Podcasts about heilsug

  • 11PODCASTS
  • 153EPISODES
  • 1h 8mAVG DURATION
  • 1MONTHLY NEW EPISODE
  • Mar 5, 2025LATEST

POPULARITY

20172018201920202021202220232024


Best podcasts about heilsug

Latest podcast episodes about heilsug

Mannlegi þátturinn
Rannsókn á fæðingartíðni, skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Mar 5, 2025 54:04


Fæðingartíðni hefur lækkað víðast hvar í heiminum á síðustu áratugum. Ari Klængur Jónsson, nýdoktor og verkefnastjóri við Félagsvísindastofnun, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá nýrri rannsókn þar sem rýnt er í fæðingartíðni á Íslandi út frá ýmsum þáttum, þar á meðal tekjum og uppruna. Í rannsókninni er lesið í mögulegar ástæður fyrir fallandi fæðingartíðni á Íslandi og í fyrsta sinn skoðuð fæðingatíðni innflytjenda á Íslandi. Ari Klængur sagði okkur frá þessari merkilegu rannsókn og hversu flókið það er að lesa í niðurstöðurnar. Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi er nú að hefjast og hópur landsmanna mun á næstu dögum fá boð um að taka þátt í skimun. Til að byrja með verður um 200 manns boðin þátttaka í prufuhópi en almennar skimanir munu hefjast um leið og prófunum lýkur. Ristil- og endaþarmskrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið sem greinist á Íslandi, um tíu prósent allra krabbameina sem greinast. Ólíkt öðrum skimununum þarf fólk ekki að fara úr húsi, heldur fær það sent sjálfspróf heim og einfaldar leiðbeiningar um hvernig á að taka sýni. Sýnið er sett í póst eða skilað á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu. Við ræddum við Ágúst Inga Ágústsson, yfirlækni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í þættinum. Tónlist í þættinum í dag: Síminn / Halli og Laddi (Scharfenberger, texti Haraldur Sigurðsson) Bara rólegan æsing / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson) Where Do You Go to My Lovely / Peter Sarstedt (Peter Sarstedt)

Samfélagið
Sent út frá félagsráðgjafaþingi

Samfélagið

Play Episode Listen Later Feb 21, 2025 58:00


Samfélagið sendir út frá félagsráðgjafaþingi á Hilton hótel Nordica í Reykjavík. Þar voru hátt í 400 félagsráðgjafar saman komnir og málefni rædd í mörgum málstofum. Við ræðum við; Steinunni Bergmann, formann Félagsráðgjafafélags Íslands Maríu Björk Ingvadóttur, framkvæmdastjóra Félagsráðgjafafélags Íslands Freydísí Jónu Freysteinsdóttur, prófessor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands Helgu Sól Ólafsdóttur, doktor í lýðheilsuvísindum og leiðtoga félagsráðgjafa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Maríu Rós Skúladóttur, félagsráðgjafa og sérfræðing í velferðarmálum hjá KPMG. Tónlist í útsendingu: DUSTY SPRINGFIELD - Spooky. TONY BENNETT - How Do You Keep The Music Playing (Ft. Aretha Franklin) SLY & THE FAMILY STONE - I Want To Take You Higher.

Spegillinn
Samkeppni um heilbrigðisstarfsmenn og vinnuumhverfi skiptir máli við mönnun

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jul 2, 2024 10:00


Álags vegna gætir víða á Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, það er erfitt að fá tíma og húsnæði hennar mætti líka víða vera betra. Ekki bætir úr skák að í mörgum hverfum hefur byggð þést þar sem heilsugæslustöðvarnar voru þegar sprungnar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar segir að húsnæði og aðstæður á stöðvunum skipti miklu þegar kemur að mönnun, það sé samkeppni um hvern einasta heilbrigðisstarfsmann.

magn ekki sigr heilbrig skiptir heilsug
Spegillinn
Ofgreining og ofnotkun ADHD, sameiningar á Suðurnesjum og Taylor Swift

Spegillinn

Play Episode Listen Later Apr 19, 2024 19:49


ADHD er bæði ofgreint og ofmeðhöndlað hér á landi segir yfirlæknir ADHD-teymis Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Landlæknir segir að á hverjum tíma séu nokkur mál vegna ávísana of stórra skammta ADHD-lyfja til meðferðar hjá embættinu og að misbrestur hafi verið á að næg eftirfylgni sé með slíkum lyfjameðferðum. Reykjanesbær, Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Vogar hafa í vikunni átt samráðsfundi með íbúum um möguleika á sameiningu sveitarfélaganna þriggja. Íbúafundir hafa verið haldnir í hverju sveitarfélagi fyrir sig undanfarin þrjú kvöld, þar sem íbúar hafa getað viðrað skoðanir sínar. Ragnhildur Thorlacius fréttamaður ræddi við Gunnar Axel Axelsson sveitarstjóri Voga, sem segir að þessar hugleiðingar séu ekki nýjar af nálinni. Bandaríska poppstjarnan Taylow Swift gaf í dag út sína elleftu breiðskífu, The Tortured Poets Departmant - aðdáendur Swift verða seint sagðir þurfa bíða lengi eftir nýrri tónlist frá átrúnargoði sínu, hún hefur ofdekrað þá með nýju efni síðustu árin Það er kannski ekki skrýtið að aðrir tónlistarmenn skyldi ranghvolfa augunum þegar hún tilkynnti á grammy í febrúar að von væri á plötunni, þá nýbúin að vinna verðlaun fyrir plötu ársins - þeir vissu að slagurinn væri tapaður og best væri að leyfa henni að eiga sviðið.

Mannlegi þátturinn
Heilsuvera og 1700, viðbrögð við Covid, Sigríður Lára Gunnlaugsd.

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Apr 17, 2024 53:35


Við töluðum í síðustu viku við Sigríði Dóru Magnúsdóttur, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars um álag og langa bið hjá heilsugæslunni. Hún talaði um að oft sé ekki nauðsyn að koma á heilsugæsluna, heldur geti fólk leitað fyrst á heilsuvera.is, bæði í netspjallið og þær upplýsingar sem þar eru, nú eða jafnvel að hringja í 1700 ef erindið er brýnt. En það er ekki víst að allir viti hvernig það gengur fyrir sig og hvernig er best að snúa sér í sambandi við það. Ingibjörg Rós Kjartansdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er einmitt rétta manneskjan til að svara þeim spurningum og hún kom til okkar í dag. Á morgun fer fram opin málstofa í viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Þar mun Grétar Þór Eyþórsson deildarforseti Viðskiptadeildar tala um viðbrögð við Covid 19 faraldrinum á Íslandi: Tilviksrannsókn frá sveitastjórnarstiginu. Í erindinu greinir Grétar frá fyrstu niðurstöðum sínum úr norrænni rannsókn um stjórnunarlega og skipulagslega þætti sem tengjast viðbrögðum við COVID-19 faraldrinum. Við töluðum við Grétar í dag. Við heyrðum svo í Sigríði Láru Gunnlaugsdóttur, sjúkraþjálfara á Ísafirði. Hún lauk meistaranámi frá Háskólanum á Akureyri í fyrra og í meistaraverkefni hennar rannsakaði hún reynslu heilbrigðisstarfsfólks sem sinnti einstaklingum sem lentu í snjóflóðunum í Súðavík 1995 fyrstu dagana eftir flóðin. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá innsýn í upplifun heilbrigðisstarfsfólksins og kanna hvort þessi lífsreynsla hafi haft áhrif á þeirra líf og störf. Sigríður sagði okkur betur frá rannsókninni og niðurstöðunum í þættinum. Tónlist í þættinum Ertu viss / Eyjólfur Kristjánsson (Eyjólfur Kristjánsson, texti Aðalsteinn Ásberg) Landið fýkur burt / Ríó Tríó (Gunnar Þórðarson, texti Jónas Friðrik Guðnason) Everybody's talkin' / Harry Nilson (Fred Neil) Heim / Magni Ásgeirsson (Magni Ásgeirsson og Ásgrímur Ingi Arngrímsson) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Mannlegi þátturinn
Staðan á Heilsugæslunni, Stóri plokkdagurinn og Finnur Eydal

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Apr 11, 2024 51:57


Við fáum stundum ábendingar eða óskir frá dyggum hlustendum um umfjöllunarefni í þáttinn og nýlega barst ein slík um stöðuna á heilsugæslunni. Það er að segja viðkomandi var að reyna að fá tíma hjá heimilislækni og fékk tíma í júní. Þriggja mánaða bið. Hvað veldur? Læknaskortur og aukið álag er eitthvað sem við heyrum reglulega. Sigríður Dóra Magnúsdóttir forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins kom í þáttinn og fór með okkur yfir stöðuna. Stóri plokkdagurinn verður haldinn í sjöunda sinn um allt land sunnudaginn 28.apríl. Það er Rótarýhreyfingin á Íslandi sem skipuleggur daginn. Markmiðið er að fyrirtæki, vinnufélagar, nágrannar, húsfélög, heilu hverfin eða jafnvel sveitarfélögin geta skipulagt hreinsunarátak á þeim degi í nágrenni sínu og sínu nærumhverfi. Það þarf ekki mikið til, kannski bara hanska og/eða tangir og glæran poka til að safna ruslinu sem plokkað er af jörðinni. Ómar Bragi Stefánsson umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi kom í þáttinn og sagði okkur meira frá plokkdeginum og aðkomu Rótarý hreyfingarinnar. Að lokum kom Jónatan Garðarsson til okkar og hélt áfram að fræða okkur um íslenskt tónlistarfólk. Hann hefur nýlega sagt okkur frá Berta Möller, Erlu Stefánsdóttur, Sigrúnu Jónsdóttur, Bergþóru Árnadóttur og fleirum. Í dag fræddi hann okkur um Finn Eydal tónlistarmann og klarinettuleikara frá Akureyri. Finnur var gríðarlega hæfileikaríkur tónlistarmaður og fjölhæfur, hann lést langt fyrir aldur fram aðeins 56 ára gamall. Tónlist í þættinum: Mikki / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon) Sleðaferð / Magnús Þór og KK (Magnús Þór Sigmundsson) Bjórkjallarinn / Hljómsveit Finns Eydal (Ludwig Fischer) Stakir Jakar / Hljómsveit Ingimars Eydal (Finnur Eydal) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Mannlegi þátturinn
Tengslavandi, Heilsubrú og umhverfissálfræði

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Feb 29, 2024 50:51


Jóhanna Jóhannesdóttir, félagsráðgjafi, MA og nemi í fjölskylduráðgjöf kemur til okkar í dag og ætlar að fræða okkur um Tengslavandamál hjá leik- og grunnskólabörnum sem er vandi alls nærumhverfis barnsins. Mikilvægasta grunnþörf barns er að tengjast tilfinningaböndum við foreldra og fá með því þörfum sínum fyrir kærleika, öryggi og vernd mætt án skilyrða. Jóhanna kom í þáttinn og fræddi okkur betur um þetta og sagði meðal annars að enginn getur tekist á við þennan vanda einn, ekki foreldrarnir einir og ekki skólinn einn. Við fjölluðum um Heilsubrú Heilsugæslunnar fyrir um það bil ári síðan en Heilsubrú er ný miðlæg þjónustueining hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar er þjónusta sem styður og bætir við þjónustu heilsugæslustöðva og þjónustan hefur verið í mótun og ýmislegt hefur bæst við á undanförnum mánuðum sem við fræddumst um í þættinum í dag. Kvenheilsa, andlega heilsa, sykursýki og sérhæfð mæðravernd er meðal þess sem áhersla er lögð á. Sólrún Ólína Sigurðardóttir fagstjóri komi í þáttinn. Svo að lokum fræddumst við um áhrif umhverfis innandyra á líðan og heilsu fólks. Flestir verja stórum hluta tíma síns innandyra. Umhverfi innandyra er samspil ólíkra þátta og hefur mismunandi áhrif á fólk. Þannig hefur umhverfið heima önnur áhrif en vinnuumhverfið, það er ólík upplifun að vera í skóla eða á sjúkrahúsi, í verlun eða leikhúsi. Páll Líndal doktor í umhverfissálfræði kom í þáttinn og sagði frá. Tónlist í þættinum: Sjóddu frekar egg / Bogomil Font (Bragi Valdimar Skúlason) Arietta / Dag Arnesen Trio (Edward Grieg) O Happy day / Edward Hawkins singers (Edwin Hawkins) Dont try to fool me / Jóhann G Jóhannsson(Jóhann G. Jóhannsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Morgunvaktin
Heilsugæslan, blýhúðun og kvennaverkfall

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Oct 23, 2023 130:00


Við höfum fjallað um heilbrigðisþjónustuna í þættinum, bæði í síðustu og þarsíðustu viku, og héldum því áfram í dag. Nú var sjónum beint að heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem Sigríður Dóra Magnúsdóttir er nýlega ráðinn forstjóri. Hvernig er útlitið þar á bæ? Konur eru hvattar til að mæta ekki í vinnuna á morgun. Kynbundnu misrétti af ýmsu tagi er mótmælt. Samstöðu- og baráttufundir verða víða um land. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, en bandalagið er einn fjölmargra aðstandenda aðgerða. Kolbrún var einmitt í hópi 25 þúsund kvenna á útifundinum fræga 1975. Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, var líka með okkur og í spjalli um stjórnmál í Evrópu var meðal annars fjallað um gullhúðun EES-reglugerða. Gullhúðun er það kallað þegar bætt er við íslenskum sérákvæðum þegar Evrópulöggjöf er leidd í íslenskan rétt, án þess að taka það fram. Björn ræddi málið við Árna Pál Árnason, stjórnarmann í Eftirlitsstofnun EFTA, sem vill kalla þessa framkvæmd blýhúðun. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir Tónlist: Denver, John - Rhymes and reasons. Mulligan, Gerry, Lewis, Mel, Webster, Ben, Vinnegar, Leroy, Rowles, Jimmy - In a mellotone.

