Podcasts about menntam

  • 12PODCASTS
  • 82EPISODES
  • 1h 6mAVG DURATION
  • 1MONTHLY NEW EPISODE
  • Jan 25, 2024LATEST

POPULARITY

20172018201920202021202220232024


Best podcasts about menntam

Latest podcast episodes about menntam

Ein Pæling
#282 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - Það ríkir neyðarástand í menntamálum

Ein Pæling

Play Episode Listen Later Jan 25, 2024 17:50


Þórarinn ræðir við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Í þessum þætti er rætt um stjórnmálin á Íslandi, verðmætasköpun og hugmyndafræði, stöðu menntamála og þá sérstaklega STEM greina og margt fleira.Hlaðvarpið í heild má finna á www.pardus.is/einpaeling

Samfélagið
Smáfuglar, uglur og fjármálalæsi í aðalnámskrá

Samfélagið

Play Episode Listen Later Jan 23, 2024 59:14


Samtök fjármálafyrirtækja berjast fyrir því að fjármálalæsi verði gert að skyldufagi í grunnskólum landsins, en nýleg Gallup-könnun sýnir að fjármálalæsi Íslendinga er verulega ábótavant og grunnhugtök vefjast fyrir fólki. Við ræddum við framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja í Samfélaginu í gær en samtökin halda úti fræðsluvefnum Fjármálavit.is og hafa séð áhugasömum kennurum fyrir námsefni. En hvernig er þessari fræðslu háttað í skólunum í dag? Hvað segir aðalnámskráin? Hvað er mögulegt að gera? Við ræðum þetta við verkefnastjóra hjá Menntamálastofnun. Við ætlum að tala um fugla í Samfélaginu í dag. Fyrst um uglur. Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands rannsakar þá tiltölulega sjaldgæfu fuglategund, að manni finnst - að minnsta kosti sjáum við sjaldan uglur. Gunnar fræðir okkur um þær á eftir. Smáfuglarnir eru mörgum ofarlega í huga þegar frost og snjór einkenna veðrið og eflaust margir hlustendur Samfélagsins sem gefa þeim eitthvað gott í gogginn þessa dagana. Um næstu helgi efnir Fuglavernd til garðfuglatalningar og hvetur alla til að taka þátt. Guðni Sighvatsson fuglavinur ætlar að vera á línunni hjá okkur. Alþingi kom saman í gær að loknu hléi. Við ætlum ekkert að kafa í pólitíkina í dag heldur velta fyrir okkur þeim orðum og hugtökum sem einkenna starfið þar. Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur ses hjá okkur í lok þáttar.

Rauða borðið
Sárafátækt, skólar, sænska leiðin, næstum-Reykjavík, trú og spilling

Rauða borðið

Play Episode Listen Later Dec 6, 2023 211:49


Miðvikudagurinn 6. desember Sárafátækt, skólar, sænska leiðin, næstum-Reykjavík, trú og spilling Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ og Kristín Heba Gísladóttir framkvæmdastjóri Vörðu lýsa fyrir okkur kolsvartri skýrslu um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi. Þórdís Sigurðardóttir forstjóri Menntamálstofnunar bregst við niðurstöðum Pisa-könnunarinnar og Gunnlaugur Magnússon dósent í uppeldisfræði við Uppsalaháskóla segir okkur frá sænsku leiðinni í skólamálum, leið markaðs- og einkavæðingar. Hjónin Guðni Valberg arkitekt og Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur segja okkur frá Reykjavík sem ekki varð og Örn Bárður Jónsson prestur ræðir við okkur um spillingu í ljósi trúar og lífsgilda.

Augnablik í iðnaði
Kennslufræði fyrir iðnmeistara, með Elsu Eiríksdóttur dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Augnablik í iðnaði

Play Episode Listen Later Apr 25, 2023 26:12


Háskóli Íslands býður upp á nám í kennsluréttindum sérhannað að þeim sem eru að fara að kenna starfsgrein í framhaldsskóla. Um er að ræða 60 eininga diplómanám á grunnstigi og geta þátttakendur sótt um leyfisbréf að hjá Menntamálastofnun að því loknu. Leyfisbréfið gildir í leik,- grunn- og framhaldsskóla.

fyrir menntav menntam
Morgunvaktin
Söfnun, líffræðileg fjölbreytni, Evrópuráðið og menntamál

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Apr 24, 2023 130:00


Guðmundur Höskuldsson, forseti Rótarýklúbbs Neskaupstaðar, sagði frá söfnun fyrir þá sem urðu fyrir tjóni í snjóflóðunum í Neskaupstað 27. mars. Vel hefur gengið að safna en enn er tekið á móti framlögum. Skúli Skúlason, líffræðingur og prófessor við Háskólann á Hólum, fjallaði um líffræðilega fjölbreytini en bæði dýrum og jurtum hefur fækkað mikið. Mikilvægt er að snúa þessari þróun við og segir Skúli að þar þurfi stjórnvöld að grípa inn og leggja lóð á vogarskálarnar ásamt almenningi og fræðasamfélaginu. Björn Malmquist fréttamaður ræddi um Evrópuráðið; hlutverk þess, starfsemi og Reykjavíkurfundinn en Björn var staddur í Strassborg í síðustu viku þar sem hann ræddi meðal annars við framkvæmdastjóra Evrópuráðsins og sendiherra Íslands, Ragnhildi Arnljótsdóttur, sem gegnir formennsku í ráðinu. Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri Menntamálastofnunar, fór yfir hlutverk nýrrar stofnunar sem sett verður á laggirnar á komandi mánuðum. Mennta- og barnamálaráðherra mælir fyrir stofnun hennar á Alþingi í dag. Þórdís segir mikilvægt að grípa börn fyrr en gert er í dag og bendir til að mynda á að þegar barn kemur vopnað hnífi í skólann þá sé það ekkert sem gerist upp úr þurru. FJölmörg viðvörunarljós hafi blikkað áður en slíkt gerist. Tónlist: Hjarta mítt - Eivör Pálsdóttir, Swirl - Coney Island Babies, Morgunsól - Magnús Jóhann Ragnarsson og GRDN. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Morgunvaktin
Söfnun, líffræðileg fjölbreytni, Evrópuráðið og menntamál

