POPULARITY
Í hverri viku bætast að meðaltali um 50-60 nýir bílar í umferðina á höfuðborgarsvæðinu og við ákváðum að forvitnast um Borgarlínuna í þættinum í dag. Framkvæmd Borgarlínunnar er skipt í 6 lotur og fyrsta lota nær frá Hamraborg í Kópavogi að Krossmýrartorgi í Reykjavík og áætlað er að hún verði fullbúin árið 2031. Atli Björn Levy tók við starfi forstöðumanns Verkefnastofu Borgarlínunnar fyrir nokkrum mánuðum. Hann er samgönguverkfræðingur og leiðir Borgarlínuverkefnið og hann kom í þáttinn í dag og fór með okkur yfir stöðuna. Nú stendur yfir Tannverndarvikan og til okkar í dag kom Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir tannlæknir og fyrrverandi formaður Tannlæknafélagsins. Lögð er áhersla á rétta tannhirðu, tengsl munnheilsu og andlegrar vellíðunar, forvarnir gegn verkjum og sýkingum og fleira sem Jóhanna fræddi okkur um tannheilsu í þættinum. Svo heyrðum við um verkefni á Suðurnesjum, þar sem er til dæmis kortlögð íþróttaiðkun barna með fötlun og aðgerðaráætlun með það fyrir augum að auka þáttöku þeirra og barna af erlendum uppruna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Þáttaka meðal einstaklinga með fötlun í skipulögðu íþróttastarfi er ekki nema 4% og sú prósenta er jafnvel enn lægri á Suðurnesjum. Sigurður Friðrik Gunnarsson og Petra Ruth Rúnarsdóttir, svæðisfulltrúar ÍSÍ og UMFÍ á Suðurnesjum, komu í þáttinn og sögðu okkur meira frá þessu. Tónlist í þættinum í dag: Kata rokkar / Björk Guðmundsdóttir og Tríó Guðmundar Ingólfssonar (Theódór Einarsson) Waterloo Sunset / The Kinks (Ray Davies) Líttu sérhvert sólarlag / Sigríður Thorlacius og Valdimar Guðmundsson (Bragi Valdimar Skúlason) Ástarsæla / Hljómar (Gunnar Þórðarson, texti Þorsteinn Eggertsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Þriðjudagurinn 1. október Þriðja heimstyrjöldin, vistkrísa, borgarlína, Elskuleg og karlar Tjörvi Schiöth doktorsnemi segir okkur frá innrás Ísraelshers í Líbanon og veikri vígstöðu Úkraínuhers, sem hvort tveggja getur leitt til þriðju heimstyrjöldinni. Heldri eldhugar og fulltrúar eldri aðgerðarsinna Aldins, þeir Stefán Jón Hafstein og Árni Bragason koma að Rauða borðinu og varða veg úr vistkrísunni með alvöru aðgerðaráætlun í raunhæfri bjartsýni. Þórarinn Hjaltason samgönguverkfræðingur er í hópi skeptískra er kemur að Borgarlínu. Hann segir að Borgarlínan hafi þegar kostað höfuðborgarbúa mikið. Vera Wonder Sölvadóttir leikstjóri, Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Vilborg Halldórsdóttir leikkona og Helga Rakel Rafnsdóttir leikstjóri ræða Elskuleg, mynd Lilju Ingólfsdóttir, sem fjallar um konur og skilnaði. Annar kafli í karlaspjallinu fjallar um seka karlinn. Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur leiðir samtal um karlmennsku. Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur, Reinhold Richter eftirlaunamaður og Freyr Eyjólfsson öskukarl svara og segja frá.
Miðvikudagurinn 18. september Niðurskurðarstefna, borgarlína, borgaraleg óhlýðni og Ólympíuleikar Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar segir okkur frá bók Clöru Mattei hagfræðiprófessor um Auðvaldsskipulagið og svelti- eða niðurskurðarstefnu. Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalisti og Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati deila um borgarlínu. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International og Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki á Menntavísindasviði Háskóla Íslands ræða um gildi mótmæla og borgaralegrar óhlýðni. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson sagnfræðinemi og íþróttafréttamaður segir okkur frá för íslenskra keppenda og fylgdarliðs á Ólympíuleikana í London 1948.
Við fögnuðum 100þátta afmæli með því að rökræða eyðslufyllerí Borgarlínu
Við kynnum okkur stöðuna á nýrri brú sem á að leggja yfir Fossvog innan fárra ára. Hönnunarsamkeppni fór fram árið 2021 og það stefnir í að útboð vegna landfyllinga fari fram innan skamms. Ásdís Kristinsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu, og Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri Höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni, fara yfir þessi mál með okkur. Nokkur vörubretti af skriftvélum, gataspjöldum og ýmsum gömlum vélbúnaði og hugbúnaði sem ekki telst lengur brúklegur hjá íslenskum fyrirtækjum eru nú varðveitt í rúmgóðum kössum. Það er alltaf að koma fram einhver ný tæki sem leysir aðra af hólmi og þessi tæki geyma merkilega sögu. Við ætlum að fjalla um gömul tæki og varðveislu þeirra en hjá Ský, áður skýrslutæknifélagi Íslands, er starfandi söguhópur. Tveir meðlimir hans, Þorsteinn Hallgrímsson og Guðmundur Hannesson, ræða sögu tölvubúnaðar við Samfélagið. Við heyrum svo málfarsmínútu og fáum bolludagsglaðning frá Safni RÚV.
Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða um hugmyndir framsóknarmanna um bankaskatt, losunarheimildir í skipaflutningum og viðhorf stjórnvalda til atvinnulífsins í því samhengi, um undarleg ummæli orkumálastjóra, kyrrstöðu í frekari orkuöflun og verðmætasköpun í landinu og það hvort að stjórnkerfið sé fullt af fólki sem vill ekki sjá frekari orkuöflun. Í þættinum er einnig rætt um bréf forstjóra Stoða til hluthafa félagsins og gagnrýni hans á rekstur Kviku banka, um það hvort að Þorsteinn Víglundsson sé að munda sig upp í það að verða formaður Samtaka atvinnulífsins, hvort að von sé á frekari hækkun stýrivaxta í næstu viku, hvort að Vestfjarðarlína sé mikilvægari en Borgarlína og margt fleira.
Við fórum "after dark" þegar á leið. Borgarlína fékk að heyra það, andskotans óþefur á Seltjarnarnesi og í vesturbænum. Sala á áfengi gefin frjáls í Svíþjóð, next up Ísland. Leggöng eiga nú að heita bónusgöt til að móðga ekki trans
Mánudagurinn 27. febrúar Verðbólgan glefsaði í morgun og við fáum Ásgeir Brynjar Torfason, sérfræðingur í fjármálum, til að skýra hvað gangi á. Hvers vegna virkar ekki vaxtahækkanir Seðlabankans? Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir okkur hvaða áhrif verðbólgu og vaxta hefur á launafólk og hvernig það ætti að bregðast við. Hilmar Þór Björnsson arkitekt ræðir við okkur um borgarlínuna, sem hann er ánægður með en þó ekki. Eva H. Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði fer með okkur yfir stöðu flokka og ríkisstjórnar, en líka flakk kjósenda og leit þeirra að álitlegum kosti. Og Kristín Davíðsdóttir hjúkrunarfræðingur segir okkur frá umönnun sprautufíkla og aðbúnað þessa veikstæða hóps. Og við segjum fréttir dagsins.
Grænmetisolíur hafa verið töluvert áberandi í umræðunni á samfélagsmiðlum að undanförnu þar sem allskonar aðilar, áhrifavaldar oftar en ekki eru að halda fram skaðsemi þeirra. Næringarfræðingar hafa séð sig knúna til að svara þessari umræðu og til okkar kemur Jóhanna Eyrún Torfadóttir næringarfræðingur hjá embætti landlæknis og fer yfir þetta mál, bæði hvers vegna grænmetisolíur eru vísindalega taldar vera betri og hollari og hvernig svona hugmyndir og rangfærslur ná flugi. Við fjöllum um norræna umhverfismerkið Svaninn í þætti dagsins. Veltum fyrir okkur framtíðinni og heyrum af stórri viðhorfskönnun þar sem meðal annars var spurt sérstaklega um grænþvott. Elva Rakel Jónsdóttir framkvæmdastjóri Svansins á Íslandi sest hjá okkur á eftir. Páll Líndal umhverfissálfræðingur les okkur svo pistilinn í lok þáttar.
Grænmetisolíur hafa verið töluvert áberandi í umræðunni á samfélagsmiðlum að undanförnu þar sem allskonar aðilar, áhrifavaldar oftar en ekki eru að halda fram skaðsemi þeirra. Næringarfræðingar hafa séð sig knúna til að svara þessari umræðu og til okkar kemur Jóhanna Eyrún Torfadóttir næringarfræðingur hjá embætti landlæknis og fer yfir þetta mál, bæði hvers vegna grænmetisolíur eru vísindalega taldar vera betri og hollari og hvernig svona hugmyndir og rangfærslur ná flugi. Við fjöllum um norræna umhverfismerkið Svaninn í þætti dagsins. Veltum fyrir okkur framtíðinni og heyrum af stórri viðhorfskönnun þar sem meðal annars var spurt sérstaklega um grænþvott. Elva Rakel Jónsdóttir framkvæmdastjóri Svansins á Íslandi sest hjá okkur á eftir. Páll Líndal umhverfissálfræðingur les okkur svo pistilinn í lok þáttar.
Tilkoma Borgarlínu gæti haft ýmiss konar ávinning fyrir lýðheilsu okkar. Þetta er niðurstaða nýs lýðheilsumats sem gert var og kynnt á dögunum. Þar eru lagðar til alls konar leiðir til að gera almenningssamgöngurnar aðgengilegri, allt frá bókstaflegu aðgengi að biðstöðvum og að því að hægt sé að borga með fjölbreyttari hætti. Þær Hugrún Snorradóttir og Harpa Þorsteinsdóttir unnu að lýðheilsumatinu og komu til okkar. Í síðasta mánuði lést kona á tíræðisaldri sem titluð var í fjölmiðlum síðasta prinsessa Havaí. Abigail Kawananakoa var níutíu og sex ára gömul og gat rakið ættir sínar til konungsfjölskyldunnar sem réði ríkjum á Havaí-eyjum áður en Bandaríkjamenn tóku þær yfir. Prinsessan var vellauðug og stóð í deilum um auðævi sín á síðustu æviárunum. Vera Illugadóttir sagði okkur frá prinsessunni og kóngafólki Havaí. Kjarvalsstaðir verða 50 ára á þessu ári, dyrnar voru opnaðar í mars árið 1973. Safnið er hluti Listasafns Reykjavíkur og þessum tímamótum verður fagnað með margvíslegum hætti á árinu. Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri sagði frá Kjarvalsstöðum og árinu framundan. Umsjón: Bogi Ágústsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Á venjulegum degi - KK Jeg Har Elsket Dig, Så Længe Jeg Kan Mindes - Anne Linnet Aloha Oe - Johnny Cash
Tilkoma Borgarlínu gæti haft ýmiss konar ávinning fyrir lýðheilsu okkar. Þetta er niðurstaða nýs lýðheilsumats sem gert var og kynnt á dögunum. Þar eru lagðar til alls konar leiðir til að gera almenningssamgöngurnar aðgengilegri, allt frá bókstaflegu aðgengi að biðstöðvum og að því að hægt sé að borga með fjölbreyttari hætti. Þær Hugrún Snorradóttir og Harpa Þorsteinsdóttir unnu að lýðheilsumatinu og komu til okkar. Í síðasta mánuði lést kona á tíræðisaldri sem titluð var í fjölmiðlum síðasta prinsessa Havaí. Abigail Kawananakoa var níutíu og sex ára gömul og gat rakið ættir sínar til konungsfjölskyldunnar sem réði ríkjum á Havaí-eyjum áður en Bandaríkjamenn tóku þær yfir. Prinsessan var vellauðug og stóð í deilum um auðævi sín á síðustu æviárunum. Vera Illugadóttir sagði okkur frá prinsessunni og kóngafólki Havaí. Kjarvalsstaðir verða 50 ára á þessu ári, dyrnar voru opnaðar í mars árið 1973. Safnið er hluti Listasafns Reykjavíkur og þessum tímamótum verður fagnað með margvíslegum hætti á árinu. Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri sagði frá Kjarvalsstöðum og árinu framundan. Umsjón: Bogi Ágústsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Á venjulegum degi - KK Jeg Har Elsket Dig, Så Længe Jeg Kan Mindes - Anne Linnet Aloha Oe - Johnny Cash
Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson fara, í hundraðasta þættinum í hlaðvarpi Þjóðmála, yfir það helsta sem er að eiga sér stað þessa dagana. Þar má nefna kjaraviðræður og óstöðuga leiðtoga verkalýðshreyfingarinnar, hvort að þjóðin sé að hlusta á varnarorð seðlabankastjóra, hvort og hvenær velmegun leiðir okkur út í skurð og hverjir það eru sem skapa raunveruleg verðmæti. Þá er rætt um atburði sem eru að eiga sér stað í Kína og Íran þar sem ungt fólk er að rísa upp gegn stjórnlyndi.