Morgunvaktin
Heilsugæslan, blýhúðun og kvennaverkfall

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Oct 23, 2023


Við höfum fjallað um heilbrigðisþjónustuna í þættinum, bæði í síðustu og þarsíðustu viku, og héldum því áfram í dag. Nú var sjónum beint að heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem Sigríður Dóra Magnúsdóttir er nýlega ráðinn forstjóri. Hvernig er útlitið þar á bæ? Konur eru hvattar til að mæta ekki í vinnuna á morgun. Kynbundnu misrétti af ýmsu tagi er mótmælt. Samstöðu- og baráttufundir verða víða um land. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, en bandalagið er einn fjölmargra aðstandenda aðgerða. Kolbrún var einmitt í hópi 25 þúsund kvenna á útifundinum fræga 1975. Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, var líka með okkur og í spjalli um stjórnmál í Evrópu var meðal annars fjallað um gullhúðun EES-reglugerða. Gullhúðun er það kallað þegar bætt er við íslenskum sérákvæðum þegar Evrópulöggjöf er leidd í íslenskan rétt, án þess að taka það fram. Björn ræddi málið við Árna Pál Árnason, stjórnarmann í Eftirlitsstofnun EFTA, sem vill kalla þessa framkvæmd blýhúðun. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir Tónlist: Denver, John - Rhymes and reasons. Mulligan, Gerry, Lewis, Mel, Webster, Ben, Vinnegar, Leroy, Rowles, Jimmy - In a mellotone.

Samfélagið
FHAM, vandamál umhverfismenntunar og pistill frá Páli Líndal

Samfélagið

Play Episode Listen Later Sep 26, 2023


Við kynnum okkur foreldramiðaða hugræna atferlismeðferð þar sem foreldrum barna með kvíðaröskun eru kenndar aðferðir til að hjálpa börnum sínum að ná tökum á kvíða. Heilsugæslan og Háskólinn í Reykjavík vinna nú að því að koma á fót slíkri þjónustu yfir netið, með stuðningi frá heilbrigðisráðuneytinu. Tölum við Brynjar Halldórsson dósent í sálfræði og Önnu Sigríði Íslind dósent í tölvunarfræði. Bæði frá Háskólanum í Reykjavík. Hver eru vandamál umhverfismenntunar og hvaða lausnir eru í boði? Unnur Björnsdóttir kafaði ofan í þetta í lokaverkefni sínu í listkennslufræði og byggði á landsfundi sem samtökin Ungir umhverfissinnar héldu og buðu öllum framhaldsskólanemum landsins á - út úr því komu ýmsir umræðupunktar og ljóst að unga fólkið vill vera haft meira með í ráðum. Við fáum svo pistil í lok þáttar frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi.

Samfélagið
FHAM, vandamál umhverfismenntunar og pistill frá Páli Líndal

Samfélagið

Play Episode Listen Later Sep 26, 2023 55:00


Við kynnum okkur foreldramiðaða hugræna atferlismeðferð þar sem foreldrum barna með kvíðaröskun eru kenndar aðferðir til að hjálpa börnum sínum að ná tökum á kvíða. Heilsugæslan og Háskólinn í Reykjavík vinna nú að því að koma á fót slíkri þjónustu yfir netið, með stuðningi frá heilbrigðisráðuneytinu. Tölum við Brynjar Halldórsson dósent í sálfræði og Önnu Sigríði Íslind dósent í tölvunarfræði. Bæði frá Háskólanum í Reykjavík. Hver eru vandamál umhverfismenntunar og hvaða lausnir eru í boði? Unnur Björnsdóttir kafaði ofan í þetta í lokaverkefni sínu í listkennslufræði og byggði á landsfundi sem samtökin Ungir umhverfissinnar héldu og buðu öllum framhaldsskólanemum landsins á - út úr því komu ýmsir umræðupunktar og ljóst að unga fólkið vill vera haft meira með í ráðum. Við fáum svo pistil í lok þáttar frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi.

Samfélagið
Menguð jörð, áherslur nýs forstjóra, vígahnöttur og umhverfispistill.

Samfélagið

Play Episode Listen Later Sep 14, 2023


Umhverfisstofnun er að fara af stað með átaksverkefni sem snýr að menguðum jarðvegi. Fólk sem veit af svæðum þar sem úrgangur var brenndur eða olíu hellt niður er beðið að láta stofnunina vita. Kristín Kröyer, sérfræðingur í teymi mengunareftirlits hjá Umhverfisstofnun ræðir þetta verkefni við okkur. Sigríður Dóra Magnúsdóttir var í gær skipuð nýr forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Við ætlum að ræða við hana um hennar sýn á þróun heilsugæslunnar til framtíðar og hvernig hún sér fyrir sér að taka á manneklu og öðrum vandamálum sem hafa plagað stofnunina. Við hringjum í Sævar Helga Bragason, stjörnufræðikennara sem segir okkur frá vígahnetti sem hann sá við Raufarhöfn í vikunni. Stefán Gíslason flytur okkur umhverfispistil á lögfræðilegum nótum. Loftslagsmálaferli eru umfjöllunarefni dagsins og einkum væntanleg fyrirtaka Mannréttindadómstóls Evrópu á máli portúgalskra ungmenna sem hafa stefnt fjölda ríkja fyrir að standa ekki við loforð sín í loftslagsmálum.

Samfélagið
Menguð jörð, áherslur nýs forstjóra, vígahnöttur og umhverfispistill.

Samfélagið

Play Episode Listen Later Sep 14, 2023 55:00


Umhverfisstofnun er að fara af stað með átaksverkefni sem snýr að menguðum jarðvegi. Fólk sem veit af svæðum þar sem úrgangur var brenndur eða olíu hellt niður er beðið að láta stofnunina vita. Kristín Kröyer, sérfræðingur í teymi mengunareftirlits hjá Umhverfisstofnun ræðir þetta verkefni við okkur. Sigríður Dóra Magnúsdóttir var í gær skipuð nýr forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Við ætlum að ræða við hana um hennar sýn á þróun heilsugæslunnar til framtíðar og hvernig hún sér fyrir sér að taka á manneklu og öðrum vandamálum sem hafa plagað stofnunina. Við hringjum í Sævar Helga Bragason, stjörnufræðikennara sem segir okkur frá vígahnetti sem hann sá við Raufarhöfn í vikunni. Stefán Gíslason flytur okkur umhverfispistil á lögfræðilegum nótum. Loftslagsmálaferli eru umfjöllunarefni dagsins og einkum væntanleg fyrirtaka Mannréttindadómstóls Evrópu á máli portúgalskra ungmenna sem hafa stefnt fjölda ríkja fyrir að standa ekki við loforð sín í loftslagsmálum.

Morgunvaktin
Landsbankahúsið í Austurstræti var glæsilegasta hús landsins

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Jul 18, 2023 130:00


Senn líður að því að langri veru Landsbankans í Austurstræti í Reykjavík ljúki. Skrifstofurnar hafa verið fluttar í nýja Landsbankahúsið við Reykjarstræti en útibúið verður á sínum stað í fáeinar vikur til viðbótar. Pétur H. Ármannsson arkitekt rakti sögu hússins glæsilega við Austurstræti en ekkert var til sparað þegar það var reist á sínum tíma. Í Berlínarspjalli spjallaði Arthur Björgvin Bollason meðal annars um hreyfinguna Síðasta kynslóðin sem vekur athygli á loftlagsvandanum með óvenjulegum aðferðum og sameiningu Austur og Vestur Þýskalands á sínum tíma en hún hefur ekki lukkast að fullu. Hitabylgjur eru víða um heim, t.d. í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, læknir og framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, ræddi um áhrif hita á mannslíkamann. Rétt er að halda sig inni eða í skugga og drekka vatn og orkudrykki. Tónlist: Sjáum hvað setur - Moses Hightower, Austurstræti - Laddi, Austurstræti - Sigfús Halldórsson, Wind of Change - Scorpions, Sumar hvern einasta dag - Mannakorn, Óbyggðirnar kalla - Magnús Eiríksson og KK. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.

Morgunvaktin
Landsbankahúsið í Austurstræti var glæsilegasta hús landsins

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Jul 18, 2023


Senn líður að því að langri veru Landsbankans í Austurstræti í Reykjavík ljúki. Skrifstofurnar hafa verið fluttar í nýja Landsbankahúsið við Reykjarstræti en útibúið verður á sínum stað í fáeinar vikur til viðbótar. Pétur H. Ármannsson arkitekt rakti sögu hússins glæsilega við Austurstræti en ekkert var til sparað þegar það var reist á sínum tíma. Í Berlínarspjalli spjallaði Arthur Björgvin Bollason meðal annars um hreyfinguna Síðasta kynslóðin sem vekur athygli á loftlagsvandanum með óvenjulegum aðferðum og sameiningu Austur og Vestur Þýskalands á sínum tíma en hún hefur ekki lukkast að fullu. Hitabylgjur eru víða um heim, t.d. í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, læknir og framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, ræddi um áhrif hita á mannslíkamann. Rétt er að halda sig inni eða í skugga og drekka vatn og orkudrykki. Tónlist: Sjáum hvað setur - Moses Hightower, Austurstræti - Laddi, Austurstræti - Sigfús Halldórsson, Wind of Change - Scorpions, Sumar hvern einasta dag - Mannakorn, Óbyggðirnar kalla - Magnús Eiríksson og KK. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.

Spegillinn
28.02.2023

Spegillinn

Play Episode Listen Later Feb 28, 2023


Spegillinn 28. febrúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Ríkisstjórnin telur ekki tímabært að grípa inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins með lagasetningu. Enn er vonast til að deilan leysist við samningaborðið. Alma Ómarsdóttir ræddi við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Guðmund Inga Guðbrandsson félags og vinnumarkaðsráðherra. , Töluvert útbreidd sótthræðsla er hér á landi við kórónuveirusmit. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hvetur fólk til að lifa eðlilegu lífi og hlusta ekki á rangar upplýsingar. Kristín Sigurðardóttir talaði við hana. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði og rannsóknastjóri Rannsóknaseturs um smáríki segir þjóðaröryggisstefnu, sem samþykkt var á Alþingi í dag, ekki trúverðuga meðan ekki sé tekið inn nýtt áhættumat þar sem hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi aukist í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hann. Rannsókn er hafin á dularfullum veikindum stúlkna í Íran. Grunsemdir eru um að öfl sem leggjast gegn frelsi og menntun kvenna hafi dælt eitri inn í skólastofur. Dagný Hulda Erlendsdóttir tók saman. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja mörgum spurningum enn ósvarað varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Meðal annars hvort fjármálaráðherra hafi mátt selja föður sínum hlut í bankanum. Höskuldur Kári Schram tók saman. Hildur Sverrisdóttir (D) flutti álit meirilhluta stjórnskipunar og eftirlitsnefndar á Alþingi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) telur þörf á sérstakri rannsóknarnefnd Alþingis um söluna. Danska þingið samþykkti í dag að afleggja kóngsbænadag -- frídag sem hefur verið við lýði í rúmar þrjár aldir. Alexander Kristjánsson sagði frá. ---------------- Rauða strikið í samningunum sem gerðir voru fyrir jól var hinn skammi tími samninganna, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem segir að sem betur fer hafi náðst að semja þá. Samningar hafi skilað þeim sem þeir eiga við kauphækkunum til að vega upp á móti þeim miklu verðhækkunum sem hafi dunið á að undanförnu. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Brotalamir eru í regluverki lagareldiss hér á landi. Ný skýrsla tekur undir áhyggjur Ríkisendurskoðunar sem þegar eru fram komnar. Fiskeldi á Íslandi margfaldast á næstu árum gangi framtíðarspá skýrslunnar eftir. Bjarni Rúnarsson ræddi við Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi.

Spegillinn

Spegillinn 28. febrúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Ríkisstjórnin telur ekki tímabært að grípa inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins með lagasetningu. Enn er vonast til að deilan leysist við samningaborðið. Alma Ómarsdóttir ræddi við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Guðmund Inga Guðbrandsson félags og vinnumarkaðsráðherra. , Töluvert útbreidd sótthræðsla er hér á landi við kórónuveirusmit. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hvetur fólk til að lifa eðlilegu lífi og hlusta ekki á rangar upplýsingar. Kristín Sigurðardóttir talaði við hana. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði og rannsóknastjóri Rannsóknaseturs um smáríki segir þjóðaröryggisstefnu, sem samþykkt var á Alþingi í dag, ekki trúverðuga meðan ekki sé tekið inn nýtt áhættumat þar sem hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi aukist í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hann. Rannsókn er hafin á dularfullum veikindum stúlkna í Íran. Grunsemdir eru um að öfl sem leggjast gegn frelsi og menntun kvenna hafi dælt eitri inn í skólastofur. Dagný Hulda Erlendsdóttir tók saman. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja mörgum spurningum enn ósvarað varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Meðal annars hvort fjármálaráðherra hafi mátt selja föður sínum hlut í bankanum. Höskuldur Kári Schram tók saman. Hildur Sverrisdóttir (D) flutti álit meirilhluta stjórnskipunar og eftirlitsnefndar á Alþingi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) telur þörf á sérstakri rannsóknarnefnd Alþingis um söluna. Danska þingið samþykkti í dag að afleggja kóngsbænadag -- frídag sem hefur verið við lýði í rúmar þrjár aldir. Alexander Kristjánsson sagði frá. ---------------- Rauða strikið í samningunum sem gerðir voru fyrir jól var hinn skammi tími samninganna, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem segir að sem betur fer hafi náðst að semja þá. Samningar hafi skilað þeim sem þeir eiga við kauphækkunum til að vega upp á móti þeim miklu verðhækkunum sem hafi dunið á að undanförnu. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Brotalamir eru í regluverki lagareldiss hér á landi. Ný skýrsla tekur undir áhyggjur Ríkisendurskoðunar sem þegar eru fram komnar. Fiskeldi á Íslandi margfaldast á næstu árum gangi framtíðarspá skýrslunnar eftir. Bjarni Rúnarsson ræddi við Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi.

