi við Bókmenntahátíð í Reykjavík. Hrafnhildur Gissurardóttir fræðslufulltrúi hjá Norræna húsinu kom til okkar og sagði okkur meira. Við hituðum upp fyrir kjördæmafundinn sem hefst hér á Rás 2 seinna í dag, eða kl. 17:30. Þar mætast forystumenn flokkanna sem bjóða fram í Norðvesturkjördæmi og verður fundurinn sendur út í beinni frá Borgarnesi. En við hér í Morgunútvarpinu ætlum að forvitnast aðeins um þetta kjördæmi, hvað einkennir það og hvaða málefni brenna helst á íbúum þess. Við slógum á þráðinn til Magnúsar Magnússonar, ritstjóra Skessuhorns. Nýtt SafeTravel smáforrit eða app verður kynnt á eftir, en unnið hefur verið að gerð þess sl. tvö ár. Appið er samstarfsverkefni Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Sjóvár, en Safetravel appið veitir upplýsingar um ástand vega í rauntíma og er hugsað bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn. Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna ferðamanna hjá Landsbjörg var í símanum á leið sinni að Litlu kaffistofunni þar sem kynningin fer fram á eftir. Nú er aðstaða til að framkvæma svokölluð hraðpróf vegna Covid-19 komin í gagnið á Suðurlandsbrautinni hér í Reykjavík þar sem skimun hefur farið fram undanfarna mánuði. Þeim sem sæta smitgát er þar með gert kleift að koma í hraðpróf, auk þess sem stefnt er að því að bjóða upp á ókeypis hraðpróf fyrir þá sem ætla að sækja stærri viðburði. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins kom til okkar og fór yfir þetta mál með okkur. Svo mætti Sævar Helgi Bragason í Vísindahornið góða og ræddi jökulhlaup, Mars og plast. Tónlist: Sycamore tree - One day. Bruce Springsteen - Ill see you in my dreams. Nýdönsk - Ég kýs. The Kinks - Waterloo Sunset. Sigurður Guðmundsson - Kartöflur. Helgi Björns - Ekki ýkja flókið Hipsumhaps - Meikaða. Whitney Houston - My love is your love. The Killers - Mr. Brightside. The Weeknd - Take my breath.

Sögur af landi
Sumar: Sögur af gömlum húsum

Sögur af landi

Play Episode Listen Later Aug 13, 2021


Sumarþáttaröð Sagna af landi heldur áfram þar sem endurflutt eru valin efni frá liðnum vetri fyrir hlustendur að njóta í sumar. Nú er komið að sjöunda þætti, sem tileinkaður verður gömlum húsum. Við heyrum af Aðalstræti 16 í Bolungarvík, Grímshúsi í Brákarey í Borgarnesi og Tryggvaskála á Selfossi. Í þættinum er rætt við Jón Pál Hreinsson, Sigurstein Sigurðsson og Bryndísi Brynjólfsdóttur. Efni í þáttinn unnu Halla Ólafsdóttir, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Margrét Blöndal. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Sögur af landi
Sumar: Sögur af gömlum húsum

Sögur af landi

Play Episode Listen Later Aug 13, 2021


Sumarþáttaröð Sagna af landi heldur áfram þar sem endurflutt eru valin efni frá liðnum vetri fyrir hlustendur að njóta í sumar. Nú er komið að sjöunda þætti, sem tileinkaður verður gömlum húsum. Við heyrum af Aðalstræti 16 í Bolungarvík, Grímshúsi í Brákarey í Borgarnesi og Tryggvaskála á Selfossi. Í þættinum er rætt við Jón Pál Hreinsson, Sigurstein Sigurðsson og Bryndísi Brynjólfsdóttur. Efni í þáttinn unnu Halla Ólafsdóttir, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Margrét Blöndal. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Morgunvaktin
Vöggustofur og Völuspá

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Jul 15, 2021 130:00


Kornabörn sem dvöldu á vöggustofum í Reykjavík á árabilinu 1949 til 1973 nutu ekki þess atlætis sem börn þurfa og eiga að njóta. Þvert á móti voru þau afskipt, og örvun á vitsmuna- og tilfinningaþroska var ekki á dagskrá. En hvernig má þetta vera? Var þessi framkoma við krílin í samræmi við einhverja hugmyndafræði eða uppeldisstefnu? Kristín Dýrfjörð, leikskólakennari og dósent, fór yfir þessi mál. Í Heimsglugganum fjallaði Bogi Ágústsson um mótmælin og óeirðirnar í Suður-Afríku og um nágrannaríkið Eswatini, sem áður hét Swaziland. Það er einræðisríki; konungurinn ræður öllu og andóf er bannað. Hann fór einnig yfir úrslitaleik Evrópukeppninnar í fótbolta og viðbrögð við ósigri Englendinga. Völuspá verður flutt við nýtt lag á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi á laugardaginn. Flytjendur eru Jón Gnarr, sem jafnframt er höfundur lagsins, og tónlistamennirnir Hilmar Örn Hilmarsson og Hilmar Örn Agnarsson. Jón og Hilmar Örn Agnarsson komu í þáttinn, sögðu frá Völuspá og fluttu nokkur erindi. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir. Tónlist: Take good care of my baby - Bobby Vee Will you love me tomorrow? - The Shirelles

Morgunvaktin
Vöggustofur og Völuspá

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Jul 15, 2021


Kornabörn sem dvöldu á vöggustofum í Reykjavík á árabilinu 1949 til 1973 nutu ekki þess atlætis sem börn þurfa og eiga að njóta. Þvert á móti voru þau afskipt, og örvun á vitsmuna- og tilfinningaþroska var ekki á dagskrá. En hvernig má þetta vera? Var þessi framkoma við krílin í samræmi við einhverja hugmyndafræði eða uppeldisstefnu? Kristín Dýrfjörð, leikskólakennari og dósent, fór yfir þessi mál. Í Heimsglugganum fjallaði Bogi Ágústsson um mótmælin og óeirðirnar í Suður-Afríku og um nágrannaríkið Eswatini, sem áður hét Swaziland. Það er einræðisríki; konungurinn ræður öllu og andóf er bannað. Hann fór einnig yfir úrslitaleik Evrópukeppninnar í fótbolta og viðbrögð við ósigri Englendinga. Völuspá verður flutt við nýtt lag á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi á laugardaginn. Flytjendur eru Jón Gnarr, sem jafnframt er höfundur lagsins, og tónlistamennirnir Hilmar Örn Hilmarsson og Hilmar Örn Agnarsson. Jón og Hilmar Örn Agnarsson komu í þáttinn, sögðu frá Völuspá og fluttu nokkur erindi. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir. Tónlist: Take good care of my baby - Bobby Vee Will you love me tomorrow? - The Shirelles

Hvar erum við núna?
Náttúruperlur Vesturlands

Hvar erum við núna?

Play Episode Listen Later Jun 10, 2021


Í þessum þætti köfum við dýpra í náttúrufjársjóðskistu Vesturlands og Vestfjarða. Þar er hægt að klifra í klettum, leika sér á löngum ströndum, fara í náttúrulaugar, skoða fossa og fylgjast með dýralífi. Heimamennirnir og sérfræðingarnir Saga frá Ísafirði, Marinó frá Borgarnesi og Sigurbjörg Heiða frá Akranesi segja okkur frá þessum fallegu náttúruperlum og hvaða staðir eru ómissandi fyrir krakka og fjölskyldur á ferð um Vesturland! Þjóðsögur þáttarins fjalla um stórhættulegan foss í Borgarfirði og dularfullt ljós á Hornströndum. Hlustið vel á þáttinn ef þið viljið vinna spurningakeppnina í lokin!

saga hei sigurbj hlusti akranesi borgarfir vestfjar borgarnesi
Sögur af landi
Þór Sigurðsson. Grímshús. Loðdýrabúskapur.

Sögur af landi

Play Episode Listen Later Apr 16, 2021


Við förum í þrjár heimsóknir í þættinum. Fyrst er farið til Þórs Sigurðssonar á Akureyri sem nýlega gaf út sína fyrstu plötu. Því næst er rætt við Sigurstein Sigurðsson í Borgarnesi sem segir frá Grímshúsi í Brákarey. Að lokum er farið í heimsókn til loðdýrabóndans Einars Eðvalds Einarsson á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Ágúst Ólafsson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Sögur af landi
Þór Sigurðsson. Grímshús. Loðdýrabúskapur.

Sögur af landi

Play Episode Listen Later Apr 16, 2021


Við förum í þrjár heimsóknir í þættinum. Fyrst er farið til Þórs Sigurðssonar á Akureyri sem nýlega gaf út sína fyrstu plötu. Því næst er rætt við Sigurstein Sigurðsson í Borgarnesi sem segir frá Grímshúsi í Brákarey. Að lokum er farið í heimsókn til loðdýrabóndans Einars Eðvalds Einarsson á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Ágúst Ólafsson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Spegillinn
Spegillinn 8.september 2020

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 8, 2020 30:00


Spegillinn 9.september 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Landlæknir metur það svo að engar upplýsingar séu í níu blaðsíðna skjali sem unnið var fyrir tæpum þremur árum af greiningardeild Sjúkratrygginga um Krabbameinsfélagið sem kalli á viðbrögð heilbrigðisyfirvalda umfram þá skoðun sem þegar er hafin hjá Embætti landlæknis. Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir morð í í Úlfarsárdal í Reykjavík í desember. Ráðherra í bresku ríkisstjórninni viðurkenndi í dag í þinginu að boðað lagafrumvarp stjórnarinnar vegna útgöngu úr Evrópusambandinu fæli í sér brot á alþjóðalögum. 11% fleiri tilkynningar hafa borist Barnavernd Reykjavíkur það sem af er ári en á sama tímabili í fyrra og áætlað er að kostnaður borgarinnar við málaflokkinn aukist um 14% á næsta ári. Færri tilkynningar berast frá skólum og fleiri frá nágrönnum barna. Lengri umfjallanir: Málefni hjúkrunarheimila. Í Speglinum í gær kom fram í umræðum Eybjargar Hauksdóttur framkvæmdstjóra Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Ásgerðar Gylfadóttur formanns bæjarráðs Hornafjarðar um stöðu hjúkrunarheimila að þau standa flest fjárhagslega illa. Daggjöld sjúkratrygginga til hjúkrunarheimila sem sjálfseignarstofnanir eða sveitarfélög reka duga í langflestum ekki til og nú er svo komið að stór sveitarfélög eins og Akureyri og Hornafjörður hafa sagt upp þjónustusamningi við Sjúkratryggingar og hjúkrunarheimili þar í sveit verða rekin af stofnunum á vegum ríkisins. Til að halda þessari umræðu áfram í Speglinum eru þeir mættir Ólafur Þór Gunnarssson öldrunarlæknir, þingmaður Vinstri grænna og 1. varaformaður velferðarnefndar Alþingis hér í stúdíó og Björn Bjarki Þorsteinsson, forstöðumaður hjúkrunarheimilsins Brákarhlíðar í Borgarnesi í síma. Kristján Sigurjonsson talar við þá Málið kostaði dómsmálaráðherra Noregs embættið. Sambýliskona hans kemur núna fyrir dóm í Osló sökuð um að hafa setta á svið aðför að ráðherranum og staðið að baki alvarlegum hótunum í hans garð - og þó búa þau enn saman. Hún neitar og ráðherrann fyrverandi styður konu sína. Næstu tíu vikur á að reifa þetta sérkennilega mál í dómhúsinu í Osló. Gísli Kristjánsson segir frá.