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Apr 24, 2023


Guðmundur Höskuldsson, forseti Rótarýklúbbs Neskaupstaðar, sagði frá söfnun fyrir þá sem urðu fyrir tjóni í snjóflóðunum í Neskaupstað 27. mars. Vel hefur gengið að safna en enn er tekið á móti framlögum. Skúli Skúlason, líffræðingur og prófessor við Háskólann á Hólum, fjallaði um líffræðilega fjölbreytini en bæði dýrum og jurtum hefur fækkað mikið. Mikilvægt er að snúa þessari þróun við og segir Skúli að þar þurfi stjórnvöld að grípa inn og leggja lóð á vogarskálarnar ásamt almenningi og fræðasamfélaginu. Björn Malmquist fréttamaður ræddi um Evrópuráðið; hlutverk þess, starfsemi og Reykjavíkurfundinn en Björn var staddur í Strassborg í síðustu viku þar sem hann ræddi meðal annars við framkvæmdastjóra Evrópuráðsins og sendiherra Íslands, Ragnhildi Arnljótsdóttur, sem gegnir formennsku í ráðinu. Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri Menntamálastofnunar, fór yfir hlutverk nýrrar stofnunar sem sett verður á laggirnar á komandi mánuðum. Mennta- og barnamálaráðherra mælir fyrir stofnun hennar á Alþingi í dag. Þórdís segir mikilvægt að grípa börn fyrr en gert er í dag og bendir til að mynda á að þegar barn kemur vopnað hnífi í skólann þá sé það ekkert sem gerist upp úr þurru. FJölmörg viðvörunarljós hafi blikkað áður en slíkt gerist. Tónlist: Hjarta mítt - Eivör Pálsdóttir, Swirl - Coney Island Babies, Morgunsól - Magnús Jóhann Ragnarsson og GRDN. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Samfélagið
Kólnun fasteignamarkaðar, nýr forstjóri Menntamálast. og umhverfismál

Samfélagið

Play Episode Listen Later Oct 20, 2022


Við tölum aðeins um fasteignamarkaðinn. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fylgist grannt með þróuninni þar og samkvæmt nýrri greiningu þeirra fyrir októbermánuði eru augljós merki um kólnun á þeim markaði. Kári Friðriksson hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fer yfir þau mál með okkur. Þórdís Jóna Sigurðardóttir nýr forstjóri Menntamálastofnunar kemur svo til okkar, hún á að leggja stofnunina niður - og reisa hvað hennar í stað? Við fáum að vita það ásamt ýmsu fleiru, það gustar oft um skólamálin - er hún tilbúin í vindhviðurnar? Við fáum líka umhverfispistil í lok þáttar eins og ávallt á fimmtudögum, Bryndís Marteinsdóttir flytur okkur hann.

sigur brynd forstj marteinsd menntam
Samfélagið
Kólnun fasteignamarkaðar, nýr forstjóri Menntamálast. og umhverfismál

Samfélagið

Play Episode Listen Later Oct 20, 2022 55:00


Við tölum aðeins um fasteignamarkaðinn. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fylgist grannt með þróuninni þar og samkvæmt nýrri greiningu þeirra fyrir októbermánuði eru augljós merki um kólnun á þeim markaði. Kári Friðriksson hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fer yfir þau mál með okkur. Þórdís Jóna Sigurðardóttir nýr forstjóri Menntamálastofnunar kemur svo til okkar, hún á að leggja stofnunina niður - og reisa hvað hennar í stað? Við fáum að vita það ásamt ýmsu fleiru, það gustar oft um skólamálin - er hún tilbúin í vindhviðurnar? Við fáum líka umhverfispistil í lok þáttar eins og ávallt á fimmtudögum, Bryndís Marteinsdóttir flytur okkur hann.

sigur brynd forstj marteinsd menntam
Spegillinn
Kosningar í Danmörku, stýrivextir og stórar samningalotur

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 5, 2022


Spegillinn 5.október 2022 Fiskiskip strandaði í innsiglingunni á Raufarhöfn í dag eftir að það rak undan sterkum vindi. Vel gekk að koma skipinu á flot. Sænskur grínþáttur hefur valdið fjaðrafoki í Tyrklandi vegna gríns á kostnað forseta Tyrklands. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa boðað sendiherra Svíþjóðar á fund vegna málsins, sem gæti haft víðtækar afleiðingar. Menntamálaráðherra hefur boðað alla skólameistara framhaldsskóla á sinn fund til að fara yfir viðbragðsáætlanir þeirra við kynferðisofbeldi. Rektor Menntaskólans við Hamrahlíð bað fyrrverandi nemanda skólans í dag afsökunar á viðbrögðum skólastjórnenda við ásökunum hennar um ofbeldi af hálfu samnemanda. Mælingar sýna að andlegri líðan ungmenna hefur hrakað hér á landi. Talið er að svefnleysi og samfélagsmiðlanotkun eigi stóran þátt í þessari þróun. Forvarnadagurinn er í dag. ------- Eins og fingri væri smellt var kosningabaráttan í Danmörku komin á fullt skrið nánast um leið og Mette Frederiksen greindi frá því í morgun að að kosið yrði til þings í landinu fyrsta nóvember. Hún sagði þegar hún tilkynnti ákvörðun sína að það væri vissulega undarlegt að Danir gengju til þingkosninga á ótryggum tímum jafnt innanlands sem utan, en þetta væri vilji meirihluta danska þingsins. Því hefði hún farið á fund Margrétar Þórhildar drottningar í morgun og tilkynnt henni að kosningar væru fram undan. Stýrivextir hækkuðu í morgun um 0,25 prósent. Þeir eru nú komnir í 5,75 prósent og hafa ekki verið hærri síðan 2016. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að þrátt fyrir að verðbólga hafi hjaðnað frá ágústfundi nefndarinnar, hafi undirliggjandi verðbólga og óvissa hins vegar aukist. Greinendur spáðu því að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,25 til 0,5 prósent. Verðbólga er langt yfir markmiði Seðlabankans um tveggja og hálfs prósenta verðbólgu, mælist nú um 9,3 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vonar að þetta sé seinasta stýrivaxtahækkunin, en bankinn hefur hækkað vexti í seinustu níu stýrivaxtaákvörðunum sínum. Hann segir að áhrifa hækkana stýrivaxta sé farið að gæta hér á landi, en efnahagshorfur utan landsteinanna gefi tilefni til að vera á varðbergi. En hvað kallar á hækkun stýrivaxta nú? Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti Alþýðusambandsins vonar að sátt náist innan verkalýðshreyfingarinnar eftir þing sambandsins sem haldið verður í næstu viku og nýr forseti kjörinn. Framundan eru stórar samningalotur og hann kysi frekar að einfalda verkfallsboðun en að auka vald ríkissáttasemjara. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaú

sv sn tali stj hann mette frederiksen kristj danm margr umsj framundan danir tyrklandi hamrahl tyrklands menntam
Spegillinn
Kosningar í Danmörku, stýrivextir og stórar samningalotur

