POPULARITY
Kristinn Sigmundsson ætlaði sér lengi vel alls ekki að verða söngvari. Faðir hans var lengst af á sjó, mamma hans líka útivinnandi og sem strákur gerði hann mikið af því að passa bróður sinn og dorga niðri á höfn. Foreldrar þeirra lögðu áherslu á að bræðurnir fengju góða menntun og leið Kristins lá í Menntaskólann við Hamrahlíð, þar sem hann var plataður í kórinn hjá Þorgerði Ingólfsdóttur, en hélt svo í háskólanám í líffræði. Þrítugur lauk hann prófi frá Söngskólanum en eftir að hann tók skrefið út í heim fékk hann fljótlega fastráðningu við óperuna í Wiesbaden í Þýskalandi. Þaðan lá leiðin sífellt hærra, og áður en langt um leið var Kristinn farinn að syngja í velflestum stærstu óperu- og tónlistarhúsum heims. Líklega gera margir sér ekki grein fyrir hversu tilkomumikill ferill Kristins er. Sjálfur er hann lítillætið og hógværðin uppmáluð, rólyndismaður sem elskar fátt meira en ljóðsöng og fluguveiði og leitar í íslenska náttúru í huganum, mitt í skarkala erlendra stórborga. Stórsöngvarinn Kristinn Sigmundsson er gestur Svipmyndar í Víðsjá dagsins. Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir
Viðmælandi þáttarins er Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís matarverslunarinnar. Gréta er fædd árið 1980 og alin upp á Flateyri og síðar í Seljahverfinu í Reykjavík. Hún fór í Menntaskólann í Reykjavík áður en hún fór út í skiptinám til Bandaríkjanna og útskrifaðist síðan úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Gréta María er með BS og MS próf í verkfræði frá Háskóla Íslands. Gréta hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur starfað í ýmsum greinum en hefur vakið mesta athygli fyrir störf sín á smásölumarkaði. Eftir útskrift starfaði hún þó í fjármála- og upplýsingatæknigeiranum, m.a. sem forstöðumaður hagdeildar Arion áður en fór í smásölugeirann, þar sem hún starfaði sem fjármálastjóri Festi og framkvæmdastjóri Krónunnar. Þátturinn er í boði Arion, Sólar, Festu - miðstöðvar um sjálfbærnig og KPMG.
Kvikmyndin Ljósvíkingar fjallar um tvo gamla vini sem reka veitingastað á vestfjörðum, en það reynir á samstarfið og vinskapinn þegar annar þeirra kemur út úr skápnum sem transkona. Þetta er fyrsta leikna íslenska kvikmyndin sem skartar transkonu í aðalhlutverki. Kolbeinn Rastrick rýnir í myndina, og við heyrum brot úr viðtali við leikstjórann Snævar Sölva Sölvason. Við kynnum okkur líka gleymda íslenskra kántrýstjörnu, Johnny King, en hann er viðfangsefni nýrrar heimildarmyndar Kúrekar Norðursins. Árni Sveinsson leikstjóri segir frá harmi og gleði kántrýrokkarans Johnny King, en tökur á myndinni stóðu yfir í átta ár. Hvað er að vera snillingur? Fjóla Gerður Gunnarsdóttir, nemandi við Menntaskólann í Hamrahlíð, flytur pistil um snillingshugmyndir Immanuels Kants og Þórbergs Þórðarsonar.
Við bryjum þáttinn í félagsíbúð í Þrándheimi. Ole Martin Hafsmo vann til verðlauna fyrir hlaðvarpsþættina Skitbyen sem hann gerði fyrir NRK síðastliðið vor. Lóa hitti hann á útvarpsráðstefnu í Róm í vor og ræddi við hann um þættina sem segja sögu móður hans sem býr í Skítabæ. Fjóla Gerður er nemi við Menntaskólan í Hamrahlíð. Hún hefur áhuga á heimspeki, list og körfubolta. Og í dag flytjum við fyrsta pistilinn hennar í þættinum, sem fjallar um hugmyndir Seneca og hinna stóuspekinganna um ferlið og endatakmarkið. Hljómsveitin Svartþoka var stofnuð á Norðanpaunki fyrir nokkrum árum síðan og vinnur með þjóðleg minni í bland við rökkurbylgju (e. dark wave) í tónlist sinni. Sviðsframkoma sveitarinnar er ritúalísk, þær hella yfir sig blóði, stilla upp hauskúpum og öðrum drungalegum munum, og leika á gítar með kjötöxi svo fátt eitt sé nefnt. Ólöf Rún og Día úr Svartþoku líta við í dag og við ræðum galdurinn í músíkinni, afturgöngur á sveitabæ á Snæfellsnesi og textagerð sem er innblásin af aldagamalli særingaþulu.
Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni er tónlistarmaðurinn og þingmaðurinn Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður með meiru. Jakob stígur fram á Listahátíð í Reykjavík hinn 8. júní næstkomandi. Þá verður flutt hið dularfulla og splunkunýja spádómsverk Future Forecast af hljómsveitinni Jack Magnet Science sem skipuð er einvalaliði tónlistarmanna. Auk alls sem hann hefur gert í tónlistinni hefur hann gert margt á sviði menningarmála, verið menningarfulltrúi sendiráðs Íslands í London og menningarráðunautur utanríkisráðuneytisins, miðborgarstjóri Reykjavíkur og margt fleira. Við fáum Jakob til að fara með okkur aftur í æskuárin, á Akureyri og í Hlíðunum. Við stiklum svo á stóru með honum í gegnum lífið til dagsins í dag, með viðkomu meðal annars í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Los Angeles. Í matarspjallinu í dag kemur Sigurlaug Margrét eins og venjulega til okkar og við ætlum að tala um pönnukökubakstur. Við veltum fyrir okkur hvernig er best að komast hjá því að pönnukökurnar festist við pönnuna. Hvað er best að setja á pönnukökurnar, hvað er best að bera fram með þeim og svo framvegis. Pönnsuspjall! Tónlist í þættinum í dag: Hvílík þjóð / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon) Old Jack Magnet / Jack Magnet (Jakob Frímann Magnússon og John Lang) Extra Polation / Jack Magnet Science (Jack Magnet Science) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Öll finnum við fyrir einmanaleika einhvern tíma á lífsleiðinni. Sum upplifa hann aðeins tímabundið, hjá öðrum er hann viðvarandi en hann snertir líf okkar allra með einhverjum hætti. Í Einmana – tengsl og tilgangur í heimi vaxandi einsemdar fjallar Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir um einsemdina frá fjölmörgum hliðum. Hún skoðar hver eru einmana, hvenær og af hverju en leitast líka við að varpa ljósi á það sem einmanaleikinn getur kennt okkur og hvernig bregðast megi við honum. Við ræddum við Aðalbjörgu í þættinum. Við fengum svo vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Vinkill dagsins fjallar meðal annars um menningarferð í kvikmyndahús, hláturpokann og uppfinningamanninn Walter Thiele, um það að mynda sér skoðun á málum sem tekist er á um á samfélagsmiðlum með einar saman tilfinningar til grundvallar, um athugasemdir á samfélagsmiðlum og um gildi þess að líta í eigin barm. Og lesandi vikunnar í þetta sinn var Valgerður Garðarsdóttir forstöðumaður námsvers Menntaskólans við Hamrahlíð. Við fáum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Valgerður sagði frá eftirfarandi bókum og höfundum: Vonin, akkeri fyrir sálina. Kjarnyrðabók e. sr. Þorvald Víðisson. Valskan. Skáldsaga byggð á heimildum um formóður höfundar sem uppi var á síðari hluta 18. aldar. Eftir Nönnu Rögnvaldsdóttur. Engan þarf að öfunda, daglegt líf í Norður Kóreu. Barbara Demick bandarískur blaðamaður skrifaði bókina eftir samtöl við fólk sem flúið hafði frá N-Kóreu til S-Kóreu. Elín Guðmundsdóttir þýddi. Kjörbúðarkonan e. Sayaka Murtata, Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi. Bækur sem kveiktu lestraráhuga Valgerðar í æsku. Pabbi, mamma, börn og bíll, og framhald hennar e. Anne-Cath Vestly. Tónlist í þættinum: Vor í Vaglaskógi / Friðrik Ómar og Pálmi Gunnarsson (Jónas Jónasson og Kristján frá Djúpalæk) Ég mun bíða þín / Heiða Árnadóttir og Gunnar Gunnarsson á píanó (Michel Legrand og Bragi Valdimar Skúlason) Ferry Cross the Mersey / Gerri and the Pacemakers UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Viðmælandi þáttarins er Guðbjörg Rist, forstjóri Atmonia. Guðbjörg er fædd árið 1989 og er alin upp í Garðabæ en síðan lá leið hennar í Menntaskólann í Hamrahlíð. Hún kláraði BS gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og Master í framleiðsluverkfræði frá Chalmers University í Svíþjóð. Atmonia er nýsköpunarfyrirtæki sem er að þróa nýja og umhverfisvæna aðferð við framleiðslu á ammoníaki til notkunar í áburð og útblástursfrítt eldsneyti. Fyrirtækið er með þrjú útgefin einkaleyfi á efnahvötum og hefur safnað um 1,2 ma.kr. í styrki og 250 milljónir í fjárfestingu. Í dag telur teymið um 17 manns og stefnir með vöru á markað árið 2028. Guðbjörg hefur áður unnið hjá Promens plastfyrirtæki, í Svíþjóð, í verkefnum í verksmiðjunum þeirra vítt og breitt um Evrópu. Árið 2015 flutti hún aftur til Íslands, vann þá sjálfstætt og vann síðar sem breytingastjóri hjá Arion í Stafrænni Framtíð. Árið 2018 var Guðbjörg ráðin inn sem fyrsti starfsmaður Atmonia og tók síðan við sem forstjóri þar árið 2019. Guðbjörg er stjórnarmaður í Samtökum Sprotafyrirtækja og í stjórn Samtaka Vetnis- og rafeldisneytisfyrirtækja. Þessi þáttur er kostaður af Icelandair, Krónunni og Arion banka.
Viðmælandi þáttarins er Björn Hólmþórsson, stofnandi og forstjóri Five Degrees. Björn er fæddur árið 1975 og er alinn upp á Suðurnesjunum og Hafnarfirði. Hann útskrifaðist á eðlisfræðibraut við Menntaskólann í Hamrahlíð og kláraði próf í tölvunarfræði frá HR, áður TVÍ. Hann hefur unnið við forritun hjá Fjarvangi, forritari og verkefnastjóri í hugbúnaðargerð hjá Mens Mentis en þar vann hann við gerð eignastýringakerfis og lánakerfis. Síðar fór hann til Englands og vann við hugbúnaðargerð hjá Raft International en þaðan flutti hann til Lúxemborg árið 2003 þar sem hann byrjaði í hugbúnaðargerð og varð síðar framkvæmdastjóri tæknimála (CIO) hjá Landsbankanum í Lúxemborg. Björn stofnaði fjártæknifyrirtækið Five Degrees árið 2009 sem er með skrifstofur á Íslandi, Portúgal og í Hollandi og þróar hugbúnaðarlausnir í skýið fyrir banka víðsvegar um heiminn. Árið 2018 keypti Five Degrees, íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Libra og er þ.a.l. með mikil umsvif á Íslandi. Five Degrees hefur safnað um 4,5 ma. kr. frá erlendum fjárfestum til að fjármagna vöxt félagsins á síðustu árum. Five Degrees var selt til alþjóðlega hugbúnaðarfyrirtækisins Topicus nú í mars 2023. Þessi þáttur er í boði Krónunnar, Icelandair og Arion banka.
