POPULARITY
Garðyrkjubændur geta fengið allt að 15 milljóna króna styrk úr loftslags- og orkusjóði vegna fjárfestinga í orkusparandi tækni, LED-ljósum, tölvu- og stýribúnaði og gardínukerfum. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur undirritað reglugerð um styrkina sem geta numið allt að 40% af heildarkostnaði við fjárfestingu, en þó að hámarki 15 milljónir. Axel Sæland er formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands og hann kom í þáttinn í dag og sagði okkur betur frá stöðunni. Margir hafa horft á þáttaröðina um söngvaskáldið Leonard Cohen sem sýnd var nýlega í sjónvarpinu og er enn aðgengileg í spilaranum á ruv.is. Þar er rifjað upp tímabil í lífi söngvarans þegar hann var við það að slá í gegn og sambúð hans með hinni norsku Marianne. Söngvarinn og lagasmiðurinn Daníel Hjálmtýsson hefur sungið lög Leonard Cohen og vakið athygli fyrir góða túlkun. Daniel og hljómsveit hans voru til dæmis þau fyrstu til að flytja síðustu plötu Leonard Cohen, You Want it Darker, í heild sinni í IÐNÓ árið 2019. Nú ætlar Daníel að syngja lög Leonard Cohen í Hvalsneskirkju, Akraneskirkju og í Djúpinu í Reykjavík í lok maímánaðar og hann kom í þáttinn og fræddi okkur um Cohen. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Védís Eva Guðmundsdóttir, hún er menntaður lögfræðingur og hefur starfað sem slíkur erlendis og hér á landi, en í dag rekur hún frönsku sælkeraverslunina Hyalin á Skólavörðustíg, ásamt eiginmanni sínum og er sest aftur á skólabekk, í þetta sinn í ritlist við Háskóla Íslands. En hún var auðvitað komin í þáttinn til að segja okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Védís Eva talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Orbital e. Samantha Harvey Matrenescence e. Lucy Jones Heyrnalaut lýðveldi e. Ilya Kaminski Kafka á ströndinni, 1Q84 og fleiri bækur eftir Haruki Murakami Himnaríki og helvíti og Fiskarnir hafa enga fætur e. Jón Kalmann Tónlist í þættinum í dag: Það er svo ótal margt / Ellý Vilhjálms (Smith & Lindsey, texti Jóhanna G. Erlingsson) All kinds of everything Ég vil bara beat músík / Ríó tríó (Dixon & Mason, texti Ómar Ragnarsson) So Long Marianne / Leonard Cohen (Leonard Cohen) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Íslenski danflokkurinn frumsýnir á föstudaginn Hringir Orfeusar og annað slúður, nýtt verk eftir Ernu Ómarsdóttur. Ýmis tungumál eru notuð í verkinu, þar á meðal íslenskt táknmál sem er blandað inn í hreyfingar dansanna. Diljá Sveinsdóttir dansari í dansflokknum, missti heyrnina mjög ung og hefur notað táknmál frá barnsaldri og hún dansar alltaf með heyrnatæki, en hún hefur stundað dans nánast allt sitt líf. Diljá kom í þáttinn og sagði okkur sína sögu og frá sýningunni. Kváradagurinn er í dag. Kvár eru þau sem skilgreina sig utan kynjatvíhyggjunnar, eða hvorki sem karl né konu. Flest fólk hugsar lítið sem ekkert út í kynvitund sína því hún samræmist því kyni sem því var úthlutað við fæðingu. Það er kallað að vera sískynja. Annað fólk efast eða er fullvisst um að það kyn sem því var úthlutað við fæðingu sé ekki þess rétta kyn. Það er kallað að vera trans. Það trans fólk sem upplifir kyn sitt hvorki sem karl eða konu heldur utan tvíhyggju kynjakerfisins er kallað kynsegin. Ólöf Bjarki Antons stjórnmálafræðingur kom til okkar í dag í tilefni af Kváradeginum. Ingunn Gubrandsdóttir, jógakennari og heilsuþjálfi, fannst fullt tilefni til að ræða meira um streitu og áhrif hennar og stofnaði hópinn Streitutips á Facebook í því augnamiði að minna fólk á einföld ráð við streitu og hvernig við getum komist hjá henni í amstri dagsins. Hún segir djúpa öndun það allra mikilvægasta þar sem við gleymum hreinlega að anda djúpt í miklum önnum og stressi, en hreyfing og viðvera í náttúrunni og jafnvel með gæludýr draga líka verulega úr áhrifum streitu. Helga Arnardóttir ræddi við Ingunni á dögunum sem við heyrðum á Heilsuvaktinni í dag. Tónlist í þættinum í dag: Ég veit þú kemur / Ellý Vilhjálms (Ási í Bæ og Oddgeir Kristjánsson) Töfrar / Silfurtónar (Júlíus Heimir Ólafsson) Í fjarlægð / Björgvin Halldórsson (Karl O. Runólfsson, texti Cæsar, eða Valdimar Hólm Hallstað) Puppet on a String / Sandie Shaw (Bill Martin & Phil Coulter) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Listakonan Inga Elín hefur frá unga aldri tileinkað líf sitt listinni. Ástríða Ingu á keramík hófst í Myndlistaskóla Reykjavíkur og elti hún draum sinn um að verða listamaður og hönnuður í Listháskóla Íslands. Þaðan var förinni heitið til Kaupmannahafnar þar sem hún stundaði nám við Skolen for Brugskunst sem er betur þekktur í dag sem Denmark Design. Í byrjun árs 2020 enduropnaði Inga Elín verslun sína við Skólavörðustíg eftir 25 ára fjarveru og í þetta skiptið með syni sínum Kristni Ísaki, sem sér um skipulags- og markaðsmál fyrirtækisins. Við heimsóttum Ingu Elínu og Kristinn á vinnustofuna út á Granda. Það er mánudagur og þá eru fjármálin á mannamáli á dagskrá í þættinum og Georg Lúðvíksson sérfræðingur í heimilisbókhaldi kom til okkar og hélt áfram að fræða okkur. Í sinn talaði Georg um utanaðkomandi áhrif sem hafa áhrif á okkur og okkar fjármálahegðun, eins og til dæmis verðbólgu, hrun og svo framvegis. Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Sigríður Rún Tryggvadóttir, prófastur í Austurlandsprófastsdæmi og prestur í Egilsstaðaprestakalli. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfunda hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sigríður talaði um eftirfarandi bækur og höfundar: Játning e. Ólaf Jóhann Ólafsson Þessir djöfulsins karlmenn e. Andrev Walden Guð hins smáa e. Arundhati Roy Veisla undir grjótvegg, smásögur e. Svövu Jakobsdóttur og svo var það bók bókanna, Biblían. Tónlist í þættinum í dag: Bíttu í það súra / Bogomil Font og Greiningardeildin (Bragi Valdimar Skúlason) Byrjaðu í dag að elska / Geirfuglarnir (Rokkmúsirnar) Það er svo ótalmargt / Ellý Vilhjálms (Jackie Smith, Derry Lindsay, texti Jóhanna G. Erlingsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Frá 1870-1914 yfirgáfu um 16 þúsund Íslendingar heimaland sitt og hófu nýtt líf í Norður-Ameríku, þetta var um fjórðungur þjóðarinnar. Snorri West er menningarskiptaverkefni milli Íslands og afkomenda Íslendinga í Norður-Ameríku. Eitt þeirra er fjögurra vikna reisa ungra Íslendinga vestur um haf þar sem heimsóttar eru slóðir vesturfaranna og samfélög afkomenda þeirra. Sigfús Haukur Sigfússon sagði okkur í dag frá sinni reynslu, en hann tók þátt í slíkri ferð árið 2022 og með honum kom Atli Geir Halldórsson verkefnastjóri Snorra West. Gítarveisla Björns Thoroddsen verður haldin í 21.sinn 21. febrúar. Sérstakur gestur verður sænski stórgítarleikarinn Janne Schaffer, en hann lék með ABBA nær allan þeirra starfsferil og hann hefur verið í fremstu röð í sænsku tónlistarsenunni í rúma fimm áratugi. Þeir Björn Thoroddsen og Jón Rafnsson sögðu okkur nánar frá Janne og tónleikunum í dag. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni og kort dagsins barst að þessu sinni frá Grænhöfðaeyjum þar sem Magnús er núna staddur ásamt kátum ferðafélögum í höfuðborginni Praia. Hann sagði okkur aðeins af sögu eyjanna og framtíðarmöguleikum íbúanna, en líka af ýmis konar vanda sem við er að glíma þar suður frá. Magnús heillaðist af hinni miklu tónlistarhefð sem eyjaskeggjar hafa skapað og hann sagði okkur aðeins af þessari einstöku blöndu af afrískri og evrópskri tónlist. Tónlist í þættinum í dag: Meiriháttar / Rósa Guðrún Sveinsdóttir (Rósa Guðrún Sveinsdóttir) Manitoba / Gunnar Þórðarson (Gunnar Þórðarson) Eagle / ABBA (Benny Anderson og Björn Ulveus) Vegir liggja til allra átta / Ellý Vilhjálms (Sigfús Halldórsson, texti Indriði G. Þorsteinsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Hlaðvarpið Draugar fortíðar sem stjórnað er af þeim Baldri Ragnarssyni og Flosa Þorgeirssyni hefur vakið mikla athygli og notið mikilla vinsælda. Þeir félagar taka fyrir ýmis mál úr mannkynssögunni og nálgast það úr ýmsum áttum á skemmtilegan og lifandi en umfram allt, fræðandi máta. Ekki síst hefur umræða þeirra um geðræn vandamál og andlega heilsu stuðlað að því að þeir eiga dyggan hóp hlustenda. Draugarnir munu fara víðreist um landið í janúar og heimsækja vel valda staði í öllum landshlutum eða eins og þeir segja sjálfir: Draugar fortíðar ásækja Ísland. Baldur og Flosi komu í þáttinn í dag. Búðu til pláss er nafnið á söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem verður annað kvöld í sameiginlegri beinni útsendingu RÚV, Stöðvar 2 og Sjónvarps Símans. UNICEF á Íslandi fagnar 20 ára afmæli í ár og tugþúsundir Íslendinga hafa búið til pláss í hjörtum sínum með því að gerast heimsforeldrar og þannig stutt réttindi og velferð milljóna barna um allan heim. Við fengum þau Fannar Sveinsson og Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, sem eru tvö af þeim sem hafa umsjón með dagskránni annað kvöld, til að segja okkur betur frá henni í dag. Svo hringdum við í Grenivíkurskóla, en krakkarnir þar hafa unnið að sagna- og bókagerð og nú hafa þau opnað bókabúð þar sem þau selja eingöngu eigin ritverk og ýmislegt fleira sem þau hafa búið til og allur ágóði rennur til mæðrastyrksnefndar á Akureyri. Við töluðum við Pál Þóri Þorkelsson nemanda og Hólmfríði Björnsdóttur kennara í lok þáttarins í dag. Tónlist í þættinum: Snjókorn falla / Laddi (Bob Heatlie, texti Jónatan Garðarsson) Litli Trommuleikarinn / Raggi Bjarna og Ellý Vilhjálms (Harry Simeone, Henry Onorati, texti Stefán Jónsson) Jólarómantík / Stefán Hilmarsson og Ragga Gröndal (Frank Loesser, texti Kristján Hreinsson) Jól á Hafinu / Vilhjálmur Vilhjámsson (Steer & Hansen, texti Jóhanna G. Erlingsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Aukin harka er komin í samskipti barna í öllum árgöngum grunnskóla en þó sérstaklega á miðstigi og unglingastigi. Strákar þurfa að vera harðir og óhræddir og mega ekki klaga. Húmorinn er grimmur og stelpa eiga það til að lenda undir og láta lítið fyrir sér fara, en þar á bæ skiptir útlitið hvað mestu máli. Þetta segir Gunnlaugur Víðir Guðmundsson félagsmálafræðingur sem starfað hefur með ungu fólki í tvo áratugi bæði á Akureyri og í Reykjavík og er nú forstöðumaður Gleðibankans, félagsmiðstöðvar Hlíðaskóla. Við ræddum þetta við Gunnlaug í dag og leituðum skýringa og ræddum hvaða þættir hafa áhrif á þessa hegðun barna og hvernig við getum brugðist við henni. Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Vinkillinn var að þessu sinni borinn að höfðum okkar, nánar til tekið að húfum og höfuðfötum. Guðjón velti því fyrir sér hvernig húfan sem slík verður til í mannkynssögunni, hvers vegna og hvað það er sem gerist í mannslíkamanum við of mikinn kulda og of mikinn hita. Að lokum skoðaði hann örlítið hvers vegna sum okkar virðast alltaf þurfa að vera með húfu á meðan önnur setja þær helst ekki upp. Og svo var það lesandi vikunnar sem í þetta sinn var Tanja Rasmussen frásagnafræðingur og bóksali. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Tanja talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Limits to Growth e. Donellu Meadows o.fl. Mikilvægt rusl e. Halldór Armand Moldin heit e. Birgittu Björgu Guðmarsdóttur Eldri konur e. Evu Rún Snorradóttur Jólabókarleitin e. Jenny Colgan Twilight serían e. Stephenie Meyer Sjálfstætt fólk e. Halldór Laxness Tónlist í þættinum: Litli tónlistarmaðurinn / Vilhjálmur Vilhjálmsson og Ellý Vilhjálms (Freymóður Jóhannsson) Ást / Ragnheiður Gröndal (Magnús Þór Sigmundsson, texti Sigurður Nordal) Lapis Lazuli / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson) UMSJÓN HELGA ARNARDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Ný rannsókn dregur fram hvernig líkamsþyngdarstuðull, eða öllu heldur ofþyngd, hefur áhrif á hættu á ýmsum sjúkdómum og niðurstöðurnar eru áhugaverðar þegar kemur að tengslum milli erfðabreytileika og sjúkdóma og hvaða áhrif líkamsþyngd getur haft á hættuna á sjúkdómunum. Guðmundur Einarsson, vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu og Kári Stefánsson, forstjóri, komu í þáttinn og fóru með okkur yfir þessar áhugaverðu niðurstöður. Svo fræddumst við um Málæði, nýjan sjónvarpsþátt, sem sýndur verður af tilefni Dags íslenskrar tungu á laugardaginn. Í þættinum fylgjumst við með og fáum að heyra tónlist sem landsþekkt tónlistarfólk flytur og unglingar í grunnskólum landsins sömdu, sem sagt bæði lög og texta við. Þær Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri Málæðis, og Elfa Lilja Gísladóttir, sem stýrir List fyrir alla, barnamenningarverkefni á vegum Menningarráðuneytissins, komu og sögðu okkur betur frá þessu verkefni í dag. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Í þessum vinkli talaði hann um hvernig kosningar óhjákvæmilega taka yfir sviðið þegar nær dregur, sérstaklega í fréttatengdu efni. Þá koma nýafstaðnar kosningar í Bandaríkjum Norður-Ameríku aðeins við sögu og líka fyrirliggjandi kosningar í Miðbaugs-Gíneu og örlítið er farið yfir stöðuna þar og hvernig hanski sem eitt sinn prýddi hægri hönd ástsæls tónlistarmanns tengist fyrir gráglettni örlaganna við þá sem nú ráða þar ríkjum. Tónlist í þættinum Á vígaslóð / Sléttuúlfarnir (Gunnar Þórðarsson, texti Jónas Friðrik) Hringiða / Vigdís Hafliðadóttir (Hljómsveitin Kanskekki) Sumarið ‘24 / Bubbi Morthens (Bubbi Morthens, hátt í 1000 unglingar eiga hlut í textanum) Fátt er svo með öllu illt / Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson (Buck Owens, texti Ómar Ragnarsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Við fræddumst í dag um verkjasjúklinga, sem sagt þegar fólk glímir við langvinnandi verki og stoðkerfisvanda, en um 20% þjóðarinnar býr við hamlandi verki að einhverju leiti. Hrefna Óskarsdóttir er sviðstjóri iðjuþjálfunar á verkjasviði Reykjalundar, auk þess að kenna við Háskólann á Akureyri, hún kom í þáttinn og sagði sína eigin reynslusögu. En hún hefur glímt sjálf við verki og þar sem hún er einmitt sjálf iðjuþjálfi á verkjasviði þá mætti ætla að hún hefði nægilegar upplýsingar og skilning og verkfæri til að takast á við verkina, en staðreyndin var sú að því duglegri sem hún var í því að gera það sem var „rétt“ samkvæmt verkjafræðunum, því verkjaðri varð hún. Þá voru góð ráð dýr. Hrefna sagði okkur sína sögu í þættinum og vonast eftir að umræðan komi meira upp á yfirborðið í framhaldi. Heilbrigðismál voru í brennidepli hjá okkur á þessum þriðjudegi. Iðjuþjálfar er mikilvægt heilbrigðisstarfsfólk og næsti sunnudagur er dagur iðjuþjálfunar. Í Ljósinu starfa 13 iðjuþjálfar sem í þverfaglegum teymum sérsníða endurhæfingu og stuðning við yfir 600 krabbameinsgreinda í mánuði og öll þessi vika er tileinkuð iðjuþjálfun í Ljósinu. Guðrún Friðriksdóttir og Kolbrún Halla Guðjónsdóttir frá Ljósinu komu í þáttinn, en þær eru nýkomnar af fyrstu sameinaða Evrópuráðstefna iðjuþjálfara. Svokölluð háþrýstimeðferð sem fer fram á Landspítalanum hefur hjálpað um 60 langtíma covid sjúklingum að ná bata eftir erfið eftirköst sjúkdómsins á borð við heilaþoku, síþreytu og viðvarandi flensu einkenni. Sumir þeirra hafa jafnvel ekki haft orku svo mánuðum skiptir til að sinna börnum og einföldum húsverkum án þess að örmagnast og hafa þurft að vera frá vinnu vegna veikinda og orkuleysis. Erlendar rannsóknir sýna að háþrýstimeðferð, sem gengur út á súrefnisinntöku í háþrýstiklefa í 90 mín á dag, hjálpar frumum að endurnýja ónýta og bólgna vefi, t.d. af völdum covid, og gerir það að verkum að heilaþoka minnkar og orka fólks eykst. Dæmi eru um að fólk sem var hætt að geta synt stuttar vegalengdir, hreyft sig eða bara leyst Sudoku er farið að geta sinnt því aftur eftir meðferð. Enn aðrir eru farnir að vinna aftur, stunda nám á ný og geta lifað eðlilegu lífi. Helga Arnardóttir hitti tvo starfsmenn háþrýstiklefans á Landspitalanum, Nönnu Ólafsdóttur hjúkrunarfræðing, sem