Spegillinn
Spegillinn 8.september 2020

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 8, 2020


Spegillinn 9.september 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Landlæknir metur það svo að engar upplýsingar séu í níu blaðsíðna skjali sem unnið var fyrir tæpum þremur árum af greiningardeild Sjúkratrygginga um Krabbameinsfélagið sem kalli á viðbrögð heilbrigðisyfirvalda umfram þá skoðun sem þegar er hafin hjá Embætti landlæknis. Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir morð í í Úlfarsárdal í Reykjavík í desember. Ráðherra í bresku ríkisstjórninni viðurkenndi í dag í þinginu að boðað lagafrumvarp stjórnarinnar vegna útgöngu úr Evrópusambandinu fæli í sér brot á alþjóðalögum. 11% fleiri tilkynningar hafa borist Barnavernd Reykjavíkur það sem af er ári en á sama tímabili í fyrra og áætlað er að kostnaður borgarinnar við málaflokkinn aukist um 14% á næsta ári. Færri tilkynningar berast frá skólum og fleiri frá nágrönnum barna. Lengri umfjallanir: Málefni hjúkrunarheimila. Í Speglinum í gær kom fram í umræðum Eybjargar Hauksdóttur framkvæmdstjóra Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Ásgerðar Gylfadóttur formanns bæjarráðs Hornafjarðar um stöðu hjúkrunarheimila að þau standa flest fjárhagslega illa. Daggjöld sjúkratrygginga til hjúkrunarheimila sem sjálfseignarstofnanir eða sveitarfélög reka duga í langflestum ekki til og nú er svo komið að stór sveitarfélög eins og Akureyri og Hornafjörður hafa sagt upp þjónustusamningi við Sjúkratryggingar og hjúkrunarheimili þar í sveit verða rekin af stofnunum á vegum ríkisins. Til að halda þessari umræðu áfram í Speglinum eru þeir mættir Ólafur Þór Gunnarssson öldrunarlæknir, þingmaður Vinstri grænna og 1. varaformaður velferðarnefndar Alþingis hér í stúdíó og Björn Bjarki Þorsteinsson, forstöðumaður hjúkrunarheimilsins Brákarhlíðar í Borgarnesi í síma. Kristján Sigurjonsson talar við þá Málið kostaði dómsmálaráðherra Noregs embættið. Sambýliskona hans kemur núna fyrir dóm í Osló sökuð um að hafa setta á svið aðför að ráðherranum og staðið að baki alvarlegum hótunum í hans garð - og þó búa þau enn saman. Hún neitar og ráðherrann fyrverandi styður konu sína. Næstu tíu vikur á að reifa þetta sérkennilega mál í dómhúsinu í Osló. Gísli Kristjánsson segir frá.

Morgunútvarpið
31. ágúst - Mæðrahvíld, vextir, skotveiði, frelsisskerðing og sport

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Aug 31, 2020 130:00


Færsla Heiðrúnar Helgu Bjarnadóttur á Facebook fyrir helgi vakti mikla athygli en þar ljáði hún máls á svefnþörf mæðra ungra barna og bauð fría gistingu, eða nokkurs konar hvíldarinnlögn, fyrir mæður á gistiheimilinu Kríu í Borgarnesi. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og greinilegt að margar mæður væru til að komast frá í þeim tilgangi einum að sofa vel. Við slógum á þráðinn til Heiðrúnar. Allnokkur umræða hefur átt sér stað á undanförnum dögum um óverðtryggða vexti húsnæðislána. Varaseðlabankastjóri hefur til að mynda að áhyggjur af því að heimilin séu að skuldsetja sig of mikið á breytilegum vöxtum enda hefur ásókn í þau aukist mjög mikið að undanförnu. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka, fór yfir þetta með okkur í þættinum. Gæsaveiðitímabilið hófst fyrir skemmstu og við slógum á þráðinn til Áka Ármanns Jónssonar formanns Skotveiðifélags Íslands og heyrðum aðeins af því öllu saman. Reimar Pétursson, lögmaður, kom til okkar en hann skrifaði grein um helgina þar sem hann sagði að stjórnarskráin hafi verð virt að vettugi hér á Íslandi um margra mánaða skeið. Hann vísar þar í lokun landsins og takmarkanir á atvinnufrelsi fólks vegna veirunnar og segir að þetta gangi vart lengur. Hann ræddi málið við okkur. Við fórum yfir íþróttir helgarinnar með Evu Björk Benediktsdóttur íþróttafréttamanni en þar var af nógu að taka og hæst bar árangur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem vann úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu með liði sínu Lyon í gærkvöldi. Tónlist: Hreimur og Fríða Hansen - Lítið hús. Sycamore Tree - Home again. KK - Þetta lag er um þig. Ingó veðurguð - Í kvöld er gigg. Sade - Still in love with you. My Morning Jacket - Feel you. Sálin hans Jóns míns - Ekki nema von. David Bowie - Starman. Friðrik Ómar og Jógvan - Sveitalíf. Bob Marley and the Wailers - Get up stand up. Eivör - Sleep on it. Garbage - Stupid girl.

Morgunútvarpið
31. ágúst - Mæðrahvíld, vextir, skotveiði, frelsisskerðing og sport

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Aug 31, 2020


Færsla Heiðrúnar Helgu Bjarnadóttur á Facebook fyrir helgi vakti mikla athygli en þar ljáði hún máls á svefnþörf mæðra ungra barna og bauð fría gistingu, eða nokkurs konar hvíldarinnlögn, fyrir mæður á gistiheimilinu Kríu í Borgarnesi. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og greinilegt að margar mæður væru til að komast frá í þeim tilgangi einum að sofa vel. Við slógum á þráðinn til Heiðrúnar. Allnokkur umræða hefur átt sér stað á undanförnum dögum um óverðtryggða vexti húsnæðislána. Varaseðlabankastjóri hefur til að mynda að áhyggjur af því að heimilin séu að skuldsetja sig of mikið á breytilegum vöxtum enda hefur ásókn í þau aukist mjög mikið að undanförnu. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka, fór yfir þetta með okkur í þættinum. Gæsaveiðitímabilið hófst fyrir skemmstu og við slógum á þráðinn til Áka Ármanns Jónssonar formanns Skotveiðifélags Íslands og heyrðum aðeins af því öllu saman. Reimar Pétursson, lögmaður, kom til okkar en hann skrifaði grein um helgina þar sem hann sagði að stjórnarskráin hafi verð virt að vettugi hér á Íslandi um margra mánaða skeið. Hann vísar þar í lokun landsins og takmarkanir á atvinnufrelsi fólks vegna veirunnar og segir að þetta gangi vart lengur. Hann ræddi málið við okkur. Við fórum yfir íþróttir helgarinnar með Evu Björk Benediktsdóttur íþróttafréttamanni en þar var af nógu að taka og hæst bar árangur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem vann úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu með liði sínu Lyon í gærkvöldi. Tónlist: Hreimur og Fríða Hansen - Lítið hús. Sycamore Tree - Home again. KK - Þetta lag er um þig. Ingó veðurguð - Í kvöld er gigg. Sade - Still in love with you. My Morning Jacket - Feel you. Sálin hans Jóns míns - Ekki nema von. David Bowie - Starman. Friðrik Ómar og Jógvan - Sveitalíf. Bob Marley and the Wailers - Get up stand up. Eivör - Sleep on it. Garbage - Stupid girl.

Sögur af landi
Sumar: Tréð Margrét. Borgarnes borðar saman. Skógarbóndi fyrir austan.

Sögur af landi

Play Episode Listen Later Aug 14, 2020


Sumarþáttaröð Sagna af landi heldur áfram, þar sem týnt er til efni frá liðnum vetri fyrir hlustendur til að njóta í sumar. Í þessum sjöunda þætti verður rifjuð upp heimsókn inn í Kjarnaskóg þar sem dáðst var að tignarlegri hengibjörk sem ber nafnið Margrét, eða jafnvel Frú Margrét. Í þættinum verður einnig rifjuð upp umfjöllun um áhugavert samfélagsverkefni í Borgarnesi sem nefnist Borgarnes borðar saman. Að lokum verður endurflutt viðtal við skógarbónda á Austurlandi þar sem fræðst var um könglasöfnun og frætýnslu. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirdsóttir, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Rúnar Snær Reynisson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Sögur af landi
Sumar: Tréð Margrét. Borgarnes borðar saman. Skógarbóndi fyrir austan.