Viðmælandi þáttarins er Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma. Coripharma er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki í Hafnarfirði sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja fyrir önnur lyfjafyrirtæki. Félagið var stofnað árið 2018 en nú starfa þar um 160 manns. Jónína er fædd árið 1972 og er alin upp í Kópavoginum þar sem hún gekk í grunnskóla. Hún fór í Menntaskólann í Hamrahlíð og kláraði Masterspróf í lyfjafræði frá Háskóla Íslands. Jónína starfaði í um sextán ár hjá Medis, dótturfélagi Actavis, sem síðar var selt til Teva árið 2016. Medis sérhæfir sig í sölu á lyfjahugviti og samheitalyfjum til annarra lyfjafyritækja um allan heim. Hjá Medis gengdi Jónína ýmsum stjórnendastöðum, leiddi m.a. viðskiptaþróun félagsins auk þess að vera staðgengill forstjóra. Þegar Jónína hætti hjá Medis var félagið með um 110 starfsmenn í 10 löndum, með sölu á 250 lyfjum og veltu um 500 milljóna evra. Jónína hefur einnig setið í ýmsum stjórnum eins og í stjórn Samtaka Iðnaðarins, Samtaka Atvinnulífins, Medis Pharma á Íslandi sem og í Hollandi. Þátturinn er kostaður af Icelandair.
Viðmælandi þáttarins er Brynja Baldursdóttir, forstjóri Greiðslumiðlunar Íslands/Motus. Greiðslumiðlun býður upp á skráningar- og greiðslulausnir fyrir fyrirtæki, félagasamtök og opinbera aðila. Brynja er fædd árið 1978 og ólst upp í Laugardalnum í Reykjavík. Hún gekk í Menntaskólann við Hamrahlíð en þaðan lá leið hennar í Háskóla Íslands þar sem hún lauk BS prófi í Iðnaðarverkfræði og síðar MS gráðu í Aðgerðargreiningu frá Georgia Insitute of Technology. Brynja hefur m.a. unnið sem forstöðumaður sölumála hjá Símanum, samskipastjóri hjá OZ og lengst af sem forstjóri Creditinfo á Íslandi og forstjóri CreditInfo á Norðurlöndunum. En Creditinfo er fyrirtæki sem sérhæfir sig í miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga, áhættumati og fjölmiðlavöktun fyrirtækja. Brynja hefur setið í ýmsum stjórnum t.d. hjá Fossum fjárfestingabanka, Sensa, Lífsverki og Viðskiptaráði. Þátturinn er kostaður af Icelandair.
Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur Ung kona sem er nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð segir baráttuna og mótmælin í MH hafa hjálpað sér í gegnum kynferðisbrot sem hún varð fyrir árið 2021. Hún segir nafn geranda síns hafa verið skrifað á vegg skólans og í kjölfarið fór hún að fá hótanir frá vinum hans og fjölskyldu.
Spegillinn: 6. október 2022 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að orkureikningar séu að sliga heimili og fyrirtæki í Evrópu. Orkuskortur og óvissa í öryggismálum voru til umræðu á nýstofnuðum vettvangi þjóðarleiðtoga álfunnar í dag. Bjarni Rúnarsson tók saman. Tveir menn sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka verða áfram í gæsluvarðhaldi og einangrun. Þeir hafa verið í einangrun frá handtöku 21. september og verjendur þeirra hafa kært úrskurðinn til Landsréttar Möguleg verkfallsboðun verður rædd á formannafundi Sjómannasambandsins í Vestmannaeyjum um helgina. Fyrsta desember verða þrjú ár liðin frá því að kjarasamningur sjómanna rann út. Arnar Björnsson sagði frá. Mennta- og barnamálaráðherra segir of langan tíma hafa tekið að bregðast við röddum þolenda. Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð segir að gera megi betur en að hlustað sé á raddir framhaldsskólanema sem þrýsta á stjórnvöld og skólastjórnendur að taka á ásökunum um kynferðisofbeldi af meiri þunga. Sólveig Klara Ragnarsdóttir tók saman. Heyrist líka í Urði Bartelsdóttur af samstöðufundi nemenda. Tveir eru sárir eftir skotárás í sænsku borginni Södertälje. Þetta er fimmta skotárásin þar á tveimur vikum. Spariútgáfa bleiku slaufunnar til styrktar Krabbameinsfélaginu seldist upp í dag. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við Árna Reyni Alfreðsson, forstöðumann markaðsmála hjá Krabbameinsfélaginu. ------- Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að framundan séu erfiðir tímar í orkumálum í Evrópu. Ísland njóti forréttinda af því að vera auðugt af orkuauðlindum. Björn Malmquist talaði við hana. Ólíkt hafast þeir að, fjármálaráðherrarnir í Noregi og Bretlandi, nú þegar almúganum er boðið upp á ný kreppufjárlög. Fólk í báðum löndum býr við vaxandi verðbólgu, vaxtahækkanir og óbærilega rafmagnsreikninga. Gísli Kristjánsson skýrir hvernig þessu víkur við. Björgunarsveitir í borginni Zaporizhzhia í Úkraínu hafa í dag leitað að fólki á lífi í rústum fjölbýlishúsa sem urðu fyrir flugskeytaárás síðla nætur og í morgun. Að minnsta kosti þrír létust í árásinni. Ásgeir Tómasson tók saman. Oleksandr Starukh, ríkisstjóri Úkraínustjórnar í Zaporizhzhia, Stéphane Dujarric talsmaður Sameinuðu þjóðanna. Laura Rockwood, kjarnorkusérfræðingur .
Spegillinn: 6. október 2022 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að orkureikningar séu að sliga heimili og fyrirtæki í Evrópu. Orkuskortur og óvissa í öryggismálum voru til umræðu á nýstofnuðum vettvangi þjóðarleiðtoga álfunnar í dag. Bjarni Rúnarsson tók saman. Tveir menn sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka verða áfram í gæsluvarðhaldi og einangrun. Þeir hafa verið í einangrun frá handtöku 21. september og verjendur þeirra hafa kært úrskurðinn til Landsréttar Möguleg verkfallsboðun verður rædd á formannafundi Sjómannasambandsins í Vestmannaeyjum um helgina. Fyrsta desember verða þrjú ár liðin frá því að kjarasamningur sjómanna rann út. Arnar Björnsson sagði frá. Mennta- og barnamálaráðherra segir of langan tíma hafa tekið að bregðast við röddum þolenda. Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð segir að gera megi betur en að hlustað sé á raddir framhaldsskólanema sem þrýsta á stjórnvöld og skólastjórnendur að taka á ásökunum um kynferðisofbeldi af meiri þunga. Sólveig Klara Ragnarsdóttir tók saman. Heyrist líka í Urði Bartelsdóttur af samstöðufundi nemenda. Tveir eru sárir eftir skotárás í sænsku borginni Södertälje. Þetta er fimmta skotárásin þar á tveimur vikum. Spariútgáfa bleiku slaufunnar til styrktar Krabbameinsfélaginu seldist upp í dag. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við Árna Reyni Alfreðsson, forstöðumann markaðsmála hjá Krabbameinsfélaginu. ------- Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að framundan séu erfiðir tímar í orkumálum í Evrópu. Ísland njóti forréttinda af því að vera auðugt af orkuauðlindum. Björn Malmquist talaði við hana. Ólíkt hafast þeir að, fjármálaráðherrarnir í Noregi og Bretlandi, nú þegar almúganum er boðið upp á ný kreppufjárlög. Fólk í báðum löndum býr við vaxandi verðbólgu, vaxtahækkanir og óbærilega rafmagnsreikninga. Gísli Kristjánsson skýrir hvernig þessu víkur við. Björgunarsveitir í borginni Zaporizhzhia í Úkraínu hafa í dag leitað að fólki á lífi í rústum fjölbýlishúsa sem urðu fyrir flugskeytaárás síðla nætur og í morgun. Að minnsta kosti þrír létust í árásinni. Ásgeir Tómasson tók saman. Oleksandr Starukh, ríkisstjóri Úkraínustjórnar í Zaporizhzhia, Stéphane Dujarric talsmaður Sameinuðu þjóðanna. Laura Rockwood, kjarnorkusérfræðingur .
Spegillinn: 6. október 2022 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að orkureikningar séu að sliga heimili og fyrirtæki í Evrópu. Orkuskortur og óvissa í öryggismálum voru til umræðu á nýstofnuðum vettvangi þjóðarleiðtoga álfunnar í dag. Bjarni Rúnarsson tók saman. Tveir menn sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka verða áfram í gæsluvarðhaldi og einangrun. Þeir hafa verið í einangrun frá handtöku 21. september og verjendur þeirra hafa kært úrskurðinn til Landsréttar Möguleg verkfallsboðun verður rædd á formannafundi Sjómannasambandsins í Vestmannaeyjum um helgina. Fyrsta desember verða þrjú ár liðin frá því að kjarasamningur sjómanna rann út. Arnar Björnsson sagði frá. Mennta- og barnamálaráðherra segir of langan tíma hafa tekið að bregðast við röddum þolenda. Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð segir að gera megi betur en að hlustað sé á raddir framhaldsskólanema sem þrýsta á stjórnvöld og skólastjórnendur að taka á ásökunum um kynferðisofbeldi af meiri þunga. Sólveig Klara Ragnarsdóttir tók saman. Heyrist líka í Urði Bartelsdóttur af samstöðufundi nemenda. Tveir eru sárir eftir skotárás í sænsku borginni Södertälje. Þetta er fimmta skotárásin þar á tveimur vikum. Spariútgáfa bleiku slaufunnar til styrktar Krabbameinsfélaginu seldist upp í dag. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við Árna Reyni Alfreðsson, forstöðumann markaðsmála hjá Krabbameinsfélaginu. ------- Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að framundan séu erfiðir tímar í orkumálum í Evrópu. Ísland njóti forréttinda af því að vera auðugt af orkuauðlindum. Björn Malmquist talaði við hana. Ólíkt hafast þeir að, fjármálaráðherrarnir í Noregi og Bretlandi, nú þegar almúganum er boðið upp á ný kreppufjárlög. Fólk í báðum löndum býr við vaxandi verðbólgu, vaxtahækkanir og óbærilega rafmagnsreikninga. Gísli Kristjánsson skýrir hvernig þessu víkur við. Björgunarsveitir í borginni Zaporizhzhia í Úkraínu hafa í dag leitað að fólki á lífi í rústum fjölbýlishúsa sem urðu fyrir flugskeytaárás síðla nætur og í morgun. Að minnsta kosti þrír létust í árásinni. Ásgeir Tómasson tók saman. Oleksandr Starukh, ríkisstjóri Úkraínustjórnar í Zaporizhzhia, Stéphane Dujarric talsmaður Sameinuðu þjóðanna. Laura Rockwood, kjarnorkusérfræðingur .