hefur starfað þar lengi, og ítalska háþrýsti-og köfunarlækninn Leonardo Sturlu Giampaoli. Tónlist í þættinum í dag: Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (Carasella, texti Jón Sigurðsson) Nantes / Beirut (Zach Conlon) Augun þín blá / Óðinn Valdimarsson og Hljómsveit Finns Eydal (Jón Múli Árnason og Jónas Árnason) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Halldís Ólafsdóttir talmeinafræðingur flutti hingað til lands fyrir nokkrum árum til að starfa sem talmeinafræðingur. Hún er menntuð í Danmörku og hefur starfað bæði þar og í Noregi. Hún hefur sérhæft sig í raddmeinum en raddmein geta stafað af margvíslegum toga og haft mikil áhrif á líf fólks hvort sem það hefur atvinnu af röddinni eða ekki. Hver er líffræðin á bak við góða raddbeitingu og hvaða æfingar er hægt að gera til að stuðla að góðri raddbeitingu. Halldís kom til okkar í dag. Alþjóðlegur dagur geðheilbrigðis er 10.október næstkomandi og þema dagsins í ár er Geðheilbrigði á vinnustað. Mental ráðgjöf, í samstarfi við aðra, stendur fyrir átaki þar sem ætlunin er að vekja máls á mikilvægi þess að vinnustaðir hlúi að andlegri heilsu starfsfólks og stuðli að geðheilbrigðu vinnuumhverfi. Helena Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Mental ráðgjafar kom í þáttinn og sagði okkur meira frá þessu átaki í dag. Einar Sveinbjörnsson kom svo til okkar í veðurspjallið í dag. Hann ræddi við okkur fyrst um flóð sem herjað hafa á víða um heimsbyggðina í sumar, m.a. í mið-Evrópu síðustu daga og á svæðum Sahel í Afríku, sem alla jafna eru þurr svæði. Svo ræddum um veðrið hér heima, lágan hita það sem af er september og grófar horfur út mánuðinn. Hann ætlar svo að fræða okkur á næstunni um veðurathugunarstöðvarnar á landinu og að þessu sinni sagði hann okkur frá Litlu-Ávík á Reykjanesi í Árneshreppi. Tónlist í þættinum: Ekki vill það batna / Ríó tríó (Gunnar Þórðarson, texti Jónas Friðrik Guðnason) Hvað er að? / Ellý Vilhjálms og Hljómsveit Svavars Gests (Jón Múli Árnason, texti Jónas Árnason) Walk on By / Dionne Warwick (Burt Barcharach & Hal David) Skítaveður / Bogomil Font (Bragi Valdimar Skúlason) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Við fræddumst um átak hjá Ljósinu endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Átakið snýst um að safna nýjum Ljósavinum og að virkja hóp aðstandenda sem standa að einstaklingi með krabbamein gerist Ljósavinur. Þegar einhver úr hópnum greinist með krabbamein er Ljósið til staðar til að grípa og veita stuðning sem hópurinn hefur mögulega ekki ráð eða burði til. Ólöf Erla Einarsdóttir greindist með krabbamein á Covid tíma fyrir nokkrum árum og við heyrðum hennar sögu og hvernig hún upplifði stuðning vinkvenna og Ljóssins. Átakið í ár kallast „Hópar landsins láta ljósið skína“. Við ræddum svo um freka kallinn, seka kallinn, lúxuskallinn, staka kallinn og spaka kallinn, en Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur er að fara í gang með röð erinda sem fjalla um eðli og forsendur friðar undir heitinu Kallaspjall með Bjarna Karls - Fimm fyndnar hugmyndir sem valda ófriði. Vaka - Þjóðlistahátíð fer fram í Reykjavík um helgina og meðal viðburða eru tónleikar, matarveisla, dans, þjóðlagasamspil. Einnig verða vinnustofur í íslenskum rímnasöng, langspilsleik og evrópskum þjóðdönsum. Við heyrðum í Bjarna Karlssyni þrítugum Akureyringi sem heldur utan um dagskrána. Tónlist í þættinum: Heimþrá / Erla Þorsteinsdóttir (Freymóður Jóhannsson (Tólfti september, dulnefni) Litli tónlistarmaðurinn / Vilhjálmur Vilhjálmsson og Ellý Vilhjálms (Freymóður Jóhannsson (Tólfti september, dulnefni)) Vikivaki / Valgeir Guðjónsson og Joel Christopher Durksen á píanó (Valgeir Guðjónsson-Jóhannes úr Kötlum) Brúðkaupsvísur / Hinn íslenski Þursaflokkur (Egill Ólafsson, texti Vigfús frá Leirulæk) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Það er aldrei of seint að skella sér í nám og láta draumana rætast. Þetta eru skilaboð Andreu Margrétar Þorvaldsdóttur, sem er nýútskrifaður rafvirki frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Andrea er nýorðin fimmtug og er þessa vikuna að klára sveinspróf en hún er búin með þrjú próf af fimm. Á unglingsárum ýjaði kennari að því að hún gæti einfaldlega ekki lært stærðfræði og það kom í veg fyrir að hún færi í frekara nám á yngri árum. Við töluðum við Andreu í þættinum í dag. Móðurmál – samtök um tvítyngi á þrjátíu ára afmæli í ár. Móðurmál er hagsmuna- og regnhlífasamtök sem styðja við og halda utan um móðurmálskennslu á höfuðborgarsvæðinu. Markmið samtakanna er að styðja við móðurmálshópa og móðurmálskennara, að vinna með foreldrum fjöltyngdra barna að því að skapa börnunum tækifæri til að læra móðurmál sín og þannig styðja við virkt fjöltyngi í samfélaginu. Frú Vigdís Finnbogadóttir er verndari samtakanna. Oksana Shabatura, stjórnarkona og Þórður Arnar Árnason, verkefnastjóri hjá Móðurmáli, komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frá samtökunum, starfseminni og afmælinu. Við fengum svo að lokum póstkort í dag frá Magnúsi R. Einarssyni. Magnús segist vera kominn með opinbera staðfestingu á því að vera nú orðinn eyjamaður. Vandi fylgir vegsemd hverri og hann lenti strax í deilum við fólk af fasta landinu um ýmislegt sem gengur á í Vestmannaeyjum. Hann segir líka frá þeirri sektarkennd sem fylgir því að horfa á hnefaleika í sjónvarpinu. Í lokin fjallar hann aðeins um hvernig Saudi Arabía er að reyna að laga vonda ímynd sína í veröldinni með því að kaupa viðburði og afburða íþróttamenn. Tónlist í þættinum í dag: Nýfallið regn / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson, texti Einar Georg Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson) Sjóddu frekar egg / Bogomil Font og Greiningardeildin (Bragi Valdimar Skúlason) Danska lagið / Bítlavinafélagið (Eyjólfur Kristjánsson) Ég veit þú kemur / Ellý Vilhjálms (Oddgeir Kristjánsson, texti Ási í Bæ) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Hvert er sambandið milli tekna og velferðar? Eða peninga og hamingju? Hvað miklar tekjur telja einstaklingar sig þurfa og hversu næmt er fólk fyrir breytingum í tekjum? Hvað þarf fólk mikið af peningum til að vera hamingjusamt og hversu mikið breytist hamingja fólks við það að fá hærri tekjur og meiri pening? Við fræddumst í dag um grein sem er fyrsti hluti af doktorsverkefnis Guðrúnar Svavarsdóttur, doktorsnema við Hagfræðideild Háskóla Íslands og rannsakanda hjá ConCIV rannsóknarhópnum. Guðrún kom í þáttinn og sagði okkur meira frá þessu, til dæmis um hið flókna samband tekna og velferðar, því þar hafa margar breytur áhrif, til dæmis ytri aðstæður, menntun, búseta og kyn. Mikil aukning hefur verið á ofbeldi nemenda og alvarlegum birtingarmyndum þess, samhliða ákveðnu úrræðaleysi og starfsfólk skóla getur upplifað sig óöruggt og vonlítið í krefjandi aðstæðum með nemendum. Við endurfluttum í dag viðtal við Soffíu Ámundadóttur, grunnskólakennara og leikskólakennara, sem var áður í þættinum 1.feb. s.l., en hún hefur haldið námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands sem ber yfirskriftina Ofbeldi nemenda og hegðunarvandi. Soffía hefur starfað í Brúarskóla, sem er sérskóli fyrir nemendur með tilfinninga- og hegðunarvanda. Áfengi, rautt kjöt og unnar kjötvörur er komið á lista með skaðvöldum á borð við reykingar og aðra krabbameinsvaldandi þætti. Nú er mælt með því að draga verulega úr neyslu áfengis og þessara matvara til að minnka líkur á krabbameini í meltingarkerfinu eða annars staðar. Þetta var umfjöllunarefni Helgu Arnardóttur í Heilsuvaktinni sem nú hóf aftur göngu sína í Mannlega þættinum. Þar ræddi hún við Huldu Maríu Einarsdóttur ristil- og endaþarmsskurðlækni hjá Landspítalanum. Hún hefur verið grænmetisæta í fjöldamörg ár og starfað í Bandaríkjunum í á annan áratug en hún segist merkja mikla neikvæða breytingu í meltingarvegi yngra fólks sem allt má rekja til lífsstíls. Tónlist í þættinum: Litli tónlistarmaðurinn / Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson (Freymóður Jóhannsson) Sixpence Only / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) Í sól og sumaryl / Hljómsveit Ingimars Eydal (Gylfi Ægisson) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Edda Andrésdóttir fjölmiðlakona og rithöfundur var föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni. Fjölmiðlaferill Eddu hófst þegar hún varð blaðamaður á Vísi 1972. Eftir það ritstýrði hún meðal annars tímaritinu Hús og híbýli, vann í útvarpi og við dagskrárgerð á RÚV þar sem hún starfaði einnig sem fréttamaður og fréttalesari. Árið 1990 hóf hún störf á Stöð 2 og var í fjölbreyttum verkefnum, gert viðtals- og skemmtiþætti og verið gestgjafi Kryddsíldarinnar en fyrst og fremst var hún á skjáum landsmanna á kvöldmatartíma að segja þeim fréttir. Við áttum skemmtilegt spjall við Eddu til dæmis um hennar reynslu af því að fara til Vestmannaeyja beint í kjölfar þess að gosið hófst, þegar hún var að stíga sín fyrstu skref í blaðamennsku. Besti vinur bragðlaukanna Sigurlaug Margrét er stödd á Spáni í sérstakri rannsóknarferð þar sem hún kynnir sér það helsta í mat og drykk og það er árstími púrrulauks og vorlauksins, Sigurlaug sagði okkur frá því hvernig er gott að matreiða þá á á grillinu. Tónlist í þættinum (föstudag) Ég veit þú kemur / Ellý Vilhjálms (Oddgeir Kristjánsson og Ási í Bæ) Eyjan mín í bláum sæ / Árni Johnsen (Árni Johnsen) Time is on my side / Rolling Stones (Rolling Stones) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Jasmina Vajzovic vakti mikla athygli í umræðuþættinum Torgið sem var í beinni útsendingu fyrir rúmri viku hér í Sjónvarpinu. Þar var rætt um hvernig okkur hefur gengið í inngildingu þegar kemur að innflytjendum, auk þess sem rædd voru málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólks. Jasmina er stjórnmálafræðingur og hefur áralanga reynslu af því að vinna í þessum málefnum innflytjenda, hælisleitenda og flóttafólks, bæði hjá Reykjavíkurborg og svo rekur hún nú eigið ráðgjafafyrirtæki. Hún var alin upp í gríðarlega fjölbreyttu fjölmenningarsamfélagi í Bosníu og þegar hún var táningur þurfti fjölskylda hennar að flýja heimkynni sín undan stríðsátökum og eftir erfitt ferðalag voru þau stöðvuð á landamærum, þegar þau héldu að þau væru komin í örugga höfn en voru send aftur til baka á stríðsátakasvæði, áður en þau á endanum komust til Íslands. Jasmina sagði okkur sína sögu og ræddi við okkur um stöðuna í þessum málefnum af innsýn og reynslu sem fáir hafa. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og það barst frá Vestmannaeyjum að þessu sinni. Magnús er kominn heim frá Grænhöfðaeyjum en hugurinn er ennþá þar. Hann segir frá hinni miklu uppbyggingu sem á sér stað á eyjunum, ekki bara vegna vaxtar í ferðaþjónustunni, ekki síður vegna fjárausturs stórveldanna Kína, Bandaríkjanna og Evrópusambandsins sem öll seilast eftir áhrifum á Grænhöfðaeyjum vegna legu eyjanna sem þykir hernaðarlega mikilvæg. Hann segir í lokin frá ungri söngkonu sem varð að velja á milli fastrar vinnu eða hugsanlegs frama í tónlistinni. Tónlist í þættinum í dag: Í draumum og söng / Ellý Vilhjálms og Raggi Bjarna (Ásta Sveinsdóttir og Magnús Pétursson) White rabbit / Jefferson Airplane Við Mánagötu í mýrinni / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkonan Helga Braga Jónsdóttir. Hana þarf auðvitað varla að kynna, hún hefur glatt fólkið í landinu með húmor sínum og gamanleik, bæði á sviði, í sjónvarpi og á kvikmyndatjaldinu, í Fóstbræðrum og fjölda Áramótaskaupa svo fátt eitt sé nefnt, auk þess að vera auðvitað líka frábær dramatísk leikkona. Við fórum með henni aftur í tíma, á æskuslóðirnar á Akranesi þar sem hún rifjaði upp fyrstu skrefin á leiksviðinu þar sem hún lék titilhlutverkið í Línu langsokki. Svo fórum við á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag, með viðkomu í leiklistarskólanu, París og svo leikhúsunum. Svo ræddum við að lokum við Helgu um hennar nýjasta hlutverk í gamanmyndinni Fullt hús, sem var frumsýnd var fyrir skemmstu. Svo var auðvitaða matarspjallið á sínum stað. Eftir helgi eru bolludagurinn og sprengidagurinn, það var því ekki úr vegi að ræða þessa daga undir styrkri stjórn Sigurlaugar Margrétar í dag. Tónlist í þættinum í dag: Sjóddu frekar egg / Bogomil Font (Bragi Valdimar Skúlason) Kaupakonan hans Gísla í Gröf / Haukur Morthens (erlent lag, texti e. Loftur Guðmundsson) Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (erlent lag, texti e. Jón Sigurðsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Þegar neyðarástand ríkir, eins og núna út af eldgosinu hjá Grindavík, er mikilvægt að nauðsynlegar upplýsingar komist til skila til ólíkra hópa. Það er til dæmis gert með aðstoð túlka, eins og þeirra Martynu Ylfu Suzko og Aleksöndru Karwowska, en þær hafa undanfarið túlkað aukafréttatíma RÚV og upplýsingafundi Almannavarna yfir á pólsku í beinni útsendingu á ruv.is. Þær Martyna og Aleksandra komu til okkar í dag og sögðu okkur betur frá störfum sínum. Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Að þessu sinni talaði Guðjón Helgi um vefinn ísmús, sem er hafsjór af fróðleik, og svo bar hann líka vinkilinn við boðskap ævintýra, velti fyrir sér hvaða tilgangur gæti hafa verið með sumum ævintýrum til forna. Svo heyrðum við gamalt ævintýri sem finna má á ísmús. Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir handritshöfundur. Hún hefur verið ein handritshöfunda fjölda sjónvarpsþátta, til dæmis þáttanna Venjulegt fólk, Arfurinn minn og svo í síðasta áramótaskaupi RÚV. Og nú er búið að frumsýna nýja sjónvarpsþáttaröð, Kennarastofuna, þar sem hún er einnig í höfundateyminu. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Karen talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Þögli sjúklingurinn e. Alex Michaelides Everything I Know bout Love e. Dolly Alderton Duft e. Bergþóru Snæbjörnsdóttur Leyndardómur ljónsins e. Þorgrím Þráinsson Disneybækurnar Tónlist í þættinum í dag: Ramóna / Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson (Wayne & Gilbert, texti Þorsteinn Gíslason) Lonestar / Norah Jones (Lee Alexander) Á æðruleysinu / KK (Kristján Kristjánsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
Við huguðum að aðgengismálum í upphafi þáttar þegar Akureyringurinn Sigrún María Óskarsdóttir kom í spjall til okkar. Sigrún María notar hjólastól og hún lenti í óskemmtilegri reynslu á milli jóla og nýjars þegar hún ákvað að skella sér í bíó. Þegar þangað var komið var hjólastólalyftan í bíóinu biluð og þá tóku við ýmiskonar vandræði. Sigrún María sagði betur frá þessari upplifun sinni í þættinum og hún ræddi líka um hjólastólaaðgengi sérstaklega fyrir norðan. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Undir vinklinum í þetta skipti lenda nokkrar jólabækur, líka ævintýri frá Finnlandi auk þess sem umsjónarmaður stendur sig að því að vera örlítið farinn að hlakka til þess að komast á Þorrablót. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Sólveig Auðar Hauksdóttir hjúkrunarfræðingur. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og svo auðvitað hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sólveig talaði um eftirafarandi bækur og höfunda: The Great Alone e. Kristin Hannah The Bee Sting e. Paul Murray North Woods e. Daniel Mason The Goblin Emperor e. Catherine Addison Neverwhere e. Neil Gaiman Ævintýrið e. Vigdísi Grímsdóttir Tónlist í þættinum í dag: Í löngu máli / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir) Come Down Easy / Carole King (Carole King og Toni Stern) Eldar minninganna / Ellý Vilhjálms, Svanhildur Jakobsdóttir og Einar Hólm (lag Mason & Carr, texti Benedikt Axelsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