Sögur af landi

Play Episode Listen Later Aug 14, 2020


Sumarþáttaröð Sagna af landi heldur áfram, þar sem týnt er til efni frá liðnum vetri fyrir hlustendur til að njóta í sumar. Í þessum sjöunda þætti verður rifjuð upp heimsókn inn í Kjarnaskóg þar sem dáðst var að tignarlegri hengibjörk sem ber nafnið Margrét, eða jafnvel Frú Margrét. Í þættinum verður einnig rifjuð upp umfjöllun um áhugavert samfélagsverkefni í Borgarnesi sem nefnist Borgarnes borðar saman. Að lokum verður endurflutt viðtal við skógarbónda á Austurlandi þar sem fræðst var um könglasöfnun og frætýnslu. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirdsóttir, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Rúnar Snær Reynisson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Morgunvaktin
Færeyjar eru besta land í heimi

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Jul 29, 2020 130:00


Starfsemi Faxaflóahafna er umfangsmikil en undir eru hafnirnar í Reykjavík, Borgarnesi, Akranesi og Grundartanga. Gísli Gíslason hefur verið hafnarstjóri í fimmtán ár en lætur nú af störfum. Hann er nýorðinn 65 ára og ákvað fyrir löngu að vera ekki í stjórnunarstarfi eftir að þeim aldri væri náð. Umsvifin í höfnunum hafa aukist með árunum en kórónuveirufaldurinn setur strik í reikninginn og útlit fyrir að tekjutapið vegna hans nemi milljarði króna. Ólafsvaka var sett í Þórshöfn í gær. Baldvin Þór Harðarson hefur búið í Færeyjum frá 1988 og segir landið það besta í heimi. Á föstudag verður galdrastrákurinn Harry Potter fertugur og er afmæli þessarar vinsælu sögupersónu fagnað víða, t.d. á Amtsbókasafninu á Akureyri. Bjarni Rúnarsson ræddi við Hrönn Björgvinsdóttur starfsmann safnsins um Potter og afmælisdagskrána. Tónlist: You?ve got to hide your love away - Bítlarnir, Morgun í mars - Gudríð Hansen, The arrival of baby Harry - John Williams, Hedwig?s theme - John Williams.

Morgunvaktin
Færeyjar eru besta land í heimi

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Jul 29, 2020


Starfsemi Faxaflóahafna er umfangsmikil en undir eru hafnirnar í Reykjavík, Borgarnesi, Akranesi og Grundartanga. Gísli Gíslason hefur verið hafnarstjóri í fimmtán ár en lætur nú af störfum. Hann er nýorðinn 65 ára og ákvað fyrir löngu að vera ekki í stjórnunarstarfi eftir að þeim aldri væri náð. Umsvifin í höfnunum hafa aukist með árunum en kórónuveirufaldurinn setur strik í reikninginn og útlit fyrir að tekjutapið vegna hans nemi milljarði króna. Ólafsvaka var sett í Þórshöfn í gær. Baldvin Þór Harðarson hefur búið í Færeyjum frá 1988 og segir landið það besta í heimi. Á föstudag verður galdrastrákurinn Harry Potter fertugur og er afmæli þessarar vinsælu sögupersónu fagnað víða, t.d. á Amtsbókasafninu á Akureyri. Bjarni Rúnarsson ræddi við Hrönn Björgvinsdóttur starfsmann safnsins um Potter og afmælisdagskrána. Tónlist: You?ve got to hide your love away - Bítlarnir, Morgun í mars - Gudríð Hansen, The arrival of baby Harry - John Williams, Hedwig?s theme - John Williams.

Endalínan
44. Þáttur - Götuslúður vol. 3 - Endalínan með allt á hreinu í SillySeason !

Endalínan

Play Episode Listen Later Jun 20, 2020 95:22


Endalínan fer yfir nýjustu breytingar og viðbætur við liðin í Dominos deildum karla og kvenna. Við förum yfir stöðuna í leikmannamálum ásamt því að huga að mögulegum útfærslum liðanna í framhaldinu. Spádómar rætast , Craion sagan , Austfjarðartröllið , Deildarbikarinn, Leyndarmál í Vesturbæ, Rozzell endurkoman og þjálfaraáskorun í Borgarnesi. Allt þetta og allskyns annar fróðleikur og skemmtun í 44.þætti Endalínunnar í boði BudLight - White Fox og PodcastStöðvarinnar. 

Mannlegi þátturinn
Gunnar sjúkraþjálfari, 353 andlit og skordýrin

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Jun 11, 2020 55:00


Í dag var aftur þessi nýi liður í þættinum sem við köllum Sérfræðingurinn. Í síðustu viku svaraði Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir kynlífsráðgjafi spurningum hlustenda og í dag kom til okkar Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfari. Við fengum sendar spurningar frá hlustendum og Gunnar gerði sitt besta til að svara þeim í þættinum. Safnahús Borgarfjarðar stendur fyrir sýningu á ljósmyndum sem Helgi Bjarnason tók í Borgarnesi á fyrrihluta níunda áratugarins. Helgi var þá fréttaritari fyrir Morgunblaðið á staðnum. Á sýninguna hefur hann valið ljósmyndir af fólki og mannlífi í Borgarnesi, aðallega frá árunum 1981 til 1984. Það eru ekki eingöngu myndir sem birst hafa í Morgunblaðinu eða öðrum blöðum heldur ekki síður myndir sem ekki hentuðu til birtingar með fréttum. Á fjórða hundrað andlit sjást á þessum myndum og vísar yfirskrift sýningarinnar, 353 andlit, til þess. Helgi sagði frá myndunum og sýningunni í þættinum í dag. Þúsundir Íslendinga á öllum aldri hafa notið þess að halda í göngur með Háskóla Íslands og Ferðafélagi Íslands undanfarin ár og þegið fróðleik í fararnesti frá vísindamönnum og sérfræðingum Háskólans. Og í dag kl.18 er hægt að sjá pöddur í návígi í Elliðaárdalnum. Skordýr eru fjölbreyttasti flokkur dýra á jörðinni og á Íslandi hefur skordýrum fjölgað undanfarin ár af ýmsum ástæðum. Gísli Már Gíslason, skordýrasérfræðingur frá Háskóla Íslands mun fræða fólk um heim skordýranna, við hringdum í hann í þættinum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Gunnar sjúkraþjálfari, 353 andlit og skordýrin

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Jun 11, 2020


Í dag var aftur þessi nýi liður í þættinum sem við köllum Sérfræðingurinn. Í síðustu viku svaraði Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir kynlífsráðgjafi spurningum hlustenda og í dag kom til okkar Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfari. Við fengum sendar spurningar frá hlustendum og Gunnar gerði sitt besta til að svara þeim í þættinum. Safnahús Borgarfjarðar stendur fyrir sýningu á ljósmyndum sem Helgi Bjarnason tók í Borgarnesi á fyrrihluta níunda áratugarins. Helgi var þá fréttaritari fyrir Morgunblaðið á staðnum. Á sýninguna hefur hann valið ljósmyndir af fólki og mannlífi í Borgarnesi, aðallega frá árunum 1981 til 1984. Það eru ekki eingöngu myndir sem birst hafa í Morgunblaðinu eða öðrum blöðum heldur ekki síður myndir sem ekki hentuðu til birtingar með fréttum. Á fjórða hundrað andlit sjást á þessum myndum og vísar yfirskrift sýningarinnar, 353 andlit, til þess. Helgi sagði frá myndunum og sýningunni í þættinum í dag. Þúsundir Íslendinga á öllum aldri hafa notið þess að halda í göngur með Háskóla Íslands og Ferðafélagi Íslands undanfarin ár og þegið fróðleik í fararnesti frá vísindamönnum og sérfræðingum Háskólans. Og í dag kl.18 er hægt að sjá pöddur í návígi í Elliðaárdalnum. Skordýr eru fjölbreyttasti flokkur dýra á jörðinni og á Íslandi hefur skordýrum fjölgað undanfarin ár af ýmsum ástæðum. Gísli Már Gíslason, skordýrasérfræðingur frá Háskóla Íslands mun fræða fólk um heim skordýranna, við hringdum í hann í þættinum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Söguloftið, lesandi vikunnar o.fl.

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Jun 2, 2020 50:00


Við fengum til okkar góða gesti frá Landnámssetrinu í Borgarnesi. Kjartan Ragnarsson leikstjóra og Einar Kárason sem hefur tengst setrinu undanfarin ár með sýningum á Sögulofti setursins og hann ætlar einmitt að segja okkur frá nýrri sýningu sem var í starholunum þegar allt lokaðist um miðjan mars. Sýningin heitir „Fyrirheitna landið - Djöflaeyjan heimsótt á ný.“ Kjartan sagði okkur frá fleiru forvitnilegu sem verður í boði þetta sumar á Landnámssetrinu. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Finnur Dellsén dósent í heimspeki við Háskóla Íslands. Við fengum hann til að segja okkur hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.

Mannlegi þátturinn
Söguloftið, lesandi vikunnar o.fl.

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Jun 2, 2020


Við fengum til okkar góða gesti frá Landnámssetrinu í Borgarnesi. Kjartan Ragnarsson leikstjóra og Einar Kárason sem hefur tengst setrinu undanfarin ár með sýningum á Sögulofti setursins og hann ætlar einmitt að segja okkur frá nýrri sýningu sem var í starholunum þegar allt lokaðist um miðjan mars. Sýningin heitir „Fyrirheitna landið - Djöflaeyjan heimsótt á ný.“ Kjartan sagði okkur frá fleiru forvitnilegu sem verður í boði þetta sumar á Landnámssetrinu. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Finnur Dellsén dósent í heimspeki við Háskóla Íslands. Við fengum hann til að segja okkur hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.

Sögur af landi
Amman í búningunum. Út á túni. Kór eldriborgara á Höfn í Hornafirði.

Sögur af landi

Play Episode Listen Later Apr 3, 2020


Í þættinum er rætt við Eygló Egilsdóttur í Borgarnesi. Þegar barnabörnin hennar urðu að fara í sóttkví brá hún á það ráð að klæða sig upp sem allskonar furðuverur og banka á gluggann þeirra á hverjum degi. Bæði til að hafa ofan af fyrir þeim og sjálfri sér. Við sláum einnig á þráðinn til bóndans Sigrúnar Júníu Magnúsdóttur og forvitnumst um hlaðvarpsþáttinn Út á túni. Að lokum verður rifjað upp innslag sem flutt var í þessum þætti sumarið 2019, þar sem rætt var við meðlimi kórs eldri borgara á Höfn í Hornafirði um lífið og tilveruna. Efni í þáttinn unnu Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, Úlla Árdal og Rúnar Snær Reynisson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Sögur af landi
Amman í búningunum. Út á túni. Kór eldriborgara á Höfn í Hornafirði.