Spegillinn 5.október 2022 Fiskiskip strandaði í innsiglingunni á Raufarhöfn í dag eftir að það rak undan sterkum vindi. Vel gekk að koma skipinu á flot. Sænskur grínþáttur hefur valdið fjaðrafoki í Tyrklandi vegna gríns á kostnað forseta Tyrklands. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa boðað sendiherra Svíþjóðar á fund vegna málsins, sem gæti haft víðtækar afleiðingar. Menntamálaráðherra hefur boðað alla skólameistara framhaldsskóla á sinn fund til að fara yfir viðbragðsáætlanir þeirra við kynferðisofbeldi. Rektor Menntaskólans við Hamrahlíð bað fyrrverandi nemanda skólans í dag afsökunar á viðbrögðum skólastjórnenda við ásökunum hennar um ofbeldi af hálfu samnemanda. Mælingar sýna að andlegri líðan ungmenna hefur hrakað hér á landi. Talið er að svefnleysi og samfélagsmiðlanotkun eigi stóran þátt í þessari þróun. Forvarnadagurinn er í dag. ------- Eins og fingri væri smellt var kosningabaráttan í Danmörku komin á fullt skrið nánast um leið og Mette Frederiksen greindi frá því í morgun að að kosið yrði til þings í landinu fyrsta nóvember. Hún sagði þegar hún tilkynnti ákvörðun sína að það væri vissulega undarlegt að Danir gengju til þingkosninga á ótryggum tímum jafnt innanlands sem utan, en þetta væri vilji meirihluta danska þingsins. Því hefði hún farið á fund Margrétar Þórhildar drottningar í morgun og tilkynnt henni að kosningar væru fram undan. Stýrivextir hækkuðu í morgun um 0,25 prósent. Þeir eru nú komnir í 5,75 prósent og hafa ekki verið hærri síðan 2016. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að þrátt fyrir að verðbólga hafi hjaðnað frá ágústfundi nefndarinnar, hafi undirliggjandi verðbólga og óvissa hins vegar aukist. Greinendur spáðu því að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,25 til 0,5 prósent. Verðbólga er langt yfir markmiði Seðlabankans um tveggja og hálfs prósenta verðbólgu, mælist nú um 9,3 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vonar að þetta sé seinasta stýrivaxtahækkunin, en bankinn hefur hækkað vexti í seinustu níu stýrivaxtaákvörðunum sínum. Hann segir að áhrifa hækkana stýrivaxta sé farið að gæta hér á landi, en efnahagshorfur utan landsteinanna gefi tilefni til að vera á varðbergi. En hvað kallar á hækkun stýrivaxta nú? Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti Alþýðusambandsins vonar að sátt náist innan verkalýðshreyfingarinnar eftir þing sambandsins sem haldið verður í næstu viku og nýr forseti kjörinn. Framundan eru stórar samningalotur og hann kysi frekar að einfalda verkfallsboðun en að auka vald ríkissáttasemjara. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaú
Spegillinn 5.október 2022 Fiskiskip strandaði í innsiglingunni á Raufarhöfn í dag eftir að það rak undan sterkum vindi. Vel gekk að koma skipinu á flot. Sænskur grínþáttur hefur valdið fjaðrafoki í Tyrklandi vegna gríns á kostnað forseta Tyrklands. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa boðað sendiherra Svíþjóðar á fund vegna málsins, sem gæti haft víðtækar afleiðingar. Menntamálaráðherra hefur boðað alla skólameistara framhaldsskóla á sinn fund til að fara yfir viðbragðsáætlanir þeirra við kynferðisofbeldi. Rektor Menntaskólans við Hamrahlíð bað fyrrverandi nemanda skólans í dag afsökunar á viðbrögðum skólastjórnenda við ásökunum hennar um ofbeldi af hálfu samnemanda. Mælingar sýna að andlegri líðan ungmenna hefur hrakað hér á landi. Talið er að svefnleysi og samfélagsmiðlanotkun eigi stóran þátt í þessari þróun. Forvarnadagurinn er í dag. ------- Eins og fingri væri smellt var kosningabaráttan í Danmörku komin á fullt skrið nánast um leið og Mette Frederiksen greindi frá því í morgun að að kosið yrði til þings í landinu fyrsta nóvember. Hún sagði þegar hún tilkynnti ákvörðun sína að það væri vissulega undarlegt að Danir gengju til þingkosninga á ótryggum tímum jafnt innanlands sem utan, en þetta væri vilji meirihluta danska þingsins. Því hefði hún farið á fund Margrétar Þórhildar drottningar í morgun og tilkynnt henni að kosningar væru fram undan. Stýrivextir hækkuðu í morgun um 0,25 prósent. Þeir eru nú komnir í 5,75 prósent og hafa ekki verið hærri síðan 2016. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að þrátt fyrir að verðbólga hafi hjaðnað frá ágústfundi nefndarinnar, hafi undirliggjandi verðbólga og óvissa hins vegar aukist. Greinendur spáðu því að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,25 til 0,5 prósent. Verðbólga er langt yfir markmiði Seðlabankans um tveggja og hálfs prósenta verðbólgu, mælist nú um 9,3 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vonar að þetta sé seinasta stýrivaxtahækkunin, en bankinn hefur hækkað vexti í seinustu níu stýrivaxtaákvörðunum sínum. Hann segir að áhrifa hækkana stýrivaxta sé farið að gæta hér á landi, en efnahagshorfur utan landsteinanna gefi tilefni til að vera á varðbergi. En hvað kallar á hækkun stýrivaxta nú? Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti Alþýðusambandsins vonar að sátt náist innan verkalýðshreyfingarinnar eftir þing sambandsins sem haldið verður í næstu viku og nýr forseti kjörinn. Framundan eru stórar samningalotur og hann kysi frekar að einfalda verkfallsboðun en að auka vald ríkissáttasemjara. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaú
Spegillinn 5.október 2022 Fiskiskip strandaði í innsiglingunni á Raufarhöfn í dag eftir að það rak undan sterkum vindi. Vel gekk að koma skipinu á flot. Sænskur grínþáttur hefur valdið fjaðrafoki í Tyrklandi vegna gríns á kostnað forseta Tyrklands. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa boðað sendiherra Svíþjóðar á fund vegna málsins, sem gæti haft víðtækar afleiðingar. Menntamálaráðherra hefur boðað alla skólameistara framhaldsskóla á sinn fund til að fara yfir viðbragðsáætlanir þeirra við kynferðisofbeldi. Rektor Menntaskólans við Hamrahlíð bað fyrrverandi nemanda skólans í dag afsökunar á viðbrögðum skólastjórnenda við ásökunum hennar um ofbeldi af hálfu samnemanda. Mælingar sýna að andlegri líðan ungmenna hefur hrakað hér á landi. Talið er að svefnleysi og samfélagsmiðlanotkun eigi stóran þátt í þessari þróun. Forvarnadagurinn er í dag. ------- Eins og fingri væri smellt var kosningabaráttan í Danmörku komin á fullt skrið nánast um leið og Mette Frederiksen greindi frá því í morgun að að kosið yrði til þings í landinu fyrsta nóvember. Hún sagði þegar hún tilkynnti ákvörðun sína að það væri vissulega undarlegt að Danir gengju til þingkosninga á ótryggum tímum jafnt innanlands sem utan, en þetta væri vilji meirihluta danska þingsins. Því hefði hún farið á fund Margrétar Þórhildar drottningar í morgun og tilkynnt henni að kosningar væru fram undan. Stýrivextir hækkuðu í morgun um 0,25 prósent. Þeir eru nú komnir í 5,75 prósent og hafa ekki verið hærri síðan 2016. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að þrátt fyrir að verðbólga hafi hjaðnað frá ágústfundi nefndarinnar, hafi undirliggjandi verðbólga og óvissa hins vegar aukist. Greinendur spáðu því að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,25 til 0,5 prósent. Verðbólga er langt yfir markmiði Seðlabankans um tveggja og hálfs prósenta verðbólgu, mælist nú um 9,3 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vonar að þetta sé seinasta stýrivaxtahækkunin, en bankinn hefur hækkað vexti í seinustu níu stýrivaxtaákvörðunum sínum. Hann segir að áhrifa hækkana stýrivaxta sé farið að gæta hér á landi, en efnahagshorfur utan landsteinanna gefi tilefni til að vera á varðbergi. En hvað kallar á hækkun stýrivaxta nú? Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti Alþýðusambandsins vonar að sátt náist innan verkalýðshreyfingarinnar eftir þing sambandsins sem haldið verður í næstu viku og nýr forseti kjörinn. Framundan eru stórar samningalotur og hann kysi frekar að einfalda verkfallsboðun en að auka vald ríkissáttasemjara. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaú
Við heimsækjum Menntaskólann við Hamrahlíð og kynnum okkur hræringar sem hafa átt sér stað innan veggja skólans undanfarna daga, lítil metoo-bylting sem nú hefur náð eyrum fjölmiðla. Guðrún Elsa Bragadóttir fjallar um tvær heimildarmyndir á Riff, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Ein fjallar um ástfangna eldfjallafræðinga en hin um nokkra Finna sem lifa fyrir karaókí: Fire of Love og Karaokeparatiisi. Á síðasta ári kviknuðu í hinum enskumælandi bókmenntaheimi umræður um eitthvað sem var kallað internet-skáldsagan ? the internet novel. Kveikjan var nánast samtímis útgáfa tveggja bóka eftir tvo bandaríska kvenrithöfunda. Bækur sem tókust báðar á við sítengda tilveru á skýran hátt. Lauren Oyler gaf út bókina Fake Accounts eða og Patricia Lockwood gaf út No One is talking about this. Við veltum fyrir okkur skáldskap á tímum samfélagsmiðla.
Við heimsækjum Menntaskólann við Hamrahlíð og kynnum okkur hræringar sem hafa átt sér stað innan veggja skólans undanfarna daga, lítil metoo-bylting sem nú hefur náð eyrum fjölmiðla. Guðrún Elsa Bragadóttir fjallar um tvær heimildarmyndir á Riff, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Ein fjallar um ástfangna eldfjallafræðinga en hin um nokkra Finna sem lifa fyrir karaókí: Fire of Love og Karaokeparatiisi. Á síðasta ári kviknuðu í hinum enskumælandi bókmenntaheimi umræður um eitthvað sem var kallað internet-skáldsagan ? the internet novel. Kveikjan var nánast samtímis útgáfa tveggja bóka eftir tvo bandaríska kvenrithöfunda. Bækur sem tókust báðar á við sítengda tilveru á skýran hátt. Lauren Oyler gaf út bókina Fake Accounts eða og Patricia Lockwood gaf út No One is talking about this. Við veltum fyrir okkur skáldskap á tímum samfélagsmiðla.
Við heimsækjum Menntaskólann við Hamrahlíð og kynnum okkur hræringar sem hafa átt sér stað innan veggja skólans undanfarna daga, lítil metoo-bylting sem nú hefur náð eyrum fjölmiðla. Guðrún Elsa Bragadóttir fjallar um tvær heimildarmyndir á Riff, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Ein fjallar um ástfangna eldfjallafræðinga en hin um nokkra Finna sem lifa fyrir karaókí: Fire of Love og Karaokeparatiisi. Á síðasta ári kviknuðu í hinum enskumælandi bókmenntaheimi umræður um eitthvað sem var kallað internet-skáldsagan ? the internet novel. Kveikjan var nánast samtímis útgáfa tveggja bóka eftir tvo bandaríska kvenrithöfunda. Bækur sem tókust báðar á við sítengda tilveru á skýran hátt. Lauren Oyler gaf út bókina Fake Accounts eða og Patricia Lockwood gaf út No One is talking about this. Við veltum fyrir okkur skáldskap á tímum samfélagsmiðla.
