POPULARITY
Undanfarna mánuði hafa farið fram einhver stærstu mótmæli í sögu Serbíu. Þau hófust eftir að 15 manns létust í slysi á lestarstöð í Novi Sad, næststærstu borg landsins, en hafa farið að snúast um spillingu og stjórn forsetans Aleksandar Vucic. Háskólastúdentar hafa drifið mótmælin áfram með setuverkföllum, götulokunum, flautum og risastórum samlokum. Við spjöllum við Zarko Urosevic, lífeindafræðing sem starfar við Landsspítalann, en mætti á mótmælin þegar hán var heima í Serbíu í janúar. Hermann Stefánsson flytur okku þriðja pistilinn í pistlaröð sem hann kallar bíslagið. Að þessu sinni ákveður hann að stofna stjórnmálaflokk og flytur okkur stefnuræðu sína - og það er bannað að hlæja. Rappgoðsögnin Talib Kweli úr hljómsveitinni Black Star kemur fram á tónleikum í Gamla Bíó næsta fimmtudag. Davíð Roach Gunnarsson segir frá rapparanum hagyrta.
Í Slökkvistöðinni í Gufunesi opnar á morgun ljósmyndasýning á verkum Helga Vignis Bragasonar sem kallast Ábati: hugleiðing um efni. Ljósmyndun kom seint inn í líf Helga sem starfaði frá 10 ára aldri við byggingarframkvæmdir. Nú beinir hann fyrst og fremst linsunni að þeim iðnaði og með nokkuð gagnrýnu auga, sé vel að gáð. Síðustu ár hefur Helgi einbeitt sér að stærstu byggingarframkvæmd Íslandssögunnar, nýja Landsspítalanum. VIð ræðum við Helga og Birtu Fróðadóttur sýningarstjóra í þætti dagsins. Í dag er hrekkjavaka, upphaf hins gamla veturs, dagur hinna dauðu, - og við höldum af því tilefni á myrkari mið og minnumst þeirra skálda og menningarvita sem tekin voru af lífi í fjöldaaftökum í Sovétríkjunum á tímum stalínismans. Sölvi Halldórsson verður einnig með okkur í dag, og rýnir að þessu sinni í bók Rúnars Helga Vignissonar, Þú ringlaði karlmaður: tilraun til kerfisuppfærslu. En við hefjum þáttinn á því að heyra í fiðluleikaranum Elfu Rún Kristinsdóttur sem heldur tónleika í Fríkirkjunni á morgun.
Skærlitað gúmmulaði nefnist sýning sem verður á gallerý-vegg verslunarinnar Havarí í álfheimum um helgina. Páll Ivan frá Eiðum stendur að baki sýningunni. Við tökum hann tali um sýninguna og gervigreind í þætti dagsins. Auður Haralds rithöfundur og blaðamaður lést á Landsspítalanum við upphaf þessa árs. Við minnumst Auðar með því að endurflytja viðtal Þorgerðar E Sigurðardóttur við hana um Hvunndagshetjuna frá 2015. Leikritið Edda eftir þau Þorleif Örn Arnarsson, Jón Magnús Arnarsson og Hörpu Rún Kristjánsdóttur var frumsýnt á fjölum Þjóðleikhússins á annan í jólum. Nína Hjálmarsdóttir fór í leikhúsið og segir frá í þættinum.
Skærlitað gúmmulaði nefnist sýning sem verður á gallerý-vegg verslunarinnar Havarí í álfheimum um helgina. Páll Ivan frá Eiðum stendur að baki sýningunni. Við tökum hann tali um sýninguna og gervigreind í þætti dagsins. Auður Haralds rithöfundur og blaðamaður lést á Landsspítalanum við upphaf þessa árs. Við minnumst Auðar með því að endurflytja viðtal Þorgerðar E Sigurðardóttur við hana um Hvunndagshetjuna frá 2015. Leikritið Edda eftir þau Þorleif Örn Arnarsson, Jón Magnús Arnarsson og Hörpu Rún Kristjánsdóttur var frumsýnt á fjölum Þjóðleikhússins á annan í jólum. Nína Hjálmarsdóttir fór í leikhúsið og segir frá í þættinum.
Við fræddumst í dag um námskeið um það sem hafa ber í huga við atvinnuleit. Hvernig á að gera áhugavekjandi ferilskrá og kynningarbréf. Hvernig er best að undibúa sig fyrir atvinnuviðtal og svo líka hvar er best að leita að starfi við hæfi? Einar Sigvaldason, stjórnendaþjálfi og ráðgjafi stýrir námskeiðinu Að skara fram úr í atvinnuleit á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Við fengum hann til að segja okkur betur frá því hvernig er best að bera sig að í atvinnuleitinni. Jón Magnús Kristjánsson læknir og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttökum Landsspítalans hætti í vinnunni og fylgdi hjarta sínu yfir í annað eftir að hafa leitað til og unnið með markþjálfa. Jón kom í þáttinn og sagði okkur frá þessu ferðalagi sínu og hans leit að starfsánægju með hjálp markþjálfa. Jón er meðal fyrirlesara á Markþjálfunardögunum sem verða í næstu viku, 1. og 2. febrúar. Við hringdum svo til Danmerkur og heyrðum í systrunum Brynju Mary og Söru Victoriu Sverrisdætrum, en þær munu taka þátt í dönsku undankeppninni fyrir Eurovision þann 11.febrúar næstkomandi. Þær eru 19 og 17 ára en eru samt komnar með talsverða reynslu, Brynja tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins með frumsamið lag og þær eru á samningi hjá Universal útgáfunni þar sem þær hafa gefið út nokkur lög og þær hafa verið með annan fótinn í Los Angeles undanfarið. Við kynntumst Brynju og Söru betur í þættinum og heyrðum lagið sem þær keppa með í dönsku undankeppninni, I Was Gonna Marry Him. Tónlist í þættinum í dag: Egils Appelsín / Spilverk Þjóðanna (Spilverk Þjóðanna) Sinking stone / Alison Krauss og Union Station (Lister) Our house / Crosby, Stills & Nash (Graham Nash) I was gonna marry him / Eyjaa (Rasmus Olsen, Maria Broberg og Thomas Buttenschön) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Við fræddumst í dag um námskeið um það sem hafa ber í huga við atvinnuleit. Hvernig á að gera áhugavekjandi ferilskrá og kynningarbréf. Hvernig er best að undibúa sig fyrir atvinnuviðtal og svo líka hvar er best að leita að starfi við hæfi? Einar Sigvaldason, stjórnendaþjálfi og ráðgjafi stýrir námskeiðinu Að skara fram úr í atvinnuleit á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Við fengum hann til að segja okkur betur frá því hvernig er best að bera sig að í atvinnuleitinni. Jón Magnús Kristjánsson læknir og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttökum Landsspítalans hætti í vinnunni og fylgdi hjarta sínu yfir í annað eftir að hafa leitað til og unnið með markþjálfa. Jón kom í þáttinn og sagði okkur frá þessu ferðalagi sínu og hans leit að starfsánægju með hjálp markþjálfa. Jón er meðal fyrirlesara á Markþjálfunardögunum sem verða í næstu viku, 1. og 2. febrúar. Við hringdum svo til Danmerkur og heyrðum í systrunum Brynju Mary og Söru Victoriu Sverrisdætrum, en þær munu taka þátt í dönsku undankeppninni fyrir Eurovision þann 11.febrúar næstkomandi. Þær eru 19 og 17 ára en eru samt komnar með talsverða reynslu, Brynja tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins með frumsamið lag og þær eru á samningi hjá Universal útgáfunni þar sem þær hafa gefið út nokkur lög og þær hafa verið með annan fótinn í Los Angeles undanfarið. Við kynntumst Brynju og Söru betur í þættinum og heyrðum lagið sem þær keppa með í dönsku undankeppninni, I Was Gonna Marry Him. Tónlist í þættinum í dag: Egils Appelsín / Spilverk Þjóðanna (Spilverk Þjóðanna) Sinking stone / Alison Krauss og Union Station (Lister) Our house / Crosby, Stills & Nash (Graham Nash) I was gonna marry him / Eyjaa (Rasmus Olsen, Maria Broberg og Thomas Buttenschön) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Gestur Felix í Fimmunni að þessu sinni var Gunnar Svavarsson fyrrverandi alþingismaður og framkvæmdastjóri byggingaframkvæmda Landsspítala Háskólasjúkrahúss. Gunnar sagði af verkefnum sínum í gegnum tíðina en hann hóf starfsferilinn við að setja hljómplötur í umslög fyrir föður sinn Svavar Gests hljómplötuútgefanda en leiðin inn á Alþingi tók ýmsar sveigjur og beygjur, t.d. í klósettvörslu á Klúbbnum Í síðari hlutanum ræddi Felix við Sesselju Ómarsdóttur og Halldór Eyjólfsson um ævintýraferð þeirra Perú en þau hafa stutt strák í SOS barnaþorpi í gegnum lífið og hittu hann í fyrsta sinn í ferðinni.
Gestur Felix í Fimmunni að þessu sinni var Gunnar Svavarsson fyrrverandi alþingismaður og framkvæmdastjóri byggingaframkvæmda Landsspítala Háskólasjúkrahúss. Gunnar sagði af verkefnum sínum í gegnum tíðina en hann hóf starfsferilinn við að setja hljómplötur í umslög fyrir föður sinn Svavar Gests hljómplötuútgefanda en leiðin inn á Alþingi tók ýmsar sveigjur og beygjur, t.d. í klósettvörslu á Klúbbnum Í síðari hlutanum ræddi Felix við Sesselju Ómarsdóttur og Halldór Eyjólfsson um ævintýraferð þeirra Perú en þau hafa stutt strák í SOS barnaþorpi í gegnum lífið og hittu hann í fyrsta sinn í ferðinni.
Spegillinn 13. júní 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Hætt er við að verðbólga aukist enn frekar ef þeir sem ákveða verð, kaup og kjör gera ráð fyrir mikilli verðbólgu í ákvörðunum sínum, segir varaseðlabankastjóri. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir Bretlandsstjórn setja slæmt fordæmi með því að senda hælisleitendur til Rúanda. Innlögnum vegna Covid hefur fjölgað á Landsspítalanum að undanförnu, Allt að hundrað og fimmtíu covidsýkingar hafa greinst daglega Endurhæfing Guðmundar Felix Grétarssonar, sem fékk græddar á sig hendur og axlir í fyrra, gengur framar vonum. Aðgerðin var efni fyrirlestrar á norrænu lýtalæknaþingi. Sóttvarnalæknir segir að jafnvel megi flokka apabólu sem kynsjúkdóm. Þrjú tilfelli hafa verið staðfest hér á landi. Íbúum nokkurra bæja í norðurhluta Úkraínu var gert að yfirgefa heimili sín í dag eftir að Rússar skutu eldflaugum á bæinn Pryluky, um 150 kílómetra austur af Kænugarði. Lengri umfjöllun: Banaslys varð í Reynisfjöru á föstudaginn; erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést og kona hans var hætt komin. Daginn eftir birtust myndir af ferðamönnum sem misstu fótanna í öldurótinu en tókst blessunarlega að komast upp í fjöruna. Fimm banaslys hafa orðið í Reynisfjöru undanfarin sjö ár. Fyrir þremur árum átti að gera áhættumat fyrir fjöruna, það er ekki komið enn og sveitarstjóra Mýrdalshrepps og fleiri farið að lengja eftir því. Friðrik Rafnsson formaður Leiðsagnar félags leiðsögumanna segir skiljanlegt að fólk sé slegið þegar fólk ferst og eðlilegt viðbragð að skella í lás - en það sé ekki einfalt. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Friðrik. Vonir standa til að lyf sem hægir á eða stöðvar hrörnun í augnbotni komi á markað innan skamms. Á stórri alþjóðlegri augnlækningaráðstefnu sem haldin var í Hörpu í Reykjavík um helgina var greint frá þessu. Ráðstefnan er fyrir lærða og leika. Þarna komu saman augnlæknar víða að úr heiminum, sjúklingar, aðstandendur og félagasamtök sjónskertra og blindra. Sigþór Unnsteinn Hallfreðsson er formaður Blindrafélagsins, en félagið vann að undirbúningi ráðstefnunnar sem um þúsund manns sóttu. Kristján Sigurjónsson ræðir Sigþór. Gengur það að svartur maður verði tengdasonur norsku konungshjónanna? Eða kemur nokkrum það við öðrum en viðkomandi manni og verðandi eiginkonu hans? En nú er Marta Lovísa, konungsdóttir í Noregi, trúlofuð andalækninum Durek Verret og yfir þau hellast ókvæðisorð, morðhótanir og fyrirlitning ? Gísli Kristjánsson í Noregi segir frá.
Spegillinn 13. júní 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Hætt er við að verðbólga aukist enn frekar ef þeir sem ákveða verð, kaup og kjör gera ráð fyrir mikilli verðbólgu í ákvörðunum sínum, segir varaseðlabankastjóri. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir Bretlandsstjórn setja slæmt fordæmi með því að senda hælisleitendur til Rúanda. Innlögnum vegna Covid hefur fjölgað á Landsspítalanum að undanförnu, Allt að hundrað og fimmtíu covidsýkingar hafa greinst daglega Endurhæfing Guðmundar Felix Grétarssonar, sem fékk græddar á sig hendur og axlir í fyrra, gengur framar vonum. Aðgerðin var efni fyrirlestrar á norrænu lýtalæknaþingi. Sóttvarnalæknir segir að jafnvel megi flokka apabólu sem kynsjúkdóm. Þrjú tilfelli hafa verið staðfest hér á landi. Íbúum nokkurra bæja í norðurhluta Úkraínu var gert að yfirgefa heimili sín í dag eftir að Rússar skutu eldflaugum á bæinn Pryluky, um 150 kílómetra austur af Kænugarði. Lengri umfjöllun: Banaslys varð í Reynisfjöru á föstudaginn; erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést og kona hans var hætt komin. Daginn eftir birtust myndir af ferðamönnum sem misstu fótanna í öldurótinu en tókst blessunarlega að komast upp í fjöruna. Fimm banaslys hafa orðið í Reynisfjöru undanfarin sjö ár. Fyrir þremur árum átti að gera áhættumat fyrir fjöruna, það er ekki komið enn og sveitarstjóra Mýrdalshrepps og fleiri farið að lengja eftir því. Friðrik Rafnsson formaður Leiðsagnar félags leiðsögumanna segir skiljanlegt að fólk sé slegið þegar fólk ferst og eðlilegt viðbragð að skella í lás - en það sé ekki einfalt. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Friðrik. Vonir standa til að lyf sem hægir á eða stöðvar hrörnun í augnbotni komi á markað innan skamms. Á stórri alþjóðlegri augnlækningaráðstefnu sem haldin var í Hörpu í Reykjavík um helgina var greint frá þessu. Ráðstefnan er fyrir lærða og leika. Þarna komu saman augnlæknar víða að úr heiminum, sjúklingar, aðstandendur og félagasamtök sjónskertra og blindra. Sigþór Unnsteinn Hallfreðsson er formaður Blindrafélagsins, en félagið vann að undirbúningi ráðstefnunnar sem um þúsund manns sóttu. Kristján Sigurjónsson ræðir Sigþór. Gengur það að svartur maður verði tengdasonur norsku konungshjónanna? Eða kemur nokkrum það við öðrum en viðkomandi manni og verðandi eiginkonu hans? En nú er Marta Lovísa, konungsdóttir í Noregi, trúlofuð andalækninum Durek Verret og yfir þau hellast ókvæðisorð, morðhótanir og fyrirlitning ? Gísli Kristjánsson í Noregi segir frá.