Sögur af landi

Play Episode Listen Later Apr 3, 2020


Í þættinum er rætt við Eygló Egilsdóttur í Borgarnesi. Þegar barnabörnin hennar urðu að fara í sóttkví brá hún á það ráð að klæða sig upp sem allskonar furðuverur og banka á gluggann þeirra á hverjum degi. Bæði til að hafa ofan af fyrir þeim og sjálfri sér. Við sláum einnig á þráðinn til bóndans Sigrúnar Júníu Magnúsdóttur og forvitnumst um hlaðvarpsþáttinn Út á túni. Að lokum verður rifjað upp innslag sem flutt var í þessum þætti sumarið 2019, þar sem rætt var við meðlimi kórs eldri borgara á Höfn í Hornafirði um lífið og tilveruna. Efni í þáttinn unnu Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, Úlla Árdal og Rúnar Snær Reynisson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

HÁLFVIDDAR
Barn í Borgarnesi

HÁLFVIDDAR

Play Episode Listen Later Mar 30, 2020 39:25


Uppvöxturinn, Martha systir og glæpirnir.

barn uppv borgarnesi
Mannlegi þátturinn
Siðmennt, samsöngur í Borgarnesi og hreyfiseðlar

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Mar 11, 2020 50:00


Félagið Siðmennt varð til í kringum fyrstu borgaralegu fermingarnar á Íslandi fyrir 30 árum. Félagið hefur stækkað á síðustu árum og nú fermast um 13 prósent fermingarbarna borgaralega. Siðmennt varð lífsskoðunarfélag þann í maí árið 2013. Síðan þá hefur félagið tífaldast að stærð og og það sama gildir um fjölda athafna á vegum þess. Við heyrðum í Ingu Auðbjörgu Straumland formanni Siðmenntar í þættinum í dag og fræddumst um félagið og starfsemi þess. Við slógum á þráðinn uppí Borgarnes og forvitnuðumst um samsöng sem þar fer fram alla miðvikudaga. Halldór Hólm Kristjánsson stendur fyrir þessu og spilar á gítarinn og hann tekur fram að ekki er um kórastarf að ræða heldur er þetta öllum opið og kemur hver sem vill og syngur með sínu nefi. Halldór var á línunni í þættinum. Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk ávísa nú í auknum mæli hreyfiseðlum eins og lyfseðlum því sýnt hefur verið fram á að hreyfing er góð meðferð við fjölmörgum sjúkdómum. Fimmtán hundruð manns fá ávísað slíkum seðlum á hverju ári. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Auði Ólafsdóttur, hreyfistjóra og verkefnisstjóra hreyfiseðla hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Heilsuvaktinni í dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

sams halld kristj baldursd fimmt berglj borgarnesi heilsug
Mannlegi þátturinn
Siðmennt, samsöngur í Borgarnesi og hreyfiseðlar

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Mar 11, 2020


Félagið Siðmennt varð til í kringum fyrstu borgaralegu fermingarnar á Íslandi fyrir 30 árum. Félagið hefur stækkað á síðustu árum og nú fermast um 13 prósent fermingarbarna borgaralega. Siðmennt varð lífsskoðunarfélag þann í maí árið 2013. Síðan þá hefur félagið tífaldast að stærð og og það sama gildir um fjölda athafna á vegum þess. Við heyrðum í Ingu Auðbjörgu Straumland formanni Siðmenntar í þættinum í dag og fræddumst um félagið og starfsemi þess. Við slógum á þráðinn uppí Borgarnes og forvitnuðumst um samsöng sem þar fer fram alla miðvikudaga. Halldór Hólm Kristjánsson stendur fyrir þessu og spilar á gítarinn og hann tekur fram að ekki er um kórastarf að ræða heldur er þetta öllum opið og kemur hver sem vill og syngur með sínu nefi. Halldór var á línunni í þættinum. Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk ávísa nú í auknum mæli hreyfiseðlum eins og lyfseðlum því sýnt hefur verið fram á að hreyfing er góð meðferð við fjölmörgum sjúkdómum. Fimmtán hundruð manns fá ávísað slíkum seðlum á hverju ári. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Auði Ólafsdóttur, hreyfistjóra og verkefnisstjóra hreyfiseðla hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Heilsuvaktinni í dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

sams halld kristj baldursd fimmt berglj borgarnesi heilsug
Mannlegi þátturinn
Siðmennt, samsöngur í Borgarnesi og hreyfiseðlar

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Mar 11, 2020


Félagið Siðmennt varð til í kringum fyrstu borgaralegu fermingarnar á Íslandi fyrir 30 árum. Félagið hefur stækkað á síðustu árum og nú fermast um 13 prósent fermingarbarna borgaralega. Siðmennt varð lífsskoðunarfélag þann í maí árið 2013. Síðan þá hefur félagið tífaldast að stærð og og það sama gildir um fjölda athafna á vegum þess. Við heyrðum í Ingu Auðbjörgu Straumland formanni Siðmenntar í þættinum í dag og fræddumst um félagið og starfsemi þess. Við slógum á þráðinn uppí Borgarnes og forvitnuðumst um samsöng sem þar fer fram alla miðvikudaga. Halldór Hólm Kristjánsson stendur fyrir þessu og spilar á gítarinn og hann tekur fram að ekki er um kórastarf að ræða heldur er þetta öllum opið og kemur hver sem vill og syngur með sínu nefi. Halldór var á línunni í þættinum. Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk ávísa nú í auknum mæli hreyfiseðlum eins og lyfseðlum því sýnt hefur verið fram á að hreyfing er góð meðferð við fjölmörgum sjúkdómum. Fimmtán hundruð manns fá ávísað slíkum seðlum á hverju ári. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Auði Ólafsdóttur, hreyfistjóra og verkefnisstjóra hreyfiseðla hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Heilsuvaktinni í dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

sams halld kristj baldursd fimmt berglj borgarnesi heilsug
Morgunútvarpið
19. feb. - Ganga, Kína, Barnaheill, málefni Maní og tækni

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Feb 19, 2020 130:00


Aron Breki Daníelsson og Benjamín Heimisson eru 18 ára gamlir og ætla að ganga frá Mosfellsbæ að Borgarnesi um helgina ásamt tveimur vinum sínum, alls um 100 km leið. Þeir áætla að gangan muni taka um 48 tíma en þetta gera þeir til að styrkja föður Benjamíns sem greindist með fjórða stigs krabbamein á dögunum. Þeir komu til okkar. Snorri Sigurðsson býr og starfar í Peking ásamt eiginkonu sinni Kolbrúnu Önnu Örlygsdóttur. Þau hjón hafa lítið farið að heiman undanfarnar vikur sökum Covid 19 veirunnar, en mælst er til þess að fólk sé lítið á ferðinni og vinnuveitandi Snorra óskaði eftir því að fólk ynni heima í stað þess að mæta á skrifstofuna. Við slógum á þráðinn til Kína og heyrðum af lífinu í skugga veirunnar. Barnaheill standa fyrir verkefninu Út að borða fyrir börnin sem hófst sl. helgi. Þær Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla og Linda Hrönn Þórisdóttir verkefnastjóri innlendra verkefna kíktu við hjá okkur og sögðu okkur frá þessu og fleiri verkefnum Barnaheilla sem leggja áherslu á vernd gegn ofbeldi á börnum. Við fjölluðum líka um mál Íranska transdrengins Maní Shahidi sem til stendur að vísa úr landi, en hann hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Hann var lagður inn á BUGL vegna andlegra veikinda og um átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista honum til stuðnings. Hanna Katrín Friðriksson tók málið upp á alþingi í gær og hún ræddi þetta við okkur og einnig Elínborg Harpa Önundardóttir frá samtökunum No Borders. Guðmundur Jóhannsson var á sínum stað með tíðindi af tækni og þar var Elon Musk í brennidepli. Tónlist: Klassart - Gamli grafreiturinn. John Mayer - Waiting on the world to change. Ásgeir Trausti - Upp úr moldinni. Madonna - Frozen. Glowie - Unlovable. Michael Kiwanuka - One more night. Bubbi Morthens - Fallegur dagur. Emilíana Torrini - Sunnyroad. Helgi Björns - Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker. Stevie Wonder - Superstition. GDNR - Lætur mig (ft. Flóni).

Morgunútvarpið
19. feb. - Ganga, Kína, Barnaheill, málefni Maní og tækni

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Feb 19, 2020


Aron Breki Daníelsson og Benjamín Heimisson eru 18 ára gamlir og ætla að ganga frá Mosfellsbæ að Borgarnesi um helgina ásamt tveimur vinum sínum, alls um 100 km leið. Þeir áætla að gangan muni taka um 48 tíma en þetta gera þeir til að styrkja föður Benjamíns sem greindist með fjórða stigs krabbamein á dögunum. Þeir komu til okkar. Snorri Sigurðsson býr og starfar í Peking ásamt eiginkonu sinni Kolbrúnu Önnu Örlygsdóttur. Þau hjón hafa lítið farið að heiman undanfarnar vikur sökum Covid 19 veirunnar, en mælst er til þess að fólk sé lítið á ferðinni og vinnuveitandi Snorra óskaði eftir því að fólk ynni heima í stað þess að mæta á skrifstofuna. Við slógum á þráðinn til Kína og heyrðum af lífinu í skugga veirunnar. Barnaheill standa fyrir verkefninu Út að borða fyrir börnin sem hófst sl. helgi. Þær Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla og Linda Hrönn Þórisdóttir verkefnastjóri innlendra verkefna kíktu við hjá okkur og sögðu okkur frá þessu og fleiri verkefnum Barnaheilla sem leggja áherslu á vernd gegn ofbeldi á börnum. Við fjölluðum líka um mál Íranska transdrengins Maní Shahidi sem til stendur að vísa úr landi, en hann hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Hann var lagður inn á BUGL vegna andlegra veikinda og um átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista honum til stuðnings. Hanna Katrín Friðriksson tók málið upp á alþingi í gær og hún ræddi þetta við okkur og einnig Elínborg Harpa Önundardóttir frá samtökunum No Borders. Guðmundur Jóhannsson var á sínum stað með tíðindi af tækni og þar var Elon Musk í brennidepli. Tónlist: Klassart - Gamli grafreiturinn. John Mayer - Waiting on the world to change. Ásgeir Trausti - Upp úr moldinni. Madonna - Frozen. Glowie - Unlovable. Michael Kiwanuka - One more night. Bubbi Morthens - Fallegur dagur. Emilíana Torrini - Sunnyroad. Helgi Björns - Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker. Stevie Wonder - Superstition. GDNR - Lætur mig (ft. Flóni).