Mannlegi þátturinn
Kvenheilsuteymi, bíldruslur og Edda Björg lesandinn

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Feb 6, 2023 50:00


Kvenheilsa er nýtt teymi innan Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og var opnað í haust. Hlutverk teymisins er að sinna sjúkdómum og heilsufarsvanda sem eingöngu eru til staðar hjá konum. Steinunn Zophoníasdóttir ljósmóðir er ein af þeim sem stendur að stofnun þessarar þjónustu og hún kom í þáttinn í dag og við ræddum við hana m.a. um breytingaskeið kvenna en það var eitt af upphafsverkefnum teymisins. Við fengum glænýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn bar hann vinkilinn að bíldruslum og brostnum draumum í þjóðfræðilegu samhengi. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Edda Björg Eyjólfsdóttir, leikkona og leikstjóri. Hún leikstýrir sýningunni Venus í feldi sem frumsýnd var nýlega í Tjarnarbíói og hefur fengið virkilega góða gagnrýni. En við fengum að vita hvaða bækur Edda hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Edda talaði um eftirtaldar bækur og höfunda: Útlendingurinn e. Albert Camus Eden e. Auði Övu Ólafsdóttur Loving kindness e. William R. Miller Svo nefndi hún Þórberg Þórðarson, Halldór Laxness, Búlgakoff, Isabel Allende, Gabriel Garxia Marques, Dostojevsky og Suskind. Tónlist í þættinum í dag: Okkar menn í Havana / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Bragi Valdimar Skúlason og Tómas R. Einarsson) Söknuður / Roof Tops (Ómar Ragnarsson, S. Oldman & D. Penn) Augun þín blá / Sigríður Thorlacius og Uppáhellingarnir (Jón Múli og Jónas Árnasynir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Mannlegi þátturinn
Kvenheilsuteymi, bíldruslur og Edda Björg lesandinn

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Feb 6, 2023


Kvenheilsa er nýtt teymi innan Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og var opnað í haust. Hlutverk teymisins er að sinna sjúkdómum og heilsufarsvanda sem eingöngu eru til staðar hjá konum. Steinunn Zophoníasdóttir ljósmóðir er ein af þeim sem stendur að stofnun þessarar þjónustu og hún kom í þáttinn í dag og við ræddum við hana m.a. um breytingaskeið kvenna en það var eitt af upphafsverkefnum teymisins. Við fengum glænýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn bar hann vinkilinn að bíldruslum og brostnum draumum í þjóðfræðilegu samhengi. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Edda Björg Eyjólfsdóttir, leikkona og leikstjóri. Hún leikstýrir sýningunni Venus í feldi sem frumsýnd var nýlega í Tjarnarbíói og hefur fengið virkilega góða gagnrýni. En við fengum að vita hvaða bækur Edda hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Edda talaði um eftirtaldar bækur og höfunda: Útlendingurinn e. Albert Camus Eden e. Auði Övu Ólafsdóttur Loving kindness e. William R. Miller Svo nefndi hún Þórberg Þórðarson, Halldór Laxness, Búlgakoff, Isabel Allende, Gabriel Garxia Marques, Dostojevsky og Suskind. Tónlist í þættinum í dag: Okkar menn í Havana / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Bragi Valdimar Skúlason og Tómas R. Einarsson) Söknuður / Roof Tops (Ómar Ragnarsson, S. Oldman & D. Penn) Augun þín blá / Sigríður Thorlacius og Uppáhellingarnir (Jón Múli og Jónas Árnasynir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Spegillinn
Heilsugæslustöð á Akureyri. Kosningar í Brasilíu. Andleg líðan barna.

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 27, 2022 30:00


Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn Útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Allt útlit er fyrir að framkvæmdir við nýja heilsugæslustöð á Akureyri á gamla tjaldsvæðisreitnum geti loksins hafist. Deilur bæjaryfirvalda og ríkisins um fjármögnun bílakjallara hafa tafið framkvæmdir. Óðinn Svan Óðinsson sagði frá og talaði við Jón Helga Björnsson. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Guðrún Hafsteinsdóttir verði komin í ríkisstjórnina þegar 18 mánuðir verða liðnir af kjörtímabilinu og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fari út að þeim tíma liðnum. Ekkert hafi breyst í þeim áformum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við Bjarna. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir málefni Alþýðusambands Íslands ekki á dagskrá félagsins. Öll vinna og orka fari í undirbúning kjaraviðræðna. Fulltrúar VR - Landsambands íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambandsins hafa fundað með Samtökum atvinnulífsins, fulltrúum ríkisstjórnarinnar og seðlabankastjóra í dag og gær að hans sögn. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við Ragnar. Unnur Þorsteinsdóttir er áhrifamesta vísindakona Evrópu samkvæmt nýjum lista sem vefurinn Research.com tekur saman. Listinn byggist á greiningu á rannsóknaframlagi yfir 160 þúsund vísindakvenna. Unnur er forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Það stefnir í spennandi forsetakosningar í Brasilíu á sunnudag. Sitjandi forseti er undir í skoðanakönnunum en treystir á að þær gefi ranga mynd af fylginu. Ásgeir Tómasson sagði frá. Langtímarannsókn leiðir í ljós að breyting hefur orðið á andlegri líðan barna og ungmenna hér á landi síðustu tíu ár. Þetta kemur fram í langtímarannsóknum "Rannsóknar og greiningar". Kristján Sigurjónsson ræddi við Ingibjörgu Evu Þórisdóttur, doktor í sálfræði og sérfræðing hjá Planet Youth, íslensku fyrirtæki sem vinnur að því að innleiða hið íslenska forvarnarmódel "Rannsónar og greiningar" erlendis. Síhækkandi hlutfall fólks með erlent ríkisfang á íslenskum vinnumarkaði endurspeglast ekki í stjórnum íslenskra hlutafélaga. . Innan við 5 prósent íslenskra hlutfélaga eru með erlendan stjórnarmann en hlutfall útlendinga á vinnumarkaði er um 20 prósent. Uppruni stjórnarmanna hefur lítið verið rannsakaður, segir Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræði í viðtali við Önnu Kristínu Jónsdóttur. Ekki er hægt að fullyrða að sjálfstæðir stofnar laxfiska séu í Sunndalsá og Norðdalsá í Trostansfirði. Því var Matvælastofnun ekki stætt á að neita Arctic Sea Farm um eldisleyfi í firðinu

Spegillinn
Heilsugæslustöð á Akureyri. Kosningar í Brasilíu. Andleg líðan barna.

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 27, 2022


Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn Útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Allt útlit er fyrir að framkvæmdir við nýja heilsugæslustöð á Akureyri á gamla tjaldsvæðisreitnum geti loksins hafist. Deilur bæjaryfirvalda og ríkisins um fjármögnun bílakjallara hafa tafið framkvæmdir. Óðinn Svan Óðinsson sagði frá og talaði við Jón Helga Björnsson. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Guðrún Hafsteinsdóttir verði komin í ríkisstjórnina þegar 18 mánuðir verða liðnir af kjörtímabilinu og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fari út að þeim tíma liðnum. Ekkert hafi breyst í þeim áformum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við Bjarna. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir málefni Alþýðusambands Íslands ekki á dagskrá félagsins. Öll vinna og orka fari í undirbúning kjaraviðræðna. Fulltrúar VR - Landsambands íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambandsins hafa fundað með Samtökum atvinnulífsins, fulltrúum ríkisstjórnarinnar og seðlabankastjóra í dag og gær að hans sögn. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við Ragnar. Unnur Þorsteinsdóttir er áhrifamesta vísindakona Evrópu samkvæmt nýjum lista sem vefurinn Research.com tekur saman. Listinn byggist á greiningu á rannsóknaframlagi yfir 160 þúsund vísindakvenna. Unnur er forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Það stefnir í spennandi forsetakosningar í Brasilíu á sunnudag. Sitjandi forseti er undir í skoðanakönnunum en treystir á að þær gefi ranga mynd af fylginu. Ásgeir Tómasson sagði frá. Langtímarannsókn leiðir í ljós að breyting hefur orðið á andlegri líðan barna og ungmenna hér á landi síðustu tíu ár. Þetta kemur fram í langtímarannsóknum "Rannsóknar og greiningar". Kristján Sigurjónsson ræddi við Ingibjörgu Evu Þórisdóttur, doktor í sálfræði og sérfræðing hjá Planet Youth, íslensku fyrirtæki sem vinnur að því að innleiða hið íslenska forvarnarmódel "Rannsónar og greiningar" erlendis. Síhækkandi hlutfall fólks með erlent ríkisfang á íslenskum vinnumarkaði endurspeglast ekki í stjórnum íslenskra hlutafélaga. . Innan við 5 prósent íslenskra hlutfélaga eru með erlendan stjórnarmann en hlutfall útlendinga á vinnumarkaði er um 20 prósent. Uppruni stjórnarmanna hefur lítið verið rannsakaður, segir Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræði í viðtali við Önnu Kristínu Jónsdóttur. Ekki er hægt að fullyrða að sjálfstæðir stofnar laxfiska séu í Sunndalsá og Norðdalsá í Trostansfirði. Því var Matvælastofnun ekki stætt á að neita Arctic Sea Farm um eldisleyfi í firðinu

Morgunvaktin
Börn bíða lengi eftir nauðsynlegri þjónustu

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Sep 20, 2022 130:00


Börn á Íslandi bíða að meðaltali í rúmt ár eftir ADHD greiningu og tæp tvö ár eftir einhverfugreiningu. Yfir 600 börn bíða þess að komast að hjá sálfræðingi hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru bara nokkrar tölur um bið barna eftir ýmiss konar nauðsynlegri þjónustu. Salvör Nordal umboðsmaður barna ræddi þessi mál við okkur. Hálft ár er síðan drjúgur hluti ríkissjóðs í Íslandsbanka var seldur að kvöldi dags. Fólki sem uppfyllti tiltekin skilyrði samkvæmt lögum var boðið að kaupa en þau skilyrði voru eitthvað á floti í hugum sumra og úr varð nokkur hvellur. Kallað var eftir úttekt og Ríkisendurskoðun falið að fara í saumana á verklaginu. Niðurstöðu er beðið. Við rifjuðum málið upp í spjalli með Þórði Snæ Júlíussyni. Í Þýskalandsspjalli fjallaði Arthúr Björgvin Bollason meðal annars um orkukreppuna sem er yfirvofandi í landinu ? og fleiri ríkjum. Öllum er gert að spara orku með tilheyrandi áhrif á mann- og þjóðlíf. Orkuskortur breytir því hins vegar ekki að októberfest - bjórhátíðin mikla ? er haldin í Munchen þessa dagana, eftir tveggja ára hlé og er ölið kneyfað sem aldrei fyrr. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Don?t throw your love away ? The Searchers Cheek to Cheek ? Fred Astaire A foggy day ? Fred Astaire Kötturinn sem gufaði upp ? Olga Guðrún Árnadóttir

Morgunvaktin
Börn bíða lengi eftir nauðsynlegri þjónustu

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Sep 20, 2022


Börn á Íslandi bíða að meðaltali í rúmt ár eftir ADHD greiningu og tæp tvö ár eftir einhverfugreiningu. Yfir 600 börn bíða þess að komast að hjá sálfræðingi hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru bara nokkrar tölur um bið barna eftir ýmiss konar nauðsynlegri þjónustu. Salvör Nordal umboðsmaður barna ræddi þessi mál við okkur. Hálft ár er síðan drjúgur hluti ríkissjóðs í Íslandsbanka var seldur að kvöldi dags. Fólki sem uppfyllti tiltekin skilyrði samkvæmt lögum var boðið að kaupa en þau skilyrði voru eitthvað á floti í hugum sumra og úr varð nokkur hvellur. Kallað var eftir úttekt og Ríkisendurskoðun falið að fara í saumana á verklaginu. Niðurstöðu er beðið. Við rifjuðum málið upp í spjalli með Þórði Snæ Júlíussyni. Í Þýskalandsspjalli fjallaði Arthúr Björgvin Bollason meðal annars um orkukreppuna sem er yfirvofandi í landinu ? og fleiri ríkjum. Öllum er gert að spara orku með tilheyrandi áhrif á mann- og þjóðlíf. Orkuskortur breytir því hins vegar ekki að októberfest - bjórhátíðin mikla ? er haldin í Munchen þessa dagana, eftir tveggja ára hlé og er ölið kneyfað sem aldrei fyrr. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Don?t throw your love away ? The Searchers Cheek to Cheek ? Fred Astaire A foggy day ? Fred Astaire Kötturinn sem gufaði upp ? Olga Guðrún Árnadóttir

Spegillinn

Sérfræðingur í rekstri vatnsveitu hjá Veitum segir að enn sé verið að grafa frá lögninni og meta aðstæður. Ekki sé hægt að útiloka að jarðskjálftar hafi átt þátt í að lögnin gaf sig. Bjarni Geir Viðarsson, skurðlæknir á Landspítala segir mikilvægt að fólk fari vel undirbúið í offituaðgerðir. Slíkar aðgerðir verða sífellt algengari hér á landi en yfir þúsund aðgerðir eru framkvæmdar á ári. Urður Örlygsdóttir talaði við hann. Liz Truss, nýr forsætisráðherra Bretlands, sat fyrir svörum þingmanna í fyrsta sinn í dag síðan hún tók við embætti. Mikið var rætt um orkumál og útilokaði Truss að hækka skatta á orkufyrirtæki. Oddur Þórðarson tók saman. Þröstur Jónsson, oddviti Miðflokksins í Múlaþingi telur að ný veglína, sem á að minnka umferð í gegnum miðbæ Egilsstaða og leiða hana suður fyrir bæinn, skerði fallegt byggingarland til framtíðar. Rúnar Snær Reynisson sagði frá og talaði við Jónínu Brynjólfsdóttur, formann umhverfis- og skipulagsnefndar Múlaþings. Kostuð afþreying verður sífellt algengari að mati Elfu Ýrar Gylfadóttur, framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar. Slík markaðssetning er ólögleg ef ekki er tekið fram að um auglýsingu sé að ræða. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hana. ------------ Töluvert tjón varð þegar önnur af aðalvatnsæðum Veitna fyrir Reykjavíkurborg brast í síðustu viku. Stór hluti lagnakerfis höfuðborgarsvæðisins er yfir hálfrar aldar gamalt. Hafdís Helga Hauksdóttir ræddi við Sólrúnu Kristjánsdóttur framkvæmdastýru Veitna og Hrefnu Hallgrímsdóttur, forstöðumann hitaveitu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar hafi engu tapað í Úkraínustríðinu. Hann vísar því á bug að þeir hafi átt upptökin. Pútín kom víða við þegar hann flutti ávarp og sat fyrir svörum á Efnahagsráðstefnu austrænna ríkja, EEF, í Vladivostok, við Kyrrahafsströnd Rússlands. Ásgeir Tómasson tók saman. Á haustin láta pestir á sér kræla og sóttvarnalæknir hefur gefið út leiðbeiningar um COVID-19-bólusetningar frá miðjum mánuði. Örvunarbólusetningar 60 ára og eldri og fólks í áhættuhópum hefjast í Laugardalshöll 26. spetember segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir. Tæknimaður: Mark Eldred.