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 5, 2022 9:01


Spegillinn 5.október 2022 Fiskiskip strandaði í innsiglingunni á Raufarhöfn í dag eftir að það rak undan sterkum vindi. Vel gekk að koma skipinu á flot. Sænskur grínþáttur hefur valdið fjaðrafoki í Tyrklandi vegna gríns á kostnað forseta Tyrklands. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa boðað sendiherra Svíþjóðar á fund vegna málsins, sem gæti haft víðtækar afleiðingar. Menntamálaráðherra hefur boðað alla skólameistara framhaldsskóla á sinn fund til að fara yfir viðbragðsáætlanir þeirra við kynferðisofbeldi. Rektor Menntaskólans við Hamrahlíð bað fyrrverandi nemanda skólans í dag afsökunar á viðbrögðum skólastjórnenda við ásökunum hennar um ofbeldi af hálfu samnemanda. Mælingar sýna að andlegri líðan ungmenna hefur hrakað hér á landi. Talið er að svefnleysi og samfélagsmiðlanotkun eigi stóran þátt í þessari þróun. Forvarnadagurinn er í dag. ------- Eins og fingri væri smellt var kosningabaráttan í Danmörku komin á fullt skrið nánast um leið og Mette Frederiksen greindi frá því í morgun að að kosið yrði til þings í landinu fyrsta nóvember. Hún sagði þegar hún tilkynnti ákvörðun sína að það væri vissulega undarlegt að Danir gengju til þingkosninga á ótryggum tímum jafnt innanlands sem utan, en þetta væri vilji meirihluta danska þingsins. Því hefði hún farið á fund Margrétar Þórhildar drottningar í morgun og tilkynnt henni að kosningar væru fram undan. Stýrivextir hækkuðu í morgun um 0,25 prósent. Þeir eru nú komnir í 5,75 prósent og hafa ekki verið hærri síðan 2016. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að þrátt fyrir að verðbólga hafi hjaðnað frá ágústfundi nefndarinnar, hafi undirliggjandi verðbólga og óvissa hins vegar aukist. Greinendur spáðu því að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,25 til 0,5 prósent. Verðbólga er langt yfir markmiði Seðlabankans um tveggja og hálfs prósenta verðbólgu, mælist nú um 9,3 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vonar að þetta sé seinasta stýrivaxtahækkunin, en bankinn hefur hækkað vexti í seinustu níu stýrivaxtaákvörðunum sínum. Hann segir að áhrifa hækkana stýrivaxta sé farið að gæta hér á landi, en efnahagshorfur utan landsteinanna gefi tilefni til að vera á varðbergi. En hvað kallar á hækkun stýrivaxta nú? Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti Alþýðusambandsins vonar að sátt náist innan verkalýðshreyfingarinnar eftir þing sambandsins sem haldið verður í næstu viku og nýr forseti kjörinn. Framundan eru stórar samningalotur og hann kysi frekar að einfalda verkfallsboðun en að auka vald ríkissáttasemjara. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaú

sv sn tali stj hann mette frederiksen kristj danm margr umsj framundan danir tyrklandi hamrahl tyrklands menntam
Spegillinn
Kosningar í Danmörku, stýrivextir og stórar samningalotur

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 5, 2022


Spegillinn 5.október 2022 Fiskiskip strandaði í innsiglingunni á Raufarhöfn í dag eftir að það rak undan sterkum vindi. Vel gekk að koma skipinu á flot. Sænskur grínþáttur hefur valdið fjaðrafoki í Tyrklandi vegna gríns á kostnað forseta Tyrklands. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa boðað sendiherra Svíþjóðar á fund vegna málsins, sem gæti haft víðtækar afleiðingar. Menntamálaráðherra hefur boðað alla skólameistara framhaldsskóla á sinn fund til að fara yfir viðbragðsáætlanir þeirra við kynferðisofbeldi. Rektor Menntaskólans við Hamrahlíð bað fyrrverandi nemanda skólans í dag afsökunar á viðbrögðum skólastjórnenda við ásökunum hennar um ofbeldi af hálfu samnemanda. Mælingar sýna að andlegri líðan ungmenna hefur hrakað hér á landi. Talið er að svefnleysi og samfélagsmiðlanotkun eigi stóran þátt í þessari þróun. Forvarnadagurinn er í dag. ------- Eins og fingri væri smellt var kosningabaráttan í Danmörku komin á fullt skrið nánast um leið og Mette Frederiksen greindi frá því í morgun að að kosið yrði til þings í landinu fyrsta nóvember. Hún sagði þegar hún tilkynnti ákvörðun sína að það væri vissulega undarlegt að Danir gengju til þingkosninga á ótryggum tímum jafnt innanlands sem utan, en þetta væri vilji meirihluta danska þingsins. Því hefði hún farið á fund Margrétar Þórhildar drottningar í morgun og tilkynnt henni að kosningar væru fram undan. Stýrivextir hækkuðu í morgun um 0,25 prósent. Þeir eru nú komnir í 5,75 prósent og hafa ekki verið hærri síðan 2016. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að þrátt fyrir að verðbólga hafi hjaðnað frá ágústfundi nefndarinnar, hafi undirliggjandi verðbólga og óvissa hins vegar aukist. Greinendur spáðu því að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,25 til 0,5 prósent. Verðbólga er langt yfir markmiði Seðlabankans um tveggja og hálfs prósenta verðbólgu, mælist nú um 9,3 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vonar að þetta sé seinasta stýrivaxtahækkunin, en bankinn hefur hækkað vexti í seinustu níu stýrivaxtaákvörðunum sínum. Hann segir að áhrifa hækkana stýrivaxta sé farið að gæta hér á landi, en efnahagshorfur utan landsteinanna gefi tilefni til að vera á varðbergi. En hvað kallar á hækkun stýrivaxta nú? Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti Alþýðusambandsins vonar að sátt náist innan verkalýðshreyfingarinnar eftir þing sambandsins sem haldið verður í næstu viku og nýr forseti kjörinn. Framundan eru stórar samningalotur og hann kysi frekar að einfalda verkfallsboðun en að auka vald ríkissáttasemjara. Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaú

sv sn tali stj hann mette frederiksen kristj danm margr umsj framundan danir tyrklandi hamrahl tyrklands menntam
Þjóðmál
#72 – Samfylkingin búin að hafa 28 ár til að bæta menntamál í Reykjavík