Spegillinn 4.október 2022 Fjöldahjálparstöð sem verið er að opna í Borgartúni í Reykjavík getur tekið á móti fyrsta flóttafólkinu í kvöld eða á morgun. Stjórnvöld voru uppiskroppa með húsnæði og neyddust til að biðja Rauða krossinn um aðstoð. Rússar viðurkenndu í dag ósigra á nokkrum vígstöðvum í Úkraínu. Bandaríkjaforseti lofar Úkraínu frekari hernaðaraðstoð Hávær mótmæli hafa staðið yfir í Menntaskólanum við Hamrahlíð frá því í gær. Varaformaður nemendafélagsins segir ótækt- að þolendur ofbeldis mæti aðgerðaleysi skólastjórnenda Hundruð hugmynda hafa borist í hugmyndasöfnunina Hverfið mitt. Hugmyndir reykvískra skólabarna eru einu orði sagt skrautlegar. Staða svissneska bankans Credit Suisse hefur valdið óróa á fjármálamörkuðum. Hlutabréfaverð í bankanum hefur hríðlækkað síðustu misseri og bankinn áformar fjöldauppsagnir. Greinendur segja kaup í bankanum aðeins fyrir þá djörfu. Ekki er þó ástæða til að óttast um of áhrifin á íslenskan markað, segir hlutabréfagreinandi. Hafrannsóknastofnun lagði í morgun til að loðnukvóti fyrir komandi vertíð verði ekki meiri en rúm 218.000 tonn. Það er 180 þúsund tonnum minna en upphafsráðgjöf gaf til kynna eftir mælingar í fyrrahaust. Þá var talið óhætt að veiða um 400.000 tonn á komandi vertíð og á síðustu vertíð var gefinn út kvóti upp á tæp 870 þúsund tonn sem var með allra mesta móti í áraraðir. Þessu koma sjávarbyggðir landsins til með að finna fyrir á komandi vetri með færri störfum og áhrifin á efnahagskerfið óhjákvæmileg. Það gefur augaleið að það kemur minna í kassann. Spegillinn ræddi við Guðmund J Óskarsson, sviðstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Sameinuðu þjóðirnar fara fram á rúmlega átta hundruð milljónir dollara vegna neyðarástands í Pakistan af völdum flóða síðastliðið sumar. Stór hluti landsins er enn umflotinn vatni og erfiðleikar íbúanna aukast stöðugt. Fjárhæðin er fimm sinnum hærri en áður var talin þörf á- til að koma íbúunum til hjálpar. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Markús Hjaltason Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
Spegillinn 4.október 2022 Fjöldahjálparstöð sem verið er að opna í Borgartúni í Reykjavík getur tekið á móti fyrsta flóttafólkinu í kvöld eða á morgun. Stjórnvöld voru uppiskroppa með húsnæði og neyddust til að biðja Rauða krossinn um aðstoð. Rússar viðurkenndu í dag ósigra á nokkrum vígstöðvum í Úkraínu. Bandaríkjaforseti lofar Úkraínu frekari hernaðaraðstoð Hávær mótmæli hafa staðið yfir í Menntaskólanum við Hamrahlíð frá því í gær. Varaformaður nemendafélagsins segir ótækt- að þolendur ofbeldis mæti aðgerðaleysi skólastjórnenda Hundruð hugmynda hafa borist í hugmyndasöfnunina Hverfið mitt. Hugmyndir reykvískra skólabarna eru einu orði sagt skrautlegar. Staða svissneska bankans Credit Suisse hefur valdið óróa á fjármálamörkuðum. Hlutabréfaverð í bankanum hefur hríðlækkað síðustu misseri og bankinn áformar fjöldauppsagnir. Greinendur segja kaup í bankanum aðeins fyrir þá djörfu. Ekki er þó ástæða til að óttast um of áhrifin á íslenskan markað, segir hlutabréfagreinandi. Hafrannsóknastofnun lagði í morgun til að loðnukvóti fyrir komandi vertíð verði ekki meiri en rúm 218.000 tonn. Það er 180 þúsund tonnum minna en upphafsráðgjöf gaf til kynna eftir mælingar í fyrrahaust. Þá var talið óhætt að veiða um 400.000 tonn á komandi vertíð og á síðustu vertíð var gefinn út kvóti upp á tæp 870 þúsund tonn sem var með allra mesta móti í áraraðir. Þessu koma sjávarbyggðir landsins til með að finna fyrir á komandi vetri með færri störfum og áhrifin á efnahagskerfið óhjákvæmileg. Það gefur augaleið að það kemur minna í kassann. Spegillinn ræddi við Guðmund J Óskarsson, sviðstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Sameinuðu þjóðirnar fara fram á rúmlega átta hundruð milljónir dollara vegna neyðarástands í Pakistan af völdum flóða síðastliðið sumar. Stór hluti landsins er enn umflotinn vatni og erfiðleikar íbúanna aukast stöðugt. Fjárhæðin er fimm sinnum hærri en áður var talin þörf á- til að koma íbúunum til hjálpar. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Markús Hjaltason Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
Spegillinn 4.október 2022 Fjöldahjálparstöð sem verið er að opna í Borgartúni í Reykjavík getur tekið á móti fyrsta flóttafólkinu í kvöld eða á morgun. Stjórnvöld voru uppiskroppa með húsnæði og neyddust til að biðja Rauða krossinn um aðstoð. Rússar viðurkenndu í dag ósigra á nokkrum vígstöðvum í Úkraínu. Bandaríkjaforseti lofar Úkraínu frekari hernaðaraðstoð Hávær mótmæli hafa staðið yfir í Menntaskólanum við Hamrahlíð frá því í gær. Varaformaður nemendafélagsins segir ótækt- að þolendur ofbeldis mæti aðgerðaleysi skólastjórnenda Hundruð hugmynda hafa borist í hugmyndasöfnunina Hverfið mitt. Hugmyndir reykvískra skólabarna eru einu orði sagt skrautlegar. Staða svissneska bankans Credit Suisse hefur valdið óróa á fjármálamörkuðum. Hlutabréfaverð í bankanum hefur hríðlækkað síðustu misseri og bankinn áformar fjöldauppsagnir. Greinendur segja kaup í bankanum aðeins fyrir þá djörfu. Ekki er þó ástæða til að óttast um of áhrifin á íslenskan markað, segir hlutabréfagreinandi. Hafrannsóknastofnun lagði í morgun til að loðnukvóti fyrir komandi vertíð verði ekki meiri en rúm 218.000 tonn. Það er 180 þúsund tonnum minna en upphafsráðgjöf gaf til kynna eftir mælingar í fyrrahaust. Þá var talið óhætt að veiða um 400.000 tonn á komandi vertíð og á síðustu vertíð var gefinn út kvóti upp á tæp 870 þúsund tonn sem var með allra mesta móti í áraraðir. Þessu koma sjávarbyggðir landsins til með að finna fyrir á komandi vetri með færri störfum og áhrifin á efnahagskerfið óhjákvæmileg. Það gefur augaleið að það kemur minna í kassann. Spegillinn ræddi við Guðmund J Óskarsson, sviðstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Sameinuðu þjóðirnar fara fram á rúmlega átta hundruð milljónir dollara vegna neyðarástands í Pakistan af völdum flóða síðastliðið sumar. Stór hluti landsins er enn umflotinn vatni og erfiðleikar íbúanna aukast stöðugt. Fjárhæðin er fimm sinnum hærri en áður var talin þörf á- til að koma íbúunum til hjálpar. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður: Markús Hjaltason Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
Björk var að senda frá sér 10undu sólóplötuna sína; Fossora. Þetta er lífræn plata ? mikil jarðtenging, Björk segir að Fossora sé Sveppaplatan sín. Sveppirnir eru eins og internet skóganna segir hún. Platan er að mestu tekin upp á Íslandi, unnin á Covid-tímanum og flestir sem eru með Björk á plötunni eru íslenskir vinir og kunningar; Hamrahlíðarkórinn, fólk úr Sinfóníuhljómsveit Íslands ofl. Björk er sjálf upptkökustjóri en Bergur þórisson var hennar hærgi hönd. Það er mikill áhugi á plötunni um allan heim enda er Björk frumkvöðull og einstakur listamaður. Björk sýnir okkur aðeins inn í veröld sína í Rokklandi í dag.
Björk var að senda frá sér 10undu sólóplötuna sína; Fossora. Þetta er lífræn plata ? mikil jarðtenging, Björk segir að Fossora sé Sveppaplatan sín. Sveppirnir eru eins og internet skóganna segir hún. Platan er að mestu tekin upp á Íslandi, unnin á Covid-tímanum og flestir sem eru með Björk á plötunni eru íslenskir vinir og kunningar; Hamrahlíðarkórinn, fólk úr Sinfóníuhljómsveit Íslands ofl. Björk er sjálf upptkökustjóri en Bergur þórisson var hennar hærgi hönd. Það er mikill áhugi á plötunni um allan heim enda er Björk frumkvöðull og einstakur listamaður. Björk sýnir okkur aðeins inn í veröld sína í Rokklandi í dag.
Í þessum þætti verður sagt frá áhugaverðri sálfræðigreiningu nemenda í réttarsálfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Nemendur áttu að velja sér glæpamann og greina hann samkvæmt kenningum og fræðum réttarsálfræðinnar. Í þessum þætti er sagt frá réttarsálfræðigreiningu nemenda á Peter Sutcliffe, oft þekktur sem Yorkshire Ripper.
Hér er aukaþáttur sem áskrifendur Poppsálarinnar á Patreon fengu í júlí. Þið fáið þáttinn í fullri lengd núna því Poppsálin er enn í smá sumarfríi ;)Í þessum þætti verður sagt frá áhugaverðri sálfræðigreiningu nemenda í réttarsálfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Nemendur áttu að velja sér glæpamann og greina hann samkvæmt kenningum og fræðum réttarsálfræðinnar. Í þessum þætti er sagt frá réttarsálfræðigreiningu nemenda á morðinga John Lennon, Mark Chapman.
Í þessum þætti verður sagt frá áhugaverðri sálfræðigreiningu nemenda í réttarsálfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Nemendur áttu að velja sér glæpamann og greina hann samkvæmt kenningum og fræðum réttarsálfræðinnar. Í þessum þætti er sagt frá réttarsálfræðigreiningu nemenda á morðinga John Lennon, Mark Chapman. Þetta er aukaþáttur fyrir áskrifendur Poppsálarinnar. Hægt er að gerast áskrifandi og nálgast fleiri aukaþætti hér: https://www.patreon.com/Poppsalin
Í þessum þætti verður sagt frá áhugaverðri sálfræði greiningu nemenda í réttarsálfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Nemendur áttu að velja sér glæpamann og greina hann samkvæmt kenningum og fræðum réttarsálfræðinnar. Í þessum þætti er sagt frá réttarsálfræðigreiningu nemenda á Charles Manson og Manson fjölskyldunni. Þetta er aukaþáttur fyrir áskrifendur Poppsálarinnar. Hægt er að gerast áskrifandi og nálgast fleiri aukaþætti hér: https://www.patreon.com/Poppsalin
ATH: Hljóðgæðin ekki 100% í þessum þætti (sumarfrí :) )Í þessum þætti verður sagt frá gríðarlega áhugaverðum sálfræði greiningum nemenda í réttarsálfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Nemendur áttu að velja sér glæpamann og greina hann samkvæmt kenningum og fræðum réttarsálfræðinnar. Í þessum þætti er sagt frá réttarsálfræðigreiningu nemenda á fjöldamorðingjunum Ted Bundy og The Night StalkerHægt er að nálgast aukaþátt um efnið á Patreon.com
Viðmælandi þáttarins er Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna eða RB. RB er fyrirtæki í eign Seðlabankans og íslensku bankanna sem vinnur að innviðum íslensks fjármálakerfis. Ragnhildur er fædd árið 1971 og ólst upp á Hlíðunum. Hún gekk í Menntaskólann í Hamrahlíð en þaðan lá leið hennar í Háskóla Íslands þar sem hún lauk prófi í véla- og iðnaðarverkfræði. Ragnhildur lauk síðan MS gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskólanum í Wisconsin og MS prófi í viðskiptafræði frá sama skóla árið 1998. Eftir útskrift hóf Ragnhildur störf hjá Fjárfestingabanka Atvinnulífsins og síðan Flugleiðum/Icelandair þar sem hún tók síðar við sem framkvæmdastjóri rekstrastýringar Icelandair og síðar sem forstjóri FL Group. Eftir að Ragnhildur sagði starfi sínu lausu hjá FL Group, tók hún við sem forstjóri Promens, sem var alþjóðlegt plastfyrirtæki sem velti um 20 ma. kr. með um 6000 starfsmenn þegar best lét. Ragnhildur vann síðar sem framkvæmdastjóri rekstrar- og upplýsingasviðs hjá Landsbankanum og stutt sem aðstoðarforstjóri hjá Wow Air flugfélagi þangað til hún tók við forstjórastólnum hjá RB. Þátturinn er kostaður af Icelandair.