Við heyrðum í þættinum af áhugaverðu verkefni þar sem kvenfélagskonur tóku sig til, þegar upp kom að fjölskyldum sem hingað voru komnar frá Úkraínu vantaði mikið af nauðsynjavörum, og blésu til söfnunar. Landsþing kvenfélaga á Suðurlandi brást skjótt við og á nokkuð skömmum tíma voru sérstakir gjafapokar fylltir af einmitt nauðsynjavörum, tannburstum, tannkremi, sokkum, sjampói og og fleiru. Þær dreyfðu svo um 200 pokum til fjölskyldna þar sem þörfin var svo sannarlega til staðar. Við töluðum við Guðmundu Björnsdóttur Stackhouse, sem var ein þeirra sem stóðu að söfnuninni og Helga Guðnason, forstöðumann Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu, um þetta verkefni og hvað fólk getur gert til að leggja þeim lið sem þurfa á hjálp að halda. Í nóvember kom út bókin Ég er þinn elskari, í henni eru bréf Baldvins Einarssonar til Kristrúnar Jónsdóttur 1825-1832. Bókin er tvískipt. Annars vegar inngangur þar sem ástarharmsaga þeirra Baldvins og Kristrúnar er rakin og hún sett í fræðilegt samhengi og hins vegar eru prentuð bréf Baldvins til Kristrúnar, færð til nútímamáls og skýringar. Einnig eru í viðauka þrjú bréf sem Baldvin skrifaði sr. Jóni Jónssyni á Grenjaðarstað, föður Kristrúnar, bréf sem skipta máli fyrir samhengi sögunnar. Erla Hulda Halldórsdóttir prófessor í sagnfræði og höfundur bókarinnar kom í þáttinn og sagði nánar frá þessari dramatísku ástarsögu. Jóhanna Vilhjálmsdóttir kom svo í heilsuspjall í dag. Hún velti fyrir sér meðalhófinu um jólin og þar getur núvitund hjálpað. Að flýta sér ekki um of, njóta stundarinnar, hvers munnbita og gefa líkamanum tíma til að vinna úr og melta hátíðarmatinn. Tónlist í þættinum í dag: Aðfangadagskvöld / Helga Möller (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) Ef ég nenni /LÓN og Valdimar Guðmundsson (Zucchero, texti Jónas Friðrik) Hvít jól / Ellý Vilhjálms og Ragnar Bjarnason (Irving Berling og texti Stefán Jónsson) Á jólunum er gleði og gaman / Eddukórinn (lagahöfundur ókunnur, texti Friðrik Guðni Þórleifsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Við heyrðum í þættinum af áhugaverðu verkefni þar sem kvenfélagskonur tóku sig til, þegar upp kom að fjölskyldum sem hingað voru komnar frá Úkraínu vantaði mikið af nauðsynjavörum, og blésu til söfnunar. Landsþing kvenfélaga á Suðurlandi brást skjótt við og á nokkuð skömmum tíma voru sérstakir gjafapokar fylltir af einmitt nauðsynjavörum, tannburstum, tannkremi, sokkum, sjampói og og fleiru. Þær dreyfðu svo um 200 pokum til fjölskyldna þar sem þörfin var svo sannarlega til staðar. Við töluðum við Guðmundu Björnsdóttur Stackhouse, sem var ein þeirra sem stóðu að söfnuninni og Helga Guðnason, forstöðumann Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu, um þetta verkefni og hvað fólk getur gert til að leggja þeim lið sem þurfa á hjálp að halda. Í nóvember kom út bókin Ég er þinn elskari, í henni eru bréf Baldvins Einarssonar til Kristrúnar Jónsdóttur 1825-1832. Bókin er tvískipt. Annars vegar inngangur þar sem ástarharmsaga þeirra Baldvins og Kristrúnar er rakin og hún sett í fræðilegt samhengi og hins vegar eru prentuð bréf Baldvins til Kristrúnar, færð til nútímamáls og skýringar. Einnig eru í viðauka þrjú bréf sem Baldvin skrifaði sr. Jóni Jónssyni á Grenjaðarstað, föður Kristrúnar, bréf sem skipta máli fyrir samhengi sögunnar. Erla Hulda Halldórsdóttir prófessor í sagnfræði og höfundur bókarinnar kom í þáttinn og sagði nánar frá þessari dramatísku ástarsögu. Jóhanna Vilhjálmsdóttir kom svo í heilsuspjall í dag. Hún velti fyrir sér meðalhófinu um jólin og þar getur núvitund hjálpað. Að flýta sér ekki um of, njóta stundarinnar, hvers munnbita og gefa líkamanum tíma til að vinna úr og melta hátíðarmatinn. Tónlist í þættinum í dag: Aðfangadagskvöld / Helga Möller (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) Ef ég nenni /LÓN og Valdimar Guðmundsson (Zucchero, texti Jónas Friðrik) Hvít jól / Ellý Vilhjálms og Ragnar Bjarnason (Irving Berling og texti Stefán Jónsson) Á jólunum er gleði og gaman / Eddukórinn (lagahöfundur ókunnur, texti Friðrik Guðni Þórleifsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Jólahátíðin á auðvitað að vera hátíð ljóss og gleði, en fyrir þau sem syrgja ástvin getur þetta verið mjög kvíðvænlegur tími því lífið er breytt og hefðir með ástvini eru ekki lengur til staðar. Við fengum í dag Hrannar Má Ásgeirs Sigrúnarson, stjórnarformann Sorgarmiðstöðvar, og Gísla Álfgeirsson, stuðningsmann miðstöðvarinnar til að segja okkur frá sinni reynslu er þeir leituðu fyrst til miðstöðvarinnar. Auk þess sögðu þeir frá tveimur viðburðum framundan og bjargráðum sem geta nýst syrgjendum vel, til dæmis um hátíðirnar, og þeir sögðu okkur líka frá Sorgartrénu sem tendrað var um helgina í Hellisgerði í Hafnarfirði. Þjóðdansafélag Reykjavíkur, ásamt Heimilisiðnaðarfélagi Íslands, Danshópnum Sporinu, Kvæðamannafélaginu Iðunn og Félagi harmonikkuunnenda í Reykjavík ætla að bjóða upp á skemmtilegan viðburð á Árbæjarsafni í tilefni af fullveldisdeginum 1. desember. Heimilisiðnaðarfélag Íslands verður með kynningu á íslenskum þjóðbúningum og veitt verður ráðgjöf hvernig koma megi eldri búningum aftur í notkun. Þjóðdansafélag Íslands mun bjóða upp í dans og taka sporið með gestum og gangandi og kynna um leið þessa skemmtilegu, lifandi hefð sem þjóðdansar eru. Þau Kristín Vala Breiðfjörð, formaður HFÍ, og Atli Freyr Hjaltason sem var á vegum allra ofantalinna félaga, komu í þáttinn klædd glæsilegum þjóðbúningum. Nú fyrir jólin kemur út bók sem nefnist Höfuðdagur, Sendibréf til móður minnar á 100 ára afmælisdegi hennar. Bókin er óður til móður höfundarins, Ingólfs Sverrissonar, og segir sögu konu sem gekk í gegnum miklar þrekraunir á lífsleiðinni en stóð að lokum uppi glæsileg og virt kona í fjarlægum landshluta og eignaðist átta börn. Gígja Hólmgeirsdóttir hitti Ingólf á Akureyri og spjallaði við hann um bókina í dag. Tónlist í þættinum í dag: Helga / Magnús Kjartansson (Magnús Kjartansson) Englishman in New York / Sting (Sting) Dansað á þorranum / Bragi Hlíðberg (Bragi Hlíðberg) Eldar minningana/Einar Hólm, Ellý Vilhjálms og Svanhildur Jakobsdóttir (erl. lag, texti e. Benedikt Axelsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Jólahátíðin á auðvitað að vera hátíð ljóss og gleði, en fyrir þau sem syrgja ástvin getur þetta verið mjög kvíðvænlegur tími því lífið er breytt og hefðir með ástvini eru ekki lengur til staðar. Við fengum í dag Hrannar Má Ásgeirs Sigrúnarson, stjórnarformann Sorgarmiðstöðvar, og Gísla Álfgeirsson, stuðningsmann miðstöðvarinnar til að segja okkur frá sinni reynslu er þeir leituðu fyrst til miðstöðvarinnar. Auk þess sögðu þeir frá tveimur viðburðum framundan og bjargráðum sem geta nýst syrgjendum vel, til dæmis um hátíðirnar, og þeir sögðu okkur líka frá Sorgartrénu sem tendrað var um helgina í Hellisgerði í Hafnarfirði. Þjóðdansafélag Reykjavíkur, ásamt Heimilisiðnaðarfélagi Íslands, Danshópnum Sporinu, Kvæðamannafélaginu Iðunn og Félagi harmonikkuunnenda í Reykjavík ætla að bjóða upp á skemmtilegan viðburð á Árbæjarsafni í tilefni af fullveldisdeginum 1. desember. Heimilisiðnaðarfélag Íslands verður með kynningu á íslenskum þjóðbúningum og veitt verður ráðgjöf hvernig koma megi eldri búningum aftur í notkun. Þjóðdansafélag Íslands mun bjóða upp í dans og taka sporið með gestum og gangandi og kynna um leið þessa skemmtilegu, lifandi hefð sem þjóðdansar eru. Þau Kristín Vala Breiðfjörð, formaður HFÍ, og Atli Freyr Hjaltason sem var á vegum allra ofantalinna félaga, komu í þáttinn klædd glæsilegum þjóðbúningum. Nú fyrir jólin kemur út bók sem nefnist Höfuðdagur, Sendibréf til móður minnar á 100 ára afmælisdegi hennar. Bókin er óður til móður höfundarins, Ingólfs Sverrissonar, og segir sögu konu sem gekk í gegnum miklar þrekraunir á lífsleiðinni en stóð að lokum uppi glæsileg og virt kona í fjarlægum landshluta og eignaðist átta börn. Gígja Hólmgeirsdóttir hitti Ingólf á Akureyri og spjallaði við hann um bókina í dag. Tónlist í þættinum í dag: Helga / Magnús Kjartansson (Magnús Kjartansson) Englishman in New York / Sting (Sting) Dansað á þorranum / Bragi Hlíðberg (Bragi Hlíðberg) Eldar minningana/Einar Hólm, Ellý Vilhjálms og Svanhildur Jakobsdóttir (erl. lag, texti e. Benedikt Axelsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Á fimmtudaginn verður norræn ráðstefna á vegum Mennta- og barnamálaráðuneytinu þar sem rætt verður um hvernig réttinda- og lýðræðislegt skólaumhverfi getur unnið gegn hatursorðræðu í skólum. Þar verður rætt um fordóma og hatursorðræðu á Íslandi, einkum er snýr að skólasamfélaginu og áskoranir og tækifæri sem felast í tjáningarfrelsinu, möguleg úrræði og hvað hefur reynst vel á hinum Norðurlöndunum. Þeir Guðni Olgeirsson, sérfræðingur í mennta- og barnamálaráðuneytinu og Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki í deild menntunar og margbreytileika hjá HÍ, komu í þáttinn í dag og sögðu okkur meira frá því sem þarna verður rætt. Kurt Weill hefur sérstöðu í tónlistarsögu Vesturlanda fyrir að hafa verið jafnvígur á sígilda tónlist og jazz en hann er þó sennilega þekktastur fyrir leikhústónlistina sem hann samdi ásamt Bertolt Brecht. Weill var þýskur gyðingur sem upplifði báðar heimstyrjaldir og flúði Þýskaland til New York þar sem hann samdi fyrir Broadway og vann með mönnum á borð við Ira Gershwin. Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari mun flytja nýjar útsetningar sínar á lögum eftir Kurt Weill í Björtuloftum á morgun ásamt hljómsveit, en hún segist vera nánast með þráhyggju fyrir tónskáldinu. Þórdís sagði okkur frá Weill í þættinum í dag. Svo kom Einar Sveinbjörnsson til okkar í veðurspjallið. Í dag eru 60 ár liðin frá því að Surtseyjargossins varð vart, sem er auðvitað merkilegt miðað við hvað gengur á í dag á Reykjanesi. Einar fór með okkur yfir hvað gerðist þar, skoðaði það í samhengi þess sem er að gerast við Grindavík og hvernig tímarnir hafa breyst og tæknin og þekkingin aukist. Tónlist í þættinum í dag: Við eigum samleið / Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálms (Sigfús Halldórsson og Tómas Guðmundsson Youkali / Uti Lemper (Kurt Weill & Roger Fernay) Let Your Loss Be Your Lesson / Alison Krauss og Robert Plant (Milt Campbell) Surtseyjarríma / Savanna tríóið (Þórir Baldursson og Sigurður Þórarinsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Á fimmtudaginn verður norræn ráðstefna á vegum Mennta- og barnamálaráðuneytinu þar sem rætt verður um hvernig réttinda- og lýðræðislegt skólaumhverfi getur unnið gegn hatursorðræðu í skólum. Þar verður rætt um fordóma og hatursorðræðu á Íslandi, einkum er snýr að skólasamfélaginu og áskoranir og tækifæri sem felast í tjáningarfrelsinu, möguleg úrræði og hvað hefur reynst vel á hinum Norðurlöndunum. Þeir Guðni Olgeirsson, sérfræðingur í mennta- og barnamálaráðuneytinu og Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki í deild menntunar og margbreytileika hjá HÍ, komu í þáttinn í dag og sögðu okkur meira frá því sem þarna verður rætt. Kurt Weill hefur sérstöðu í tónlistarsögu Vesturlanda fyrir að hafa verið jafnvígur á sígilda tónlist og jazz en hann er þó sennilega þekktastur fyrir leikhústónlistina sem hann samdi ásamt Bertolt Brecht. Weill var þýskur gyðingur sem upplifði báðar heimstyrjaldir og flúði Þýskaland til New York þar sem hann samdi fyrir Broadway og vann með mönnum á borð við Ira Gershwin. Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari mun flytja nýjar útsetningar sínar á lögum eftir Kurt Weill í Björtuloftum á morgun ásamt hljómsveit, en hún segist vera nánast með þráhyggju fyrir tónskáldinu. Þórdís sagði okkur frá Weill í þættinum í dag. Svo kom Einar Sveinbjörnsson til okkar í veðurspjallið. Í dag eru 60 ár liðin frá því að Surtseyjargossins varð vart, sem er auðvitað merkilegt miðað við hvað gengur á í dag á Reykjanesi. Einar fór með okkur yfir hvað gerðist þar, skoðaði það í samhengi þess sem er að gerast við Grindavík og hvernig tímarnir hafa breyst og tæknin og þekkingin aukist. Tónlist í þættinum í dag: Við eigum samleið / Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálms (Sigfús Halldórsson og Tómas Guðmundsson Youkali / Uti Lemper (Kurt Weill & Roger Fernay) Let Your Loss Be Your Lesson / Alison Krauss og Robert Plant (Milt Campbell) Surtseyjarríma / Savanna tríóið (Þórir Baldursson og Sigurður Þórarinsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Ofbeldismenn á Íslandi verða til umræðu á ráðstefnu á vegum Stígamóta sem fer fram í dag á Hótel Hilton. Þar verður leitast við að svara spurningunum: Hverjir beita ofbeldi og af hverju? Hvernig er hægt að aðstoða menn við að hætta að beita ofbeldi? Og hvað er það í samfélaginu og menningunni sem viðheldur ofbeldi? Þær Drífa Snædal, talskona Stígamóta og Anna Þóra Kristinsdóttir ráðgjafi hjá Stígamótum komu í þáttinn í dag og sögðu frá því sem verður rætt á ráðstefnunni. Tjútt eru nýir sjónvarpsþættir sem hefja göngu sína 29.október næstkomandi. Í þáttunum ætla Andri Freyr Viðarsson og Dóra Takefusa, ásamt Kristófer Dignus, að fara yfir 50 ára skemmtistaða- og djammmenningu Reykjavíkur, allt frá því að Glaumbær brann til dagsins í dag. Þau fá til sín fjölbreyttan hóp viðmælanda sem tengjast næturlífinu á einn eða annan hátt og rifja upp skemmtilegar staðreyndir, sögur og minningar. Andri Freyr kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessum nýju þáttum. Alþjóðlegi gigtardagurinn er í dag. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á fjölbreytni og alvarleika gigtarsjúkdóma sem eru yfir 200 talsins og talið að einn af hverjum fimm geti þurft að glíma við gigt einhvern tímann yfir ævina. Dóra Ingvadóttir formaður Gigtarfélags Íslands kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessum sjúkdómum og afleiðingum þeirra á daglegt líf ásamt því að fara yfir helstu verkefni félagsins. Tónlist í þættinum í dag: Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson) Girl From Before / Blood Harmony (Örn Eldjárn Kristjánsson) Í Reykjavíkurborg / Þú og ég ( Jóhann Helgason) Ég veit þú kemur / Ellý Vilhjálms (Oddgeir Kristjánsson og Ási Í Bæ) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
Ofbeldismenn á Íslandi verða til umræðu á ráðstefnu á vegum Stígamóta sem fer fram í dag á Hótel Hilton. Þar verður leitast við að svara spurningunum: Hverjir beita ofbeldi og af hverju? Hvernig er hægt að aðstoða menn við að hætta að beita ofbeldi? Og hvað er það í samfélaginu og menningunni sem viðheldur ofbeldi? Þær Drífa Snædal, talskona Stígamóta og Anna Þóra Kristinsdóttir ráðgjafi hjá Stígamótum komu í þáttinn í dag og sögðu frá því sem verður rætt á ráðstefnunni. Tjútt eru nýir sjónvarpsþættir sem hefja göngu sína 29.október næstkomandi. Í þáttunum ætla Andri Freyr Viðarsson og Dóra Takefusa, ásamt Kristófer Dignus, að fara yfir 50 ára skemmtistaða- og djammmenningu Reykjavíkur, allt frá því að Glaumbær brann til dagsins í dag. Þau fá til sín fjölbreyttan hóp viðmælanda sem tengjast næturlífinu á einn eða annan hátt og rifja upp skemmtilegar staðreyndir, sögur og minningar. Andri Freyr kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessum nýju þáttum. Alþjóðlegi gigtardagurinn er í dag. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á fjölbreytni og alvarleika gigtarsjúkdóma sem eru yfir 200 talsins og talið að einn af hverjum fimm geti þurft að glíma við gigt einhvern tímann yfir ævina. Dóra Ingvadóttir formaður Gigtarfélags Íslands kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessum sjúkdómum og afleiðingum þeirra á daglegt líf ásamt því að fara yfir helstu verkefni félagsins. Tónlist í þættinum í dag: Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson) Girl From Before / Blood Harmony (Örn Eldjárn Kristjánsson) Í Reykjavíkurborg / Þú og ég ( Jóhann Helgason) Ég veit þú kemur / Ellý Vilhjálms (Oddgeir Kristjánsson og Ási Í Bæ) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