Spegillinn 13. júní 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Hætt er við að verðbólga aukist enn frekar ef þeir sem ákveða verð, kaup og kjör gera ráð fyrir mikilli verðbólgu í ákvörðunum sínum, segir varaseðlabankastjóri. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir Bretlandsstjórn setja slæmt fordæmi með því að senda hælisleitendur til Rúanda. Innlögnum vegna Covid hefur fjölgað á Landsspítalanum að undanförnu, Allt að hundrað og fimmtíu covidsýkingar hafa greinst daglega Endurhæfing Guðmundar Felix Grétarssonar, sem fékk græddar á sig hendur og axlir í fyrra, gengur framar vonum. Aðgerðin var efni fyrirlestrar á norrænu lýtalæknaþingi. Sóttvarnalæknir segir að jafnvel megi flokka apabólu sem kynsjúkdóm. Þrjú tilfelli hafa verið staðfest hér á landi. Íbúum nokkurra bæja í norðurhluta Úkraínu var gert að yfirgefa heimili sín í dag eftir að Rússar skutu eldflaugum á bæinn Pryluky, um 150 kílómetra austur af Kænugarði. Lengri umfjöllun: Banaslys varð í Reynisfjöru á föstudaginn; erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést og kona hans var hætt komin. Daginn eftir birtust myndir af ferðamönnum sem misstu fótanna í öldurótinu en tókst blessunarlega að komast upp í fjöruna. Fimm banaslys hafa orðið í Reynisfjöru undanfarin sjö ár. Fyrir þremur árum átti að gera áhættumat fyrir fjöruna, það er ekki komið enn og sveitarstjóra Mýrdalshrepps og fleiri farið að lengja eftir því. Friðrik Rafnsson formaður Leiðsagnar félags leiðsögumanna segir skiljanlegt að fólk sé slegið þegar fólk ferst og eðlilegt viðbragð að skella í lás - en það sé ekki einfalt. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Friðrik. Vonir standa til að lyf sem hægir á eða stöðvar hrörnun í augnbotni komi á markað innan skamms. Á stórri alþjóðlegri augnlækningaráðstefnu sem haldin var í Hörpu í Reykjavík um helgina var greint frá þessu. Ráðstefnan er fyrir lærða og leika. Þarna komu saman augnlæknar víða að úr heiminum, sjúklingar, aðstandendur og félagasamtök sjónskertra og blindra. Sigþór Unnsteinn Hallfreðsson er formaður Blindrafélagsins, en félagið vann að undirbúningi ráðstefnunnar sem um þúsund manns sóttu. Kristján Sigurjónsson ræðir Sigþór. Gengur það að svartur maður verði tengdasonur norsku konungshjónanna? Eða kemur nokkrum það við öðrum en viðkomandi manni og verðandi eiginkonu hans? En nú er Marta Lovísa, konungsdóttir í Noregi, trúlofuð andalækninum Durek Verret og yfir þau hellast ókvæðisorð, morðhótanir og fyrirlitning ? Gísli Kristjánsson í Noregi segir frá.
Spegillinn 7. apríl 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Rússland var í dag rekið úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna vegna innrásarinnar í Úkraínu. Slíkt hefur gerst aðeins einu sinni áður. Fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að ríkisendurskoðandi skoði og geri úttekt á ferlinu við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þrjú félög sem tengjast málum sem héraðssaksóknari rannsakar eru meðal þeirra sem keyptu hlutabréf með afslætti í lokuðu útboði á tuttugu og tveggja og hálfs prósents hlut í Íslandsbanka. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, ætla að hittast á fundi í fyrramálið, en Sigurður Ingi baðst á dögunum afsökunar á orðum sem hann viðhafði um Vigdísi. Skæð fuglaflensa hefur fundist í haferni hjér á landi og er það í fyrsta sinn sem slík veira finnst hér. Tíu lögreglumenn og sérfræðingar á vegum héaðssaksóknara eru við skýrslutökur og húsleit vegna Innheimtustofnunar sveitarfélaga á Ísafirði. Fjórir hafa verið sakfelldir fyrir hrottalega frelsissviptingu á manni á Akureyri í september 2017. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í málinu í gær. Ísland lagði Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag 5-0. Lengri umfjöllun: Salan á Íslandsbanka hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð, bæði úti í samfélaginu, á Alþingi og víðar. Listi yfir þá sem keyptu hlut í bankanum var gerður opinber í gær, þrátt fyrir að Bankasýsla ríkisins, sem annaðist söluna, hafi talið að slíkan lista mætti ekki birta. Bjarni Rúnarsson ræddi við Lárus Blöndal stjórnarformann bankasýslunnar í dag. Enn einu sinni standa öll spjót á heilbrigðisyfirvöldum og yfirstjórn Landsspítalns að leysa vanda bráðmóttöku spítalans. Hjúkrunarfræðingar á móttökunni krefjast þess að stjórnvöld og Landspítali staðfesti skriflega að ábyrgðin liggi þar en ekki hjá hjúkrunarfræðingum, komi upp alvarleg atvik sem rekja megi beint eða óbeint til álags á Bráðamótttökunni. Ástandið á Bráðamóttökunni sé það versta sem komið hefur upp í rúman áratug. Ólöf Rún Skúladóttir fréttamaður ræddi í dag við Runólf Pálsson forstjóra Landspítlans um kröfur hjúkrunarfræðinga. Runólfur tók við forstjórastarfinu fyrir rúmum mánuði.
Spegillinn 7. apríl 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Rússland var í dag rekið úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna vegna innrásarinnar í Úkraínu. Slíkt hefur gerst aðeins einu sinni áður. Fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að ríkisendurskoðandi skoði og geri úttekt á ferlinu við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þrjú félög sem tengjast málum sem héraðssaksóknari rannsakar eru meðal þeirra sem keyptu hlutabréf með afslætti í lokuðu útboði á tuttugu og tveggja og hálfs prósents hlut í Íslandsbanka. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, ætla að hittast á fundi í fyrramálið, en Sigurður Ingi baðst á dögunum afsökunar á orðum sem hann viðhafði um Vigdísi. Skæð fuglaflensa hefur fundist í haferni hjér á landi og er það í fyrsta sinn sem slík veira finnst hér. Tíu lögreglumenn og sérfræðingar á vegum héaðssaksóknara eru við skýrslutökur og húsleit vegna Innheimtustofnunar sveitarfélaga á Ísafirði. Fjórir hafa verið sakfelldir fyrir hrottalega frelsissviptingu á manni á Akureyri í september 2017. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í málinu í gær. Ísland lagði Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag 5-0. Lengri umfjöllun: Salan á Íslandsbanka hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð, bæði úti í samfélaginu, á Alþingi og víðar. Listi yfir þá sem keyptu hlut í bankanum var gerður opinber í gær, þrátt fyrir að Bankasýsla ríkisins, sem annaðist söluna, hafi talið að slíkan lista mætti ekki birta. Bjarni Rúnarsson ræddi við Lárus Blöndal stjórnarformann bankasýslunnar í dag. Enn einu sinni standa öll spjót á heilbrigðisyfirvöldum og yfirstjórn Landsspítalns að leysa vanda bráðmóttöku spítalans. Hjúkrunarfræðingar á móttökunni krefjast þess að stjórnvöld og Landspítali staðfesti skriflega að ábyrgðin liggi þar en ekki hjá hjúkrunarfræðingum, komi upp alvarleg atvik sem rekja megi beint eða óbeint til álags á Bráðamótttökunni. Ástandið á Bráðamóttökunni sé það versta sem komið hefur upp í rúman áratug. Ólöf Rún Skúladóttir fréttamaður ræddi í dag við Runólf Pálsson forstjóra Landspítlans um kröfur hjúkrunarfræðinga. Runólfur tók við forstjórastarfinu fyrir rúmum mánuði.
Spegillinn 7. apríl 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Rússland var í dag rekið úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna vegna innrásarinnar í Úkraínu. Slíkt hefur gerst aðeins einu sinni áður. Fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að ríkisendurskoðandi skoði og geri úttekt á ferlinu við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þrjú félög sem tengjast málum sem héraðssaksóknari rannsakar eru meðal þeirra sem keyptu hlutabréf með afslætti í lokuðu útboði á tuttugu og tveggja og hálfs prósents hlut í Íslandsbanka. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, ætla að hittast á fundi í fyrramálið, en Sigurður Ingi baðst á dögunum afsökunar á orðum sem hann viðhafði um Vigdísi. Skæð fuglaflensa hefur fundist í haferni hjér á landi og er það í fyrsta sinn sem slík veira finnst hér. Tíu lögreglumenn og sérfræðingar á vegum héaðssaksóknara eru við skýrslutökur og húsleit vegna Innheimtustofnunar sveitarfélaga á Ísafirði. Fjórir hafa verið sakfelldir fyrir hrottalega frelsissviptingu á manni á Akureyri í september 2017. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í málinu í gær. Ísland lagði Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag 5-0. Lengri umfjöllun: Salan á Íslandsbanka hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð, bæði úti í samfélaginu, á Alþingi og víðar. Listi yfir þá sem keyptu hlut í bankanum var gerður opinber í gær, þrátt fyrir að Bankasýsla ríkisins, sem annaðist söluna, hafi talið að slíkan lista mætti ekki birta. Bjarni Rúnarsson ræddi við Lárus Blöndal stjórnarformann bankasýslunnar í dag. Enn einu sinni standa öll spjót á heilbrigðisyfirvöldum og yfirstjórn Landsspítalns að leysa vanda bráðmóttöku spítalans. Hjúkrunarfræðingar á móttökunni krefjast þess að stjórnvöld og Landspítali staðfesti skriflega að ábyrgðin liggi þar en ekki hjá hjúkrunarfræðingum, komi upp alvarleg atvik sem rekja megi beint eða óbeint til álags á Bráðamótttökunni. Ástandið á Bráðamóttökunni sé það versta sem komið hefur upp í rúman áratug. Ólöf Rún Skúladóttir fréttamaður ræddi í dag við Runólf Pálsson forstjóra Landspítlans um kröfur hjúkrunarfræðinga. Runólfur tók við forstjórastarfinu fyrir rúmum mánuði.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Mannekla á Landspítalanum vegna covid og annarra veikinda veldur því að staðan þar er þung. Helgin gæti reynst erfið og sama gildir um mönnun næstu vikurnar að dómi Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóra lækninga. Bandaríkjaforseti fullyrti í dag að miklar líkur væru á því að Rússar ræðust inn í Úkraínu á næstu dögum. Rússar óskuðu eftir því í dag að Bandaríkin og NATO hættu að senda vopn til Úkraínu. Birta Björnsdóttir tók saman. Mikill munur er á dauðsföllum nú og fyrr í covid-faraldrinum, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Áður hafi fólk veikst mjög alvarlega af covid og andast, nú tengist dauðsföllin undirliggjandi sjúkdómum og þáttur covid sé oft óljós. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Fólki er ráðlagt að kynna sér aðstæður vel áður en það leggur í fjallaferðir. Snjóflóðahætta er í Esjunni og fjöllum á Vestfjörðum. Markús Þórhallsson ræddi við Karen Lárusdóttur verkefnastjóra hjá Landsbjörg og Magna Jónsson ofanflóðasérfræðing hjá Veðurstofunni. Fiskistofa á að kanna samþjöppun aflaheimilda að beiðni matvælaráðherra, sem hefur lagt til breytingar á lögum um fiskveiðistjórnun þar sem skilgreint verður betur hvað teljast vera tengdir aðilar. Haukur Holm sagði frá. Eystri Landsréttur í Danmörku fyrirskipaði í dag að Lars Findsen, yfirmaður leyniþjónustu hersins, skyldi látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Hann er grunaður um upplýsingaleka og hefur setið inni í tvo mánuði. Bogi Ágústsson tók saman. Hljóðbækur á kasettu og tuttugu ára gömul tímarit um internetið voru á meðal þess sem Bókasafni Kópavogs barst í síðustu viku, þegar lánþegum bauðst að skila bókum og öðru efni án þess að greiða sekt. Þórgnýr Einar Albertsson talaði við Ástu Sirrýju Jónasdóttur, deildartjóra. ------------ Á fjórða hundrað starfsmanna á Landsspítalanum eru í einangrun vegna covid og síðasta sólarhring greindust fimmtíu starfsmenn. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á spítalanum segir að þó að það verði erfitt að manna vaktir um helgina sé það frumskylda spítalans að láta starfsemina ganga og það verði gert. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Kristín Sigurðardóttir talaði við Sigríði. Á sunnudagskvöld hóf danska ríkissjónvarpið útsendingar á fjórðu þáttaröðinni af Borgen, sem fjallar um dönsk stjórnmál og Birgitte Nyborg, sem var forsætisráðherra Danmerkur í fyrri seríum. Fyrsta þættinum hefur verið vel tekið. Bogi Ágústsson sagði frá.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Mannekla á Landspítalanum vegna covid og annarra veikinda veldur því að staðan þar er þung. Helgin gæti reynst erfið og sama gildir um mönnun næstu vikurnar að dómi Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóra lækninga. Bandaríkjaforseti fullyrti í dag að miklar líkur væru á því að Rússar ræðust inn í Úkraínu á næstu dögum. Rússar óskuðu eftir því í dag að Bandaríkin og NATO hættu að senda vopn til Úkraínu. Birta Björnsdóttir tók saman. Mikill munur er á dauðsföllum nú og fyrr í covid-faraldrinum, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Áður hafi fólk veikst mjög alvarlega af covid og andast, nú tengist dauðsföllin undirliggjandi sjúkdómum og þáttur covid sé oft óljós. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Fólki er ráðlagt að kynna sér aðstæður vel áður en það leggur í fjallaferðir. Snjóflóðahætta er í Esjunni og fjöllum á Vestfjörðum. Markús Þórhallsson ræddi við Karen Lárusdóttur verkefnastjóra hjá Landsbjörg og Magna Jónsson ofanflóðasérfræðing hjá Veðurstofunni. Fiskistofa á að kanna samþjöppun aflaheimilda að beiðni matvælaráðherra, sem hefur lagt til breytingar á lögum um fiskveiðistjórnun þar sem skilgreint verður betur hvað teljast vera tengdir aðilar. Haukur Holm sagði frá. Eystri Landsréttur í Danmörku fyrirskipaði í dag að Lars Findsen, yfirmaður leyniþjónustu hersins, skyldi látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Hann er grunaður um upplýsingaleka og hefur setið inni í tvo mánuði. Bogi Ágústsson tók saman. Hljóðbækur á kasettu og tuttugu ára gömul tímarit um internetið voru á meðal þess sem Bókasafni Kópavogs barst í síðustu viku, þegar lánþegum bauðst að skila bókum og öðru efni án þess að greiða sekt. Þórgnýr Einar Albertsson talaði við Ástu Sirrýju Jónasdóttur, deildartjóra. ------------ Á fjórða hundrað starfsmanna á Landsspítalanum eru í einangrun vegna covid og síðasta sólarhring greindust fimmtíu starfsmenn. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á spítalanum segir að þó að það verði erfitt að manna vaktir um helgina sé það frumskylda spítalans að láta starfsemina ganga og það verði gert. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Kristín Sigurðardóttir talaði við Sigríði. Á sunnudagskvöld hóf danska ríkissjónvarpið útsendingar á fjórðu þáttaröðinni af Borgen, sem fjallar um dönsk stjórnmál og Birgitte Nyborg, sem var forsætisráðherra Danmerkur í fyrri seríum. Fyrsta þættinum hefur verið vel tekið. Bogi Ágústsson sagði frá.