Ísland er bílaland, flestir ferðast einir í sínum bíl og reka þau erindi sem hver og einn þarf sinna. Stundum er eins og enginn sé í vinnunni, því umferðin er þung alla daga. Við ætlum að huga að samgöngum í þætti dagsins. Það eru ýmsir möguleikar, t.d. að ganga, hjóla og taka strætó og nýlega bættust svokölluð hopphjól eða skútur í hópinn. Bílar eru semsagt ekki til umræðu í dag. Við heilsum uppá Sindra Frey Ásgeirsson formann samtaka um bíllausan lífsstíl, heimsækjum vegagerðina og ræðum við Bryndísi Friðriksdóttur svæðisstjóra höfuðborgarsvæðsins hjá Vegagerðinni og ábyrgðarmaður Borgarlínu og Arndísi Ólfafsdóttur Arnalds forstöðumann verkefnastofu Borgarlínu, báðar verkfræðingar auðvitað, en við byrjum uppá Höfða og hittum framkvæmdastjóra Strætó Jóhannes Svavar Rúnarsson.
Heiðar og Árni settust niður í aðdraganda landsleikjhlés til að gera upp fyrsta Fjórðung tímabilsins. Væri réttara að kalla deildina Borgarlínudeildina? Lið gætu allavega færst ansi hratt á milli efri byggðar og neðri byggðar með sigri eða tapi. Kemur á óvart hvar nokkur lið eru staðsett í dag og svo kemur minna á óvart hvar önnur lið eru staðsett.
Þessi var gagnlegur fyrir þig. Hvernig er best að stunda kynlíf í bíl (sumir hafa meiri reynslu en aðrir af þeirri iðju) er gott að geyma oxy í nærbuxum, er betra að láta Hopp hafa 53 milljarða en að gera Borgarlínu ? Lögregludagbókin eðlilega á sínum stað og James Corden hent út af veitingastað
Fjallað verður um nýtt torg á Hlemmi. Þegar húsið var tekið í notkun undir nafninu Áningarstaðurinn Hlemmi árið 1978 var þar blómaverslun, blaða- og ritfangaverslun, snyrtivöruverslun, skartgripaverslun, leikfangaverslun, ísbúð og sjoppa. Húsið átti að vera gróðursælt og stór svæði fóru undir lifandi plöntur í beðum, mikil dagsbirta lék um húsið og gluggarnir stóru sem mynda útveggi hússins tengdu starfsemina inni við lífið á götunum í kring. Því er ekki að neita að Hlemmur drabbaðist niður, en sú ákvörðun að breyta því í mathöll sló í gegn, en Hlemmur hélt einnig áfram að vera biðskýli fyrir fólk sem ferðast með strætó. Samkeppni um Hlemmtorg var haldin fyrir nokkrum árum, við höfum svo sem fjallað um það hér á Flakkinu en með tilkomu Borgarlínu verður þetta mikil breyting, bæði fyrir gesti og gangandi, íbúa og einkabíla. Við ræðum við Pawel Bartoszek varaformann umhverfis- og skipulagsráðs og Hrafnkel Á Proppé sem gegnir forstöðu verkefnis um Borgarlínu. En hönnuður hins nýja Hlemmtorgs er Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt hjá DLD, í samvinnu við sænsku arkitektastofuna Manda Works og er Martin Arfalk er aðalhönnuðurinn. Umsjón: Lísa Pálsdóttir.
Fjallað verður um nýtt torg á Hlemmi. Þegar húsið var tekið í notkun undir nafninu Áningarstaðurinn Hlemmi árið 1978 var þar blómaverslun, blaða- og ritfangaverslun, snyrtivöruverslun, skartgripaverslun, leikfangaverslun, ísbúð og sjoppa. Húsið átti að vera gróðursælt og stór svæði fóru undir lifandi plöntur í beðum, mikil dagsbirta lék um húsið og gluggarnir stóru sem mynda útveggi hússins tengdu starfsemina inni við lífið á götunum í kring. Því er ekki að neita að Hlemmur drabbaðist niður, en sú ákvörðun að breyta því í mathöll sló í gegn, en Hlemmur hélt einnig áfram að vera biðskýli fyrir fólk sem ferðast með strætó. Samkeppni um Hlemmtorg var haldin fyrir nokkrum árum, við höfum svo sem fjallað um það hér á Flakkinu en með tilkomu Borgarlínu verður þetta mikil breyting, bæði fyrir gesti og gangandi, íbúa og einkabíla. Við ræðum við Pawel Bartoszek varaformann umhverfis- og skipulagsráðs og Hrafnkel Á Proppé sem gegnir forstöðu verkefnis um Borgarlínu. En hönnuður hins nýja Hlemmtorgs er Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt hjá DLD, í samvinnu við sænsku arkitektastofuna Manda Works og er Martin Arfalk er aðalhönnuðurinn. Umsjón: Lísa Pálsdóttir.
Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins snýst um fleira en borgarlínu, þegar hefur verið ráðist í ýmsar gatna- og vegaframkvæmdir á grundvelli hans og margt er í bígerð. Borgarlína er ekki lestakerfi, eins og margir virðast telja, heldur bætt strætisvagnakerfi. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, sagði frá því sem í sáttmálanum felst. Sótt var að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í fyrirspurnartíma forsætisráðherra í breska þinginu í gær. Bogi Ágústsson fjallaði um umræðurnar í Heimsglugganum. Hann sagði líka frá mati bresks öryggismálasérfræðings að Pútin Rússlandsforseti verði farinn úr embætti innan þriggja til sex mánaða. Fjárhagsvandi SAS var líka til umfjöllunar. Sjósund er flestra meina bót. Herdís Anna Þorvaldsdóttir, formaður Sjósundsfélags Reykjavíkur sagði frá ágæti þessarar hreyfingar og útivistar og hvatti borgaryfirvöld til að búa betur að sjósundsfólki. Tónlist: Sugar sugar - Wilson Pickett, Vem kan segla förutan vind - Gunnar Gunnarsson og Tómas R. Einarsson, Stormskers Mæja - Anna Pálína Árnadóttir, Always look on the Bright side of life - Monthy Python, Swimming song - Loudon Wainwright III. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir.
Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins snýst um fleira en borgarlínu, þegar hefur verið ráðist í ýmsar gatna- og vegaframkvæmdir á grundvelli hans og margt er í bígerð. Borgarlína er ekki lestakerfi, eins og margir virðast telja, heldur bætt strætisvagnakerfi. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, sagði frá því sem í sáttmálanum felst. Sótt var að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í fyrirspurnartíma forsætisráðherra í breska þinginu í gær. Bogi Ágústsson fjallaði um umræðurnar í Heimsglugganum. Hann sagði líka frá mati bresks öryggismálasérfræðings að Pútin Rússlandsforseti verði farinn úr embætti innan þriggja til sex mánaða. Fjárhagsvandi SAS var líka til umfjöllunar. Sjósund er flestra meina bót. Herdís Anna Þorvaldsdóttir, formaður Sjósundsfélags Reykjavíkur sagði frá ágæti þessarar hreyfingar og útivistar og hvatti borgaryfirvöld til að búa betur að sjósundsfólki. Tónlist: Sugar sugar - Wilson Pickett, Vem kan segla förutan vind - Gunnar Gunnarsson og Tómas R. Einarsson, Stormskers Mæja - Anna Pálína Árnadóttir, Always look on the Bright side of life - Monthy Python, Swimming song - Loudon Wainwright III. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir.
Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins snýst um fleira en borgarlínu, þegar hefur verið ráðist í ýmsar gatna- og vegaframkvæmdir á grundvelli hans og margt er í bígerð. Borgarlína er ekki lestakerfi, eins og margir virðast telja, heldur bætt strætisvagnakerfi. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, sagði frá því sem í sáttmálanum felst. Sótt var að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í fyrirspurnartíma forsætisráðherra í breska þinginu í gær. Bogi Ágústsson fjallaði um umræðurnar í Heimsglugganum. Hann sagði líka frá mati bresks öryggismálasérfræðings að Pútin Rússlandsforseti verði farinn úr embætti innan þriggja til sex mánaða. Fjárhagsvandi SAS var líka til umfjöllunar. Sjósund er flestra meina bót. Herdís Anna Þorvaldsdóttir, formaður Sjósundsfélags Reykjavíkur sagði frá ágæti þessarar hreyfingar og útivistar og hvatti borgaryfirvöld til að búa betur að sjósundsfólki. Tónlist: Sugar sugar - Wilson Pickett, Vem kan segla förutan vind - Gunnar Gunnarsson og Tómas R. Einarsson, Stormskers Mæja - Anna Pálína Árnadóttir, Always look on the Bright side of life - Monthy Python, Swimming song - Loudon Wainwright III. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir.
Starfsfólkið í ráðhúsinu fær martraðir um allt sem getur farið úrskeiðis á kosninganótt, enda aðeins 18 dagar til stefnu. Við heyrum frá draumórum þeirra. Þá sitja allir oddvitar Reykjavíkur fyrir svörum um borgarlínu en samgöngur skipta marga kjósendur máli fyrir komandi kosningar. Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir, Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir og Ingvar Þór Björnsson. Framleiðandi: Atli Már Steinarsson. Ritstjóri kosningaumfjöllunar RÚV: Valgeir Örn Ragnarsson.
Keith Richard hættur að reykja og mun líklega deyja fyrst hann er hættur. Jói Fel tók síman og sagði okkur allt um tilfinninguna að fá hjartaáfall. Boðorðin 10 ættu að vera tvö og skrítna glæpaféttin nýr liður sem var óhuggulegur í þetta skiptið. Heyrðuð það fyrst hér að Borgarlína floppar. Takk fyrir að hlusta.
www.patreon.com/einpaelingArnar Þór Ingólfsson er rísandi stjarna í blaðaheiminum. Nýlega var honum tilkynnt að hann væri sakborningur í máli sem tengist starfsmanni Samherja. Hér er tæpt á því og jafnframt spurt hvort hlaðvörp séu fjölmiðlar. Samtalið snýst þó aðallega um samgöngumál, borgarlínu og borgarstjórnarpólitík. Rætt er um bílamenningu, kostnað við borgarlínu, rask vegna þéttingar byggðar og fleira.
Grænskjáir er heiti á verkefni sem innleiða á í grunnskólum Reykjavíkur og lítur að því að miðla gögnum, þekkingu og fræðslu um umhverfismál. Að baki verkefninu standa Klappir ásamt samstarfsaðilum og við fengum Láru Sigríði Lýðsdóttur markaðsstjóri Klappa til að segja okkur frá þessu. Omíkron-afbrigði COVID-19 hefur nú greinst víða og tugir ríkja hafa gripið til þess ráðs að banna ferðalög frá ákveðnum löndum eða grípa til frekari sóttvarnaaðgerða. Við ræddum við Birgi Jónsson, forstjóra flugfélagsins Play, um óvissuna þessa mánuðina, framtíðaráform félagsins og jólavertíðina í ferðamennskunni. Fyrir nokkru síðan ræddum við menntunartækifæri ungs fatlaðs fólks við Söru Dögg Svanhildardóttur verkefnisstjóra hjá Þroskahjálp. Þar kom fram að víða er pottur brotinn og náms- og starfsframboð takmarkað og einsleitt. Sara Dögg vonaðist þó til að stjórnvöld myndu gera átak í þessum málum, en lýsir nú yfir miklum vonbrigðum með áætlanir stjórnmála í þessum málaflokki, þegar litið er til fjárlagafrumvarpsins. Íbúar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði óttast að hús þeirra verði rifin eða færð svo hægt sé að rýmka til fyrir borgarlínu, en það gæti gerst samkvæmt einni sviðsmynd áætlunar fyrir verkefnið. Við ræddum við Davíð Þorláksson, sem er framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgangna, sem sér um framkvæmd Borgarlínunnar. Sigríður Beinteinsdóttir stórsöngkona er ekki af baki dottinn þrátt fyrir erfiða tíma undanfarin misseri hjá tónlistarfólki. Hún heldur sína árlegu jólatónleika á morgun og hinn og bíður spennt eftir að stíga á svið fyrir fólk, í Hörpu, en í fyrra voru tónleikar hennar eingöngu sendir út í streymi. Sigga kíkti til okkar í smá jólaspjall. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöld og þá tóku fulltrúar allra flokka á þingi einnig til máls. Við ræddum við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði um það sem fram fór á Alþingi í gær. Tónlist: Brother Grass - Jól. Katrín Halldóra og Páll Óskar - Ástardúett. Bruno Mars, Anderson Paak og Silk Sonic - Leave the door open. Ísold og Már - Jólaósk. GDRN - Næsta líf. Herbert Guðmundsson - Með stjörnunum. U2 - Your song saved my life. Sigríður Beinteinsdóttir - Senn koma jólin. Ellen Kristjáns og John Grant - Veldu stjörnu.