Þjóðmál

Play Episode Listen Later May 6, 2022 54:00


Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík, ræðir um menntamál og stöðu þeirra hér á landi. Hún segir nóg komið að 28 ára yfirsetu Samfylkingarinnar og forvera hennar á menntamálum í Reykjavík og breytinga sé þörf á þeirri stefnu sem þar ríkir. Rætt er um starfsemi sjálfsætt starfandi skóla og viðhorf yfirvalda gagnvart þeim, þau hugtök og stefnur sem hafa verið innleiddar til að bæta menntun með misjöfnum árangri, stöðu kennara, mikilvægi þess að efla sjálfstæði skólastjórnenda og margt fleira.

reykjav sigur hafa samfylkingarinnar menntam
Spegillinn
Spegillinn 3. janúar 2022

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 3, 2022 10:42


Spegillinn 3. janúar 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Skólastjórnendur telja óráðlegt að bólusetja börn á skólatíma. Menntamálaráðherra segir að það verði áskorun að halda úti óröskuðu skólahaldi á næstunni og fyrirséð að skólar þurfi að loka. Þrátt fyrir það á að setja skólana að loknu jólafríi á morgun. Björgunarsveitarmenn á Austurlandi hafa frá því í gærkvöld staðið í ströngu við að forða tjóni og flytja heilbrigðisstarfsfólk til og frá vinnu. Norðvestanstormur gekk yfir austanvert landið í dag en nú er farið að lægja. Það er þó enn byljótt undir Vatnajökli. Fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir í Spítalabrekkunni á Akureyri valda deilum. Bæjaryfirvöld eru gagnrýnd fyrir að huga hvorki að aurskriðuhættu né menningargildi. Bandarískt tónlistarforlag hefur keypt réttinn að allri tónlist sem David Bowie lét eftir sig. Kaupverðið er talið nema yfir 32 milljörðum króna. Lengri umfjöllun: Starfsdagur var í grunnskólum víðast hvar í dag og skólastjórnendur reyna að ráða fram úr því hvernig skólastarfi verður háttað þegar það hefst á morgun. Fyrirsjáanlega verða erfiðar heimtur á starfsfólki vegna faraldursins; sums staðar er búist við að allt að fimmtungur starfsfólks forfallist vegna smits eða sóttkvíar og eins eru ekki allir foreldrar í rónni með að senda börn sín í skólann. Elínrós Benediktsdóttir skólastjóri Ölduselsskóla í Reykjavík segir þar lagt upp með eins hefðbundið skólastarf og hægt er. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Elínrósu og Arnar Ævarsson framkvæmdastjóra Heimilis og skóla. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, vill að aðilar vinnumarkaðarins nýti næsta ár til þess að hugsa kjaramálin upp á nýtt og setji sér sameiginleg langtímamarkmið um að gera samfélagið betra. Lífskjarasamningar í almennum vinnumarkaði renna út í byrjun nóvember, en á opinberum vinnumarkaði í flestum tilfellum í byrjun mars 2023. Sonja vill nýta tímann fram að því til að hugsa út fyrir boxið. Kristján Sigurjónsson talar við Sonju.

bj david bowie reykjav bandar kristj akureyri arnar sigurj vatnaj sonju austurlandi benediktsd anna krist menntam bandalags lengri
Spegillinn
Spegillinn 3. janúar 2022

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jan 3, 2022


Spegillinn 3. janúar 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Skólastjórnendur telja óráðlegt að bólusetja börn á skólatíma. Menntamálaráðherra segir að það verði áskorun að halda úti óröskuðu skólahaldi á næstunni og fyrirséð að skólar þurfi að loka. Þrátt fyrir það á að setja skólana að loknu jólafríi á morgun. Björgunarsveitarmenn á Austurlandi hafa frá því í gærkvöld staðið í ströngu við að forða tjóni og flytja heilbrigðisstarfsfólk til og frá vinnu. Norðvestanstormur gekk yfir austanvert landið í dag en nú er farið að lægja. Það er þó enn byljótt undir Vatnajökli. Fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir í Spítalabrekkunni á Akureyri valda deilum. Bæjaryfirvöld eru gagnrýnd fyrir að huga hvorki að aurskriðuhættu né menningargildi. Bandarískt tónlistarforlag hefur keypt réttinn að allri tónlist sem David Bowie lét eftir sig. Kaupverðið er talið nema yfir 32 milljörðum króna. Lengri umfjöllun: Starfsdagur var í grunnskólum víðast hvar í dag og skólastjórnendur reyna að ráða fram úr því hvernig skólastarfi verður háttað þegar það hefst á morgun. Fyrirsjáanlega verða erfiðar heimtur á starfsfólki vegna faraldursins; sums staðar er búist við að allt að fimmtungur starfsfólks forfallist vegna smits eða sóttkvíar og eins eru ekki allir foreldrar í rónni með að senda börn sín í skólann. Elínrós Benediktsdóttir skólastjóri Ölduselsskóla í Reykjavík segir þar lagt upp með eins hefðbundið skólastarf og hægt er. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Elínrósu og Arnar Ævarsson framkvæmdastjóra Heimilis og skóla. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, vill að aðilar vinnumarkaðarins nýti næsta ár til þess að hugsa kjaramálin upp á nýtt og setji sér sameiginleg langtímamarkmið um að gera samfélagið betra. Lífskjarasamningar í almennum vinnumarkaði renna út í byrjun nóvember, en á opinberum vinnumarkaði í flestum tilfellum í byrjun mars 2023. Sonja vill nýta tímann fram að því til að hugsa út fyrir boxið. Kristján Sigurjónsson talar við Sonju.