Spegillinn 20. janúar 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Smitum fjölgar enn hjá íslenska karlalandsliðinu á Evrópumótinu í handbolta í Búdapest. Sex leikmenn eru úr leik fyrir viðureignina við Dani í kvöld. Frelsið bítur í skottið á sér, sagði heilbrigðisráðherra þegar hann varaði við því að of geyst væri ráðist í afléttingu sóttvarnaráðstafana. Þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði löngu kominn tíma til að stjórnvöld leiddu þjóðina út úr ógöngum. Þrátt fyrir mikinn fjölda smita í samfélaginu er þróun mála á Landsspítalanum ánægjuleg segir sóttvarnarlæknir. Andstaða fyrirtækis á Flateyri varð til þess að fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish ákvað að byggja laxasláturhús í Bolungarvík. Bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ segir þetta vonbrigði. Í janúar á næsta ári taka í gildi lög um bann við urðun á lífrænum úrgangi. Akureyrarbær hefur unnið moltu úr lífrænum úrgangi í rúman áratug en þrátt fyrir það þarf sífellt að minna á mikilvægi flokkunarinnar og stendur nú yfir átak því til áminningar. Það spáir vonskuveðri á vestan- og norðanverðu landinu seint í kvöld og gul- eða appelsínugul viðvörun er í gildi frá miðnætti, fram eftir degi á morgun og alveg fram á aðfaranótt laugardags. Lengri umfjöllun: Undanfarnar kosningar hefur reynst erfitt að manna sveitarstjórnir sums staðar, jafnvel í þokkalega stórum sveitarfélögum og Eva Marín Hlynsdóttir prófessor í stjórnmálafræði við HÍ býst við því að svo gæti farið líka í ár og mannaskipti í sveitarstjórnum verði jafnvel 65%. Eftir um fjóra mánuði, síðasta laugardaginn í maí, þann 28. verður kosið til sveitarstjórna í um öllum sveitarfélögum landsins. Þau eru mörg og misfjölmenn, frá því minnsta með um 40 íbúa, upp í höfuðborgina með um 130 þúsund. Sveitarstjórnarstigið er eitt en sveitarfélögin næstum jafn ólík og þau eru mörg. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Evu Marín. Sprengigosið í Tonga eyjum í Kyrrahafi er hið stærsta á jörðinni síðastliðin 30 ár að mati jarðvísindamanna. Þegar gosið hófst með gríðarlegum hvelli á laugardag fylgdi flóðbylgja og mikið óskufall sem hefur haft mikil áhrif á daglegt líf íbúa eyríkisins. Þeir eru einangraðir, öll samskipti við umheiminn eru erfið og óttast er að marga daga og vikur taki að rjúfa þá einangrun að fullu. Á meðan er óljósar fréttir að fá af líðan þeirra og þörf fyrir hjálpargögn. Þau eru þó farin að berast því flugvélar frá bæði Ástralíu og Nýja Sjálandi hafa á síðasta sólarhring lent á stærstu eyjunni Tona-ga-tapu með neyðarbúnað. Kristján Sigurjónsson segir frá sögu og íbúum eyjanna.
Spegillinn 20. janúar 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Smitum fjölgar enn hjá íslenska karlalandsliðinu á Evrópumótinu í handbolta í Búdapest. Sex leikmenn eru úr leik fyrir viðureignina við Dani í kvöld. Frelsið bítur í skottið á sér, sagði heilbrigðisráðherra þegar hann varaði við því að of geyst væri ráðist í afléttingu sóttvarnaráðstafana. Þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði löngu kominn tíma til að stjórnvöld leiddu þjóðina út úr ógöngum. Þrátt fyrir mikinn fjölda smita í samfélaginu er þróun mála á Landsspítalanum ánægjuleg segir sóttvarnarlæknir. Andstaða fyrirtækis á Flateyri varð til þess að fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish ákvað að byggja laxasláturhús í Bolungarvík. Bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ segir þetta vonbrigði. Í janúar á næsta ári taka í gildi lög um bann við urðun á lífrænum úrgangi. Akureyrarbær hefur unnið moltu úr lífrænum úrgangi í rúman áratug en þrátt fyrir það þarf sífellt að minna á mikilvægi flokkunarinnar og stendur nú yfir átak því til áminningar. Það spáir vonskuveðri á vestan- og norðanverðu landinu seint í kvöld og gul- eða appelsínugul viðvörun er í gildi frá miðnætti, fram eftir degi á morgun og alveg fram á aðfaranótt laugardags. Lengri umfjöllun: Undanfarnar kosningar hefur reynst erfitt að manna sveitarstjórnir sums staðar, jafnvel í þokkalega stórum sveitarfélögum og Eva Marín Hlynsdóttir prófessor í stjórnmálafræði við HÍ býst við því að svo gæti farið líka í ár og mannaskipti í sveitarstjórnum verði jafnvel 65%. Eftir um fjóra mánuði, síðasta laugardaginn í maí, þann 28. verður kosið til sveitarstjórna í um öllum sveitarfélögum landsins. Þau eru mörg og misfjölmenn, frá því minnsta með um 40 íbúa, upp í höfuðborgina með um 130 þúsund. Sveitarstjórnarstigið er eitt en sveitarfélögin næstum jafn ólík og þau eru mörg. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Evu Marín. Sprengigosið í Tonga eyjum í Kyrrahafi er hið stærsta á jörðinni síðastliðin 30 ár að mati jarðvísindamanna. Þegar gosið hófst með gríðarlegum hvelli á laugardag fylgdi flóðbylgja og mikið óskufall sem hefur haft mikil áhrif á daglegt líf íbúa eyríkisins. Þeir eru einangraðir, öll samskipti við umheiminn eru erfið og óttast er að marga daga og vikur taki að rjúfa þá einangrun að fullu. Á meðan er óljósar fréttir að fá af líðan þeirra og þörf fyrir hjálpargögn. Þau eru þó farin að berast því flugvélar frá bæði Ástralíu og Nýja Sjálandi hafa á síðasta sólarhring lent á stærstu eyjunni Tona-ga-tapu með neyðarbúnað. Kristján Sigurjónsson segir frá sögu og íbúum eyjanna.
Í dag er alþjóðadagur Psoriasis og af því tilefni ætla Samtök psoriasis- og exemsjúklinga hér á landi að bjóða upp á viðburð á Grand Hótel, þar sem flutt verða fjölbreytt erindi sem snerta málefni samtakanna og félagsmenn þeirra. Til að segja okkur betur frá þessu kom til okkar Þorstein Þorsteinsson, sem er formaður Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV, snéri aftur í málfarshornið okkar eftir smá hlé. Covid-19 smitum fjölgar ört þessa dagana og viðvaranir hafa komið frá Sóttvarnarlækni í kjölfarið. Fjöldi smitaðra hefur aukist á Landsspítalanum og á hjartadeildinni kom upp smit. Þá kom fram í fréttum að um 480 starfsmenn spítalans eru ekki bólusettir. Við tókum stöðuna hjá Má Kristjánssyni, formanni farsóttanefndar spítalans og yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítala. Undanfarið höfum við hér í Morgunútvarpinu tekið loftslagsmálin fyrir og þannig hitað upp fyrir 26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst nú á sunnudaginn, en niðurstöður ráðstefnunnar eru sagðar skipta sköpum fyrir framtíð heimsins. Til að ljúka upphitun okkar fyrir ráðstefnuna fengum við til okkar Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og heyrum hans sýn á stöðu mála. Sjónvarpsþættirnir Rósin hófu göngu sína fyrir viku síðan en þar fær Erna Hrund Hermannsdóttir, áhrifavaldur, til sín góða gesti sem ræða sjónvarpsþættina vinsælu Bachelorette. Aðdáendahópur þáttanna er gríðarstór og slíkir umræðuþættir hafa verið í boði á netmiðlum hér á landi, en nú er verið að fara einu skrefi lengra með gerð sjónvarpsþáttanna. Inga María Hjartardóttir, verkefnastjóri hjá Símanum, var á línunni hjá okkur og ræddi þættina og þennan mikla áhuga á ástarlífi ókunnugra. Tónlist: Baggalútur - Ég á það skilið Dolly Parton - Here you come again Páll Óskar - Betra líf Valdimar - Yfir borgina Roxy Music - More than this Third eye blind - Semi charmed life Coldplay og BTS - My Universe
Í dag er alþjóðadagur Psoriasis og af því tilefni ætla Samtök psoriasis- og exemsjúklinga hér á landi að bjóða upp á viðburð á Grand Hótel, þar sem flutt verða fjölbreytt erindi sem snerta málefni samtakanna og félagsmenn þeirra. Til að segja okkur betur frá þessu kom til okkar Þorstein Þorsteinsson, sem er formaður Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV, snéri aftur í málfarshornið okkar eftir smá hlé. Covid-19 smitum fjölgar ört þessa dagana og viðvaranir hafa komið frá Sóttvarnarlækni í kjölfarið. Fjöldi smitaðra hefur aukist á Landsspítalanum og á hjartadeildinni kom upp smit. Þá kom fram í fréttum að um 480 starfsmenn spítalans eru ekki bólusettir. Við tókum stöðuna hjá Má Kristjánssyni, formanni farsóttanefndar spítalans og yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítala. Undanfarið höfum við hér í Morgunútvarpinu tekið loftslagsmálin fyrir og þannig hitað upp fyrir 26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst nú á sunnudaginn, en niðurstöður ráðstefnunnar eru sagðar skipta sköpum fyrir framtíð heimsins. Til að ljúka upphitun okkar fyrir ráðstefnuna fengum við til okkar Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og heyrum hans sýn á stöðu mála. Sjónvarpsþættirnir Rósin hófu göngu sína fyrir viku síðan en þar fær Erna Hrund Hermannsdóttir, áhrifavaldur, til sín góða gesti sem ræða sjónvarpsþættina vinsælu Bachelorette. Aðdáendahópur þáttanna er gríðarstór og slíkir umræðuþættir hafa verið í boði á netmiðlum hér á landi, en nú er verið að fara einu skrefi lengra með gerð sjónvarpsþáttanna. Inga María Hjartardóttir, verkefnastjóri hjá Símanum, var á línunni hjá okkur og ræddi þættina og þennan mikla áhuga á ástarlífi ókunnugra. Tónlist: Baggalútur - Ég á það skilið Dolly Parton - Here you come again Páll Óskar - Betra líf Valdimar - Yfir borgina Roxy Music - More than this Third eye blind - Semi charmed life Coldplay og BTS - My Universe
Spegillinn 29.september 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Skjálftavirkni eykst við Keili. Frá miðnætti hafa mælst þrír skjálftar yfir þremur að stærð og um 400 skjálftar í heildina. Bráðamóttaka Landsspítalans Fossvogi er yfirfull dag eftir dag, af sjúklingum sem þarf að leggja inn á aðrar deildir, en það er ekkert pláss. Í gær var svo fullt að sjúklingar lágu inni á kaffistofu starfsfólks. Deildarstjórinn segir þetta gera starfsfólki erfitt með að sinna bráðveikum og slösuðum sjúklingum og efast um skilning stjórnvalda. Forsvarsmenn Tryggingafélagsins Sjóvár segir rangt að iðgjöld hafi verið oftekin eins og framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda heldur fram. Síðustu átján mánuði hefur Sjóvá greitt rúma tuttugu milljarða króna til viðskiptavina sinna. Keir Starmer leiðtogi breska Verkamannaflokksins sleit flokksþinginu í dag með stormandi ræðu en óvíst hvort hún styrkir hann í sessi. Sósíalíski vinstriflokkurinn í Noregi er hættur við að mynda vinstristjórn með Verkamannaflokknum og Miðflokknum. Stjórnendur þeirra halda áfram viðræðum um myndun minnihlutastjórnar. Bréf í útgerðarfélögunum Brim og Síldarvinnslunni hafa hækkað verulega í kjölfar kosninganna um helgina. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að markaðurinn telji mögulega líklegra að við taki stjórn sem geri ekki miklar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Lengri umfjöllun: Jörð skelfur að nýju við Keili. Kvika hefur ekki komið úr jörðu í tvær vikur á Reykjanesskaga, en jarðskjálftahrina hófst þar um helgina. Kristján Sigurjónsson ræðir við Freystein Sigmundsson jarðeðlisfræðing um atburðarásina þar og stöðuna í Öskju. Eftirmáli alþingiskosninganna. Krafa um stöðugleika og sömu ríkisstjórn áfram, togast í einhverju á við óánægju fylgismanna Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð í samtali ríkisstjórnarflokkanna nú segir Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Guðmundur ber saman kosningarnar á Íslandi og Þýskalandi og segir að flug popúliskra flokka hafi lækkað. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Guðmund. Sir Keir Starmer leiðtogi Verkamannaflokksins ávarpaði flokksþingið í dag. Honum þótti takast vel upp í að móta sannfærandi flokksstefnu. En ef ræðan og tíminn sætta ekki brátt stríðandi flokksfylkingar og virkja óánægjuna með stjórn Íhaldsflokksins er leiðtogatími Starmers brátt þrotinn. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
Spegillinn 29.september 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Skjálftavirkni eykst við Keili. Frá miðnætti hafa mælst þrír skjálftar yfir þremur að stærð og um 400 skjálftar í heildina. Bráðamóttaka Landsspítalans Fossvogi er yfirfull dag eftir dag, af sjúklingum sem þarf að leggja inn á aðrar deildir, en það er ekkert pláss. Í gær var svo fullt að sjúklingar lágu inni á kaffistofu starfsfólks. Deildarstjórinn segir þetta gera starfsfólki erfitt með að sinna bráðveikum og slösuðum sjúklingum og efast um skilning stjórnvalda. Forsvarsmenn Tryggingafélagsins Sjóvár segir rangt að iðgjöld hafi verið oftekin eins og framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda heldur fram. Síðustu átján mánuði hefur Sjóvá greitt rúma tuttugu milljarða króna til viðskiptavina sinna. Keir Starmer leiðtogi breska Verkamannaflokksins sleit flokksþinginu í dag með stormandi ræðu en óvíst hvort hún styrkir hann í sessi. Sósíalíski vinstriflokkurinn í Noregi er hættur við að mynda vinstristjórn með Verkamannaflokknum og Miðflokknum. Stjórnendur þeirra halda áfram viðræðum um myndun minnihlutastjórnar. Bréf í útgerðarfélögunum Brim og Síldarvinnslunni hafa hækkað verulega í kjölfar kosninganna um helgina. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að markaðurinn telji mögulega líklegra að við taki stjórn sem geri ekki miklar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Lengri umfjöllun: Jörð skelfur að nýju við Keili. Kvika hefur ekki komið úr jörðu í tvær vikur á Reykjanesskaga, en jarðskjálftahrina hófst þar um helgina. Kristján Sigurjónsson ræðir við Freystein Sigmundsson jarðeðlisfræðing um atburðarásina þar og stöðuna í Öskju. Eftirmáli alþingiskosninganna. Krafa um stöðugleika og sömu ríkisstjórn áfram, togast í einhverju á við óánægju fylgismanna Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð í samtali ríkisstjórnarflokkanna nú segir Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Guðmundur ber saman kosningarnar á Íslandi og Þýskalandi og segir að flug popúliskra flokka hafi lækkað. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Guðmund. Sir Keir Starmer leiðtogi Verkamannaflokksins ávarpaði flokksþingið í dag. Honum þótti takast vel upp í að móta sannfærandi flokksstefnu. En ef ræðan og tíminn sætta ekki brátt stríðandi flokksfylkingar og virkja óánægjuna með stjórn Íhaldsflokksins er leiðtogatími Starmers brátt þrotinn. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
Það er óhætt að segja að Már Gunnarsson sundmaður sem keppir nú á Ólympíuleikum fatlaðra hafi slegið í gegn með framgöngu sinni. Hann hefur í tvígang komist í úrslit en svo hefur hann líka gert stórskemmtileg myndbönd á samfélagsmiðlum, segist nýta frítímann í að semja Eurovisionlag og svo syngur hann fyrir keppinauta sína enda tónlistarmaður í besta flokki. Már grínaðist með að hann hefði verið að gefa keppinaut undir fótinn og virðist með því vera kominn út úr skápnum og það eru fréttir til næsta bæjar þegar kemur að afreksíþróttafólki. Við slógum á þráðinn til Más í Tokyo og heyrðum hvað hann er að bardúsa. Félag kvenna í atvinnulífinu stendur fyrir svokölluðum opnunarviðburði á fimmtudaginn undir heitinu Orkustöð FKA, í tilefni af nýju starfsári. Þær Unnur Elva Arnardóttir nýr varaformaður FKA og Birna Bragadóttir forstöðumaður Elliðaárstöðvar litu við og sögðu okkur frá skógarbaði, upplifunargöngu og fleiru spennandi, auk þess sem við fræddumst um félagið og gildi þess fyrir konur. Í síðustu viku fór fram prufumót í alþjóðlegri þolkappreið sem Landssamband hestamannafélaga stóð fyrir. Riðið var úr Skagafirði, yfir Kjöl, á Þingvelli. Sigurvegarinn Iðunn Bjarnadóttir er ekki alls óvön því að ferðast á hestum, en hún kom fyrst í mark eftir spennandi fjögurra daga keppni. Iðunn var á línunni hjá okkur og sagði okkur af þessu krefjandi ferðalagi. Hræðilegt atvik á geðdeild Landsspítalans hefur enn vakið umræðu um þvinganir gagnvart fólki sem glímir við geðræn vandamál. Geðhjálp hefur um árabil reynt að koma málinu á dagskrá og mun á næstunni funda með forsætisráðherra um vandann. Formaður Hugarafls sagði í fjölmiðlum að Landsspítalinn notist við hugmyndafræði sem leyfði þvinganir. En um hvað er rætt þegar talað er um þvinganir gagnvart fólki með geðrænan vanda? Héðinn Unnsteinsson formaður Geðhjálpar kom í morgunútvarpið. Guðmundur Jóhannsson opnaði dyrnar að tæknihorninu upp úr hálfníu og sagði okkur frá ströngum takmörkunum á tölvuleikjanotkun í Kína og hvernig má varast svindl símtöl, tölvupósta og skilaboð er tengjast netglæpum. Tónlist: Mannakorn - Garún. Ásgeir Trausti - Sunday drive. Már og Iva - Barn. Sigurður Guðmundsson - Kartöflur. Blondie - Call me. Eivör Pálsdóttir - Rain. Maneskin - Zitti e buoni. Leon Bridges - Steam. Snorri Helgason - Haustið 97.