Grænskjáir er heiti á verkefni sem innleiða á í grunnskólum Reykjavíkur og lítur að því að miðla gögnum, þekkingu og fræðslu um umhverfismál. Að baki verkefninu standa Klappir ásamt samstarfsaðilum og við fengum Láru Sigríði Lýðsdóttur markaðsstjóri Klappa til að segja okkur frá þessu. Omíkron-afbrigði COVID-19 hefur nú greinst víða og tugir ríkja hafa gripið til þess ráðs að banna ferðalög frá ákveðnum löndum eða grípa til frekari sóttvarnaaðgerða. Við ræddum við Birgi Jónsson, forstjóra flugfélagsins Play, um óvissuna þessa mánuðina, framtíðaráform félagsins og jólavertíðina í ferðamennskunni. Fyrir nokkru síðan ræddum við menntunartækifæri ungs fatlaðs fólks við Söru Dögg Svanhildardóttur verkefnisstjóra hjá Þroskahjálp. Þar kom fram að víða er pottur brotinn og náms- og starfsframboð takmarkað og einsleitt. Sara Dögg vonaðist þó til að stjórnvöld myndu gera átak í þessum málum, en lýsir nú yfir miklum vonbrigðum með áætlanir stjórnmála í þessum málaflokki, þegar litið er til fjárlagafrumvarpsins. Íbúar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði óttast að hús þeirra verði rifin eða færð svo hægt sé að rýmka til fyrir borgarlínu, en það gæti gerst samkvæmt einni sviðsmynd áætlunar fyrir verkefnið. Við ræddum við Davíð Þorláksson, sem er framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgangna, sem sér um framkvæmd Borgarlínunnar. Sigríður Beinteinsdóttir stórsöngkona er ekki af baki dottinn þrátt fyrir erfiða tíma undanfarin misseri hjá tónlistarfólki. Hún heldur sína árlegu jólatónleika á morgun og hinn og bíður spennt eftir að stíga á svið fyrir fólk, í Hörpu, en í fyrra voru tónleikar hennar eingöngu sendir út í streymi. Sigga kíkti til okkar í smá jólaspjall. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöld og þá tóku fulltrúar allra flokka á þingi einnig til máls. Við ræddum við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði um það sem fram fór á Alþingi í gær. Tónlist: Brother Grass - Jól. Katrín Halldóra og Páll Óskar - Ástardúett. Bruno Mars, Anderson Paak og Silk Sonic - Leave the door open. Ísold og Már - Jólaósk. GDRN - Næsta líf. Herbert Guðmundsson - Með stjörnunum. U2 - Your song saved my life. Sigríður Beinteinsdóttir - Senn koma jólin. Ellen Kristjáns og John Grant - Veldu stjörnu.
Í kvöld fara fram fyrstu tónleikarnir í tónleikaseríu Bjarkar Guðmundsdóttur, Björk Orkestral. Upprunalega áttu tónleikarnir að fara fram í Frakklandi, Englandi, Rússlandi, Finnlandi og Þýskalandi - sumarið 2020. Eðli málsins samkvæmt, varð lítið úr því ferðalagi en þess meiri er ávinningur Íslendinga sem njóta órafmagnaðrar tónlistar Bjarkar í Hörpu, og í beinum útsendingum á Rás 1 og RÚV 2 næstu vikurnar. Viktor Orri Árnason, stjórnar strengjasveit Sinfóníunnar á tónleikum kvöldsins og segir okkur frá því sem í vændum er. Borgarlína, reiðhjólabylting, rafhlaupahjól og rafbílar, samgöngur eru að taka stakkaskiptum. Enn um sinn munum við nýta innviðina sem bensínbílarnir krefjast, götur, hraðbrautir, umferðarfléttur og bílastæði, en þau mannvirki sem munu kannski helst verða gagnslaus á rafbílatímum eru bensínstöðvarnar. Við veltum fyrir okkur sögu og framtíð bensínstöðva í lestinni í dag, við heimsækjum minjastofnun íslands og reiðhjólaverslunina Berlín sem hefur komið sér fyrir í gamalli bensínstöð við Háaleitisbraut. Ásgeir H Ingólfsson rýnir í tvær kvikmyndir á Riff, reykjavík international film festival, sem lauk um helgina. Myndirnar eiga það sameiginlegt að fjalla um konur af erlendum uppruna á Íslandi. Sú fyrri er heimildarmyndin Hvunndagshetjur um fjórar konur sem eiga það sameiginlegt að hafa búið á Íslandi í tuttugu ár. Fæddar í Bosníu, Jamaíku, Póllandi og Tyrklandi og sú seinni er Wolka, síðasta mynd leikstjórans Árna Ólafs Ásgeirssonar sem lést fyrr á árinu, og fyrsta leikna íslenska myndin sem gefur nána innsýn í pólskt samfélag hér á landi.
Í kvöld fara fram fyrstu tónleikarnir í tónleikaseríu Bjarkar Guðmundsdóttur, Björk Orkestral. Upprunalega áttu tónleikarnir að fara fram í Frakklandi, Englandi, Rússlandi, Finnlandi og Þýskalandi - sumarið 2020. Eðli málsins samkvæmt, varð lítið úr því ferðalagi en þess meiri er ávinningur Íslendinga sem njóta órafmagnaðrar tónlistar Bjarkar í Hörpu, og í beinum útsendingum á Rás 1 og RÚV 2 næstu vikurnar. Viktor Orri Árnason, stjórnar strengjasveit Sinfóníunnar á tónleikum kvöldsins og segir okkur frá því sem í vændum er. Borgarlína, reiðhjólabylting, rafhlaupahjól og rafbílar, samgöngur eru að taka stakkaskiptum. Enn um sinn munum við nýta innviðina sem bensínbílarnir krefjast, götur, hraðbrautir, umferðarfléttur og bílastæði, en þau mannvirki sem munu kannski helst verða gagnslaus á rafbílatímum eru bensínstöðvarnar. Við veltum fyrir okkur sögu og framtíð bensínstöðva í lestinni í dag, við heimsækjum minjastofnun íslands og reiðhjólaverslunina Berlín sem hefur komið sér fyrir í gamalli bensínstöð við Háaleitisbraut. Ásgeir H Ingólfsson rýnir í tvær kvikmyndir á Riff, reykjavík international film festival, sem lauk um helgina. Myndirnar eiga það sameiginlegt að fjalla um konur af erlendum uppruna á Íslandi. Sú fyrri er heimildarmyndin Hvunndagshetjur um fjórar konur sem eiga það sameiginlegt að hafa búið á Íslandi í tuttugu ár. Fæddar í Bosníu, Jamaíku, Póllandi og Tyrklandi og sú seinni er Wolka, síðasta mynd leikstjórans Árna Ólafs Ásgeirssonar sem lést fyrr á árinu, og fyrsta leikna íslenska myndin sem gefur nána innsýn í pólskt samfélag hér á landi.
Borgarlína ræður miklu um hvar og hvernig borgin þéttist í á næstu árum. Til að standa undir rekstri Borglínunnar er nauðsynlegt að aðgengi að henni verði nálægt íbúðarhúsum þannig að möguleikar íbúa til notkunar þjónustunnar nýtist, og að íbúar sjái kostinn við að taka strætó, fekar en að nota einkabíl. Við ætlum að fjalla um tvo stóra byggingareiti í þættinum í dag, Heklureit og Héðinsreit, sá fyrri á Laugavegi og síðari vestur við Ánanaust. Það hefur tekið nokkuð langan tíma að skipuleggja Heklureitinn, og margt kemur til í því sambandi. Rætt við Ásdísi Helgu Ágústsdóttur arkitekt hjá Yrki. En svo er verið að þétta vestur í bæ, fjallað hefur verið um Steindórsreitinn hér í þættinum, en nú ætlum við líta aðeins á Héðinsreitinn, annar stór reitur með áætlun um yfir 300 íbúða. Framkvæmdir eru hafnar á hluta reitsins og beinum okkar augum þangað. Það er Hjalti Brynjarsson arkitekt hjá Arkþing Nordic sem er höfundur þessa hluta.
Borgarlína ræður miklu um hvar og hvernig borgin þéttist í á næstu árum. Til að standa undir rekstri Borglínunnar er nauðsynlegt að aðgengi að henni verði nálægt íbúðarhúsum þannig að möguleikar íbúa til notkunar þjónustunnar nýtist, og að íbúar sjái kostinn við að taka strætó, fekar en að nota einkabíl. Við ætlum að fjalla um tvo stóra byggingareiti í þættinum í dag, Heklureit og Héðinsreit, sá fyrri á Laugavegi og síðari vestur við Ánanaust. Það hefur tekið nokkuð langan tíma að skipuleggja Heklureitinn, og margt kemur til í því sambandi. Rætt við Ásdísi Helgu Ágústsdóttur arkitekt hjá Yrki. En svo er verið að þétta vestur í bæ, fjallað hefur verið um Steindórsreitinn hér í þættinum, en nú ætlum við líta aðeins á Héðinsreitinn, annar stór reitur með áætlun um yfir 300 íbúða. Framkvæmdir eru hafnar á hluta reitsins og beinum okkar augum þangað. Það er Hjalti Brynjarsson arkitekt hjá Arkþing Nordic sem er höfundur þessa hluta.
Fjallað verður um nýtt torg á Hlemmi í þætti dagsins. Þegar húsið var tekið í notkun undir nafninu Áningarstaðurinn Hlemmi árið 1978 var þar blómaverslun, blaða- og ritfangaverslun, snyrtivöruverslun, skartgripaverslun, leikfangaverslun, ísbúð og sjoppa. Húsið átti að vera gróðursælt og stór svæði fóru undir lifandi plöntur í beðum, mikil dagsbirta lék um húsið og gluggarnir stóru sem mynda útveggi hússins tengdu starfsemina inni við lífið á götunum í kring. Því er ekki að neita að Hlemmur drabbaðist niður, en sú ákvörðun að breyta því í mathöll sló í gegn, en Hlemmur hélt einnig áfram að vera biðskýli fyrir fólk sem ferðast með strætó. Samkeppni um Hlemmtorg var haldin fyrir nokkrum árum, við höfum svo sem fjallað um það hér á Flakkinu en með tilkomu Borgarlínu verður þetta mikil breyting, bæði fyrir gesti og gangandi, íbúa og einkabíla. Við ræðum við Pawel Bartoszek varaformann umhverfis- og skipulagsráðs og Hrafnkel Á Proppé sem gegnir forstöðu verkefnis um Borgarlínu. En hönnuður hins nýja Hlemmtorgs er Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt hjá DLD, í samvinnu við sænsku arkitektastofuna Manda Works og er Martin Arfalk er aðalhönnuðurinn.
Fjallað verður um nýtt torg á Hlemmi í þætti dagsins. Þegar húsið var tekið í notkun undir nafninu Áningarstaðurinn Hlemmi árið 1978 var þar blómaverslun, blaða- og ritfangaverslun, snyrtivöruverslun, skartgripaverslun, leikfangaverslun, ísbúð og sjoppa. Húsið átti að vera gróðursælt og stór svæði fóru undir lifandi plöntur í beðum, mikil dagsbirta lék um húsið og gluggarnir stóru sem mynda útveggi hússins tengdu starfsemina inni við lífið á götunum í kring. Því er ekki að neita að Hlemmur drabbaðist niður, en sú ákvörðun að breyta því í mathöll sló í gegn, en Hlemmur hélt einnig áfram að vera biðskýli fyrir fólk sem ferðast með strætó. Samkeppni um Hlemmtorg var haldin fyrir nokkrum árum, við höfum svo sem fjallað um það hér á Flakkinu en með tilkomu Borgarlínu verður þetta mikil breyting, bæði fyrir gesti og gangandi, íbúa og einkabíla. Við ræðum við Pawel Bartoszek varaformann umhverfis- og skipulagsráðs og Hrafnkel Á Proppé sem gegnir forstöðu verkefnis um Borgarlínu. En hönnuður hins nýja Hlemmtorgs er Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt hjá DLD, í samvinnu við sænsku arkitektastofuna Manda Works og er Martin Arfalk er aðalhönnuðurinn.