Spegillinn
07.09.2022

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 7, 2022


Sérfræðingur í rekstri vatnsveitu hjá Veitum segir að enn sé verið að grafa frá lögninni og meta aðstæður. Ekki sé hægt að útiloka að jarðskjálftar hafi átt þátt í að lögnin gaf sig. Bjarni Geir Viðarsson, skurðlæknir á Landspítala segir mikilvægt að fólk fari vel undirbúið í offituaðgerðir. Slíkar aðgerðir verða sífellt algengari hér á landi en yfir þúsund aðgerðir eru framkvæmdar á ári. Urður Örlygsdóttir talaði við hann. Liz Truss, nýr forsætisráðherra Bretlands, sat fyrir svörum þingmanna í fyrsta sinn í dag síðan hún tók við embætti. Mikið var rætt um orkumál og útilokaði Truss að hækka skatta á orkufyrirtæki. Oddur Þórðarson tók saman. Þröstur Jónsson, oddviti Miðflokksins í Múlaþingi telur að ný veglína, sem á að minnka umferð í gegnum miðbæ Egilsstaða og leiða hana suður fyrir bæinn, skerði fallegt byggingarland til framtíðar. Rúnar Snær Reynisson sagði frá og talaði við Jónínu Brynjólfsdóttur, formann umhverfis- og skipulagsnefndar Múlaþings. Kostuð afþreying verður sífellt algengari að mati Elfu Ýrar Gylfadóttur, framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar. Slík markaðssetning er ólögleg ef ekki er tekið fram að um auglýsingu sé að ræða. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hana. ------------ Töluvert tjón varð þegar önnur af aðalvatnsæðum Veitna fyrir Reykjavíkurborg brast í síðustu viku. Stór hluti lagnakerfis höfuðborgarsvæðisins er yfir hálfrar aldar gamalt. Hafdís Helga Hauksdóttir ræddi við Sólrúnu Kristjánsdóttur framkvæmdastýru Veitna og Hrefnu Hallgrímsdóttur, forstöðumann hitaveitu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar hafi engu tapað í Úkraínustríðinu. Hann vísar því á bug að þeir hafi átt upptökin. Pútín kom víða við þegar hann flutti ávarp og sat fyrir svörum á Efnahagsráðstefnu austrænna ríkja, EEF, í Vladivostok, við Kyrrahafsströnd Rússlands. Ásgeir Tómasson tók saman. Á haustin láta pestir á sér kræla og sóttvarnalæknir hefur gefið út leiðbeiningar um COVID-19-bólusetningar frá miðjum mánuði. Örvunarbólusetningar 60 ára og eldri og fólks í áhættuhópum hefjast í Laugardalshöll 26. spetember segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir. Tæknimaður: Mark Eldred.

Morgunútvarpið
6. september - Peningaþvætti, persónuvernd og þingið

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Sep 6, 2022


Heimsóknum á heilsugæsluna hefur fjölgað um 40% frá 2019 svo nú hefur Heilsugæslan blásið til herferðar til að auka heilsulæsi - já og hvetja fólk til að leita ekki til læknis þegar það er með umgangspestir sem ekkert bítur á nema ónæmiskerfið okkar og tíminn. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sagði okkur frá átakinu sem hefur fengið nafnið Heima er Pest. Tilkynningum peninvgaþvætti hér á landi hefur fjölgað mikið síðustu ár. Seðlabanki Íslands stóð í gær fyrir ráðstefnu um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka - og við ræddum þau mál við Unni Gunnarsdóttur, varaseðlabankastjóra, sem segir hagkerfinu stafa ógn af slíkum glæpum. Lögreglan sektaði um helgina nokkra ökumenn sem tóku myndbönd af slysavettvangi - með þeim rökum að þeir hefðu notað símann undir stýri. Við veltum því fyrir okkur hvort myndbönd af slysavettvangi og slagsmálum hafi færst í aukana og hvort ekki sé nein lagastoð til að vernda friðhelgi fólks sem lendi í slíku. Til okkar kom Vigdís Eva Líndal sviðsstjóri hjá Persónuvernd. Alþingi á að koma saman eftir viku en mögulega verður þing kallað saman fyrr ef skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu ríkisins á hluta sínum í Íslandsbanka berst fyrir þingsetninguna 13. september. Fram kom á Vísi í gær að skýrslan sé væntanleg innan tíðar. Við ræddum þingveturinn framundan, stöðu flokkanna og líkleg deilumál við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Liz Truss verður skipuð forsætisráðherra Bretlands í dag eftir að hafa sigrað formannskjör í Íhaldsflokknum í gær. Það er fátt vitað um það hvernig Truss ætlar að gera til að rétta úr kútnum hjá landinu - en eitt er vitað, og það er að Margaret Thatcher er átrúnaðargoð hennar. Hvað svo sem það kemur til með að þýða. Við hringdum út til Bretlands og spjöllum við Sigrúnu Sævarsdóttur Griffith um kaffistofuumræðu Breta um hinn nýja forsætisráðherra. Og í lok þáttar kom Sævar Helgi Bragason til okkar og ræðir heim vísindanna - eins og alltaf annan hvern þriðjudag.

Morgunútvarpið
6. september - Peningaþvætti, persónuvernd og þingið

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Sep 6, 2022 130:00


Heimsóknum á heilsugæsluna hefur fjölgað um 40% frá 2019 svo nú hefur Heilsugæslan blásið til herferðar til að auka heilsulæsi - já og hvetja fólk til að leita ekki til læknis þegar það er með umgangspestir sem ekkert bítur á nema ónæmiskerfið okkar og tíminn. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sagði okkur frá átakinu sem hefur fengið nafnið Heima er Pest. Tilkynningum peninvgaþvætti hér á landi hefur fjölgað mikið síðustu ár. Seðlabanki Íslands stóð í gær fyrir ráðstefnu um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka - og við ræddum þau mál við Unni Gunnarsdóttur, varaseðlabankastjóra, sem segir hagkerfinu stafa ógn af slíkum glæpum. Lögreglan sektaði um helgina nokkra ökumenn sem tóku myndbönd af slysavettvangi - með þeim rökum að þeir hefðu notað símann undir stýri. Við veltum því fyrir okkur hvort myndbönd af slysavettvangi og slagsmálum hafi færst í aukana og hvort ekki sé nein lagastoð til að vernda friðhelgi fólks sem lendi í slíku. Til okkar kom Vigdís Eva Líndal sviðsstjóri hjá Persónuvernd. Alþingi á að koma saman eftir viku en mögulega verður þing kallað saman fyrr ef skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu ríkisins á hluta sínum í Íslandsbanka berst fyrir þingsetninguna 13. september. Fram kom á Vísi í gær að skýrslan sé væntanleg innan tíðar. Við ræddum þingveturinn framundan, stöðu flokkanna og líkleg deilumál við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Liz Truss verður skipuð forsætisráðherra Bretlands í dag eftir að hafa sigrað formannskjör í Íhaldsflokknum í gær. Það er fátt vitað um það hvernig Truss ætlar að gera til að rétta úr kútnum hjá landinu - en eitt er vitað, og það er að Margaret Thatcher er átrúnaðargoð hennar. Hvað svo sem það kemur til með að þýða. Við hringdum út til Bretlands og spjöllum við Sigrúnu Sævarsdóttur Griffith um kaffistofuumræðu Breta um hinn nýja forsætisráðherra. Og í lok þáttar kom Sævar Helgi Bragason til okkar og ræðir heim vísindanna - eins og alltaf annan hvern þriðjudag.

Morgunútvarpið
6. september - Peningaþvætti, persónuvernd og þingið

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Sep 6, 2022


Heimsóknum á heilsugæsluna hefur fjölgað um 40% frá 2019 svo nú hefur Heilsugæslan blásið til herferðar til að auka heilsulæsi - já og hvetja fólk til að leita ekki til læknis þegar það er með umgangspestir sem ekkert bítur á nema ónæmiskerfið okkar og tíminn. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sagði okkur frá átakinu sem hefur fengið nafnið Heima er Pest. Tilkynningum peninvgaþvætti hér á landi hefur fjölgað mikið síðustu ár. Seðlabanki Íslands stóð í gær fyrir ráðstefnu um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka - og við ræddum þau mál við Unni Gunnarsdóttur, varaseðlabankastjóra, sem segir hagkerfinu stafa ógn af slíkum glæpum. Lögreglan sektaði um helgina nokkra ökumenn sem tóku myndbönd af slysavettvangi - með þeim rökum að þeir hefðu notað símann undir stýri. Við veltum því fyrir okkur hvort myndbönd af slysavettvangi og slagsmálum hafi færst í aukana og hvort ekki sé nein lagastoð til að vernda friðhelgi fólks sem lendi í slíku. Til okkar kom Vigdís Eva Líndal sviðsstjóri hjá Persónuvernd. Alþingi á að koma saman eftir viku en mögulega verður þing kallað saman fyrr ef skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu ríkisins á hluta sínum í Íslandsbanka berst fyrir þingsetninguna 13. september. Fram kom á Vísi í gær að skýrslan sé væntanleg innan tíðar. Við ræddum þingveturinn framundan, stöðu flokkanna og líkleg deilumál við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Liz Truss verður skipuð forsætisráðherra Bretlands í dag eftir að hafa sigrað formannskjör í Íhaldsflokknum í gær. Það er fátt vitað um það hvernig Truss ætlar að gera til að rétta úr kútnum hjá landinu - en eitt er vitað, og það er að Margaret Thatcher er átrúnaðargoð hennar. Hvað svo sem það kemur til með að þýða. Við hringdum út til Bretlands og spjöllum við Sigrúnu Sævarsdóttur Griffith um kaffistofuumræðu Breta um hinn nýja forsætisráðherra. Og í lok þáttar kom Sævar Helgi Bragason til okkar og ræðir heim vísindanna - eins og alltaf annan hvern þriðjudag.

Morgunútvarpið
23. mars -Stockfish, streymi, ferðaþjónusta, veikindi, Úkraína, hundar

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Mar 23, 2022


Stockfish kvikmyndahátíðin hefst á morgun í áttunda sinn, en um er að ræða kvikmynda- og ráðstefnuhátíð fagfólks í kvikmyndabransanum sem haldin er í Bíó Paradís í samvinnu við fagfélög í kvikmyndagreinum á Íslandi. Ársæll Sigurlaugur Níelsson aðstoðarframleiðandi og gestastjóri hátíðarinnar kom til okkar í bíóspjall. Sífellt algengara er að jarðarförum og minningarathöfnum sé streymt á netið. Við ræddum við Inga Vífil Guðmundsson, sem er eigandi streymisþjónustufyrirtækis. Hann fagnar þessari þróun en gagnrýnir að aðstaðan til streymis sé ófullnægjandi í nánast öllum kirkjum landsins. Nokkur óvissa er um hvernig sumarið verður í ferðaþjónustunni hér á landi. Takmörkunum vegna kórónuveirunnar hefur víðast hvar verið aflétt en innrás Rússa í Úkraínu hefur vitaskuld áhrif á ferðavilja fólks, olíuverð og kaupmátt. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, var á línunni hjá okkur, og ræddi stöðu ferðaþjónustufyrirtækja og sumarið framundan. Svo virðist vera að annar hver maður liggi í veikindum þessa dagana, ýmist með COVID-19 sjúkdóminn eða aðra flensu. Inflúensutilfellum hefur fjölgað mikið á undanförnum vikum og talið er líklegt að faraldur sé yfirvofandi. Við ræddum við Óskar Reykdalsson, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, um þessi miklu veikindi, álagið sem þeim fylgir og þátttöku í bólusetningum. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti sagðist í gær vera tilbúinn til að draga Atlantshafsbandalags umsókn Úkraínu til baka og ræða framtíð Krímskaga og Donbas héraðanna við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, ef það megi verða til þess að koma á friði í landinu. Við hringdum í Karl Þormóðsson, sem er búsettur í borginni Zhaporozhy í austurhluta Úkraínu. Þar óma loftvarnaflautur daglega og búist er við að fjöldi flóttafólks frá hafnarborginni Mariupol leiti skjóls þar á næstu vikum. Þrír snjóflóðaleitarhundar af Austurlandi útskrifuðust með réttindi til starfa á námskeiði sem haldið var á Ísafirði um síðustu helgi. Tíkin Díva er ein þeirra en hún öðlaðist A réttindi, en að baki þeim er yfirleitt að minnsta kosti þriggja ára þjálfun. Við spjölluðum við Sólveigu Lilju Ómarsdóttur, eiganda Dívu, um ferlið og verkefni snjóflóðaleitarhunda. Tónlist: Una Torfa - Ekkert að. Bubbi og Katrín Halldóra - Án þín. Sinéad O'Connor - Nothing compares 2 u. Creedence Clearwater Revival - Have you ever seen the rain. Lenny Kravitz - Stillness of the heart. GDRN og Birnir - Áður en dagur rís. Grafík - Komdu út. Friðrik Dór - Bleikur og blár.