Hoy: Jan Garbarek y The Hilliard Ensemble, Javier Ruibal con La Orquesta de Córdoba, Oan Kim & the Dirty Jazz, Kurt Weill, Abraham Cupeiro y la Orquesta Real Filharmonía de Galicia interpretando a Piazzolla, Tom Waits, Nick Drake o Björk y The Hamrahlíð Choir de Þorgerður Ingólfsdóttir entre otras exquisiteces. Escuchar audio
Viðmælandi þáttarins er Gunnar Páll Tryggvason. Hann er stofnandi og framkvæmdastjóri Alfa Framtaks. Gunnar er fæddur árið 1977 og alinn upp í Norðurmýrinni, Reykjavík. Hann gekk í Menntaskólann í Hamrahlíð og síðan lá leið hans í Háskóla Íslands þar sem útskrifaðist sem viðskiptafræðingur og síðar lauk hann MBA námi frá Wharton Business School í Bandaríkjunum. Gunnar starfaði lengi í fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings á Íslandi og í Bretlandi og svo sem fjárfestingastjóri í framtakssjóð Kaupþing Singer & Friedlander. Árið 2009 stofnaði Gunnar Icora Partners sem starfaði á sviði fyrirtækjaráðgjafar og endurskipulagningar fyrirtækja og lauk fjölda verkefna víðsvegar um Evrópu. Árið 2018 stofnaði Gunnar Páll síðan rekstrarfélagið Alfa Framtak sem safnaði í 7 milljarða kr. framtakssjóð sem hefur verið fjárfest í stöndugum íslenskum rekstarfyrirtækjum, oftast sem meirihlutaeigandi. Nú nýverið, árið 2022, safnaði Alfa Framtak í annan framtakssjóð sem er 15 milljarða kr. sem fjárfestir í stöndugum rekstrarfyrirtækjum, fjölskyldufyrirtækjum í kynslóðaskiptum eða vaxtarfyrirtækjum. Í þættinum ræðir Gunnar m.a. um rekstur framtakssjóða, mótandi áhrif fjármálahrunsins 2008, helstu lexíur á ferlinum og deilir ýmsum skemmtilegum sögum. Þessi þáttur er í boði Icelandair.
Viðmælandi þessa þáttar er Bjarney Harðardóttir, meðeigandi og stjórnandi hjá 66°Norður. Fyrirtækið er eitt elsta framleiðslufyrirtæki landsins og var stofnað árið 1926 og framleiðir og selur útivistafatnað. Verslanir 66°Norður eru nú um tólf talsins, þar af tvær í Danmörku. Sjóklæðagerðin rekur einnig verslunina Rammagerðina, sem selur ýmsar hönnunar- og gjafavörur. Bjarney er fædd árið 1969 og er alin upp í Kópavoginum og Akranesinu. Hún gekk í Menntaskólann í Hamrahlíð en síðan lá leið hennar í viðskiptafræði í Tækniháskólann sem er nú Háskólinn í Reykjavík þar sem hún lauk einnig MBA gráðu. Bjarney hefur komið víða við og vann m.a. hjá Póstinum, Sölusambandi íslenskra fiskframleiðanda og sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Íslandsbanka og kennari við Háskólann í Reykjavík. En árið 2011, keypti hún ásamt manninum sínum Helga Rúnari Óskarssyni, 66°Norður, sem hefur vaxið vel undir þeirra stjórn. Árið 2018 fjárfesti bandaríski framtakssjóðurinn, Mousse Partners, í 66°Norður fyrir um 4 milljarða íslenskra króna til að styrkja áframhaldandi vöxt vörumerkisins á erlendri grundu. Þátturinn er kostaður af VÍS og Kaffitár.
Í dag var sérfræðingur í þættinum eins og á fimmtudögum í vetur. Í þetta sinn var það Eggert Þröstur Þórarinsson aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands og forstöðumaður þjóðhagsvarúðar. Hann hefur talað um áhættustýringu í heimilisbókhaldi og það er einmitt heimilisbókhaldið sem við einbeitum okkur að í dag með Eggerti. Í fyrri hluta þáttarins sagði hann okkur frá sínu starfi og fræddi okkur um áhættustýringu í heimilisbókhaldi og í seinni hlutanum svaraði Eggert spurningum sem hlustendur sendu inn í pósthólf þáttarins, en netfangið er mannlegi@ruv.is. Október er mánuður vitundarvakningar um ADHD og nú í lok mánaðar fer fram málþing um stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta og tómstundastarfi. Einn af þeim sem tekur til máls á þinginu er Bóas Valdórsson sálfræðingur við Menntaskólann í Hamrahlíð. Bóas kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Í dag var sérfræðingur í þættinum eins og á fimmtudögum í vetur. Í þetta sinn var það Eggert Þröstur Þórarinsson aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands og forstöðumaður þjóðhagsvarúðar. Hann hefur talað um áhættustýringu í heimilisbókhaldi og það er einmitt heimilisbókhaldið sem við einbeitum okkur að í dag með Eggerti. Í fyrri hluta þáttarins sagði hann okkur frá sínu starfi og fræddi okkur um áhættustýringu í heimilisbókhaldi og í seinni hlutanum svaraði Eggert spurningum sem hlustendur sendu inn í pósthólf þáttarins, en netfangið er mannlegi@ruv.is. Október er mánuður vitundarvakningar um ADHD og nú í lok mánaðar fer fram málþing um stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta og tómstundastarfi. Einn af þeim sem tekur til máls á þinginu er Bóas Valdórsson sálfræðingur við Menntaskólann í Hamrahlíð. Bóas kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Framkvæmt verður í vegakerfinu fyrir 35 milljarða króna á árinu. 23 milljarðar fara í nýframkvæmdir og um 13 í viðhald. Berþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri sagði frá helstu verkefnum. Upp er risin deila milli Bretlands og Evrópusambandsins vegna framkvæmdar Brexit-samningsins. Samkvæmt honum er Norður-Írland hluti af innri markaði ESB og vöruflutningar milli Englands og Norður-Írlands því háðir skilyrðum. Því vill Boris Johnsson forsætisráðherra ekki una en forsvarsmenn ESB segja hann ekki hafa val. 35 ár eru í dag síðan 5000 króna seðillinn var settur í umferð. Af því tilefni ræddi Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri um seðlanotkun, rafræna greiðslumiðlun og Ragnheiði Jónsdóttur sem prýðir seðilinn. Tónlist: Lysthúskvæði - Hamrahlíðakórinn, Les Tendres Plaintes - Víkingur Heiðar Ólafsson. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórhildur Þorkelsdóttir.
Framkvæmt verður í vegakerfinu fyrir 35 milljarða króna á árinu. 23 milljarðar fara í nýframkvæmdir og um 13 í viðhald. Berþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri sagði frá helstu verkefnum. Upp er risin deila milli Bretlands og Evrópusambandsins vegna framkvæmdar Brexit-samningsins. Samkvæmt honum er Norður-Írland hluti af innri markaði ESB og vöruflutningar milli Englands og Norður-Írlands því háðir skilyrðum. Því vill Boris Johnsson forsætisráðherra ekki una en forsvarsmenn ESB segja hann ekki hafa val. 35 ár eru í dag síðan 5000 króna seðillinn var settur í umferð. Af því tilefni ræddi Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri um seðlanotkun, rafræna greiðslumiðlun og Ragnheiði Jónsdóttur sem prýðir seðilinn. Tónlist: Lysthúskvæði - Hamrahlíðakórinn, Les Tendres Plaintes - Víkingur Heiðar Ólafsson. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórhildur Þorkelsdóttir.
Í 24 þætti fer ég um ganga í Menntaskólanum við Hamrahlíð og heyri í nemendum, kennurum og rektor. Í dag er fyrsti skóladagur annarinnar og nemendur aftur byrjaði að mæta í skólann. Hvernig hafa þau það?, hvernig líst þeim á þetta? og hvað er framundan?