bj david bowie reykjav bandar kristj akureyri arnar sigurj umsj vatnaj sonju austurlandi benediktsd anna krist menntam bandalags lengri
Morgunútvarpið
10. nóv. - Bitcoin, HOPP Færeyjar, rannsókn, menntamál, Akranes

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Nov 10, 2021 130:00


Gengi rafmyntarinnar Bitcoin hefur aldrei verið hærra og stóð gengið í rúmlega 68.500 dollurum í gær. Virði myntarinnar hefur aukist um 342 prósent á árinu. Við ræddum við Kristján Inga Mikaelsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Rafmyntaráðs Íslands og einn eigenda GreenBlocks, sem tekur þátt í því að grafa fyrir myntinni hér á landi. Færeyska lögreglan lagði í sumar hald á fimmtíu rafskútur frá íslenska fyrirtækinu Hopp þar sem færeysk stjórnvöld hafa skilgreint rafskúturnar sem breytt vélhjól sem eru ekki leyfð í Færeyjum. Framkvæmdastjóri rafskútuleigunnar batt vonir við að hjólin yrði komin aftur á göturnar í Þórshöfn fyrir lok ágústmánaðar en svo fór ekki. Þau dúsa enn í kjallara lögreglustöðvarinnar í Þórshöfn. Við ræðum við Ebenezer Þórarinn Ásgeirsson, framkvæmdastjóra Hopp í Færeyjum, um stöðuna á þessum málum og kórónuveirufaraldurinn þar í landi. Á forsíðu Fréttablaðsins í gær var greint frá því að lögreglumenn væru ósáttir við ummæli Þorbjargar Ingu Jónsdóttur lögmanns þess efnis að lögreglan færi í manngreinarálit við rannsókn kynferðisbrota. Í því skyni heyrðum við í Hildi Fjólu Antonsdóttur, doktor í réttarfélagsfræðum, sem sagði frá rannsókn sem hún gerði sem varpar einmitt ljósi á það hvort slík rörsýn geti einkennt rannsókn kynferðisbrota hjá lögreglunni. Foreldrar barna sem hafa verið beitt hvers konar þvingun í skólanum sínum hafa stigið fram í fjölmiðlum undanfarna daga. Börnin eiga það oftar en ekki sameiginlegt að hafa sérþarfir en þeir foreldrar sem stigið hafa fram vilja meina að starfsmenn skólanna hafi gengið of langt í valdbeitingum gagnvart börnunum. Við ætlum að skoða þessi mál í stóra samhenginu og ræddum við Sigrúnu Daníelsdóttur verkefnastjóra geðræktar hjá Embættis Landlæknis en embættið lagðist árið 2019 í heilmikla rannsóknarvinnu og gaf í kjölfarið út aðgerðaráætlun um innleiðingu geðræktarstarfs, forvarna og stuðnings við börn og ungmenni í skólastarfi. Upp eru komin ansi mörg Covid-19 smit hjá Skagamönnum en ríflega 130 þeirra má rekja til karíókíkvölds sem haldið var um helgina. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akranesbæjar, var á línunni hjá okkur. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Seljaskóla, hafði sigur í formannskjöri í Kennarasambandi Íslands í gær en formannsskipti verða á þingi sambandsins í apríl á næsta ári. Við ræddum við Magnús um málefni kennara og þær breytingar sem hann vill gera á Kennarasambandinu. Tónlist: Komdu til baka - Elín Hall Shivers - Ed Sheeran Lætur mig - GDRN, Flóni og Sinfó Disillusion - Badly Drawn Boy Barcelona - Hákon

covid-19 bitcoin magn ebenezer hopp vir upp kristj freyr sigr emb ranns landl framkv komdu gdrn gengi foreldrar antonsd menntam seljask
Morgunútvarpið
10. nóv. - Bitcoin, HOPP Færeyjar, rannsókn, menntamál, Akranes

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Nov 10, 2021


Gengi rafmyntarinnar Bitcoin hefur aldrei verið hærra og stóð gengið í rúmlega 68.500 dollurum í gær. Virði myntarinnar hefur aukist um 342 prósent á árinu. Við ræddum við Kristján Inga Mikaelsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Rafmyntaráðs Íslands og einn eigenda GreenBlocks, sem tekur þátt í því að grafa fyrir myntinni hér á landi. Færeyska lögreglan lagði í sumar hald á fimmtíu rafskútur frá íslenska fyrirtækinu Hopp þar sem færeysk stjórnvöld hafa skilgreint rafskúturnar sem breytt vélhjól sem eru ekki leyfð í Færeyjum. Framkvæmdastjóri rafskútuleigunnar batt vonir við að hjólin yrði komin aftur á göturnar í Þórshöfn fyrir lok ágústmánaðar en svo fór ekki. Þau dúsa enn í kjallara lögreglustöðvarinnar í Þórshöfn. Við ræðum við Ebenezer Þórarinn Ásgeirsson, framkvæmdastjóra Hopp í Færeyjum, um stöðuna á þessum málum og kórónuveirufaraldurinn þar í landi. Á forsíðu Fréttablaðsins í gær var greint frá því að lögreglumenn væru ósáttir við ummæli Þorbjargar Ingu Jónsdóttur lögmanns þess efnis að lögreglan færi í manngreinarálit við rannsókn kynferðisbrota. Í því skyni heyrðum við í Hildi Fjólu Antonsdóttur, doktor í réttarfélagsfræðum, sem sagði frá rannsókn sem hún gerði sem varpar einmitt ljósi á það hvort slík rörsýn geti einkennt rannsókn kynferðisbrota hjá lögreglunni. Foreldrar barna sem hafa verið beitt hvers konar þvingun í skólanum sínum hafa stigið fram í fjölmiðlum undanfarna daga. Börnin eiga það oftar en ekki sameiginlegt að hafa sérþarfir en þeir foreldrar sem stigið hafa fram vilja meina að starfsmenn skólanna hafi gengið of langt í valdbeitingum gagnvart börnunum. Við ætlum að skoða þessi mál í stóra samhenginu og ræddum við Sigrúnu Daníelsdóttur verkefnastjóra geðræktar hjá Embættis Landlæknis en embættið lagðist árið 2019 í heilmikla rannsóknarvinnu og gaf í kjölfarið út aðgerðaráætlun um innleiðingu geðræktarstarfs, forvarna og stuðnings við börn og ungmenni í skólastarfi. Upp eru komin ansi mörg Covid-19 smit hjá Skagamönnum en ríflega 130 þeirra má rekja til karíókíkvölds sem haldið var um helgina. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akranesbæjar, var á línunni hjá okkur. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Seljaskóla, hafði sigur í formannskjöri í Kennarasambandi Íslands í gær en formannsskipti verða á þingi sambandsins í apríl á næsta ári. Við ræddum við Magnús um málefni kennara og þær breytingar sem hann vill gera á Kennarasambandinu. Tónlist: Komdu til baka - Elín Hall Shivers - Ed Sheeran Lætur mig - GDRN, Flóni og Sinfó Disillusion - Badly Drawn Boy Barcelona - Hákon