Morgunútvarpið
23. mars -Stockfish, streymi, ferðaþjónusta, veikindi, Úkraína, hundar

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Mar 23, 2022 130:00


Stockfish kvikmyndahátíðin hefst á morgun í áttunda sinn, en um er að ræða kvikmynda- og ráðstefnuhátíð fagfólks í kvikmyndabransanum sem haldin er í Bíó Paradís í samvinnu við fagfélög í kvikmyndagreinum á Íslandi. Ársæll Sigurlaugur Níelsson aðstoðarframleiðandi og gestastjóri hátíðarinnar kom til okkar í bíóspjall. Sífellt algengara er að jarðarförum og minningarathöfnum sé streymt á netið. Við ræddum við Inga Vífil Guðmundsson, sem er eigandi streymisþjónustufyrirtækis. Hann fagnar þessari þróun en gagnrýnir að aðstaðan til streymis sé ófullnægjandi í nánast öllum kirkjum landsins. Nokkur óvissa er um hvernig sumarið verður í ferðaþjónustunni hér á landi. Takmörkunum vegna kórónuveirunnar hefur víðast hvar verið aflétt en innrás Rússa í Úkraínu hefur vitaskuld áhrif á ferðavilja fólks, olíuverð og kaupmátt. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, var á línunni hjá okkur, og ræddi stöðu ferðaþjónustufyrirtækja og sumarið framundan. Svo virðist vera að annar hver maður liggi í veikindum þessa dagana, ýmist með COVID-19 sjúkdóminn eða aðra flensu. Inflúensutilfellum hefur fjölgað mikið á undanförnum vikum og talið er líklegt að faraldur sé yfirvofandi. Við ræddum við Óskar Reykdalsson, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, um þessi miklu veikindi, álagið sem þeim fylgir og þátttöku í bólusetningum. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti sagðist í gær vera tilbúinn til að draga Atlantshafsbandalags umsókn Úkraínu til baka og ræða framtíð Krímskaga og Donbas héraðanna við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, ef það megi verða til þess að koma á friði í landinu. Við hringdum í Karl Þormóðsson, sem er búsettur í borginni Zhaporozhy í austurhluta Úkraínu. Þar óma loftvarnaflautur daglega og búist er við að fjöldi flóttafólks frá hafnarborginni Mariupol leiti skjóls þar á næstu vikum. Þrír snjóflóðaleitarhundar af Austurlandi útskrifuðust með réttindi til starfa á námskeiði sem haldið var á Ísafirði um síðustu helgi. Tíkin Díva er ein þeirra en hún öðlaðist A réttindi, en að baki þeim er yfirleitt að minnsta kosti þriggja ára þjálfun. Við spjölluðum við Sólveigu Lilju Ómarsdóttur, eiganda Dívu, um ferlið og verkefni snjóflóðaleitarhunda. Tónlist: Una Torfa - Ekkert að. Bubbi og Katrín Halldóra - Án þín. Sinéad O'Connor - Nothing compares 2 u. Creedence Clearwater Revival - Have you ever seen the rain. Lenny Kravitz - Stillness of the heart. GDRN og Birnir - Áður en dagur rís. Grafík - Komdu út. Friðrik Dór - Bleikur og blár.

Morgunútvarpið
23. mars -Stockfish, streymi, ferðaþjónusta, veikindi, Úkraína, hundar

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Mar 23, 2022


Stockfish kvikmyndahátíðin hefst á morgun í áttunda sinn, en um er að ræða kvikmynda- og ráðstefnuhátíð fagfólks í kvikmyndabransanum sem haldin er í Bíó Paradís í samvinnu við fagfélög í kvikmyndagreinum á Íslandi. Ársæll Sigurlaugur Níelsson aðstoðarframleiðandi og gestastjóri hátíðarinnar kom til okkar í bíóspjall. Sífellt algengara er að jarðarförum og minningarathöfnum sé streymt á netið. Við ræddum við Inga Vífil Guðmundsson, sem er eigandi streymisþjónustufyrirtækis. Hann fagnar þessari þróun en gagnrýnir að aðstaðan til streymis sé ófullnægjandi í nánast öllum kirkjum landsins. Nokkur óvissa er um hvernig sumarið verður í ferðaþjónustunni hér á landi. Takmörkunum vegna kórónuveirunnar hefur víðast hvar verið aflétt en innrás Rússa í Úkraínu hefur vitaskuld áhrif á ferðavilja fólks, olíuverð og kaupmátt. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, var á línunni hjá okkur, og ræddi stöðu ferðaþjónustufyrirtækja og sumarið framundan. Svo virðist vera að annar hver maður liggi í veikindum þessa dagana, ýmist með COVID-19 sjúkdóminn eða aðra flensu. Inflúensutilfellum hefur fjölgað mikið á undanförnum vikum og talið er líklegt að faraldur sé yfirvofandi. Við ræddum við Óskar Reykdalsson, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, um þessi miklu veikindi, álagið sem þeim fylgir og þátttöku í bólusetningum. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti sagðist í gær vera tilbúinn til að draga Atlantshafsbandalags umsókn Úkraínu til baka og ræða framtíð Krímskaga og Donbas héraðanna við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, ef það megi verða til þess að koma á friði í landinu. Við hringdum í Karl Þormóðsson, sem er búsettur í borginni Zhaporozhy í austurhluta Úkraínu. Þar óma loftvarnaflautur daglega og búist er við að fjöldi flóttafólks frá hafnarborginni Mariupol leiti skjóls þar á næstu vikum. Þrír snjóflóðaleitarhundar af Austurlandi útskrifuðust með réttindi til starfa á námskeiði sem haldið var á Ísafirði um síðustu helgi. Tíkin Díva er ein þeirra en hún öðlaðist A réttindi, en að baki þeim er yfirleitt að minnsta kosti þriggja ára þjálfun. Við spjölluðum við Sólveigu Lilju Ómarsdóttur, eiganda Dívu, um ferlið og verkefni snjóflóðaleitarhunda. Tónlist: Una Torfa - Ekkert að. Bubbi og Katrín Halldóra - Án þín. Sinéad O'Connor - Nothing compares 2 u. Creedence Clearwater Revival - Have you ever seen the rain. Lenny Kravitz - Stillness of the heart. GDRN og Birnir - Áður en dagur rís. Grafík - Komdu út. Friðrik Dór - Bleikur og blár.

Spegillinn
Sprengjum varpað á Mariupol, móttaka flóttamanna og sykurpabbasíður

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 9, 2022 9:22


Rússar vörpuðu í dag sprengjum á barnaspítala í Mariupol. Yfirvöld segja borgina undir stöðugum árásum og að verið sé að reyna að jafna borgina við jörðu. Hallgrímur Indriðason sagði frá. Útlendingastofnun er skylt að afhenda Alþingi upplýsingar vegna umsókna um ríkisborgararétt innan viku, samkvæmt minnisblaði lagaskrifstofu Alþingis. Veiting ríkisborgararéttar með lögum hefur tafist vegna þess að stofnunin hefur ekki skilað umsögnum til þingsins með sama hætti og áður. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman af Alþingi. Heyrist í Jódísi Skúladóttur (V), Bryndísi Haraldsdóttur (D), Guðbrandi Einarssyni (C) og Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur (P). Heilbrigðisráðherra hvetur fólk til þess að gæta vel að sóttvörnum í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar og álags á heilbrigðiskerfið. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, f framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að engu myndi skila að taka á ný upp sóttvarnaaðgerðir og takmarkanir. Kristín Sigurðardóttir talaði við hana. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur tekur þátt athöfn á Grænlandi í næstu viku, þar sem dönsk stjórnvöld biðjast afsökunar á samfélagstilraun Dana á grænlenskum börnum. Urður Örlygsdóttir sagði frá. Leikskóli hefur ekki verið starfræktur á Kópaskeri í vetur vegna þess að ekki tókst að ráða starfsmann. Sveitarfélagið hvetur foreldra engu að síður til að skrá börn sín í leikskólann fyrir næsta vetur. Anna Þorbjörg Jónasdóttir talaði við Jón Höskuldsson, fræðslufulttrúa í Norðurþingi. --------- Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra segir mikilvægt að huga að fleiri þáttum en húsnæði við móttöku flóttamanna, Valgeir Örn Ragnarsson ræddi við hann. . Metfjöldi flóttamanna kom til landsins í gær frá Úkraínu. Talsverð óvissa er um hver endanlegur fjöldi verður. Bjarni Rúnarsson. ræddi við Regínu Ásvaldsdóttur sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborg um viðbúnað borgarinnar. Félagsþjónusta, lögregla og starfsmenn skóla í Svíþjóð vara við svokölluðum sykurpabba-vefsíðum, sem fjöldi ungmenna hefur skráð sig á undanfarin ár. Kári Gylfason segir frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir: Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar frétta: Valgerður Þorsteinsdóttir.

Spegillinn
Sprengjum varpað á Mariupol, móttaka flóttamanna og sykurpabbasíður

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 9, 2022


Rússar vörpuðu í dag sprengjum á barnaspítala í Mariupol. Yfirvöld segja borgina undir stöðugum árásum og að verið sé að reyna að jafna borgina við jörðu. Hallgrímur Indriðason sagði frá. Útlendingastofnun er skylt að afhenda Alþingi upplýsingar vegna umsókna um ríkisborgararétt innan viku, samkvæmt minnisblaði lagaskrifstofu Alþingis. Veiting ríkisborgararéttar með lögum hefur tafist vegna þess að stofnunin hefur ekki skilað umsögnum til þingsins með sama hætti og áður. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman af Alþingi. Heyrist í Jódísi Skúladóttur (V), Bryndísi Haraldsdóttur (D), Guðbrandi Einarssyni (C) og Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur (P). Heilbrigðisráðherra hvetur fólk til þess að gæta vel að sóttvörnum í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar og álags á heilbrigðiskerfið. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, f framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að engu myndi skila að taka á ný upp sóttvarnaaðgerðir og takmarkanir. Kristín Sigurðardóttir talaði við hana. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur tekur þátt athöfn á Grænlandi í næstu viku, þar sem dönsk stjórnvöld biðjast afsökunar á samfélagstilraun Dana á grænlenskum börnum. Urður Örlygsdóttir sagði frá. Leikskóli hefur ekki verið starfræktur á Kópaskeri í vetur vegna þess að ekki tókst að ráða starfsmann. Sveitarfélagið hvetur foreldra engu að síður til að skrá börn sín í leikskólann fyrir næsta vetur. Anna Þorbjörg Jónasdóttir talaði við Jón Höskuldsson, fræðslufulttrúa í Norðurþingi. --------- Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra segir mikilvægt að huga að fleiri þáttum en húsnæði við móttöku flóttamanna, Valgeir Örn Ragnarsson ræddi við hann. . Metfjöldi flóttamanna kom til landsins í gær frá Úkraínu. Talsverð óvissa er um hver endanlegur fjöldi verður. Bjarni Rúnarsson. ræddi við Regínu Ásvaldsdóttur sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborg um viðbúnað borgarinnar. Félagsþjónusta, lögregla og starfsmenn skóla í Svíþjóð vara við svokölluðum sykurpabba-vefsíðum, sem fjöldi ungmenna hefur skráð sig á undanfarin ár. Kári Gylfason segir frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir: Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar frétta: Valgerður Þorsteinsdóttir.

Spegillinn
Sprengjum varpað á Mariupol, móttaka flóttamanna og sykurpabbasíður

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 9, 2022


Rússar vörpuðu í dag sprengjum á barnaspítala í Mariupol. Yfirvöld segja borgina undir stöðugum árásum og að verið sé að reyna að jafna borgina við jörðu. Hallgrímur Indriðason sagði frá. Útlendingastofnun er skylt að afhenda Alþingi upplýsingar vegna umsókna um ríkisborgararétt innan viku, samkvæmt minnisblaði lagaskrifstofu Alþingis. Veiting ríkisborgararéttar með lögum hefur tafist vegna þess að stofnunin hefur ekki skilað umsögnum til þingsins með sama hætti og áður. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman af Alþingi. Heyrist í Jódísi Skúladóttur (V), Bryndísi Haraldsdóttur (D), Guðbrandi Einarssyni (C) og Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur (P). Heilbrigðisráðherra hvetur fólk til þess að gæta vel að sóttvörnum í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar og álags á heilbrigðiskerfið. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, f framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að engu myndi skila að taka á ný upp sóttvarnaaðgerðir og takmarkanir. Kristín Sigurðardóttir talaði við hana. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur tekur þátt athöfn á Grænlandi í næstu viku, þar sem dönsk stjórnvöld biðjast afsökunar á samfélagstilraun Dana á grænlenskum börnum. Urður Örlygsdóttir sagði frá. Leikskóli hefur ekki verið starfræktur á Kópaskeri í vetur vegna þess að ekki tókst að ráða starfsmann. Sveitarfélagið hvetur foreldra engu að síður til að skrá börn sín í leikskólann fyrir næsta vetur. Anna Þorbjörg Jónasdóttir talaði við Jón Höskuldsson, fræðslufulttrúa í Norðurþingi. --------- Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra segir mikilvægt að huga að fleiri þáttum en húsnæði við móttöku flóttamanna, Valgeir Örn Ragnarsson ræddi við hann. . Metfjöldi flóttamanna kom til landsins í gær frá Úkraínu. Talsverð óvissa er um hver endanlegur fjöldi verður. Bjarni Rúnarsson. ræddi við Regínu Ásvaldsdóttur sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborg um viðbúnað borgarinnar. Félagsþjónusta, lögregla og starfsmenn skóla í Svíþjóð vara við svokölluðum sykurpabba-vefsíðum, sem fjöldi ungmenna hefur skráð sig á undanfarin ár. Kári Gylfason segir frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir: Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar frétta: Valgerður Þorsteinsdóttir.