Sögur af landi
Flugsafn Íslands. Borgarnes borðar saman. Konur í slökkviliðinu

Sögur af landi

Play Episode Listen Later Feb 14, 2020


Í þessum þætti af Sögum af landi förum við í heimsókn á Flugsafn Íslands, er þar er meðal annars að finna hina þekktu björgunarþyrlu TF SIF. Í þættinum verður einnig spjallað um lítið samfélagsverkefni á Borgarnesi sem gengur út á að bæjarbúar hittast og borða saman kvöldmat. Að lokum verður rætt við tvær konur í slökkviliðinu á Akureyri en átak hefur verið gert í að fá fleiri konur til starfa á slökkvistöðvum landsins. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Óðinn Svan Óðinsson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Sögur af landi
Flugsafn Íslands. Borgarnes borðar saman. Konur í slökkviliðinu

Sögur af landi

Play Episode Listen Later Feb 14, 2020


Í þessum þætti af Sögum af landi förum við í heimsókn á Flugsafn Íslands, er þar er meðal annars að finna hina þekktu björgunarþyrlu TF SIF. Í þættinum verður einnig spjallað um lítið samfélagsverkefni á Borgarnesi sem gengur út á að bæjarbúar hittast og borða saman kvöldmat. Að lokum verður rætt við tvær konur í slökkviliðinu á Akureyri en átak hefur verið gert í að fá fleiri konur til starfa á slökkvistöðvum landsins. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Óðinn Svan Óðinsson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Mannlegi þátturinn
Á slóðum Agnesar, útfararþjónusta á Ströndum og antik

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Feb 4, 2020 50:00


Við fjölluðum um daginn um sýninguna Öxin, Agnes og Friðrik, þar sem Magnús Ólafsson rekur sögu þessarar síðustu aftöku á Íslandi í Sögusafninu í Borgarnesi. Náðarstund fyrir norðan er þriggja daga ferð með Ferðafélagi Íslands þar sem ekið er um þær slóðir þar sem Agnes Magnúsdóttir dvaldi, ýmist sem vinnuhjú eða fangi, á meðan hún beið aftöku sinnar. Með bókina Náðarstund eftir Hannah Kent í farteskinu er sögusviðið skoðað, ferðast tvær aldir aftur í tímann og farið í spor þeirra sem lifðu þessa atburði. Við fengum Sigrúnu Valbergsdóttur, leikstjóra, sem er fararstjóri í ferðinni til að segja okkur frá þessari ferð. Að geta leitað til útfararþjónustu þykur flestum nú á dögum sjálfsagt mál en í fámennum sveitarfélögum er líklega erfiðara að veita slíka þjónustu en í fjölmennum bæjum og borgum. Á Ströndum var stofnuðu útfararþjónusta fyrir örfáum árum og Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Viðar Guðmundsson kórstjóra sem ásamt Ingibjörgu Sigurðardóttur meðhjálpara Hólmavíkurkirkju og útfararstjóra. Antiksalinn Jónas Ragnar Halldórsson hefur verið nokkra áratugi í Antikbransanum og segir að unga fólkið vilji 80?s húsgögn í dag sem séu enn ódýr. Hann segir að fleiri og fleiri velji að kaupa notað, ungt fólk og eldra fólk. VIð heimsóttum Jónas og þessar 14 stofuklukkur í búðinni hjá honum láta í sér heyra í viðtalinu sem við heyrðum í þættinum í dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Á slóðum Agnesar, útfararþjónusta á Ströndum og antik

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Feb 4, 2020


Við fjölluðum um daginn um sýninguna Öxin, Agnes og Friðrik, þar sem Magnús Ólafsson rekur sögu þessarar síðustu aftöku á Íslandi í Sögusafninu í Borgarnesi. Náðarstund fyrir norðan er þriggja daga ferð með Ferðafélagi Íslands þar sem ekið er um þær slóðir þar sem Agnes Magnúsdóttir dvaldi, ýmist sem vinnuhjú eða fangi, á meðan hún beið aftöku sinnar. Með bókina Náðarstund eftir Hannah Kent í farteskinu er sögusviðið skoðað, ferðast tvær aldir aftur í tímann og farið í spor þeirra sem lifðu þessa atburði. Við fengum Sigrúnu Valbergsdóttur, leikstjóra, sem er fararstjóri í ferðinni til að segja okkur frá þessari ferð. Að geta leitað til útfararþjónustu þykur flestum nú á dögum sjálfsagt mál en í fámennum sveitarfélögum er líklega erfiðara að veita slíka þjónustu en í fjölmennum bæjum og borgum. Á Ströndum var stofnuðu útfararþjónusta fyrir örfáum árum og Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Viðar Guðmundsson kórstjóra sem ásamt Ingibjörgu Sigurðardóttur meðhjálpara Hólmavíkurkirkju og útfararstjóra. Antiksalinn Jónas Ragnar Halldórsson hefur verið nokkra áratugi í Antikbransanum og segir að unga fólkið vilji 80?s húsgögn í dag sem séu enn ódýr. Hann segir að fleiri og fleiri velji að kaupa notað, ungt fólk og eldra fólk. VIð heimsóttum Jónas og þessar 14 stofuklukkur í búðinni hjá honum láta í sér heyra í viðtalinu sem við heyrðum í þættinum í dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Á slóðum Agnesar, útfararþjónusta á Ströndum og antik

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Feb 4, 2020


Við fjölluðum um daginn um sýninguna Öxin, Agnes og Friðrik, þar sem Magnús Ólafsson rekur sögu þessarar síðustu aftöku á Íslandi í Sögusafninu í Borgarnesi. Náðarstund fyrir norðan er þriggja daga ferð með Ferðafélagi Íslands þar sem ekið er um þær slóðir þar sem Agnes Magnúsdóttir dvaldi, ýmist sem vinnuhjú eða fangi, á meðan hún beið aftöku sinnar. Með bókina Náðarstund eftir Hannah Kent í farteskinu er sögusviðið skoðað, ferðast tvær aldir aftur í tímann og farið í spor þeirra sem lifðu þessa atburði. Við fengum Sigrúnu Valbergsdóttur, leikstjóra, sem er fararstjóri í ferðinni til að segja okkur frá þessari ferð. Að geta leitað til útfararþjónustu þykur flestum nú á dögum sjálfsagt mál en í fámennum sveitarfélögum er líklega erfiðara að veita slíka þjónustu en í fjölmennum bæjum og borgum. Á Ströndum var stofnuðu útfararþjónusta fyrir örfáum árum og Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Viðar Guðmundsson kórstjóra sem ásamt Ingibjörgu Sigurðardóttur meðhjálpara Hólmavíkurkirkju og útfararstjóra. Antiksalinn Jónas Ragnar Halldórsson hefur verið nokkra áratugi í Antikbransanum og segir að unga fólkið vilji 80?s húsgögn í dag sem séu enn ódýr. Hann segir að fleiri og fleiri velji að kaupa notað, ungt fólk og eldra fólk. VIð heimsóttum Jónas og þessar 14 stofuklukkur í búðinni hjá honum láta í sér heyra í viðtalinu sem við heyrðum í þættinum í dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Sjálfsfróun, Magnús Ólafsson og Þorbjörg lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Jan 20, 2020 55:00


Sviðslistakonan Íris Stefanía Skúladóttir hefur fjallað mikið um kynveru kvenna og sjálfsfróun í verkum sínum og þessa dagana er hún á ferðinni vopnuð upptökutæki og ræðir við eldri konur um kynlíf, unað, þrár, tabú, skömm og allt það sem konur hafa þurft að glíma við í tengslum við kynlíf í gegnum tíðina. Afrakstur hennar rannsóknarvinnu verður kynntur til sögunnar næstu þrjá laugardaga kl.14 í Útvarpsleikhúsinu. Íris kom í þáttinn í dag. 12.janúar voru liðin 190 ár upp á dag frá því að síðasta aftakan fór fram á Íslandi. Þá lét Björn Blöndal sýslumaður hálshöggva þau Agnesi Magnúsdóttur og Friðrik Sigurðsson. Magnús ólafsson fyrrverandi bóndi á Sveinsstöðum í Vatnsdal gjörþekkir þessa örlagasögu. Hann hefur á undanförnum árum farið með gesti í hestaferðir um sögusvið Illugastaðamorðanna, og sagt söguna þar sem atburðirnir gerðust. Magnús frumsýndi frásögnina Öxin,Agnes og Friðrik á Söguloftinu í Landnámssetrinu í Borgarnesi nákvæmlega þegar 190 ár upp á klukkutíma voru liðin frá aftökunni. Fjölskylda Magnúsar tengist þessum voða atburðum persónulega. Magnús sagði frá í þættinum í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Þorbjörg Matthíasdóttir, bókmenntafræðingur og bókavörður í Borgarholtsskóla. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Sjálfsfróun, Magnús Ólafsson og Þorbjörg lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Jan 20, 2020