Það er óhætt að segja að Már Gunnarsson sundmaður sem keppir nú á Ólympíuleikum fatlaðra hafi slegið í gegn með framgöngu sinni. Hann hefur í tvígang komist í úrslit en svo hefur hann líka gert stórskemmtileg myndbönd á samfélagsmiðlum, segist nýta frítímann í að semja Eurovisionlag og svo syngur hann fyrir keppinauta sína enda tónlistarmaður í besta flokki. Már grínaðist með að hann hefði verið að gefa keppinaut undir fótinn og virðist með því vera kominn út úr skápnum og það eru fréttir til næsta bæjar þegar kemur að afreksíþróttafólki. Við slógum á þráðinn til Más í Tokyo og heyrðum hvað hann er að bardúsa. Félag kvenna í atvinnulífinu stendur fyrir svokölluðum opnunarviðburði á fimmtudaginn undir heitinu Orkustöð FKA, í tilefni af nýju starfsári. Þær Unnur Elva Arnardóttir nýr varaformaður FKA og Birna Bragadóttir forstöðumaður Elliðaárstöðvar litu við og sögðu okkur frá skógarbaði, upplifunargöngu og fleiru spennandi, auk þess sem við fræddumst um félagið og gildi þess fyrir konur. Í síðustu viku fór fram prufumót í alþjóðlegri þolkappreið sem Landssamband hestamannafélaga stóð fyrir. Riðið var úr Skagafirði, yfir Kjöl, á Þingvelli. Sigurvegarinn Iðunn Bjarnadóttir er ekki alls óvön því að ferðast á hestum, en hún kom fyrst í mark eftir spennandi fjögurra daga keppni. Iðunn var á línunni hjá okkur og sagði okkur af þessu krefjandi ferðalagi. Hræðilegt atvik á geðdeild Landsspítalans hefur enn vakið umræðu um þvinganir gagnvart fólki sem glímir við geðræn vandamál. Geðhjálp hefur um árabil reynt að koma málinu á dagskrá og mun á næstunni funda með forsætisráðherra um vandann. Formaður Hugarafls sagði í fjölmiðlum að Landsspítalinn notist við hugmyndafræði sem leyfði þvinganir. En um hvað er rætt þegar talað er um þvinganir gagnvart fólki með geðrænan vanda? Héðinn Unnsteinsson formaður Geðhjálpar kom í morgunútvarpið. Guðmundur Jóhannsson opnaði dyrnar að tæknihorninu upp úr hálfníu og sagði okkur frá ströngum takmörkunum á tölvuleikjanotkun í Kína og hvernig má varast svindl símtöl, tölvupósta og skilaboð er tengjast netglæpum. Tónlist: Mannakorn - Garún. Ásgeir Trausti - Sunday drive. Már og Iva - Barn. Sigurður Guðmundsson - Kartöflur. Blondie - Call me. Eivör Pálsdóttir - Rain. Maneskin - Zitti e buoni. Leon Bridges - Steam. Snorri Helgason - Haustið 97.
? Að minnsta kosti 60 féllu og 140 særðust í sprengingum við flugvöllinn í Kabúl í dag. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir afgönskum heilbrigðisstarfsmanni. Blaðafulltrúi Pentagon staðfestir að bandarískir hermenn séu í hópi þeirra sem létust í tveimur sprengjuárásum í Afganistan í dag. Talsmaður sjúkrahúss í Kabúl segir að sex hafi látist á leið á sjúkrahúsið. Forstjóri Landspítalans hafnar því að of margir millistjórnendur séu á Landspítalanum á of háum launum, heldur bendi margt til þess að fleiri stjórnendur þyrfti. Sextán liggja nú á Landsspítalanum vegna COVID-19. Fjórir þeirra eru á gjörgæsludeild. Fjárfesting í fólki er yfirskrift kosningaáherslna Framsóknarflokksins fyrir komandi kosningar sem kynntar voru í dag. Sviðslistirnar fagna afléttingu sóttvarnaaðgerða á meðan veitingageirinn telur þær vonbrigði. Kínverskar fjölskyldur mega nú eignast fleiri börn en nokkru sinni, undanfarna fjóra áratugi. Svo hefur dregið úr fólksfjölgun að það mun vanta fólk á vinnualdri, nema fæðingum fjölgi og það getur hægt á hagkerfinu. Nú er vandinn sá að það vilja ekkert allir eiga fleiri en eitt barn. Ragnhildur Thorlacius sagði frá. Norðmenn kjósa til þings 13. september. Tekist á um hvort og hvenær eigi að stöðva alla olíuvinnslu við landið. Olía mengar og veldur hlýnun jarðar. Æ fleiri ungir kjósendur vilja róttækar aðgerðir til að stöðva hlýnunina, þar á meðal að Norðmenn hætti að selja olíu. Ríkisstjórn á ekkert svar við þessu og fylgið hríðfellur. Gísli Kristjánsson í Osló sagði frá. Nú þegar bresk pólitík er að koma úr sumarfríi liggur beint við að huga að stöðu stóru flokkanna tveggja, röðin komin að Verkamannaflokknum. Skoðanakannanir eru ekki upplífgandi lesning fyrir flokksforystuna en spurningin er hvort vandinn liggur hjá leiðtoganum eða flokknum eða er einhver samþætting af hvoru tveggja. Sigrún Davíðsdóttir.
? Að minnsta kosti 60 féllu og 140 særðust í sprengingum við flugvöllinn í Kabúl í dag. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir afgönskum heilbrigðisstarfsmanni. Blaðafulltrúi Pentagon staðfestir að bandarískir hermenn séu í hópi þeirra sem létust í tveimur sprengjuárásum í Afganistan í dag. Talsmaður sjúkrahúss í Kabúl segir að sex hafi látist á leið á sjúkrahúsið. Forstjóri Landspítalans hafnar því að of margir millistjórnendur séu á Landspítalanum á of háum launum, heldur bendi margt til þess að fleiri stjórnendur þyrfti. Sextán liggja nú á Landsspítalanum vegna COVID-19. Fjórir þeirra eru á gjörgæsludeild. Fjárfesting í fólki er yfirskrift kosningaáherslna Framsóknarflokksins fyrir komandi kosningar sem kynntar voru í dag. Sviðslistirnar fagna afléttingu sóttvarnaaðgerða á meðan veitingageirinn telur þær vonbrigði. Kínverskar fjölskyldur mega nú eignast fleiri börn en nokkru sinni, undanfarna fjóra áratugi. Svo hefur dregið úr fólksfjölgun að það mun vanta fólk á vinnualdri, nema fæðingum fjölgi og það getur hægt á hagkerfinu. Nú er vandinn sá að það vilja ekkert allir eiga fleiri en eitt barn. Ragnhildur Thorlacius sagði frá. Norðmenn kjósa til þings 13. september. Tekist á um hvort og hvenær eigi að stöðva alla olíuvinnslu við landið. Olía mengar og veldur hlýnun jarðar. Æ fleiri ungir kjósendur vilja róttækar aðgerðir til að stöðva hlýnunina, þar á meðal að Norðmenn hætti að selja olíu. Ríkisstjórn á ekkert svar við þessu og fylgið hríðfellur. Gísli Kristjánsson í Osló sagði frá. Nú þegar bresk pólitík er að koma úr sumarfríi liggur beint við að huga að stöðu stóru flokkanna tveggja, röðin komin að Verkamannaflokknum. Skoðanakannanir eru ekki upplífgandi lesning fyrir flokksforystuna en spurningin er hvort vandinn liggur hjá leiðtoganum eða flokknum eða er einhver samþætting af hvoru tveggja. Sigrún Davíðsdóttir.
Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, og Stefán Einar Stefánsson, viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins, ræða um nýjustu ákvörðun ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveiru-faraldursins, gagnrýni Bjarna Benediktssonar á Svandísi Svavarsdóttur, stöðu og vandamál Landsspítalans, það hvernig sóttvarnaryfirvöld og almannavarnir vilja ritstýra fjölmiðlum, stöðu ríkisstjórnarinnar í núverandi stöðu sem og ráðaleysi stjórnarandstöðunnar.
Síðastliðinn sunnudag fór Selatalningin mikla fram á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Við hringdum norður í Pál L. Sigurðsson framkvæmdastjóra Selasetursins og forvitnast um hvernig gekk og hvernig selatalning fer fram. Fjórða bylgjan í Covid-19 faraldrinum er farin af stað með látum hér á landi og er keyrð áfram af Delta-afbrigðinu svokallaða. Fjöldi smitaðra hefur sjaldan verið meiri frá því að faraldurinn hófst. En er möguleiki á að við náum utan um bylgjuna strax og að bólusetningarnar hjálpi okkur þar? Er raunhæft að telja alla smitaða núna þegar vitað er að bólusettir gátu borið smit án þess að sýna einkenni sjálfir? Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur í sóttvörnum hjá embætti Landlæknis og staðgengill sóttvarnalæknis, var á línunni hjá okkur. Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður hjá Ferðafélaginu kom til okkar í síðustu viku og sagði frá vinsælum hálendisferðum. Ein saga úr slíkri ferð komst þó ekki í loftið hjá okkur vegna tímaskorts en við verðum eiginlega að heyra hana. Sú saga segir af draug sem smellti af ljósmyndum í einni ferðinni. Við hringdum í Pál Ásgeir og fengum hann til að segja okkur þessa draugasögu sem gerðist í skála í óbyggðum. Fjölmargir sáu loftstein í Noregi og Svíþjóð í fyrrinótt og talið er að hann hafi ekki brunnið upp í gufuhvolfinu heldur lent einhvers staðar í Finnmörku. Sævar Helgi Bragason er okkar loftsteina sérfræðingur og hann kom til okkar og sagði okkur meira af þessum loftsteini og öðrum. Ragnar Freyr Ingvarsson læknir er gagnrýninn á stjórnvöld vegna afléttinga takmarkanna á landamærunum þann 1. júlí sl. og segir á Facebook síðu sinni að afleiðingarnar hafi verið fyrirséðar og að stjórnvöld hafi brugðist þjóðinni tvívegis á liðnum mánuðum í baráttunni við Covid-19. Í fyrsta lagi á landamærunum og líka með því að vanrækja Landsspítalann. Aðeins þrjár innlagnir af Covid sýktum sjúklingum hafi sent spítalann á hættustig. Við hringdum í Ragnar Frey og spurðum hann nánar út í þetta. Tónlist: Nýdönsk - Á plánetunni jörð. Mannakorn - Einhvers staðar, einhvern tíma aftur. Seal - Crazy. Bono, The Edge og Martin Garrix. Vök - Skin. Justin Timberlake - Cant stop the feeling. Moses Hightower - Lífsgleði. Friðrik Dór - Hvílíkur dagur. Rag N Bone Man - Alone.
Síðastliðinn sunnudag fór Selatalningin mikla fram á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Við hringdum norður í Pál L. Sigurðsson framkvæmdastjóra Selasetursins og forvitnast um hvernig gekk og hvernig selatalning fer fram. Fjórða bylgjan í Covid-19 faraldrinum er farin af stað með látum hér á landi og er keyrð áfram af Delta-afbrigðinu svokallaða. Fjöldi smitaðra hefur sjaldan verið meiri frá því að faraldurinn hófst. En er möguleiki á að við náum utan um bylgjuna strax og að bólusetningarnar hjálpi okkur þar? Er raunhæft að telja alla smitaða núna þegar vitað er að bólusettir gátu borið smit án þess að sýna einkenni sjálfir? Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur í sóttvörnum hjá embætti Landlæknis og staðgengill sóttvarnalæknis, var á línunni hjá okkur. Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður hjá Ferðafélaginu kom til okkar í síðustu viku og sagði frá vinsælum hálendisferðum. Ein saga úr slíkri ferð komst þó ekki í loftið hjá okkur vegna tímaskorts en við verðum eiginlega að heyra hana. Sú saga segir af draug sem smellti af ljósmyndum í einni ferðinni. Við hringdum í Pál Ásgeir og fengum hann til að segja okkur þessa draugasögu sem gerðist í skála í óbyggðum. Fjölmargir sáu loftstein í Noregi og Svíþjóð í fyrrinótt og talið er að hann hafi ekki brunnið upp í gufuhvolfinu heldur lent einhvers staðar í Finnmörku. Sævar Helgi Bragason er okkar loftsteina sérfræðingur og hann kom til okkar og sagði okkur meira af þessum loftsteini og öðrum. Ragnar Freyr Ingvarsson læknir er gagnrýninn á stjórnvöld vegna afléttinga takmarkanna á landamærunum þann 1. júlí sl. og segir á Facebook síðu sinni að afleiðingarnar hafi verið fyrirséðar og að stjórnvöld hafi brugðist þjóðinni tvívegis á liðnum mánuðum í baráttunni við Covid-19. Í fyrsta lagi á landamærunum og líka með því að vanrækja Landsspítalann. Aðeins þrjár innlagnir af Covid sýktum sjúklingum hafi sent spítalann á hættustig. Við hringdum í Ragnar Frey og spurðum hann nánar út í þetta. Tónlist: Nýdönsk - Á plánetunni jörð. Mannakorn - Einhvers staðar, einhvern tíma aftur. Seal - Crazy. Bono, The Edge og Martin Garrix. Vök - Skin. Justin Timberlake - Cant stop the feeling. Moses Hightower - Lífsgleði. Friðrik Dór - Hvílíkur dagur. Rag N Bone Man - Alone.