Það er afar forvitnilegt að heyra af framvindu mála eftir að 300 síðna skýrsla kom út fyrir skömmu og ber yfirskriftina Borgarlínan 1. lota, forsendur og frumdrög. Borgarlínan er mikilvæg fyrir umferðina í borginni til framtíðar. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sammæltust um það á síðasta áratug að það væri ekki fýsilegt að halda áfram á þeirri braut að brjóta nýtt land í stórum stíl undir byggð og byggja alla þá fjárfreku innviði fyrir einkabíla sem slík þróun kallaði á, heldur þyrfti að breyta um stefnu og reyna að gera borgarsvæðið hagkvæmara og samgöngurnar umhverfisvænni. Samgöngusviðsmyndir fyrir höfuðborgarsvæðið voru teiknaðar upp í skýrslu frá verkfræðistofunni Mannviti sem kom út í upphafi árs 2014. Í ljós kom að óbreytt stefna um uppbyggingu íbúða hjá sveitarfélögunum gæti skilað því að fjöldi bílferða á höfuðborgarsvæðinu myndi aukast um 377 þúsund á sólarhring á milli áranna 2010 og 2040. Einnig var áætlað að íbúar höfuðborgarsvæðisins myndu samanlagt verja 62 þúsund fleiri klukkustundum á bílunum sínum árið 2040 en þeir gerðu árið 2010. Búist var við að þeim myndi fjölga um 70 þúsund á tímabilinu. Rætt er við Gunnar H. Gunnarsson frá samtökum um betri byggð, Hrafnkel Á Proppé skipulagsfræðing frá Verkefnastofu um Borgarlínu og Sólveigu Berg arkitekt hjá arkitektastofunni Yrki.
Það er afar forvitnilegt að heyra af framvindu mála eftir að 300 síðna skýrsla kom út fyrir skömmu og ber yfirskriftina Borgarlínan 1. lota, forsendur og frumdrög. Borgarlínan er mikilvæg fyrir umferðina í borginni til framtíðar. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sammæltust um það á síðasta áratug að það væri ekki fýsilegt að halda áfram á þeirri braut að brjóta nýtt land í stórum stíl undir byggð og byggja alla þá fjárfreku innviði fyrir einkabíla sem slík þróun kallaði á, heldur þyrfti að breyta um stefnu og reyna að gera borgarsvæðið hagkvæmara og samgöngurnar umhverfisvænni. Samgöngusviðsmyndir fyrir höfuðborgarsvæðið voru teiknaðar upp í skýrslu frá verkfræðistofunni Mannviti sem kom út í upphafi árs 2014. Í ljós kom að óbreytt stefna um uppbyggingu íbúða hjá sveitarfélögunum gæti skilað því að fjöldi bílferða á höfuðborgarsvæðinu myndi aukast um 377 þúsund á sólarhring á milli áranna 2010 og 2040. Einnig var áætlað að íbúar höfuðborgarsvæðisins myndu samanlagt verja 62 þúsund fleiri klukkustundum á bílunum sínum árið 2040 en þeir gerðu árið 2010. Búist var við að þeim myndi fjölga um 70 þúsund á tímabilinu. Rætt er við Gunnar H. Gunnarsson frá samtökum um betri byggð, Hrafnkel Á Proppé skipulagsfræðing frá Verkefnastofu um Borgarlínu og Sólveigu Berg arkitekt hjá arkitektastofunni Yrki.
Það er afar forvitnilegt að heyra af framvindu mála eftir að 300 síðna skýrsla kom út fyrir skömmu og ber yfirskriftina Borgarlínan 1. lota, forsendur og frumdrög. Borgarlínan er mikilvæg fyrir umferðina í borginni til framtíðar. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sammæltust um það á síðasta áratug að það væri ekki fýsilegt að halda áfram á þeirri braut að brjóta nýtt land í stórum stíl undir byggð og byggja alla þá fjárfreku innviði fyrir einkabíla sem slík þróun kallaði á, heldur þyrfti að breyta um stefnu og reyna að gera borgarsvæðið hagkvæmara og samgöngurnar umhverfisvænni. Samgöngusviðsmyndir fyrir höfuðborgarsvæðið voru teiknaðar upp í skýrslu frá verkfræðistofunni Mannviti sem kom út í upphafi árs 2014. Í ljós kom að óbreytt stefna um uppbyggingu íbúða hjá sveitarfélögunum gæti skilað því að fjöldi bílferða á höfuðborgarsvæðinu myndi aukast um 377 þúsund á sólarhring á milli áranna 2010 og 2040. Einnig var áætlað að íbúar höfuðborgarsvæðisins myndu samanlagt verja 62 þúsund fleiri klukkustundum á bílunum sínum árið 2040 en þeir gerðu árið 2010. Búist var við að þeim myndi fjölga um 70 þúsund á tímabilinu. Rætt er við Gunnar H. Gunnarsson frá samtökum um betri byggð, Hrafnkel Á Proppé skipulagsfræðing frá Verkefnastofu um Borgarlínu og Sólveigu Berg arkitekt hjá arkitektastofunni Yrki.
Umsjónarmenn: Rúnar Róbertsson og Sigmar Guðmundsson Greint verður frá því á valentínusardaginn hvaða ástarlýsing stóð uppúr á síðasta ári í íslenskum bókmenntum. Harpa Rún Kristjánsdóttir sagði okkur nánar frá því í þættinum. Verða strætisvagnar sjálfkeyrandi eftir nokkur ár? Það er stefnt að þessu að einhverju marki strax eftir 2 ár hjá Strætó. Tilraunaverkefni eru í gangi í Osló í Noregi og í Helskinki í Finnlandi. Hér tengist þetta Borgarlínu sem er í farvatninu. Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó var á línunni. Hljóðbóka og hlaðvarpsveitan Storytel fagnar um þessar mundir þriggja ára afmæli á Íslandi. Stefán Hjörleifsson framkvæmdarstjóri Storytel kom til okkar og sagði okkur frá Íslensku hljóðbókaverðlaununum 2021 sem eru áætluð, þá er Arnaldur Indriðason að koma með bækur sínar inná veituna og þekktur erlendur rithöfundur ætlar að skrifa sérstaklega fyrir Storytel. Þjóðin hefur fylgst með Guðmundi Felix Grétarssyni og leit hans að nýjum höndum eftir að hann missti þær í slysi árið 1998. Þjóðin safnaði meira að segja peningum svo ósk Guðmundar Felix gæti orðið að veruleika. Biðin hefur verið löng og ströng og reynt á Guðmund Felix og hans nánustu. Um daginn dró til tíðinda þegar handagjafi fannst og okkar maður fékk nýjar hendur. Við heyrðum í Guðmundi Felix beint frá Frakklandi. Við fengum til okkar góða gesti í fréttir vikunnar, þau Björn Inga Hrafnsson, ritstjóra Viljans, og Önnu Sigrúnu Baldursdóttur, sem er aðstoðarmaður forstjóra Landsspítalans. Tónlist: Bubbi Morthens - Á horni hamingjunnar Stevie Wonder - For once in my life Paul McCartney og Wings - Mull of Kintyre Blind Melon - No rain The Weeknd - Save your tears Duran Duran - Ordinary world Daft Punk ásamt Pharrell Williams og Nile Rodgers - Get lucky Depeche Mode - Never let me down again
Umsjónarmenn: Rúnar Róbertsson og Sigmar Guðmundsson Greint verður frá því á valentínusardaginn hvaða ástarlýsing stóð uppúr á síðasta ári í íslenskum bókmenntum. Harpa Rún Kristjánsdóttir sagði okkur nánar frá því í þættinum. Verða strætisvagnar sjálfkeyrandi eftir nokkur ár? Það er stefnt að þessu að einhverju marki strax eftir 2 ár hjá Strætó. Tilraunaverkefni eru í gangi í Osló í Noregi og í Helskinki í Finnlandi. Hér tengist þetta Borgarlínu sem er í farvatninu. Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó var á línunni. Hljóðbóka og hlaðvarpsveitan Storytel fagnar um þessar mundir þriggja ára afmæli á Íslandi. Stefán Hjörleifsson framkvæmdarstjóri Storytel kom til okkar og sagði okkur frá Íslensku hljóðbókaverðlaununum 2021 sem eru áætluð, þá er Arnaldur Indriðason að koma með bækur sínar inná veituna og þekktur erlendur rithöfundur ætlar að skrifa sérstaklega fyrir Storytel. Þjóðin hefur fylgst með Guðmundi Felix Grétarssyni og leit hans að nýjum höndum eftir að hann missti þær í slysi árið 1998. Þjóðin safnaði meira að segja peningum svo ósk Guðmundar Felix gæti orðið að veruleika. Biðin hefur verið löng og ströng og reynt á Guðmund Felix og hans nánustu. Um daginn dró til tíðinda þegar handagjafi fannst og okkar maður fékk nýjar hendur. Við heyrðum í Guðmundi Felix beint frá Frakklandi. Við fengum til okkar góða gesti í fréttir vikunnar, þau Björn Inga Hrafnsson, ritstjóra Viljans, og Önnu Sigrúnu Baldursdóttur, sem er aðstoðarmaður forstjóra Landsspítalans. Tónlist: Bubbi Morthens - Á horni hamingjunnar Stevie Wonder - For once in my life Paul McCartney og Wings - Mull of Kintyre Blind Melon - No rain The Weeknd - Save your tears Duran Duran - Ordinary world Daft Punk ásamt Pharrell Williams og Nile Rodgers - Get lucky Depeche Mode - Never let me down again
Borgarlína, reiðhjólabylting, rafhlaupahjól og rafbílar. Samgöngur eru að taka stakkaskiptum um þessar mundir. Enn um sinn munum við nýta innviðina sem bensínbílarnir kröfðust: götur, hraðbrautir, umferðafléttur og bílastæði - en þau mannvirki sem munu kannski helst verða gagnslaus á rafbílatímum eru bensínstöðvarnar. Við veltum fyrir okkur sögu og framtíð bensínstöðva í Lestinni í dag. Við heimsækjum Minjastofnun Íslands og Reiðhjólaverslunina Berlín sem hefur komið sér fyrir í gamalli bensínstöð við Háaleitisbraut Við höldum áfram að kynnast notendum eða kannski frekar framleiðendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Í dag hittum við Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur sem nýtir miðilinn einna helst í baráttu fyrir málefnum sem henni þykja brýn, en þar má nefna umhverfisvernd og nýju stjórnarskrána. Gunnar Theodór Eggertsson, kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar, stekkur um borð og færir okkur fregnir úr kvikmyndahúsum. Hann rýnir annars vegar í gamanmyndina Múttuna, La Daronne, sem sýnd er á franskri kvikmyndahátíð í Bíó Paradís og hinsvegar í nýja íslenska gamanmynd: Hvernig á að vera klassa drusla. Og við heyrum hljóðið í Gísla Darra Halldórssyni en stuttmynd hans, Já-fólkið, er á stuttlista fyrir Óskarsverðlaun ársins; er tilnefnd til tilnefningar.
Borgarlína, reiðhjólabylting, rafhlaupahjól og rafbílar. Samgöngur eru að taka stakkaskiptum um þessar mundir. Enn um sinn munum við nýta innviðina sem bensínbílarnir kröfðust: götur, hraðbrautir, umferðafléttur og bílastæði - en þau mannvirki sem munu kannski helst verða gagnslaus á rafbílatímum eru bensínstöðvarnar. Við veltum fyrir okkur sögu og framtíð bensínstöðva í Lestinni í dag. Við heimsækjum Minjastofnun Íslands og Reiðhjólaverslunina Berlín sem hefur komið sér fyrir í gamalli bensínstöð við Háaleitisbraut Við höldum áfram að kynnast notendum eða kannski frekar framleiðendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Í dag hittum við Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur sem nýtir miðilinn einna helst í baráttu fyrir málefnum sem henni þykja brýn, en þar má nefna umhverfisvernd og nýju stjórnarskrána. Gunnar Theodór Eggertsson, kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar, stekkur um borð og færir okkur fregnir úr kvikmyndahúsum. Hann rýnir annars vegar í gamanmyndina Múttuna, La Daronne, sem sýnd er á franskri kvikmyndahátíð í Bíó Paradís og hinsvegar í nýja íslenska gamanmynd: Hvernig á að vera klassa drusla. Og við heyrum hljóðið í Gísla Darra Halldórssyni en stuttmynd hans, Já-fólkið, er á stuttlista fyrir Óskarsverðlaun ársins; er tilnefnd til tilnefningar.