Nýlega var stofnaður kjarahópur á vegum Félags eldri borgara á Akureyri en hópnum er ætlað að vinna að framgangi kjaramála félagsmanna á Akureyri og hafa áhrif á stefnu Landssambands eldri borgara er varðar réttinda- og kjaramál. Formaður hópsins er Björn Snæbjörnsson, fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi formaður stéttarfélagsins Einingar-Iðju. Björn var gestur Mannlega þáttarins í dag og sagði betur frá markmiðum og tilgangi hópsins. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga, eins og flesta mánudaga. Í dag lagði Guðjón vinkilinn við jeppamenningu og almenningssamgöngur í þéttbýli. Svo var það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Fríða Brá Pálsdóttir sjúkraþjálfari. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur eða höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Fríða Brá talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Að telja upp í milljón e. Önnu Hafþórsdóttur Tough Women, adventure stories, ritstj. Jenny Tough A little life e. Hanya Yanagihara The Neurobiology of We e. Daniel Siegel Thru Hiking Will Break Your Heart e. Carrot Quinn Tónlist í þættinum Ennþá man ég hvar / Góss (Andersen & Dam, ísl.texti Bjarni Guðmundsson) Komdu í kvöld / Ragnar Bjarnason (Jón Sigurðsson) Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (Carasella, Danpa, Sciorilli, Bonagura, ísl. Texti Jón Sigurðsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
Nýlega var stofnaður kjarahópur á vegum Félags eldri borgara á Akureyri en hópnum er ætlað að vinna að framgangi kjaramála félagsmanna á Akureyri og hafa áhrif á stefnu Landssambands eldri borgara er varðar réttinda- og kjaramál. Formaður hópsins er Björn Snæbjörnsson, fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi formaður stéttarfélagsins Einingar-Iðju. Björn var gestur Mannlega þáttarins í dag og sagði betur frá markmiðum og tilgangi hópsins. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga, eins og flesta mánudaga. Í dag lagði Guðjón vinkilinn við jeppamenningu og almenningssamgöngur í þéttbýli. Svo var það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Fríða Brá Pálsdóttir sjúkraþjálfari. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur eða höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Fríða Brá talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Að telja upp í milljón e. Önnu Hafþórsdóttur Tough Women, adventure stories, ritstj. Jenny Tough A little life e. Hanya Yanagihara The Neurobiology of We e. Daniel Siegel Thru Hiking Will Break Your Heart e. Carrot Quinn Tónlist í þættinum Ennþá man ég hvar / Góss (Andersen & Dam, ísl.texti Bjarni Guðmundsson) Komdu í kvöld / Ragnar Bjarnason (Jón Sigurðsson) Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (Carasella, Danpa, Sciorilli, Bonagura, ísl. Texti Jón Sigurðsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
'What they like for dinner'Iggy Pop, Case, Lang, Veirs, Tracey Shors, Ellý Vilhjálmsdóttir, Fred again.., Valerie Kaur, The Beaters, Roddy Frame, Mick Lynch, Caetano, Moreno, Zeca, Tom, Richard Hawley, Kirchin Band, Laura Veirs, Petros Mtambo, Mal Waldron, The Roches, Hljómsveit Ingimars Eydal, Vladimir Cosma, Dixie Kwankwa, Bulawayo Sweet Rhythms Band
Leifur Reynisson sagnfræðingur kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá verkefni sem hann hefur unnið með eldri borgurum síðastliðin tvö ár til að rjúfa félagslega einangrun þeirra eftir Covid. Hann hefur farið á milli félagsmiðstöðva eldri borgara í Reykjavík og sýnt ljósmyndir á breiðtjaldi. Myndirnar eru frá tímabilinu 1940-1960 og voru fengnar hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Leifur efnir svo til umræðna um myndirnar, því þær til dæmis varpa ljósi á æsku og æskuumhverfi eldri borgaranna og rifja upp persónulegar minningar. Leifur sagði okkur betur frá þessu áhugaverða verkefni í þættinum. Gæludýr verða oft dýrmætir fjölskyldumeðlimir en þau lifa yfirleitt skemur en eigendurnir. Því getur fylgt mikil sorg að missa gæludýrin sín og Sólrún Barbara Friðriksdóttir dýralæknir sem starfar hjá Dýraspítalanum Garðabæ kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um praktíska hliðarnar sem þarf að huga þegar gæludýr fellur frá. Svo ræddum við líka aðeins hvernig áramótin og flugeldarnir geta farið í gæludýrin. Svo kom Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur til okkar í veðurspjall. Nú var hún komin með formlegar tölur um veðrið í fyrra og samanburð við fyrri ár. Sem sagt hvernig veðurárið 2022 var bæði hér á landi og um allan heim og hvað er hægt að lesa úr því öllu saman. Tónlist í þættinum í dag: Það er svo ótalmargt / Ellý Vilhjálms (Jackie Smith, Derry Lindsay og Jóhanna Erlings Gissurardóttir) Ennþá man ég hvar / Hallbjörg Bjarnadóttir (Mogens Dam, Kaj Andersen og Bjarni Guðmundsson) Tipp topp / Prins Póló (Svavar Pétur Eysteinsson) Sönn ást / Björgvin Halldórsson (Magnús Eiríksson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
Leifur Reynisson sagnfræðingur kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá verkefni sem hann hefur unnið með eldri borgurum síðastliðin tvö ár til að rjúfa félagslega einangrun þeirra eftir Covid. Hann hefur farið á milli félagsmiðstöðva eldri borgara í Reykjavík og sýnt ljósmyndir á breiðtjaldi. Myndirnar eru frá tímabilinu 1940-1960 og voru fengnar hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Leifur efnir svo til umræðna um myndirnar, því þær til dæmis varpa ljósi á æsku og æskuumhverfi eldri borgaranna og rifja upp persónulegar minningar. Leifur sagði okkur betur frá þessu áhugaverða verkefni í þættinum. Gæludýr verða oft dýrmætir fjölskyldumeðlimir en þau lifa yfirleitt skemur en eigendurnir. Því getur fylgt mikil sorg að missa gæludýrin sín og Sólrún Barbara Friðriksdóttir dýralæknir sem starfar hjá Dýraspítalanum Garðabæ kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um praktíska hliðarnar sem þarf að huga þegar gæludýr fellur frá. Svo ræddum við líka aðeins hvernig áramótin og flugeldarnir geta farið í gæludýrin. Svo kom Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur til okkar í veðurspjall. Nú var hún komin með formlegar tölur um veðrið í fyrra og samanburð við fyrri ár. Sem sagt hvernig veðurárið 2022 var bæði hér á landi og um allan heim og hvað er hægt að lesa úr því öllu saman. Tónlist í þættinum í dag: Það er svo ótalmargt / Ellý Vilhjálms (Jackie Smith, Derry Lindsay og Jóhanna Erlings Gissurardóttir) Ennþá man ég hvar / Hallbjörg Bjarnadóttir (Mogens Dam, Kaj Andersen og Bjarni Guðmundsson) Tipp topp / Prins Póló (Svavar Pétur Eysteinsson) Sönn ást / Björgvin Halldórsson (Magnús Eiríksson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
Í dag rifjuðum við upp þátt sem var fyrst á dagskrá föstudaginn 4. desember 2020. Föstudagsgestur Mannlega þáttarins þann dag var tónlistarmaðurinn Máni Svavarsson. Hann hefur verið í mörgum hljómsveitum og hefur samið gríðarlegt magn af tónlist, fyrir sjónvarp og auglýsingar. Hann samdi til dæmis tónlistina í Latabæjarþáttunum sem sýndir hafa verið í yfir 100 löndum og hlaut meðal annars tilnefningu til Emmy verðlauna. Hann er sonur Ellýjar Vilhjálms og Svavars Gests og við forvitnuðumst um æsku hans og uppvöxt, tónlistina, ferilinn og ferðalagið í gegnum lífið. Svo rifjuðum við upp matarspjall úr sama þætti, sem sagt frá 4. desember 2020, þar sem við fengum Guðrúnu Sóley Gestsdóttur til að fræða okkur um bakstur, og þá aðallega smákökubakstur og auðvitað veganbakstur, því Guðrún Sóley er auðvitað þekkt meðal annars fyrir vegan matreiðslubækur sínar. Við komum ekki að tómum kofanum hjá Guðrúnu þegar kemur að því að baka sætabrauð, smákökur og konfekt sem er vegan. Það skal svo tekið fram að á þessum tíma, 4.desember 2020, geysaði auðvitað Covid og samkomutakmarkanir voru í fullu gildi, því voru bæði þessi viðtöl tekin í anddyri útvarpshússins í sérútbúnu hljóðveri sem við kölluðum Studio Anddyri. Tónlist í þættinum: Um þig / Ellý Vilhjálms (Luiz Florentino Bonfa og Ólafur Gaukur Þórhallsson) Aleinn um jólin / KK og Stefán Karl Stefánsson (Máni Svavarsson og Halldór Gunnarsson) A Whiter Shade of Pale / Procol Harum (Brooker & Reid) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Í dag rifjuðum við upp þátt sem var fyrst á dagskrá föstudaginn 4. desember 2020. Föstudagsgestur Mannlega þáttarins þann dag var tónlistarmaðurinn Máni Svavarsson. Hann hefur verið í mörgum hljómsveitum og hefur samið gríðarlegt magn af tónlist, fyrir sjónvarp og auglýsingar. Hann samdi til dæmis tónlistina í Latabæjarþáttunum sem sýndir hafa verið í yfir 100 löndum og hlaut meðal annars tilnefningu til Emmy verðlauna. Hann er sonur Ellýjar Vilhjálms og Svavars Gests og við forvitnuðumst um æsku hans og uppvöxt, tónlistina, ferilinn og ferðalagið í gegnum lífið. Svo rifjuðum við upp matarspjall úr sama þætti, sem sagt frá 4. desember 2020, þar sem við fengum Guðrúnu Sóley Gestsdóttur til að fræða okkur um bakstur, og þá aðallega smákökubakstur og auðvitað veganbakstur, því Guðrún Sóley er auðvitað þekkt meðal annars fyrir vegan matreiðslubækur sínar. Við komum ekki að tómum kofanum hjá Guðrúnu þegar kemur að því að baka sætabrauð, smákökur og konfekt sem er vegan. Það skal svo tekið fram að á þessum tíma, 4.desember 2020, geysaði auðvitað Covid og samkomutakmarkanir voru í fullu gildi, því voru bæði þessi viðtöl tekin í anddyri útvarpshússins í sérútbúnu hljóðveri sem við kölluðum Studio Anddyri. Tónlist í þættinum: Um þig / Ellý Vilhjálms (Luiz Florentino Bonfa og Ólafur Gaukur Þórhallsson) Aleinn um jólin / KK og Stefán Karl Stefánsson (Máni Svavarsson og Halldór Gunnarsson) A Whiter Shade of Pale / Procol Harum (Brooker & Reid) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Umsjón: Rúnar Róbertsson 8:00 Sigurður Guðmundsson og Memfísmafían - Jólin eru hér Sycamore Tree - Hér eru jól Bing Crosby - White Christmas Klara Elías - Desember Brunaliðið - Jóla Jólasveinn Karl Örvarsson - Jólavísa Ragga Gröndal - Jólanótt Páll Óskar - Sjáumst aftur Baggalútur ásamt Valdimar Guðmundssyni og Bríeti - Jólin eru okkar Mahalia Jackson - Joy to the world Ellý Vilhjálms - Litla jólabarn Þú og ég - Mín jól (eru ætluð þér) Margrét Eir - Hafðu það sem allra best um jólin 9:00 Egill Ólafsson - Hátíð í bæ U2 - I believe in father christmas Sam Smith - Have yourself a merry little christmas Friðrik Ómar - Heima um jólin Ríó Tríó - Þá nýfæddur Jesú Dikta - Nóttin var sú ágæt ein Bjarni Arason - Allt er gott um jólin Jóhanna Guðrún - Jólin koma alltaf Guðrún Árný - Desember Elín Snæbrá Bergsdóttir - Kyrrð og ró Bubbi Morthens - Gleðileg jól Sigurður Guðmundsson og Memfismafian - Það snjóar Pálmi Gunnarsson - Yfir fannhvíta jörð
Siggi Gunnars og Atli Már Steinarsson skipta með sér verkum í Popplandi þennan kalda fimmtudag í desember. Spiluð lög: 12:40 til 14.00 SG Árstíðir - Bringing back the feel Louis Armstrong - Cool yule Carpenters - Sleigh ride Carpenters - Yesterday once more Harry styles - music for a sushi restaurant Stuðmenn - Manstu ekki eftir mér? Blue - Girls and boys Ólafur Bjarki & Kött grá pjé - Tvímæli/Tvímælalaust Slade - Merry Xmas everbody Rakel Pálsdóttir - Jólin með þér Rakel Pálsdóttir - Jólaveröld vaknar Rakel Pálsdóttir - Þá koma jólin Ragnhildur Gísladóttir - Lítið jólalag Magnús Kjartansson - Brostu elsku pabbi 14.00 til 16.00 AMS Jónas Sigurðsson - Þyrnigerðið Tara Mobee - For now LF System - Hungry (For love) Jessie Ware - Free Yourself Stealers Wheel - Stuck in the middle with you Úlfur Úlfur - Dínamít Sykur - Curling Tove lo - Grapefruit Margrét Eir & Friðrik Ómar - Af álfum Ellý Vilhjálms - Jólin alls staðar Prins Póló & Hirðin - ÉG er klár - Haustpeysulagið 2022 Gunnar Ólason - Komdu um jólin Pálmi Gunnarsson - Yfir fannhvíta jörð Fleetwood Mac - Don't stop Cat Burns - People Pleaser Sigurður Guðmundsson & Memfismafían - Nú mega jólin koma fyrir mér Superserious - Bye bye honey Cease Tone, Rakel og JóiPé - Ég var að spá Svala - Þú og ég og jól Gorillaz - Baby Queen The Teskey Brothers - This will be our year Elton John ft Britney Spears - Hold me closer Benni Hemm Hemm & Urður & Kött grá pjé - Á óvart Stefán Hilmarsson - Líður að jólum Umsjón: Atli Már Steinarsson og Sigurður Þorri Gunnarsson
Það voru þau Siggi Gunnars og Rósa Birgitta Ísfeld sem skiptu með sér verkum í Popplandi dagsins. Spiluð lög: 12.40 til 14.00 SÞG Pale Moon - I Confess Pink - Never Gonna Not Dance Again The Pretenders - Have Yourself A Merry Little Christmas Lucy Dacus - It?s Too Late Dr. Gunni og Kristjana Stefáns - Meira myrkur Benni Hemm Hemm & Urður & Kött Grá Pjé - Á óvart Inhaler - Love Will Get You There Band Aid - Do They Know It?s Christmas Lovelytheband - Sail Away Coldplay - Christmas Lights Train - Drops Of Jupiter Rakel Pálsdóttir - Með jólin í hjarta mér Frank Sintara - I?ve Got You Under My Skin Kári - Something Better Ragnheiður Gröndal - Jólanótt 14.00 til 16.00 RBÍ Una Torfadóttir - Fyrrverandi Peter Björn & John - Young folks BSÍ - Vesturbæjar Beach Pixies - Hey Rakel Páls - Með jólin í hjarta mér The Teskey Brothers - This will be our year Emiliana Torrini - Sunny Road Samaris - Góða Tungl Gugusar - Annar Séns Between Mountains - Into the dark Vilhjálmur og Ellý Vilhjálms - Jólasveinninn minn Ólafur Kram - Aumingja Þuríður SIgríður Thorlacius & Siggi Guðmunds - Jólin ?22 Madeleine Peyroux - Martha my dear KK & Ellen - Jólin alls staðar Taylor Swift & LAna Del Rey - Snow on the beach Billie Eilish - My Future Nirvana - Dumb Feist - Inside and out Wham! - Everything she wants Mariah Carey - All I want for christmas is you Nick Drake - One of these things first Andy Svarthol - Hvítir mávar
Það voru þau Siggi Gunnars og Rósa Birgitta Ísfeld sem skiptu með sér verkum í Popplandi dagsins. Spiluð lög: 12.40 til 14.00 SÞG Pale Moon - I Confess Pink - Never Gonna Not Dance Again The Pretenders - Have Yourself A Merry Little Christmas Lucy Dacus - It?s Too Late Dr. Gunni og Kristjana Stefáns - Meira myrkur Benni Hemm Hemm & Urður & Kött Grá Pjé - Á óvart Inhaler - Love Will Get You There Band Aid - Do They Know It?s Christmas Lovelytheband - Sail Away Coldplay - Christmas Lights Train - Drops Of Jupiter Rakel Pálsdóttir - Með jólin í hjarta mér Frank Sintara - I?ve Got You Under My Skin Kári - Something Better Ragnheiður Gröndal - Jólanótt 14.00 til 16.00 RBÍ Una Torfadóttir - Fyrrverandi Peter Björn & John - Young folks BSÍ - Vesturbæjar Beach Pixies - Hey Rakel Páls - Með jólin í hjarta mér The Teskey Brothers - This will be our year Emiliana Torrini - Sunny Road Samaris - Góða Tungl Gugusar - Annar Séns Between Mountains - Into the dark Vilhjálmur og Ellý Vilhjálms - Jólasveinninn minn Ólafur Kram - Aumingja Þuríður SIgríður Thorlacius & Siggi Guðmunds - Jólin ?22 Madeleine Peyroux - Martha my dear KK & Ellen - Jólin alls staðar Taylor Swift & LAna Del Rey - Snow on the beach Billie Eilish - My Future Nirvana - Dumb Feist - Inside and out Wham! - Everything she wants Mariah Carey - All I want for christmas is you Nick Drake - One of these things first Andy Svarthol - Hvítir mávar