Morgunútvarpið
31. jan. - Fjallkonur, ofbeldismál, Játak, fasteignir, bólusetning ofl

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jan 31, 2022 130:00


Fjallkonur eru af ýmsum gerðum, við þekkjum þær prúðbúnu á þjóðhátíðardaginn, en svo eru líka til fjallkonur sem fara á fjöll. Við feum tvær slíkar í heimsókn, en þær Valgerður Húnbogadóttir og Salóme Hallfreðsdóttir leiða fjallaverkefni kvenna í vetur þar sem hápunkturinn verður ferð á Hvannadalshnjúk. Við heyrðum af krefjandi fjallgöngum og af hverju boðið er upp á slíkt eingöngu fyrir konur. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingkona, mælti á dögunum fyrir þingsályktunartillögu um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, en tilkynningum um ofbeldi hefur fjölgað mjög á tímum heimsfaraldursins. Hafdís Hrönn kom til okkar og fór yfir þetta með okkur. Játak er nýtt átak sem hvetur öll framboð til borgar-, bæjar- og sveitarstjórna til að huga að fjölbreytni, standa vörð um jafnan rétt allra kynja og stilla upp listum sem spanna vel fjölbreytt litróf mannlífsins. Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu var á línunni frá Akureyri og sagði okkur frá átakinu og tilgangi þess. Hætt er við að raunhækkun fasteignaverðs geti orðið á bilinu 11 til 12 prósent aukist framboð ekki næstu þrjú ár. Þetta kemur fram í nýrri fasteignaskýrslu Jakobsson Capital, sem ber yfirskriftina Tryllingur á fasteignamarkaði. Við ræddum við Snorra Jakobsson, höfund skýrslunnar, um stöðuna á fasteignamarkaði. Seinni bólusetning barna hefst í Laugardalshöll í dag. Við ræddum við Önnu Bryndísi Blöndal hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðasta mánuði tillögu þess efnis að skólasund verði gert að valfagi á unglingastigi, sé ákveðnum hæfniviðmiðum náð. Í byrjun síðustu viku skrifuðu síðan 25 sundkennarar og íþróttafræðingar grein þar sem þeir sögðu það engan veginn vera faglega nálgun að allir útskrifist úr sundi í áttunda bekk og að ákvörðunin hafi ekki verið tekin í neinu samráði við þá kennara sem stunda kennslu í kennslugreininni. Við ræddum við Emblu Maríu Möller sem situr í Reykjavíkurráði ungmenna. Helga Margrét Höskuldsdóttir íþróttafréttamaður leit svo við hjá okkur og við spjölluðum aðeins um íþróttir helgarinnar og stóra viðburði framundan eins og t.d. Vetrarólympíuleikana. Tónlist: Erla og Gréta - Ég á heiminn með þér. Laufey Lín - Like the movies. Arlo Parks - Caroline. Emilíana Torrini - Sunnyroad. Michael Kiwanuka - Beautiful life. Elton John og Dua Lipa - Cold heart. R.E.M. - Man on the moon. Hafdís Huld - Synchronised swimmers. Albatross - Mér þykir það leitt. Gayle - abcde.

Morgunútvarpið
31. jan. - Fjallkonur, ofbeldismál, Játak, fasteignir, bólusetning ofl

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jan 31, 2022


Fjallkonur eru af ýmsum gerðum, við þekkjum þær prúðbúnu á þjóðhátíðardaginn, en svo eru líka til fjallkonur sem fara á fjöll. Við feum tvær slíkar í heimsókn, en þær Valgerður Húnbogadóttir og Salóme Hallfreðsdóttir leiða fjallaverkefni kvenna í vetur þar sem hápunkturinn verður ferð á Hvannadalshnjúk. Við heyrðum af krefjandi fjallgöngum og af hverju boðið er upp á slíkt eingöngu fyrir konur. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingkona, mælti á dögunum fyrir þingsályktunartillögu um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, en tilkynningum um ofbeldi hefur fjölgað mjög á tímum heimsfaraldursins. Hafdís Hrönn kom til okkar og fór yfir þetta með okkur. Játak er nýtt átak sem hvetur öll framboð til borgar-, bæjar- og sveitarstjórna til að huga að fjölbreytni, standa vörð um jafnan rétt allra kynja og stilla upp listum sem spanna vel fjölbreytt litróf mannlífsins. Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu var á línunni frá Akureyri og sagði okkur frá átakinu og tilgangi þess. Hætt er við að raunhækkun fasteignaverðs geti orðið á bilinu 11 til 12 prósent aukist framboð ekki næstu þrjú ár. Þetta kemur fram í nýrri fasteignaskýrslu Jakobsson Capital, sem ber yfirskriftina Tryllingur á fasteignamarkaði. Við ræddum við Snorra Jakobsson, höfund skýrslunnar, um stöðuna á fasteignamarkaði. Seinni bólusetning barna hefst í Laugardalshöll í dag. Við ræddum við Önnu Bryndísi Blöndal hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðasta mánuði tillögu þess efnis að skólasund verði gert að valfagi á unglingastigi, sé ákveðnum hæfniviðmiðum náð. Í byrjun síðustu viku skrifuðu síðan 25 sundkennarar og íþróttafræðingar grein þar sem þeir sögðu það engan veginn vera faglega nálgun að allir útskrifist úr sundi í áttunda bekk og að ákvörðunin hafi ekki verið tekin í neinu samráði við þá kennara sem stunda kennslu í kennslugreininni. Við ræddum við Emblu Maríu Möller sem situr í Reykjavíkurráði ungmenna. Helga Margrét Höskuldsdóttir íþróttafréttamaður leit svo við hjá okkur og við spjölluðum aðeins um íþróttir helgarinnar og stóra viðburði framundan eins og t.d. Vetrarólympíuleikana. Tónlist: Erla og Gréta - Ég á heiminn með þér. Laufey Lín - Like the movies. Arlo Parks - Caroline. Emilíana Torrini - Sunnyroad. Michael Kiwanuka - Beautiful life. Elton John og Dua Lipa - Cold heart. R.E.M. - Man on the moon. Hafdís Huld - Synchronised swimmers. Albatross - Mér þykir það leitt. Gayle - abcde.

Morgunútvarpið
7. des -Lyfjastofnun, spálíkan, ásakanir, Magnús Hlynur, bókaþjófnaður

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jan 7, 2022


Yfir sautján þúsund manns eru nú í sóttkví eða einangrun vegna kórónuveirusmita en rúmlega 35 þúsund smit hafa greinst hér á landi, það jafngildir nærri tíu prósent þjóðarinnar. Við ræddum við Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, um þróun faraldursins hér á landi næstu mánuðina - hvort smitum haldi áfram að fjölga eða hvort við séum að sigla út úr faraldrinum. Í tilefni af Veganúar sendir Þjóðminjasafn Íslands í samstarfi við Háskóla Íslands út spurningaskrá sem ber heitið Hvað er í matinn? en henni er ætlað að safna upplýsingum um upplifun og sjónarhorn fólks sem hefur tileinkað sér sjálfbært, heilsusamlegt mataræði á Íslandi. Þar er t.d. átt við fólk sem sem borðar meðvitað með tilliti til umhverfisins, dýraverndar eða eigin heilsu. Þær Helga Vollertsen, sérfræðingur við Þjóðminjasafn Íslands og Auður Viðarsdóttir, doktorsnemi í þjóðfræði komu til okkar. Fréttablaðið greindi frá því í gær að heimsfaraldurinn, skortur á hráefnum í lyf og lengri framleiðslutími hefði leitt til þess að íslensk stjórnvöld fylgist grannt með hvort ástæða sé til að óttast lyfjaskort hér á landi. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sagði að færst hefði í vöxt að læknar þurfi að breyta tilvísun eða tilvísa öðru lyfi vegna ástandsins. Við ræddum við Rúnu Hauksdóttur, forstjóra Lyfjastofnunar, um mögulegan lyfjaskort og dreifingu bóluefna. Við fórum yfir fréttir vikunnar með Kolbeini Marteinssyni og Báru Huld Beck. Þúsundir sitja í sóttkví og einangrun í tengslum við Covid og staðan er þung. Heimavistin reynist mörgum erfið og sumir hafa þurft að fara endurtekið í sóttkví og/eða einangrun. Þá þarf að leita allra leiða til að halda í jákvæðnina og við slógum á þráðinn til eins jákvæðasta manns landsins, Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar, en hann er einmitt fastur í einangrun heima. Í byrjun síðasta árs var greint frá því að bíræfinn bókaþjófur herjaði á íslenska rithöfunda, og raunar höfunda um allan heim, og rændi frá þeim óútgefnum handritum. Bandaríska alríkislögreglan FBI handtók í fyrradag meintan svikahrapp, 29 ára Ítala, sem starfaði við réttindaskrifstofu bresks forlags. Við ræddum málið við Hólmfríði Úu Matthíasdóttur, útgefanda Forlagsins, sem var ein þeirra sem maðurinn hafði samband við og reyndi að blekkja. Tónlist: Niðri á strönd - Prins Póló In My Feelings - Drake Vorið - GDRN Á sama tíma að ári - Góss Miss you - Rolling Stones Sérfræðingar segja - Þursaflokkurinn Save your Tears - Weeknd Can't hold us down - Christina Aquilera

Morgunútvarpið
7. des -Lyfjastofnun, spálíkan, ásakanir, Magnús Hlynur, bókaþjófnaður

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jan 7, 2022 130:00


Yfir sautján þúsund manns eru nú í sóttkví eða einangrun vegna kórónuveirusmita en rúmlega 35 þúsund smit hafa greinst hér á landi, það jafngildir nærri tíu prósent þjóðarinnar. Við ræddum við Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, um þróun faraldursins hér á landi næstu mánuðina - hvort smitum haldi áfram að fjölga eða hvort við séum að sigla út úr faraldrinum. Í tilefni af Veganúar sendir Þjóðminjasafn Íslands í samstarfi við Háskóla Íslands út spurningaskrá sem ber heitið Hvað er í matinn? en henni er ætlað að safna upplýsingum um upplifun og sjónarhorn fólks sem hefur tileinkað sér sjálfbært, heilsusamlegt mataræði á Íslandi. Þar er t.d. átt við fólk sem sem borðar meðvitað með tilliti til umhverfisins, dýraverndar eða eigin heilsu. Þær Helga Vollertsen, sérfræðingur við Þjóðminjasafn Íslands og Auður Viðarsdóttir, doktorsnemi í þjóðfræði komu til okkar. Fréttablaðið greindi frá því í gær að heimsfaraldurinn, skortur á hráefnum í lyf og lengri framleiðslutími hefði leitt til þess að íslensk stjórnvöld fylgist grannt með hvort ástæða sé til að óttast lyfjaskort hér á landi. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sagði að færst hefði í vöxt að læknar þurfi að breyta tilvísun eða tilvísa öðru lyfi vegna ástandsins. Við ræddum við Rúnu Hauksdóttur, forstjóra Lyfjastofnunar, um mögulegan lyfjaskort og dreifingu bóluefna. Við fórum yfir fréttir vikunnar með Kolbeini Marteinssyni og Báru Huld Beck. Þúsundir sitja í sóttkví og einangrun í tengslum við Covid og staðan er þung. Heimavistin reynist mörgum erfið og sumir hafa þurft að fara endurtekið í sóttkví og/eða einangrun. Þá þarf að leita allra leiða til að halda í jákvæðnina og við slógum á þráðinn til eins jákvæðasta manns landsins, Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar, en hann er einmitt fastur í einangrun heima. Í byrjun síðasta árs var greint frá því að bíræfinn bókaþjófur herjaði á íslenska rithöfunda, og raunar höfunda um allan heim, og rændi frá þeim óútgefnum handritum. Bandaríska alríkislögreglan FBI handtók í fyrradag meintan svikahrapp, 29 ára Ítala, sem starfaði við réttindaskrifstofu bresks forlags. Við ræddum málið við Hólmfríði Úu Matthíasdóttur, útgefanda Forlagsins, sem var ein þeirra sem maðurinn hafði samband við og reyndi að blekkja. Tónlist: Niðri á strönd - Prins Póló In My Feelings - Drake Vorið - GDRN Á sama tíma að ári - Góss Miss you - Rolling Stones Sérfræðingar segja - Þursaflokkurinn Save your Tears - Weeknd Can't hold us down - Christina Aquilera

Spegillinn
15. nóvember 2021, Reykjavíkurborg fjallar um málefni Sælukots

Spegillinn

Play Episode Listen Later Nov 15, 2021 9:26


Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur segir að berist alvarleg kvörtun vegna starfsmanna í skólum skuli starfsmenn fara í leyfi á meðan mál er rannsakað. Kannað verði hvort það hafi ekki verið gert þegar starfsmaður leikskólans Sælukots var kærður til lögreglu. Hátt í sjö þúsund manns mættu í þriðju sprautu í Laugardalshöll á fyrsta degi örvunarbólusetningar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðiisns segir að óbólusettir íþyngi heilbrigðiskerfinu. Viðbúnaður vegna yfirvofandi hryðjuverka hefur verið aukinn í Bretlandi eftir að sprengja sprakk í leigubíl í Liverpool í gær. Ásgeir Tómasson sagði frá. Óbólusettu fólki í Berlín, höfuðborg Þýskalands, er frá og með deginum í dag óheimilt að borða á veitingahúsum, fara á bari eða í kvikmyndahús svo nokkuð sé nefnt. Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mjög í landinu að undanförnu. Ásgeir Tómasson sagði frá. Stórtónleikum tenórsins Andrea Bocelli hefur verið frestað í þriðja sinn vegna faraldursins. Ísleifur Þórhallsson, talsmaður Senu segir yfirvöld þurfa að finna lausnir svo hægt sé að halda stóra viðburði. --------- Það var ys og þys í Laugardalshöll í Reykjavík í dag þegar fyrsti boðaði hópurinn kom í örvunarbólusetningu - fékk þriðja skammtinn af bóluefni gegn Covid. Alls voru 9.700 boðuð í bólusetningu. 6.615 mættu eða um 68 prósent. Í fyrsta hópnum í dag voru sextugir og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Kristján Sigurjónsson ræddi við Sigríði Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Á næstu árum hverfa mjög fjölmennar kynslóðir af vinnumarkaði á Íslandi, fólk sem er um sjötugt eða nærri því, og við það gerist ýmislegt, meðal annars lækkar hlutfall þeirra sem eru starfandi á móti þeim sem komnir eru á eftirlaun segir Ólöf Garðarsdóttir, prófessor í sagnfræði og forseti hugvísindadeildar Háskóla Íslands. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Ólöfu. Í kvöld funda innanríkisráðherrar Frakka og Breta í París um flóttamannamál eftir að hnútur hafa flogið á milli þeirra. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.