Fram og til baka 24.10.2020 Umsjón Felix Bergsson Lag dagsins (hvar eru þau nú?) - Il Volo og Grande Amore Fimman - Katrín Júlíusdóttir, rithöfundur, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja og fyrrverandi ráðherra Fimm bæjarfélög sem eiga stað í hjarta hennar Húsavík Kópavogur Sandgerði Eyrarbakki Garðabær Viðtal - Sigríður Dögg Auðunsdóttir á Spáni Fréttagetraun Þura Garðarsdóttir Hamrahlíð 2 Egilsstöðum
Fram og til baka 24.10.2020 Umsjón Felix Bergsson Lag dagsins (hvar eru þau nú?) - Il Volo og Grande Amore Fimman - Katrín Júlíusdóttir, rithöfundur, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja og fyrrverandi ráðherra Fimm bæjarfélög sem eiga stað í hjarta hennar Húsavík Kópavogur Sandgerði Eyrarbakki Garðabær Viðtal - Sigríður Dögg Auðunsdóttir á Spáni Fréttagetraun Þura Garðarsdóttir Hamrahlíð 2 Egilsstöðum
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir koma í ljós á næstu dögum hvort það takist að ná tökum á þeirri bylgju smita sem nú stendur yfir. Hann segist hóflega bjartsýnn. Alma Möller landlæknir biður fólk að fara ekki í sýnatöku nema það finni fyrir einkennum eða viti að það hafi verið útsett fyrir smiti. Jóhann Bjarni Kolbeinsson tók saman. Utanríkisráðherrum Evrópusambandsríkja mistókst í dag að komast að samkomulagi um refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi. Ásgeir Tómasson sagði frá. Réttarhöld yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni halda áfram í Héraðsdómi Austur Finnmerkur í Vadsø á morgun. Bjørn André Gulstad, verjandi Gunnars segir að Gunnar hafi ekki ætlað að skjóta hálfbróður sinn, skot hafi hlaupið úr byssunni þegar bræðurnir tókust á um vopnið. Fjölgun heimilisofbeldismála í kórónuveirufaraldrinum er Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra áhyggjuefni. Skerpt hefur verið á viðbragði lögreglu. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við Sigríði Björk. Matur hefur hækkað meira en almennt verðlag það sem af er ári. ------------- Grímur í framhaldsskólum eru sýnilegt merki um áhrif kórónuveirufaraldursins sem hafa verið mjög mikil, ekki síst á félagslífið. Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð segir þær undirstrika hve skrítið ástandið er en ótrúlega vel hafi gengið að bregðast við síbreytilegu ástandi. Bóas Valdórsson, sálfræðingur MH segir ungt fólk úrræðagott en vissulega sé erfitt að fara á mis við venjulega og óskipulega umgengni við félaga. Þórunn Guðmundsdóttir nemandi á þriðja ári sat yfir bókunum á safninu því hugurinn tvístrast frekar heima. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við þau. Íslenskir veitingamenn kalla eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda til að létta undir rekstri veitingastaða. Barir og skemmtistaðir verða lokaðir fram til 27. september. þeirra á meðal er Fannar Arason einn eigenda barsins Miami við Hverfisgötu. Arnar Páll Hauksson talaði við hann. Bandaríkjamenn af írskum ættum hafa lengi verið áberandi í bandarískum stjórnmálum og umræður um Brexit og friðarsamkomulagið vestra endurspegla þau áhrif. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar: Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir koma í ljós á næstu dögum hvort það takist að ná tökum á þeirri bylgju smita sem nú stendur yfir. Hann segist hóflega bjartsýnn. Alma Möller landlæknir biður fólk að fara ekki í sýnatöku nema það finni fyrir einkennum eða viti að það hafi verið útsett fyrir smiti. Jóhann Bjarni Kolbeinsson tók saman. Utanríkisráðherrum Evrópusambandsríkja mistókst í dag að komast að samkomulagi um refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi. Ásgeir Tómasson sagði frá. Réttarhöld yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni halda áfram í Héraðsdómi Austur Finnmerkur í Vadsø á morgun. Bjørn André Gulstad, verjandi Gunnars segir að Gunnar hafi ekki ætlað að skjóta hálfbróður sinn, skot hafi hlaupið úr byssunni þegar bræðurnir tókust á um vopnið. Fjölgun heimilisofbeldismála í kórónuveirufaraldrinum er Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra áhyggjuefni. Skerpt hefur verið á viðbragði lögreglu. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við Sigríði Björk. Matur hefur hækkað meira en almennt verðlag það sem af er ári. ------------- Grímur í framhaldsskólum eru sýnilegt merki um áhrif kórónuveirufaraldursins sem hafa verið mjög mikil, ekki síst á félagslífið. Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð segir þær undirstrika hve skrítið ástandið er en ótrúlega vel hafi gengið að bregðast við síbreytilegu ástandi. Bóas Valdórsson, sálfræðingur MH segir ungt fólk úrræðagott en vissulega sé erfitt að fara á mis við venjulega og óskipulega umgengni við félaga. Þórunn Guðmundsdóttir nemandi á þriðja ári sat yfir bókunum á safninu því hugurinn tvístrast frekar heima. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við þau. Íslenskir veitingamenn kalla eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda til að létta undir rekstri veitingastaða. Barir og skemmtistaðir verða lokaðir fram til 27. september. þeirra á meðal er Fannar Arason einn eigenda barsins Miami við Hverfisgötu. Arnar Páll Hauksson talaði við hann. Bandaríkjamenn af írskum ættum hafa lengi verið áberandi í bandarískum stjórnmálum og umræður um Brexit og friðarsamkomulagið vestra endurspegla þau áhrif. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar: Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir
Gréta sem ólst upp úti á landi segir það forréttindi að alast upp upp þar. Íþróttir hafa alltaf átt stóran þátt í lífi Grétu en hún á að baki glæstan feril í körfuboltanum bæði sem leikmaður og þjálfari. Hún þjálfaði meistaraflokk KR og segir okkur frá því að það hafi í raun verið fyrsta alvöru stjórnunarstaðan. Bæði sem þjálfari og stjórnandi hefur Gréta lagt áherslu á að hjálpa fólki að hafa trú á sér. Gréta sem útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólinn í Hamrahlíð segist ekki hafa verið dæmigerður MHingur. Gréta lærði svo vélaverkfræði í háskóla. Meistarverkefnið hennar fjallaði svo um vöruþróun. Gréta starfaði meðal annars hjá Arionbanka í 6 ár, sem fjármálastjóri hjá Festi og svo sem framkævmdastjóri Krónunnar. Eins og áður segir lítur Gréta á sitt aðal hlutverk sem stjórnanda að hjálpa sínu fólki að vaxa. Gréta leggur einnig mikla áherslu að fyrirtæki geri allt sem þau geta til að láta gott að sér leiða og nefnir sem dæmi í umhverfsimálum og í jafnréttisbaráttu. Að allir nýti sín tækifæri eins og þær geta til góðs. Hún telur einnig mikilvægt að þora að viðurkenna mistök og það er ekkert af því ef þú lærir af þeim, allir eru mannlegir. Listin að mistakast opinn hádegisfundur sem gréta hélt í HR kemur einmitt inn á það. Við ræðum einnig um konur í stjórnum og veltum upp spurningunni, hvers vegna þær séu ekki fleiri.
Þessi þáttur er í boði Yuzu. Jóhanna Rakel og Salka Valsdóttir mynda rapphljómsveitina Cyber, sem spratt upp úr Menntaskólanum í Hamrahlíð og Reykjavíkurdætrum um miðjan síðastliðinn áratug. Í þættinum er rætt um brúðkaup, áfengisneyslu, vináttu, íslensku rappsenuna og stöðu kvenna í henni, gaura á djamminu sem krefjast svara við skrítnum rappspurningum og margt fleira.
Í 14. þætti hringdi ég í nokkra nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hvernig gengur á tímum samkomubanns? Hvernig gengur félagslega og hvernig gengur námið? Ef þú vilt koma í viðtal í Dótakassann, sendu þá endilega tölvupóst á netfangið: dotakassinnhladvarp@gmail.com Vilt þú senda inn spurningu eða ábendingar að efni fyrir Dótakassann:https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSf-moEin3iS7yxNcf9t_7xqgHHcIzkPWG3Lkw4iCm4WCdzltg/viewform
Í 11. þætti fór Dótakassinn á flakk um ganga Menntaskólans við Hamrahlíð og ræddi við nemendur og stjórnendur skólans. Í þættinum förum við líka á blaðamannafund með stjórnendum landsins og pælum í sóttkví, samkomubanni og hvernig við getum tekist á við lokanir í skólum. Tenglar:Senda inn spurningu eða ábendingar að efni fyrir Dótakassann:https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSf-moEin3iS7yxNcf9t_7xqgHHcIzkPWG3Lkw4iCm4WCdzltg/viewformUpplýsingar um skólahald í tengslum við samkomubann:https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=b6bdd47a-62e4-11ea-945f-005056bc4d74&fbclid=IwAR1sN8JuHkREIrRUqsoSLyJD61Yxg1P1EW5Gqnrayk3sHcPv3v3bkSC5ZMIHvað þýðir samkomubann?https://www.covid.is/flokkar/hvad-thydir-samkomubannAlskonar upplýsingar í kringum COVID-19https://www.covid.is/Viðbrögð við því að vera í sóttkví:https://krisepsykologi.no/how-to-cope-with-quarantine-isolation/?fbclid=IwAR1bd-7ZdK1o_NBIsgr8-u1C004Ofv7-T1LedMz4P5ILEg5qps0NqIlBNoMCOVID-19 og andleg heilsa:https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item39685/COVID-19-og-andleg-heilsa?fbclid=IwAR28prtQfmXqfjoA6sz3gjp2VlIY9qqv2ONbQutdp6fbjKh0Y6XrSzqM9vc
Í 9. þætti er fjallað um hvernig áhrif umræðan í samfélagið er að hafa á okkur varðandi COVID-19 málið allt saman. Í því samhengi er mikilvægt að hugsa aðeins um hvernig óvissan og umræðan í kringum COVID-19 hefur á okkar andlegu líðan og hvernig við getum brugðist við með uppbyggilegum hætti. Nánari upplýsingar:Embætti Landlæknis:https://www.landlaeknir.is/koronaveira/Menntaskólinn við Hamrahlíð:https://www.mh.is/is/frettir/category/1/ahrif-ovissu-a-andlega-lidan-og-hjalpleg-vidbrogdHvernig má fást við áhyggjur af kórónaveirunni?:https://www.visir.is/g/2020200309546?fbclid=IwAR15b-GzH_pXYyztHvmzPExb8HFa-xcENFgqNaGhX9jOpYAdYXWu7LPGR0QBorgarafundur vegna útbreiðslu Kórónuveiirunnar á Íslandi: https://www.visir.is/g/202016807d/borgarafundur-vegna-utbreidslu-koronuveirunnar-a-islandi?fbclid=IwAR1hnR2tniuJPBoY9h5_N4uiNAzhGp0BqQIg2DxSED5sHL0SvAvIQJBwmNcFive Ways to view coverage of the Coronavirus:https://www.apa.org/helpcenter/pandemicsThe Joe Rogan Experience – Interview with an expert on infectious diseases (Michael Osterholm): http://podcasts.joerogan.net/podcasts/michael-osterholm
Gestur þáttarins er Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og fyrrverandi þinkona og framkvæmdastýra jafnréttisstofu. Umsjón: Viðar Eggertsson. Kristín segir frá æsku sinni í Vestmannaeyjum, þjóðfélagsvakningu meðal nemenda á námsárum sínum í Menntaskólanum í Hamrahlíð, en ekki síst þátttöku sinni í kvennahreyfingunni og pólitískri þátttöku.
Gestur þáttarins er Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og fyrrverandi þinkona og framkvæmdastýra jafnréttisstofu. Umsjón: Viðar Eggertsson. Kristín segir frá æsku sinni í Vestmannaeyjum, þjóðfélagsvakningu meðal nemenda á námsárum sínum í Menntaskólanum í Hamrahlíð, en ekki síst þátttöku sinni í kvennahreyfingunni og pólitískri þátttöku.
Fram og til baka 1 desember 2019 Umsjón Felix Bergsson Fyrsti sunnudagur í aðventu, Alnæmisdagurinn, Fullveldisdagurinn Lag dagsins - Kósý, Jólagjöf Fimman - Karl Sigurðsson Baggalútur Fimm ákvarðanir sem Kalli hefur þurft að taka og svarað játandi. 1 Hamrahlíðarkórinn 2 tölvunarfræði HÍ 3 vefsíðan Baggalútur 4 Besti flokkurinn 5 Tobba Marínós Umfjöllun (erlend lög sem hafa orðið jólalög á Íslandi) Fréttagetraun - Enok Klemensson
Fram og til baka 1 desember 2019 Umsjón Felix Bergsson Fyrsti sunnudagur í aðventu, Alnæmisdagurinn, Fullveldisdagurinn Lag dagsins - Kósý, Jólagjöf Fimman - Karl Sigurðsson Baggalútur Fimm ákvarðanir sem Kalli hefur þurft að taka og svarað játandi. 1 Hamrahlíðarkórinn 2 tölvunarfræði HÍ 3 vefsíðan Baggalútur 4 Besti flokkurinn 5 Tobba Marínós Umfjöllun (erlend lög sem hafa orðið jólalög á Íslandi) Fréttagetraun - Enok Klemensson
Þátturinn hófst á símtali við Guðna Tómasson, dagskrárgerðarmann á Rás 1, sem fylgir Sinfóníuhljómsveit Íslands eftir á hljómleikaferðalagi hennar um Austurríki og Þýskaland. Hann sagði frá hljómleikunum og talaði m.a. um hallirnar sem sveitin leikur í og mismunandi hljómburð sem hljóðfæraleikararnir þurfa að laga sig að. Á morgun er dagur íslenskrar tungu og af því tilefni komu í þáttinn tveir íslenskukennarar, þær Hugrún R. Hólmgeirsdóttir, kennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, og Sigurrós Eiðsdóttir, kennari í Réttarholtsskóla. Þær sögðu nemendur sína áhugasama um íslenskuna og óþarfi væri að hafa þungar áhyggjur af því að tungumálið væri á leið til glötunar. Í ferðaspjalli dagsins sagði Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, m.a. frá ferðaþjónustu í Færeyjum en í samtölum hans við ferðaþjónustufólk í landinu hefur komið fram að það telur óráðlegt að laða þangað of marga ferðamenn og vilja vara sig á leið Íslendinga í þeim efnum. Gerður Kristný hefur sent frá sér nýja ljóðabók. Hún sagði frá henni og spjallaði vítt og breitt um bókmenntir og íslenskuna í tilefni af degi íslenskrar tungu á morgun. Hún tók undir með Hugrúnu og Sigurrós: óþarft er að hafa þungar áhyggjur af tungumálinu. Tónlist: Sem lindin tær - Karlakórinn Vísir.