Hellubúar halda úti facebook hópi og senda þar hverjir öðrum fréttir og gamlar myndir og þess háttar sem fólk gerir á facebook. Í gær birtist þar óvænt frétt en Eskimo er að leita eftir ?fólki í sveitinni til að taka þátt sem aukaleikarar í erlendu verkefni á vegum Neflix.? Síðan segir ?Við leitum að karlmönnum á aldrinum 20-55 ára auk nokkurra annarra um sjötugt, með frekar villimannslegt útlit.? Morgunútvarpið hringdi í mann sem hefur verið þekktur fyrir villimannslegt útlit, sérstaklega á morgnana, en það er Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri í Rangárvallasýslu. Ætlar hann að bjóða sig fram og slá í gegn á Netflix? Í dag hefst bæjarhátíðin Kótilettan á Selfossi. Hátíðin er bæði tónlistarhátíð og mikil grillhátíð enda matarkista landsins á Suðurlandi. Kótilettan er síðar á ferðinni þetta árið vegna faraldursins en þetta er í ellefta sinn sem hún er haldin. Einar Björnsson var á línunni en hann hefur veg og vanda af hátíðinni. Patrekur Jóhannesson handboltamaður tók við silfurmerki Austurríkis við athöfn á Bessastöðum í vikunni en silfurmerkið hlýtur hann fyrir störf að íþróttamálum í Austurríki en þar var hann landsliðsþjálfari um árabil. Það var bróðir Patreks eða Patta eins og hann er kallaður sem vakti athygli á afhendingu silfurmerkisins en hann er auðvitað sjálfur Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands. Við hringdum í Patta og heyrðum um þessa upphefð. Umfjöllun um fréttir vikunnar verða á sínum stað og þau komu í morgunútvarpið Sunna Karen Sigurþórsdóttir fréttamaður á fréttastofu Stöðvar2, Vísis og Bylgjunnar og Stefán Hrafn Hagalín deildarstjóri samskiptadeildar hjá Landsspítalanum. Það var margt að ræða t.d. hina nýju metoo byltingu, greiðslu á hæsta lottóvinningi sögunnar, stöðuna á eldgosinu sem við vitum eiginlega ekki lengur hvort er eldgos, partý og hömluleysi eftir að samkomutakmörkunum var aflétt, brekkusöngur á Þjóðhátíð og svo auðvitað EM fyrir utan allt hitt sem kom við sögu. Tónlistarkonan Klara Elíasdóttir sem þekktust er fyrir veru sína í Nylon og síðar The Charlies var að senda frá sér nýtt lag. Nýja lagið er þjóðhátíðarlag. En ekki eiginlega fyrir Þjóðhátiðina í Eyjum. Klara segir að það sé kominn tími á að kona semji lag fyrir Þjóðhátíð í Eyjum enda aðeins ein kona samið Þjóðhátíðarlag í 84 ár. Með útgáfunni vill hún vekja athygli á kynjahallanum.
Hellubúar halda úti facebook hópi og senda þar hverjir öðrum fréttir og gamlar myndir og þess háttar sem fólk gerir á facebook. Í gær birtist þar óvænt frétt en Eskimo er að leita eftir ?fólki í sveitinni til að taka þátt sem aukaleikarar í erlendu verkefni á vegum Neflix.? Síðan segir ?Við leitum að karlmönnum á aldrinum 20-55 ára auk nokkurra annarra um sjötugt, með frekar villimannslegt útlit.? Morgunútvarpið hringdi í mann sem hefur verið þekktur fyrir villimannslegt útlit, sérstaklega á morgnana, en það er Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri í Rangárvallasýslu. Ætlar hann að bjóða sig fram og slá í gegn á Netflix? Í dag hefst bæjarhátíðin Kótilettan á Selfossi. Hátíðin er bæði tónlistarhátíð og mikil grillhátíð enda matarkista landsins á Suðurlandi. Kótilettan er síðar á ferðinni þetta árið vegna faraldursins en þetta er í ellefta sinn sem hún er haldin. Einar Björnsson var á línunni en hann hefur veg og vanda af hátíðinni. Patrekur Jóhannesson handboltamaður tók við silfurmerki Austurríkis við athöfn á Bessastöðum í vikunni en silfurmerkið hlýtur hann fyrir störf að íþróttamálum í Austurríki en þar var hann landsliðsþjálfari um árabil. Það var bróðir Patreks eða Patta eins og hann er kallaður sem vakti athygli á afhendingu silfurmerkisins en hann er auðvitað sjálfur Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands. Við hringdum í Patta og heyrðum um þessa upphefð. Umfjöllun um fréttir vikunnar verða á sínum stað og þau komu í morgunútvarpið Sunna Karen Sigurþórsdóttir fréttamaður á fréttastofu Stöðvar2, Vísis og Bylgjunnar og Stefán Hrafn Hagalín deildarstjóri samskiptadeildar hjá Landsspítalanum. Það var margt að ræða t.d. hina nýju metoo byltingu, greiðslu á hæsta lottóvinningi sögunnar, stöðuna á eldgosinu sem við vitum eiginlega ekki lengur hvort er eldgos, partý og hömluleysi eftir að samkomutakmörkunum var aflétt, brekkusöngur á Þjóðhátíð og svo auðvitað EM fyrir utan allt hitt sem kom við sögu. Tónlistarkonan Klara Elíasdóttir sem þekktust er fyrir veru sína í Nylon og síðar The Charlies var að senda frá sér nýtt lag. Nýja lagið er þjóðhátíðarlag. En ekki eiginlega fyrir Þjóðhátiðina í Eyjum. Klara segir að það sé kominn tími á að kona semji lag fyrir Þjóðhátíð í Eyjum enda aðeins ein kona samið Þjóðhátíðarlag í 84 ár. Með útgáfunni vill hún vekja athygli á kynjahallanum.
Þjóðhátíðardagur Íslendinga er á fimmtudaginn. 17. júní í ár verður með svipuðu sniði og í fyrra en samkomutakmarkanir setja svip sinn á daginn. Þrátt fyrir að nú sé búið sé að losa hömlur að einhverju leyti eru takmarkanirnar samt meiri nú en fyrir ári síðan. Við skoðuðum dagskrána á nokkrum stöðum á landinu ásamt því að hringja í Aðalheiði Santos Sveinsdóttur, verkefnastjóra viðburða á menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar sem fór yfir hvernig hátíðahöldum verður háttað í höfuðborginni. Ekki er skimað fyrir GBS sýkingu hjá barnshafandi konum hér á landi og hefur það vakið óróa og ótta hjá verðandi mæðrum. Skimunum var hætt fyrir einhverjum árum en skimað er á flestum hinum Norðurlandanna. Fá tilvik og kostnaður virðist vera ástæðan fyrir því að hætt var að skima hér, eða hvað? Við fengum Evu Jónasdóttur, starfandi yfirlækni fæðingaþjónustunnar á Landsspítala, til að segja okkur hvað GBS er og ræða þetta mál. Í gær nefndum við forvitnilega frétt af vef okkar um breska bóndann John Butler sem orðinn er Youtube stjarna á níræðisaldri. Hann hefur lengi stundað hugleiðslu og gefur út myndbönd þar sem hann talar mjúkum rómi um ýmis mál er varða innri frið. Myndbönd hans hafa fallið undir svokölluð ASMR myndbönd, en hvað í ósköpunum er það? Atli Fannar Bjarkason, samfélagsmiðla sérfræðingur, útskýrði þetta fyrirbæri aðeins fyrir okkur. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vinnur nú að því að byggja leiðigarð við gosstöðvarnar til þess að beina hraunrennsli áfram niður í Nátthaga og koma í veg fyrir að hraun renni niður í Nátthagakrika þaðan sem það á greiða leið í ýmsar áttir. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn var á línunni og sagði okkur nánar af þessari framkvæmd. Sævar Helgi Bragason gladdi okkur svo með fróðleik úr heimi vísindanna. Tónlist: Jón Jónsson og GDRN - Ef ástin er hrein. Laddi - Hér er ég. Páll Óskar og Casino - Up up and away. Madonna - Holiday. Sálin hans Jóns míns - Gott að vera til. U2 - All because of you. Rick Springfield - Jessies girl. Sycamore tree - Heart melodies. Aztec Camera - Somewhere in my heart.
Þjóðhátíðardagur Íslendinga er á fimmtudaginn. 17. júní í ár verður með svipuðu sniði og í fyrra en samkomutakmarkanir setja svip sinn á daginn. Þrátt fyrir að nú sé búið sé að losa hömlur að einhverju leyti eru takmarkanirnar samt meiri nú en fyrir ári síðan. Við skoðuðum dagskrána á nokkrum stöðum á landinu ásamt því að hringja í Aðalheiði Santos Sveinsdóttur, verkefnastjóra viðburða á menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar sem fór yfir hvernig hátíðahöldum verður háttað í höfuðborginni. Ekki er skimað fyrir GBS sýkingu hjá barnshafandi konum hér á landi og hefur það vakið óróa og ótta hjá verðandi mæðrum. Skimunum var hætt fyrir einhverjum árum en skimað er á flestum hinum Norðurlandanna. Fá tilvik og kostnaður virðist vera ástæðan fyrir því að hætt var að skima hér, eða hvað? Við fengum Evu Jónasdóttur, starfandi yfirlækni fæðingaþjónustunnar á Landsspítala, til að segja okkur hvað GBS er og ræða þetta mál. Í gær nefndum við forvitnilega frétt af vef okkar um breska bóndann John Butler sem orðinn er Youtube stjarna á níræðisaldri. Hann hefur lengi stundað hugleiðslu og gefur út myndbönd þar sem hann talar mjúkum rómi um ýmis mál er varða innri frið. Myndbönd hans hafa fallið undir svokölluð ASMR myndbönd, en hvað í ósköpunum er það? Atli Fannar Bjarkason, samfélagsmiðla sérfræðingur, útskýrði þetta fyrirbæri aðeins fyrir okkur. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vinnur nú að því að byggja leiðigarð við gosstöðvarnar til þess að beina hraunrennsli áfram niður í Nátthaga og koma í veg fyrir að hraun renni niður í Nátthagakrika þaðan sem það á greiða leið í ýmsar áttir. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn var á línunni og sagði okkur nánar af þessari framkvæmd. Sævar Helgi Bragason gladdi okkur svo með fróðleik úr heimi vísindanna. Tónlist: Jón Jónsson og GDRN - Ef ástin er hrein. Laddi - Hér er ég. Páll Óskar og Casino - Up up and away. Madonna - Holiday. Sálin hans Jóns míns - Gott að vera til. U2 - All because of you. Rick Springfield - Jessies girl. Sycamore tree - Heart melodies. Aztec Camera - Somewhere in my heart.
Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International: um leit að aðgerðasinna Íslandsdeildarinnar í tilefni 60 ára afmælis. Vilhelmína Haraldsdóttir læknir og Ragna Gústafsdóttir, deildarstjóri á blóð- og krabbameinsdeild Landsspítala: um söfnun hundrað og þrjátíu kvenna til handa deildinni. Ásdís Rósa Magnúsdóttir, prófessor í frönskum bókmenntum: vísindamaður vikunnar um franskar miðaldabókmenntir, smásögur og þýðingar. Geldingadalir: Urður Ýrr Brynjólfsdóttir, nemi í blaða-og fréttamennsku við HÍ, heimsækir Geldingadali.
Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International: um leit að aðgerðasinna Íslandsdeildarinnar í tilefni 60 ára afmælis. Vilhelmína Haraldsdóttir læknir og Ragna Gústafsdóttir, deildarstjóri á blóð- og krabbameinsdeild Landsspítala: um söfnun hundrað og þrjátíu kvenna til handa deildinni. Ásdís Rósa Magnúsdóttir, prófessor í frönskum bókmenntum: vísindamaður vikunnar um franskar miðaldabókmenntir, smásögur og þýðingar. Geldingadalir: Urður Ýrr Brynjólfsdóttir, nemi í blaða-og fréttamennsku við HÍ, heimsækir Geldingadali.
Eftir stutt veikindafrí snýr Kokkaflakkarinn aftur með glænýjan þátt inspireraðan af þessu fríi, því eftir nokkurra daga spítalalegu í kjölfar aðgerðar fór ég að spögulera í því hverskonar svakalegt batterí spítalaeldhús hljóti að vera. Og þá er auðvitað ekki nema eitt að gera og það er að hafa samband við manninn sem stýrir eldhúsinu á Landsspítalanum Háskólasjúkrahúsi og ræða það aðeins við hann. Sá heitir Jón Haukur Baldvinsson. Hann tók við stjórnartauminum í spítalaeldhúsinu á síðasta ári og hefur mikinn metnað fyrir hönd þess, metnað sem ég fékk að upplifa á eigin skinni að er farinn að skila sér. Við ræðum það, bakgrunn hans í veitingabransanum, en hann er einn af stofnendum Jamies Italian á Hótel Borg og ýmislegt fleira. Mjög fróðlegt og áhugavert spjall.
Ýmsir hafa lýst yfir áhyggjum af hættulegum gatnamótum nýja og gamla Álftanesvegar, m.a. Ragnhildur Ágústsdóttir sem er íbúi á svæðinu. Hún segir breytingar sem gerðar hafi verið stórhættulegar og þegar hafi slys orðið. Hún hefur nú sett af stað undirskriftarsöfnun þar sem bæjaryfirvöld í Garðabæ eru hvött til að endurskoða lokun við Prýðahverfi. Við heyrðum aðeins í Ragnhildi. Við forvitnuðumst um sjálfstyrkingarnámskeið stúlkna þar sem unnið er í gegnum rafíþróttir, með sálfræðilegri íhlutun til að auka félagsfærni og sjálfsmynd. Einnig er farið í slökun, núvitund og hreyfingu á þessum nýstárlegu námskeiðum. Þau Soffía Elín Sigurðardóttir, sálfræðingur, og Arnar Hólm Einarsson rafíþrótta sérfræðingur hjá XY esports komu til okkar og sögðu okkur meira. Vetrarfrí eru í skólum landsins og fjölskyldur hafa nýtt tækifærið og farið í frí, þar á meðal á skíði. Á Akureyri var víst erfitt að fá gistingu og borð á veitingastöðum í bænum. Þá var uppselt í Hlíðarfjall. Við tókum stöðuna eftir helgina og á línunni hjá okkur var forstöðumaður skíðasvæðisins, Brynjar Helgi Ásgeirsson. Á fréttamannafundi fyrir stuttu sagði Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels við grískan starfsbróður sinn að ef hann yrði einhvern tímann alvarlega veikur af Covid-19 þá ættu Ísraelar tilraunalyf sem gæfi góða raun gegn veikindunum. Lyfið nefnist EXO-CD24 og hefur verið í þróun. Á síðustu vikum hafa 30 sjúklingar fengið lyfið og náðu 29 þeirra sér að fullu á þremur til fimm dögum. Það tók lyfið aðeins lengri tíma að vinna á veirunni hjá þeim eina sem eftir var, en hann náði sér líka að fullu. Við leituðum til Björns Rúnars Lúðvíkssonar, yfirlæknis ónæmisfræðideildar Landsspítalans, og spurðum nánar út í þetta kraftaverkalyf, eins og það er kallað í ísraelskum fjölmiðlum. Við fórum yfir íþróttir helgarinnar með Hauki Harðarsyni íþróttafréttamanni og þar komu skíði, tennis, handbolti, körfubolti og píla m.a. við sögu. Tónlist: Teitur og Hildur - Mónika. Auður - Fljúgðu burt dúfa. Sam Smith - Diamonds. Baggalútur - Hlægifíflin. Duran Duran - Ordinary world. Alicia Keys - Fallin. Vök - Erase you. ABC - The look of love. Foo Fighters - Big me. Stefán Hilmarsson - Heimur allur hlær. Birnir og Páll Óskar - Spurningar.
Ýmsir hafa lýst yfir áhyggjum af hættulegum gatnamótum nýja og gamla Álftanesvegar, m.a. Ragnhildur Ágústsdóttir sem er íbúi á svæðinu. Hún segir breytingar sem gerðar hafi verið stórhættulegar og þegar hafi slys orðið. Hún hefur nú sett af stað undirskriftarsöfnun þar sem bæjaryfirvöld í Garðabæ eru hvött til að endurskoða lokun við Prýðahverfi. Við heyrðum aðeins í Ragnhildi. Við forvitnuðumst um sjálfstyrkingarnámskeið stúlkna þar sem unnið er í gegnum rafíþróttir, með sálfræðilegri íhlutun til að auka félagsfærni og sjálfsmynd. Einnig er farið í slökun, núvitund og hreyfingu á þessum nýstárlegu námskeiðum. Þau Soffía Elín Sigurðardóttir, sálfræðingur, og Arnar Hólm Einarsson rafíþrótta sérfræðingur hjá XY esports komu til okkar og sögðu okkur meira. Vetrarfrí eru í skólum landsins og fjölskyldur hafa nýtt tækifærið og farið í frí, þar á meðal á skíði. Á Akureyri var víst erfitt að fá gistingu og borð á veitingastöðum í bænum. Þá var uppselt í Hlíðarfjall. Við tókum stöðuna eftir helgina og á línunni hjá okkur var forstöðumaður skíðasvæðisins, Brynjar Helgi Ásgeirsson. Á fréttamannafundi fyrir stuttu sagði Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels við grískan starfsbróður sinn að ef hann yrði einhvern tímann alvarlega veikur af Covid-19 þá ættu Ísraelar tilraunalyf sem gæfi góða raun gegn veikindunum. Lyfið nefnist EXO-CD24 og hefur verið í þróun. Á síðustu vikum hafa 30 sjúklingar fengið lyfið og náðu 29 þeirra sér að fullu á þremur til fimm dögum. Það tók lyfið aðeins lengri tíma að vinna á veirunni hjá þeim eina sem eftir var, en hann náði sér líka að fullu. Við leituðum til Björns Rúnars Lúðvíkssonar, yfirlæknis ónæmisfræðideildar Landsspítalans, og spurðum nánar út í þetta kraftaverkalyf, eins og það er kallað í ísraelskum fjölmiðlum. Við fórum yfir íþróttir helgarinnar með Hauki Harðarsyni íþróttafréttamanni og þar komu skíði, tennis, handbolti, körfubolti og píla m.a. við sögu. Tónlist: Teitur og Hildur - Mónika. Auður - Fljúgðu burt dúfa. Sam Smith - Diamonds. Baggalútur - Hlægifíflin. Duran Duran - Ordinary world. Alicia Keys - Fallin. Vök - Erase you. ABC - The look of love. Foo Fighters - Big me. Stefán Hilmarsson - Heimur allur hlær. Birnir og Páll Óskar - Spurningar.