Sviðslistakonan Íris Stefanía Skúladóttir hefur fjallað mikið um kynveru kvenna og sjálfsfróun í verkum sínum og þessa dagana er hún á ferðinni vopnuð upptökutæki og ræðir við eldri konur um kynlíf, unað, þrár, tabú, skömm og allt það sem konur hafa þurft að glíma við í tengslum við kynlíf í gegnum tíðina. Afrakstur hennar rannsóknarvinnu verður kynntur til sögunnar næstu þrjá laugardaga kl.14 í Útvarpsleikhúsinu. Íris kom í þáttinn í dag. 12.janúar voru liðin 190 ár upp á dag frá því að síðasta aftakan fór fram á Íslandi. Þá lét Björn Blöndal sýslumaður hálshöggva þau Agnesi Magnúsdóttur og Friðrik Sigurðsson. Magnús ólafsson fyrrverandi bóndi á Sveinsstöðum í Vatnsdal gjörþekkir þessa örlagasögu. Hann hefur á undanförnum árum farið með gesti í hestaferðir um sögusvið Illugastaðamorðanna, og sagt söguna þar sem atburðirnir gerðust. Magnús frumsýndi frásögnina Öxin,Agnes og Friðrik á Söguloftinu í Landnámssetrinu í Borgarnesi nákvæmlega þegar 190 ár upp á klukkutíma voru liðin frá aftökunni. Fjölskylda Magnúsar tengist þessum voða atburðum persónulega. Magnús sagði frá í þættinum í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Þorbjörg Matthíasdóttir, bókmenntafræðingur og bókavörður í Borgarholtsskóla. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Segðu mér
Anna Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri hjá Advania

Segðu mér

Play Episode Listen Later Sep 4, 2019 40:00


Anna Björk segir að foreldrar hennar hafi sagt henni að elta drauma sína og sem hún hún og gerði. Hún fór ásamt manni sínum til Ungverjalands í skóla og stefndi á myndlistarnám en snéri við blaðinu og fór í íþróttafræði, en segir brosandi að hún hafi svo endað í viðskiptum og þykir sérlega skemmtilegt að hjálpa fólki að sjá hlutina, miðla og kenna. Mydndlistardraumurinn hefur þó alltaf verið til staðar og þegar hún flutti í Borgarnes 1994 á fullorðins aldri var hún dregin inn í nýstofnað Handverksfélagið Hnokka, hvarhún fór á málaranámskeið og tók þátt í samsýningu í Reykholti m.a. Þessar tilraunir þá urðu til þess að hún fór að keyra vikulega í Myndlistaskólann í Reykjavík, þar sem húnsótti öll námskeið sem í boði voru næstu árin í teikningu, módelteikningu og síðar olíumálun. Þegar örverpið fæddist svo 2011 hætti hún að mála vegna tímaleysis og vegna þess hve erfitt er að vera með olíulitina upp um allt í íbúð með ungabarni. Þá fór hún aftur að prófa vatnslitina, sem hægt er að grípa í hvenær sem er og án mikils umstangs og komst að því sem auðvitað er raunin; þeir eru ekki eins einfaldir og þeir virðast í fyrstu. Þú veist aldrei alveg hvernig útkoman verður og færð ekki margar tilraunir, því erfitt er að leiðrétta mistök. Hins vegar eru þeir svo gefandi einmitt vegna þessa og vegna þeirrar einstöku birtu og flæði lita sem hægt er að skapa með þeim. Anna segir brosandi að henni finnst hún vera aftur orðin sjö ára þegar hún fór að leika mér með liti og vatn og endurupplifi og ferðast um æskuslóðir og minningar með því að mála þær. Hún verður með sýningu í Safnahúsið í Borgarnesi í september.

Morgunútvarpið
Iðnbylting, umferðartafir, kántrý, Mike Pence og tækni

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Sep 4, 2019 130:00


Fjórða iðnbyltingin gæti einfaldað nýsköpun á landsbyggðinni. Ráðstefna um komandi tækifæri dreifðra byggða fer samtímis fram á sex stöðum á landinu á morgun, í Borgarnesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Reyðarfirði og Selfossi, og verður streymt milli staða. Arna Lára Jónsdóttir, verkefnastjóri ráðstefnunnar, var á línunni. Gríðarleg sóun á tíma og fjármunum á sér stað í öllum þeim umferðartöfum sem vegfarendur verða fyrir í höfuðborginni. Með því minnka umferðartafir um 15 prósent með ljósastýringu má skila heimilum og fyrirtækjum um áttatíu milljörðum, samkvæmt mati Samtaka iðnaðarins. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, kom til okkar og á línunni var Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags og samgönguráðs, Reykjavíkur. Íslenska sveitasöngvahátíðin Icelandic Country Music Festival fer fram í Hvíta húsinu á Selfossi um helgina. Þar troða upp innlendir og erlendir listamenn íslenskum kántrýáhugamönnum til ánægju. Við forvitnuðumst um íslenska kántrý stemmingu og spjölluðum við Axel Ómarsson sveitasöngvara. Varaforseti Bandaríkjanna verður á landinu í dag. Mike Pence hittir forsetann, utanríkisráðherra og borgarstjóra. Hann fundar einnig með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Koma Pence hefur verið gagnrýnd vegna skoðana hans, en hvaða þýðingu hefur hún fyrir Ísland? Til okkar komu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna. Guðmundur Jóhannsson mætti í sitt vikulega tæknispjall og fjallaði m.a. um sjónvörp og snjall barnavagna. Tónlist: Thin Jim and the Castaways - Brotnar myndir. Amy Winehouse - Back to black. Mono Town - Peacemaker. Kirstin Hersh og Michael Stipe - Your ghost. Axel O og Co - Drinkers and thinkers. Selma Björnsdóttir - If I had your love. Dire Straits - Money for nothing. Liam Gallagher - One of us. Klassart - Gamli grafreiturinn.

Segðu mér
Anna Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri hjá Advania

Segðu mér

Play Episode Listen Later Sep 4, 2019


Anna Björk segir að foreldrar hennar hafi sagt henni að elta drauma sína og sem hún hún og gerði. Hún fór ásamt manni sínum til Ungverjalands í skóla og stefndi á myndlistarnám en snéri við blaðinu og fór í íþróttafræði, en segir brosandi að hún hafi svo endað í viðskiptum og þykir sérlega skemmtilegt að hjálpa fólki að sjá hlutina, miðla og kenna. Mydndlistardraumurinn hefur þó alltaf verið til staðar og þegar hún flutti í Borgarnes 1994 á fullorðins aldri var hún dregin inn í nýstofnað Handverksfélagið Hnokka, hvarhún fór á málaranámskeið og tók þátt í samsýningu í Reykholti m.a. Þessar tilraunir þá urðu til þess að hún fór að keyra vikulega í Myndlistaskólann í Reykjavík, þar sem húnsótti öll námskeið sem í boði voru næstu árin í teikningu, módelteikningu og síðar olíumálun. Þegar örverpið fæddist svo 2011 hætti hún að mála vegna tímaleysis og vegna þess hve erfitt er að vera með olíulitina upp um allt í íbúð með ungabarni. Þá fór hún aftur að prófa vatnslitina, sem hægt er að grípa í hvenær sem er og án mikils umstangs og komst að því sem auðvitað er raunin; þeir eru ekki eins einfaldir og þeir virðast í fyrstu. Þú veist aldrei alveg hvernig útkoman verður og færð ekki margar tilraunir, því erfitt er að leiðrétta mistök. Hins vegar eru þeir svo gefandi einmitt vegna þessa og vegna þeirrar einstöku birtu og flæði lita sem hægt er að skapa með þeim. Anna segir brosandi að henni finnst hún vera aftur orðin sjö ára þegar hún fór að leika mér með liti og vatn og endurupplifi og ferðast um æskuslóðir og minningar með því að mála þær. Hún verður með sýningu í Safnahúsið í Borgarnesi í september.

Morgunútvarpið
Iðnbylting, umferðartafir, kántrý, Mike Pence og tækni

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Sep 4, 2019


Fjórða iðnbyltingin gæti einfaldað nýsköpun á landsbyggðinni. Ráðstefna um komandi tækifæri dreifðra byggða fer samtímis fram á sex stöðum á landinu á morgun, í Borgarnesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Reyðarfirði og Selfossi, og verður streymt milli staða. Arna Lára Jónsdóttir, verkefnastjóri ráðstefnunnar, var á línunni. Gríðarleg sóun á tíma og fjármunum á sér stað í öllum þeim umferðartöfum sem vegfarendur verða fyrir í höfuðborginni. Með því minnka umferðartafir um 15 prósent með ljósastýringu má skila heimilum og fyrirtækjum um áttatíu milljörðum, samkvæmt mati Samtaka iðnaðarins. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, kom til okkar og á línunni var Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags og samgönguráðs, Reykjavíkur. Íslenska sveitasöngvahátíðin Icelandic Country Music Festival fer fram í Hvíta húsinu á Selfossi um helgina. Þar troða upp innlendir og erlendir listamenn íslenskum kántrýáhugamönnum til ánægju. Við forvitnuðumst um íslenska kántrý stemmingu og spjölluðum við Axel Ómarsson sveitasöngvara. Varaforseti Bandaríkjanna verður á landinu í dag. Mike Pence hittir forsetann, utanríkisráðherra og borgarstjóra. Hann fundar einnig með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Koma Pence hefur verið gagnrýnd vegna skoðana hans, en hvaða þýðingu hefur hún fyrir Ísland? Til okkar komu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna. Guðmundur Jóhannsson mætti í sitt vikulega tæknispjall og fjallaði m.a. um sjónvörp og snjall barnavagna. Tónlist: Thin Jim and the Castaways - Brotnar myndir. Amy Winehouse - Back to black. Mono Town - Peacemaker. Kirstin Hersh og Michael Stipe - Your ghost. Axel O og Co - Drinkers and thinkers. Selma Björnsdóttir - If I had your love. Dire Straits - Money for nothing. Liam Gallagher - One of us. Klassart - Gamli grafreiturinn.