Þátturinn hófst á símtali við Guðna Tómasson, dagskrárgerðarmann á Rás 1, sem fylgir Sinfóníuhljómsveit Íslands eftir á hljómleikaferðalagi hennar um Austurríki og Þýskaland. Hann sagði frá hljómleikunum og talaði m.a. um hallirnar sem sveitin leikur í og mismunandi hljómburð sem hljóðfæraleikararnir þurfa að laga sig að. Á morgun er dagur íslenskrar tungu og af því tilefni komu í þáttinn tveir íslenskukennarar, þær Hugrún R. Hólmgeirsdóttir, kennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, og Sigurrós Eiðsdóttir, kennari í Réttarholtsskóla. Þær sögðu nemendur sína áhugasama um íslenskuna og óþarfi væri að hafa þungar áhyggjur af því að tungumálið væri á leið til glötunar. Í ferðaspjalli dagsins sagði Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, m.a. frá ferðaþjónustu í Færeyjum en í samtölum hans við ferðaþjónustufólk í landinu hefur komið fram að það telur óráðlegt að laða þangað of marga ferðamenn og vilja vara sig á leið Íslendinga í þeim efnum. Gerður Kristný hefur sent frá sér nýja ljóðabók. Hún sagði frá henni og spjallaði vítt og breitt um bókmenntir og íslenskuna í tilefni af degi íslenskrar tungu á morgun. Hún tók undir með Hugrúnu og Sigurrós: óþarft er að hafa þungar áhyggjur af tungumálinu. Tónlist: Sem lindin tær - Karlakórinn Vísir.
Fjallað um skáldsöguna Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur sem er bók vikunnar. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir. Viðmælendur í þættinum eru Helga Birgisdóttir doktorsnemi íslenskum barnabókmenntum og íslenskukennari við Tækniskólann og Hildur Yr Ísberg bókmenntafræðingur og íslenskukennari við Menntaskólann við Hamrahlíð
Katrín Björgvinsdóttir ólst upp í Hafnarfirðinum og Kópavogi en lítur á sig sem Reykvíking. Hún upplifði sig utan gátta í skóla, lýsir sér sem lúða sem spilaði Hættuspil með vinkonum sínum en fann sig í Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem hún ákvað að verða leikstjóri. Það lá alltaf vel fyrir henni sem barn að stýra leikjum og segja sögur. Hún er búsett í Kaupmannahöfn þar sem hún hefur verið að fá stjörnudóma fyrir leikstjórn, en samhliða því starfi sér hún um að þrífa heima hjá gamalli konu sem hún lítur á sem dönsku ömmu sína. Oddur Júlíusson er mikill ömmustrákur og ljúfmenni. Hann hefur starfað sem fastráðinn leikari í Þjóðleikhúsinu um árabil pg hann leitar uppi krefjandi verkefni þar sem hann fær að sýna á sér óvæntar hliðar. Hann leikur í Ráðherranum sem verður á dagskrá RÚV næsta haust og mun taka við hlutverki Birkis Borkasonar í leikhúsinu þegar líður á sumar.
Katrín Björgvinsdóttir ólst upp í Hafnarfirðinum og Kópavogi en lítur á sig sem Reykvíking. Hún upplifði sig utan gátta í skóla, lýsir sér sem lúða sem spilaði Hættuspil með vinkonum sínum en fann sig í Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem hún ákvað að verða leikstjóri. Það lá alltaf vel fyrir henni sem barn að stýra leikjum og segja sögur. Hún er búsett í Kaupmannahöfn þar sem hún hefur verið að fá stjörnudóma fyrir leikstjórn, en samhliða því starfi sér hún um að þrífa heima hjá gamalli konu sem hún lítur á sem dönsku ömmu sína. Oddur Júlíusson er mikill ömmustrákur og ljúfmenni. Hann hefur starfað sem fastráðinn leikari í Þjóðleikhúsinu um árabil pg hann leitar uppi krefjandi verkefni þar sem hann fær að sýna á sér óvæntar hliðar. Hann leikur í Ráðherranum sem verður á dagskrá RÚV næsta haust og mun taka við hlutverki Birkis Borkasonar í leikhúsinu þegar líður á sumar.
Katrín Björgvinsdóttir ólst upp í Hafnarfirðinum og Kópavogi en lítur á sig sem Reykvíking. Hún upplifði sig utan gátta í skóla, lýsir sér sem lúða sem spilaði Hættuspil með vinkonum sínum en fann sig í Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem hún ákvað að verða leikstjóri. Það lá alltaf vel fyrir henni sem barn að stýra leikjum og segja sögur. Hún er búsett í Kaupmannahöfn þar sem hún hefur verið að fá stjörnudóma fyrir leikstjórn, en samhliða því starfi sér hún um að þrífa heima hjá gamalli konu sem hún lítur á sem dönsku ömmu sína. Oddur Júlíusson er mikill ömmustrákur og ljúfmenni. Hann hefur starfað sem fastráðinn leikari í Þjóðleikhúsinu um árabil pg hann leitar uppi krefjandi verkefni þar sem hann fær að sýna á sér óvæntar hliðar. Hann leikur í Ráðherranum sem verður á dagskrá RÚV næsta haust og mun taka við hlutverki Birkis Borkasonar í leikhúsinu þegar líður á sumar.
Spilverk Þjóðanna hefur yfir sér goðsagnakenndan blæ í íslensku tónlistarlífi. Hlynur Einarsson og Tryggvi Dór Gíslason fara yfir feril þessarar merku sveitar með dyggri aðstoð meðlima hennar, þeirra Egils Ólafssonar, Sigrúnar Hjálmtýrsdóttur (Diddúar), Sigurðar Bjólu Garðarssonar og Valgeirs Guðjónssonar. Þættirnir eru á dagskrá strax að loknum hádegisfréttum á Jóladag og á öðrum degi jóla. Spilverk Þjóðanna var stofnuð í Menntaskólanum við Hamrahlíð í upphafi 8. áratugarins, gaf út fjölda hljómplatna sem margar hverjar þykja einhverjar þær bestu sem gefnar hafa verið út á Íslandi. Tónlistin er fjölbreytt og hæfileikar hljómsveitarmeðlima skýna í gegn í laga og textasmíðum þeirra og söngurinn er engu líkur. Í þáttunum eru spiluð lög af öllum plötum Spilverksins, hljómsveitarmeðlimir segja sögur og í lok seinni þáttarins fá tvö ný lög að hljóma sem ekki hafa komið áður fyrir eyru almennings. Þátturinn var á dagskrá Rásar 2 2018
Spilverk Þjóðanna hefur yfir sér goðsagnakenndan blæ í íslensku tónlistarlífi. Hlynur Einarsson og Tryggvi Dór Gíslason fara yfir feril þessarar merku sveitar með dyggri aðstoð meðlima hennar, þeirra Egils Ólafssonar, Sigrúnar Hjálmtýrsdóttur (Diddúar), Sigurðar Bjólu Garðarssonar og Valgeirs Guðjónssonar. Þættirnir eru á dagskrá strax að loknum hádegisfréttum á Jóladag og á öðrum degi jóla. Spilverk Þjóðanna var stofnuð í Menntaskólanum við Hamrahlíð í upphafi 8. áratugarins, gaf út fjölda hljómplatna sem margar hverjar þykja einhverjar þær bestu sem gefnar hafa verið út á Íslandi. Tónlistin er fjölbreytt og hæfileikar hljómsveitarmeðlima skýna í gegn í laga og textasmíðum þeirra og söngurinn er engu líkur. Í þáttunum eru spiluð lög af öllum plötum Spilverksins, hljómsveitarmeðlimir segja sögur og í lok seinni þáttarins fá tvö ný lög að hljóma sem ekki hafa komið áður fyrir eyru almennings. Þátturinn var á dagskrá Rásar 2 2018
Spegillinn 03.05.2019 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Fjármálaráðherra segir að velta megi fyrir sér hvernig samskipti Isavia ætlar að eiga við skulduga viðskiptamenn í framtíðinni. Hvorki hann né samgönguráðherra gera athugasemdir við afgreiðslu félagsins á skuldum WOW. Rætt við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra Níu hafa fundist látin eftir að báti með flóttafólki hvolfdi undan ströndum Tyrklands. Til stóð að smygla hópnum til grísku eyjarinnar Lesbos. Hreiðar Hermannsson hótelstjóri á Stracta hóteli er hættur við að reyna að stofna íslenskt lágfargjaldaflugfélag. Hann vinnur áfram að því að auka sætaframboð til Íslands. Rætt við Hreiðar Hermannsson, hótelstjóra Valur Lýðsson, bóndi að Gýgjarhóli II í Biskupstungum, var í Landsrétti í dag dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða bróður sínum að bana í fyrravor. Þetta er helmingi þyngri dómur en Valur hlaut í héraði. Rætt við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir að samningur iðnaðarmanna marki tímamót. Hann eigi eftir að auka lífsgæði félagsmanna. Rætt við Kristján Þórð Snæbjarnarson, formann Rafiðnaðarsambandsins. Arnar Páll Hauksson, ræddi við hann. Íslensk stjórnvöld hafa styrkt Hamrahlíðarkórinn um fimm milljónir króna, svo kórinn geti sungið á tónleikum Bjarkar Guðmundsdóttur í New York næsta mánuðinn. Rætt við Lilju Alferðsdóttur, menntamálaráðherra Alvarlegum bifhjólaslysum á þungum bifhjólum hefur fækkað um rúman helming á einum áratug. Sérfræðingur segir ökumenn einfaldlega vera betri en þeir voru. Rætt við Einar Magnús Magnússon, sérfræðingu á öryggis- fræðsludeild Samgöngustofu Jón Kristinsson, íslenskur arkitekt og frumkvöðull í umhverfismálum segir að Reykvíkingar ættu að koma á jarðlestarkerfi í Reykjavík. Jón er þekktur er víða sem faðir sjálfbærrar byggingarlistar. Rætt verður við hann í Speglinum. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hann. Og við heyrum frægt Bítlalag flutt á Mi'kmaq máli - túlkun sem slegið hefur í gegn í Kanada. Hætta er talin á að hátt í 90 prósent tungumála heimsins deyi út fyrir næstu aldamót. Árið 2019 er ár frumbyggjatungumála hjá Sameinuðu þjóðunum. Kristján Sigurjónsson sagði frá
Jæja þá heldur fortíðarfjörið áfram. Líkt og venjulega á þessum tíma á sunnudögum leggjast Bergsson og Blöndal í grúsk og grams og árin sem við skoðum í dag eru 1956 - það var einmitt í maí það ár sem fyrsta júróvisjónkeppnin var haldin og svo 1966, árið sem Menntaskólinn við Hamrahlíð var vígður. 1976 var árið sem Ólafur jóhann Sigurðsson rithöfundur hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og við endum svo á árinu 1986, árinu sem Gleðibankinn var formlega opnaður. Tímaflakk með Bergsson og Blöndal er alla sunnudaga kl. 15.02 á Rás 2
Jæja þá heldur fortíðarfjörið áfram. Líkt og venjulega á þessum tíma á sunnudögum leggjast Bergsson og Blöndal í grúsk og grams og árin sem við skoðum í dag eru 1956 - það var einmitt í maí það ár sem fyrsta júróvisjónkeppnin var haldin og svo 1966, árið sem Menntaskólinn við Hamrahlíð var vígður. 1976 var árið sem Ólafur jóhann Sigurðsson rithöfundur hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og við endum svo á árinu 1986, árinu sem Gleðibankinn var formlega opnaður. Tímaflakk með Bergsson og Blöndal er alla sunnudaga kl. 15.02 á Rás 2
Meðal tónlistarflytjenda í þættinum eru The Seekers, Bat for Lashes, Ívar Bjarklind, Jolli og Kóla, Mugison og Hamrahlíðarkórinn.