Borgarfulltrúarnir Hildur Björnsdóttir (D), Pawel Bartoszek (C) og Sigríður Björg Tómasdóttir almannatengill í Kópavogi ræddu um Sundabraut og brúarsmíði, Borgarlínu, pólitíska umræðu tilslakanir í sóttvörnum og vetrarhátíðir. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Borgarfulltrúarnir Hildur Björnsdóttir (D), Pawel Bartoszek (C) og Sigríður Björg Tómasdóttir almannatengill í Kópavogi ræddu um Sundabraut og brúarsmíði, Borgarlínu, pólitíska umræðu tilslakanir í sóttvörnum og vetrarhátíðir. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Borgarfulltrúarnir Hildur Björnsdóttir (D), Pawel Bartoszek (C) og Sigríður Björg Tómasdóttir almannatengill í Kópavogi ræddu um Sundabraut og brúarsmíði, Borgarlínu, pólitíska umræðu tilslakanir í sóttvörnum og vetrarhátíðir. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Barir og skemmtistaðir opna og fleiri mega sækja leiksýningar, messur, verslanir og söfn þegar tilslakanir á sóttvarnareglum taka gildi á mánudaginn. Stjórnvöld í Póllandi, Þýskalandi, Frakklandi og Svíþjóð mótmæla ákvörðun Rússa um að vísa þremur stjórnarerindekum úr landi fyrir að hafa tekið þátt í aðgerðum til stuðnings Alexei Navalny. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu synjaði í dag kröfu flugfélagsins Bláfugls um að lögbann yrði sett á verkfallsvörslu í Leifsstöð vegna verkfalls 11 flugmanna félagsins. Sjónvarpsstjóri Sjónvarps Símans segir að Viaplay ætli að gera sig gildandi á íslenskum sjónvarpsmarkaði og viðbúið sé að það reyni að fá sýningarréttinn á enska boltanum. ---------------------------------------------------- Áætlað er að framkvæmdum við fyrsta áfanga Borgarlínu frá Ártúnshöfða að Hamraborg ljúki um mitt ár 2025 og heildarkostnaður nemi um 25 milljörðum króna. Arnar Páll segir frá . Heyrist í Davíð Þorlákssyni, Bergþóður Þorkelsdóttur og Hrafnkatli Á. Proppé. Norski hyrðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik hefur á ný skotið upp kollinum í opinberri umræðu í Noregi. Núna vegna nýrrar bókar um aðgerðir Jens Stoltenberg, forsætisráðherra á tíma hryðjuverkanna 22. Júli 2011, dagana eftir ódæðisverkin. Og vor er nú loks farið að byggja upp að nýju í miðborg Oslóar nær 10 árum eftir að sprengja Breiviks sprakk þar. Gísli Kristjánsson segir frá. Íslendingar eru almennt hreyfanlegri en norrænu nágrannaþjóðirnar, hafa flutt sig eftir vinnu, bæði milli landshluta og landa. Nýja breytan í dæminu er fjarvinna, sem hefur farið á flug í veirufaraldrinum, og sem gæti gert fólki auðveldara að flytja, hvort sem er úr landi eða úr þéttbýli í dreifbýli. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
Barir og skemmtistaðir opna og fleiri mega sækja leiksýningar, messur, verslanir og söfn þegar tilslakanir á sóttvarnareglum taka gildi á mánudaginn. Stjórnvöld í Póllandi, Þýskalandi, Frakklandi og Svíþjóð mótmæla ákvörðun Rússa um að vísa þremur stjórnarerindekum úr landi fyrir að hafa tekið þátt í aðgerðum til stuðnings Alexei Navalny. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu synjaði í dag kröfu flugfélagsins Bláfugls um að lögbann yrði sett á verkfallsvörslu í Leifsstöð vegna verkfalls 11 flugmanna félagsins. Sjónvarpsstjóri Sjónvarps Símans segir að Viaplay ætli að gera sig gildandi á íslenskum sjónvarpsmarkaði og viðbúið sé að það reyni að fá sýningarréttinn á enska boltanum. ---------------------------------------------------- Áætlað er að framkvæmdum við fyrsta áfanga Borgarlínu frá Ártúnshöfða að Hamraborg ljúki um mitt ár 2025 og heildarkostnaður nemi um 25 milljörðum króna. Arnar Páll segir frá . Heyrist í Davíð Þorlákssyni, Bergþóður Þorkelsdóttur og Hrafnkatli Á. Proppé. Norski hyrðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik hefur á ný skotið upp kollinum í opinberri umræðu í Noregi. Núna vegna nýrrar bókar um aðgerðir Jens Stoltenberg, forsætisráðherra á tíma hryðjuverkanna 22. Júli 2011, dagana eftir ódæðisverkin. Og vor er nú loks farið að byggja upp að nýju í miðborg Oslóar nær 10 árum eftir að sprengja Breiviks sprakk þar. Gísli Kristjánsson segir frá. Íslendingar eru almennt hreyfanlegri en norrænu nágrannaþjóðirnar, hafa flutt sig eftir vinnu, bæði milli landshluta og landa. Nýja breytan í dæminu er fjarvinna, sem hefur farið á flug í veirufaraldrinum, og sem gæti gert fólki auðveldara að flytja, hvort sem er úr landi eða úr þéttbýli í dreifbýli. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
Vestan við Hringbrautina er risið heljarinnar íbúðahverfi, sem er mjög áberandi í landslaginu. Hér er átt við Hlíðarendahverfi í landi Valsmanna. Nálægð við náttúrusvæði Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur og stórt íþróttasvæði við túnfótinn, er mikill kostur en ýmsir hafa lýst skoðunum sínum á hverfinu, vegna hæða húsanna, sem eru frá þremur uppí sex hæðir með lokuðum stórum inngörðum. Hér eru einungis fjölbýlishús, engin raðhús eða einbýli, en þjónusturými eru á neðstu hæðum margra byggingana. Er þetta hverfi í anda stefnu borgarinnar um þéttingu byggðar við Borgarlínu, en hún mun ganga í gegnum hverfið, þegar fram líða stundir. Við ræðum við Pawel Bartoszek varaformann samgöngu- og skipulagsráðs Reykjavíkur, Ólaf Hjálmarsson verkfræðing hjá Trivium, sem hefur sérhæft sig hljóðvist, en byrjum með Kristjáni Ásgeirssyni arkitekt hjá Alark, sem deiliskipulagði hverfið og hannaði nokkur húsanna.
Vestan við Hringbrautina er risið heljarinnar íbúðahverfi, sem er mjög áberandi í landslaginu. Hér er átt við Hlíðarendahverfi í landi Valsmanna. Nálægð við náttúrusvæði Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur og stórt íþróttasvæði við túnfótinn, er mikill kostur en ýmsir hafa lýst skoðunum sínum á hverfinu, vegna hæða húsanna, sem eru frá þremur uppí sex hæðir með lokuðum stórum inngörðum. Hér eru einungis fjölbýlishús, engin raðhús eða einbýli, en þjónusturými eru á neðstu hæðum margra byggingana. Er þetta hverfi í anda stefnu borgarinnar um þéttingu byggðar við Borgarlínu, en hún mun ganga í gegnum hverfið, þegar fram líða stundir. Við ræðum við Pawel Bartoszek varaformann samgöngu- og skipulagsráðs Reykjavíkur, Ólaf Hjálmarsson verkfræðing hjá Trivium, sem hefur sérhæft sig hljóðvist, en byrjum með Kristjáni Ásgeirssyni arkitekt hjá Alark, sem deiliskipulagði hverfið og hannaði nokkur húsanna.
Vestan við Hringbrautina er risið heljarinnar íbúðahverfi, sem er mjög áberandi í landslaginu. Hér er átt við Hlíðarendahverfi í landi Valsmanna. Nálægð við náttúrusvæði Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur og stórt íþróttasvæði við túnfótinn, er mikill kostur en ýmsir hafa lýst skoðunum sínum á hverfinu, vegna hæða húsanna, sem eru frá þremur uppí sex hæðir með lokuðum stórum inngörðum. Hér eru einungis fjölbýlishús, engin raðhús eða einbýli, en þjónusturými eru á neðstu hæðum margra byggingana. Er þetta hverfi í anda stefnu borgarinnar um þéttingu byggðar við Borgarlínu, en hún mun ganga í gegnum hverfið, þegar fram líða stundir. Við ræðum við Pawel Bartoszek varaformann samgöngu- og skipulagsráðs Reykjavíkur, Ólaf Hjálmarsson verkfræðing hjá Trivium, sem hefur sérhæft sig hljóðvist, en byrjum með Kristjáni Ásgeirssyni arkitekt hjá Alark, sem deiliskipulagði hverfið og hannaði nokkur húsanna.
Stjórnmálin með Bryndísi - 3. þáttur. Umsjón: Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður. Viðmælandi: Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins um Borgarlínu og Sundabraut. Lýsing: Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður fær til sín góða gesti og ræðir um ólík en áhugaverð málefni. Mál sem Bryndís hefur áhuga á og beitir sér fyrir á þingi. Þáttur frá 22. október 2020.
Borgarlínan er hluti af sérstökum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, sem undirritaður var með viðhöfn í Ráðherrabústaðnum í september síðastliðnum, en aðeins hluti. Áætlaður kostnaður er um 120 milljarðar króna á næstu 15 árum. Markmið samkomulagsins er skýrt: „Að stuðla að greiðum, skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta.“ Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs, fór mikinn í grein í Morgunblaðinu 13. júlí síðastliðinn: „Einkabíllinn er ekki framtíðin“. Formaður skipulags- og samgönguráðs boðaði færri „bílaakreinar og færri bílastæði“ og Borgarlínu með „stórtækum hjólainnviðum“. Ekki verður annað séð en að einbeittur ásetningu sé innan meirihluta borgarstjórnar að virða samgöngusáttmálanna - þ.e. þann hluta sem þeim hugnast ekki - að vettugi. Sé svo eru forsendur sáttmálans brostnar.
Miðborgin í Reykjavík er að breytast mjög hratt frá því að vera bílaborg yfir í göngu- og mannvænlega miðborg. Miklar deilur hafa staðið um Laugaveginn og Borgarlínu. Ný torg eru að birtast og gönguleiðir að opnast meðan þrengt er að hluta að einkabílnum. Óðinstorg er að líta dagsins ljós og ætti að vera alklárt í haust. Torg við Tollhúsið í Tryggvagötu eru í undirbúningi, en elsta svæði borgarinnar, Hafnarstræti, torg við Bæjarins bestu og Steinbryggjan eru tilbúið. Í þættinum er fjallað um Óðinstorg í fylgd Hrólfs Carl Cela frá Basalt arkitektum og Áslaugu Traustadóttur landslagsarkitekt frá Landmótun segir frá framkvæmdum við Tryggvagötu og nágrennis. Hilmar Þór Björnsson arkitekt og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður umhverfis - og skipulagsráðrs eru gestir í stúdíó og ræða framkvæmdir í miðborginni.
Miðborgin í Reykjavík er að breytast mjög hratt frá því að vera bílaborg yfir í göngu- og mannvænlega miðborg. Miklar deilur hafa staðið um Laugaveginn og Borgarlínu. Ný torg eru að birtast og gönguleiðir að opnast meðan þrengt er að hluta að einkabílnum. Óðinstorg er að líta dagsins ljós og ætti að vera alklárt í haust. Torg við Tollhúsið í Tryggvagötu eru í undirbúningi, en elsta svæði borgarinnar, Hafnarstræti, torg við Bæjarins bestu og Steinbryggjan eru tilbúið. Í þættinum er fjallað um Óðinstorg í fylgd Hrólfs Carl Cela frá Basalt arkitektum og Áslaugu Traustadóttur landslagsarkitekt frá Landmótun segir frá framkvæmdum við Tryggvagötu og nágrennis. Hilmar Þór Björnsson arkitekt og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður umhverfis - og skipulagsráðrs eru gestir í stúdíó og ræða framkvæmdir í miðborginni.
Miðborgin í Reykjavík er að breytast mjög hratt frá því að vera bílaborg yfir í göngu- og mannvænlega miðborg. Miklar deilur hafa staðið um Laugaveginn og Borgarlínu. Ný torg eru að birtast og gönguleiðir að opnast meðan þrengt er að hluta að einkabílnum. Óðinstorg er að líta dagsins ljós og ætti að vera alklárt í haust. Torg við Tollhúsið í Tryggvagötu eru í undirbúningi, en elsta svæði borgarinnar, Hafnarstræti, torg við Bæjarins bestu og Steinbryggjan eru tilbúið. Í þættinum er fjallað um Óðinstorg í fylgd Hrólfs Carl Cela frá Basalt arkitektum og Áslaugu Traustadóttur landslagsarkitekt frá Landmótun segir frá framkvæmdum við Tryggvagötu og nágrennis. Hilmar Þór Björnsson arkitekt og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður umhverfis - og skipulagsráðrs eru gestir í stúdíó og ræða framkvæmdir í miðborginni.