Umsjónarmenn: Rúnar Róbertsson og Sigmar Guðmundsson Greint verður frá því á valentínusardaginn hvaða ástarlýsing stóð uppúr á síðasta ári í íslenskum bókmenntum. Harpa Rún Kristjánsdóttir sagði okkur nánar frá því í þættinum. Verða strætisvagnar sjálfkeyrandi eftir nokkur ár? Það er stefnt að þessu að einhverju marki strax eftir 2 ár hjá Strætó. Tilraunaverkefni eru í gangi í Osló í Noregi og í Helskinki í Finnlandi. Hér tengist þetta Borgarlínu sem er í farvatninu. Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó var á línunni. Hljóðbóka og hlaðvarpsveitan Storytel fagnar um þessar mundir þriggja ára afmæli á Íslandi. Stefán Hjörleifsson framkvæmdarstjóri Storytel kom til okkar og sagði okkur frá Íslensku hljóðbókaverðlaununum 2021 sem eru áætluð, þá er Arnaldur Indriðason að koma með bækur sínar inná veituna og þekktur erlendur rithöfundur ætlar að skrifa sérstaklega fyrir Storytel. Þjóðin hefur fylgst með Guðmundi Felix Grétarssyni og leit hans að nýjum höndum eftir að hann missti þær í slysi árið 1998. Þjóðin safnaði meira að segja peningum svo ósk Guðmundar Felix gæti orðið að veruleika. Biðin hefur verið löng og ströng og reynt á Guðmund Felix og hans nánustu. Um daginn dró til tíðinda þegar handagjafi fannst og okkar maður fékk nýjar hendur. Við heyrðum í Guðmundi Felix beint frá Frakklandi. Við fengum til okkar góða gesti í fréttir vikunnar, þau Björn Inga Hrafnsson, ritstjóra Viljans, og Önnu Sigrúnu Baldursdóttur, sem er aðstoðarmaður forstjóra Landsspítalans. Tónlist: Bubbi Morthens - Á horni hamingjunnar Stevie Wonder - For once in my life Paul McCartney og Wings - Mull of Kintyre Blind Melon - No rain The Weeknd - Save your tears Duran Duran - Ordinary world Daft Punk ásamt Pharrell Williams og Nile Rodgers - Get lucky Depeche Mode - Never let me down again
Umsjónarmenn: Rúnar Róbertsson og Sigmar Guðmundsson Greint verður frá því á valentínusardaginn hvaða ástarlýsing stóð uppúr á síðasta ári í íslenskum bókmenntum. Harpa Rún Kristjánsdóttir sagði okkur nánar frá því í þættinum. Verða strætisvagnar sjálfkeyrandi eftir nokkur ár? Það er stefnt að þessu að einhverju marki strax eftir 2 ár hjá Strætó. Tilraunaverkefni eru í gangi í Osló í Noregi og í Helskinki í Finnlandi. Hér tengist þetta Borgarlínu sem er í farvatninu. Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó var á línunni. Hljóðbóka og hlaðvarpsveitan Storytel fagnar um þessar mundir þriggja ára afmæli á Íslandi. Stefán Hjörleifsson framkvæmdarstjóri Storytel kom til okkar og sagði okkur frá Íslensku hljóðbókaverðlaununum 2021 sem eru áætluð, þá er Arnaldur Indriðason að koma með bækur sínar inná veituna og þekktur erlendur rithöfundur ætlar að skrifa sérstaklega fyrir Storytel. Þjóðin hefur fylgst með Guðmundi Felix Grétarssyni og leit hans að nýjum höndum eftir að hann missti þær í slysi árið 1998. Þjóðin safnaði meira að segja peningum svo ósk Guðmundar Felix gæti orðið að veruleika. Biðin hefur verið löng og ströng og reynt á Guðmund Felix og hans nánustu. Um daginn dró til tíðinda þegar handagjafi fannst og okkar maður fékk nýjar hendur. Við heyrðum í Guðmundi Felix beint frá Frakklandi. Við fengum til okkar góða gesti í fréttir vikunnar, þau Björn Inga Hrafnsson, ritstjóra Viljans, og Önnu Sigrúnu Baldursdóttur, sem er aðstoðarmaður forstjóra Landsspítalans. Tónlist: Bubbi Morthens - Á horni hamingjunnar Stevie Wonder - For once in my life Paul McCartney og Wings - Mull of Kintyre Blind Melon - No rain The Weeknd - Save your tears Duran Duran - Ordinary world Daft Punk ásamt Pharrell Williams og Nile Rodgers - Get lucky Depeche Mode - Never let me down again
Jólagestur þessa þáttar er enginn annar en Læknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr Ingvarsson. Hann var á tímabili vinsælasti matarbloggari landsins, það vinsæll að hann var beðinn um að koma blogginu fyrir í bók til útgáfu. Síðan hefur hann gert nokkrar bækur og einnig sjónvarpsseríur. Við ræddum þetta auðvitað allt saman sem og Covid 19, því Ragnar var settur sem yfirlæknir Covid-göngudeildar Landsspítalans sem komið var upp á mettíma. Við töluðum líka um mat, jólamat og sænskan mat. Mjög skemmtilegt spjall við mjög skemmtilegan mann.
Séra Þórhallur Heimisson hefur undanfarin 25 ár haldið sjálfstyrkingar og hjónanámskeið sem margir hafa sótt. Hann ætlar nú í aðdraganda jólanna að bjóða uppá námskeið rafrænt í gegnum samskiptaforritið Zoom. Tíu leiðir til betra lífs er yfirskriftin á námskeiðinu sem hann hefur haldið áður fyrir skóla og félagasamtök. Nú geta allir verið með enda námskeiðið frítt. Séra Þórhallur var á línunni hjá okkur. Einar Hermansson, formaður SÁÁ, ræddi við okkur en söfnunarþátturinn Fyrir fjölskylduna, þar sem málefni SÁÁ verða í öndvegi, verður sendur út í kvöld hér á RÚV. Gunnar Dofri Ólafssson var á línunni hjá okkur en hann hefur þýtt bók eftir Hans Rosling sem heitir Raunvitund en hún rekur ástæður þess að við lesum þannig úr upplýsingum að við trúum því frekar að hlutirnir fari á verri veg og að það sé litað af ómeðvituðum en fyrirsjáanlegum fordómum. Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir COVID göngudeildar Landsspítalans var á línunni hjá okkur en og við ræddum við hann um stöðuna á faraldrinum og göngudeildinni og hversu miklar takmarkanir hann telji að eigi að vera í gildi næstu vikur. Grínistinn Ari Eldjárn braut blað í sögu íslenskrar uppistandara í vikunni þegar uppstand hans fór í sýningu á efnisveitunni Netflix. Er þetta í fyrsta skipti sem íslenskur uppistandari nær þessum árangri. Við heyrðum í Ara og spurðum hvaða þýðingu þetta hafi fyrir hann og jafnvel aðra íslenska grínista. Tónlist: Bubbi Morthens - Það er gott að elska Stevie Wonder - Someday at christmas Of monsters and men - Little talks Pálmi Gunnarsson - Gleði og friðarjól Sniglabandið - Haltu kjafti Sigríður Beinteinsdóttir - Senn koma jólin The Pogues og Kirsty McCall - Fairytale of New York
Séra Þórhallur Heimisson hefur undanfarin 25 ár haldið sjálfstyrkingar og hjónanámskeið sem margir hafa sótt. Hann ætlar nú í aðdraganda jólanna að bjóða uppá námskeið rafrænt í gegnum samskiptaforritið Zoom. Tíu leiðir til betra lífs er yfirskriftin á námskeiðinu sem hann hefur haldið áður fyrir skóla og félagasamtök. Nú geta allir verið með enda námskeiðið frítt. Séra Þórhallur var á línunni hjá okkur. Einar Hermansson, formaður SÁÁ, ræddi við okkur en söfnunarþátturinn Fyrir fjölskylduna, þar sem málefni SÁÁ verða í öndvegi, verður sendur út í kvöld hér á RÚV. Gunnar Dofri Ólafssson var á línunni hjá okkur en hann hefur þýtt bók eftir Hans Rosling sem heitir Raunvitund en hún rekur ástæður þess að við lesum þannig úr upplýsingum að við trúum því frekar að hlutirnir fari á verri veg og að það sé litað af ómeðvituðum en fyrirsjáanlegum fordómum. Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir COVID göngudeildar Landsspítalans var á línunni hjá okkur en og við ræddum við hann um stöðuna á faraldrinum og göngudeildinni og hversu miklar takmarkanir hann telji að eigi að vera í gildi næstu vikur. Grínistinn Ari Eldjárn braut blað í sögu íslenskrar uppistandara í vikunni þegar uppstand hans fór í sýningu á efnisveitunni Netflix. Er þetta í fyrsta skipti sem íslenskur uppistandari nær þessum árangri. Við heyrðum í Ara og spurðum hvaða þýðingu þetta hafi fyrir hann og jafnvel aðra íslenska grínista. Tónlist: Bubbi Morthens - Það er gott að elska Stevie Wonder - Someday at christmas Of monsters and men - Little talks Pálmi Gunnarsson - Gleði og friðarjól Sniglabandið - Haltu kjafti Sigríður Beinteinsdóttir - Senn koma jólin The Pogues og Kirsty McCall - Fairytale of New York
Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir, sem á 20 ára feril í faginu í Svíþjóð kom nýverið til Íslands til að starfa á Landsspítalanum. Hún hefur undanfarið talað opinskátt gegn sóttvarnaraðgerðum vegna Covid, sem hún segir að gangi of langt. Elísabet stóð einnig að undirskriftasöfnun um þá kröfu að framhaldsskólar verði opnaðir aftur. Hún vill meina að heilmargt sé hægt að gera til að verjast því að veikjast, annað en bara vera með grímur, halda fjarlægð og þvo hendur, eins og til dæmis að styrkja ónæmiskerfið með því að taka inn D-vítamín. Í þættinum spyr Sölvi Elísabetu um ástæður þess að hún gagnrýnir aðgerðirnar, hvaða afleiðingar það hefur haft fyrir hana og hvort að í samfélaginu sé þöggun. Þátturinn er í boði: Sjónlags - www.sjonlag.is Fitness Sport - www.fitnesssport.is Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/ Lemon - https://www.lemon.is/ Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/ Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg) Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan) Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
Gestur Sigmars stendur í ströngu þessa dagana, en hann lýsir óvæntri vendingu í lífi sínu á þann hátt að hann hafi á fáeinum dögum farið úr því að vera í sóttkví að elda nautarif yfir í að stýra Covid19 göngudeildinni á Landsspítalanum. Ragnar Freyr Ingvarsson segir frá starfi sínu sem læknir við þessar kerfjandi aðstæður og ástríðu sinni fyrir mat því hann er einnig þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu.
Gestur Sigmars stendur í ströngu þessa dagana, en hann lýsir óvæntri vendingu í lífi sínu á þann hátt að hann hafi á fáeinum dögum farið úr því að vera í sóttkví að elda nautarif yfir í að stýra Covid19 göngudeildinni á Landsspítalanum. Ragnar Freyr Ingvarsson segir frá starfi sínu sem læknir við þessar kerfjandi aðstæður og ástríðu sinni fyrir mat því hann er einnig þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu.
Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Búist er við að ríkisstjórnin kynni á morgun aðgerðir til að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar sitja nú á fundi. Róðurinn er að tekinn að þyngjast innan heilbrigðis og velferðarkerfisins vegna Covid-19 segir landlæknir. Fimm eru á Landsspítalanum með sjúkdóminn, einn á gjörgæslu. Þrír íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hafa greinst með smit. Formaður Sjómannasambands Íslands hvetur útgerðir fiskiskipa til að vera á varðbergi gagnvart kórónuveirunni og láti skima allar áhafnir fyrir brottför. Spænska ríkisstjórnin hótar að grípa til harðra aðgerða ef borgaryfirvöldum í Madríd mistekst að draga úr tíðni kórónuveirusmita. Starfsfólk Sjúkrahússins á Akureyri hefur verið beðið um að takmarka samgang við fólk af höfuðborgarsvæðinu vegna smithættu. Búist er við að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til lokaðs fundar á morgun til að ræða ástandið í héraðinu Nagorno-Karabakh. Þrjú íslensk fiskiskip voru í síðustu viku staðin að meintum ólöglegum veiðum innan lokaðra svæða í íslensku efnahagslögsögunni. Lengri umfjallanir: Búist er við að ríkisstjórnin kynni aðgerðir til að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga eftir ríkisstjórnarfund í fyrramálið. Atkvæðagreiðsla aðildarfyrirtækja SA um uppsögn Lífskjarasamningsins hefst á hádegi á morgun óháð því hvert útspil stjórnvalda verður. Framkvæmdastjóri SA segir að skiptar skoðanir séu meðal atvinnurekenda um hvernig bregðast eigi við. Arnar Páll Hauksson talar við Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra SA. Vísindamenn hjá Jarðvísindastofnun Háskóla íslands og Veðurstofunni fylgjast grannt með þeim fimm eldstöðvum á Íslandi sem liklegastar eru til að láta á sér kræla á næstunni. Bárðarbungu, Grímsvötnum, Heklu, Kötlu og Reykjanesskaga. Spegillinn settist niður með Freysteini Sigmundssyni jarðeðlisfræðingi hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og fékk hann til að fara yfir hverja eldstöð fyrir sig. Í dag tökum við fyrir Bárðarbungu, Grímsvötn, Heklu og Kötlu og bætum reyndar Öræfajökli við. Í Speglinum á morgun fjöllum við svo sérstaklega um Reykjanesskaga. Snarpur jarðskjálfti mældist um helgina í Bárðarbungu. Síðasta eldgosið á Íslandi, gosið í Holuhrauni 2024 til 2015 tengdist Bárðarbungu beint. Kristján Sigurjónsson talr við Freysteini. Öllum að óvörum hækkar verð á húsnæði þegar allt virðist takmörkunum háð í kóróna-kreppunni. Þetta hefur komið sérfræðingum mjög á óvart víða um lönd - og til dæmis í Osló, h
Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Búist er við að ríkisstjórnin kynni á morgun aðgerðir til að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar sitja nú á fundi. Róðurinn er að tekinn að þyngjast innan heilbrigðis og velferðarkerfisins vegna Covid-19 segir landlæknir. Fimm eru á Landsspítalanum með sjúkdóminn, einn á gjörgæslu. Þrír íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hafa greinst með smit. Formaður Sjómannasambands Íslands hvetur útgerðir fiskiskipa til að vera á varðbergi gagnvart kórónuveirunni og láti skima allar áhafnir fyrir brottför. Spænska ríkisstjórnin hótar að grípa til harðra aðgerða ef borgaryfirvöldum í Madríd mistekst að draga úr tíðni kórónuveirusmita. Starfsfólk Sjúkrahússins á Akureyri hefur verið beðið um að takmarka samgang við fólk af höfuðborgarsvæðinu vegna smithættu. Búist er við að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til lokaðs fundar á morgun til að ræða ástandið í héraðinu Nagorno-Karabakh. Þrjú íslensk fiskiskip voru í síðustu viku staðin að meintum ólöglegum veiðum innan lokaðra svæða í íslensku efnahagslögsögunni. Lengri umfjallanir: Búist er við að ríkisstjórnin kynni aðgerðir til að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga eftir ríkisstjórnarfund í fyrramálið. Atkvæðagreiðsla aðildarfyrirtækja SA um uppsögn Lífskjarasamningsins hefst á hádegi á morgun óháð því hvert útspil stjórnvalda verður. Framkvæmdastjóri SA segir að skiptar skoðanir séu meðal atvinnurekenda um hvernig bregðast eigi við. Arnar Páll Hauksson talar við Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra SA. Vísindamenn hjá Jarðvísindastofnun Háskóla íslands og Veðurstofunni fylgjast grannt með þeim fimm eldstöðvum á Íslandi sem liklegastar eru til að láta á sér kræla á næstunni. Bárðarbungu, Grímsvötnum, Heklu, Kötlu og Reykjanesskaga. Spegillinn settist niður með Freysteini Sigmundssyni jarðeðlisfræðingi hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og fékk hann til að fara yfir hverja eldstöð fyrir sig. Í dag tökum við fyrir Bárðarbungu, Grímsvötn, Heklu og Kötlu og bætum reyndar Öræfajökli við. Í Speglinum á morgun fjöllum við svo sérstaklega um Reykjanesskaga. Snarpur jarðskjálfti mældist um helgina í Bárðarbungu. Síðasta eldgosið á Íslandi, gosið í Holuhrauni 2024 til 2015 tengdist Bárðarbungu beint. Kristján Sigurjónsson talr við Freysteini. Öllum að óvörum hækkar verð á húsnæði þegar allt virðist takmörkunum háð í kóróna-kreppunni. Þetta hefur komið sérfræðingum mjög á óvart víða um lönd - og til dæmis í Osló, h
Gestur minn að þessu sinni heitir Ásta Bjarnadóttir og er framkvæmdastjóri mannauðsmála á Landsspítalanum. Svona til þess að gefa ykkur góða mynd af því mannauðsstarfi sem fer fram á spítalanum þá starfa um 60 manns við ráðningar, stjórnendaráðgjöf, laun og önnur mál. Ásta hefur starfað nánast óslitið við mannauðsmál sem mannauðsstjóri, háskólakennari eða ráðgjafi á því sviði frá því að hún lauk doktorsprófi í vinnu- og skipulagsfræði frá Minnesotaháskóla í Bandaríkjunum haustið 97. Starfið á spítalanum er viðamikið og ræðum við meðal annars hvernig miðlæg mannauðsþjónusta virkar, jafnlaunavottun sem tók 1 og hálft ár og svo hvernig verkefnamiðað vinnurými hefur reynst vel undanfarið. Auk þessa kemur miklu meira skemmtilegt fram í spjallinu okkar. Þátturinn er í boði 50skills og Origo.
Hjúkrunarfræðingarnir Signý Sveinsdóttir og Þórdís Edda Hjartardóttir héldur erindi á Bráðadeginum 2020 og kynntu þar gæðaverkefni sem þær hafa unnið að á bráðamóttöku Landsspítalans undan farið. Verkefnið snýr að því að vekja heilbrigðisstarfsfólk til umhugsunar um notkunar sírita eða mónitora við umönnum sjúklinga.
Við ræddum áhrif verkfalla á sorphirðuna í borginni, tillögu um stjórn yfir Landsspítalann og hvernig sporna megi við einelti. Við lærðum allt um samskipti með svokölluðum tjáknum og að endingu hvarnig best er að anda.
Már Kristjánsson yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landsspítalans og Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra komu í Bráðvarpið og sögðu okkur frá kóronaveirunni sem kennd er við Wuhan hérað í Kína sem geysar um heiminn þessa dagana. https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item38806/Koronaveiran-2019-nCoV-%E2%80%93-Frettir-og-fraedsla/Novel-coronavirus-2019-nCoV--Latest-updates-and-info
Nokkuð hefur verið um bruna undanfarið og mikið eignatjón þar sem sumir tapa jafnvel öllu sínu. Sigrún A. Þorsteinsdóttir forvarnarfulltrúi kíkti til okkar og fræddi okkur um forvarnir þegar kemur að bruna og fara yfir valkosti í tryggingum með okkur. Ný rannsókn, byggð á gögnum Landsspítalans, leiðir í ljós að annan hvern dag kemur kona á spítalann eftir að hafa fengið áverka vegna heimilisofbeldis. Beinn kostnaður spítalans vegna þessa nemur um hundrað milljónum á 10 ára tímabili, en ef allt er talið er kostnaðurinn hærri. Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild HÍ, kom til okkar og sagði okkur frá rannsókninni . Nemendur í Árskóla á Sauðárkróki fagna upphafi aðventu á hátíðlegan hátt með friðargöngu. Við slógum á þráðinn norður til Óskars G. Björnssonar skólastjóra og spurðum út í þessa hefð sem flestum á svæðinu finnst ómissandi. Fimm börn hafa verið ættleidd erlendis frá í ár. Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri íslenskrar ættleiðingar, segir að hægt sé einfalda ættleiðingakerfið hér á landi mikið með því að stofna sérstakt sérfræðiteymi þvert á landið. Það myndi jafna möguleika fjölskyldna á ættleiðingu en barnaverndarnefndir séu 27 á landinu og vinnubrögð þeirra ólík. Kristinn kom til okkar. Við fórum yfir það allra helsta af íþróttum helgarinnar með Kristjönu Arnarsdóttur íþróttafréttamanni. Tónlist: Stefán Hilmarsson - Glæddu jólagleði í þínu hjarta. Imelda May - Black tears (ft. Jeff Beck). Svanhildur Jakobsdóttir - Hvít jól. Erla og Gréta - Ég er að bíða eftir þér. The Charlatans - Cant get out of bed. Dolly Parton - Here you come again. Biggi Hilmars, Sóley og Pétur Ben - Fögur jól. The Cardigans - Lovefool. Vök - In the dark.
Nokkuð hefur verið um bruna undanfarið og mikið eignatjón þar sem sumir tapa jafnvel öllu sínu. Sigrún A. Þorsteinsdóttir forvarnarfulltrúi kíkti til okkar og fræddi okkur um forvarnir þegar kemur að bruna og fara yfir valkosti í tryggingum með okkur. Ný rannsókn, byggð á gögnum Landsspítalans, leiðir í ljós að annan hvern dag kemur kona á spítalann eftir að hafa fengið áverka vegna heimilisofbeldis. Beinn kostnaður spítalans vegna þessa nemur um hundrað milljónum á 10 ára tímabili, en ef allt er talið er kostnaðurinn hærri. Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild HÍ, kom til okkar og sagði okkur frá rannsókninni . Nemendur í Árskóla á Sauðárkróki fagna upphafi aðventu á hátíðlegan hátt með friðargöngu. Við slógum á þráðinn norður til Óskars G. Björnssonar skólastjóra og spurðum út í þessa hefð sem flestum á svæðinu finnst ómissandi. Fimm börn hafa verið ættleidd erlendis frá í ár. Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri íslenskrar ættleiðingar, segir að hægt sé einfalda ættleiðingakerfið hér á landi mikið með því að stofna sérstakt sérfræðiteymi þvert á landið. Það myndi jafna möguleika fjölskyldna á ættleiðingu en barnaverndarnefndir séu 27 á landinu og vinnubrögð þeirra ólík. Kristinn kom til okkar. Við fórum yfir það allra helsta af íþróttum helgarinnar með Kristjönu Arnarsdóttur íþróttafréttamanni. Tónlist: Stefán Hilmarsson - Glæddu jólagleði í þínu hjarta. Imelda May - Black tears (ft. Jeff Beck). Svanhildur Jakobsdóttir - Hvít jól. Erla og Gréta - Ég er að bíða eftir þér. The Charlatans - Cant get out of bed. Dolly Parton - Here you come again. Biggi Hilmars, Sóley og Pétur Ben - Fögur jól. The Cardigans - Lovefool. Vök - In the dark.
Reykjavík síðdegis fimmtudaginn 4. júlí 2019 Efni dagsins: - Hversu auðvelt er að hakka sig inn á símann þinn? Theódór Ragnar Gíslason tæknistjóri Syndis - Börn sérlega viðkvæm fyrir E.coli. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir um Ecoli smit á leikskóla. - Yfir þúsund manns bíða eftir greiningu á kæfisvefni á Landspítalanum og listinn lengist. Erna Sif Arnardóttir rannsóknasérfræðingur í svefnrannsóknum við HR og Landsspítala - Óyggjandi sannanir fyrir hamfarahlýnun af mannavöldum. Halldór Björnsson, sérfræðingur í loftslagsbreytingum hjá Veðurstofu Íslands. - Kviðfita eykur líkurnar á krabbameini til muna. Jóhanna Eyrún Torfadóttir næringar og lýðheilsufræðingur um samspil líkamsfitu og krabbameina - Talar fyrir svín og kjúklinga. Sigmar Vilhjálmsson talsmaður FESK. Sendu okkur tölvupóst á reykjavik@bylgjan.is
Í þessum þáttum er ætlunin að ræða heilbrigðisþjónustu í sem víðustu samhengi. Hér er á ferðinni málefni sem að margir hafa skoðanir á en kannski ekki oft sem heilbrigðismál eru rædd opinberlega án þess að einstaka mál verði fyrirferðarmikil. Við höfum meiri áhuga á að ræða þessi mál almennt og þá helst án upphrópana. Til þess fáum við ýmsa aðila sem tengjast heilbrigðisþjónustu. Gert ráð fyrir að viðmælendur hafi haft tíma og ráðrúm til undirbúnings. Þannig geta þeir rökstutt svör sín og vonandi útskýrt fyrir hlustendum stefnur og strauma á sínu fræðasviði. Einnig verður áhugavert að heyra þeirra sýn á heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Umsjón: Ævar Kjartansson og Magnús Karl Magnússon.
Í þessum þáttum er ætlunin að ræða heilbrigðisþjónustu í sem víðustu samhengi. Hér er á ferðinni málefni sem að margir hafa skoðanir á en kannski ekki oft sem heilbrigðismál eru rædd opinberlega án þess að einstaka mál verði fyrirferðarmikil. Við höfum meiri áhuga á að ræða þessi mál almennt og þá helst án upphrópana. Til þess fáum við ýmsa aðila sem tengjast heilbrigðisþjónustu. Gert ráð fyrir að viðmælendur hafi haft tíma og ráðrúm til undirbúnings. Þannig geta þeir rökstutt svör sín og vonandi útskýrt fyrir hlustendum stefnur og strauma á sínu fræðasviði. Einnig verður áhugavert að heyra þeirra sýn á heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Umsjón: Ævar Kjartansson og Magnús Karl Magnússon.
Jón Magnús Kristjánsson Yfirlæknir á bráðamóttöku Landsspítalans í Fossvogi og Guðrún Lísbet Níelsdóttir Hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri viðbragsáætlana flæðissviðs Landsspítalans, komu í Bráðavarpið og ræddum við um hópslys, bráðaflokkun og getu heilbrigðiskerfsins til þess að takast á við slíka atvik.
Guðmundur Jóhann Arngrímsson, verslunarstjóri hjá Vodafone, ræddi við okkur um tæki til að fylgjast með staðsetningu barna. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ræddi um samskipti Íslands og Tyrklands en þau hafa verið í brennidepli undanfarið í tengslum við landsleik Íslands og Tyrklands. Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri Syndis, ræddi við okkur um öryggi heimasíðna á Íslandi en nokkrar heimasíður hafa orðið fyrir árásum í aðdraganda leiks Íslands og Tyrklands. Rafn Hilmarsson, þvagfæraskurðlæknir hjá Landsspítalanu, ræddi við okkur um nýtt krabbameinspróf. Gummi Ben ræddi við okkur um landsleikinn í kvöld. Daði Gunnarsson, yfirmaður netafbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ræddi við okkur um svikahrappa á Facebook sem eru að auglýsa oft í nafni þjóðþekktra Íslendinga.
Ólafur Baldursson framkvstj. lækninga og Sigríði Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar Landsspítala: Rætt við þau í tilefni greinar í Kjarnanum um nýtingu upplýsingatækni fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk. Bergur Einarsson jarðeðlisfræðingur: Breytingar á jöklum og framhlaup skriðjökla.' Jón Atli Benediktsson rektor HÍ: Framtíð menntunar og háskólastigið.
Við huguðum að geðheilsunni í þættinum í dag, Sólveig Kristjánsdóttir sálfræðingur kom í þáttinn og sagði frá fræðsluefni sem hefur verið að útbúa fyrir almenning - ekki síst unglinga í þessum efnum. Áhugaverð myndbönd um geðheilsu, kvíða og fleira. Hægt er að finna myndböndin á www.thinnbestivinur.is og á youtube rásinni Vertu þinn besti vinur. Um þessar mundir eru 30 ár liðin síðan Rótarýhreyfingin gekk fram í því að hrinda af stað herferð til útrýmingar lömundarveiki í heiminum, í samstarfi við WHO og UNICEF og fleiri aðila. Fyrir 30 árum var faraldur í 125 löndum en nú finnst þessi vírus aðeins í þremur löndum. Lokahnykkurinn er eftir og Rótarýhreyfingin á Íslandi hefur sett saman myndband í því tilefni þar sem meðal annars er rætt við Sigrúnu Hjartardóttir frá Tjörn í Svarfaðardal en hún veiktist í síðasta svona faraldri hér á Íslandi árið 1955. Við fengum þau Garðar Eiríksson frá Rótary hreyfingunni Önnu Stefánsdóttur fyrrv. Hjúkrunarforstjóra Landsspítalans og viðtakandi umdæmisstjóra til að segja okkur frá. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Jón Geir Jóhannsson trommuleikari hljómsveitarinnar Skálmaldar, en hann er einn umsjónarmanna bókadeildar Nexus og mikill bókaormur. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið, hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL
Margir hafa tekið upp á því að plokka, þ.e. að tína rusl á víðavangi. Ein þeirra öflugri í plokkinu er Sólveig Ásta Ísafoldardóttir á Patreksfirði og hefur hún hlotið nafnbótina heiðursplokkari á sínum heimaslóðum. Sólveig Ásta segir plokkið ekki bara jákvætt fyrir umhverfið, það hafi líka jákvæð áhrif á hana sjálfa. Við slógum á þráðinn vestur og heyrðum í Sólveigu Ástu. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landsspítalanum ræddi við okkur um notkun háskólanema á lyfseðilsskyldum lyfjum og hvort þessi lyf hafi þau áhrif á námsárangur sem nemendurnir sækjast eftir. Einkum er þarna um að ræða sterk verkjalyf, örvandi og kvíðalyf og svo svefnlyf. Jóhannes Stefánsson, eða Jói í Múlakaffi eins og hann er gjarnan nefndur, kom til okkar en hann útbýr þorramat ofan í þúsundir landsmanna og þar með talin nokkur af stærstu blótum landsins ár hvert. Tegundasvindl með sjávarafurðir er stórt vandamál í heiminum. Ódýrari fiskur er þannig seldur sem dýrari í stórum stíl. Svavar Hávarðsson, ritstjóri Fiskifrétta, sem fjallað hefur um þetta sagði okkur frá áhyggjum íslensks sjávarútvegs af þessu en þar á bæ grunar menn að svindlið sé að einhverju marki stundað undir merkjum þess að verið sé að selja íslenskan fisk. Svavar fræddi okkur líka um nýjustu tíðindi af beðmálum Makríls á Íslandsmiðum og íslenskum þorski sem sagður er finnast norður við Jan Mayen. Veitur hvetja fólk til að spara heita vatnið en heimilin nota mun meira af því þessa dagana vegna kuldans. Það gæti komið til þess að skerða afhendingu á heitu vatni til stórnotenda, td sundlauganna. Eiríkur Hjálmarsson fór yfir þetta með okkur. Guðmundur Jóhannsson kom í sitt vikulega tæknispjall og ræddi m.a. landbúnaðartölvuleik og galla í facetime. Tónlist: GDNR - Það sem er. Richard Ashcroft - Thats when I feel it. Warmland - Further. Van Morrison - Crazy love. Sykurmolarnir - Regina. Cranberries - All over now. Kacey Musgraves - Slow burn.
Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Flugumferð frá Heathrow flugvelli í Lundúnum hefur verið stöðvuð vegna gruns um að dróni hafi sést á lofti í nágrenni vallarins. Á Twitter kemur fram að flugvallaryfirvöld vinni náið með Lundúnalögreglunni til að koma í veg fyrir að öryggi sé ógnað Öll vinna við stofnmælingar og veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar er í uppnámi ef ríflega 230 milljóna niðurskurður á rekstri stofnunarinnar verður að veruleika. Forstjóri Hafró og útilokar ekki að segja þurfi upp fólki. Mikilvægast er að koma greiðslu á örorkulífeyri þeirra sem búið hafa í öðru EES í rétt horf á þessu ári, en fara síðan í að leiðrétta skekkju fyrri ára. Þetta segir félagsmálaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um friðlýsingu Víkurgarðs, sem nú er Fógetatorg í miðbæ Reykjavíkur. Friðlýsingin nær aðeins til Víkurgarðs eins og hann er skilgreindur í núgildandi lóðauppdrætti af svæðinu. Mikill sóðaskapur er við tuttugu yfirgefna sumarbústaði við Elliðavatn. Svo virðist sem einhverjir hafi farið þar um og skemmt allt sem hægt er að skemma. Íbúar í nágrenninu hafa verulegar áhyggjur af ástandinu. Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa ítrekað reynt að fá leyfi hjá landeiganda til að hreinsasvæðið. Á annað hundrað þúsund kennarar í Simbabve leggja niður vinnu frá og með morgundeginum. Þeir segja að laun þeirra hafi gufað upp að undanförnu. Umhverfisstofnun hefur lokað fyrir umferð gangandi fólks um Fjarðárgljúfur um óakveðinn tíma. Gögnustígur er eitt forarsvað vegna bleytutíðar og mikils ágangs. Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði í handbolta er meiddur og verður ekki með á Heimsmeistaramótinu sem hefst á föstudag í Þýskalandi. Lengri Umfjallanir: Reikniaðferðir Tryggingastofnunar til að meta búsetuhlutfalla öryrkja hafa verið notaðar í aldarfjórðung. Vegna reglna um fyrningar verður ekki endurgreitt nema fjögur ár aftur í tímann en það sættir Öryrkjabandalagið sig ekki við. Arnar Páll Hauksson segir frá. Landlæknisembættið gaf í dag út skýrslu, eða hlutaúttekt, vegna alvarlegrar stöðu á bráðamóttöku Landsspítalans. Óhætt er að segja að niðurstöður úttektarinnar séu býsna afdráttarlausar og landlæknisembættið kemur með ábendingar til bæði Landspítala og Heilbrigðisráðuneytis um aðgerðir sem sumar hverjar þola enga bið. Kristján Sigurjónsson ræðir við Ölmu D. Möller landlækni í beinni útsendingu.
Sunna og Elín eru sískonur. Fólk sem er ekki sís býr margt hvert við fordóma og áreiti, og ekki síst misskilning. En samhliða því að sumstaðar sé mikið bakslag í réttindum hinsegin fólks er algengara og algengara að fólk vandi sig að kynja fólk rétt og venji sig á ný fornöfn. Íslenskan er smám saman að aðlagast með ýmsum nýyrðum (hýryrðum) og kynsegin fólk fær að skilgreina sig eins og þeim sýnist. Gestur þáttarins að þessu sinni er Valgerður Hirst Baldurs, sem er kynsegin, þ.e. upplifir sig utan kynjatvíhyggjunnar, og notar fornafnið hán. Þau ræða bakslagið í Bandaríkjunum, ferli Vallýjar við að fara í brjóstnám hjá transteymi Landsspítalans, mikilvægi þess að spyrja fólk um skilgreiningar og kynjun, kynsegin fyrirmyndir og hvernig er hægt að vera góður bandamaður. Hinsegin frá Ö til A: Kynsegin https://otila.is/hinsegin-regnhlifin/kynvitund-og-kyntjaning/kynsegin/ Vallý á Twitter https://mobile.twitter.com/kynsegin Viðtal við Vallý á Jafnréttisdögum HÍ: http://www.visir.is/g/2017171008918 Trans land https://gayiceland.is/2018/trans-land-a-new-platform-for-trans-people/
Íslenska kokkalandsliðinu hefur gengið vel á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í Lúxemborg. Að baki liggur mikill undirbúningur og uppskeran því sérlega ánægjuleg. Við slógum á þráðinn til Lúxemborgar og heyrðum í Ylfu Helgadóttur matreiðslumeistara, þjálfara liðsins. Geir Konráð Theodórsson uppfinningamaður í Borgarnesi hefur búið til versta nammi í heimi að eigin sögn. Um er að ræða vegan hákarlanammi og segir Geir miklar og ítarlegar bragðprófanir að baki, sem að mestu hafi bitnað á fjölskyldunni, en nú sé framleiðsla hafin. Við heyrðum í Geir. Píratar vilja að Alþingi álykti um að heilbrigiðsráherra undirbúi og leggi fram frumvarp um notkun og framleiðslu lyfjahamps. Í daglegu tali er talað um kannabis í lækningarskyni og telja þingmennirnir að líta þurfi til rannsókna og reynslu nágrannalanda. Halldóra Mogensen, fyrsti flutningsmaður, sagði á Stöð 2 um helgina að ekki ætti að gera fólk að glæpamönnum fyrir að nýta sér kannabis í veikindum sínum. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landsspítalanum, kom til okkar og ræddi þetta mál. Í þættinum Sítengd, sem sýndur var í sjónvarpinu í gær kom glögglega fram hversu háð fólk getur orðið samfélagsmiðlum. Halldóra Snorradóttir, menntaskólanemi, sagði þar sögu sína og einnig var rætt við Eyjólf Örn Jónsson, sálfræðing. Þau komu til okkar og fóru nánar yfir þetta. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður leit við og við fórum yfir þau svakalegu læti sem eru í kringum viðureign argentínsku liðanna River Plate og Boca Juniors í meistardeild S-Ameríku. Tónlist: Emilíana Torrini - Blame it on the sun. Rag N Bone Man - Human. Justin Timberlake og Michael Jackson - Love never felt so good. Bryan Ferry - Don't stop the dance. Drangar - Bál. Warmland - Nicest. Amabadama - Dágóða stund. Lenny Kravitz - It aint over til its over. Johnny Marr - Spiral cities.
Sveitarfélögin fimmtán á Suðurlandi hafa sett af stað átaks- og árveknisverkefnið Umhverfis Suðurland. Íbúar, fyrirtæki og sveitarfélög í landshlutanum eru hvött til enn meiri flokkunar og endurvinnslu en nú er, auk þess sem ráðist er í almenna tiltekt í landshlutanum í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Ingunn Jónsdóttir er verkefnastjóri og hún var á línunni hjá okkur. Íslandsmótið í Skrafli fer fram um næstu helgi en skrafl nýtur sívaxandi vinsælda. Þúsundir Íslendinga spila reglulega á netinu eða með hefðbundnu skraflborði og þau Hildur Lilliendahl Vigóssdóttir, formaður Skraflfélags Íslands, og Vilhjálmur Þorsteinsson, Íslandsmeistari í skrafli, komu til okkar. Við fjölluðum að sjálfsögðu um kaup Icelandair á Wow Air sem greint var frá í gær. Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair, Primera Air og framkvæmdastjóri hjá Isavia, svo eitthvað sé nefnt, þekkir flugbransann út og inn, og hann fór yfir þetta með okkur í þættinum. Sigurlaug Benediktsdóttir, fæðingar- og kvensjúkdómalæknir á Landsspítalanum, kom til okkar en hún skrifaði grein á Vísi um helgina sem fór á mikið flug á samfélagsmiðlum. Þar benti hún á að konur muni vegna félagslegra aðstæðna þurfa að fara í fóstureyðingu eða þungunarrof eftir 12 viku og allt fram að 22. viku og mótmælir þar með Ingu Sæland, formanni flokks fólksins, sem hefur mótmælt frumvarpi heilbrigðisráðherra sem mjög hefur verið til umræðu. Sigurlaug segir eitt er alveg á hreinu, að konur muni um alla tíð verða þungaðar á röngum tíma, með röngum manni, í röngu ástandi, óviljandi, vegna þess að smokkurinn rifnaði eða þær köstuðu upp pillunni. Sævar Helgi Bragason kom í sitt vikulega vísindaspjall og fjallaði um hversu mikil áhrif mannsins eru á dýraríkið og hversu margar tegundir hafa dáið út vegna ágangs okkar mannana. Tónlist: Utangarðsmenn - Kyrrlátt kvöld við fjörðinn. Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðm. - Vindar að hausti. Christine and the Queens - Girlfriend. Moby - Natural Blues. Nýdönsk - Á plánetunni jörð. Tom Petty - Free fallin. Friðrik Dór og Bríet - Hata að hafa þig ekki hér. Bananarama - Venus. Lenny Kravitz - Low.
Árið 2008 var Kristín R. Vilhjálmsdóttir ráðin sem verkefnastjóri fjölmenningar á Borgarbókasafninu til að skapa samtal í fjölbreyttu landslagi tungumála og menningar. Síðan þá hefur Borgarbókasafnið, sem stærsta menningarstofnun Reykjavíkurborgar, verið í fararbroddi á sviði fjölmenningar og sameinað íbúa í Reykjavík í gegnum listir, tungumál og menningu. Starfið hefur vakið áhuga víða um Ísland, á hinum Norðurlöndunum, í Kanada, Tékklandi og Belgíu svo dæmi séu nefnd. Kristín kom í þáttinn í dag. Árið 1992 stofnuðu hjúkrunarfræðingarnir Hrund Helgadóttir og Þóra Björg Þórhallsdóttir heimaaðstoð í samvinnu við krabbameinslækningadeild Landsspítalans. Markmiðið var að mynda brú milli sjúkrahúss og heimilis. Tveimur árum síðar hætti sú starfsemi formlega og hjúkrunarþjónustan Karitas hóf starfsemi sem sjálfstætt starfandi þjónusta fyrir fólk með langvinna og ólæknandi sjúkdóma. Karítas hefur verið nokkuð í fréttum undanfarið og Lísa Páls fór og kynnti sér málið. Evrópukeppnin í fjármálalæsi fór fram í Brussel á dögunum. Íslenska liðið, skipað tveimur nemendum úr Austurbæjarskóla, eftir að hafa sigrað í undankeppninni hér á landi. Alls tóku yfir 40 þúsund nemendur í 25 Evrópulöndum þátt í undankeppnum fyrir úrslitin. Þau Ari Kaprasíus Kristjánsson, Telma Jeanne Bonthonneau og kennarinn þeirra Sigrún Lilja Jónasdóttir komu í þáttinn og sögðu frá þessari reynslu. Umsjón í dag, Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Við ræðum við Írisi Ellenberger doktor í sagnfræði, um nýlega rannsókn hennar á menningarblöndun í Reykjavík í upphafi 20.aldar. Íris hefur rannsakað sérstaklega hvernig fólk undirstrikaði stéttarstöðu sína með dönskum hlutum, mat og orðum og hvað fólkið sem tilheyrði ekki ráðandi stétt gerði með þessa framandi dönsku menningu sem var aðeins á færi fárra. Við kíkjum inn á æfingu í Söngskóla Reykjavíkur þar sem þær Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, mezzósópran, og Hrönn Þráinsdóttir, píanóleikari undirbúa flutning á nýjum sönglögum og þjóðlagaútsetningum Jónasar Ingimundarsonar. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Tíbrá, og verða haldnir í Salnum í Kópavogi næstkomandi sunnudag. Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt flytur pistil um fagurfræði borgarinnar í aðdraganda borgarstjórnarkosninga, að þessu sinni fjallar pistill hennar um staðsetningu Landsspítalans. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári. Í þessum þætti les Renata Paciejewska, heilbrigðisritari hjá Landsspítala Háskólasjúkrahúsi auglýsingu frá versluninni Goðafossi, Laugavegi 5, sem Kristín Meinholt rak. Hún starfrækti þar einnig hárgreiðslustofu en Kristín mun hafa opnað eina fyrstu hárgreiðslustofu bæjarins. Goðafoss var um áratugaskeið ein helsta snyrtivöruverslun Reykjavíkur. R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV. Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson. Tónlist: Úlfur Eldjárn. Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir.
Benedikt Guðmundsson verkefnisstjóri Orkustofnun: Orkukostnaður heimila landsins er ákaflega mismunandi eftir því hvar þau eru og mestur milli dreifbýlis og þéttbýlis. Munurinn getur verið allt að 130% milli hæsta og lægsta verðs. Benedikt útskýrir hvernig raforkukerfið skiptist í dreifingaraðila og orkusala og hversu óþarflega flókið kerfið er. Elísabet Sigfúsdóttir Sigfúsdóttir félagsráðgjafi geðsviði Landsspítala: Elísabet stýrir teyminu"foreldraar,meðganga og barn" og aðstoðar verðandi eða nýbakaða foreldra sem hafa sögu um geðranan vanda eða fíknivanda. Friðrik Páll: Þjóðernissinnuð hægri stjórn Póllands hefur sett lög sem gera það refsivert að halda því fram að Pólverjar hafi átt þátt í útrýmingu gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni. Lagasetningunni hefur verið mótmælt víða um heim. Pólverjar eru sakaðir um að vilja endurrita söguna, og samskipti pólsku stjórnarinnar og Ísraels hafa kólnað verulega.
Ólafsfirðingurinn Elsa Guðrún Jónsdóttir verður fyrst íslenskra kvenna til að keppa í skíðagöngu á Ólympíuleikum þegar hún keppir í 10 kílómetra göngu á leikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu. Íslenska liðið og fylgdarfólk er óðum að jafna sig eftir langt ferðalag en leikarnir verða settir annað kvöld. Við sláum á þráðinn til Elsu Guðrúnar. Flensan hefur leikið landsmenn grátt að undanförnu og er mikið álag á Landspítalanum vegna fjölda innlagna af hennar völdum. Fréttir utan úr heimi herma jafnframt að þessi árlega pest hafi verið óvenjuskæð í Bandaríkjunum og í hluta Evrópu. Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir smitsjúkdómavarna Landsspítalans, kemur til okkar. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknar, kemur til okkar í þáttinni en frumvarp hennar um bann við umskurði drengja er mikið hitamál, einkum og sér í lagi á samfélagsmiðlum. Þráinn Rósmundsson, barnaskurðlæknir, sagði í þættinum í gær að það væru ekki gerðar svona aðgerðir á Landsspítalanum og að svo hefði verið í nokkur ár því læknar á íslandi vilja einfaldlega gera slíkar aðgerðir. Við spyrjum því Silju Dögg hvort það sé einfaldlega nauðsynlegt að leggja fram frumvarpið. Mikil umræða hefur verið um ofneyslu fíkniefna að undanförnu og hafa sumir foreldrar barna í neyslu kallað eftir fjölbreyttari úrræðum en nú eru í boði á vegum Barnaverndarstofu. Bent hefur verið á að meðferðarstofnunum hafi fækkað og lögð sé of mikil áhersla á stuðning við börn og fölskyldur inni á heimilum. Nú eru tíu ár síðan Barnaverndarstofa innleiddi svokallað MST úrræði fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda og fer það fram á heimili fjölskyldunnar og gerir þá kröfu að barnið búi á heimilinu. Halldór Hauksson, sálfræðingur hjá Barnaverndarstofu, fer yfir það með okkur hverju þessi breytta áhersla hafi skilað undanfarinn áratug. Jóhann Hlíðar Harðarson fréttamaður flytur okkur áhugaverðar fréttir utan úr heimi.