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Þórólfur Guðnason. Hann hefur nú látið af störfum sem sóttvarnarlæknir Íslands eftir langan feril og án þess að gera lítið úr ferlinum í heild þá er ekki hægt að segja annað en að síðustu tvö árin hafi verið sérstaklega viðburðarrík þar sem Þórólfur var allt í einu í sjónvarpinu inni á heimilum allra landsmanna á hverjum einasta degi að leggja línurnar í gegnum faraldurinn. En við fórum aftur í tímann með Þórólfi og forvitnuðumst um æskuna og uppeldið á Eskifirði og í Vestmannaeyjum, tónlistina og bassaleikinn, starfsferilinn, faraldurinn og svo auðvitað hvernig honum gengur að vera sestur í helgan stein. Svo kom Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, til okkar í matarspjallið og þar var finnskur matur á dagskránni eftir Helsinkiferð Sigurlaugar. Hvað er best að borða í Finnlandi? Það er samt ekki endilega víst að það hafi komið fram í matarpsjalli dagsins. Tónlist í þættinum í dag: Ég veit þú kemur / Ellý Vilhjálms (Ási í Bæ og Oddgeir Kristjánsson) Heima / Haukur Morthens (Ási í Bæ og Oddgeir Kristjánsson) Dísir vorsins / Karlakórinn Heimir (Bjarki Árnason) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Þórólfur Guðnason. Hann hefur nú látið af störfum sem sóttvarnarlæknir Íslands eftir langan feril og án þess að gera lítið úr ferlinum í heild þá er ekki hægt að segja annað en að síðustu tvö árin hafi verið sérstaklega viðburðarrík þar sem Þórólfur var allt í einu í sjónvarpinu inni á heimilum allra landsmanna á hverjum einasta degi að leggja línurnar í gegnum faraldurinn. En við fórum aftur í tímann með Þórólfi og forvitnuðumst um æskuna og uppeldið á Eskifirði og í Vestmannaeyjum, tónlistina og bassaleikinn, starfsferilinn, faraldurinn og svo auðvitað hvernig honum gengur að vera sestur í helgan stein. Svo kom Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, til okkar í matarspjallið og þar var finnskur matur á dagskránni eftir Helsinkiferð Sigurlaugar. Hvað er best að borða í Finnlandi? Það er samt ekki endilega víst að það hafi komið fram í matarpsjalli dagsins. Tónlist í þættinum í dag: Ég veit þú kemur / Ellý Vilhjálms (Ási í Bæ og Oddgeir Kristjánsson) Heima / Haukur Morthens (Ási í Bæ og Oddgeir Kristjánsson) Dísir vorsins / Karlakórinn Heimir (Bjarki Árnason) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Guðrún Ingólfsdóttir doktor í íslenskum bókmenntum hefur í rannsóknum sínum beint sjónum að bókmenntum fyrri alda, einkum frá miðöldum og 18. öld. Það var ekki fyrr en á 19. öld að konur á Íslandi fengu sumar að setjast á formlega skólabekki. Áður fór menntun þeirra einkum fram heima eða þær voru sendar í læri hjá konum, aðallega prestfrúm sem ráku heimaskóla. Handrit í eigu kvenna hafa lengi verið Guðrúnu hugleikin og í bókinni Skáldkona gengur laus (2021) beinir hún sjónum að fjórum skáldkonum frá 19. öld, en í kveðskap þeirra má sjá skýra sjálfsmynd og skýran menningarlegan bakgrunn og merkilega afstöðu til náttúrunnar og ímyndunaraflsins. Guðrún kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá því sem hún ætlar að ræða á Borgarbókasafninu í Menningarhúsinu í Spönginni í dag undir yfirskriftinni Guðhræðslan, náttúran, greddan. Við fengum í dag nýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, nýjum pistlahöfundi þáttarins. Hann er að eigin sögn skúffuskáld og þjóðfræðiáhugamaður úr Flóanum sem hefur stundað í nokkur ár að búa til pistla og birta á samfélagsmiðlum. Guðjón býr með fjölskyldu sinni á bænum Sviðugörðum í gamla Gaulverjabæjarhreppi en stundar ekki hefðbundinn búskap, heldur nokkrar hænur, ræktar tré og svolítið af kartöflum til heimilis- og einkanota. Pistlana kallar hann vinkla og í vinkli dagsins fjallaði hann um hljóð og óhljóð, jafnvel hávaða. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Guðrún Óla Jónsdóttir, blaða- og söngkona. Við fengum að vita hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Átján rauðar rósir / Lúdó og Stefán (Bobby Darin, Iðunn Steinsdóttir) Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (Bonagura, Sciorilli, Danpa og Jón Sigurðsson) Gestir út um allt / Hrekkjusvín (Valgeir Guðjónsson og Pétur Gunnarsson) Ég leitaði blárra blóma / Hörður Torfason (Hörður Torfason og Tómas Guðmundsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Guðrún Ingólfsdóttir doktor í íslenskum bókmenntum hefur í rannsóknum sínum beint sjónum að bókmenntum fyrri alda, einkum frá miðöldum og 18. öld. Það var ekki fyrr en á 19. öld að konur á Íslandi fengu sumar að setjast á formlega skólabekki. Áður fór menntun þeirra einkum fram heima eða þær voru sendar í læri hjá konum, aðallega prestfrúm sem ráku heimaskóla. Handrit í eigu kvenna hafa lengi verið Guðrúnu hugleikin og í bókinni Skáldkona gengur laus (2021) beinir hún sjónum að fjórum skáldkonum frá 19. öld, en í kveðskap þeirra má sjá skýra sjálfsmynd og skýran menningarlegan bakgrunn og merkilega afstöðu til náttúrunnar og ímyndunaraflsins. Guðrún kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá því sem hún ætlar að ræða á Borgarbókasafninu í Menningarhúsinu í Spönginni í dag undir yfirskriftinni Guðhræðslan, náttúran, greddan. Við fengum í dag nýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, nýjum pistlahöfundi þáttarins. Hann er að eigin sögn skúffuskáld og þjóðfræðiáhugamaður úr Flóanum sem hefur stundað í nokkur ár að búa til pistla og birta á samfélagsmiðlum. Guðjón býr með fjölskyldu sinni á bænum Sviðugörðum í gamla Gaulverjabæjarhreppi en stundar ekki hefðbundinn búskap, heldur nokkrar hænur, ræktar tré og svolítið af kartöflum til heimilis- og einkanota. Pistlana kallar hann vinkla og í vinkli dagsins fjallaði hann um hljóð og óhljóð, jafnvel hávaða. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Guðrún Óla Jónsdóttir, blaða- og söngkona. Við fengum að vita hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Átján rauðar rósir / Lúdó og Stefán (Bobby Darin, Iðunn Steinsdóttir) Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (Bonagura, Sciorilli, Danpa og Jón Sigurðsson) Gestir út um allt / Hrekkjusvín (Valgeir Guðjónsson og Pétur Gunnarsson) Ég leitaði blárra blóma / Hörður Torfason (Hörður Torfason og Tómas Guðmundsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Guðrún Ingólfsdóttir doktor í íslenskum bókmenntum hefur í rannsóknum sínum beint sjónum að bókmenntum fyrri alda, einkum frá miðöldum og 18. öld. Það var ekki fyrr en á 19. öld að konur á Íslandi fengu sumar að setjast á formlega skólabekki. Áður fór menntun þeirra einkum fram heima eða þær voru sendar í læri hjá konum, aðallega prestfrúm sem ráku heimaskóla. Handrit í eigu kvenna hafa lengi verið Guðrúnu hugleikin og í bókinni Skáldkona gengur laus (2021) beinir hún sjónum að fjórum skáldkonum frá 19. öld, en í kveðskap þeirra má sjá skýra sjálfsmynd og skýran menningarlegan bakgrunn og merkilega afstöðu til náttúrunnar og ímyndunaraflsins. Guðrún kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá því sem hún ætlar að ræða á Borgarbókasafninu í Menningarhúsinu í Spönginni í dag undir yfirskriftinni Guðhræðslan, náttúran, greddan. Við fengum í dag nýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, nýjum pistlahöfundi þáttarins. Hann er að eigin sögn skúffuskáld og þjóðfræðiáhugamaður úr Flóanum sem hefur stundað í nokkur ár að búa til pistla og birta á samfélagsmiðlum. Guðjón býr með fjölskyldu sinni á bænum Sviðugörðum í gamla Gaulverjabæjarhreppi en stundar ekki hefðbundinn búskap, heldur nokkrar hænur, ræktar tré og svolítið af kartöflum til heimilis- og einkanota. Pistlana kallar hann vinkla og í vinkli dagsins fjallaði hann um hljóð og óhljóð, jafnvel hávaða. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Guðrún Óla Jónsdóttir, blaða- og söngkona. Við fengum að vita hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Átján rauðar rósir / Lúdó og Stefán (Bobby Darin, Iðunn Steinsdóttir) Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (Bonagura, Sciorilli, Danpa og Jón Sigurðsson) Gestir út um allt / Hrekkjusvín (Valgeir Guðjónsson og Pétur Gunnarsson) Ég leitaði blárra blóma / Hörður Torfason (Hörður Torfason og Tómas Guðmundsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Kristín Ingvarsdóttir, lektor í japönskum fræðum er í Japan, þekkir vel til stöðu mála í Japan en einhver áhrifamesti stjórnmálamaður Japan, Shinzo Abe, var skotinn til bana á kosningafundi á föstudag. Kosningar voru svo haldnar í gær, þar sem stjórnarflokkarnir bættu við sig fylgi. Hún fjallaði um niðurstöðu kosninganna og hugmyndir um að gera breytingar á stjórnarskrá landsins. Glæpatíðni er afar lág í Japan og ofbeldi þar sem skotvopnum er beitt álíka algengt hjá þessari tæplega 130 milljóna þjóð og hjá Íslendingum. Gunnar Tryggvason, starfandi hafnarstjóri Faxaflóahafna, fór yfir þær breytingar sem eru að eiga sér stað varðandi rafvæðingu skemmtiferðaskipa og fraktskipa. Nú eru fraktskipin tengd við rafmagn þegar þau eru í höfn og styttist í að það sama verði með stóran hluta skemmtiferðaskipa. Það þýðir minni hávaða- og loftmengun. Iða Marsibil Jónsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi og tekur við starfinu 25. júlí. Iða Marsibil hefur verið forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð síðustu fjögur árin en hún var búsett þar í átta ár. Iða Marsibil segir skipulagsmál eitt helsta verkefni sveitarstjórnar í Grímsness- og Grafningshreppi á meðan samgöngumálin voru það í Vesturbyggð. Tónlist: Ég ann þér enn - Þuríður Sigurðardóttir, Open up your door - Richard Hawley, Ó borg mín borg - Haukur Morthens og tríó Eyþórs Þorlákssonar, Farmaður hugsar heim - Ellý Vilhjálms/hljómsveit Svavar Gests, With You - Rebekka Blöndal. Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Kristín Ingvarsdóttir, lektor í japönskum fræðum er í Japan, þekkir vel til stöðu mála í Japan en einhver áhrifamesti stjórnmálamaður Japan, Shinzo Abe, var skotinn til bana á kosningafundi á föstudag. Kosningar voru svo haldnar í gær, þar sem stjórnarflokkarnir bættu við sig fylgi. Hún fjallaði um niðurstöðu kosninganna og hugmyndir um að gera breytingar á stjórnarskrá landsins. Glæpatíðni er afar lág í Japan og ofbeldi þar sem skotvopnum er beitt álíka algengt hjá þessari tæplega 130 milljóna þjóð og hjá Íslendingum. Gunnar Tryggvason, starfandi hafnarstjóri Faxaflóahafna, fór yfir þær breytingar sem eru að eiga sér stað varðandi rafvæðingu skemmtiferðaskipa og fraktskipa. Nú eru fraktskipin tengd við rafmagn þegar þau eru í höfn og styttist í að það sama verði með stóran hluta skemmtiferðaskipa. Það þýðir minni hávaða- og loftmengun. Iða Marsibil Jónsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi og tekur við starfinu 25. júlí. Iða Marsibil hefur verið forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð síðustu fjögur árin en hún var búsett þar í átta ár. Iða Marsibil segir skipulagsmál eitt helsta verkefni sveitarstjórnar í Grímsness- og Grafningshreppi á meðan samgöngumálin voru það í Vesturbyggð. Tónlist: Ég ann þér enn - Þuríður Sigurðardóttir, Open up your door - Richard Hawley, Ó borg mín borg - Haukur Morthens og tríó Eyþórs Þorlákssonar, Farmaður hugsar heim - Ellý Vilhjálms/hljómsveit Svavar Gests, With You - Rebekka Blöndal. Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Kristín Ingvarsdóttir, lektor í japönskum fræðum er í Japan, þekkir vel til stöðu mála í Japan en einhver áhrifamesti stjórnmálamaður Japan, Shinzo Abe, var skotinn til bana á kosningafundi á föstudag. Kosningar voru svo haldnar í gær, þar sem stjórnarflokkarnir bættu við sig fylgi. Hún fjallaði um niðurstöðu kosninganna og hugmyndir um að gera breytingar á stjórnarskrá landsins. Glæpatíðni er afar lág í Japan og ofbeldi þar sem skotvopnum er beitt álíka algengt hjá þessari tæplega 130 milljóna þjóð og hjá Íslendingum. Gunnar Tryggvason, starfandi hafnarstjóri Faxaflóahafna, fór yfir þær breytingar sem eru að eiga sér stað varðandi rafvæðingu skemmtiferðaskipa og fraktskipa. Nú eru fraktskipin tengd við rafmagn þegar þau eru í höfn og styttist í að það sama verði með stóran hluta skemmtiferðaskipa. Það þýðir minni hávaða- og loftmengun. Iða Marsibil Jónsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi og tekur við starfinu 25. júlí. Iða Marsibil hefur verið forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð síðustu fjögur árin en hún var búsett þar í átta ár. Iða Marsibil segir skipulagsmál eitt helsta verkefni sveitarstjórnar í Grímsness- og Grafningshreppi á meðan samgöngumálin voru það í Vesturbyggð. Tónlist: Ég ann þér enn - Þuríður Sigurðardóttir, Open up your door - Richard Hawley, Ó borg mín borg - Haukur Morthens og tríó Eyþórs Þorlákssonar, Farmaður hugsar heim - Ellý Vilhjálms/hljómsveit Svavar Gests, With You - Rebekka Blöndal. Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Framundan er ein helsta ferðahelgi ársins. Hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjörg hefur komið mörgum til bjargar undanfarin sumar og í dag hefst umferðarátak félagsins þar sem sjónum er beint að fólki á ferðinni. Að allir ferðist örugglega, hvort sem það er á þjóðvegum landsins eða á hálendinu. Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnastjóri í slysavörnum, ræddi þessi mál. Það er kominn júlí og líklega eru margir á leið í sumarfrí í dag, eru nýkomnir í sumarfrí eða fara í frí á næstunni. En hvernig eigum við að fara í frí? Það er að segja, hvað þurfum við að hafa í huga gagnvart vinnunni? Hvernig er best að kúpla okkur út og gera fríið sem mest frí? Herdís Pála Pálsdóttir stjórnunarráðgjafi kom til okkar með góð ráð í farteskinu. Verkföll blasa við hjá evrópskum flugfélögum og þetta getur haft áhrif á ferðalög fólks í sumar. Kristján Sigurjónsson ritstjóri Túrista, var með okkur og sagði frá verkföllunum og ýmsum öðrum skakkaföllum í fluggeiranum. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Guðrún Hálfdánardóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: What good is love for you - Dusty Springfield Jim ?Sarah Vaughan Óbyggðirnar kalla ? KK og Magnús Eiríksson Allt mitt líf - Ellý Vilhjálms Sleeping On The Blacktop ? Colter Wall Ég fer í fríið - Sumargleðin Go your own way - Fleetwood Mac
Framundan er ein helsta ferðahelgi ársins. Hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjörg hefur komið mörgum til bjargar undanfarin sumar og í dag hefst umferðarátak félagsins þar sem sjónum er beint að fólki á ferðinni. Að allir ferðist örugglega, hvort sem það er á þjóðvegum landsins eða á hálendinu. Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnastjóri í slysavörnum, ræddi þessi mál. Það er kominn júlí og líklega eru margir á leið í sumarfrí í dag, eru nýkomnir í sumarfrí eða fara í frí á næstunni. En hvernig eigum við að fara í frí? Það er að segja, hvað þurfum við að hafa í huga gagnvart vinnunni? Hvernig er best að kúpla okkur út og gera fríið sem mest frí? Herdís Pála Pálsdóttir stjórnunarráðgjafi kom til okkar með góð ráð í farteskinu. Verkföll blasa við hjá evrópskum flugfélögum og þetta getur haft áhrif á ferðalög fólks í sumar. Kristján Sigurjónsson ritstjóri Túrista, var með okkur og sagði frá verkföllunum og ýmsum öðrum skakkaföllum í fluggeiranum. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Guðrún Hálfdánardóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: What good is love for you - Dusty Springfield Jim ?Sarah Vaughan Óbyggðirnar kalla ? KK og Magnús Eiríksson Allt mitt líf - Ellý Vilhjálms Sleeping On The Blacktop ? Colter Wall Ég fer í fríið - Sumargleðin Go your own way - Fleetwood Mac
Í þingspjallinu komu tveir þingflokksformenn, Helga Vala Helgadóttir og Óli Björn Kárason í hljóðstofu. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu við þau um þingstörfin og þau mál sem helst hafa verið til umræðu í vikunni, svo sem mögulega inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Vikulegt spjall við Kristján Sigurjónsson, ritstjóra Túrista.is. Að þessu sinni um áhrif innrásar Rússa í Úkraínu á ferðaþjónustu, hækkun á olíuverði og áhrifum hennar á flugfélög og sitt hvað fleira. Einar Sveinbjörnsson ræddi um tíðarfarið í vetur, veðurminni Íslendinga og sagði okkur undan og ofan af langtímaspám. Tónlist: Lítill fugl - Ellý Vilhjálms Sigurður Guðmundsson - Undir Stórasteini Vor í Vaglaskógi - Kaleo Love and communication - Cat Power California Dreamin? - The Mamas & The Papas Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Sigríður Halldórsdóttir.
Síðan Miðgarðakirkja brann í Grímsey upp úr miðjum september hefur verið yfirstandandi söfnun fyrir byggingu nýrrar kirkju en ljóst er að talsverður tími er í að hún verði endurbyggð - og jólamessan verður því með óhefðbundnu sniði. Við ræddum við Önnu Maríu Sigvaldadóttur, sem er í sóknarnefndinni. Svikapóstum hefur fjölgað mikið undanfarið og margir þeirra sendir í nafni Póstsins þar sem viðtakendur eru látnir vita af sendingu sem greiða þarf gjöld af. Ari Kristinn Jónsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins AwareGO kom til okkar og sagði okkur af átaki þeirra og Póstsins gegn slíkum svikasendingum. Í gær var greint frá því að heildarkostnaður vegna undirbúnings og uppsetningar pálmatrés í Vogabyggð nemi 8,9 milljónum króna. Við ræddum við Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúa og formann menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, um þetta umdeilda útilistaverk. Vitneskja var innan KSÍ um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir sem störfuðu fyrir sambandið hefðu beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi á síðustu 11 árum, samkvæmt niðurstöðu skýrslu úttektarnefndar á vegum ÍSÍ sem birt var í gær. Við ræddum við Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ. Á Gufuá í Borgarfirði búa þau Benedikt Líndal, tamningameistari, reiðkennari og hrossabóndi og Sigríður Ævarsdóttir hómópati, alþýðulistakona og jarðarmóðir eins og hún kallar sig. Á staðnum er rekin fjölbreytt starfsemi, m.a. boðið upp á göngutúra með geitum. Nú hafa þau hjónin skrifað saman bókina Tölum um hesta, sem er óhefðbundin bók um hesta þar sem fræðsla, sögur, ljóð og myndlist fléttast saman. Við hringdum að Gufuá og heyrðum í Benedikt. Stjórnvöld í Þýskalandi ákváðu í lok síðustu viku að herða sóttvarnir til muna til að vinna bug á fjórðu bylgju COVID-19 farsóttarinnar. Við heyrðum í Eiríki Ragnarssyni sem býr í Hessen um stöðu faraldursins þar í landi, en einnig um kanslaraskipti. Tónlist: Baggalútur - Ég á það skilið. Ellý Vilhjálms - Það heyrast jólabjöllur. Mariah Carey - Christmas, baby please come home. KK - Lucky one. Jóhanna Guðrún - Löngu liðnir dagar. Eartha Kitt - Santa baby. Sigurður og Sigríður - Það eru jól.
Síðan Miðgarðakirkja brann í Grímsey upp úr miðjum september hefur verið yfirstandandi söfnun fyrir byggingu nýrrar kirkju en ljóst er að talsverður tími er í að hún verði endurbyggð - og jólamessan verður því með óhefðbundnu sniði. Við ræddum við Önnu Maríu Sigvaldadóttur, sem er í sóknarnefndinni. Svikapóstum hefur fjölgað mikið undanfarið og margir þeirra sendir í nafni Póstsins þar sem viðtakendur eru látnir vita af sendingu sem greiða þarf gjöld af. Ari Kristinn Jónsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins AwareGO kom til okkar og sagði okkur af átaki þeirra og Póstsins gegn slíkum svikasendingum. Í gær var greint frá því að heildarkostnaður vegna undirbúnings og uppsetningar pálmatrés í Vogabyggð nemi 8,9 milljónum króna. Við ræddum við Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúa og formann menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, um þetta umdeilda útilistaverk. Vitneskja var innan KSÍ um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir sem störfuðu fyrir sambandið hefðu beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi á síðustu 11 árum, samkvæmt niðurstöðu skýrslu úttektarnefndar á vegum ÍSÍ sem birt var í gær. Við ræddum við Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ. Á Gufuá í Borgarfirði búa þau Benedikt Líndal, tamningameistari, reiðkennari og hrossabóndi og Sigríður Ævarsdóttir hómópati, alþýðulistakona og jarðarmóðir eins og hún kallar sig. Á staðnum er rekin fjölbreytt starfsemi, m.a. boðið upp á göngutúra með geitum. Nú hafa þau hjónin skrifað saman bókina Tölum um hesta, sem er óhefðbundin bók um hesta þar sem fræðsla, sögur, ljóð og myndlist fléttast saman. Við hringdum að Gufuá og heyrðum í Benedikt. Stjórnvöld í Þýskalandi ákváðu í lok síðustu viku að herða sóttvarnir til muna til að vinna bug á fjórðu bylgju COVID-19 farsóttarinnar. Við heyrðum í Eiríki Ragnarssyni sem býr í Hessen um stöðu faraldursins þar í landi, en einnig um kanslaraskipti. Tónlist: Baggalútur - Ég á það skilið. Ellý Vilhjálms - Það heyrast jólabjöllur. Mariah Carey - Christmas, baby please come home. KK - Lucky one. Jóhanna Guðrún - Löngu liðnir dagar. Eartha Kitt - Santa baby. Sigurður og Sigríður - Það eru jól.
Flest örnefni eru varðveitt í þar til gerðum gagnabönkum; annars vegar hjá Landmælingum Íslands og hins vegar Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Án efa eru til ýmis örnefni sem hvergi eru á skrá en fólk kann og varðveitir með því að miðla kynslóð fram af kynslóð. Landmælingar og Árnastofnun ýttu í dag úr vör, á degi íslenskrar náttúru, landsátaki um staðsetningu örnefna. Átakið nefnist Hvar er. Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstjóri Landmælinga Íslands, fór yfir mikilvægi þess að varveita örnefni þannig að þau glatist ekki og að þeir sem hafa góða staðbundna þekkingu á örnefnum eru hvattir til að taka þátt í átakinu. Nánar má fræðast um átakið á vefnum nafnid.is. Bogi Ágústsson fór yfir stöðuna í Noregi að loknum þingkosningum, stjórnarmyndunarviðræður, stöðu Ernu Solberg forsætisráðherra og svæðisbundið framboð (Finnmörk), Pasientfokus, sem fékk einn mann kjörinn á Stórþingið. Framboð sem hefur aðeins eitt á málefnaskrá sinni - nýtt sjúkrahús í Alta. Jafnframt báru ráðherraskipti í bresku ríkisstjórninni á góma í Heimsglugga dagsins. Inger Støjberg fyrrverandi ráðherra innflytjendamála í Danmörku, hefur verið mjög áberandi í þarlendum fjölmiðlum vegna réttarhaldanna sem nú standa yfir vegna ákvarðana sem teknar voru í hennar ráðherratíð. Tekist er um málið fyrir Landsdómi Danmerkur en hann hefur ekki verið kallaður saman síðan árið 1995. Þá var það Tamíla-málið svonefnda. Þá var Erik Ninn-Hansen dómsmálaráðherra dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa komið í veg fyrir fjölskyldusameiningu flóttafólks. Borgþór Arngrímsson fór yfir mál Støjberg ásamt því að fjalla um átök innan leiklistardeildar danska ríkisútvarpsins og fleiri mál í spjalli um það sem er í kastljósi fjölmiðla í Danmörku. Tónlist: Vorkvöld í Reykjavík í flutningi Ragnars Bjarnasonar, Ég vil fara upp í sveit með Ellý Vilhjálms og að lokum danska lagið; Jeg snakker med mig selv með Gitte Hænning. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.
Flest örnefni eru varðveitt í þar til gerðum gagnabönkum; annars vegar hjá Landmælingum Íslands og hins vegar Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Án efa eru til ýmis örnefni sem hvergi eru á skrá en fólk kann og varðveitir með því að miðla kynslóð fram af kynslóð. Landmælingar og Árnastofnun ýttu í dag úr vör, á degi íslenskrar náttúru, landsátaki um staðsetningu örnefna. Átakið nefnist Hvar er. Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstjóri Landmælinga Íslands, fór yfir mikilvægi þess að varveita örnefni þannig að þau glatist ekki og að þeir sem hafa góða staðbundna þekkingu á örnefnum eru hvattir til að taka þátt í átakinu. Nánar má fræðast um átakið á vefnum nafnid.is. Bogi Ágústsson fór yfir stöðuna í Noregi að loknum þingkosningum, stjórnarmyndunarviðræður, stöðu Ernu Solberg forsætisráðherra og svæðisbundið framboð (Finnmörk), Pasientfokus, sem fékk einn mann kjörinn á Stórþingið. Framboð sem hefur aðeins eitt á málefnaskrá sinni - nýtt sjúkrahús í Alta. Jafnframt báru ráðherraskipti í bresku ríkisstjórninni á góma í Heimsglugga dagsins. Inger Støjberg fyrrverandi ráðherra innflytjendamála í Danmörku, hefur verið mjög áberandi í þarlendum fjölmiðlum vegna réttarhaldanna sem nú standa yfir vegna ákvarðana sem teknar voru í hennar ráðherratíð. Tekist er um málið fyrir Landsdómi Danmerkur en hann hefur ekki verið kallaður saman síðan árið 1995. Þá var það Tamíla-málið svonefnda. Þá var Erik Ninn-Hansen dómsmálaráðherra dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa komið í veg fyrir fjölskyldusameiningu flóttafólks. Borgþór Arngrímsson fór yfir mál Støjberg ásamt því að fjalla um átök innan leiklistardeildar danska ríkisútvarpsins og fleiri mál í spjalli um það sem er í kastljósi fjölmiðla í Danmörku. Tónlist: Vorkvöld í Reykjavík í flutningi Ragnars Bjarnasonar, Ég vil fara upp í sveit með Ellý Vilhjálms og að lokum danska lagið; Jeg snakker med mig selv með Gitte Hænning. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.
Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson – Jólin alls staðar Okkar fallegasta jólalag er tekið fyrir í dag. Það voru hjónin Jóhanna G. Erlingsson og Jón „Bassi” Sigurðsson sem eru höfundar hins eilífa og unaðslega verks Jólin alls staðar, en verkið var sungið af systkinunum Ellý og Villa Vill á jólaplötu þeirra sem gefin var út […]
Morgunútvarpið 1.12.20 Umsjónarmenn: Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson Fyrirtækið Terra, sem áður hét Gámaþjónustan, hefur unnið að því að skynjararvæða hluta grenndargáma sinna. Við forvitnuðumst um þetta hjá samskiptastjóra Terra, Frey Eyjólfssyni, sem gaf okkur líka 10 góð ráð til að gera jólin innilegri og umhverfisvænni. Í dag klukkan hálf þrjú fer fram mikilvægur leikur hjá landsliði Íslands í knattspyrnu kvenna þegar þær mæta Ungverjum í lokaleik sínum í riðlakeppni undankeppni Evrópumótsins 2022. Við heyrðum í Mist Rúnarsdóttur sem stjórnar hlaðvarpsþættinum Heimavöllurinn en sá þáttur fjallar sérstaklega um knattspyrnu kvenna. Hvernig lýst henni á möguleika Íslands til að komast á lokamótið? Daníel Brandur Sigurgeirsson var á línunni hjá okkur en hann hefur nú tekið saman lista yfir fjölmennustu Facebook hópana hér á íslandi og kennir þar ýmissa grasa. Að auki er hann stofnandi hópsins "hver hendir svona" og hann sagði okkur frá þessu öllu. Lýsi eyðilagði 99,9 prósent Covid 19 veirunnar er fyrirsögn nýlegrar umfjöllunar í fiskifréttum. Þar kemur fram að hópur vísindamanna undir forystu Einars Stefánssonar, prófessors í læknisfræði við HÍ, hefur sýnt fram á að með frumuræktun að fríar fitusýrur sem er að finna í lýsi, eyðileggja veirur á skömmum tíma, meðal annars þeirri sem veldur Covid 19. Við spjölluðum við Einar. Og Sævar Helgi Bragason mætti og sagði okkur frá ýmsu markverðu úr heimi vísindanna. Tónlist: Nýdönsk - Örlagagarn KK & Ellen - Jólasnjór Hildur Vala - Komin alltof langt Hjálmar - Yfir hafið Vilhjálmur og Ellý Vilhjálms - Jólin allsstaðar Sváfnir Sig - Fer sem fer Á móti sól - Þegar jólin koma (2016) Of monsters and men - Visitor Sycamore tree - Picking fights and pulling guns Mannakorn - Gleði og friðarjól
Morgunútvarpið 1.12.20 Umsjónarmenn: Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson Fyrirtækið Terra, sem áður hét Gámaþjónustan, hefur unnið að því að skynjararvæða hluta grenndargáma sinna. Við forvitnuðumst um þetta hjá samskiptastjóra Terra, Frey Eyjólfssyni, sem gaf okkur líka 10 góð ráð til að gera jólin innilegri og umhverfisvænni. Í dag klukkan hálf þrjú fer fram mikilvægur leikur hjá landsliði Íslands í knattspyrnu kvenna þegar þær mæta Ungverjum í lokaleik sínum í riðlakeppni undankeppni Evrópumótsins 2022. Við heyrðum í Mist Rúnarsdóttur sem stjórnar hlaðvarpsþættinum Heimavöllurinn en sá þáttur fjallar sérstaklega um knattspyrnu kvenna. Hvernig lýst henni á möguleika Íslands til að komast á lokamótið? Daníel Brandur Sigurgeirsson var á línunni hjá okkur en hann hefur nú tekið saman lista yfir fjölmennustu Facebook hópana hér á íslandi og kennir þar ýmissa grasa. Að auki er hann stofnandi hópsins "hver hendir svona" og hann sagði okkur frá þessu öllu. Lýsi eyðilagði 99,9 prósent Covid 19 veirunnar er fyrirsögn nýlegrar umfjöllunar í fiskifréttum. Þar kemur fram að hópur vísindamanna undir forystu Einars Stefánssonar, prófessors í læknisfræði við HÍ, hefur sýnt fram á að með frumuræktun að fríar fitusýrur sem er að finna í lýsi, eyðileggja veirur á skömmum tíma, meðal annars þeirri sem veldur Covid 19. Við spjölluðum við Einar. Og Sævar Helgi Bragason mætti og sagði okkur frá ýmsu markverðu úr heimi vísindanna. Tónlist: Nýdönsk - Örlagagarn KK & Ellen - Jólasnjór Hildur Vala - Komin alltof langt Hjálmar - Yfir hafið Vilhjálmur og Ellý Vilhjálms - Jólin allsstaðar Sváfnir Sig - Fer sem fer Á móti sól - Þegar jólin koma (2016) Of monsters and men - Visitor Sycamore tree - Picking fights and pulling guns Mannakorn - Gleði og friðarjól
Brasilía er meðal þeirra landa sem Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið hvað harðast. Yfir fjórar milljónir Brasilíubúa hafa smitast af Covid-19 og 127 þúsund hafa látist þar vegna sjúkdómsins. Luciano Dutra er frá Brasilíu en hefur búið á Íslandi í tæp tuttugu ár. Luciano sagði frá ástandi mála í Brasilíu. Skammur tími er til stefnu til að semja um Brexit, ef Bretar og Evrópusambandið ætla yfir höfuð að ná samningum um útgöngu þeirra fyrrnefndu til frambúðar. Sem er ekki víst, Boris Johnson forsætisráðherra er sagður reiðubúinn að taka þá áhættu sem felst í að ganga frá samningaborðinu. Sigrún Davíðsdóttir ræddi um bresk stjórnmál í Lundúnaspjalli. Hún talaði líka um stöðuna í Covid-19 faraldrinum, en greindum smitum fjölgaði verulega um helgina, og um bókaútgáfu. Í dag er dagur verkalýðsins í Bandaríkjunum, Labor Day. Bandaríkin eru eitt fárra landa í heiminum sem heldur ekki upp á 1. maí sem sérstakan verkalýðsdag. Þess í stað er það fyrsti mánudagur í september á ári hverju sem tileinkaður er bandarískum verkalýð. Við fórum yfir þessa sögu með Veru Illugadóttur. Tónlist: Samba de Bencáo - Bebél Gilberto, So danso samba - Antonio Carlos Jobim, Vegir liggja til allra átta - Ellý Vilhjálms, Litla flugan - Egill Ólafsson og hljómsveit Björns Thoroddsen
Brasilía er meðal þeirra landa sem Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið hvað harðast. Yfir fjórar milljónir Brasilíubúa hafa smitast af Covid-19 og 127 þúsund hafa látist þar vegna sjúkdómsins. Luciano Dutra er frá Brasilíu en hefur búið á Íslandi í tæp tuttugu ár. Luciano sagði frá ástandi mála í Brasilíu. Skammur tími er til stefnu til að semja um Brexit, ef Bretar og Evrópusambandið ætla yfir höfuð að ná samningum um útgöngu þeirra fyrrnefndu til frambúðar. Sem er ekki víst, Boris Johnson forsætisráðherra er sagður reiðubúinn að taka þá áhættu sem felst í að ganga frá samningaborðinu. Sigrún Davíðsdóttir ræddi um bresk stjórnmál í Lundúnaspjalli. Hún talaði líka um stöðuna í Covid-19 faraldrinum, en greindum smitum fjölgaði verulega um helgina, og um bókaútgáfu. Í dag er dagur verkalýðsins í Bandaríkjunum, Labor Day. Bandaríkin eru eitt fárra landa í heiminum sem heldur ekki upp á 1. maí sem sérstakan verkalýðsdag. Þess í stað er það fyrsti mánudagur í september á ári hverju sem tileinkaður er bandarískum verkalýð. Við fórum yfir þessa sögu með Veru Illugadóttur. Tónlist: Samba de Bencáo - Bebél Gilberto, So danso samba - Antonio Carlos Jobim, Vegir liggja til allra átta - Ellý Vilhjálms, Litla flugan - Egill Ólafsson og hljómsveit Björns Thoroddsen
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur. Hún kom á Morgunvaktina og ræddi um tilslakanir á samkomubanni, sem tóku gildi í dag, um stöðuna í heilbrigðiskerfinu og um kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga. Hún sagði það vera vonbrigði að samningar hafi ekki komist á á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er kominn aftur til vinnu eftir að hafa veikst mjög alvarlega af Covid-19. Hann eignaðist svo son í síðustu viku, svo það er skammt stórra högga á milli hjá honum. Bretar hafa farið illa út úr Covid-19 og eru við það að slá sorglegt met Ítalíu um flest dauðsföll í Evrópu vegna sjúkdómsins. Sigrún Davíðsdóttir ræddi þessi mál, og sagði frá nýrri rannsókn sem gefur til kynna að mikill munur sé á dauðsföllum eftir landsvæðum, og þar sem tekjulágt fólk býr deyja mun fleiri en annars staðar. Þrír borgarfulltrúar í Prag, höfuðborg Tékklands, eru í felum eða njóta lögregluverndar vegna gruns um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að, eða vilji, ráða þá af dögum. Rússar neita því staðfastlega að vilja nokkurn Tékka feigan en málið þykir allt hið undarlegasta - við sögu koma meðal annars styttur af sovéskum hershöfðingjum, dularfullir diplómatar, og eitur. Vera Illugadóttir sagði frá þessu máli. Tónlist: Hæ Mambó - Haukur Morthens, Heyr mína bæn - Ellý Vilhjálms, Michelle - Bítlarnir, Góða ferð - B.G. og Ingibjörg
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur. Hún kom á Morgunvaktina og ræddi um tilslakanir á samkomubanni, sem tóku gildi í dag, um stöðuna í heilbrigðiskerfinu og um kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga. Hún sagði það vera vonbrigði að samningar hafi ekki komist á á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er kominn aftur til vinnu eftir að hafa veikst mjög alvarlega af Covid-19. Hann eignaðist svo son í síðustu viku, svo það er skammt stórra högga á milli hjá honum. Bretar hafa farið illa út úr Covid-19 og eru við það að slá sorglegt met Ítalíu um flest dauðsföll í Evrópu vegna sjúkdómsins. Sigrún Davíðsdóttir ræddi þessi mál, og sagði frá nýrri rannsókn sem gefur til kynna að mikill munur sé á dauðsföllum eftir landsvæðum, og þar sem tekjulágt fólk býr deyja mun fleiri en annars staðar. Þrír borgarfulltrúar í Prag, höfuðborg Tékklands, eru í felum eða njóta lögregluverndar vegna gruns um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að, eða vilji, ráða þá af dögum. Rússar neita því staðfastlega að vilja nokkurn Tékka feigan en málið þykir allt hið undarlegasta - við sögu koma meðal annars styttur af sovéskum hershöfðingjum, dularfullir diplómatar, og eitur. Vera Illugadóttir sagði frá þessu máli. Tónlist: Hæ Mambó - Haukur Morthens, Heyr mína bæn - Ellý Vilhjálms, Michelle - Bítlarnir, Góða ferð - B.G. og Ingibjörg
Þjóðin þarf pepp og Morgunkaffið svarar kallinu með dúndrandi skemmtilegri tónlist úr öllum áttum og spjalli um allt milli himins og jarðar. Ellý Vilhjálms og Bob Dylan stytta okkur stundir ásamt fjölmörgum öðrum.
Þjóðin þarf pepp og Morgunkaffið svarar kallinu með dúndrandi skemmtilegri tónlist úr öllum áttum og spjalli um allt milli himins og jarðar. Ellý Vilhjálms og Bob Dylan stytta okkur stundir ásamt fjölmörgum öðrum.
Gestur okkar í dag er Björgvin Franz Gíslason, leikari. Hann hefur nýverið lokið tveimur stórkostlegum sýningum í Borgarleikhúsinu. Önnur sýningin nefnist Ellý en hún fjallar um líf Ellý Vilhjálms, þar sem Björgvin bregður sér í gervi Villa Vill og Ragga Bjarna. Þegar ég sá sýninguna hélt ég hreinlega að Björgvin væri bara að mæma Ragga því hann náði honum algjörlega! Hin leiksýningin er söngleikurinn Matthildur þar sem Björgvin leikur sadískan skólastjóra og fór þar einnig á kostum. Sýningin er mjög líkamlega krefjandi og fer Björgvin aðeins yfir það í spjalli okkar hvað hann gerir til að halda sér í góðu formi. Við Björgvin áttum við gott spjall um lífið almennt, áskoranir, persónulegan þroska og ekki síst andlega- og líkamlega heilsu. Að ógleymdu mikilvægi svefns í þessu öllu.
Gestur okkar í dag er Björgvin Franz Gíslason, leikari. Hann hefur nýverið lokið tveimur stórkostlegum sýningum í Borgarleikhúsinu. Önnur sýningin nefnist Ellý en hún fjallar um líf Ellý Vilhjálms, þar sem Björgvin bregður sér í gervi Villa Vill og Ragga Bjarna. Þegar ég sá sýninguna hélt ég hreinlega að Björgvin væri bara að mæma Ragga því hann náði honum algjörlega! Hin leiksýningin er söngleikurinn Matthildur þar sem Björgvin leikur sadískan skólastjóra og fór þar einnig á kostum. Sýningin er mjög líkamlega krefjandi og fer Björgvin aðeins yfir það í spjalli okkar hvað hann gerir til að halda sér í góðu formi. Við Björgvin áttum við gott spjall um lífið almennt, áskoranir, persónulegan þroska og ekki síst andlega- og líkamlega heilsu. Að ógleymdu mikilvægi svefns í þessu öllu.
Umsjón: Matthías Már Magnússon & Lovísa Rut Kristjánsdóttir Þorláksmessa í Popplandi, bara jólatónlist og ekkert stress. Ísold & Már Gunnarsson - Jólaósk Mannakorn - Gleði og friðarjól Smashing Pumpkins - Christmastime Þú og ég - Aðfangadagskvöld Íslensku Dívurnar - Hugurinn fer hærra Frank Sinatra - Have Yourself A Merry Little Christmas KK & Ellen - Jólin alls staðar Valdimar Guðmundsson & Fjölskylda - Ég þarf enga gjöf í ár Wham! - Last Christmas Svala & Friðrik Ómar - Annríki í desember Ella Fitzgerald - Rudolph, The Red-Nosed Reindeer Harry Belafonte - Mary's Boy Child Laddi - Snjókorn falla SJS Big Band & Júníus Meyvant - One Little Christmas Tree (Gamla Bíó 18. des 2019 Kristjana Stefánsdóttir - Hversu fagurt væri það Ragnhildur Gísladóttir & Brunaliðið - Jóla-jólasveinn Vilhelm Anton Jónsson - Jólasveinn, Taktu í Húfuna á Mér Michael Bublé - White Christmas Beach Boys - Little Saint Nick Valdimar - Fyrir Jól Dolly Parton - Winter Wonderland Dagur Sigurðarson - Jólin Eru Ekkert Án Þín Baggalútur - Afsakið Þetta Smáræði Herra Hnetusmjör & Bó - Þegar Þú Blikkar Brenda Lee - Rockin? Around The Christmas Tree Train - Shake Up Christmas Hipsumhaps - Veikur á Jólunum Haukur Heiðar - Okkar Jól Ellý Vilhjálms - Gefðu Mér Gott í Skóinn Frostrósir - Það Koma Jól The Pouges - Farytale of New York Kiriyama Family - RVK-RÍÓ Sigurður Guðmundsson & Sigríður Thorlacius - Notalegt Stórsveit Samúels Samúelssonar & Valdimar - Last Christmas (Jólastuð 2019) U2 - Christmas Bogomil Font - Majones Jól Krummi - Lonely Mistletoe Dean Martin - Let It Snow Elton John - Step Into Christmas
Ásta Katrín Helgadóttir íþróttakennari hlaut á dögunum hvataverðlaun Íþróttasambands fatlaðra fyrir sérverkefni sem tengist leikskólastarfi og hreyfiþjálfun barna. Hulda gerði sér ferð á Ásbrú í Reykjanesbæ og hitti Ástu Katrínu í vinnunni ásamt Þóru Sigrúnu Hjaltadóttur leikskólastjóra. Fjöldi forystukvenna í íslensku atvinnulífi vill láta setja kynjakvótalög á framkvæmdastjórnir fyrirtækja á Íslandi. Þær telja að ekki hafi orðið smitáhrif við lög um kynjakvóta á stjórnir sem sett voru fyrir tæpum áratug. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar sem Ásta Dís Óladóttir, lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, gerði ásamt Gylfa Dalmann Aðalsteinssyni og Þóru H. Christiansen og birtist í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla. Ásta Dís ræddi málið við okkur. Á skilti fyrir framan innganginn er talið niður til jóla, inni ómar jólatónlist, það er jólailmur í lofti, jólavarningur fyllir hillurnar og í einu horninu situr Grýla í helli sínum og fylgist vandlega með öllu sem þarna gerist. Þetta er Jólagarðurinn á Akureyri. Gígja Hólmgeirsdóttir skrapp í heimsókn og spjallaði um starfsemina við fótafúinn heimamann, sem nýlega kom til byggða. Við ræddum fréttir vikunnar og gestir okkar að þessu sinni voru þau Birta Björnsdóttir fréttamaður og Halldór Baldursson teiknari. Við lokuðum svo vikunni með léttu spjalli um helstu tíðindi úr höfuðstöðvum hégómans, Hollywoodhreppi og nágrenni, með Frey Gígju Gunnarssyni. Tónlist: Baggalútur - Afsakið þetta smáræði. Coldplay - Have yourself a merry little christmas. John Mayer - Carry me away. Haim - Hallelujah. Ellý Vilhjálms - Jólin alls staðar. Willie Nelson - Pretty paper. Bruce Springsteen - Santa Claus is coming to town.
Ásta Katrín Helgadóttir íþróttakennari hlaut á dögunum hvataverðlaun Íþróttasambands fatlaðra fyrir sérverkefni sem tengist leikskólastarfi og hreyfiþjálfun barna. Hulda gerði sér ferð á Ásbrú í Reykjanesbæ og hitti Ástu Katrínu í vinnunni ásamt Þóru Sigrúnu Hjaltadóttur leikskólastjóra. Fjöldi forystukvenna í íslensku atvinnulífi vill láta setja kynjakvótalög á framkvæmdastjórnir fyrirtækja á Íslandi. Þær telja að ekki hafi orðið smitáhrif við lög um kynjakvóta á stjórnir sem sett voru fyrir tæpum áratug. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar sem Ásta Dís Óladóttir, lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, gerði ásamt Gylfa Dalmann Aðalsteinssyni og Þóru H. Christiansen og birtist í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla. Ásta Dís ræddi málið við okkur. Á skilti fyrir framan innganginn er talið niður til jóla, inni ómar jólatónlist, það er jólailmur í lofti, jólavarningur fyllir hillurnar og í einu horninu situr Grýla í helli sínum og fylgist vandlega með öllu sem þarna gerist. Þetta er Jólagarðurinn á Akureyri. Gígja Hólmgeirsdóttir skrapp í heimsókn og spjallaði um starfsemina við fótafúinn heimamann, sem nýlega kom til byggða. Við ræddum fréttir vikunnar og gestir okkar að þessu sinni voru þau Birta Björnsdóttir fréttamaður og Halldór Baldursson teiknari. Við lokuðum svo vikunni með léttu spjalli um helstu tíðindi úr höfuðstöðvum hégómans, Hollywoodhreppi og nágrenni, með Frey Gígju Gunnarssyni. Tónlist: Baggalútur - Afsakið þetta smáræði. Coldplay - Have yourself a merry little christmas. John Mayer - Carry me away. Haim - Hallelujah. Ellý Vilhjálms - Jólin alls staðar. Willie Nelson - Pretty paper. Bruce Springsteen - Santa Claus is coming to town.
Þótt Ísland sé í efsta sæti nýs lista yfir kynjajafnrétti í heiminum og hafi verið síðustu ellefu ár, og hér séu jafnréttismál almennt í mun betra horfi en víða annars staðar, er landið síður en svo jafnréttisparadís eins og sumir vilja meina. Þetta segir Þorgerður J. Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands. Hún ræddi um þennan nýja lista Alþjóðaefnahagsráðsins og jafnréttismálin vítt og breitt. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að ákæra Trump forseta til embættismissis. Málið kemur því kasta öldungadeildarinnar sem allar líkur eru á að vísi því frá. Bogi Ágústsson fór yfir þessa nýjustu atburði í bandarískum stjórnmálum í Heimsglugga dagsins. Þýski heimspekingurinn Hegel er jafnan talinn til merkari heimspekinga sögunnar þrátt fyrir að hafa verið umdeildur á sinni tíð. Lykilrit hans, Fyrirbærafræði andans, kom út 1807 og nú hefur formáli þess verið íslenskaður og gefinn út. Skúli Pálsson, kennari, heimspekingur og þýðandi, sagði frá Hegel og heimspeki hans. Tónlist: Driving home for christmas - Cris Rea, Sleigh Ride - LeRoy Anderson, Jólasveinninn minn - Ellý Vilhjálms.
Þótt Ísland sé í efsta sæti nýs lista yfir kynjajafnrétti í heiminum og hafi verið síðustu ellefu ár, og hér séu jafnréttismál almennt í mun betra horfi en víða annars staðar, er landið síður en svo jafnréttisparadís eins og sumir vilja meina. Þetta segir Þorgerður J. Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands. Hún ræddi um þennan nýja lista Alþjóðaefnahagsráðsins og jafnréttismálin vítt og breitt. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að ákæra Trump forseta til embættismissis. Málið kemur því kasta öldungadeildarinnar sem allar líkur eru á að vísi því frá. Bogi Ágústsson fór yfir þessa nýjustu atburði í bandarískum stjórnmálum í Heimsglugga dagsins. Þýski heimspekingurinn Hegel er jafnan talinn til merkari heimspekinga sögunnar þrátt fyrir að hafa verið umdeildur á sinni tíð. Lykilrit hans, Fyrirbærafræði andans, kom út 1807 og nú hefur formáli þess verið íslenskaður og gefinn út. Skúli Pálsson, kennari, heimspekingur og þýðandi, sagði frá Hegel og heimspeki hans. Tónlist: Driving home for christmas - Cris Rea, Sleigh Ride - LeRoy Anderson, Jólasveinninn minn - Ellý Vilhjálms.
Umsjón: Lovísa Rut Kristjánsdóttir Jólabragur yfir Popplandi í bland við alls kyns tónlist. Minnumst Geira Sæm. Plata vikunnar á sínum stað, Hótel Borg með hljómsveitinni Melchior. Pax Vobis - Warfare Viðtal við Geira Sæm Geiri Sæm & Hunangstunglið - Rauður Bíll Geiri Sæm - Sooner Than Later Haim - Hallelujah Erla & Gréta - Ég Er Að Bíða Eftir Þér Valdimar Guðmundsson - Ég Þarf Enga Gjöf í Ár Baggalútur - Kósíheit Par Exelans Melchior - Eldhúsþula Matthildur - Heartbeat Herra Hnetusmjör & Bó - Þegar Þú Blikkar Lukas Graham - 7 Years Laddi & HLH Flokkurinn - Rokkað í Kringum Jólatréð Sigurður Guðmunds og Sigga Thorlacius - Desemberkveðja Skunk Anansie - Glorious Pop Song The Pretenders - Have Yourself A Merry Little Christmas KK & Ellen - Jólasnjór Ísold & Már - Jólaósk GDRN - Hvað er Ástin David Gray - Babylon R.E.M. - Christmas (Baby Please Come Home) Hljómsveitin Eva - Jólaleg Coldplay - Champion Of The World Krassasig - Hlýtt í Hjartanu (ft. JóiPé) Inhaler - Ice Cream Sundae Melchior - Guð Býr á Borginni, Magga Stórsveit Samúels Samúelssonar - Ég Fæ Jólagjöf (ft. Magga Stína) Þú & Ég - Hátíðarskap Robbie Williams - Time For Change Kristjana Stefánsdóttir - Hversu Fagurt Væri Það Hjaltalín - Stay By You Nelly Furtado - I?m Like A Bird Tamino - Crocodile Mumford & Sons - Beloved Paul McCartney - Wonderful Christmas Time Jólagóss - Er Líða Fer Að Jólum Brunaliðið - Þorláksmessukvöld Friðrik Ómar - Af Álfum Aron Can & Friðrik Dór - Hingað Þangað Ellý Vilhjálms - Jólasveinninn Minn Björgvin Halldórsson - Mamma
Umsjón: Lovísa Rut Kristjánsdóttir Jólabragur yfir Popplandi í bland við alls kyns tónlist. Minnumst Geira Sæm. Plata vikunnar á sínum stað, Hótel Borg með hljómsveitinni Melchior. Pax Vobis - Warfare Viðtal við Geira Sæm Geiri Sæm & Hunangstunglið - Rauður Bíll Geiri Sæm - Sooner Than Later Haim - Hallelujah Erla & Gréta - Ég Er Að Bíða Eftir Þér Valdimar Guðmundsson - Ég Þarf Enga Gjöf í Ár Baggalútur - Kósíheit Par Exelans Melchior - Eldhúsþula Matthildur - Heartbeat Herra Hnetusmjör & Bó - Þegar Þú Blikkar Lukas Graham - 7 Years Laddi & HLH Flokkurinn - Rokkað í Kringum Jólatréð Sigurður Guðmunds og Sigga Thorlacius - Desemberkveðja Skunk Anansie - Glorious Pop Song The Pretenders - Have Yourself A Merry Little Christmas KK & Ellen - Jólasnjór Ísold & Már - Jólaósk GDRN - Hvað er Ástin David Gray - Babylon R.E.M. - Christmas (Baby Please Come Home) Hljómsveitin Eva - Jólaleg Coldplay - Champion Of The World Krassasig - Hlýtt í Hjartanu (ft. JóiPé) Inhaler - Ice Cream Sundae Melchior - Guð Býr á Borginni, Magga Stórsveit Samúels Samúelssonar - Ég Fæ Jólagjöf (ft. Magga Stína) Þú & Ég - Hátíðarskap Robbie Williams - Time For Change Kristjana Stefánsdóttir - Hversu Fagurt Væri Það Hjaltalín - Stay By You Nelly Furtado - I?m Like A Bird Tamino - Crocodile Mumford & Sons - Beloved Paul McCartney - Wonderful Christmas Time Jólagóss - Er Líða Fer Að Jólum Brunaliðið - Þorláksmessukvöld Friðrik Ómar - Af Álfum Aron Can & Friðrik Dór - Hingað Þangað Ellý Vilhjálms - Jólasveinninn Minn Björgvin Halldórsson - Mamma
Það er afturhvarf til karlrembu og fasisma þegar ungir menn nota myndmál auglýsingar frá 1942 til þess að auglýsa stofnfund félags um fullveldi Íslands. Þetta segir Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Tilefnið er auglýsing sem birtist á dögunum en þar var notuð mynd úr auglýsingu frá 1942. Goddur ræddi líka þá áráttu samtímans að vilja bregða mælistiku nútíðar á list og listsköpun fyrri tíma og sagði að nú um stundir ætti sér stað almenn tilraun til einhvers konar síðari tíma siðbótar. Niðurstöður PISA-rannsóknarinnar hafa mikið verið til umfjöllunar og umræðu á síðustu dögum. Enn og aftur koma íslenskir nemendur ekki vel út úr rannsókninni og enn og aftur hefst umræða um hvað þurfi að bæta í íslensku menntakerfi. Eistar koma hins vegar vel út úr PISA rannsókninni og því er spurt: Hvað eru Eistar að gera rétt? Tui Hirv, söngkona og verðandi leikskólakennari, er frá Eistlandi, en hefur búið hér á landi um nokkurra ára skeið. Hún þekkir menntakerfið í heimalandi sínu nokkuð vel og var gestur Morgunvaktarinnar. Flugvallamál á suðvestur-horninu til framtíðar eru í nokkurri óvissu. Á innanlandsflugið að vera áfram í Vatnsmýrinni eða á að leggja nýjan völl í Hvassahrauni? Á að flytja það til Keflavíkur eða á nýr flugvöllur í Hvassahrauni að þjóna bæði innanlands- og millilandaflugi? Kristján Sigurjónsson dró umræðuna saman í ferðaspjalli dagsins. Tónlist: The More I See You - Chris Montez Hvert er farið blómið blátt - Ellý Vilhjálms og Ragnar Bjarnason Litla sæta ljúfan góða - KK & Magnús Eiríksson Jólasnjór - Elly og Vilhjálmur
Það er afturhvarf til karlrembu og fasisma þegar ungir menn nota myndmál auglýsingar frá 1942 til þess að auglýsa stofnfund félags um fullveldi Íslands. Þetta segir Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Tilefnið er auglýsing sem birtist á dögunum en þar var notuð mynd úr auglýsingu frá 1942. Goddur ræddi líka þá áráttu samtímans að vilja bregða mælistiku nútíðar á list og listsköpun fyrri tíma og sagði að nú um stundir ætti sér stað almenn tilraun til einhvers konar síðari tíma siðbótar. Niðurstöður PISA-rannsóknarinnar hafa mikið verið til umfjöllunar og umræðu á síðustu dögum. Enn og aftur koma íslenskir nemendur ekki vel út úr rannsókninni og enn og aftur hefst umræða um hvað þurfi að bæta í íslensku menntakerfi. Eistar koma hins vegar vel út úr PISA rannsókninni og því er spurt: Hvað eru Eistar að gera rétt? Tui Hirv, söngkona og verðandi leikskólakennari, er frá Eistlandi, en hefur búið hér á landi um nokkurra ára skeið. Hún þekkir menntakerfið í heimalandi sínu nokkuð vel og var gestur Morgunvaktarinnar. Flugvallamál á suðvestur-horninu til framtíðar eru í nokkurri óvissu. Á innanlandsflugið að vera áfram í Vatnsmýrinni eða á að leggja nýjan völl í Hvassahrauni? Á að flytja það til Keflavíkur eða á nýr flugvöllur í Hvassahrauni að þjóna bæði innanlands- og millilandaflugi? Kristján Sigurjónsson dró umræðuna saman í ferðaspjalli dagsins. Tónlist: The More I See You - Chris Montez Hvert er farið blómið blátt - Ellý Vilhjálms og Ragnar Bjarnason Litla sæta ljúfan góða - KK & Magnús Eiríksson Jólasnjór - Elly og Vilhjálmur
Almenningur nýtur enn ekki að fullu tíðra meginvaxtalækkana Seðlabankans. Þetta segir Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ. Hún ræddi um vextina og efnahagsástandið vítt og breitt, m.a. nýsamþykkt fjárlög næsta árs og fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna sem nú eru í smíðum. Ný forysta þýskra jafnaðarmanna er ósátt við stjórnarsamstarfið við Kristilega demókrata og óvissa ríkir um hvort því verði framhaldið óbreyttu. Arthúr Björgvin Bollason fór yfir málin í Berlínarspjalli. Hann sagði líka frá nýjum forystumanni AfD og vandræðaganginum með nýja flugvöllinn í Berlín sem nú er stefnt að að taka í notkun eftir ár, mörgum árum á eftir áætlun. Ljósleiðari hefur verið lagður í Mjóafjörð og eru Brekkuþorp síðasti byggðakjarni landsins til að fá ljósleiðara. Af því tilefni var spjallað við Sigfús Vilhjálmsson, fyrrverandi oddvita, sem sagði tíma til kominn að læra á internetið. Hann ræddi líka um heima og geima og sagði m.a. frá því að á dögunum þegar hann varð 75 ára rann upp fyrir honum að hann sefur í sama herbergi og hann fæddist í. Tónlist: Í okkar fagra landi - Þuríður Sigurðardóttir, Það er svo ótal margt - Ellý Vilhjálms, Þegar morgna fer - Karl Olgeirsson.
Almenningur nýtur enn ekki að fullu tíðra meginvaxtalækkana Seðlabankans. Þetta segir Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ. Hún ræddi um vextina og efnahagsástandið vítt og breitt, m.a. nýsamþykkt fjárlög næsta árs og fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna sem nú eru í smíðum. Ný forysta þýskra jafnaðarmanna er ósátt við stjórnarsamstarfið við Kristilega demókrata og óvissa ríkir um hvort því verði framhaldið óbreyttu. Arthúr Björgvin Bollason fór yfir málin í Berlínarspjalli. Hann sagði líka frá nýjum forystumanni AfD og vandræðaganginum með nýja flugvöllinn í Berlín sem nú er stefnt að að taka í notkun eftir ár, mörgum árum á eftir áætlun. Ljósleiðari hefur verið lagður í Mjóafjörð og eru Brekkuþorp síðasti byggðakjarni landsins til að fá ljósleiðara. Af því tilefni var spjallað við Sigfús Vilhjálmsson, fyrrverandi oddvita, sem sagði tíma til kominn að læra á internetið. Hann ræddi líka um heima og geima og sagði m.a. frá því að á dögunum þegar hann varð 75 ára rann upp fyrir honum að hann sefur í sama herbergi og hann fæddist í. Tónlist: Í okkar fagra landi - Þuríður Sigurðardóttir, Það er svo ótal margt - Ellý Vilhjálms, Þegar morgna fer - Karl Olgeirsson.
Mannlegi þátturinn 28.ágúst 2019 Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson Ástandið í Barselóna er til umfjöllunar í Póstkortinu frá Spáni. Þar hefur glæpatíðni snaraukist og mest er aukningin í ofbeldisránum í miðborginni. Magnús R Einarsson segir frá heimilislausu strákunum sem skipa sér í gengi eins og úlfar til að ræna ferðamenn og heimamenn í Barselóna. Hann segir líka frá lestarferð, óðamála spánverjum, og spænskunáminu sem hann stundar með aðstoð frá amerískri söngkonu af gyðingaættum sem minnir hann á Ellý Vilhjálms. Við fórum á Háskólatorg Háskóla Íslands og spurðum nemendur útí minningar frá fyrsta skóladeginum. Við ræddum við Kristínu Þórsdóttur markþjálfa sem er í námi við að læra að verða kynfræðingur og kynlífsmarkþjálfi. Einnig heldur hún forvarnarfyrirlestra fyrir unglinga um sjálfsmynd og kynheilbrigði.
Umsjón: Lovísa Rut Kristjánsdóttir. Það var eitt og annað um að vera í Popplandi dagsins, farið var yfir helstu fréttir úr tónlistarheiminum. Fjöllum um Amy Winehouse sem féll frá á þessum degi fyrir átta árum, fjöllum um Druslugönguna sem fram fer á laugardaginn næstkomandi. Leikum lög plötu vikunnar, Skeleton Crew sem er í höndum tónlistarmannsins Gísla, annars bara fersk þriðjudagsstemning og góður fílingur. Ellý Vilhjálms - Vegir Liggja Til Allra Átta Hjaltalín - Love From 99 Lauryn Hill - Can't Take My Eyes off You The Head And The Heart - Missed Connection Dagur Sigurðarson - Ástarljóð Jack Johnson - Better Together Gísli - Your Personal Hell Mamas & The Papas - California Dreaming Geirfuglarnir - Fulla Frænka Mín The Charlatans - My Beautiful Friend Hipsumhaps - Lsmlí (Lífið Sem Mig Langar Í) Sergie Gainsbourg - Bonnie & Clyde Greta Van Fleet - Lover, Leaver Men At Work - Down Under Góss - Á Sama Tíma Að Ári Lily Allen - Smile Erlend Oye & Hjálmar - Fence Me In Todmobile - Pöddulagið Prins Póló - Bragðarefir Auður - Ósofinn (GKR) K. Óla - Keyrum Úr Borginni Amy Winehouse - Back To Black Bruce Spingsteen - Western Stars Angurværð - Ferðalangur Angurværð - Ferðalangur John Lennon - Beautiful Boy Lil Nas X - Old Town Road Stuðmenn - Búkalú Lykke Li - Two Nights Part II Helgi Björnsson - Ég Fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker The Verve - Bitter Sweet Symphony The Moldy Peaches - Anyone Else But You Nas - If I Ruled The World Stjórnin - Allt Eða Ekkert Madonna - Hung Up Of Monsters And Men - Wild Roses Nirvana - Where Did You Sleep Last Night Janelle Monáe & Erykah Badu - Q.U.E.E.N. Reykjavíkurdætur - Drusla (Ásdís María) Gísli - Broken Arm Joy Divison - Love Will Tear Us Apart Júníus Meyvant - Cherries Underground Michael Kiwanuka - Money (Tom Misch) Cat Stevens - Old School Yard
Fram og til baka 03.02.2019 umsjón Felix Bergsson Gestir: Fimman - Karl Olgeirsson tónlistarmaður. Fimm söngvarar sem hafa haft mikil áhrif á hann í gegnum tíðina. Söngvararnir voru: Ellý Vilhjálms, Ragnar Bjarnason, Helena Eyjólfsdóttir, Eivör Pálsdóttir og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir Reykjavík Fringe Festival - Nanna Gunnars leikkona og framkvæmdastjóri Söngvakeppni sjónvarpsins 1981. Guðmundur Ingólfsson höfundur sigurlagsins, Af litlum neista, kom í spjall og upplýsti ýmsilegt frá þessu ævintýri árið 1981. Hann sagði t.d. Frá því að hann tók ekki við verðlaunum heldur laumaðist út áður en kom að því og hann hefur því aldrei á ævinni hitt Pálma Gunnarsson
Fram og til baka 03.02.2019 umsjón Felix Bergsson Gestir: Fimman - Karl Olgeirsson tónlistarmaður. Fimm söngvarar sem hafa haft mikil áhrif á hann í gegnum tíðina. Söngvararnir voru: Ellý Vilhjálms, Ragnar Bjarnason, Helena Eyjólfsdóttir, Eivör Pálsdóttir og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir Reykjavík Fringe Festival - Nanna Gunnars leikkona og framkvæmdastjóri Söngvakeppni sjónvarpsins 1981. Guðmundur Ingólfsson höfundur sigurlagsins, Af litlum neista, kom í spjall og upplýsti ýmsilegt frá þessu ævintýri árið 1981. Hann sagði t.d. Frá því að hann tók ekki við verðlaunum heldur laumaðist út áður en kom að því og hann hefur því aldrei á ævinni hitt Pálma Gunnarsson
Björn Thoroddsen gítarleikari sagði frá uppvextinum í Hafnarfirði, uppátækjum og ýmsu fleiru. Hann lét sig dreyma um að verða leigubílstjóri því þá gæti hann alltaf á fína og flotta bíla. Hann var feiminn sem barn og unglingur og var alltaf kallaður stóri vegna þess að hann var mun hærri en jafnaldrarnir og þetta hafði mikil áhrif á hann. Hann dreymdu um að verða góður gítarleikari og las tímarit um gítarsnillinga og viðtöl við þá. Hann sagði frá námsárinu í Hollywood og breyttum manni að því loknu en eftir það gekk allt upp hann náði í sætustu stelpuna og hefur starfað við gítarleik allt frá því námi lauk. Hann starfar í dag með helstu gítarleikurum heimsins, ferðast mikið og nýtur lífsins í botn. Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik og söngkona sagði frá lífi sínu og starfi en hún ólst upp í Mosfellsdalnum en flutti 10 ára gömul austur á Neskaupsstað og lauk þar stúdentsprófi. Hún stefndi alltaf að því að starfa sem söng - og leikkona og fór og lærði söngtækni í Danmörku að stúdentsprófi loknu, þaðan fór hún í FÍH og í þriðju tilraun tókst henni að komast að í leiklistarbraut LHÍ. Hún segist elska starfið sitt og nýtur þess að túlka Ellý Vilhjálms í sýningunni um líf þessarar merkilegu söngkonu. Hún sagði frá fjölskyldunni og ýmsu fleiru áhugaverðu.
Björn Thoroddsen gítarleikari sagði frá uppvextinum í Hafnarfirði, uppátækjum og ýmsu fleiru. Hann lét sig dreyma um að verða leigubílstjóri því þá gæti hann alltaf á fína og flotta bíla. Hann var feiminn sem barn og unglingur og var alltaf kallaður stóri vegna þess að hann var mun hærri en jafnaldrarnir og þetta hafði mikil áhrif á hann. Hann dreymdu um að verða góður gítarleikari og las tímarit um gítarsnillinga og viðtöl við þá. Hann sagði frá námsárinu í Hollywood og breyttum manni að því loknu en eftir það gekk allt upp hann náði í sætustu stelpuna og hefur starfað við gítarleik allt frá því námi lauk. Hann starfar í dag með helstu gítarleikurum heimsins, ferðast mikið og nýtur lífsins í botn. Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik og söngkona sagði frá lífi sínu og starfi en hún ólst upp í Mosfellsdalnum en flutti 10 ára gömul austur á Neskaupsstað og lauk þar stúdentsprófi. Hún stefndi alltaf að því að starfa sem söng - og leikkona og fór og lærði söngtækni í Danmörku að stúdentsprófi loknu, þaðan fór hún í FÍH og í þriðju tilraun tókst henni að komast að í leiklistarbraut LHÍ. Hún segist elska starfið sitt og nýtur þess að túlka Ellý Vilhjálms í sýningunni um líf þessarar merkilegu söngkonu. Hún sagði frá fjölskyldunni og ýmsu fleiru áhugaverðu.
Umsjón - Felix Bergsson og Margrét Blöndal Lag dagsins - 9 to Five Dolly Parton frá 1981 Fimman - Steinunn Jónsdóttir rappari og söngkona í Amabadama Bryndís Hilmarsdottir Margrét Pálmadóttir Hafdís í Kramhúsinu Reykjavíkurdætur Ellý Vilhjálms Símtal um farfugla. Sölvi Rúnar Vignisson líffræðingur hjá Þekkingarsetri Suðurnesja Fréttagetraun. Sigurvegari Bjarki Sigursveinsson. Verðlaun páskaegg frá Nóa Síríus Tímaflakk - 1961,71,81 og 91 Í tímaflakki dagsins var víða komið við eins og venjulega enda algjörlega ástæðulaust að láta steina liggja og velta þeim ekki við! Meðal þeirra sem koma við sögu eru Pétur Hoffmann og Janis Joplin, Stefán Jónsson og Sheena Easton, Mini Pops og Kysstu mig Kata, Terry Wogan, Bucks Fizz og Steinn Lárusson. Já og Skreppur Seiðkarl! Fram og til baka er skemmtilegasti og óvísindalegasti aldaspegill sem hægt er að finna.