covid-19 bitcoin magn ebenezer hopp vir upp sinf kristj freyr sigr emb ranns landl framkv komdu gdrn gengi foreldrar antonsd menntam seljask
Morgunútvarpið
26. okt. - Matarsóun, loftslagsmál, kynjakvóti, menntun, tækni.

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Oct 26, 2021 130:00


Í dag stendur Velferðarvaktin fyrir málþingi um mataraðstoð og matarsóun á Grand Hótel. Nýlega kynnti umhverfis- og auðlindaráðherra áætlun gegn matarsóun og verða nokkrar aðgerðir í henni m.a. kynntar á þinginu, þ.á.m. tvö áhugaverð mál er varða mataraðstoð, svokallaður matarbanki og matarvagn. Þau Rakel Garðarsdóttir hjá Vakandi og Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu, settust hjá okkur og sögðu okkur meira af þessu. Við héldum áfram loftslagsumræðunni hér í Morgunútvarpinu enda styttist óðum í 26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst þann 31. október. Margir hópar hafa sent inn áskoranir til leiðtoga ríkjanna um að bregðast við loftslagsvánni. Þeirra á meðal eru hinir ýmsu trúarleiðtogar. Til að ræða þátt trúarbragðanna í loftslagsmálum fengum við til okkar Sigríði Guðmarsdóttir, lektor við guðfræði og trúarbragðadeild Háskóla Íslands. Verzlunarskóli Íslands hefur formlega tekið upp kynjakvóta sem ætlað er að að sporna gegn því að innritað hlutfall nemenda af einu kyni sé meira en 60 prósent. Við slógum á þráðinn til Guðrúnar Ingu Sívertssen skólastjóra Verzlunarskólans og fengum hana til að útskýra málið fyrir okkur. Hermundur Sigmundsson prófessor sem starfar bæði í Noregi og á Íslandi hefur oftar en einu sinni vakið athygli á stöðu drengja í menntakerfinu á Íslandi. Hann segir víða pott brotinn og þrátt fyrir mikið fjármagn til Menntamálastofnunar, aukna menntun kennara og ýmis konar átaksverkefni, sé staðan ekki góð. Læsi sé ábótavant, brottfall úr framhaldsskólum of mikið og skortur á góðu stöðumati. Við fengum Hermund til að fara aðeins yfir stöðuna með okkur og veltum fyrir okkur hvað þarf að gera til að bæta úr? Guðmundur Jóhannsson kom svo til okkar í sitt vikulega tæknispjall og ræddi sýndarveruleika og lykilorð. Tónlist: Bubbi Morthens - Háflóð. Gugusar - Röddin í klettunum. Eddie Vedder - Long way. Dua Lipa - Love again. Ásgeir Trausti - Öldurótið. Mono Town - Because of you. Kings of convenience - Rocky trail.

kings gu hann sigr grand h noregi benediktsson margir trausti samtaka sameinu menntam menntun
Morgunútvarpið
26. okt. - Matarsóun, loftslagsmál, kynjakvóti, menntun, tækni.

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Oct 26, 2021


Í dag stendur Velferðarvaktin fyrir málþingi um mataraðstoð og matarsóun á Grand Hótel. Nýlega kynnti umhverfis- og auðlindaráðherra áætlun gegn matarsóun og verða nokkrar aðgerðir í henni m.a. kynntar á þinginu, þ.á.m. tvö áhugaverð mál er varða mataraðstoð, svokallaður matarbanki og matarvagn. Þau Rakel Garðarsdóttir hjá Vakandi og Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu, settust hjá okkur og sögðu okkur meira af þessu. Við héldum áfram loftslagsumræðunni hér í Morgunútvarpinu enda styttist óðum í 26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst þann 31. október. Margir hópar hafa sent inn áskoranir til leiðtoga ríkjanna um að bregðast við loftslagsvánni. Þeirra á meðal eru hinir ýmsu trúarleiðtogar. Til að ræða þátt trúarbragðanna í loftslagsmálum fengum við til okkar Sigríði Guðmarsdóttir, lektor við guðfræði og trúarbragðadeild Háskóla Íslands. Verzlunarskóli Íslands hefur formlega tekið upp kynjakvóta sem ætlað er að að sporna gegn því að innritað hlutfall nemenda af einu kyni sé meira en 60 prósent. Við slógum á þráðinn til Guðrúnar Ingu Sívertssen skólastjóra Verzlunarskólans og fengum hana til að útskýra málið fyrir okkur. Hermundur Sigmundsson prófessor sem starfar bæði í Noregi og á Íslandi hefur oftar en einu sinni vakið athygli á stöðu drengja í menntakerfinu á Íslandi. Hann segir víða pott brotinn og þrátt fyrir mikið fjármagn til Menntamálastofnunar, aukna menntun kennara og ýmis konar átaksverkefni, sé staðan ekki góð. Læsi sé ábótavant, brottfall úr framhaldsskólum of mikið og skortur á góðu stöðumati. Við fengum Hermund til að fara aðeins yfir stöðuna með okkur og veltum fyrir okkur hvað þarf að gera til að bæta úr? Guðmundur Jóhannsson kom svo til okkar í sitt vikulega tæknispjall og ræddi sýndarveruleika og lykilorð. Tónlist: Bubbi Morthens - Háflóð. Gugusar - Röddin í klettunum. Eddie Vedder - Long way. Dua Lipa - Love again. Ásgeir Trausti - Öldurótið. Mono Town - Because of you. Kings of convenience - Rocky trail.