Við byrjuðum daginn á því að hringja til Lundúna og heyra í Katrínu Ýri Óskarsdóttur tónlistarkonu sem hefur búið og starfað þar um árabil. Hún hefur líkt og annað sjálfstætt starfandi listafólk orðið fyrir miklum tekjumissi í útgöngubanni vikum saman. Við heyrum af lífinu í London og hvernig hún hefur tekist á við þessa erfiðu stöðu. Í dag opnar gagnvirk sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur sem á að sýna hvernig Borgarlínan kemur til með að virka og líta út. Sýningin þykir skemmtileg fyrir alla fjölskylduna því hún gefur fólki færi á að fikta og prófa til að skilja virkni þessa nýja samgöngumáta betur. Þau Edda Ívarsdóttir og Greipur Gíslason, sem standa að sýningunni, komu og sögðu okkur betur frá henni. Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir náði í gær sínu besta spjótkasti í þrjú ár þegar hún kastaði 61,24 metra á móti í Svíþjóð og bætti þar með Norðurlandamet öldunga, en Ásdís verður 35 ára á árinu. Við heyrðum í Ásdísi um kastið, íþróttaferilinn og það sem framundan er. Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi kom til okkar og kynnti framboð sitt til forseta Íslands, ræddi baráttumál sín og hvernig kosningabaráttan hefur gengið. Sævar Helgi Bragason mætti í síðasta vísindahornið fyrir sumarfrí. Hann ræddi m.a. geimfara af ólíkum uppruna og sumarsólstöður. Tónlist: GÓSS - Sólarsamba. Adele - Make you feel my love. Mugison og GDRN - Heim. JóiPé og Króli - Í átt að tunglinu. Jón Jónsson - Dýrka mest. R.E.M. - Find the river. Khruangbin - Texas Sun (ft. Leon Bridges). Valdimar - Undraland.
Við byrjuðum daginn á því að hringja til Lundúna og heyra í Katrínu Ýri Óskarsdóttur tónlistarkonu sem hefur búið og starfað þar um árabil. Hún hefur líkt og annað sjálfstætt starfandi listafólk orðið fyrir miklum tekjumissi í útgöngubanni vikum saman. Við heyrum af lífinu í London og hvernig hún hefur tekist á við þessa erfiðu stöðu. Í dag opnar gagnvirk sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur sem á að sýna hvernig Borgarlínan kemur til með að virka og líta út. Sýningin þykir skemmtileg fyrir alla fjölskylduna því hún gefur fólki færi á að fikta og prófa til að skilja virkni þessa nýja samgöngumáta betur. Þau Edda Ívarsdóttir og Greipur Gíslason, sem standa að sýningunni, komu og sögðu okkur betur frá henni. Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir náði í gær sínu besta spjótkasti í þrjú ár þegar hún kastaði 61,24 metra á móti í Svíþjóð og bætti þar með Norðurlandamet öldunga, en Ásdís verður 35 ára á árinu. Við heyrðum í Ásdísi um kastið, íþróttaferilinn og það sem framundan er. Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi kom til okkar og kynnti framboð sitt til forseta Íslands, ræddi baráttumál sín og hvernig kosningabaráttan hefur gengið. Sævar Helgi Bragason mætti í síðasta vísindahornið fyrir sumarfrí. Hann ræddi m.a. geimfara af ólíkum uppruna og sumarsólstöður. Tónlist: GÓSS - Sólarsamba. Adele - Make you feel my love. Mugison og GDRN - Heim. JóiPé og Króli - Í átt að tunglinu. Jón Jónsson - Dýrka mest. R.E.M. - Find the river. Khruangbin - Texas Sun (ft. Leon Bridges). Valdimar - Undraland.
Samkvæmt allri umræðu um loftlagsbreytingar er ljóst að við verðum að bregðast við. Þáttur dagsins fjallar svolítið um þetta. Hvað sjá gestir þáttarins fyrir sér í framtíðinni? Rætt er við tvo unga unga arkitekta, Eddu Ívarsdóttur sem starfar við hönnun Borgarlínu og Helga Steinar Helgason arkitekt og einn eigenda Tvíhorfs. En án fjármagns gerist ekkert og því er rætt við þá Friðjón Sigurðarson framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Reitum og Baldur Már Helgason framkvæmdastjóri Regins, bæði félögin eru fjárfestingarfyrirtæki í byggingariðnaði.
Samkvæmt allri umræðu um loftlagsbreytingar er ljóst að við verðum að bregðast við. Þáttur dagsins fjallar svolítið um þetta. Hvað sjá gestir þáttarins fyrir sér í framtíðinni? Rætt er við tvo unga unga arkitekta, Eddu Ívarsdóttur sem starfar við hönnun Borgarlínu og Helga Steinar Helgason arkitekt og einn eigenda Tvíhorfs. En án fjármagns gerist ekkert og því er rætt við þá Friðjón Sigurðarson framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Reitum og Baldur Már Helgason framkvæmdastjóri Regins, bæði félögin eru fjárfestingarfyrirtæki í byggingariðnaði.
Samkvæmt allri umræðu um loftlagsbreytingar er ljóst að við verðum að bregðast við. Þáttur dagsins fjallar svolítið um þetta. Hvað sjá gestir þáttarins fyrir sér í framtíðinni? Rætt er við tvo unga unga arkitekta, Eddu Ívarsdóttur sem starfar við hönnun Borgarlínu og Helga Steinar Helgason arkitekt og einn eigenda Tvíhorfs. En án fjármagns gerist ekkert og því er rætt við þá Friðjón Sigurðarson framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Reitum og Baldur Már Helgason framkvæmdastjóri Regins, bæði félögin eru fjárfestingarfyrirtæki í byggingariðnaði.
Allt frá árinu 1995 til 2018 hefur ökutækjafloti Íslendinga vaxið um 4% á ári, eða frá 132 þúsund í 309 þúsund. Með ökutækjum er átt við allar bifreiðar og bifhjól sem heimilt er að aka á vegum. Vegakerfið er ekki byggt fyrir alla þessa bíla og er úr sér gengið ansi víða og nú skal tekið til hendinni. Samkomulag um samgöngur var samþykkt af sveitarfélögunum á Höfuðborgarsvæðinu og Ríkisstjórninni í síðustu viku, ekki bara í borginni heldur einnig víða um land. Augum er beint að umferð á Höfuðborgarsvæðinu í þættinum þar sem menn sitja dag eftir dag í umferðarteppu, einn í nánast hverjum bíl. Borgarlína var endanlega samþykkt með þessu samkomulagi og kemur vonandi til með minnka umferð með tíð og tíma. Rætt er við Þorsteinn R. Hermannsson samgöngustjóra Reykjavíkur og Þórarinn Hjaltason verkfræðing. Fyrst heimsækjum við tvo umferðarþunga staði í borginni í fylgd Ólafar Kristjánsdóttur samgönguverkfræðings hjá Mannviti og Hrafnkatli Á Proppé skipulagsfræðings hjá Borgarlínu.
Allt frá árinu 1995 til 2018 hefur ökutækjafloti Íslendinga vaxið um 4% á ári, eða frá 132 þúsund í 309 þúsund. Með ökutækjum er átt við allar bifreiðar og bifhjól sem heimilt er að aka á vegum. Vegakerfið er ekki byggt fyrir alla þessa bíla og er úr sér gengið ansi víða og nú skal tekið til hendinni. Samkomulag um samgöngur var samþykkt af sveitarfélögunum á Höfuðborgarsvæðinu og Ríkisstjórninni í síðustu viku, ekki bara í borginni heldur einnig víða um land. Augum er beint að umferð á Höfuðborgarsvæðinu í þættinum þar sem menn sitja dag eftir dag í umferðarteppu, einn í nánast hverjum bíl. Borgarlína var endanlega samþykkt með þessu samkomulagi og kemur vonandi til með minnka umferð með tíð og tíma. Rætt er við Þorsteinn R. Hermannsson samgöngustjóra Reykjavíkur og Þórarinn Hjaltason verkfræðing. Fyrst heimsækjum við tvo umferðarþunga staði í borginni í fylgd Ólafar Kristjánsdóttur samgönguverkfræðings hjá Mannviti og Hrafnkatli Á Proppé skipulagsfræðings hjá Borgarlínu.
Allt frá árinu 1995 til 2018 hefur ökutækjafloti Íslendinga vaxið um 4% á ári, eða frá 132 þúsund í 309 þúsund. Með ökutækjum er átt við allar bifreiðar og bifhjól sem heimilt er að aka á vegum. Vegakerfið er ekki byggt fyrir alla þessa bíla og er úr sér gengið ansi víða og nú skal tekið til hendinni. Samkomulag um samgöngur var samþykkt af sveitarfélögunum á Höfuðborgarsvæðinu og Ríkisstjórninni í síðustu viku, ekki bara í borginni heldur einnig víða um land. Augum er beint að umferð á Höfuðborgarsvæðinu í þættinum þar sem menn sitja dag eftir dag í umferðarteppu, einn í nánast hverjum bíl. Borgarlína var endanlega samþykkt með þessu samkomulagi og kemur vonandi til með minnka umferð með tíð og tíma. Rætt er við Þorsteinn R. Hermannsson samgöngustjóra Reykjavíkur og Þórarinn Hjaltason verkfræðing. Fyrst heimsækjum við tvo umferðarþunga staði í borginni í fylgd Ólafar Kristjánsdóttur samgönguverkfræðings hjá Mannviti og Hrafnkatli Á Proppé skipulagsfræðings hjá Borgarlínu.
Hismið er á nýjum tíma í vikunni, þriðjudögum og fer yfir það helsta í vikunni, fjármál Pírata, hvort orkupakkamótmælin hafi verið stormur í vatnsglasi, mótmælandann í gula kraftgallanum með þokulúðurinn, flugáhugamenn og the orrustuþotuna Spirit of Mississippi sem kostar á við góða Borgarlínu. Þá segir Grétar frá ferð sinni í útibú banka þar sem ferlar nútímans sendu hann á Skype-samtal og rætt er um hvers vegna áhugamenn um enska boltann óski hvorum öðrum lífláti og líkamsmeiðingum.
•Í draumi sérhvers manns er fall hans falið, sagði skáldið, en Skoðanabræður kafa bókstaflega dýpra: Í eista sérhvers karlmanns er draumur hans falinn. Og Hitler missti annað eistað og það var ekki draumaeistað, því ljóst var að hann dreymdi allt fram á hinsta dag. Hið sama gildir um hinn meðalhvíta unga karl sem þarf ekki nema sopa af bjór til að fara að tala um næstu sigra. •Þetta eru hásálfræðilegar vangaveltur, það liggur svo sem fyrir að ekkert er Skoðanabræðrum óviðkomandi, en þeir njóta hér liðsinnis næstum því sálfræðimenntaðs karlmanns vikunnar. Nefnilega Karó(línu) Jóhannsdóttur. Hún er ekki freudisti, frekar en Bergþór, sem lætur hugann reika á meðan Karó og Snorri ræða fræðin. Hér er tilefni til að biðjast afsökunar. •(Frjáls framlög til frjálsra ritstjórna eins og Skoðanabræðra eru meira en vel þegin og eru raunar skyldubundin á sinn hátt fyrir dygga hlustendur. Númerið er 661-4648. Aur eða Kass.) •Skoðanabræður sérhæfa sig í að ætla að fara yfir fréttir vikunnar en gera það ekki. Hér fara Skoðanabræður því út fyrir rammann og gera raunverulega það sem þeir eiga að gera: fara yfir fréttir vikunnar. •Og hvað er meira í fréttum en piece of shit loftslagsmálin? Karó er með loftslagskvíða enda kona. Sem hugsar um að eignast börn. Viðraðar hugmyndir um líffræðilegan mun á körlum og konum, sem er náttúrulega fullkomlega sígild og óumdeild pæling. Kynslóð foreldra okkar sá von. Við sjáum óvon. Og þó. •Borgarlínan vefur sig eins og höggormur um hin ýmsu viðfangsefni sem hér bera á góma, frjálshyggja berst í tal og flóttamenn og hælisleitendur. Allt rætt af yfirvegun og sanngirni, eins og hefðin býður. •Svo hafa Skoðanabræður verpt einu páskaeggi inn í þáttinn, eða þremur, sem sagt litlum glaðningi fyrir karlmenn með drauma í eistunum um að tala spænsku einn daginn. Með öðrum orðum: Hún segist ekki reykja en ef ég kveiki í jónu tekur hún hit. •Skoðanabræður eru frjálst hlaðvarp og þeir starfa, eins og kveðið var á um í öndverðu, á vegum Útvarps 101.