Morgunútvarpið
8. nóv. - Matvælaverð, geimrannsóknir, örvunarskammtar, eldvirkni ofl.

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Nov 8, 2021 130:00


Matvælaverð hefur ekki verið hærra á heimsvísu í meira en áratug samkvæmt nýrri úttekt Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Verð á matvælum hefur hækkað um rúmlega 30 prósent á síðastliðnu ári og óljóst er hvernig þróunin verður á næstu mánuðum. Við ræddum við Auði Ölfu Ólafsdóttur, verkefnastjóra verðlagseftirlits hjá Alþýðusambandi Íslands, um þessar hækkanir og matvælaverð hér á landi. Geimrannsóknir eru ekki eitthvað sem við tengjum við íslenskt atvinnulíf, en engu að síður eru nokkur umsvif sem tengjast geimrannsóknum á Íslandi, mörg hver sérstaklega tengd þeim líkindum sem finna má í íslenskri náttúru við náttúrufar á Mars. Undanfarið hefur verið rætt um aðild Íslands að Evrópsku geimrannsóknarstofnuninni, ESA og sendi Alþingi frá sér ályktun í þá veru árið 2015. En hver er staðan núna? Sjáum við fram á mikilvægan geim iðnað í framtíðinni hér á landi? Magnús Árni Skjöld Magnússon dósent við Háskólann á Bifröst veit meira um það og hann kom til okkar. Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að allir 16 ára og eldri fái örvunarskammt af bóluefni þegar hálft ár er liðið frá grunnbólusetningu. Metfjöldi kórónuveirusmita greindist í síðustu viku og Þórólfur hefur sagt að þriðja sprautan af bóluefni gegn COVID-19 geti mögulega verið leiðin út úr faraldrinum. Heilsugæslan vinnur nú að því að auka afkastagetu í framkvæmd bólusetninga og við ræddum við Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, um fyrirhugaðar bólusetningar og aukið álag í skimunum. Hlustendur þekkja Dr. Eirík Bergmann sem reglulegan álitsgjafa og fræðimann í fjölmiðlum, enda sérfræðingur í stjórnmálum. Hann gaf nýverið út bókina Þjóðarávarpið þar sem hann rýnir í þjóðernishugmyndir, popúlisma, upplýsingaóreiðu og samsæriskenningar af ýmsu tagi, en allt hefur þetta aukist á undanförnum árum í hinum vestræna heimi og jafnvel víðar. Hvers vegna hafa mál þróast svona og hvert stefnum við eru stórar spurningar, en þær skoðar Eiríkur í bókinni. Hann kom til okkar í spjall. Eldvirkni hefur legið niðri í Fagradalsfjalli í tæplega tvo mánuði. Sérfræðingar telja þó ekki tímabært að lýsa yfir goslokum. Við ræddum við Þorvald Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, um stöðuna á gosstöðvunum og um skjálftavirkni við Keili og Vigdísarvelli. Við fórum svo yfir helstu tíðindi af íþróttum helgarinnar í lokin. Tónlist: Mannakorn - Samferða. Robert Plant og Alison Krauss - Cant let go. Ellen Kristjánsdóttir og John Grant - Veldu stjörnu. Jón Jónsson - Fyrirfram. GDRN - Næsta líf. Stefán Hilmarsson - Heimur

Spegillinn
27. október. Kortleggja búsetu í óskráðum íbúðum

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 27, 2021 10:02


Fyrir fjórum árum bjuggu rúmlega 1.000 manns í óskráðum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Á næstu mánuðum á að kortleggja hve margir búa nú í atvinnuhúsnæði og huga að brunavörnum. Sóttvarnalæknir segir ekki annað mögulegt en að herða sóttvarnaaðgerðir ef fram heldur sem horfir og ástandið á Landspítalanum heldur áfram að þyngjast. Flestir, eða tæp áttatíu prósent, vilja að Framsóknarflokkurinn verði í næstu ríkisstjórn, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Þar á eftir koma Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur. Tveggja daga réttarhöld standa yfir í Bretlandi þar sem bandarísk stjórnvöld reyna enn að fá Julian Assange framseldan. Vestra á hann ævilangt fangelsi yfir höfði sér. Bresku fjárlögin voru lögð fram í dag, í anda bjartsýni ríkisstjórnarinnar, en vaxandi verðbólga gæti sett strik í þjóðhagsreikninga næstu missera. Næstu mánuðina á að kortleggja hve margir búa og hvar í atvinnuhúsnæði í borginni. Gengið verður í hús í iðnaðarhverfum og rætt við íbúa um brunavarnir og félagslegar aðstæður þeirra. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu leiðir verkefnið í samstarfi við sveitarfélögin og Alþýðusamband Íslands. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Aleksöndru Leonardsdóttur og Jón Viðar Matthíasson. Að jafnaði hafa landsmenn skráð sig 430 þúsund sinnum á mánuði inn á Heilsuveru á þessu ári. Notendur í ár eru um 250 þúsund, mikill meirihluti landsmanna. Heilsuveru-vefurinn hefur komið í veg fyrir að símkerfi Heilsugæslunnar færi á hliðina í faraldrinum, segir Auður Harðardóttir verkefniastjóri rafrænna heilsbrigðislausna hjá Landlæknisembættinu. Stafræn heilbrigðisþjónusta sé framtíðin og að aukin þjónusta sé í bígerð í Heilsuveru. Ragnhildur Thorlacius ræðir við Auði Harðardóttur. Bresku fjárlögin sem voru lögð fram í dag, lofa meiri útgjöldum í opinbera þjónustu sem á að fjármagna með skattahækkunum. Rishi Sunak fjármálaráðherra heldur þó fast í fyrri loforð um að minnka ríkisumsvif og lækka skatta síðar á kjörtímabilinu. En á tímum vaxandi verðbólgu og minni hagvaxtar á næstu árum gæti raunin þó orðið önnur en loforð fjármálaráðherra benda til. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.

Morgunútvarpið
25. okt - Kolefniseiningar, offita og myndabanki, aðgerðir og íþróttir

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Oct 25, 2021 130:00


Umsjón: Rúnar Róbertsson og Gígja Hólmgeirsdóttir Stjórn Votlendissjóðs vinnur nú að því að fá alþjóðlega vottun á kolefniseiningum sem verða til við endurheimt votlendis á vegum sjóðsins. Markmiðið er að innan fárra missera geti Votlendissjóður boðið íslenskum fyrirtækjum og fyrirtækjum á alþjóðamarkaði vottaðar einingar sem nota má til kolefnisjöfnunar eða til að minnka kolefnisspor viðkomandi. En hvað þýðir þetta á mannamáli? Einar Bárðason framkvæmdastjóri Votlendissjóðs útskýrði málið fyrir okkur. ECPO, evrópsk samtök sem berjast fyrir fólk sem lifir með offitu hefur tekið í gagnið myndabanka fyrir fjölmiðla og aðra sem vilja nýta sér efni frá þeim sem lifa með offitu í leik og starfi. Sólveig Sigurðardóttir er forseti ECPO, sem stendur fyrir European coalition for people living with Obesity, og athafnakona kom til okkar til að kynna okkur þennan myndabanka og hvaða þýðingu hann hafi. Með henni kom Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og lýðheilsufræðingur sem hefur starfað við sérhæfða offitumeðferð í áratug. Hún sagði okkur frá fræðslunni sem er komin af stað innan Heilsugæslunnar en stefnt er að opna móttöku fyrir fólk sem lifir með offitu. STEF, sem hluti af Samráðshópi tónlistariðnaðarins, sendi fyrir helgi bréf til bæði forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra þar sem farið er fram á margvíslegar aðgerðir til endurreisnar tónlistarlífs eftir covid-19. Á meðan flestöll þau lönd sem Ísland vill bera sig saman við boða risastór framlög til menningar og hafa um leið bætt tónlistarfólki að miklu leyti það tap sem það varð fyrir í faraldrinum heyrist ekkert frá ríkisstjórn Íslands. Við fengum Guðrúnu Björk Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra STEFs, til okkar til að ræða bréfið og hvað samráðshópurinn leggur til. Og í lok þáttar þá litum við yfir íþróttir helgarinnar með Helgu Margréti Höskuldsdóttur. Tónlist: Lay Low - Little by little Sycamore tree - Storm Thin Jim and the castaways - Confession Hákon - Barcelona Ellen Kristjánsdóttir og Þorsteinn Einarsson - Hluthafi í heiminum Magnús og Jóhann - Þar sem ástin býr Abba - I still have faith in you Starsailor - Goodsouls Ný dönsk - Ég kýs

Morgunútvarpið
23. ágúst -Hjálparstarf, bólusetningar, aðgengi, Landspítali, íþróttir

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Aug 23, 2021 130:00


Nú eru skólar að hefjast eða nýhafnir og margt sem skólabörn vanhagar um í upphafi skólaárs. Ekki eiga allir kost á því að kaupa skólavarning og föt eða skrá sig í íþróttir og frístundastarf. Hjálparstarf kirkjunnar býður þessum hópi aðstoð sína og þær Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi og Kristín Ólafsdóttir fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar komu til okkar og sögðu okkur frá átakinu Ekkert barn útundan og þeirri aðstoð sem býðst. Bólusetningar barna á aldrinum 12 til 15 ára hefjast í dag og verða með aðeins öðru sniði en við fullorðna fólkið höfum hingað til vanist. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, kom til okkar og sagði okkur frá fyrirkomulaginu og við hverju megi búast fyrir foreldra og börn næstu daga. Kosningar eru framundan og þar stendur landsmönnum öllum til boða að nýta kosningarétt sinn - eða hvað? Landsamtökin Þroskahjálp vekja athygli á því um þessar mundir að ýmsar hindranir séu í veginum fyrir því að fatlaðir geti nýtt kosningarétt sinn alls staðar. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir hjá Þroskahjálp var gestur okkar og fór yfir þessi mál. Það fer ekki saman hljóð og mynd í málefnum Landspítalans, að mati Theódórs Skúla Sigurðssonar formanns sjúkrahúslækna. Í færslu á Facebook í gær taldi hann upp þó nokkrar niðurskurðaraðgerðir sem hann segir að ráðist hafi verið í undanfarið á spítalanum, en ráðamenn hafa sagt mönnun eina vanda gjörgæslu Landspítalans, ekki skorti fjármagn. Theódór kom til okkar og ræddi stöðu spítalans eins og hún blasir við læknum. Helga Margrét Höskuldsdóttir leit svo við og fór yfir helstu tíðindi af íþróttum helgarinnar með okkur. Tónlist: Draumfarir og Kristína Sesselja - Með þér. David Gray - Babylon. Vök - Skin. Retro Stefson - Glow. Sting - Desert Rose. Ed Sheeran - Bad habits. Cell 7 - Its complicated. Peter Gabriel - Solsbury hill. Birnir og Páll Óskar - Spurningar.

Morgunútvarpið
4. ágúst - Reykjanesbær, fimleikadómar, uppistand, skólamál, skimanir

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Aug 4, 2021 130:00


Reykjanesbær leitar nú eftir nöfnum sem enda á -dalur og eru til sóma fyrir nýtt hverfi, svokallað Dalshverfi 3 sem er í Innri-Njarðvík. En hvað má og hvað má ekki í nafnagiftum á götum í bæjarfélögum? Eysteinn Eyjólfsson er formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. Hann var á línunni. Íslendingar áttu aðeins fjóra keppendur á Ólympíuleikunum í Tókýó sem nú standa yfir, en við áttum líka tvo dómara sem dæmdu fimleika, þau Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttur. En hvernig starf er þetta, hvernig er skipulagið á leikunum og hvernig er stemming á staðnum? Hlín var á línunni hjá okkur, en hún var á heimferð og stödd á Heathrow flugvelli í London. Næstkomandi föstudag og laugardag ætlar Bjarni Harðarson bóksali og rithöfundur að skemmta gestum Hellanna við Hellu þar sem hann freistar þess að leysa ráðgátuna um uppruna Íslendinga í keltneskri eldmessu. Áleitnum spurningum verður varpað fram, t.d. hvort að Gunnar á Hlíðarenda hafi verið írskur prins? Við slógum á þráðinn til Bjarna sem sagði okkur meira af þessu forvitnilega neðanjarðar uppistandi. Stutt er í að skólastarf hefjist en margt er óljóst enn varðandi skólana, í ljósi stöðu covid faraldursins um þessar mundir. Starfsfólk skólanna er boðað í viðbótarbólusetningu um þessar mundir, en í gær sagði heilbrigðisráðherra að engar takmarkanir yrðu á skólastarfi og undirbúningur ætti að miðast við það. Við heyrðum í Þorsteini Sæberg formanni Skólastjórafélagsins um þessi mál. Metfjöldi hefur greinst með Covid-19 undanfarna daga hafa tölurnar aldrei verið hærri hér á landi. Metfjöldi hefur líka mætt í sýnatökur og mikið mæðir á starfsfólki þar. Sú sem ber hitann og þungann af að halda utan um allt skipulag varðandi sýnatökur er Ingibjörg Steindórsdóttir verkefnastjóri sýnatöku hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Við spurðum Ingibjörgu meðal annars hvort skimunum hafi fjölgað nú í kjölfar verslunarmannahelgarinnar. Tónlist: Snorri Helgason - Haustið 97. Guðni Þór - Ive been waiting. Eyþór Ingi og Lay Low - Aftur heim til þín. Stuðmenn - Grái fiðringurinn. HAIM - The steps. Vök - Skin. Whitney Houston - One moment in time. Michael Kiwanuka - One more night.