kings gu hann sigr grand h noregi benediktsson margir trausti samtaka sameinu menntam menntun
Spegillinn

Gígja Þórðardóttir, sem bíður eftir niðurstöðum skimunar á brjóstakrabbameini segir slæmt að bíða í óvissu, en hún er ein tólf hundruð kvenna sem fóru í skimun á brjóstakrabbameini í ágúst og hafa ekki fengið niðurstöður vegna læknaskorts á Landspítala. Anna Lilja Þórðardóttir ræðir við hana. Enn hefur hækkað í Skaftá, þar sem hleypur úr vestari katli Skaftárjökuls, ekki er ljóst hvort hlaupið hefur náð hámarki. Bjarni Rúnarsson, fréttamaður er á bökkum Skaftár. Rætt við hann og Þorstein Þorsteinsson, jarðlisfræðing um horfur á hlaupi úr eystri katlinum. Saksóknari í máli gegn Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra málefna útlendinga og innflytjenda í Danmörku, notaði fyrsta dag réttarhalda fyrir Landsdómi til reyna að sýna fram á að Støjberg hefði beitt starfsfólk ráðuneytis síns óeðlilegum þrýstingi. Bogi Ágústsson segir frá. Grunnskólabörn þurfa ekki að þreyta samræmd könnunarpróf í haust. Unnið er að nýju námsmati. Arnar Björnsson ræddi við Sverrir Óskarsson sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun. Landsleikur karlalandsliða Íslands og Rúmeníu er leikinn í skugga hneykslismála sem beinst hafa að Knattspyrnusambandi Íslands. Fyrir leik ræddi Magnús Geir Eyjólfsson við Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur og Jóhönnu Ýr Jónsdóttur á samstöðufundi sem Bleiki fíllinn og Öfgar héldu. ---------- Þagnarsamningar gerðu kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein mögulegt að brjóta gegn konum í áratugi. Nú er ljóst að slíkir samningar þekkjast líka á Íslandi. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Eru kjósendur og frambjóðendur sammála um málefnaáherslur? Það er nokkuð sem Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði hefur rannsakað undanfarin ár. Uppreisnarmenn gegn útrýmingu fara núna um götur Oslóar, höfuðborgar Noregs, dansa og syngja. Liðið sest upp í mikilvægum byggingum og krefst þess að allri olíuvinnslu verði hætt, og það strax. Þetta er angi af alþjóðlegri hreyfingu umhverfissinna. Gísi Kristjánsson. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.

Spegillinn
02.09.2021

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 2, 2021


Gígja Þórðardóttir, sem bíður eftir niðurstöðum skimunar á brjóstakrabbameini segir slæmt að bíða í óvissu, en hún er ein tólf hundruð kvenna sem fóru í skimun á brjóstakrabbameini í ágúst og hafa ekki fengið niðurstöður vegna læknaskorts á Landspítala. Anna Lilja Þórðardóttir ræðir við hana. Enn hefur hækkað í Skaftá, þar sem hleypur úr vestari katli Skaftárjökuls, ekki er ljóst hvort hlaupið hefur náð hámarki. Bjarni Rúnarsson, fréttamaður er á bökkum Skaftár. Rætt við hann og Þorstein Þorsteinsson, jarðlisfræðing um horfur á hlaupi úr eystri katlinum. Saksóknari í máli gegn Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra málefna útlendinga og innflytjenda í Danmörku, notaði fyrsta dag réttarhalda fyrir Landsdómi til reyna að sýna fram á að Støjberg hefði beitt starfsfólk ráðuneytis síns óeðlilegum þrýstingi. Bogi Ágústsson segir frá. Grunnskólabörn þurfa ekki að þreyta samræmd könnunarpróf í haust. Unnið er að nýju námsmati. Arnar Björnsson ræddi við Sverrir Óskarsson sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun. Landsleikur karlalandsliða Íslands og Rúmeníu er leikinn í skugga hneykslismála sem beinst hafa að Knattspyrnusambandi Íslands. Fyrir leik ræddi Magnús Geir Eyjólfsson við Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur og Jóhönnu Ýr Jónsdóttur á samstöðufundi sem Bleiki fíllinn og Öfgar héldu. ---------- Þagnarsamningar gerðu kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein mögulegt að brjóta gegn konum í áratugi. Nú er ljóst að slíkir samningar þekkjast líka á Íslandi. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Eru kjósendur og frambjóðendur sammála um málefnaáherslur? Það er nokkuð sem Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði hefur rannsakað undanfarin ár. Uppreisnarmenn gegn útrýmingu fara núna um götur Oslóar, höfuðborgar Noregs, dansa og syngja. Liðið sest upp í mikilvægum byggingum og krefst þess að allri olíuvinnslu verði hætt, og það strax. Þetta er angi af alþjóðlegri hreyfingu umhverfissinna. Gísi Kristjánsson. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.