Morgunútvarpið
Kjarnakonur, töfrakaffi, máva árás, enski boltinn og tækni

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jul 31, 2019 130:00


Lögfræðinám á veturna, en hellulögn á sumrin. Klara Ósk Kristinsdóttir er í átta kvenna vinnuflokki Sigur-garða sem vakið hefur athygli í Borgarnesi en þær vinna hörðum höndum með samstarfsmönum sínum við hellulagnir o.fl.. Við hringdum í Klöru Ósk og heyrpum í henni hljóðið áður en vinnudagurinn hófst. Auglýsingar fyrir svokallað töfrakaffi hafa verið fyrirferðarmiklar á samfélagsmiðlun undanfarið, en kaffið er sagt auka orku, stuðla að þyngdartapi og bæta geð. Kaffið inniheldur hins vegar örvandi efni og nú hefur Matvælastofnun, að höfðu samráði við Lyfjaeftirlit Íslands, varað við neyslu þess. Skúli Skúlason, stjórnarformaður lyfjaeftirlitsins kom til okkar og fór betur yfir þetta. Tvær konur voru fluttar á sjúkrahús eftir árás máva á hestafólk á Mánagrund á Suðurnesjum. Mávarnir drituðu skít yfir fólkið og voru árásargjarnir. Konurnar duttu af hestum sínum og fengu höfuðhögg og aðra áverka þegar þeir fældust. Við veltum fyrir okkur hvort þessi hegðun er eðlileg meðal máva? Jóhann Óli Hilmarsson, fuglaáhugamaður og fyrrum formaður félagsins Fuglaverndar var á línunni. Nú styttist í að enski boltinn fari að rúlla að nýju og margir orðnir spenntir. Íslendingar hafa alltaf verið duglegir að fylgjast með enska boltanum og eru ástríðufullir áhangendur. Sjónvarp Símans mun senda ensku deildina út í vetur og þau Tómas Þór Þórðarsson og Margrét Lára Viðarsdóttir kíktu við hjá okkur í boltaspjall, en þau eru í teyminu sem mun fjalla um enska boltann í vetur. Á miðvikudögum tölum við um tækni og þar er okkar maður Guðmundur Jóhannsson sem mætir með tæknifróðleik í farteskinu. Hann fjallaði m.a. um snjallbleyjur í dag. Tónlist: Lay Low - By and by. Warmland - Further. Kim Larsen - De smukke unge mennesker. Empire of the sun - Walking on a dream. Páll Óskar - La Dolce Vita. Justin Timberlake - Say something (ft. Chris Stapleton). Rick Astley - Never gonna give you up. OMAM - Wild roses.

Sunnudagssögur
Guðbrandur Árni Ísberg og Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir

Sunnudagssögur

Play Episode Listen Later Jun 23, 2019 135:00


Guðbrandur Árni Ísberg sálfræðingur sagði frá uppvextinum í vesturbæ reykjavíkur, námsferlinum dvöl í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Danmörku þar sem hann var bæði í námi og starfi. Hann ræddi áhugamálin, starfið sem sálfræðingur og nýju bókina sem hann var að senda frá sér og fjallar um skömmina. Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir sagði frá uppvextinum í Borgarnesi, nátturinni þar, námi, sundiðkun, fjölskyldu og áhugamálum. Hún sagði frá lífsreynslunni við að láta gera sig gjaldþrota, hvernig hún ásamt eiginmanni tókst á við þá erfiðleika, áskoruunum eftir það og heimsreislu fjölskyldunnar.

gu hann bandar danm borgarnesi sigurgeirsd
Sunnudagssögur
Guðbrandur Árni Ísberg og Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir

Sunnudagssögur

Play Episode Listen Later Jun 23, 2019


Guðbrandur Árni Ísberg sálfræðingur sagði frá uppvextinum í vesturbæ reykjavíkur, námsferlinum dvöl í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Danmörku þar sem hann var bæði í námi og starfi. Hann ræddi áhugamálin, starfið sem sálfræðingur og nýju bókina sem hann var að senda frá sér og fjallar um skömmina. Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir sagði frá uppvextinum í Borgarnesi, nátturinni þar, námi, sundiðkun, fjölskyldu og áhugamálum. Hún sagði frá lífsreynslunni við að láta gera sig gjaldþrota, hvernig hún ásamt eiginmanni tókst á við þá erfiðleika, áskoruunum eftir það og heimsreislu fjölskyldunnar.

gu hann bandar danm borgarnesi sigurgeirsd
Sunnudagssögur
Guðbrandur Árni Ísberg og Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir

Sunnudagssögur

Play Episode Listen Later Jun 23, 2019


Guðbrandur Árni Ísberg sálfræðingur sagði frá uppvextinum í vesturbæ reykjavíkur, námsferlinum dvöl í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Danmörku þar sem hann var bæði í námi og starfi. Hann ræddi áhugamálin, starfið sem sálfræðingur og nýju bókina sem hann var að senda frá sér og fjallar um skömmina. Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir sagði frá uppvextinum í Borgarnesi, nátturinni þar, námi, sundiðkun, fjölskyldu og áhugamálum. Hún sagði frá lífsreynslunni við að láta gera sig gjaldþrota, hvernig hún ásamt eiginmanni tókst á við þá erfiðleika, áskoruunum eftir það og heimsreislu fjölskyldunnar.

gu hann bandar danm borgarnesi sigurgeirsd
Mannlegi þátturinn
Haukur Harðarson og hreyfilistin og Margrét Rósa

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Jun 21, 2019 55:00


Að kvöldi 17.júní var hin frábæra íslenska kvikmynd Stuðmanna, Með allt á hreinu, sýnd á RÚV. Það var virkilega gaman að rifja hana aftur upp, frábær tónlist og stórskemmtilegur húmor sem hefur staðist tímans tönn. Í eftirminnilegu atriði í myndinni syngja Stuðmenn um stóreflis UFO sem af himnum ofan datt og astraltertugubb. Í því atriði léku tvíburabræðurnir Hörður og Haukur Harðarsynir geimverurnar sem komu með UFO-inu. Þeir voru landsþekktir, léku einnig í Hrafninn flýgur, voru með listasýningar þar sem þeir sýndu meðal annars hreyfilist, þróuðu eigin sjálfsvarnarlist, Kimewasa og margt fleira. En svo hurfu þeir af sjónarsviðinu, eða hvað? Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Haukur Harðarson, annar þeirra bræðra. Í matarspjalli dagsins ræddum við við Margréti Rósu Einarsdóttur sem hefur verið í veitingabransanum lengi og veit nákvæmlega hvernig á að reka góðan veitingastað . Í dag er hún hótelstjóri á hótel Glym og einnig rekur hún kaffihúsið Englendingavík í Borgarnesi. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR

Dr. Football
Vikulokin - Saga úr Borgarnesi og allt það helsta úr heimi fótboltans

Dr. Football

Play Episode Listen Later Apr 5, 2019 55:59


Doc, Stjáni og Mike fóru yfir stöðuna.

Mannlegi þátturinn
Póstkort frá Spáni,yfirlæknir á Vogi og Elín Matthildur björgunarsveit

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Mar 20, 2019 55:00


MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 20.MARS 2019 UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Á undanförnum 40 árum hafa rúmlega 25 þúsund einstaklingar farið í meðferð á sjúkrahúsið Vog, eða 7,4 % núlifandi Íslendinga 15 ára og eldri. Í fyrra voru 2.275 innritanir á Vog og meðallegudagar sjúklinga voru 9,63 dagar. Í vímuefnagreiningu SÁÁ má sjá að neysluminstur þeirra sem hafa farið í meðferð hefur breyst talsvert á undanförnum 20 árum, árið 1995 voru tveir þriðju sem komu á Vog þar vegna áfengisneyslu, en sú tala hefur lækkað um meira en helming á sama tíma og neysla harðari efna hefur aukist talsvert, eins og til dæmis kókaíns og ópíóða. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, kemur í þáttinn í dag og fer með okkur yfir stöðuna og þróunina á undanförnum 40 árum. Næstkomandi föstudag verður haldið upp á 70 ára slysavarna- og björgunarstarf í Borgarnesi - og sama dag verður tekin skóflustunga að nýju og glæsilegu björgunarhúsi. Það er í sjálfu sér merkilegt að lítil björgunarsveit ráðist í svo miklar framkvæmdir en okkur skilst að menn séu bjartsýnir í Borgarnesi. Töluverð endurnýjun hefur verið í sveitinni undanfarin misseri og fyrst og fremst hefur það verið fólk á miðjum aldri sem hefur verið að ganga í sveitina, sem er áhugavert. Póstkort frá Spáni heita pistlarnir sem Magnús R. Einarsson mun senda okkur næstu vikur og mánuði, en hann fluttist til Alicante fyrir skemmstu. Í fyrsta pistlinum segir hann frá lífinu í borginni og hvernig það er að vera nánast mállaus að bagsa við að fá kennitölu og opna bankareikning til þess að geta fengið internet í íbúðina sem hann leigir.

mars magn alicante einarsson vog valger matthildur yfirl borgarnesi
Mannlegi þátturinn
Jósefína í Borgarfirði,Halli Reynis og skyndihjálp

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Mar 13, 2019 55:41


Page Break MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 13.MARS 2019 UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Myndlistarkonan Josefina Morell hefur búið á Giljum í Hálsasveit í Borgarfirði síðan 1998, en hún vann fyrir sér fyrstu árin við hestatamningar en er nú skólabílstjóri og rekur hestaleigu ásamt manni sínum Einari. Josefina opnar sýningu í Hallsteinssal í Safnahúsinu í Borgarnesi á föstudaginn undir heitinu Litir Borgarfjarðar. Í myndlistinni hefur hún gaman af að prófa sig áfram með allskonar efnivið og leggur áherslu á að vinna sem mest með náttúruleg efni, gjarnan eitthvað sem talið er hálf verðlaust, sem hún finnur í næsta nágrenni, eins og steina, hrútahauskúpur, hunda- og tófuhári og fleiru. Við spjöllum við Josefinu í þættinum í dag. Halli Reynis söngvaskáld og trúbador mætir á sagnakaffi í kvöld í Gerðubergi með kassagítarinn sinn. Hann skemmtir með söng og sögum af fólki sem hann hefur hitt gegnum tíðina og hafa gefið honum ástæðu til að semja lög og texta. Inn í þetta blandast sögur af ferðalögum en einmitt á ferðum sínum hefur hann hitt margt af þessu fólki. Halli kennir tónlist en hann lauk B.ed. gráðu í tónlistarkennslu vorið 2012 frá Háskóla Íslands og 2014 lauk hann meistaranámi sem tónlistar- og leiklistarkennari frá HÍ. Allir ættu að fara á námskeið í skyndihjálp segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, leiðbeinandi í skyndihjálp hjá Rauða krossinum. Hún segir að einnig ætti að kenna skyndihjálp í grunnskólum því það hafi sýnt sig að börn geta bjargað mannslífum. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Þóru Kristínu á Heilsuvaktinni í dag.