Morgunútvarpið
13. júl - bólusetn, ferðalög, lunga, norðurlönd, vegan

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jul 13, 2021 130:00


Umsjón Felix Bergsson og Helga Margrét Höskuldsdóttir 7:15. Í dag og á morgun verður síðustu bólusetningarskömmtunum komið í upphandleggi þjóðarinnar fyrir langþráð sumarfrí þess heilbrigðisstarfsfólks sem hefur staðið vaktina í Laugardalshöll og á Heilsugæslustöðvum út um allt land. Við heyrðum í Guðnýju Friðriksdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar á Akureyri. 7:30. Nú þegar stór hluti þjóðarinnar hefur verið bólusettur og ferðatakmörkunum hefur verið aflétt eru án efa margir sem stefna á útlönd. Það eru þó ekki öll lönd sem hafa aflétt takmörkunum eins og Ísland og flækjustig innritunar flugfarþega á Leifsstöð er nokkuð hátt. Icelandair hefur nú tekið í notkun upplýsingakerfið Sherpa til að auðvelda ferðalöngum lífið og Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjo?ri so?lu- og þjo?nustusviðs Icelandair, fór yfir hvernig kerfið getur nýst fólki. 7:45. Lunga, Listahátíð ungs fólks, fer fram á Seyðisfirði í 21. skipti í vikunni. Hátíðin fór ekki fram í fyrra og listþyrst ungmenni því auðvitað spennt að hefjast handa við að skapa. Við hringdum á Seyðisfjörð og ræddum við Björtu Sigfinnsdóttir framkvæmdarstýru Lunga um allt það sem framundan er í vikunni hjá þeim. 8:05. Margir hafa áhyggjur af niðurskurði til ýmissa málaflokka í samstarfi norðurlandaþjóðanna í gegnum Norðurlandaráð en það mun koma til vegna tilfærslu fjármuna til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Sérstaklega hefur mikill niðurskurður til menningarmála verið nefndur. Forstöðumaður Norræna hússins hefur komið fram og sagt að niðurskurðurinn sem verði allt að 25% muni gera rekstrinum mjög erfitt fyrir. Hrannar Björn Arnarsson formaður norræna félagsins kom í morgunútvarpið og ræddi norræna samstarfið 8:35. Kristján Thors og Atli Stefán Yngvason eru mennirnir á bak við fyrirtækið VEGAnGERÐINA sem framleiðir tempeh. En tempeh er indónesískur réttur sem ekki hefur verið framleiddur hérlendis og er gerjuð matvara úr baunum, byggi og sveppagróum. Við forvitnuðumst um þessa merkilegu afurð.

Spegillinn
Álag á heilsugæslu, mannekla í lögreglu, njósnamál Dana

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jun 1, 2021 30:00


Spegillinn 1. júní 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Stjórn Félags íslenskra heimilislækna biður heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingar að sýna auknu álagi á heilsugæslunni skilning og veita meira fjármagn til hennar. Rætt við Salóme Ástu Arnardóttur , formann Félags íslenskra heimilislækna. Stjórnarflokkarnir þrír gætu haldið velli, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi og fengið 34 þingmenn ef kosið yrði nú. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir viðbúið að þörf verði á fleiri bóluefnaskömmtun hingað til lands á næstu árum til að hægt verði að endurbólusetja fólk. Gert er ráð fyrir að yfir 90 prósent fullorðinna hafi í það minnsta fengið einn bóluefnaskammt í lok þessa mánaðar Sambúð Hvít-Rússa við grannlönd sín í vestri er nú við frostmark og stjórnin í Minsk hefur slitið stjórnmálasambandi við Lettland. Níu sunnlensk sveitarfélög hafa tekið sig saman og sett á fót nefnd til að skipuleggja Suðurhálendið. Nefndin er ekki stofnuð til höfuðs Hálendisþjóðgarði segir Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar og formaður nefndarinnar. Lengri umfjöllun: Fjölnir Sæmundsson, formaður Landsambands lögreglumanna segir að lögreglumenn kvíði sumrinu vegna manneklu. Ekki hafi verið ráðið í stöður sem urðu til vegna styttingar vinnuvikunnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að búið sé að fá vilyrði fyrir 900 milljóna króna fjárframlagi til að hægt sé að ráða fleiri lögreglumenn. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Sigríði og Fjölni. Íslensk stjórnvöld hafa fylgst með þróun njósnamála í Danmörku frá því að upplýst var um þau í fyrrahaust. Áhyggjur stjórnvalda beinast að þeim þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Einn þeirra liggur beint héðan til Danmerkur. Rættt er við Guðmund Arnar Sigmundsson, forstöðumann CERT-IS. Arnar Páll Hauksson tók saman.

Spegillinn
Bóluefni til fátækra ríkja, gosmóða í góðu veðri

Spegillinn

Play Episode Listen Later May 21, 2021 30:00


Spegillinn 21. maí 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Lyfjafyrirtækin sem þróuðu bóluefni gegn COVID-19 ætla að framleiða þrjá og hálfan milljarð skammta á næstu misserum og selja fátækum ríkjum á niðursettu verði eða kostnaðarverði. Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á þriðjudag. 150 fá að koma saman í stað 50 og fyrsta skrefið verður stigið í átt að því að afnema grímuskyldu. Skiptar skoðanir voru um það meðal fólks sem fréttastofa tók tali í dag. Rætt við fólk á förnum vegi sem voru þau Sölvi Fannar Ragnarsson , Vilborg Helgadóttir, Ragnhildur Konráðsdóttir, Katrín Ólafsdóttir og Drífa Þrastardóttir Mikill hraunstraumur rennur nú að vestari varnargarðinum í Nafnlausadalnum í Meradölum og stutt í að hraunflæði nái yfir garðinn. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum segir framkvæmdina nauðsynlega. Hátt í 30% Íslendinga eru nú fullbólusettir og mismunandi er eftir landshlutum hvaða árgöngum hefur verið boðin bólusetning. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að handahófskennd bólusetning hefjist í næstu viku. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að rekstur sveitarfélaga sé betri en menn óttuðust. Hún segist styðja tillögur starfshóps sem kveða á um að aðeins kjörnir fulltrúar séu gjaldgengir sem formenn sambandsins og stjórnarmenn. Rætt við Aldísi Hafsteinsdóttur, formann sambandsins. Lengra efni: Gera má ráð fyrir meiri gosmóðu í andrúmsloftinu ef eldgosið heldur áfram og veður er gott í sumar. Við þær aðstæður verða ákveðin efnahvörf í brennisteinsgasinu sem veldur gosmóðunni. Þetta segir Þorsteinn Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hann Norrænt samstarf hefur steytt á skeri í Covid19-farsóttinni og tiltrú almennings á norrænt samstarf hefur beðið alvarlega hnekki. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu frá Norðurlandaráði. Forseti Norðurlandaráðs hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum með norrænt samstarf á síðustu mánuðum. Jóhann Hlíðar Harðarson tók saman Bretar máttu frá sextánda maí ferðast út fyrir landsteinana. Þrátt fyrir það, hvetja ýmsir ráðherrar, þeirra á meðal Boris Johnson, fólk til að fara hvergi. Ferðaþjónustan er ekki sátt og kallar þetta tvískinnung. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá

Spegillinn
Valdabarátta stórveldanna

Spegillinn

Play Episode Listen Later May 18, 2021 30:00


Skynja má töluverða valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins í Hörpu á fimmtudag. Forsætisráðherra segir greinilegt að bæði Rússar og Bandaríkjamenn séu að marka sér stöðu fyrir fundinn. Íþróttasamband Íslands krefst þess að íþróttafólk sem tekur þátt í alþjóðlegum verkefnum fyrir Íslands hönd fái forgang í bólusetningu. Sóttvarnalæknir segir að ekki sé hægt að bregðast við öllum áköllum án þess að riðla öllu kerfinu. Bregðast þarf með markvissum hætti við fjölgun fólks með sykursýki tvö á Íslandi. Rannsókn Hjartaverndar sýnir að tvöfalt fleiri voru með sykursýki tvö árið 2018 en 2005. Þolendur ofbeldis þurfa aukið tillit á vinnustöðum vegna #metoo. Þetta kemur fram í stuðningsyfirlýsingu BSRB. Skimað verður í gámum á planinu utan við Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli og búast má við bið eftir skimun síðdegis þegar margar flugvélar lenda á svipuðum tíma. Tvöfalda þarf fjölda starfsmanna við skimun, að minnsta kosti, segir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vonast er til að slembibólusetning geti hafist í næstu viku og að í lok júní geti fólk pantað sér tíma í bólusetningu og valið bóluefni. Ragnhildur Thorlacius talar við Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að fjöldi ferðamanna í ár verði um 800 þúsund. Á næsta ári komi hingað ein og hálf milljón ferðamanna og 2023 verði ferðamannafjöldinn kominn í tvær milljónir. Þá er því spá að verðbólgan á þessu ári verði 4% en fari niður í 2,5% á næsta ári. Þá eru horfur á atvinnuleysi verði tæplega 9% á þessu ári. Arnar Páll ræðir við Daníel Svavarsson. Það er margt að breytast í Bretlandi í kjölfar Brexit, úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu, um síðustu áramót. Þá einnig reglur um búsetu, varða bæði fólk frá ESB- og EES-löndum, því einnig Íslendinga. Breytingarnar varða bæði fólk, sem þegar býr í Bretlandi og fólk, sem hyggst flytja þangað. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við Sturlu Sigurjónsson sendiherra Íslands í Bretlandi um þessar breytingar. Sigrún Davíðsdóttir segir frá

Spegillinn
Átakið Hefjum störf, UArtic ráðstefnan

Spegillinn

Play Episode Listen Later May 14, 2021 30:00


Spegillinn 14.5.2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Nokkur dæmi eru um að smit hafi greinst hjá bólusettu fólki hérlendis, segir sóttvarnalæknir. Ekki sé komið að því að bólusettir geti verið grímulausir. Hann vonar að verði hægt að slaka á grímunotkun í júní, júlí þegar 60 eða 70 prósent hafa verið bólusett. Rætt er við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni Helmingur fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti fyrri bólusetningu við COVID-19 og þar af eru 22 prósent fullbólusett, eða 65 þúsund manns. Rætt við Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að #metoo-bylgjan sem nú er í gangi sýni að þörf sé á frekari aðgerðum til að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Hún kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun samantekt um þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar gripið til á yfirstandandi kjörtímabili. Rætt við Katrínu Jakobsdóttur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur ríkar þjóðir heimsins til að hætta að bólusetja börn gegn COVID-19 og gefa bóluefnið frekar þeim sem minna mega sín efnahagslega. Aflaheimildir sem ætlaðar eru til strandveiða í ár duga ekki til að ljúka tímabilinu segir talsmaður smábátaeigenda. Sjöhundruð smábátar verða við strandveiðar í sumar Rætt við Örn Pálsson. taldmann smábátaeigenda Lengra efni: Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að störfum rigni inn til stofnunarinnar vegna átaksins Hefjum störf. Tæplega 1700 manns hafa verið ráðnir frá því að það hóst í maprí. Nú erum um 6600 störf í boði. Arnar Páll Hauksson ræddi við Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar Halla Hrund Logadóttir, einn af stofnendum og stjórnendum Miðstöðvar norðurslóða við Harvard-háskóla og verðandi orkumálastjóri, bindur vonir við fund Norðurskautsráðsins í næstu viku. Hún telur að ráðstefna háskóla norðurslóða gefi tóninn eftir COVID-19 og verði vonandi sá stökkpallur háskólasamfélagsins inn í aukna samvinnu sem mikil þörf sé fyrir. Bergljót Baldursdóttir ræðir við hana um hraðar loftslagsbreytingar á norðurslóðum og fund utanríkisráðherra Norðurskautsráðsins. Einu sinni reyndu stjórnmálamenn ákaft að komast í fjölmiðla. Nú er öldin önnur. Breskir stjórnmálamenn sneiða hjá ákveðnum fréttaþáttum og fréttamönnum vegna þess að þeir vilja sjálfir stýra hvernig boðskapnum er komið á framfæri. Það tekst þó ekki alltaf. Sigrún Davíðsdóttir segir frá

Spegillinn
Eldur í Heiðmörk, misskiptin bóluefna, vægi atkvæða

Spegillinn

Play Episode Listen Later May 4, 2021 30:00


Spegillinn 4.4.2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Landhelgisgæslan berjast nú við illviðráðanlegan sinubruna í Heiðmörk. Eldurinn kom upp suður af Vífilsstaðavatni á fjórða tímanum í dag. Magnús Geir Eyjólfsson, fréttamaður á vettvangi Þúsundir hafa haft samband við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og gert athugasemdir við að hafa ekki fengið boð í bólusetningu. Framkvæmdastjóri lækninga hvetur fólk til að sýna þolinmæði . Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Sigríði Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Skaðabótalög eiga að koma í veg fyrir að mál sé höfðað gegn einstaka embættismönnum stofnana, segir sérfræðingur í vinnurétti. Höskuldur Kári Schram talaði við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni Töluvert verður slakað á sóttvörnum í Danmörku síðar í þessari viku. Kvikmyndahús og líkamsræktarstöðvar taka til starfa á ný og grunnskólanemendur mæta í skólann. Lengra efni: Gífurleg misskipting á bóluefnum í heiminum verður til þess að veiran verður með okkur í áratugi. Þetta er mat Arnars Pálssonar, erfðafræðings og prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands og sjötíu og sjö fremstu faraldsfræðinga í heiminum. Bergljót Baldurdsóttir ræddi við Arnar Pálsson. Með því að fjölga jöfnunarsætum þingmanna væri hægt að jafna vægi atkvæða milli flokkanna sem bjóða fram í næstu alþingiskosningum. Í síðustu þremur alþingiskosningum hefur vægið ekki verið jafnt og það virðist stefna í það sama í kosningunum í haust. Arnar Páll Hauksson, ræddi við Steingrím J Sigfússon, forseta Alþingis Þann 3. maí, fyrir hundrað árum varð skipting Írlands staðreynd. Þess er nú víða minnst, á Írlandi, Norður-Írlandi og í Bretlandi. Friðarsamningurinn 1998 lægði ófriðaröldurnar á Norður-Írlandi en ýmsir óttast neikvæð áhrif Brexit og afskiptaleysis bresku stjórnarinnar. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá

brexit gu hei magn dav danm sigr schram bretlandi steingr hauksson framkv arnar p atkv berglj landhelgisg heilsug kvikmyndah