Reykjavík síðdegis miðvikudaginn 26. júní 2019. Efni dagsins: - HSÍ bíður eftir svörum frá ríkinu. Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ. - Þjóðin er skynsamari í efnahagsmálum. Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningadeild Arion banka. - Mikið verk óunnið til að rétta við traust almennings á Boeing, segir Andrés Jónsson almannatengill. - Skipakirkjugarður fyrir sportkafara á vestfjörðum. Sigurður Jón Hreinsson. - Telur borgina hafa greitt of hátt verð fyrir eign í Vesturbænum. Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali. - Kortleggja umferðarþróun með samgöngulíkani. Lilja Karlsdóttir, verkefnastjóri hjá Borgarlínu. - Fylkir, KR og FH öll komin með rafíþróttadeildir. Önnur félög áhugasöm. Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands Sendu okkur tölvupóst á reykjavik@bylgjan.is
Leikhópurinn Lotta hefur nú verið starfræktur til fjölda ára og árleg hefð margra fjölskyldna að sækja sumarsýningar hópsins. Verk ársins er Litla hafmeyjan en frumsýning er 22. maí. Við heyrðum í Önnu Bergljótu Thorarensen hjá Lottu. Lilja Guðríður Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur, kom til okkar og fjallaði um kosti borgarlínu en því var haldið fram í þættinum í gær að borgarlína byggði á gömlum hugmyndum um almenningsamgöngur og hefði þar af leiðandi skaðleg áhrif á umhverfið. Nú eru rétt um þrjár vikur í að Eurovison söngvakeppnin hefjist í Ísrael og þar verður sviðslistahópurinn Hatari fulltrúi Íslands. Á ýmsu hefur gengið í aðdraganda keppninnar og sumir farið fram á að Hatara verði vikið úr keppni. Felix Bergsson fararstjóri íslenska Eurovision hópsins leit við hjá okkur í morgunkaffi og fór yfir stöðuna og stemminguna. Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri, var á línunni úr flugvél á meginlandinu, en hann er í forsvari fyrir nýtt fyrirhugað lággjaldaflugfélag. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn WOW air eru með í verkefninu en félagið hyggst reka fáar vélar, fljúga á fáa áfangastaði og halda öllum kostnaði og umgjörð í algjöru lágmarki. Guðmundur Jóhannsson kom til okkar í sitt vikulega tæknispjall og fræddi okkur um nýjan samanbrjótanlegan síma frá Samsung sem fer brösulega af stað. Tónlist: Hjálmar - Ég teikna stjörnu. Kacey Musgraves - Space Cowboy. Ian Brown - First world problems. Moses Hightower - Bílalest út úr bænum. Hatari - Hatrið mun sigra. Lay Low - Bye bye troubles. Peter Gabriel - Sledgehammer. Hr. Hnetusmjör - Sorry Mamma (ft. Huginn). Prins Póló - Niðri á strönd. Júníus Meyvant - Love child.
Matarauður Íslands er átaksverkefni sem snýr að því að draga fram sérstöðu íslensks hráefnis og matarmenningu. Þórir Hrafnsson situr í verkefnastjórn fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og hann sagði okkur frá verkefninu. Jenný Ruth Hrafnsdóttir, verkfræðingur, skrifaði pistil á vef Kjarnans fyrir fáeinum dögum þar sem hún heldur því fram að Borgarlínan byggi á gömlum hugmyndum um almenningssamgöngur og muni þar af leiðandi hafa skaðleg áhrif á umhverfið. Aðrar leiðir, þar sem framþróun í tækni er notuð til hins ýtrasta, muni virka betur og kosta minna. Hún fór yfir þetta með okkur. Fregnir hafa borist af veikindum hjá hrossum á Íslandi undanfarnar vikur. Staðfest tilfelli er m.a. að finna á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Vesturlandi. Við slógum á þráðinn til Sigríðar Björnsdóttur, dýralæknis hrossasjúkdóma hjá MAST, og fengum frekari upplýsingar um hvað er þarna á ferðinni. Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, komu til okkar og ræddu um þau áform fyrirtækja að hækka verð hjá sér verði kjarasamningarnir samþykktir. Verkalýðsfélögin hafa túlkað þetta sem hótun og eru afar ósátt við þetta en fyrirtækin vísa því á bug að um hótun sé að ræða. Við brugðum út af vananum og fengum Önnu Sigríði Þráinsdóttur til okkar á þriðjudegi, til að ræða málshætti í kjölfar páskanna. Tónlist: KK og Maggi Eiríks - Óbyggðirnar kalla. Imelda May - Black tears (ft. Jeff Beck). John Mayer - I guess I just feel like. Stuðmenn - Energí og trú. Roy Orbison - You got it. Emilíana Torrini - Unemployed in summertime. Mugison - Murr Murr. Mumford and sons - Beloved. Auður - Ósofinn (ft. GKR).
Sagt er að Höfuðborgarsvæðið sé jafnstórt og París, þ.e. 18 hverfi sjálfrar Parísar og þar búa yfir tvær milljónir manna en hér á höfuðborgarsvæðinu búa tvöhundruð og tutttugu þúsund manns. Það gefur auga leið að það er dýrara að reka samgöngukerfi hér á landi. Borgarlína er staðreynd, skrifað var undir viljayfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í febrúar síðast liðnum. En hvernig kemur borgarlínan til með að verða og hvar mun hún aka. Í fyrsta áfanga er talað um 13 km leið frá Ártúni yfir Sæbraut, Suðurlandsbraut í miðbæinn og síðan að Háskóla Íslands, þaðan að BSÍ að Háskólanum í Reykjavík og yfir brú í Kársnes og Hamraborg í Kópavogi. Byggðar verða nýjar brýr yfir Elliðaár og yfir í Kópavogin, einungis ætlaðar strætó og hjólum. Síðan verður haldið áfram að þróa og byggja línuna m.a. í Mosfellsbæinn. Borgarlína kemur til með ganga í nýju hverfin sem er verið að byggja í stefnunni um þéttingu byggðar. Lilja Guðríður Karlsdóttir samgönguverkfræðingur og verkefnastjóri hjá Reykjavík segir frá verkefninu og Hrafnkell Proppé skipulagsfræðingur hjá Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Guðmundur Freyr Úlfarsson samgönguverkfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands ræða um flutningsgetu, eignarhald og framtíðarsýn. Reiknað er með að Borgarlína verði farin að keyra árið 2023.
Sagt er að Höfuðborgarsvæðið sé jafnstórt og París, þ.e. 18 hverfi sjálfrar Parísar og þar búa yfir tvær milljónir manna en hér á höfuðborgarsvæðinu búa tvöhundruð og tutttugu þúsund manns. Það gefur auga leið að það er dýrara að reka samgöngukerfi hér á landi. Borgarlína er staðreynd, skrifað var undir viljayfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í febrúar síðast liðnum. En hvernig kemur borgarlínan til með að verða og hvar mun hún aka. Í fyrsta áfanga er talað um 13 km leið frá Ártúni yfir Sæbraut, Suðurlandsbraut í miðbæinn og síðan að Háskóla Íslands, þaðan að BSÍ að Háskólanum í Reykjavík og yfir brú í Kársnes og Hamraborg í Kópavogi. Byggðar verða nýjar brýr yfir Elliðaár og yfir í Kópavogin, einungis ætlaðar strætó og hjólum. Síðan verður haldið áfram að þróa og byggja línuna m.a. í Mosfellsbæinn. Borgarlína kemur til með ganga í nýju hverfin sem er verið að byggja í stefnunni um þéttingu byggðar. Lilja Guðríður Karlsdóttir samgönguverkfræðingur og verkefnastjóri hjá Reykjavík segir frá verkefninu og Hrafnkell Proppé skipulagsfræðingur hjá Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Guðmundur Freyr Úlfarsson samgönguverkfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands ræða um flutningsgetu, eignarhald og framtíðarsýn. Reiknað er með að Borgarlína verði farin að keyra árið 2023.
Sagt er að Höfuðborgarsvæðið sé jafnstórt og París, þ.e. 18 hverfi sjálfrar Parísar og þar búa yfir tvær milljónir manna en hér á höfuðborgarsvæðinu búa tvöhundruð og tutttugu þúsund manns. Það gefur auga leið að það er dýrara að reka samgöngukerfi hér á landi. Borgarlína er staðreynd, skrifað var undir viljayfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í febrúar síðast liðnum. En hvernig kemur borgarlínan til með að verða og hvar mun hún aka. Í fyrsta áfanga er talað um 13 km leið frá Ártúni yfir Sæbraut, Suðurlandsbraut í miðbæinn og síðan að Háskóla Íslands, þaðan að BSÍ að Háskólanum í Reykjavík og yfir brú í Kársnes og Hamraborg í Kópavogi. Byggðar verða nýjar brýr yfir Elliðaár og yfir í Kópavogin, einungis ætlaðar strætó og hjólum. Síðan verður haldið áfram að þróa og byggja línuna m.a. í Mosfellsbæinn. Borgarlína kemur til með ganga í nýju hverfin sem er verið að byggja í stefnunni um þéttingu byggðar. Lilja Guðríður Karlsdóttir samgönguverkfræðingur og verkefnastjóri hjá Reykjavík segir frá verkefninu og Hrafnkell Proppé skipulagsfræðingur hjá Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Guðmundur Freyr Úlfarsson samgönguverkfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands ræða um flutningsgetu, eignarhald og framtíðarsýn. Reiknað er með að Borgarlína verði farin að keyra árið 2023.
Ingólfur V. Gíslason dósent í félagsfræði við HÍ og Ásdís Arnalds doktorsnemi: Fæðingarorlof, bilið á milli þess og leikskóla. Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir verðlaunahafi UT verðlaunanna: Þróun í upplýsingatækni. Lilja G. Karlsdóttir verkefnisstjóri Borgarlínu: Staðan á Borgarlínunni.
Borgerlønn, også kalt garantert grunninntekt og negativ inntektsskatt, er en økonomisk ytelse til alle innbyggere i et samfunn, tenkt som en betingelsesløs og universell grunninntekt som utbetales uavhengig av sosial status og som er høy nok til at de som mottar den kan leve et liv i verdighet og med mulighet for å delta i samfunnet. Kjell Magne Fagerbakke sier følgende: "Borgarløn er for dyrt" eller har me råd til så mykje fattigdom? er dei to motpolane i økonomisk politikk. Eg har laga eit enkelt skalerbart borgarlønsystem med garantert utbetaling på 2G utan at velferdsstaten kollapsar. Den store utfordringa er ikkje å finansiere ordninga, men å tenke så mykje utanfor boksen at borgarløn blir forstått, populært og brukt. Vi inviterte ham like godt til Grønn Torsdag.
Um áttatíu mál komu inn á borð nefndar um eftirlit með störfum lögreglu fyrsta árið sem hún starfaði. Annað eins hefur borist nefndinni það sem af er þessu ári. Flest málin höfðu með handtöku lögreglunnar að gera. Dæmi eru um bæði nauðungarhjónabönd og heiðurstengt ofbeldi á Íslandi. Kona, sem gift var til Íslands, óskaði eftir vernd vegna ofbeldis og einangrunar. Eiginmaður hennar og fjölskylda hans hér á landi óskuðu þess að hún myndi deyja. Viðræður um vopnahlé og friðarsamkomulag í Jemen verða haldnar snemma í næsta mánuði í Svíþjóð. Formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vill skoða hvort hægt sé að fjármagna Borgarlínu og aðrar vegaframkvæmdir að hluta með veggjöldum. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands situr nú á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að reyna að ljúka samningi um Brexit. Fjórir dagar eru þar til leiðtogar ESB hittast til að leggja blessun sína yfir samninginn. Ung kona með lítið barn leitaði verndar hér vegna þess að hún var beitt ofbeldi. Hún var gift til Íslands og bjó í algerri einangrun. Hún var í mikilli hættu vegna þess að eiginmaður hennar og fjölskylda hans sátu um hana og óskuðu þess að hún myndi deyja. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag. Arnar Páll Hauksson talar við Katarina Karantonis. Eddu 'Olafsdóttur og Ástu Kristínu Benediktsdóttur. Hátt í hundrað og sjötíu mál hafa komið inn á borð nefndar um eftirlit með störfum lögreglu frá því hún tók til starfa 2017. Flest málin fyrsta starfsárið höfðu með handtöku lögreglu að gera. Trausti Fannar Valsson, lögfræðingur og formaður nefndarinnar segir að um 10 mál hafi komið til nefndarinnar í hverjum mánuði. Berglind Baldursdóttir segir frá og talar við Trausta Fannar Valsson. Leo Varadkar, forsætisráðherra Íra, segir að ekki komi til greina að breyta samkomulaginu, sem náðist í síðustu viku, um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Fjöldi breskra þingmanna hefur lýst yfir megnri óánægju með samkomulagið. Bogi Ágústsson segir frá.