Meðal tónlistarflytjenda í þættinum eru The Seekers, Bat for Lashes, Ívar Bjarklind, Jolli og Kóla, Mugison og Hamrahlíðarkórinn.
Sigríður Valdimarsdóttir verður tekin tali um meistaraverkefni sitt sem snéri að vinnuaðstöðu íslenskra myndlistarkvenna en hún er ein þeirra fræðimanna sem taka til máls um stöðu listkvenna í íslenskri listasögu á Kjarvalsstöðum á laugardag. Víðsjá fer líka í huganum aftur til ársins 1990 þegar leikin verður upptaka af ljóðakvöldi Smekkleysu í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð en í dag er dagur ljóðsins haldinn hátíðlegur með ýmsum hætti. Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, sagnfræðingur, flytur pistil um Ódysseifskviðu. Að lokum verðurrætt við Svanlaugu Jóhannsdóttur, söngkonu og markþjálfa, sem hefur að undanförnu sankað að sér skóm kvenna sem hún lítur sérstaklega upp til. Í nýrri sýningu Í hennar sporum sem frumsýnd verður í Tjarnarbíói á morgun mun hún rekja sögur þessara kvenna í skóm og söng.
Salka Sól Eyfeld leik og söngkona sagði frá uppvextinum í Kópavogi, einelti sem hún varð fyrir í grunnskóla, hún flutti sig yfir í Tjarnaskóla og þar náði hún að blómstra. Hún fór til Englands í leik- og söngnám og þegar hún kom heim komu tækifærin eitt af öðru. Hún byrjaði að rappa, fór að syngja með reykjavíkurdætrum, fór að vinna í útvarpi og sjónvarpi og á tímabili vann hún aðeins of mikið og þurfti að draga sig að ákveðnu marki í hlé. Hún sagði frá fjölskyldunni, vinnunni með eineltið sem hún er á fullu að vinna í með því að heimsækja skóla og segja sögu sína. Salka er núna að leika Ronju ræningjadóttur í þjóleikhúsinu sem hún segist elska mest af öllu. Steinn Jóhannsson sagði frá sínu lífi og starfi en hann er núverandi rektor menntaskólans við Hamrahlíð. Hann sagði frá uppvextinum í sveitinni, námsárum í Bandaríkjunum, áhuganum á íþróttum og ýmsu fleiru, Hann fer á reiðhjóli til og frá vinnu daglega og segir það sína jógastund að hjóla.
Salka Sól Eyfeld leik og söngkona sagði frá uppvextinum í Kópavogi, einelti sem hún varð fyrir í grunnskóla, hún flutti sig yfir í Tjarnaskóla og þar náði hún að blómstra. Hún fór til Englands í leik- og söngnám og þegar hún kom heim komu tækifærin eitt af öðru. Hún byrjaði að rappa, fór að syngja með reykjavíkurdætrum, fór að vinna í útvarpi og sjónvarpi og á tímabili vann hún aðeins of mikið og þurfti að draga sig að ákveðnu marki í hlé. Hún sagði frá fjölskyldunni, vinnunni með eineltið sem hún er á fullu að vinna í með því að heimsækja skóla og segja sögu sína. Salka er núna að leika Ronju ræningjadóttur í þjóleikhúsinu sem hún segist elska mest af öllu. Steinn Jóhannsson sagði frá sínu lífi og starfi en hann er núverandi rektor menntaskólans við Hamrahlíð. Hann sagði frá uppvextinum í sveitinni, námsárum í Bandaríkjunum, áhuganum á íþróttum og ýmsu fleiru, Hann fer á reiðhjóli til og frá vinnu daglega og segir það sína jógastund að hjóla.
Spilverk Þjóðanna hefur yfir sér goðsagnakenndan blæ í íslensku tónlistarlífi. Hlynur Einarsson og Tryggvi Dór Gíslason fara yfir feril þessarar merku sveitar með dyggri aðstoð meðlima hennar, þeirra Egils Ólafssonar, Sigrúnar Hjálmtýrsdóttur (Diddúar), Sigurðar Bjólu Garðarssonar og Valgeirs Guðjónssonar. Spilverk Þjóðanna var stofnuð í Menntaskólanum við Hamrahlíð í upphafi 8. áratugarins og gaf út fjölda hljómplatna sem margar hverjar þykja einhverjar þær bestu sem gefnar hafa verið út á Íslandi. Tónlistin er fjölbreytt og hæfileikar hljómsveitarmeðlima skína í gegn í laga og textasmíðum þeirra og söngurinn er engu líkur. Í þáttunum eru spiluð lög af öllum plötum Spilverksins, hljómsveitarmeðlimir segja sögur og í lok seinni þáttarins fá tvö ný lög að hljóma sem ekki hafa komið áður fyrir eyru almennings.
Forystumenn stjórnarandstöðuflokka á Alþingi vilja ekki lengur funda með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, vegna Klausturmálsins, og eru hættir að bjóða honum á reglulega samráðsfundi. Talsverður bruni varð í bakhúsi við Vesturgötu í Reykjavík þegar eldur kom upp á fimmta tímanum í dag. Búið er að slökkva eldinn. Íslenska ríkið er skaðabótaskylt vegna þess að Fiskistofa úthlutaði Ísfélaginu og útgerðarfélaginu Hugin minni aflaheimildum í makríl á árunum 2011 til 2014 en skylt var samkvæmt lögum. Málið gæti snúist um milljarða bætur. Niðurstöður úr umfangsmikilli rannsókn benda til þess að unglingar sofi of lítið og stundum jafnvel ekki neitt. Sérfræðingar óttast að afleiðingar þessa geti orðið mjög alvarlegar - þau jafnvel brotni niður fyrir þrítugt. VR og Starfsgreinasambandið kalla samninganefndir sínar saman í byrjun næstu viku til að meta stöðuna í kjaraviðræðunum. Óþreyju er byrjað að gæta innan verkalýðshreyfingarinnar. Vísindamenn telja að örplast finnist í hægðum annars hvers jarðarbúa. Þeir vilja rannsaka áhrif örplasts á heilsu fólks. Bóas Valdórsson, sálfræðingur í Menntaskólanum við Hamrahlíð, óttast afleiðingar ónægs svefns ungmenna. Niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar sýna að unglingar sofa stundum ekki neitt og oftast sofa þeir of lítið. Rúna Sif Stefánsdóttir, doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði og ein rannsakenda segir að krakkar sofi ekki bara of lítið heldur einnig óreglulega. Hún óttast að þau brotni niður fyrir þrítugt. Bergljót Baldursdóttir tók saman. VR og Starfsgreinasambandið vilja fá skýr svör frá atvinnurekendum um afstöðu þeirra til launakrafna sem lagðar hafa verið fram. Þó að þær hafi ekki verið ræddar formlega virðist himinn og haf vera á milli hugmynda félaganna og Samtaka atvinnulífsins um launahækkanir. Óþreyju er farið að gæta innan verkalýðshreyfingarinnar og hafa samninganefndir VR og Starfsgreinasambandsins verið kallaðar saman í byrjun næstu viku til að meta stöðuna í kjaraviðræðunum. Arnar Páll Hauksson segir frá. Sögur af ótímabæru andláti bókarinnar hafa verið verulega ýktar. Ófeigur Sigurðsson segir að skáldsagan sé að rísa upp á ný úr brunarústum póstmódernismans. En það eru ekki til nema sex tegundir skáldsagna. Allar falla þær innan sömu formúlanna. Pálmi Jónasson segir frá. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon
Gestur: Þorsteinn Hreggviðsson. Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson. Næst síðasti þátturinn er kominn á netið, Þorsteinn Hreggviðsson aka Rauða stjarnan og Gleymdar Perlur Níunnar. Þossi greip með sér nokkrar gleymdar dægurperlur frá þessum tíunda áratug síðustu aldar. Rokk, rapp og dans... það skipti ekki máli, hann var með öllum í liði. Ef það var töff. Plötusnúðamenningin í borg óttans og að sjálfsögðu X-ið 977. Þossi er það nafn sem margir gestir mínir minntust á í sínum þáttum. Hvernig varð þessi bjargvættur hugsandi ungmenna til, X-ið 977? Það kemur fram hversu illa honum var við hljóðnemann þegar hann hóf leik í útvarpsbransanum. Einnig er aðeins komið inn á eitt umtalaðasta gigg þessa áratugar, Happy Mondays í hátíðarsal Mentaskólans við Hamrahlíð. Margt merkilegt og magnað í sögu Þossans sem lætir gífurlega vel í bæði eyru, sérstaklega núna þegar þú ert komin(n) með nóg af jólalögum og rugli.
Gestur: Þorsteinn Hreggviðsson. Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson. Næst síðasti þátturinn er kominn á netið, Þorsteinn Hreggviðsson aka Rauða stjarnan og Gleymdar Perlur Níunnar. Þossi greip með sér nokkrar gleymdar dægurperlur frá þessum tíunda áratug síðustu aldar. Rokk, rapp og dans... það skipti ekki máli, hann var með öllum í liði. Ef það var töff. Plötusnúðamenningin í borg óttans og að sjálfsögðu X-ið 977. Þossi er það nafn sem margir gestir mínir minntust á í sínum þáttum. Hvernig varð þessi bjargvættur hugsandi ungmenna til, X-ið 977? Það kemur fram hversu illa honum var við hljóðnemann þegar hann hóf leik í útvarpsbransanum. Einnig er aðeins komið inn á eitt umtalaðasta gigg þessa áratugar, Happy Mondays í hátíðarsal Mentaskólans við Hamrahlíð. Margt merkilegt og magnað í sögu Þossans sem lætir gífurlega vel í bæði eyru, sérstaklega núna þegar þú ert komin(n) með nóg af jólalögum og rugli.
Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári. Í þessum þætti les Snædís Björnsdóttir, nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð úr dagbók Þorbjargar Árnadóttur. Þorbjörg var prestsdóttir, tvítug þegar þessi dagbókarfærsla var skrifuð en faðir hennar, séra Árni Jónsson lést árið 1916. Þá fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur, þar lærði Þorbjörg í Verslunarskólanum í tvö ár og vann svo á skrifstofum. Síðar lærði hún hjúkrun víða um heim og var einnig rithöfundur og gaf út nokkrar bækur. R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV. Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson. Tónlist: Úlfur Eldjárn. Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir.