POPULARITY
Nokkuð óvænt tilkynning Bjarna Benediktssonar um miðjan dag um að hann ætlaði ekki að taka sæti á þingi og gæfi ekki kost á sér í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins verður viðfangsefni þáttarins og rætt verður við þær Evu H. Önnudóttur prófessor og Jóhönnu Vigdís Hjaltadóttur fréttamann. Þingmönnum sjálfstæðisflokksins flokksins var brugðið þegar Bjarni sagði þeim frá ákvörðun sinni í dag, líklega er leitun að stjórnmálamanni sem hefur verið jafn umtalaður síðustu ár og áratugi.
Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs mætti í viðtal í dag, reyndar bæði á RÚV og stöð2. Fyrstu viðtölin að segja má frá því í forsetakosningunum í vor. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við hana fyrr í dag. Það hefur ekki heyrst mikið í Katrínu síðustu mánuði en það er ekki vegna þess að ekki hafi verið eftir því falast. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Bashar al-Assad Sýrlandsforseti flúði land á sunnudaginn, þegar við blasti að sveitir uppreisnarmanna væru að taka öll völd í landinu eftir aðeins nokkurra daga, óvænta leiftursókn. Assad flúði til Rússlands, þar sem honum hefur verið veitt hæli af mannúðarástæðum, eins og nafnlaus heimildarmaður úr rússneska stjórnkerfinu orðaði það við rússnesku fréttatofuna Interfax. Með þessu lauk rúmlega hálfrar aldar valdatíð al-Assad fjölskyldunnar. Ævar Örn Jósepsson stiklar á stóru í valdatíð Bashar al-Assads. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred
Fátt ef nokkuð getur komið í veg fyrir að Svandís Svavarsdóttir verði næsti formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs þegar kosið verður um embættið á Landsfundi flokksins um helgina. Svandís tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Guðbrandssyni sem varð formaður þegar Katrín Jakobsdóttir hætti í stjórnmálum. VG er í erfiðri stöðu og hefur ekki mælst með þingmann í síðustu könnunum. Fundurinn um helgina er því mikilvægur fyrir sögu þessa stjórnmálaflokks sem fagnar aldarfjórðungs afmæli á næsta ári og hefur, af þessum 25 árum, verið í ríkisstjórn í tólf ár. Rætt verður við verðandi formann og Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur sem er á landsfundinum. Arthur Schubarth er 81 árs gamall búgarðseigandi í Montana í Bandaríkjunum, sem um áratuga skeið hefur ræktað ýmsar fágætar og óvenjulegar skepnur á búgarði sínum. Dýrin selur hann svo aðallega fólki og fyrirtækjum sem sérhæfa sig í að selja veiðileyfi á alls kyns skepnur á afgirtum veiðilendum í Texas og víðar. Þetta eru einkum dýr á borð við fjallakindur, fjallageitur og hófdýr af ýmsu tagi, segir í umfjöllun The Guardian, og þótt einhverjum kunni að þykja lítil reisn í því að rækta og selja dýr í því augnamiði einu að selja skotleyfi á þau á lokuðum svæðum þá er slíkt ekki ólöglegt.
Í dag fjöllum við um blaðamennsku, fjölmiðla, samfélagsmiðla og fleira í þeim dúr. Við ræðum eftirmála rannsóknar lögreglu á blaðamönnum og viðhorf almennings og stjórnarmanna gagnvart faginu. Við ræðum við Valgerði Jóhannsdóttur, prófessor í blaðamennsku við Háskóla Íslands og Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formann Blaðamannafélags Íslands. Við fjöllum um barnagælur og vögguvísur, einkum það að róa sjóinn á og á selabát og á rambinn. Það er nefnilega ekki bara róið með börn til að róa þau á Íslandi, það er gert víða um heim. Birna G. Hjaltadóttir skrifaði BA ritgerð í þjóðfræði um vögguvísur og barnagælur. Síðan heyrum pistil frá Páli Líndal, umhverfissálfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins. Í dag fjallar hann um græna orku og orkuskort. Tónlist: Prins Póló, Moses Hightower - Eyja. Del Rey, Lana - Take Me Home, Country Roads. Pálmi Gunnarsson, Pálmi Gunnarsson - Bíum bíum bambaló. Hafdís Huld - Könguló (Spilaði á Airwaves 2010).
Þingveturinn er formlega hafinn og það stefnir í líflegt haust á hinu háa Alþingi. Við fáum Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, fréttamann, í heimsókn til að ræða það sem koma skal. Fylking verkalýðsfélaga boðaði til fjöldamótmæla á Austurvelli í gær þar sem krafist var aðgerða í þágu heimilanna. Önnur mótmæli voru haldin í morgun. Kórmótmæli, ekki eins fjölmenn, en ekki síður áhugaverð. Vísindaspjall með Eddu Olgudóttur í lok þáttar - og þar kemur heilinn eitthvað við sögu. Tónlist í þætti: Mammaðín - Frekjukast. Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund). MUGISON - Haustdansinn. ETTA JAMES - I got you babe.
Alþingi verður sett á þriðjudag og þingmenn eru að setja sig stellingar. Við ræðum við þingflokksformenn og Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, fréttamann, um þingveturinn framundan. Forstjóri Landsvirkjunar bindur vonir við að Búrfellslundur verði kominn í gagnið 2026. Landsvirkjun hafi reynt að flýta fyrir með útboðum samhliða leyfisveitingunni sem sé óvanalegt. Kæra Skeiða- og Gnúpverjahrepps breyti litlu. Við ræðum við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar.
Tillaga um vantraust á matvælaráðherra var felld í morgun. Aðeins eru nokkrar vikur síðan ríkisstjórnin í heild stóð af sér síka tillögu. Ráðherra segir tíma þingsins betur varið í annað en stjórnarliði sem sat hjá efast um erindi VG á þingi og segir eðlilegt að ráðherra sem misbeitir valdi sínu víki. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur fréttakonu um málið og við heyrum brot úr málflutningi Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur og Jóns Gunnarssonar. Flokkadrættir og átök á Evrópuþinginu eftir kosningarnar um síðustu mánaðarmót draga dilk á eftir sér - ekki síst í hinum hefðbundna stólaleik um mikilvægustu embættin hjá Evrópusambandinu. Björn Malmquist talar frá Brussel. Áfangastaðir ferðamanna, sérstaklega inni á hálendinu, eru viðkvæmir fyrir ágangi í byrjun sumars og svo getur veðrið sett babb í bátinn. Í síðustu viku þurfti að loka að Dettifossi vegna þess hve mikil bleyta og krapi var á göngustígum. Þeir gátu verið varasamir en það var líka hætt við að svæðið træðist niður. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir viðIngu Dóru Hrólfsdóttur, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun, um friðlýsingar, ástand og heildarstefnu um friðlýsta ferðamannastaði. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Fer hún fram eða ekki? Hrekkur hún eða stekkur? Hvenær segir hún af eða á? Stjórnmálastéttin og ekki síður þeir sem stefna á forsetaframboð bíða þess í ofvæni að forsætisráðherra tilkynni hvort hún ætlar sjálf fram. Spáð var í spilin með Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í nútímasögu Mið-Austurlanda, segir spennuna á svæðinu hafa aukist til muna eftir árás Ísraelshers á ræðismannaskrifstofu Írans í Sýrlandi. Þótt íranskir ráðamenn segi að árásinni verði svarað sé óvíst hvernig það verði gert. Komnar eru fram stórhuga hugmyndir um endurreisn þjóðmenningarseturs á Hólum í Hjaltadal. En til að það gangi eftir vilja heimamenn nyrðra að eigandi Hólastaðar, íslenska ríkið, komi enn frekar að málum. Staðarhald Hólastaðar er í lausu lofti eftir að grein um slíka ábyrgð var tekin út úr starfsreglum Háskólans á Hólum.
12. mars 2024 Sex manns eru í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu á meintum brotum Quangs Lé, öðru nafni Davíðs Viðarssonar, sem grunaður er um peningaþvætti, skipulagða glæpastarfsemi og vinnumansal. Búið var að rannsaka málið í langan tíma í samvinnu fjölmargra aðila, áður en lögreglan lét til skarar skríða á 25 stöðum um land allt. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir vinnumansal líklega útbreiddara á Íslandi en flestir telja og rannsóknir á mansalsmálum ganga of hægt og illa. Ævar Örn Jósepsson ræðir við hann. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Alþingi skulda þjóðinni að ljúka samtalinu um breytingar á stjórnarskrá. Hún fundar reglulega með formönnum allra flokka á Alþingi, síðast á föstudag, og telur að breið samstaða sé að minnsta kosti um að fjölga meðmælendum þeirra sem ætli að bjóða sig fram til embættis forseta. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Katrínu. Frá því að Bola Tinbu tók við forsetaembætti í Nígeríu í maílok í fyrra hafa 3.964 mannrán verið framin í landinu, um það bil 450 á mánuði. Þetta er nokkur fjölgun frá því árið á undan og er fjölgunin meðal annars rakin til verstu efnahagskreppu í landinu í áratugi. Ásgeir Tómasson segir frá. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.
Alþingi kom saman í dag og verkefnin eru ærin. Náttúruhamfarir við Grindavík og framtíð íbúanna þar ber hæst og mörg erfið úrlausnarefni sem tengjast því. Svo hefur verið boðað vantraust á matvælaráðherra í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis vegna frestunar hvalveiða síðastliðið sumar. Það verður lagt fram í dag. Mörg aðkallandi mál liggja svo fyrir þinginu á tíma þegar ríkisstjórnin virðist standa veikum fótum. Við ætlum að spjalla við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, fréttamann, í upphafi þáttar. Hún er að gera sig klára fyrir annasama daga á þingi. Stór hluti Íslendinga kann ekki skil á grunnhugtökum í fjármálum; skilur ekki orð á borð við vaxtavextir, kaupmáttur og verðbólga. Þetta sýnir nýleg Gallup-könnun. Samtök fjármálafyrirtækja boðuðu á dögunum til ráðstefnu um fjármálavit Íslendinga eða skort á því öllu heldur. Við ræðum þennan vanda og hugsanlegar lausnir við Heiðrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja, og Friðrik Björnsson, markaðsstjóra Gallup. Málfarsmínúta úr smiðju Önnu Sigríðar Þráinsdóttur - gögn og gagn. VIð heimsækjum Þjóðskjalasafn Íslands. Þar ætlum við að kynna okkur stafræna endurgerð teikninga húsameistara ríkisins.
Grindavík er hættulegur staður og verður það áfram næstu mánuði og líklega ár. Um þetta eru flestir jarðvísindamenn landsins sammála. Viðvarandi skjálftavirkni og hætta á fyrirvaralitlum eldgosum, gamlar sprungur sem hafa gliðnað og dýpkað og nýjar sprungur sem eru jafnvel ósýnilegar þar til einhverjum verður á að stíga fæti á örþunnt jarðlagið sem hylur þær gera bæinn í raun óbyggilegan eins og er, og illmögulegt er að spá fyrir um það, hvenær þetta breytist til hins betra. Ákall Grindvíkinga eftir aðgerðum stjórnvalda til að tryggja þeim öruggt húsnæði og forða þeim frá gjaldþroti vegna tvöfalds húsnæðiskostnaðar fer hækkandi eftir að þetta lá endanlega fyrir í kjölfar gossins í bænum 14. janúar. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræðir við Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. Samningaviðræður Íslendinga um aðkomu að nýju öryggisfjarskiptakerfi Evrópusambandsins hefjast innan skamms. Með þessu stendur til að tryggja aðgengi, til dæmis að samskiptum við útlönd og netþjónustu ef innviðir á borð við sæstrengi rofna eða verða fyrir skemmdum. Gerðist það í dag myndi íslenskt samfélag að mestu detta úr sambandi við umheiminn. Björn Malmquist tók pistilinn saman. Nokkur stór skipafélög eru tímabundið hætt að láta kaupskip sín sigla um hið hernaðarlega mikilvæga Bab el Mandeb sund, inn á Rauðahaf, um Súezskurð og til Evrópu eftir að vígamenn húta í Jemen hófu að ráðast á þau með flugskeytum og drónum. Þeir hafa lýst yfir stuðningi við Hamas samtökin á Gaza í baráttu þeirra við Ísraelsher og heitið því að stöðva öll skip sem þeir telja að sigli með vörur um Rauðahaf til Ísraels. En hverjir eru Hútar? Ásgeir Tómasson segir frá. Í Noregi stendur til að rýmka heimildir lögreglu til að láta þá sem ítrekað rjúfa nálgunarbann bera öklaband og takmarka þannig ferðafrelsi þeirra. Þetta er svokallaður fyrirbyggjandi neyðarhnappur. Krafan um að beita þessu úrræði hefur verið háværi í Noregi eftir tíð morð og ofbeldi í nánum samböndum í upphafi þessa árs. Nýjar heimildir til lögreglu eiga að vera tilbúnar fyrir vorið. Gísli Kristjánsson segir frá.
20. nóvember 2023 Atburðurinn í og við Svartsengi er mjög flókinn að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Tjónið sé vegna sprungna, ekki jarðskjálfta. Taka þurfi mið af sprungum við mannvirkjagerð og hefði átt að gera af meiri alvöru fyrir löngu. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Pál. Bandaríkjaforseti er vongóður um að senn semjist um að gíslar Hamas samtakanna á Gaza verði látnir lausir. Ásgeir Tómasson sagði frá. Herða verður á í baráttunni við loftslagsvána og á COP 28 ráðstefnunni síðar í þessum mánuði er síðasta tækifærið til að ná samstöðu um það, segir Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs. Allar þjóðir geri sér grein fyrir alvöru málsins. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við hann. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred.
20. nóvember 2023 Atburðurinn í og við Svartsengi er mjög flókinn að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Tjónið sé vegna sprungna, ekki jarðskjálfta. Taka þurfi mið af sprungum við mannvirkjagerð og hefði átt að gera af meiri alvöru fyrir löngu. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Pál. Bandaríkjaforseti er vongóður um að senn semjist um að gíslar Hamas samtakanna á Gaza verði látnir lausir. Ásgeir Tómasson sagði frá. Herða verður á í baráttunni við loftslagsvána og á COP 28 ráðstefnunni síðar í þessum mánuði er síðasta tækifærið til að ná samstöðu um það, segir Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs. Allar þjóðir geri sér grein fyrir alvöru málsins. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við hann. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred.
06.10.2023 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að stjórnvöld geri margt til að bregðast við ópíóíðafaraldrinum en mættu gera betur. Fjölga þurfi plássum í afeitrun til að stytta biðtíma sem nú er á sjöunda mánuð. Urður Örlygsdóttir ræddi við hann. Umhverfisáðherra hefur staðfest að veiðitímabil rjúpu verði frá 20. október til 21. nóvember í ár. Heimilt verður að stunda veiðarnar allan daginn frá föstudegi til þriðjudags. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við Áka Ármann Jónsson, formann Skotvíss. Íranska baráttukonan Narges Mohammadi fær friðarverðlaun Nóbels í ár. Hún situr fangelsuð í heimalandi sínu eftir áralanga baráttu fyrir réttindum kvenna og mannréttindum almennt. Gísli Kristjánsson sagði frá. Ung börn voru tjóðruð í rúmum á vöggustofunni Suðurborg samkvæmt ótúgefinni bók Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings. Móðir sást örsjaldan á vöggustofunni. Aldrei faðir. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Guðjón. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í viðtali við Arnar Björnssonað bætur hljóti að koma til skoðunar til þeirra sem dvöldu á vöggustofum í Reykjavík á seinni hluta síðustu aldar. Einnig var rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP 28 sem haldin verður í nóvember þarf að byggja aftur upp trú almennings á því að þjóðir jarðar séu tilbúnar að takast á við ógnina sem felst í loftslagsbreytingum. Þetta segir Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs, í viðtali við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur. Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, gefur kost á sér til endurkjörs í kosnin gum í desember. Þorgils Jónsson sagði frá. Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
06.10.2023 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að stjórnvöld geri margt til að bregðast við ópíóíðafaraldrinum en mættu gera betur. Fjölga þurfi plássum í afeitrun til að stytta biðtíma sem nú er á sjöunda mánuð. Urður Örlygsdóttir ræddi við hann. Umhverfisáðherra hefur staðfest að veiðitímabil rjúpu verði frá 20. október til 21. nóvember í ár. Heimilt verður að stunda veiðarnar allan daginn frá föstudegi til þriðjudags. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við Áka Ármann Jónsson, formann Skotvíss. Íranska baráttukonan Narges Mohammadi fær friðarverðlaun Nóbels í ár. Hún situr fangelsuð í heimalandi sínu eftir áralanga baráttu fyrir réttindum kvenna og mannréttindum almennt. Gísli Kristjánsson sagði frá. Ung börn voru tjóðruð í rúmum á vöggustofunni Suðurborg samkvæmt ótúgefinni bók Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings. Móðir sást örsjaldan á vöggustofunni. Aldrei faðir. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Guðjón. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í viðtali við Arnar Björnssonað bætur hljóti að koma til skoðunar til þeirra sem dvöldu á vöggustofum í Reykjavík á seinni hluta síðustu aldar. Einnig var rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP 28 sem haldin verður í nóvember þarf að byggja aftur upp trú almennings á því að þjóðir jarðar séu tilbúnar að takast á við ógnina sem felst í loftslagsbreytingum. Þetta segir Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs, í viðtali við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur. Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, gefur kost á sér til endurkjörs í kosnin gum í desember. Þorgils Jónsson sagði frá. Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Spegillinn 21. september 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason Stjórn fréttaútsendingar: Júlía Margrét Ingimarsdóttir Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins í uppnámi eftir yfirlýsingar fjármálaráðherra í morgun um að útilokað sé að fjármagna hann í núverandi mynd. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræðir við Heiðu Björg Hilmisdóttur. Fulltrúaráð launamanna Birtu lífeyrissjóðs skorar á Pálmar Óla Magnússon, fyrrverandi stjórnanda hjá Samskipum, að víkja sæti í stjórn sjóðsins meðan rannsókn um samráð Eimskips og Samskipa stendur yfir. Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði, segir það ekki vera hlutverk seðlabankastjóra að ráðleggja lántakendum um lánaskilmála. Frumvarp um bann við hvalveiðum var rætt á þingi í dag. Vísun til nefndar var hins vegar frestað því deilt er um til hvaða nefndar vísa á málinu. Magnús Geir Eyjólfsson ræðir við Andrés Inga Jónsson, þingmann Pírata. Sauðfé á Íslandi hefur fækkað stöðugt frá árinu 2017. Um 426.000 lömbum verður slátrað í haust en um 560.000 var slátrað 2017. Ásta Hlín Magnúsdóttir ræðir við Trausta Hjálmarsson. Nokkrir af þekktustu rithöfundum heims ætla að höfða mál gegn gervigreindarfyrirtækinu OpenAI fyrir ?markvissan og umfangsmikinn þjófnað í massavís?. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir ræðir við Ragnheiði Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra RSÍ. --- Í vikunni gerðist það að stjórnvöld í Bretlandi og Svíþjóð, tveimur löndum sem síðustu ár hafa lagt mikla áherslu á aðgerðir gegn hlýnun Jarðar og yfirstandandi loftslagsbreytingum, bæði í orði og verki, ákváðu að draga úr aðgerðum í málaflokknum. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Elvu Rakel Jónsdóttur, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun á sviði loftslagsmála og hringrásarhagkerfis, um þennan viðsnúning. Tímamót eru yfirvofandi í fjölmiðlasögu heimsins. Rupert Murdoch tilkynnti í dag að hann hygðist láta af störfum sem stjórnarformaður fyrirtækjanna Fox Corporation og News Corp eftir rúmlega sjötíu ára starfsferil við fjölmiðla af öllu tagi. Ásgeir Tómasson segir frá. Slóvakar ganga að kjörborðinu eftir um næstu mánaðarmót, í kosningum sem gætu grafið undan samstöðu Evrópuríkja gagnvart Úkraínu. Leiðtogi flokksins sem þykir sigurstranglegastur samkvæmt könnunum, vill hætta stuðningi og vopnasendingum til Úkraínu. Innan við helmingur íbúa landsins segir Rússa ábyrga fyrir innrásinni í Úkraínu, og stuðningur við aðild Slóvakíu að Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu er á niðurleið. Björn Malmquist segir frá.
Spegillinn 21. september 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason Stjórn fréttaútsendingar: Júlía Margrét Ingimarsdóttir Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins í uppnámi eftir yfirlýsingar fjármálaráðherra í morgun um að útilokað sé að fjármagna hann í núverandi mynd. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræðir við Heiðu Björg Hilmisdóttur. Fulltrúaráð launamanna Birtu lífeyrissjóðs skorar á Pálmar Óla Magnússon, fyrrverandi stjórnanda hjá Samskipum, að víkja sæti í stjórn sjóðsins meðan rannsókn um samráð Eimskips og Samskipa stendur yfir. Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði, segir það ekki vera hlutverk seðlabankastjóra að ráðleggja lántakendum um lánaskilmála. Frumvarp um bann við hvalveiðum var rætt á þingi í dag. Vísun til nefndar var hins vegar frestað því deilt er um til hvaða nefndar vísa á málinu. Magnús Geir Eyjólfsson ræðir við Andrés Inga Jónsson, þingmann Pírata. Sauðfé á Íslandi hefur fækkað stöðugt frá árinu 2017. Um 426.000 lömbum verður slátrað í haust en um 560.000 var slátrað 2017. Ásta Hlín Magnúsdóttir ræðir við Trausta Hjálmarsson. Nokkrir af þekktustu rithöfundum heims ætla að höfða mál gegn gervigreindarfyrirtækinu OpenAI fyrir ?markvissan og umfangsmikinn þjófnað í massavís?. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir ræðir við Ragnheiði Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra RSÍ. --- Í vikunni gerðist það að stjórnvöld í Bretlandi og Svíþjóð, tveimur löndum sem síðustu ár hafa lagt mikla áherslu á aðgerðir gegn hlýnun Jarðar og yfirstandandi loftslagsbreytingum, bæði í orði og verki, ákváðu að draga úr aðgerðum í málaflokknum. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Elvu Rakel Jónsdóttur, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun á sviði loftslagsmála og hringrásarhagkerfis, um þennan viðsnúning. Tímamót eru yfirvofandi í fjölmiðlasögu heimsins. Rupert Murdoch tilkynnti í dag að hann hygðist láta af störfum sem stjórnarformaður fyrirtækjanna Fox Corporation og News Corp eftir rúmlega sjötíu ára starfsferil við fjölmiðla af öllu tagi. Ásgeir Tómasson segir frá. Slóvakar ganga að kjörborðinu eftir um næstu mánaðarmót, í kosningum sem gætu grafið undan samstöðu Evrópuríkja gagnvart Úkraínu. Leiðtogi flokksins sem þykir sigurstranglegastur samkvæmt könnunum, vill hætta stuðningi og vopnasendingum til Úkraínu. Innan við helmingur íbúa landsins segir Rússa ábyrga fyrir innrásinni í Úkraínu, og stuðningur við aðild Slóvakíu að Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu er á niðurleið. Björn Malmquist segir frá.
Spegillinn 17. ágúst 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Reykjavíkurborg vísar réttindalausum hælisleitendum frá neyðarskýlum borgarinnar, þar sem sveitarfélögin telja sér óheimilt að veita þeim aðstoð. Valur Grettisson ræðir við Einar Þorsteinsson. Fyrrverandi fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabankans segir ólíklegt að bankinn sé hættur að hækka vexti. Ýmislegt hafi þróast í rétta átt, en það dugi ekki til því enn sé mikil spenna í hagkerfinu. Benedikt Sigurðsson ræðir við Katrínu Ólafsdóttur. Leiðtogar ECOWAS bandalagsins funda nú í Gana vegna ástandsins í Níger. Her landsins framdi valdarán í lok júlí og heldur forseta landsins í stofufangelsi. Sameinuðu þjóðirnar hafa áhyggjur af stöðunni. Ástrós Signýjardóttir segir frá. Yfirmaður Sorphirðudeildar Reykjavíkur veltir því fyrir sér hvað teljist eðlilegt heimilissorp og hversu miklar kröfur sé hægt að gera til sorphirðu sveitarfélaga. Hnökrar hafa verið á innleiðingu nýs sorphirðukerfis. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Atla Ómarsson. Isavia vill að um þrjú þúsund tré í Öskjuhlíð verði tafarlaust felld. Aðflug sé of krappt og trén ógni flugöryggi. Formaður borgarráðs segir að tekið verði á málinu formlega. Rætt við Einar Þorsteinsson og Sigrúnu Björk Jakobsdóttur. Ari Páll Karlsson tók saman. ------ Mannekla og mikil starfsmannavelta á leikskólum og hjá mörgum umönnunarstéttum endurspeglar það að rangt var gefið í upphafi að mati formanns BSRB. Ekki gangi að velferðarkerfið grundvallist á vinnu kvenna á afsláttarkjörum. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Sonju Ýr Þorbergsdóttur. Talsfólk umhverfisverndarsamtaka segja litlar sem engar líkur á að loftslagsmarkmið stjórnvalda náist úr þessu. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræðir við Árna Finnsson, formann Náttúruverndarsamtaka Íslands, og Ævar Örn ræðir við Ágústu Þóru Jónsdóttur, varaformann Landverndar. Forsetaframbjóðendum í Simbabve hefur fækkað mjög frá síðustu kosningum árið 2018. Þá gáfu 23 kost á sér en þeir eru nú aðeins 10. Forseta- og þingkosningar fara fram í landinu 24. ágúst.
Spegillinn 17. ágúst 2023 Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Reykjavíkurborg vísar réttindalausum hælisleitendum frá neyðarskýlum borgarinnar, þar sem sveitarfélögin telja sér óheimilt að veita þeim aðstoð. Valur Grettisson ræðir við Einar Þorsteinsson. Fyrrverandi fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabankans segir ólíklegt að bankinn sé hættur að hækka vexti. Ýmislegt hafi þróast í rétta átt, en það dugi ekki til því enn sé mikil spenna í hagkerfinu. Benedikt Sigurðsson ræðir við Katrínu Ólafsdóttur. Leiðtogar ECOWAS bandalagsins funda nú í Gana vegna ástandsins í Níger. Her landsins framdi valdarán í lok júlí og heldur forseta landsins í stofufangelsi. Sameinuðu þjóðirnar hafa áhyggjur af stöðunni. Ástrós Signýjardóttir segir frá. Yfirmaður Sorphirðudeildar Reykjavíkur veltir því fyrir sér hvað teljist eðlilegt heimilissorp og hversu miklar kröfur sé hægt að gera til sorphirðu sveitarfélaga. Hnökrar hafa verið á innleiðingu nýs sorphirðukerfis. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Atla Ómarsson. Isavia vill að um þrjú þúsund tré í Öskjuhlíð verði tafarlaust felld. Aðflug sé of krappt og trén ógni flugöryggi. Formaður borgarráðs segir að tekið verði á málinu formlega. Rætt við Einar Þorsteinsson og Sigrúnu Björk Jakobsdóttur. Ari Páll Karlsson tók saman. ------ Mannekla og mikil starfsmannavelta á leikskólum og hjá mörgum umönnunarstéttum endurspeglar það að rangt var gefið í upphafi að mati formanns BSRB. Ekki gangi að velferðarkerfið grundvallist á vinnu kvenna á afsláttarkjörum. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Sonju Ýr Þorbergsdóttur. Talsfólk umhverfisverndarsamtaka segja litlar sem engar líkur á að loftslagsmarkmið stjórnvalda náist úr þessu. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræðir við Árna Finnsson, formann Náttúruverndarsamtaka Íslands, og Ævar Örn ræðir við Ágústu Þóru Jónsdóttur, varaformann Landverndar. Forsetaframbjóðendum í Simbabve hefur fækkað mjög frá síðustu kosningum árið 2018. Þá gáfu 23 kost á sér en þeir eru nú aðeins 10. Forseta- og þingkosningar fara fram í landinu 24. ágúst.
Staðan í umhverfismálum hér á landi er sótsvört og aðgerðir stjórnvalda eru grænþvottur sem fær falleinkunn. Þetta segir Hjalti Már Björnsson formaður Samtaka lækna gegn umhverfisvá sem segir að lýðheilsu sé ógnað. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hann. Ekkert símasamband er við Öskju og því gæti verði erfitt að koma boðum og viðvörunum til fólks sem er þar á ferð ef byrjar að gjósa. Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra segir að lengi hafi staðið til að stofna þjóðaróperu því eigi ekki að koma á óvart að fjárframlögum til Íslensku óperunnar verði hætt. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. Utanríkisráðherra Danmerkur segir tilefni til að taka hótanir Al-Kaída vegna kóranbrenna alvarlega, til stendur að auka öryggisgæslu við sendiráð landsins. Ásta Hlín Magnúsdóttir tók saman. Fólk þarf að muna að það ber ábyrgð á eigin úrgangi og neyslu, segir Benedikt Sveinbjörnsson sem vinnur við að losa grenndargáma á höfuðborgarsvæðinu. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við hann. -------------- Ópóíðafaraldur virðist aftur í vexti í Bandaríkjunum. Í Speglinum verður rætt við Bergþór Stein Jónsson barnabráðalækni í Bandaríkjunum sem segir að fentanýl greinist hjá börnum og þess séu jafnvel dæmi að ungbörnum hafi verið gefnir ópíóíðar í mjólk. Dagný Huld Erlendsdóttir talaði við hann. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Til eru lýsingar á aðdraganda eldgosa í Öskju, annars vegar hins afdrifaríka öskugoss 1875 og hins vegar hraungossins 1961. Ragnhildur Thorlacius tók saman. Lesarar Anna Sigríður Þráinsdóttir og Benedikt Sigurðsson. Brot úr lýsingu Sigurðar Þórarinsson jarðfræðings á gosinu 1961. Seðlabanki Rússlands hækkaði stýrivexti um þrjú og hálft prósentustig í dag til að hamla verðbólgu. Efnahagssérfræðingar telja að hækkunin dugi skammt. Ásgeir Tómasson sagð frá. Brot úr viðtölum fréttastofu TV2 við Ivan, byggingaverkfræðing og Ljúdmílu Blazjej ræstitækni í Moskvu.
Staðan í umhverfismálum hér á landi er sótsvört og aðgerðir stjórnvalda eru grænþvottur sem fær falleinkunn. Þetta segir Hjalti Már Björnsson formaður Samtaka lækna gegn umhverfisvá sem segir að lýðheilsu sé ógnað. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hann. Ekkert símasamband er við Öskju og því gæti verði erfitt að koma boðum og viðvörunum til fólks sem er þar á ferð ef byrjar að gjósa. Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra segir að lengi hafi staðið til að stofna þjóðaróperu því eigi ekki að koma á óvart að fjárframlögum til Íslensku óperunnar verði hætt. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. Utanríkisráðherra Danmerkur segir tilefni til að taka hótanir Al-Kaída vegna kóranbrenna alvarlega, til stendur að auka öryggisgæslu við sendiráð landsins. Ásta Hlín Magnúsdóttir tók saman. Fólk þarf að muna að það ber ábyrgð á eigin úrgangi og neyslu, segir Benedikt Sveinbjörnsson sem vinnur við að losa grenndargáma á höfuðborgarsvæðinu. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við hann. -------------- Ópóíðafaraldur virðist aftur í vexti í Bandaríkjunum. Í Speglinum verður rætt við Bergþór Stein Jónsson barnabráðalækni í Bandaríkjunum sem segir að fentanýl greinist hjá börnum og þess séu jafnvel dæmi að ungbörnum hafi verið gefnir ópíóíðar í mjólk. Dagný Huld Erlendsdóttir talaði við hann. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Til eru lýsingar á aðdraganda eldgosa í Öskju, annars vegar hins afdrifaríka öskugoss 1875 og hins vegar hraungossins 1961. Ragnhildur Thorlacius tók saman. Lesarar Anna Sigríður Þráinsdóttir og Benedikt Sigurðsson. Brot úr lýsingu Sigurðar Þórarinsson jarðfræðings á gosinu 1961. Seðlabanki Rússlands hækkaði stýrivexti um þrjú og hálft prósentustig í dag til að hamla verðbólgu. Efnahagssérfræðingar telja að hækkunin dugi skammt. Ásgeir Tómasson sagð frá. Brot úr viðtölum fréttastofu TV2 við Ivan, byggingaverkfræðing og Ljúdmílu Blazjej ræstitækni í Moskvu.
Spegillinn 8. ágúst 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra segir að Ísland verði að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Mengunarkvótar í skipaflutningum séu hluti af heildarmyndinni og komi ekki á óvart. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við hana. Ítalskir bankar þurfa að greiða 40 prósenta hvalrekaskatt og hlutabréf í þeim hafa hríðfallið eftir að ríkisstjórnin samþykkti álögurnar í gærkvöld. Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor segir hægt að leggja slíka skatta á íslenska banka en frekar eigi að horfa til þess kerfisbundinna vandamál sem tengjast fiskveiðikerfinu og smæð íslenska hagkerfisins. Karitas M. Bjarkadóttir talaði við hann. Margrét Steinarsdóttir, fulltrúi í mansalsteymi í Bjarkarhlíð segir mikilvægt að þolendum mansals sé veittur stuðningur, hvort sem þeir séu hælisleitendur eða ekki. Hún tekur undir að það geti verið skaðlegt fyrir fórnarlömb mansals að svipta þau félagslegum stuðningi á borð við húsnæði. Valur Grettisson tók saman. ------------------- Mengunarkvótar Evrópusambandsins á sjóflutninga - sem eiga líka við á Evrópska efnahagssvæðinu - koma Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra ekki á óvart. Hún segir ekki hægt að líkja þeim við álögur á flug. Ísland verði að taka skref til að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Þórdísi. Vöruútflutningur frá Kína hefur ekki verið minni en um þessar mundir frá því að kóvíd-farsóttin brast á. Innflutningur hefur einnig dregist umtalsvert saman. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Nick Marsh viðskiptafréttamanni BBC í Singapúr, Shehzad Qazi, sérfræðingi í kínverskum efnahagsmálum Mikil deigla er í lofthreinsigeiranum nú um stundir segir Stefanía Garðarsdóttir rannsóknastjóri hjá SINTEF orkurannsóknum í Noregi Í Texas á að reisa mikla lofthreinsiverksmiðju á ólíuvinnslusvæði og geyma koltvísýring á vökvaformi þar til fæst leyfi til að dæla honum niður í berg. Ragnhildur Thorlacius tók saman og talaði við Stefaníu. Gautelfur, flæðir yfir bakka sína og vegum í Suður-Svíþjóð og suðurhluta Noregs hefur verið lokað vegna óveðursins Hans sem hefur hringsnúist yfir Skandinavíu. Gísli Kristjánsson fréttaritari í Noregi, segir aðeins hafa dregið úr regni en veðrið sé óvenjulegt á hásumri.
Spegillinn 8. ágúst 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra segir að Ísland verði að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Mengunarkvótar í skipaflutningum séu hluti af heildarmyndinni og komi ekki á óvart. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við hana. Ítalskir bankar þurfa að greiða 40 prósenta hvalrekaskatt og hlutabréf í þeim hafa hríðfallið eftir að ríkisstjórnin samþykkti álögurnar í gærkvöld. Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor segir hægt að leggja slíka skatta á íslenska banka en frekar eigi að horfa til þess kerfisbundinna vandamál sem tengjast fiskveiðikerfinu og smæð íslenska hagkerfisins. Karitas M. Bjarkadóttir talaði við hann. Margrét Steinarsdóttir, fulltrúi í mansalsteymi í Bjarkarhlíð segir mikilvægt að þolendum mansals sé veittur stuðningur, hvort sem þeir séu hælisleitendur eða ekki. Hún tekur undir að það geti verið skaðlegt fyrir fórnarlömb mansals að svipta þau félagslegum stuðningi á borð við húsnæði. Valur Grettisson tók saman. ------------------- Mengunarkvótar Evrópusambandsins á sjóflutninga - sem eiga líka við á Evrópska efnahagssvæðinu - koma Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra ekki á óvart. Hún segir ekki hægt að líkja þeim við álögur á flug. Ísland verði að taka skref til að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Þórdísi. Vöruútflutningur frá Kína hefur ekki verið minni en um þessar mundir frá því að kóvíd-farsóttin brast á. Innflutningur hefur einnig dregist umtalsvert saman. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Nick Marsh viðskiptafréttamanni BBC í Singapúr, Shehzad Qazi, sérfræðingi í kínverskum efnahagsmálum Mikil deigla er í lofthreinsigeiranum nú um stundir segir Stefanía Garðarsdóttir rannsóknastjóri hjá SINTEF orkurannsóknum í Noregi Í Texas á að reisa mikla lofthreinsiverksmiðju á ólíuvinnslusvæði og geyma koltvísýring á vökvaformi þar til fæst leyfi til að dæla honum niður í berg. Ragnhildur Thorlacius tók saman og talaði við Stefaníu. Gautelfur, flæðir yfir bakka sína og vegum í Suður-Svíþjóð og suðurhluta Noregs hefur verið lokað vegna óveðursins Hans sem hefur hringsnúist yfir Skandinavíu. Gísli Kristjánsson fréttaritari í Noregi, segir aðeins hafa dregið úr regni en veðrið sé óvenjulegt á hásumri.
Spegillinn 28. júní 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríksins ítrekar þá skoðun sína að útboðið á hlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra hafi verið eitt farsælasta hlutafjárútboð Íslandssögunnar. Hvorki skýrsla Fjármálaeftirlitsins né Ríkisendurskoðunar breyti því. Pétur Magnússon ræddi við hann . Orkuveita Reykjavíkur vill kanna kosti þess að reisa allt að 400 megavatta vindorkuver á þremur stöðum við Hellisheiði. Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitunni, segir að myllurnar gætu orðið 20, hver og ein um 200 metra há. Öllum níu starfsmönnum Flugakademíunnar í Reykjanesbæ hefur verið sagt upp. Jón Björgvin Stefánsson stjórnarformaður Keilis segir óvíst um rekstur akademíunnar til framtíðar. Matur og drykkur hefur hækkað um tólf prósent á tólf mánuðum og ekki tímabært að fagna að mati Katrínar Ólafsdóttur hagfræðings þó að verðbólga mælist undir 9 prósentum í fyrsta skipti í 12 mánuði. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hana. Fyrr í dag var tilkynnt að skrifstofu Réttindagæslumanns fatlaðs fólks hefði verið lokað vegna manneklu en það var síðar dregið til baka. Steinar Örn Steinarsson, formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins segir álagið á starfsfók embættisins óbærilegt. Ásta Hlín Magnúsdóttir tók saman. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur kært E. Jean Carroll fyrir ærumeiðingar. Rúmur mánuður er síðan kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að Trump hefði brotið kynferðislega gegn henni. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir sagði frá. Heyrist í E. Jean Carroll. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara telur að tryggja skuldurum réttarvernd og að ekki sé hægt að selja eignir á nauðungaruppboði fyrir brot af markaðsvirði. Frétt um að einbýlishús ungs manns í Reykjanesbæ hafi verið selt ofan af honum fyrir þrjár milljónir króna á nauðungaruppboði hjá sýslumanni hefur vakið hörð viðbrögð. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Veðurviðvaranir eru í gildi í fjórtán ríkjum í sunnanverðum Bandaríkjunum vegna hitabylgju. Yfir 75 milljónir íbúa verða fyrir barðinu á hitasvækjunni. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Mareya Villarreal fréttamanni og konu á götu í Chicago. Sigur Þýska þjóðernisflokksins í héraðskosningum í Thüringen um síðustu helgi þykir marka tímamót í sögu þessa öfga-hægriflokks sem verið hefur áberandi í þýskum stjórmmálum undanfarin ár. Flokkurinn mælist stærri en Jafnaðarmannaflokkur Olofs Sch
Spegillinn 28. júní 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríksins ítrekar þá skoðun sína að útboðið á hlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra hafi verið eitt farsælasta hlutafjárútboð Íslandssögunnar. Hvorki skýrsla Fjármálaeftirlitsins né Ríkisendurskoðunar breyti því. Pétur Magnússon ræddi við hann . Orkuveita Reykjavíkur vill kanna kosti þess að reisa allt að 400 megavatta vindorkuver á þremur stöðum við Hellisheiði. Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitunni, segir að myllurnar gætu orðið 20, hver og ein um 200 metra há. Öllum níu starfsmönnum Flugakademíunnar í Reykjanesbæ hefur verið sagt upp. Jón Björgvin Stefánsson stjórnarformaður Keilis segir óvíst um rekstur akademíunnar til framtíðar. Matur og drykkur hefur hækkað um tólf prósent á tólf mánuðum og ekki tímabært að fagna að mati Katrínar Ólafsdóttur hagfræðings þó að verðbólga mælist undir 9 prósentum í fyrsta skipti í 12 mánuði. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hana. Fyrr í dag var tilkynnt að skrifstofu Réttindagæslumanns fatlaðs fólks hefði verið lokað vegna manneklu en það var síðar dregið til baka. Steinar Örn Steinarsson, formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins segir álagið á starfsfók embættisins óbærilegt. Ásta Hlín Magnúsdóttir tók saman. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur kært E. Jean Carroll fyrir ærumeiðingar. Rúmur mánuður er síðan kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að Trump hefði brotið kynferðislega gegn henni. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir sagði frá. Heyrist í E. Jean Carroll. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara telur að tryggja skuldurum réttarvernd og að ekki sé hægt að selja eignir á nauðungaruppboði fyrir brot af markaðsvirði. Frétt um að einbýlishús ungs manns í Reykjanesbæ hafi verið selt ofan af honum fyrir þrjár milljónir króna á nauðungaruppboði hjá sýslumanni hefur vakið hörð viðbrögð. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Veðurviðvaranir eru í gildi í fjórtán ríkjum í sunnanverðum Bandaríkjunum vegna hitabylgju. Yfir 75 milljónir íbúa verða fyrir barðinu á hitasvækjunni. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Mareya Villarreal fréttamanni og konu á götu í Chicago. Sigur Þýska þjóðernisflokksins í héraðskosningum í Thüringen um síðustu helgi þykir marka tímamót í sögu þessa öfga-hægriflokks sem verið hefur áberandi í þýskum stjórmmálum undanfarin ár. Flokkurinn mælist stærri en Jafnaðarmannaflokkur Olofs Sch
Hæstiréttur mildaði í dag dóma yfir sakborningum í Rauðagerðismálinu. Þar á meðal var dómur yfir konu styttur um ellefu ár. Valur Grettisson tók saman og talaði við Karl Georg Sigurbjörnsson, verjanda konunnar. Útlit er fyrir að aldrei hafi meira af jarðefnaeldsneyti verið brennt á vegum landsins en í ár. Loftslagsráð telur að stjórnsýsla loftslagsmála þurfi að fara á neyðarstig. Óskhyggja dugir ekki til segir Halldór Þorgeirsson, formaður ráðsins. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hann. Hátt í þrjátíu eru slasaðir og fjórir þeirra alvarlega eftir sprengingu í húsi í fimmta hverfi í París. Ekki er vitað hvað olli henni. Rebekka Líf Ingadóttir sagði frá. Miðstjórn ASÍ harmar þá stefnu sem umræða um fólk á flótta hefur tekið undanfarna daga. Finnbjörn A. Hermannsson forseti sambandsins segir þekkingu fólksins ekki metna að verðleikum. Karitas M. Bjarkadóttir talaði við hann. Sólin var hæst á lofti, á norðurhveli jarðar, rétt fyrir þrjú í dag, á sumarsólstöðum. Sólin færist aftur suður eftir sólbaugnum og lækkar á lofti á ný. Ástrós Signýjardóttir sagði frá. ---------- Norðan við Ísland er hafið óvenju kalt og hafís mjög nálægt landi á mun stærra svæði en vant er en sunnan við landið hefur hvert hitametið fallið af öðru. Halldór Björnsson hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands segir ekkert vafamál að orsakavaldurinn sé hnattræn hlýnun þó að framvindan sé enn óljós. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hann. Stjórnvöld ætla að tvöfalda stofnframlög til íbúða fyrir eigna- og tekjulága en sú aðgerð leysir ekki vandann á húsnæðismarkaði að mati Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR - það skorti fyrst og fremst lóðir. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Stýrivaxtahækkun er yfirvofandi í Bretlandi á morgun, tólfta mánuðinn í röð. Ekkert gengur að ná verðbólgunni niður. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Jeremy Hunt fjármálaráðherra Breta, Keir Starmer leiðtoga Verkamannaflokksins og Rishi Sunak forsætisráðherra. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Hæstiréttur mildaði í dag dóma yfir sakborningum í Rauðagerðismálinu. Þar á meðal var dómur yfir konu styttur um ellefu ár. Valur Grettisson tók saman og talaði við Karl Georg Sigurbjörnsson, verjanda konunnar. Útlit er fyrir að aldrei hafi meira af jarðefnaeldsneyti verið brennt á vegum landsins en í ár. Loftslagsráð telur að stjórnsýsla loftslagsmála þurfi að fara á neyðarstig. Óskhyggja dugir ekki til segir Halldór Þorgeirsson, formaður ráðsins. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hann. Hátt í þrjátíu eru slasaðir og fjórir þeirra alvarlega eftir sprengingu í húsi í fimmta hverfi í París. Ekki er vitað hvað olli henni. Rebekka Líf Ingadóttir sagði frá. Miðstjórn ASÍ harmar þá stefnu sem umræða um fólk á flótta hefur tekið undanfarna daga. Finnbjörn A. Hermannsson forseti sambandsins segir þekkingu fólksins ekki metna að verðleikum. Karitas M. Bjarkadóttir talaði við hann. Sólin var hæst á lofti, á norðurhveli jarðar, rétt fyrir þrjú í dag, á sumarsólstöðum. Sólin færist aftur suður eftir sólbaugnum og lækkar á lofti á ný. Ástrós Signýjardóttir sagði frá. ---------- Norðan við Ísland er hafið óvenju kalt og hafís mjög nálægt landi á mun stærra svæði en vant er en sunnan við landið hefur hvert hitametið fallið af öðru. Halldór Björnsson hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands segir ekkert vafamál að orsakavaldurinn sé hnattræn hlýnun þó að framvindan sé enn óljós. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hann. Stjórnvöld ætla að tvöfalda stofnframlög til íbúða fyrir eigna- og tekjulága en sú aðgerð leysir ekki vandann á húsnæðismarkaði að mati Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR - það skorti fyrst og fremst lóðir. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Stýrivaxtahækkun er yfirvofandi í Bretlandi á morgun, tólfta mánuðinn í röð. Ekkert gengur að ná verðbólgunni niður. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Jeremy Hunt fjármálaráðherra Breta, Keir Starmer leiðtoga Verkamannaflokksins og Rishi Sunak forsætisráðherra. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
16.000 Evrópubúar létust vegna mikils hita í fyrra. Íbúar álfunnar þurfa búa sig undir fleiri hættulegar hitabylgjur. Þetta kemur fram í nýrri loftslagsskýrslu. Anna Hulda Ólafsdóttir, skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands, segir stjórnvöld víða um heim ekki gera nóg. Karitas M. Bjarkadóttir sagði frá og ræddi við Önnu Huldu. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku og loftslagsráðherra segir ekki hafa komið til tals að hann skipti um ráðuneyti. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Guðlaug. Guðrún Hafsteinsdóttir varð í dag níunda manneskjan til að taka við embætti dómsmálaráðherra eftir hrun. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Formaður Félags heyrnarlausa á Íslandi segir að heyrnarskert börn fái ekki þá þjónustu sem þau þurfi vegna þess ástands sem nú ríki hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni. Benedikt Sigurðsson ræddi við Heiðdísi Dögg Eiríksdóttur, í gegnum túlk. Lítill kafbátur sem notaður er til þess að skoða flak skemmtiferðaskipsins Titanic finnst hvergi. Stúlka sem fann 14 ára gamalt flöskuskeyti í Sprite-plastflösku í Breiðafirði í gærkvöld, leitar sendandans. Þeir sem reiknuðu með snöggum viðsnúningi í Úkraínustríðinu þegar úkraínski herinn hóf gagnsókn sína hafa þurft að draga töluvert úr björtustu væntingum sínum. Rússneski andstæðingurinn var greinilega vel undirbúinn. Jón Björgvinsson fréttaritari RÚV er í Zaporizhzhia þar sem hörðusta bardagarnir geisa. Jón ræddi við Yuriy Malashko héraðsstjóra, Maxim herlækni og hermennina Volodymyr og Vitali. Kvenréttindadagurinn er í dag og þess minnst að konur eldri en fertugar fengu flestar kosningarétt þann 19. júní 1915. Á aðalfundur European Womens Lobby, regnhlífasamtökum kvennréttindasamtaka í Evrópu var tekist á um réttindi trans kvenna. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, ráðgjafi Kvenréttindafélagsins á fundinum. Hún segir fámennan en háværan hóp afvegaleiða umræðuna og draga athyglina frá öðrum mikilvægum málum. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Brynhildi. Það er eins og heyrnarskertir á Íslandi séu afgangsstærð - þetta sé ekki nógu mikil fötlun til að veita þjónustu, segir Kristján Sverrisson forstjóri Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar. Fleiri en eitt þúsund bíða eftir að komast að í heyrnarmælingu, ráðgjöf og val á heyrnartækjum. Biðin gæti tekið um tvö ár ef ekkert verður að gert. Benedikt Sigurðsson fréttamaður talaði við Kristján. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius, tæknimaður Jón Þór Helgasson, Margrét Júlía Ingimarsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
16.000 Evrópubúar létust vegna mikils hita í fyrra. Íbúar álfunnar þurfa búa sig undir fleiri hættulegar hitabylgjur. Þetta kemur fram í nýrri loftslagsskýrslu. Anna Hulda Ólafsdóttir, skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands, segir stjórnvöld víða um heim ekki gera nóg. Karitas M. Bjarkadóttir sagði frá og ræddi við Önnu Huldu. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku og loftslagsráðherra segir ekki hafa komið til tals að hann skipti um ráðuneyti. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Guðlaug. Guðrún Hafsteinsdóttir varð í dag níunda manneskjan til að taka við embætti dómsmálaráðherra eftir hrun. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Formaður Félags heyrnarlausa á Íslandi segir að heyrnarskert börn fái ekki þá þjónustu sem þau þurfi vegna þess ástands sem nú ríki hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni. Benedikt Sigurðsson ræddi við Heiðdísi Dögg Eiríksdóttur, í gegnum túlk. Lítill kafbátur sem notaður er til þess að skoða flak skemmtiferðaskipsins Titanic finnst hvergi. Stúlka sem fann 14 ára gamalt flöskuskeyti í Sprite-plastflösku í Breiðafirði í gærkvöld, leitar sendandans. Þeir sem reiknuðu með snöggum viðsnúningi í Úkraínustríðinu þegar úkraínski herinn hóf gagnsókn sína hafa þurft að draga töluvert úr björtustu væntingum sínum. Rússneski andstæðingurinn var greinilega vel undirbúinn. Jón Björgvinsson fréttaritari RÚV er í Zaporizhzhia þar sem hörðusta bardagarnir geisa. Jón ræddi við Yuriy Malashko héraðsstjóra, Maxim herlækni og hermennina Volodymyr og Vitali. Kvenréttindadagurinn er í dag og þess minnst að konur eldri en fertugar fengu flestar kosningarétt þann 19. júní 1915. Á aðalfundur European Womens Lobby, regnhlífasamtökum kvennréttindasamtaka í Evrópu var tekist á um réttindi trans kvenna. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, ráðgjafi Kvenréttindafélagsins á fundinum. Hún segir fámennan en háværan hóp afvegaleiða umræðuna og draga athyglina frá öðrum mikilvægum málum. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Brynhildi. Það er eins og heyrnarskertir á Íslandi séu afgangsstærð - þetta sé ekki nógu mikil fötlun til að veita þjónustu, segir Kristján Sverrisson forstjóri Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar. Fleiri en eitt þúsund bíða eftir að komast að í heyrnarmælingu, ráðgjöf og val á heyrnartækjum. Biðin gæti tekið um tvö ár ef ekkert verður að gert. Benedikt Sigurðsson fréttamaður talaði við Kristján. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius, tæknimaður Jón Þór Helgasson, Margrét Júlía Ingimarsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.
Spegillinn 15. júní 2023. Virkjanaleyfi vegna Hvammsvirkjunar hefur verið fellt úr gildi. Ógilding leyfisins kemur Landsvirkjun á óvart. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill harðari löggjöf og skilvirkari vinnubrögð í málefnum fólks sem hér sækir um alþjóðlega vernd. Hann lætur væntanlega af embætti á mánudag en hefði viljað sitja lengur. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við hann. Sendiherra Íslands í Moskvu tekur við stöðu sendiherra í Kaupmannahöfn í sumar og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, utanríkisráðherra ákvað að senda ekki annan sendiherra í hans stað. Starfsemi sendiráðs Íslands í Rússlandi og umfang rússneska sendiráðsins hér hefur verið rædd í ríkisstjórn og utanríkismálanefnd en ákvörðun um að leggja niður starfsemi í Moskvu var hennar. Óttast er að mörg hundruð hafi farist þegar skip sökk undan strönd Grikklands í gær. Talið er að 750 flóttamenn hafi verið um borð, þar af hundrað börn í lestinni. Ástrós Signýjardóttir sagði frá. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og skólastjórar borgarinnar hafa rætt umað banna snjallsímanotkun barna á skólatíma. Ákvörðun um símabann verður ekki sett fyrir haustið. Karitas M. Bjarkadóttir sagði frá. ----------------- Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra Breta á ekki afturkvæmt í framlínu stjórnmálanna að mati fréttaskýrenda. Hann er sakaður um að hafa vanvirt breska þingið með því að hafa sagt því ósatt átta sinnum. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að framtíð Úkraínu sé í Atlantshafsbandalaginu - það verði sterkara með Úkraínu innanborðs. Hún situr nú fund varnarmálaráðherra NATO ríkjanna í Brussel, og Björn Malmquist, ræddi við hana síðdegis, um málefni Úkraínu - en einnig um nýlega ákvörðun íslenskra stjórnvalda að loka tímabundið sendiráði Íslands í Moskvu og viðbrögðin við þeirri ákvörðun. Kvikmyndamiðstöð Íslands tók til starfa fyrir rúmum tuttugu árum. Gísli Snær Erlingsson, kvikmyndagerðarmaður og fyrrverandi rektor London Film School, er nýráðinn forstöðumaður miðstöðvarinnar, sem er ætlað að efla kvikmyndamenningu, kynna íslenskar kvikmyndir á erlendum markaði og margt fleira. Ævar Örn Jósepsson ræddi við hann. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kári Guðmundsson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.
Spegillinn 15. júní 2023. Virkjanaleyfi vegna Hvammsvirkjunar hefur verið fellt úr gildi. Ógilding leyfisins kemur Landsvirkjun á óvart. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill harðari löggjöf og skilvirkari vinnubrögð í málefnum fólks sem hér sækir um alþjóðlega vernd. Hann lætur væntanlega af embætti á mánudag en hefði viljað sitja lengur. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við hann. Sendiherra Íslands í Moskvu tekur við stöðu sendiherra í Kaupmannahöfn í sumar og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, utanríkisráðherra ákvað að senda ekki annan sendiherra í hans stað. Starfsemi sendiráðs Íslands í Rússlandi og umfang rússneska sendiráðsins hér hefur verið rædd í ríkisstjórn og utanríkismálanefnd en ákvörðun um að leggja niður starfsemi í Moskvu var hennar. Óttast er að mörg hundruð hafi farist þegar skip sökk undan strönd Grikklands í gær. Talið er að 750 flóttamenn hafi verið um borð, þar af hundrað börn í lestinni. Ástrós Signýjardóttir sagði frá. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og skólastjórar borgarinnar hafa rætt umað banna snjallsímanotkun barna á skólatíma. Ákvörðun um símabann verður ekki sett fyrir haustið. Karitas M. Bjarkadóttir sagði frá. ----------------- Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra Breta á ekki afturkvæmt í framlínu stjórnmálanna að mati fréttaskýrenda. Hann er sakaður um að hafa vanvirt breska þingið með því að hafa sagt því ósatt átta sinnum. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að framtíð Úkraínu sé í Atlantshafsbandalaginu - það verði sterkara með Úkraínu innanborðs. Hún situr nú fund varnarmálaráðherra NATO ríkjanna í Brussel, og Björn Malmquist, ræddi við hana síðdegis, um málefni Úkraínu - en einnig um nýlega ákvörðun íslenskra stjórnvalda að loka tímabundið sendiráði Íslands í Moskvu og viðbrögðin við þeirri ákvörðun. Kvikmyndamiðstöð Íslands tók til starfa fyrir rúmum tuttugu árum. Gísli Snær Erlingsson, kvikmyndagerðarmaður og fyrrverandi rektor London Film School, er nýráðinn forstöðumaður miðstöðvarinnar, sem er ætlað að efla kvikmyndamenningu, kynna íslenskar kvikmyndir á erlendum markaði og margt fleira. Ævar Örn Jósepsson ræddi við hann. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kári Guðmundsson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.
Spegillinn 31. maí 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Aðalsteinn Leifsson er hættur sem ríkissáttasemjari. Ástráður Haraldsson skipaður tímabundið hans stað. Fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkar mest í Skagabyggð og í Reykhólahreppi, það er um tæplega 44%. Að meðaltali er hækkun fasteignamats tæp tólf prósent. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans segir horft til nýs fasteignamats í bankanum strax á morgun, til dæmis þegar kemur að endurfjármögnun lána. Heiða Björg Hilmisdóttir. Formaður Sambands sveitarfélaga segir báða deilendur verða að gefa eftir í kjaradeilunni við BSRB. Ekki komi til greina að samningar nái lengra aftur en til 1. apríl. Eigendur bandaríska lyfjafyrirtækisins Purdue Pharma, sem setti oxycontin á markað, hafa samið um friðhelgi frá lögsóknum í tengslum við ópíóíðafaraldur en greiða í staðinn sex milljarða dollara næstu árin. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Mikið hefur borið á því að netsvindlarar sendi tölvupóst undir yfirskini lögreglu eða dómsmálaráðuneytisins til að reyna að hafa af fólki fé. Þar stendur að verið sé að rannsaka viðkomandi í tengslum við barnaklám eða barnaníð. Ísak Regal tók saman. ÍBV og Haukar útkljá það í oddaleik í kvöld hvort liðið hampar Íslandsmeistaratitili í handbolta. Edda Sif Pálsdóttir ræddi við stuðningsmennina Tryggva Rafnsson (ÍBV) og Jóhann Ólaf Sveinbjarnason (Haukar). ---------------- Aðalsteinn Leifsson segist hafa verið vakinn og sofinn í embætti ríkissáttasemjara og tímabært að hætta og snúa sér að öðru. Átök og dómsmál í tengslum við deildu Eflingar og SA í vetur hafi e.kki haft áhrif ákvörðun hans.. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við hann. Lilja Björk Einarsdóttir segir að hraðar vaxtahækkanir og staða lántakenda sé áhyggjuefni en vanskil einstaklinga hafi ekki aukist. Stígur Helgason ræddi við Lilju. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að almenn ökuréttindi á EES-svæðinu verði bundin við 18 ára aldur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra telur ekki ástæðu til að hverfa frá því að bílprófið geti fólk fengið 17 ára hér. Björn Malmquist sagði frá.
Spegillinn 31. maí 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Aðalsteinn Leifsson er hættur sem ríkissáttasemjari. Ástráður Haraldsson skipaður tímabundið hans stað. Fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkar mest í Skagabyggð og í Reykhólahreppi, það er um tæplega 44%. Að meðaltali er hækkun fasteignamats tæp tólf prósent. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans segir horft til nýs fasteignamats í bankanum strax á morgun, til dæmis þegar kemur að endurfjármögnun lána. Heiða Björg Hilmisdóttir. Formaður Sambands sveitarfélaga segir báða deilendur verða að gefa eftir í kjaradeilunni við BSRB. Ekki komi til greina að samningar nái lengra aftur en til 1. apríl. Eigendur bandaríska lyfjafyrirtækisins Purdue Pharma, sem setti oxycontin á markað, hafa samið um friðhelgi frá lögsóknum í tengslum við ópíóíðafaraldur en greiða í staðinn sex milljarða dollara næstu árin. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Mikið hefur borið á því að netsvindlarar sendi tölvupóst undir yfirskini lögreglu eða dómsmálaráðuneytisins til að reyna að hafa af fólki fé. Þar stendur að verið sé að rannsaka viðkomandi í tengslum við barnaklám eða barnaníð. Ísak Regal tók saman. ÍBV og Haukar útkljá það í oddaleik í kvöld hvort liðið hampar Íslandsmeistaratitili í handbolta. Edda Sif Pálsdóttir ræddi við stuðningsmennina Tryggva Rafnsson (ÍBV) og Jóhann Ólaf Sveinbjarnason (Haukar). ---------------- Aðalsteinn Leifsson segist hafa verið vakinn og sofinn í embætti ríkissáttasemjara og tímabært að hætta og snúa sér að öðru. Átök og dómsmál í tengslum við deildu Eflingar og SA í vetur hafi e.kki haft áhrif ákvörðun hans.. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við hann. Lilja Björk Einarsdóttir segir að hraðar vaxtahækkanir og staða lántakenda sé áhyggjuefni en vanskil einstaklinga hafi ekki aukist. Stígur Helgason ræddi við Lilju. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að almenn ökuréttindi á EES-svæðinu verði bundin við 18 ára aldur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra telur ekki ástæðu til að hverfa frá því að bílprófið geti fólk fengið 17 ára hér. Björn Malmquist sagði frá.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonast eftir skýrri og afgerandi niðurstöðu fundar Evrópuráðsins - sem hefst í Reykjavík á morgun. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Katrínu. Langflestir leiðtogar aðildarríkjanna mæta. Vopnaðir lögreglumenn í tugatali eru í Hörpu. Búið er að girða af svæði við Hörpu og þangað kemst enginn inn nema eiga erindi. Nær allir lögreglumenn landsins eru að störfum á fundinum og liðsauki hefur borist erlendis frá. Bretar sinna loftrýmisgæslu í dag og næstu daga vegna fundarins. Það verður leitað að vopnum á farþegum í innanlandsflugi í fyrsta sinni næstu daga. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugs hjá Isavia, segir þetta vera í fyrsta sinn sem öryggisleit er í innanlandsflugi hér á landi. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræddi við Sigrúnu. Fjórir leikskólar í Mosfellsbæ og Garðabæ voru lokaðir í dag í fyrstu verkfallsaðgerðum BSRB í kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Á morgun verður kosið um allsherjarverkfall félagsmanna BSRB í Kópavogi. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við Sonju Ýr Þorbergsdóttur og Ellen Svövu Rúnarsdóttur. Lifandi en slöpp leðurblaka fannst í Kópavogi í síðustu viku. Þeim fjölgar, óvæntum heimsóknum leðurblaka til landsins, að sögn Vilhjálms Svanssonar, dýralæknis og veirufræðings að Keldum. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Allt er á suðupuntki á Sauðárkróki. Tindastóll getur orðið Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í kvöld, ef þeir leggja Reykjavíkurliðið Val. Sumir atvinnurekendur í bænum lokuðu snemma til að fólk kæmist fyrr á völlinn. Rætt var við Gunnar Birgisson íþróttafréttamann. Ýmiskonar fundahöld eru til hliðar við leiðtogafundinn á morgun. Einn þeirra var í Veröld í dag - Lýðræði fyrir framtíðna var yfirskrift hans. Einn margra framsögumanna var Tiny Kox forseti Evópuráðsþingsins, sem brýndi fyrir ungu fólki að taka þátt í að viðhalda lýðræði. Annar framsögumaður var Jón Ólafsson prófessor. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Jón. Hitinn og sólin á Spáni geta haft skuggahliðar með vatnsþurrð, uppskerubresti og ýmsum erfiðleikum öðrum. Sumir Spánverjar láta reiði sína og angist vegna erfiðleikanna bitna á veðurfræðingum. Þeir eru kallaðir morðingjar, glæpamenn og þeim er hótað með ýmsu móti á samfélagsmiðlum, í símtölum og með tölvupóstsendingum. Í pistlinum koma fyrir Samuel Reyes, forstjóri Veitustofnunarinnar í Katalóníu og Luz Cepeda veðurfréttakona. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonast eftir skýrri og afgerandi niðurstöðu fundar Evrópuráðsins - sem hefst í Reykjavík á morgun. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Katrínu. Langflestir leiðtogar aðildarríkjanna mæta. Vopnaðir lögreglumenn í tugatali eru í Hörpu. Búið er að girða af svæði við Hörpu og þangað kemst enginn inn nema eiga erindi. Nær allir lögreglumenn landsins eru að störfum á fundinum og liðsauki hefur borist erlendis frá. Bretar sinna loftrýmisgæslu í dag og næstu daga vegna fundarins. Það verður leitað að vopnum á farþegum í innanlandsflugi í fyrsta sinni næstu daga. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugs hjá Isavia, segir þetta vera í fyrsta sinn sem öryggisleit er í innanlandsflugi hér á landi. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræddi við Sigrúnu. Fjórir leikskólar í Mosfellsbæ og Garðabæ voru lokaðir í dag í fyrstu verkfallsaðgerðum BSRB í kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Á morgun verður kosið um allsherjarverkfall félagsmanna BSRB í Kópavogi. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við Sonju Ýr Þorbergsdóttur og Ellen Svövu Rúnarsdóttur. Lifandi en slöpp leðurblaka fannst í Kópavogi í síðustu viku. Þeim fjölgar, óvæntum heimsóknum leðurblaka til landsins, að sögn Vilhjálms Svanssonar, dýralæknis og veirufræðings að Keldum. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman. Allt er á suðupuntki á Sauðárkróki. Tindastóll getur orðið Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í kvöld, ef þeir leggja Reykjavíkurliðið Val. Sumir atvinnurekendur í bænum lokuðu snemma til að fólk kæmist fyrr á völlinn. Rætt var við Gunnar Birgisson íþróttafréttamann. Ýmiskonar fundahöld eru til hliðar við leiðtogafundinn á morgun. Einn þeirra var í Veröld í dag - Lýðræði fyrir framtíðna var yfirskrift hans. Einn margra framsögumanna var Tiny Kox forseti Evópuráðsþingsins, sem brýndi fyrir ungu fólki að taka þátt í að viðhalda lýðræði. Annar framsögumaður var Jón Ólafsson prófessor. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Jón. Hitinn og sólin á Spáni geta haft skuggahliðar með vatnsþurrð, uppskerubresti og ýmsum erfiðleikum öðrum. Sumir Spánverjar láta reiði sína og angist vegna erfiðleikanna bitna á veðurfræðingum. Þeir eru kallaðir morðingjar, glæpamenn og þeim er hótað með ýmsu móti á samfélagsmiðlum, í símtölum og með tölvupóstsendingum. Í pistlinum koma fyrir Samuel Reyes, forstjóri Veitustofnunarinnar í Katalóníu og Luz Cepeda veðurfréttakona. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Hægja þarf á áformum um byggingu þjóðarhallar í Laugardal vegna ástandsins í efnahagsmálum. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra á Alþingi. Höskuldur Kári Schram tók saman. Samfylkingin mælist stærsti flokkur landsins í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup þriðja mánuðinn í röð, með 28 prósenta fylgi. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sagði frá. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs segir eignarhald borgarinnar í Ljósleiðaranum vekja spurningar í ljósi stærðar félagsins. Alexander Kristjánsson sagði frá. Engar sérstakar reglur gilda um uppflettingar í lyfjaávísanagátt þrátt fyrir að gögn þar teljist viðkvæmar persónuupplýsingar. Landlæknir íhugar breytingar. Benedikt Sigurðsson tók saman. Auka á stuðning við ungt fólk sem á erfitt með að vera á vinnumarkaði. Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK segir dæmin sanna að með réttum stuðningi geti fólk sinnt vinnu á ný. Alma Ómarsdóttir talaði við hana og Pál Ásgeir Guðmundsson forstöðumann hjá SA. ------------- Deilt var um það í borgarstjórn hvort skýra mætti fjárhagsvanda borgarinnar með kostnaði vegna þjónustu við fatlað fólk þegar fyrsta umræða um ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir 2022 fór fram. . Halli A- hlutans í fyrra var 15,6 milljarðar króna. Spilað var úr ræðum Dags B. Eggertssonar, Hildar Björnsdóttur og Einars Þorsteinssonar. Ragnhildur Thorlacius tók saman. KJjaraviðræður BSRB og sveitarfélaga annarra en Reykjavíkur eru í hnút. Helsti ásteytingarsteinninn er krafa BSRB um hækkanir sem gildi frá áramótum líkt og samið var um við SGS. Sveitarfélög segjast hafa staðið við samninga að fullu. Horfur eru á verkföllum BSRB félaga. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Sonju Ýr Þorbergsdóttur formann BSRB. Evrópusambandið ætlar að krefja stærstu netfyrirtæki og samfélagsmiðla heims, um strangari reglur um persónuvernd og eftirlit með ólöglegu efni á miðlunum, þær verða að líkindum einnig teknar upp hér á landi. Björn Malmquist sagði frá. Spegillinn 5. maí Umsjónarmaður: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir og Annalísa Hermannsdóttir.
Hægja þarf á áformum um byggingu þjóðarhallar í Laugardal vegna ástandsins í efnahagsmálum. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra á Alþingi. Höskuldur Kári Schram tók saman. Samfylkingin mælist stærsti flokkur landsins í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup þriðja mánuðinn í röð, með 28 prósenta fylgi. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sagði frá. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs segir eignarhald borgarinnar í Ljósleiðaranum vekja spurningar í ljósi stærðar félagsins. Alexander Kristjánsson sagði frá. Engar sérstakar reglur gilda um uppflettingar í lyfjaávísanagátt þrátt fyrir að gögn þar teljist viðkvæmar persónuupplýsingar. Landlæknir íhugar breytingar. Benedikt Sigurðsson tók saman. Auka á stuðning við ungt fólk sem á erfitt með að vera á vinnumarkaði. Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK segir dæmin sanna að með réttum stuðningi geti fólk sinnt vinnu á ný. Alma Ómarsdóttir talaði við hana og Pál Ásgeir Guðmundsson forstöðumann hjá SA. ------------- Deilt var um það í borgarstjórn hvort skýra mætti fjárhagsvanda borgarinnar með kostnaði vegna þjónustu við fatlað fólk þegar fyrsta umræða um ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir 2022 fór fram. . Halli A- hlutans í fyrra var 15,6 milljarðar króna. Spilað var úr ræðum Dags B. Eggertssonar, Hildar Björnsdóttur og Einars Þorsteinssonar. Ragnhildur Thorlacius tók saman. KJjaraviðræður BSRB og sveitarfélaga annarra en Reykjavíkur eru í hnút. Helsti ásteytingarsteinninn er krafa BSRB um hækkanir sem gildi frá áramótum líkt og samið var um við SGS. Sveitarfélög segjast hafa staðið við samninga að fullu. Horfur eru á verkföllum BSRB félaga. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Sonju Ýr Þorbergsdóttur formann BSRB. Evrópusambandið ætlar að krefja stærstu netfyrirtæki og samfélagsmiðla heims, um strangari reglur um persónuvernd og eftirlit með ólöglegu efni á miðlunum, þær verða að líkindum einnig teknar upp hér á landi. Björn Malmquist sagði frá. Spegillinn 5. maí Umsjónarmaður: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir og Annalísa Hermannsdóttir.
Spegillinn 18. apríl 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Þorbjörn Gísla Kolbrúnarson. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Erlent flutningaskip strandaði við Ennishöfða á Húnaflóa í dag. Magnús Pálmar Jónsson stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni segir áhöfnina bera sig vel og ekki þörf á að flytja fólk frá borði. Ekki verður reynt að losa skipið í kvöld. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við Magnús. Búið er að lóga öllu fé á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði og setja hræin í lekahelda gáma segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir, urðunarstaður finnist vonandi fljótlega. Benedikt Sigurðsson talaði við hana. 1.373 börn fengu leikskólapláss á borgarreknum leikskólum Reykjavíkur í fyrsta hluta, úthlutunar ársins. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar telur þetta á pari við síðustu misseri. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við Helga. Mörg hundruð manns koma að undirbúningi fundar Evrópuráðsins sem verður í Reykjavík í maí segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir verkefnisstjóri alþjóðamála hjá forsætisráðuneytisins. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við Rósu. Kristinn starfsmaður bandarísku póstþjónustunnar USPS krefst þess að fá að halda hvíldardaginn heilagan. Krafa hans verður tekin fyrir í hæstarétti Bandaríkjanna í dag, og gæti niðurstaða hans haft mikil áhrif á réttindi starfsmanna á vinnustöðum. Róbert Jóhannsson tók saman. ------------ Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands er nokkuð bjartsýnn að á þingi þess í næstu viku takist félögum að ná saman þó að vissulega sé ágreiningur um ýmis mál hjá sambandinu. Öllu skipti ap ASÍ geti sem heild unnið saman að brýnum verkefnum. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Það styttist í fund Evrópuráðsins í Reykjavík. Fundinum fylgir mikil öryggisgæsla og umstang, Bjarni Rúnarsson sagði frá og rifjaði upp leiðtogafundinn í Höfða 1986. Glefsur með Ingva Hrafni Jónssyni, Gunnari Kvaran og Ómari Ragnarssyni. Leiðtogar Skoska þjóðarflokksins voru boðaðir til fundar í skyndi eftir að lögregla greindi frá því 71 árs karlmaður væri í haldi vegna rannsóknar á fjármálum og fjármögnun flokksins. Colin Beattie gjaldkeri flokksins var reyndar ekki nafngreindur, en engin fór um grafgötur um að hann væri sá handtekni. Ásgeir Tómasson tók saman. Nýkjörinn leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og fyrsti ráðherra heimastjórnarinnar, Humza Yousaf, varð klumsa við fréttirnar.
Spegillinn 18. apríl 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Þorbjörn Gísla Kolbrúnarson. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Erlent flutningaskip strandaði við Ennishöfða á Húnaflóa í dag. Magnús Pálmar Jónsson stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni segir áhöfnina bera sig vel og ekki þörf á að flytja fólk frá borði. Ekki verður reynt að losa skipið í kvöld. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við Magnús. Búið er að lóga öllu fé á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði og setja hræin í lekahelda gáma segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir, urðunarstaður finnist vonandi fljótlega. Benedikt Sigurðsson talaði við hana. 1.373 börn fengu leikskólapláss á borgarreknum leikskólum Reykjavíkur í fyrsta hluta, úthlutunar ársins. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar telur þetta á pari við síðustu misseri. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við Helga. Mörg hundruð manns koma að undirbúningi fundar Evrópuráðsins sem verður í Reykjavík í maí segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir verkefnisstjóri alþjóðamála hjá forsætisráðuneytisins. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við Rósu. Kristinn starfsmaður bandarísku póstþjónustunnar USPS krefst þess að fá að halda hvíldardaginn heilagan. Krafa hans verður tekin fyrir í hæstarétti Bandaríkjanna í dag, og gæti niðurstaða hans haft mikil áhrif á réttindi starfsmanna á vinnustöðum. Róbert Jóhannsson tók saman. ------------ Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands er nokkuð bjartsýnn að á þingi þess í næstu viku takist félögum að ná saman þó að vissulega sé ágreiningur um ýmis mál hjá sambandinu. Öllu skipti ap ASÍ geti sem heild unnið saman að brýnum verkefnum. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann. Það styttist í fund Evrópuráðsins í Reykjavík. Fundinum fylgir mikil öryggisgæsla og umstang, Bjarni Rúnarsson sagði frá og rifjaði upp leiðtogafundinn í Höfða 1986. Glefsur með Ingva Hrafni Jónssyni, Gunnari Kvaran og Ómari Ragnarssyni. Leiðtogar Skoska þjóðarflokksins voru boðaðir til fundar í skyndi eftir að lögregla greindi frá því 71 árs karlmaður væri í haldi vegna rannsóknar á fjármálum og fjármögnun flokksins. Colin Beattie gjaldkeri flokksins var reyndar ekki nafngreindur, en engin fór um grafgötur um að hann væri sá handtekni. Ásgeir Tómasson tók saman. Nýkjörinn leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og fyrsti ráðherra heimastjórnarinnar, Humza Yousaf, varð klumsa við fréttirnar.
Spegillinn 30. mars 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Hús voru enn rýmd á Austfjörðum í dag vegna hættu á ofanflóðum. Hættustig er í gildi í Neskaupstað, á Seyðisfirði, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Eskifirði. Fjöldi flóða hefur fallið í dag en ekki í byggð. Magni Hreinn Jónsson fagstjóri ofanflóða er á vakt hjá Veðurstofunni. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann og Óðin Svan Óðinsson fréttamann sem er í Neskaupstað. Vantrauststillaga á hendur Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra er eitt af mörgum óþægilegum málum fyrir Vinstri græn í ríkisstjórnarsamstarfinu segir Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur, samþykkt hefði jafngilt stjórnarslitum. Bjarni Rúnarsson talaði við hann. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara upp störfum. Einar Örn Jónsson sagði frá og Hans Steinar Bjarnason talaði við Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ. Stéttarfélög á opinbera markaðnum hafa samið við ríki og borg um launahækkanir og kjarabætur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir helsta markmið 12 mánaða samnings að verja kaupmáttinn. Helstu matvörukeðjur Svíþjóðar hafa boðað verðlækkun á ýmsum nauðsynjavörum eftir harða gagnrýni. Fjármálaráðherra landsins hafði áður boðað forstjóra fyrirtækjanna á sinn fund og krafist skýringa á verðhækkunum, sem eru langt umfram nágrannalönd. Alexander Kristjánsson sagði frá. Páskaeggin eru ódýrust í Bónus og Krónunni samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Dýrust eru þau í Heimkaup og Iceland. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman. --------- Vantrauststillaga á hendur Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra var felld á Alþingi í dag með 35 atkvæðum stjórnarliða gegn 22 atkvæðum stjórnarandstöðu. Einn greiddi ekki atkvæði. Bjarni Rúnarssorn ræddi við Ólaf Þ. Harðarson, stjórnmálafræðing um aðdraganda og afleiðingar vantrauststillögunnar. Brot úr viðtali Höskuldar Kára Schram við Jón. Héraðsdómur í Zürich í Sviss dæmdi í dag þrjá fyrrverandi yfirmenn í útibúi rússneska Gazprombankans í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekki kannað uppruna um það bil 50 milljóna svissneskra franka sem lagðir voru inn á reikning í bankanum á árunum 2014 til '16. Rússneskur sellóleikari og hljómsveitarstjóri, Sergei Roldugin, góðvinur Vladimírs Pútíns lagði peningana inn í bankanna. Ásgeir Tómasson sagði frá. Maria Nizzero, sérfræðingur í rannsókn á fjármálaglæpum við RUSI-hugveituna í Lundúnum, segir að dómurinn sæti tíðindum.
Spegillinn 30. mars 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Hús voru enn rýmd á Austfjörðum í dag vegna hættu á ofanflóðum. Hættustig er í gildi í Neskaupstað, á Seyðisfirði, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Eskifirði. Fjöldi flóða hefur fallið í dag en ekki í byggð. Magni Hreinn Jónsson fagstjóri ofanflóða er á vakt hjá Veðurstofunni. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann og Óðin Svan Óðinsson fréttamann sem er í Neskaupstað. Vantrauststillaga á hendur Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra er eitt af mörgum óþægilegum málum fyrir Vinstri græn í ríkisstjórnarsamstarfinu segir Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur, samþykkt hefði jafngilt stjórnarslitum. Bjarni Rúnarsson talaði við hann. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara upp störfum. Einar Örn Jónsson sagði frá og Hans Steinar Bjarnason talaði við Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ. Stéttarfélög á opinbera markaðnum hafa samið við ríki og borg um launahækkanir og kjarabætur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir helsta markmið 12 mánaða samnings að verja kaupmáttinn. Helstu matvörukeðjur Svíþjóðar hafa boðað verðlækkun á ýmsum nauðsynjavörum eftir harða gagnrýni. Fjármálaráðherra landsins hafði áður boðað forstjóra fyrirtækjanna á sinn fund og krafist skýringa á verðhækkunum, sem eru langt umfram nágrannalönd. Alexander Kristjánsson sagði frá. Páskaeggin eru ódýrust í Bónus og Krónunni samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Dýrust eru þau í Heimkaup og Iceland. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman. --------- Vantrauststillaga á hendur Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra var felld á Alþingi í dag með 35 atkvæðum stjórnarliða gegn 22 atkvæðum stjórnarandstöðu. Einn greiddi ekki atkvæði. Bjarni Rúnarssorn ræddi við Ólaf Þ. Harðarson, stjórnmálafræðing um aðdraganda og afleiðingar vantrauststillögunnar. Brot úr viðtali Höskuldar Kára Schram við Jón. Héraðsdómur í Zürich í Sviss dæmdi í dag þrjá fyrrverandi yfirmenn í útibúi rússneska Gazprombankans í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekki kannað uppruna um það bil 50 milljóna svissneskra franka sem lagðir voru inn á reikning í bankanum á árunum 2014 til '16. Rússneskur sellóleikari og hljómsveitarstjóri, Sergei Roldugin, góðvinur Vladimírs Pútíns lagði peningana inn í bankanna. Ásgeir Tómasson sagði frá. Maria Nizzero, sérfræðingur í rannsókn á fjármálaglæpum við RUSI-hugveituna í Lundúnum, segir að dómurinn sæti tíðindum.
Appelsínugul veðurviðvörun gengur í gildi á Austfjörðum klukkan sjö vegna mikillar snjókomu. Reitur fjórtán var rýmdur að nýju á Seyðisfirði í dag. Viðbúið er að færð spillist og hætta á snjóflóðum aukist. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir tók saman. Hækka á tekjuskatt á fyrirtæki, hagræða í rekstri ríkisstofnana og draga úr opinberum framkvæmdum samkvæmt fjármálaáætlun sem kynnt var í dag. Þingmenn úr nær öllum flokkum stjórnarandstöðu lögðu í dag fram vantrauststillögu gegn Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra. Hann hafi með framgöngu sinni hindrað Alþingi í störfum sínum. Tillagan verður tekin fyrir á Alþingi á morgun. Jóhanna vigdís Hjaltadóttir segir frá. Yfirtaka svissneska bankans UBS á Credit Suisse er stærsti einstaki fjármálagerningur síðan í fjármálakrísunni 2008. Þetta segir stjórnarformaður UBS, sem hefur ráðið til baka fyrrverandi forstjóra til að leiða samrunann. Oddur Þórðarson segir frá. ------ Í dag var kynntur einn af staksteinum ríkisfjármálanna á ári hverju, fjármálaáætlun. Þar er hægt að sjá hvert stjórnvöld stefna með nokkuð ítarlegum hætti í ríkisrekstrinum. Hennar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu í þetta skiptið, því í henni sýnir ríkisstjórnin á spilin með hvaða hætti eigi að bregðast við í ríkisfjármálunum til að bregðast við verðbólgu og efnahagsvandanum sem við blasir. Markmið með fjármálaáætluninni er að útfæra markmið um tekjur og gjöld hins opinbera og þróun þeirra. Fjármálaáætlun er sett fram til næstu fimm ára hið skemmsta og skal fjármála- og efnahagsráðherra leggja hana fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar fyrir 1. apríl ár hvert. Bjarni Rúnarsson fer yfir áætlunina ásamt Alexander Kristjánssyni fréttamanni. Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, segist merkja aukinn skilning innan Evrópusambandsins á sjónarmiðum Íslands varðandi losunarheimildir í flugi og hún segir að þýsk stjórnvöld deili skoðunum Íslands hvað þetta mál varðar. Lilja var í Brussel í gær og í dag, þar sem hún átti fundi með embættismönnum í framkvæmdastjórn ESB, og tók einnig þátt í ráðstefnu flugfélaga sem haldin var í borginni. Björn Malmquist, fréttamaður RÚV í Brussel fylgdist með þessari ráðstefnu og ræddi við Lilju Vladimír Pútín Rússlandsforseti kann að fá öflugan keppinaut þegar hann sækist eftir endurkjöri í mars á næsta ári. Sérfræðingar hugveitunnar Institute for the Study of War eða ISW í Washingtonborg draga þá ályktun í nýjustu uppfærslu sinni um gang innrásarinnar í Úkraínu, að Yevgeny Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner málaliðahópsins, hyggist bjóða sig fr
Appelsínugul veðurviðvörun gengur í gildi á Austfjörðum klukkan sjö vegna mikillar snjókomu. Reitur fjórtán var rýmdur að nýju á Seyðisfirði í dag. Viðbúið er að færð spillist og hætta á snjóflóðum aukist. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir tók saman. Hækka á tekjuskatt á fyrirtæki, hagræða í rekstri ríkisstofnana og draga úr opinberum framkvæmdum samkvæmt fjármálaáætlun sem kynnt var í dag. Þingmenn úr nær öllum flokkum stjórnarandstöðu lögðu í dag fram vantrauststillögu gegn Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra. Hann hafi með framgöngu sinni hindrað Alþingi í störfum sínum. Tillagan verður tekin fyrir á Alþingi á morgun. Jóhanna vigdís Hjaltadóttir segir frá. Yfirtaka svissneska bankans UBS á Credit Suisse er stærsti einstaki fjármálagerningur síðan í fjármálakrísunni 2008. Þetta segir stjórnarformaður UBS, sem hefur ráðið til baka fyrrverandi forstjóra til að leiða samrunann. Oddur Þórðarson segir frá. ------ Í dag var kynntur einn af staksteinum ríkisfjármálanna á ári hverju, fjármálaáætlun. Þar er hægt að sjá hvert stjórnvöld stefna með nokkuð ítarlegum hætti í ríkisrekstrinum. Hennar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu í þetta skiptið, því í henni sýnir ríkisstjórnin á spilin með hvaða hætti eigi að bregðast við í ríkisfjármálunum til að bregðast við verðbólgu og efnahagsvandanum sem við blasir. Markmið með fjármálaáætluninni er að útfæra markmið um tekjur og gjöld hins opinbera og þróun þeirra. Fjármálaáætlun er sett fram til næstu fimm ára hið skemmsta og skal fjármála- og efnahagsráðherra leggja hana fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar fyrir 1. apríl ár hvert. Bjarni Rúnarsson fer yfir áætlunina ásamt Alexander Kristjánssyni fréttamanni. Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, segist merkja aukinn skilning innan Evrópusambandsins á sjónarmiðum Íslands varðandi losunarheimildir í flugi og hún segir að þýsk stjórnvöld deili skoðunum Íslands hvað þetta mál varðar. Lilja var í Brussel í gær og í dag, þar sem hún átti fundi með embættismönnum í framkvæmdastjórn ESB, og tók einnig þátt í ráðstefnu flugfélaga sem haldin var í borginni. Björn Malmquist, fréttamaður RÚV í Brussel fylgdist með þessari ráðstefnu og ræddi við Lilju Vladimír Pútín Rússlandsforseti kann að fá öflugan keppinaut þegar hann sækist eftir endurkjöri í mars á næsta ári. Sérfræðingar hugveitunnar Institute for the Study of War eða ISW í Washingtonborg draga þá ályktun í nýjustu uppfærslu sinni um gang innrásarinnar í Úkraínu, að Yevgeny Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner málaliðahópsins, hyggist bjóða sig fr
Spegillinn, 23. mars 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Sina brann á nærri 100 hekturum suður af Straumsvík í dag. Útihús og bíll urðu eldinum að bráð, slökkvilið er enn að störfum. Kristín Sigurðardóttir sagði frá og talaði við Finn Hilmarsson varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Björgunarsveitarmenn hafa lengi óttast að illa gæti farið við fossinn Glym í Hvalfirði þar sem banaslys varð í gær. Þeir vilja sjá bættar gönguleiðir. Alma Ómarsdóttir talaði við Sigurð Axel Axelsson formann Björgunarfélags Akraness. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra segir að ekki verði ráðist í skattkerfisbreytingar sem bitni á launafólki í fjármálaáætlun næstu fjögurra ára sem kynnt verður í næstu viku. Talið er að megináhersla verði lögð á hvernig draga megi úr verðbólgunni. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir segir frá. Almannavarnir afléttu óvissustigi vegna COVID í dag. Sjúkdómurinn sjálfur er þó hvergi á förum. Róbert Jóhannsson tók saman. Íslenska hugvitsfyrirtækið Oculis var skráð í bandarísku kauphöllina í gær. Valur Grettisson talaði við Einar Stefánsson, augnlækni annan stofnanda Oculis. ---------------- Lögregla hefur ekki staðfest að gengjastríð sé farið af stað en talar um að andrúmsloftið hafi breyst, síðast í gær voru menn handteknir í miðbæ Reykjavíkur eftir átök þar sem vopn komu við sögu. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands segir vopnaburðinn og beitinguna endurspegla að svo virðist sem sumir yngri karlar telji réttlætanlegt að beita ofbeldi, bera og jafnvel grípa til vopna til að mæta ögrun eða leysa úr ágreiningi. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Talið er að allt að hálf milljón Ísraelsmanna hafi tekið þátt í mótmælaaðgerðum í dag gegn áformum stjórnvalda um að draga úr völdum dómstóla landsins. Mótmælin hafa staðið linnulítið síðastliðnar ellefu vikur. Ásgeir Tómasson tók saman og heyrist í Amir Ohana þingforseta, Iris Cohen-Aida og Galia Aloni. Ákvörðun Ellýjar Guðmundsdóttur, fyrrverandi borgarritara, að greina árið 2017 á opinskáan hátt frá reynslu sinni af alzheimer-sjúkdómnum vakti mikla athygli og breytti lífi Ellýjar og eiginmanns hennar, Magnúsar Karls Magnússonar læknis. Magnús á undanförnum árum verið virkur í starfi Alzheimersamtakanna - hann var nýlega tilnefndur sem fulltrúi Íslands í vinnuhóp á vegum evrópsku alzheimersamtakanna, Björn Malmquist ræddi við Magnús í Brüssel.
Spegillinn, 23. mars 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Sina brann á nærri 100 hekturum suður af Straumsvík í dag. Útihús og bíll urðu eldinum að bráð, slökkvilið er enn að störfum. Kristín Sigurðardóttir sagði frá og talaði við Finn Hilmarsson varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Björgunarsveitarmenn hafa lengi óttast að illa gæti farið við fossinn Glym í Hvalfirði þar sem banaslys varð í gær. Þeir vilja sjá bættar gönguleiðir. Alma Ómarsdóttir talaði við Sigurð Axel Axelsson formann Björgunarfélags Akraness. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra segir að ekki verði ráðist í skattkerfisbreytingar sem bitni á launafólki í fjármálaáætlun næstu fjögurra ára sem kynnt verður í næstu viku. Talið er að megináhersla verði lögð á hvernig draga megi úr verðbólgunni. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir segir frá. Almannavarnir afléttu óvissustigi vegna COVID í dag. Sjúkdómurinn sjálfur er þó hvergi á förum. Róbert Jóhannsson tók saman. Íslenska hugvitsfyrirtækið Oculis var skráð í bandarísku kauphöllina í gær. Valur Grettisson talaði við Einar Stefánsson, augnlækni annan stofnanda Oculis. ---------------- Lögregla hefur ekki staðfest að gengjastríð sé farið af stað en talar um að andrúmsloftið hafi breyst, síðast í gær voru menn handteknir í miðbæ Reykjavíkur eftir átök þar sem vopn komu við sögu. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands segir vopnaburðinn og beitinguna endurspegla að svo virðist sem sumir yngri karlar telji réttlætanlegt að beita ofbeldi, bera og jafnvel grípa til vopna til að mæta ögrun eða leysa úr ágreiningi. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Talið er að allt að hálf milljón Ísraelsmanna hafi tekið þátt í mótmælaaðgerðum í dag gegn áformum stjórnvalda um að draga úr völdum dómstóla landsins. Mótmælin hafa staðið linnulítið síðastliðnar ellefu vikur. Ásgeir Tómasson tók saman og heyrist í Amir Ohana þingforseta, Iris Cohen-Aida og Galia Aloni. Ákvörðun Ellýjar Guðmundsdóttur, fyrrverandi borgarritara, að greina árið 2017 á opinskáan hátt frá reynslu sinni af alzheimer-sjúkdómnum vakti mikla athygli og breytti lífi Ellýjar og eiginmanns hennar, Magnúsar Karls Magnússonar læknis. Magnús á undanförnum árum verið virkur í starfi Alzheimersamtakanna - hann var nýlega tilnefndur sem fulltrúi Íslands í vinnuhóp á vegum evrópsku alzheimersamtakanna, Björn Malmquist ræddi við Magnús í Brüssel.
Spegillinn 28. febrúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Ríkisstjórnin telur ekki tímabært að grípa inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins með lagasetningu. Enn er vonast til að deilan leysist við samningaborðið. Alma Ómarsdóttir ræddi við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Guðmund Inga Guðbrandsson félags og vinnumarkaðsráðherra. , Töluvert útbreidd sótthræðsla er hér á landi við kórónuveirusmit. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hvetur fólk til að lifa eðlilegu lífi og hlusta ekki á rangar upplýsingar. Kristín Sigurðardóttir talaði við hana. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði og rannsóknastjóri Rannsóknaseturs um smáríki segir þjóðaröryggisstefnu, sem samþykkt var á Alþingi í dag, ekki trúverðuga meðan ekki sé tekið inn nýtt áhættumat þar sem hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi aukist í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hann. Rannsókn er hafin á dularfullum veikindum stúlkna í Íran. Grunsemdir eru um að öfl sem leggjast gegn frelsi og menntun kvenna hafi dælt eitri inn í skólastofur. Dagný Hulda Erlendsdóttir tók saman. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja mörgum spurningum enn ósvarað varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Meðal annars hvort fjármálaráðherra hafi mátt selja föður sínum hlut í bankanum. Höskuldur Kári Schram tók saman. Hildur Sverrisdóttir (D) flutti álit meirilhluta stjórnskipunar og eftirlitsnefndar á Alþingi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) telur þörf á sérstakri rannsóknarnefnd Alþingis um söluna. Danska þingið samþykkti í dag að afleggja kóngsbænadag -- frídag sem hefur verið við lýði í rúmar þrjár aldir. Alexander Kristjánsson sagði frá. ---------------- Rauða strikið í samningunum sem gerðir voru fyrir jól var hinn skammi tími samninganna, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem segir að sem betur fer hafi náðst að semja þá. Samningar hafi skilað þeim sem þeir eiga við kauphækkunum til að vega upp á móti þeim miklu verðhækkunum sem hafi dunið á að undanförnu. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Brotalamir eru í regluverki lagareldiss hér á landi. Ný skýrsla tekur undir áhyggjur Ríkisendurskoðunar sem þegar eru fram komnar. Fiskeldi á Íslandi margfaldast á næstu árum gangi framtíðarspá skýrslunnar eftir. Bjarni Rúnarsson ræddi við Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi.
Spegillinn 28. febrúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Ríkisstjórnin telur ekki tímabært að grípa inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins með lagasetningu. Enn er vonast til að deilan leysist við samningaborðið. Alma Ómarsdóttir ræddi við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Guðmund Inga Guðbrandsson félags og vinnumarkaðsráðherra. , Töluvert útbreidd sótthræðsla er hér á landi við kórónuveirusmit. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hvetur fólk til að lifa eðlilegu lífi og hlusta ekki á rangar upplýsingar. Kristín Sigurðardóttir talaði við hana. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði og rannsóknastjóri Rannsóknaseturs um smáríki segir þjóðaröryggisstefnu, sem samþykkt var á Alþingi í dag, ekki trúverðuga meðan ekki sé tekið inn nýtt áhættumat þar sem hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi aukist í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hann. Rannsókn er hafin á dularfullum veikindum stúlkna í Íran. Grunsemdir eru um að öfl sem leggjast gegn frelsi og menntun kvenna hafi dælt eitri inn í skólastofur. Dagný Hulda Erlendsdóttir tók saman. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja mörgum spurningum enn ósvarað varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Meðal annars hvort fjármálaráðherra hafi mátt selja föður sínum hlut í bankanum. Höskuldur Kári Schram tók saman. Hildur Sverrisdóttir (D) flutti álit meirilhluta stjórnskipunar og eftirlitsnefndar á Alþingi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) telur þörf á sérstakri rannsóknarnefnd Alþingis um söluna. Danska þingið samþykkti í dag að afleggja kóngsbænadag -- frídag sem hefur verið við lýði í rúmar þrjár aldir. Alexander Kristjánsson sagði frá. ---------------- Rauða strikið í samningunum sem gerðir voru fyrir jól var hinn skammi tími samninganna, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem segir að sem betur fer hafi náðst að semja þá. Samningar hafi skilað þeim sem þeir eiga við kauphækkunum til að vega upp á móti þeim miklu verðhækkunum sem hafi dunið á að undanförnu. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Brotalamir eru í regluverki lagareldiss hér á landi. Ný skýrsla tekur undir áhyggjur Ríkisendurskoðunar sem þegar eru fram komnar. Fiskeldi á Íslandi margfaldast á næstu árum gangi framtíðarspá skýrslunnar eftir. Bjarni Rúnarsson ræddi við Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi.
Spegillinn 21. febrúar 2023 Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Alþýðusamband Íslands hefur fengið frest til að afla gagna og vinna greinargerð í máli Ólafar Helgu Adolfsdóttur gegn ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu. Magnús Norðdahl, lögmaður ASÍ, segir niðurstöðu Landsréttar um að Eflingu beri ekki að afhenda félagatal sitt ekki athyglisverða í sjálfu sér. Niðurstaðan snúist fyrst og fremst um að ekki sé heimild til aðfarar. Dómur Landsdóms sem gerði ríkissáttasemjara ókleift að láta greiða atkvæði um miðlunartillögu í deilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar kallar á endurskoðun vinnulögjafarinnar, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir eftir síðustu vendingar í dómstólum sé eins og ríkissáttasemjari hafi í raun og veru ekki möguleika á að gera neitt, annað en að halda fundi. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur dregið Rússa út úr kjarnorkuvopnasamkomulagi við Bandaríkin. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir Atlantshafsbandalagið aldrei hafa staðið styrkari fótum. Ekki standi þó til að ráðast á Rússland. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Guðmundur Guðmundsson er hættur sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. Aðstoðarþjálfarar hans stýra liðinu í næstu verkefnum. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ segir leit að framtíðareftirmanni Guðmundar ekki hafna. Freyr Gígja Gunnarsson tók saman, Helga Margrét Höskuldsdóttir talaði við Guðmund Ólafsson. Aldís Rún Lárusdóttir sviðsstjóri forvarnasviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir að ekki megi breyta notkun húsnæðis, eins og gert var með áfangaheimilið Betra líf, án leyfis. Haukur Holm talaði við hana. Heilbrigðisráðherra vill breyta lögum svp refsiábyrgð hjá heilbrigðisstofnunum, fremur en einstaka heilbrigðisstarfsfólki, þegar alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu leiða til dauðsfalls eða stórfellds líkamstjóns, sé hægt að rekja atvikið til margra samverkandi þátta í starfsemi heilbrigðisstofnunar. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sagði frá. ----------- Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór mikinn í dag í ávarpi sem er ýmist kallað stefnuræða eða yfirlit um stöðu þjóðarinnar. Hann réðst harkalega gegn vestrænum ríkjum - kenndi þeim um að hafa komið af stað ófriðinum í Úkraínu og staðið að stigmögnun þeirra síðastliðið ár. Ásgeir Tómasson tók saman, brot úr ræðu Vladimírs Pútíns, Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATÓ fer einnig nokkrum orðum um stöðuna í stríðinu, Yevgeny Popov, þingmaður á Dúmunni segi
Spegillinn 21. febrúar 2023 Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Alþýðusamband Íslands hefur fengið frest til að afla gagna og vinna greinargerð í máli Ólafar Helgu Adolfsdóttur gegn ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu. Magnús Norðdahl, lögmaður ASÍ, segir niðurstöðu Landsréttar um að Eflingu beri ekki að afhenda félagatal sitt ekki athyglisverða í sjálfu sér. Niðurstaðan snúist fyrst og fremst um að ekki sé heimild til aðfarar. Dómur Landsdóms sem gerði ríkissáttasemjara ókleift að láta greiða atkvæði um miðlunartillögu í deilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar kallar á endurskoðun vinnulögjafarinnar, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir eftir síðustu vendingar í dómstólum sé eins og ríkissáttasemjari hafi í raun og veru ekki möguleika á að gera neitt, annað en að halda fundi. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur dregið Rússa út úr kjarnorkuvopnasamkomulagi við Bandaríkin. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir Atlantshafsbandalagið aldrei hafa staðið styrkari fótum. Ekki standi þó til að ráðast á Rússland. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Guðmundur Guðmundsson er hættur sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. Aðstoðarþjálfarar hans stýra liðinu í næstu verkefnum. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ segir leit að framtíðareftirmanni Guðmundar ekki hafna. Freyr Gígja Gunnarsson tók saman, Helga Margrét Höskuldsdóttir talaði við Guðmund Ólafsson. Aldís Rún Lárusdóttir sviðsstjóri forvarnasviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir að ekki megi breyta notkun húsnæðis, eins og gert var með áfangaheimilið Betra líf, án leyfis. Haukur Holm talaði við hana. Heilbrigðisráðherra vill breyta lögum svp refsiábyrgð hjá heilbrigðisstofnunum, fremur en einstaka heilbrigðisstarfsfólki, þegar alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu leiða til dauðsfalls eða stórfellds líkamstjóns, sé hægt að rekja atvikið til margra samverkandi þátta í starfsemi heilbrigðisstofnunar. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sagði frá. ----------- Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór mikinn í dag í ávarpi sem er ýmist kallað stefnuræða eða yfirlit um stöðu þjóðarinnar. Hann réðst harkalega gegn vestrænum ríkjum - kenndi þeim um að hafa komið af stað ófriðinum í Úkraínu og staðið að stigmögnun þeirra síðastliðið ár. Ásgeir Tómasson tók saman, brot úr ræðu Vladimírs Pútíns, Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATÓ fer einnig nokkrum orðum um stöðuna í stríðinu, Yevgeny Popov, þingmaður á Dúmunni segi
Spegillinn 20. febrúar 2023 Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra segir ekki hafa verið rætt í ríkisstjórn að setja lög á kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segist hafa þungar áhyggjur af stöðu mála. Deilan sé orðin ein sú harðasta í áratugi, þetta sögðu þau aðspurð á Alþingi af stjórnarandstöðunni. Höskuldur Kári Scharm tók saman. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að félagið ætli ekki að tæma vinnudeilusjóð sinn til að axla ábyrgð á verkbanni og sturlun SA. Verðmunur á matvöru eykst við samanburð á kílóverði. Meðalverð á 113 vörutegundum var lægst í Bónus en hæst í Iceland. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sagði frá. Landsvirkjun ætlar að greiða ríkinu tuttugu milljarða króna í arð fyrir síðasta ár, samkvæmt tillögu stjórnar. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar segir stærsta áhrifaþátt bættrar afkomu fyrirtækisins vera endurnýjaða samninga við stórnotendur. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við hann. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, hefur sagt starfi sínu lausu og óskað eftir leyfi frá störfum bæjarfulltrúa út þetta ár Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, formaður bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, segir að ákvörðun Jóns Björns hafi komið á óvart. ------------------- Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er líklega harðasta kjaradeilan sem sést hefur á þessari öld segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðsfræðingur. Hann rekur ekki minni til þess að verkbann hafi áður beinst að jafn fjölmennum hópi og nú er undir. Ljóst sé að vinnulöggjöfin nái ekki tilgangi sínum að stilla til friðar. Stutt heimsókn Joes Bidens Bandaríkjaforseta til Úkraínu í dag kom flatt upp á flesta. Heimsóknin er sögð þrungin merkingu þegar nærri ár er liðið frá innrás Rússa í Úkraínu og stórsókn þeirra vofir yfir. Ásgeir Tómasson tók saman. Brot úr ávörpum Joes Bidens og Volodymyrs Zelenskys forseta Úkraínu. Norðmenn eru æfir yfir í því að frægt málverk af Leifi Eíríkssyni var tekið niður og sett niður í kjallara í Ríkislistaafninu í Ósló. Gísli Kristjánsson sagði frá.