Spegillinn 6. nóv Starfandi forstjóri Icelandair býst ekki við að samruni félagsins og WOW leið til hærri fargjalda. Forsvarsmenn WOW áttu frumkvæði að viðræðum félaganna um síðustu helgi. Kjörsókn er góð í bandarísku þingkosningunum og langar biðraðir hafa víða myndast við kjörstaði. Búist er við fyrstu tölum um miðnætti. Rekstur borgarsjóðs verður með tæpra fjögurra milljarða afgangi á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun. Leggja á fimm milljarða í Borgarlínu á næstu árum. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að meira fé þurfi til ef biðlistar fyrir sérstakt atvinnuúrræði fyrir fólk með skerta starfsgetu eigi að styttast. Forstjóri Landsvirkjunar segir að Ísland sé að missa af ákveðnum viðskiptatækifærum til fullnýta orkuna hér í ljósi þess að landið sé ekki tengt raforkumarkaði Evrópu. Rýmri heimildir til samstarfs og sameininga eru forsenda þess að hægt sé að hagræða í afurðastöðvakerfinu. Þetta segir formaður Landssamtaka sláturleyfishafa. Lengri umfjallanir: Kristján Sigurjónsson ræddi Sigrúnu Ólafsdóttur prófessor í félagsfræði við HÍ og Pétur Þ. Óskarsson framkvæmdastjóra Íslandsstofu um þingkosningarnar í Bandríkjunum. Þau bjuggu bæði í Bandaríkjunum um árabil. Arnar Páll Hauksson talaði við Hörð Arnarson forstjóra Landsvirkjunar og Eyrún Guðjónsdóttur sjálfstæðan ráðgjafa í Noregi á sviði endurnýjanlegrar orku um. Hörður segir að Ísland sé að missa af ákveðnum viðskiptatækifærum til að fullnýta orkuna hér í ljósi þess að landið sé ekki tengt raforkumarkaði Evrópu. Hann segir að það séu kostir og gallar við lagningu sæstrengs en skynsamlegt sé að skoða málið gaumgæfilega. Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Ragnar Gunnarson
Gestir Aðfararinnar að þessu sinni eru Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og Hildur Björnsdóttir en þær sitja báðar í skipulags- og samgönguráði hjá Reykjavíkurborg. Sigurborg sem formaður fyrir hönd Pírata en Hildur fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Á liðnum vikum hefur borgarstjórn samþykkt tvö mikilvæg og stefnumarkandi skipulagsmál í borginni, þ.e. um framtíð göngugatna í miðborginni og næstu skref Borgarlínu. Eftir þessa tvo mikilvægu áfanga þyrsti okkur í frekari upplýsingar og vildum því heyra það beint frá kjörnum fulltrúum hvað stæði til. Við ræddum um mikilvægi Borgarlínunnar og lýstu þær fyrir okkur næstu skrefum við áframhaldandi framgang verkefnisins, þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir og hvernig viðhorf til verkefnisins er að vissu leyti kynslóðaskipt. Þær sögðu líka frá því hvernig þær sjá fyrir sér framtíð göngugatna í borginni og að vinnan næstu mánuði fælist líka í því að skoða gönguvæðingu Kvosarinnar. Að lokum fórum við hratt yfir þau fjölmörgu og spennandi svæði í borginni sem hægt væri að gera svo miklu meira spennandi. Við þökkum Sigurborgu og Hildi kærlega fyrir komuna í þáttinn og lofum okkur að vera vongóð fyrir hönd borgarbúa um meiri og betri borg eftir þetta góða spjall. Aðförin er hlaðvarpsþáttur um skipulagsmál. Umsjón með þættinum annast Magnea Guðmundsdóttir arkitekt og Birkir Ingibjartsson arkitekt. Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.
Sven Egil Omdal og Ingeborg Eliassen har skrive boka "Borgerlønn - ideen som endrer spillet", som dei presenterte på Kapittel-festivalen i 2018.
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna vonast til þess að fundur leiðtoga Norður-Kóreu og Bandaríkjanna marki tímamót í þeirri viðleitni að gera Kóreuskaga að kjarnorkuvopnalausu svæði. Fjárfestar austan hafs og vestan láta sér fátt um leiðtogafundinn finnast. Saksóknari krefst þess að maður, sem varð manni að bana á Austurvelli í Reykjavík í desember, verði dæmdur í minnst 18 ára fangelsi. Þingstörf á Alþingi eru í hnút og óvíst um þinglok. Meirihlutinn í Reykjavík hyggst fjölga ungbarnaleikskólum til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og vinna áfram að Borgarlínu. Nýr meirihlutasáttmáli var undirritaður í morgun. Sól hefur ekki sést á himni í Reykjavík sex daga í röð í þessum mánuði. Það hefur ekki gerst áður í júní, sem jafnan er sólríkur. Nýr meirihlutasáttmáli Viðreisnar, Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir næsta kjörtímabil var kynntur í morgun. Borgarstjóri verður áfram Dagur B. Eggertsson frá Samfylkingu, Formaður borgarráðs verður Þórdís Lóa Þórhallsdóttir frá Viðreisn og Forseti borgarstjórnar Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírötum fyrsta árið en Pawel Bartoszek tekur svo við. Sáttmálinn tekur á tíu málaflokkum. Þar má nefna umhverfis- skipulags- og samgöngumálum, húsnæðismálum, veferð og lýðheilsu, skóla og frístundamálum, atvinnu og jafnréttismálum svo dæmi sé tekið og fjármálum og rekstri. Það eru 12 borgarfulltrúar af 23 í mreirihlutanum. Í minnihluta eru 11 borgarfulltrúar, átta frá Sjálfstæðisflokki og svo einn frá þremur flokkum, Miðflokki, Sósíalistaflokki og Flokki fólksins. Til að ræða meirihlutasáttmálann komu í beina útsendingu í Speglinum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir frá Viðreisn, sem tekur við embætti formanns borgarráðs þann 19. júní og Vigdís Hauksdóttir, Miðflokki, einn fulltrúa í minnihluta. Væntingar stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins til næstu sex mánaða hafa ekki mælst minni en frá upphafi mælinga í byrjun aldarinnar. 40% þeirra telja nú að ástandið í efnahagslífinu muni versna á næstu sex mánuðum.Fjármálaráðherra segir að helsta skýringin sé óvissa vegna komandi kjarasamninga. Þetta kemur fram í könnun Gallups fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankans meðal 400 stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins. Arnar Páll Hauksson talar við Halldór Benjamín Þorbergsson,framkvæmdastjóra SA, Ásdísi Kristjánsdóttur forstöðumann efnahagssviðs SA og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um niðurstöðurnar sem kynntar voru á hádegisfundi samtaka atvinnulífins í dag. Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Grétar Ævarsson
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sagnfræðingur hefur rannsakað ímynd hinnar svokölluðu ástandsstúlku á stríðsárunum, einkum út frá upplýsingum í skjalasafni Ungmennaeftirlitsins sem gerðar voru opinberar fyrir fáeinum árum. Hún sagði okkur frá niðurstöðum sínum - og velti því meðal annars fyrir sér hvort yfirvöld þurfi að biðja þessar konur afsökunar á þeirri meðferð sem þær þurftu að þola.. Í nýrri rannsókn kemur fram að lyfið parasetamól - sem við þekkjum mörg sem panódíl - getur valdið eitrunum og að sex hafi látist vegna parasetamóleitrana á árunum 2010-2017. Freyja Jónsdóttir og Curtis Snook komu til okkar og sögðu frá þessari rannsókn en í henni kemur meðal annars fram að þörf sé á að fræða almenning um skaðleg áhrif parasetamóls. Maí hefur verið óvenju vætusamur hér á landi og stefnir í metúrkomu. Við veltum fyrir okkur hvort úrkoman sl. sólarhring hefur dugað til að setja met og hringdum í Veðurstofu Íslands þar sem við heyrðum í Óla Þór Árnasyni. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í gær að umræðan um borgarlínu væri komin langt fram úr öllu samhengi málsins og einkennilegt sé að menn telji sig geta kosið um málið þegar allt fjármagn vanti. Hrafnkell Proppé, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, kom til okkar og fór yfir það hvar verkefnið um borgarlínu er statt. Sævar Helgi Bragason kemur í sína vikulegu heimsókn og að þessu sinni var veðurfarið honum hugleikið. Tónlist: Hjálmar - Lof. Þursaflokkurinn - Pínulítill karl. Ylja - Á rauðum sandi. John Mayer - New light. The Rolling Stones - Paint it black. Linda Ronstadt - You're no good. Grafík - Þúsund sinnum segðu já. Hjaltalín - Stay by you. Travis - Why does it always rain on me? Stuðmenn - Vorið.
Samgöngumál eru fyrirferðamikil í umræðunni fyrir sveitastjórnarkosningar. Við höfum áður fjallað um Borgarlínuna en mál eins og Miklabraut í stokk, göngugötur, Sundabraut og mislæg gatnamót eru einnig eitthvað sem flokkar til framboðs hafa látið sig varða. Aðförin fékk til sín okkar helsta sérfræðing og samgöngustjóra Reykjavíkurborgar, Þorstein R. Hermannsson til að fara yfir stöðu mála.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er gestur þeirra Árna og Grétars í Hismi vikunnar og fara þau um víðan völl. Skikkja lögmanna og nútímavæðing hennar, Borgarlínan, prófkjör Sjálfstæðisflokksins og janúar þar sem allir vilja vera besta útgáfan af sjálfum sér er meðal umræðuefna þáttarins
Gestir þáttarins eru þingmennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson, Bryndís Haraldsdóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé. Rætt er meðal annars um þingstörfin framundan, kjarasamninga, Borgarlínu og sveitarstjórnarmál.
Sveitarstjórnarkosningar fara fram í vor og eru stjórnmálaflokkar farnir að undirbúa prófkjör eða uppstillingu á lista. Rannsóknir hafa sýnt að sex af hverjum tíu sveitarstjórnarmönnum eru nýliðar en víða reynist krefjandi að hvetja nýtt fólk til þátttöku í stjórnmálum. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir er ein þeirra sem stendur að námskeiði fyrir þá sem áhuga hafa á að bjóða sig fram og nokkur sveitarfélög hafa boðið upp á. Hún segir konur helst óttast athyglina sem fylgir því að starfa á vettvangi stjórnmálanna auk þess sem fólk segist ekki hafa þekkingu á stjórnsýslunni. Hún kemur til okkar. Tveir alvarlegir brunar voru á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 12 voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar og einn er í lífshættu. Enn er unnið að slökkvistarfi í Mosfellsbæ. Við heyrum í Vernharði Guðnasyni, vaktstjóra hjá Slökkviliðinu. Umræðan um kosti og galla Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu skýtur alltaf upp kollinum öðru hvoru. Í gær vakti grein Frosta Sigurjónssonar fyrrverandi Alþingismanns athygli þar sem hann sagði línuna bæði dýra og tímafreka fyrir borgarbúa, og í kjölfarið spruttu upp líflegar umræður og greinar um þetta hitamál. Þau Guðmundur Kristján Jónsson sérfræðingur í borgarskipulagi og Lilja Karlsdóttir umhverfisverkfræðingur koma til okkar til að ræða þessa umdeildu framkvæmd og hvort hún raunverulega borgar sig. Tónlistarmaðurinn the Weeknd sleit í gærkvöldi öllu samstarfi við tískurisann H&M þegar verslunin auglýsti barnapeysu með áletruninni Svalasti apinn í frumskóginum, en það var þeldökkur piltur sem klæddist peysunni í auglýsingu keðjunnar. Það má ímynda sér að krísuteymi H&M hafi farið á yfirsnúning í kjölfar uppsagnarinnar. Hingað kemur Særún Ósk Pálmadóttir almannatengill sem mun ræða um krísustjórnun í fyrirtækjum þegar svona hneyksli og önnur sambærileg koma upp. Miklir hagsmunir eru undir í uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum og Austurlandi og segja íbúar á Vestfjörðum að það sé ein af forsendunum fyrir því að samfélag fáist þar þrifist. Rétt fyrir áramót veitti Matvælastofnun tveimur fyrirtækjum leyfi til fiskeldis í Patreks- og Tálknafirði. Miklar og heitar umræður spunnust í sumar þegar Hafrannsóknarstofnun lagðist gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Unnið hefur verið að tillögum um mótvægisaðgerðir vegna eldis í Djúpinu sem Hafrannsóknarstofnun hefur til skoðunar. Kristján Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, ræðir þetta við okkur. Sævar Helgi Bragason kemur í sína vikulegu heimsókn og ætlar að ræða um Ósonlagið.