Mannlegi þátturinn
Margrét kaupfélagsstjóri, Björgvin Franz og björgunarsveitarhundar

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Mar 12, 2019 55:00


Margrét Katrín Guðnadóttir hefur verið ráðin í starf kaupfélagsstjóra Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi og mun taka við starfinu 1. júní næstkomandi. Margrét verður fyrsta konan til að gegna starfi kaupfélagsstjóra KB í 115 ára sögu félagsins. Við slógum á þráðinn til hennar í Borgarnes í dag. Björgvin Franz Gíslason hefur leikið Ragga Bjarna og fleiri hlutverk í yfir 200 sýningum á Ellý í Borgarleikhúsinu. Nú undirbý hann sig fyrir frumsýningu á söngleiknum Matthildur þar sem hann leikur skólastýruna Karítas Mínherfu, sem er víst hreinasta martröð. Björgvin kom í heimsókn í þáttinn og sagði okkur frá þessum ólíku hlutverkum sem hann spreytir sig á þessa dagana og. Fjölmargar björgunarsveitir eru starfandi víðsvegur um landið og með þeim starfa um 20 björgunarsveitarhundar og þótt hundarnir séu miklum meðfæddum hæfileikum búnir þarf að þjálfa þá og til þess þarf þolinmæði og mikla kunnáttu. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Björk Ingvarsdóttur sem starfar með Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík og þjálfar labradorhundinn Tinnu sem er tilvonanadi björgunarsveitarhundur. Með Björk í för var formaður Dagrenningar Sigurður Vilhjálmsson sem sagði frá störfum sveitarinnar. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Kynjamunur í fíknivanda, Alvöru búðin og Bjarni lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Feb 25, 2019 56:07


Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur undanfarin ár bent á skort á mikilvægi kynjamunar í tengslum við fíknivanda og áföll í rannsóknum og skýringalíkönum á neysluvanda. Drögum kynjatjöldin frá: Til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn, er yfirskrift ráðstefnu sem haldin er á Hótel Natura í vikunni í samvinnu Rannsóknastofu í jafnréttisfræðum (RIKK), Rótarinnar, Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Jafnréttisstofu.Þær Kristín I. Pálsdóttir, verkefnisstjóri hjá RIKK og Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði komu í þáttinn og sögðu frá ráðstefnunni. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Bjarni Harðarson, rithöfundur og bóksali, en hann undirbýr nú viðburð um Njálu sem verður í Landnámssetrinu í Borgarnesi sem við fengum hann til að segjafrá. Svo auðvitað fengum við að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann er að lesa þessa dagana og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. Og hann var ekki eini Árnesingurinn sem kemur við sögu í þessum þætti - því við heimsóttum afar forvitnilega verslun á Selfossi sem heitir Alvöru búðin - og reyndar heitir hún ekki bara Alvörubúðin heldur líka hannyrðabúðin og er elskuð af viðskipavinum um allt land. Þar ráða ríkjum þær Alda Sigurðardóttir og Þóra Þórarinsdóttir. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL

Morgunvaktin
Erlendir milliliðir stórhagnast á íslenskri ferðaþjónustu

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Feb 1, 2019 130:00


Sjálfsagt þekkja fremur fáir Íslendingar fyrirtækið Arctic Adventures. Það er engu að síður stórt og öflugt með um sjö milljarða króna veltu og 300 starfsmenn. Arctic Adventures veitir erlendum ferðamönnum afþreyingarþjónustu af ýmsu tagi, svo sem jöklaferðir, íshellaskoðun, hvalaskoðun og flúðasiglingar. Þá á fyrirtækið hótel. Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Arctic Adventures, var gestur okkar og Kristjáns Sigurjónssonar í ferðaspjalli dagsins eftir átta fréttirnar. Við heyrðum mat Jóns Þórs á stöðunni í ferðaþjónustunni og af áformum um skráningu á hlutabréfamarkað. Jón Þór lýsti því hvernig erlendir milliliðir stórhagnast á íslenskri ferðaþjónustu í gegnum bókunarvefi. - Við ræðum þingmálin í vikunni með Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur. Margt hefur verið rætt og áhugaverð mál lögð fram - þó enn sé loft lævi blandið. Svo minntumst við þess að í dag eru 10 ár liðin frá því minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna tók við og Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráðherra, fyrst kvenna á Íslandi. - Á síðustu áratugum hafa Íslendingar af meiri þunga og áhuga en áður rannsakað, skrifað um og hugleitt tengslin við Kelta og lönd þeirra á Írlandi, Skotlandi og eyjunum þar í kring. Margir hafa komið þar að, fræðimenn, rithöfundar og áhugafólk. Hallar ekki á neinn þó við nefnum þar sérstaklega Vilborgu Davíðsdóttur, sem skrifað hefur skáldsögur, þar sem þessi tengsl eru söguefni eða í bakgrunni. Þekktastur er þríleikur hennar um Auði djúpúðgu Ketilsdóttur. Þá sögu rekur hún líka á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi. Vilborg talaði um söguleg tengsl Íslendinga við Kelta á fyrri öldum og hvernig þessi menningararfur birtist hér. - Tónlist: The Ink spots - I'll never smile again; Norah Jones - Come rain or come shine; Keith Jarrett - My wild Irish rose.

Segðu mér
Theódór Kr Þórðarson

Segðu mér

Play Episode Listen Later Jan 29, 2019 40:00


Theódór sem alltaf er kallaður Teddi lögga er nýhættur störfum fyrir Lögregluna á Vesturlandi eftir tæplega fjörutíu ára þjónustu. Hann segir í þættinum frá þessum tímamótum en hann hefur einnig fjölberytt áhugamál sem snúa að leiklist,flugi og ljósmyndum. Theódór stendur núna þessa dagana á Söguloftinu í Borgarnesi og segir sögur af fólki og sjálfum sér og segist líða vel á sviðinu.

arson hann borgarnesi vesturlandi
Morgunútvarpið
Kokkalandsliðið, hákarlanammi, kannabis, samfélagsmiðlafíkn o.fl.

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Nov 26, 2018 120:00


Íslenska kokkalandsliðinu hefur gengið vel á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í Lúxemborg. Að baki liggur mikill undirbúningur og uppskeran því sérlega ánægjuleg. Við slógum á þráðinn til Lúxemborgar og heyrðum í Ylfu Helgadóttur matreiðslumeistara, þjálfara liðsins. Geir Konráð Theodórsson uppfinningamaður í Borgarnesi hefur búið til versta nammi í heimi að eigin sögn. Um er að ræða vegan hákarlanammi og segir Geir miklar og ítarlegar bragðprófanir að baki, sem að mestu hafi bitnað á fjölskyldunni, en nú sé framleiðsla hafin. Við heyrðum í Geir. Píratar vilja að Alþingi álykti um að heilbrigiðsráherra undirbúi og leggi fram frumvarp um notkun og framleiðslu lyfjahamps. Í daglegu tali er talað um kannabis í lækningarskyni og telja þingmennirnir að líta þurfi til rannsókna og reynslu nágrannalanda. Halldóra Mogensen, fyrsti flutningsmaður, sagði á Stöð 2 um helgina að ekki ætti að gera fólk að glæpamönnum fyrir að nýta sér kannabis í veikindum sínum. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landsspítalanum, kom til okkar og ræddi þetta mál. Í þættinum Sítengd, sem sýndur var í sjónvarpinu í gær kom glögglega fram hversu háð fólk getur orðið samfélagsmiðlum. Halldóra Snorradóttir, menntaskólanemi, sagði þar sögu sína og einnig var rætt við Eyjólf Örn Jónsson, sálfræðing. Þau komu til okkar og fóru nánar yfir þetta. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður leit við og við fórum yfir þau svakalegu læti sem eru í kringum viðureign argentínsku liðanna River Plate og Boca Juniors í meistardeild S-Ameríku. Tónlist: Emilíana Torrini - Blame it on the sun. Rag N Bone Man - Human. Justin Timberlake og Michael Jackson - Love never felt so good. Bryan Ferry - Don't stop the dance. Drangar - Bál. Warmland - Nicest. Amabadama - Dágóða stund. Lenny Kravitz - It aint over til its over. Johnny Marr - Spiral cities.

Hlaðvarp Kjarnans
Þjóðlegir þræðir - hlaðvarp um handverk - Þófarinn

Hlaðvarp Kjarnans

Play Episode Listen Later Nov 9, 2018 63:30


Þófarinn segir okkur allt um þá list að þæfa ull í bæði nytsamlega hluti og stórkosleg listaverk. Við fáum innsýn inn í verk Steinunnar Steinarsdóttur, listakonu í Borgarnesi sem hefur fært þæfingu upp á hærra stig, endilega lítið á myndirnar á fésbókarsíðunni Þjóðlegir þræðir. Berglind fékk frí frá okkur þessa vikuna en við bætum það upp með söng og tali um dýrðlega keytu. Lesa má meira um ævintýri Sigrúnar og Önnu Drafnar á www.kvikvi.is. Kjarn­inn í sam­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­starfi við Storytel býður þér að hlusta frítt á þús­undir hljóð­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­bóka í sím­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­anum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­storyt­el.is/kjarn­inn og byrja að njóta. Storyt­el.is, þús­undir hljóð­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­bóka í sím­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­anum þín­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­um.

Hlaðvarp Kjarnans
Hismið - 17. nóvember 2016

Hlaðvarp Kjarnans

Play Episode Listen Later Nov 17, 2016 43:39


Í Hismi dagsins taka þeir Árni og Grétar fyrir sólarhring í lífi formanns körfuknattleiksdeildar Tindastóls sem þurfti að reka erlenda leikmann liðsins og fara svo beint í að keyra hann í fimm tíma út á flugvöll, mögulega með einu stoppi í Borgarnesi. Þá er farið yfir hverjir gætu talist hinir íslensku Donald Trump og farið yfir samskipti íslensk athafnamanns og Trumps og rifjuð upp ævisaga Ingólfs Guðbrandssonar glæsimennis.