Spegillinn
Vandi KSÍ, menningarbylting í íþróttahreyfingunni, ofbeldi í Mexico

Spegillinn

Play Episode Listen Later Aug 31, 2021


Spegillinn 31. ágúst 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta segist ekki hafa íhugað að hætta vegna stöðunnar sem upp er komin innan KSÍ. Menntamálaráðherra fundaði með stjórn KSÍ síðdegis og segist treysta forystunni til að leysa úr málinu. Rætt við Arnar Þór Viðarsson. landsliðsþjálfara Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra fundaði með fráfarandi stjórn KSÍ í dag. Hún segist ánægð með þær áætlanir sem henni hafi verið kynntar. Hún treysti knattspyrnuforystunni til að leysa úr málinu, en þykir ekki viðeigandi að tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Framkvæmdastjóri NATO varar Talíbana við því að hindra för flóttafólks. Mikilvægt sé að halda Hamid Karzai flugvellinum í Kabúl opnum. Píratar leggja áherslu á lýðræði, nýja stjórnarskrá, róttækar breytingar í sjávarútvegsmálum og vilja uppræta spillingu fyrir komandi kosningar. Rætt við Björn Leví Gunnarsson, hjá Pírötum. Sjötíu og fimm prósent barna á aldrinum 12 til 17 ára hafa verið bólusett við Covid-19. Þrjátíu og þrjár tilkynningar um aukaverkanir hafa borist Lyfjastofnun. Rætt við Guðrúnu Aspelund, yfirlækni hjá Landlæknisembættinu Gróðureldar brenna glatt í Kaliforníuríki Bandaríkjanna. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna Samfélagsleg bylting sem átt hefur sér stað undanfarin ár hefur líka náð til íþróttahreyfingarinnar. Stórkostlegar breytingar eiga sér nú stað í íþróttamenningunni, segir prófessor í félagsfræði. Rætt við Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði. Stjórnvöld í Mexíkó hafa höfðað mál á hendur nokkrum bandarískum byssuframleiðendum fyrir dómstóli í Bandaríkjunum. Þau saka framleiðendurna um að auðvelda sölu á vopnum til eiturlyfjagengja í Mexíkó. Hryllileg ofbeldis- og morðalda hefur gengið yfir landið undanfarin 15 ár. Ragnhildur Thorlacius segir frá Á Covid tímum sjást ekki sextíu rútur við Gullfoss en kannski fleiri bílar Íslendinga en áður var. Sama staða er á vinsælum ferðamannaslóðum annars staðar: heimamenn og innlendir ferðamenn hafa þær fyrir sig. Ýmislegt bendir til að þetta muni breytast þegar dregur úr veirufaraldrinum en áhrif aukinnar umhverfisvitundar á ferðalögum fólks er nýr óvissuþáttur. Sigrún Davíðsdóttir fjallar um veirufaraldurinn og ferðaþjónustu víða um heim.

covid-19 mexico bj nato tal gu sj sama ks stj dav bandar mex halld sigr kab sam f arnar umsj hamid karzai mikilv vandi landl framkv baldursd kaliforn gullfoss berglj lilja alfre lev gunnarsson menntam lyfjastofnun
Spegillinn
Vandi KSÍ, menningarbylting í íþróttahreyfingunni, ofbeldi í Mexico

Spegillinn

Play Episode Listen Later Aug 31, 2021 30:00


Spegillinn 31. ágúst 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta segist ekki hafa íhugað að hætta vegna stöðunnar sem upp er komin innan KSÍ. Menntamálaráðherra fundaði með stjórn KSÍ síðdegis og segist treysta forystunni til að leysa úr málinu. Rætt við Arnar Þór Viðarsson. landsliðsþjálfara Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra fundaði með fráfarandi stjórn KSÍ í dag. Hún segist ánægð með þær áætlanir sem henni hafi verið kynntar. Hún treysti knattspyrnuforystunni til að leysa úr málinu, en þykir ekki viðeigandi að tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Framkvæmdastjóri NATO varar Talíbana við því að hindra för flóttafólks. Mikilvægt sé að halda Hamid Karzai flugvellinum í Kabúl opnum. Píratar leggja áherslu á lýðræði, nýja stjórnarskrá, róttækar breytingar í sjávarútvegsmálum og vilja uppræta spillingu fyrir komandi kosningar. Rætt við Björn Leví Gunnarsson, hjá Pírötum. Sjötíu og fimm prósent barna á aldrinum 12 til 17 ára hafa verið bólusett við Covid-19. Þrjátíu og þrjár tilkynningar um aukaverkanir hafa borist Lyfjastofnun. Rætt við Guðrúnu Aspelund, yfirlækni hjá Landlæknisembættinu Gróðureldar brenna glatt í Kaliforníuríki Bandaríkjanna. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna Samfélagsleg bylting sem átt hefur sér stað undanfarin ár hefur líka náð til íþróttahreyfingarinnar. Stórkostlegar breytingar eiga sér nú stað í íþróttamenningunni, segir prófessor í félagsfræði. Rætt við Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði. Stjórnvöld í Mexíkó hafa höfðað mál á hendur nokkrum bandarískum byssuframleiðendum fyrir dómstóli í Bandaríkjunum. Þau saka framleiðendurna um að auðvelda sölu á vopnum til eiturlyfjagengja í Mexíkó. Hryllileg ofbeldis- og morðalda hefur gengið yfir landið undanfarin 15 ár. Ragnhildur Thorlacius segir frá Á Covid tímum sjást ekki sextíu rútur við Gullfoss en kannski fleiri bílar Íslendinga en áður var. Sama staða er á vinsælum ferðamannaslóðum annars staðar: heimamenn og innlendir ferðamenn hafa þær fyrir sig. Ýmislegt bendir til að þetta muni breytast þegar dregur úr veirufaraldrinum en áhrif aukinnar umhverfisvitundar á ferðalögum fólks er nýr óvissuþáttur. Sigrún Davíðsdóttir fjallar um veirufaraldurinn og ferðaþjónustu víða um heim.

covid-19 mexico bj nato tal gu sj sama ks stj dav bandar mex halld sigr kab arnar hamid karzai mikilv vandi landl framkv baldursd kaliforn gullfoss berglj lev gunnarsson menntam lyfjastofnun
Spegillinn
Fjölmiðlafrumvarpið samþykkt

Spegillinn

Play Episode Listen Later May 25, 2021 30:00


Einkareknir fjölmiðlar fá styrki úr ríkissjóði til fréttaflutnings og umfjöllunar um samfélagsmál til loka næsta árs. Menntamálaráðherra segir fjölmiðla styrkjast með þessari lagasetningu en þingmenn Miðflokksins og Pírata fordæmdu fjölmiðlafrumvarpið þegar það var samþykkt í dag. Búið er að fullbólusetja helming fullorðinna Bandaríkjamanna gegn kórónuveirunni. Japanir hafa framlengt neyðarástand vegna COVID19 til 20. júní. Ólympíuleikarnir eiga að hefjast í Tókýó 23. júlí. Það þyrfti að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir til að verja innviði á Reykjanesskaga vegna eldsumbrota sem búast má við á næstu árum, áratugum og öldum. Verja þarf bæi, orkuver, heita- og kaldavatnslagnir og háspennulínur. Hópursem almannavarnir hafa kallað til, telur að rétt sé að hefjast handa við forvarnir frekar en að bregðast við þegar eldgos er hafið. Ragnhildur Thorlacius sagði frá og talaði við Ara Guðmundsson. Enn eru ónýttur um háfur milljarður króna vegna ferðagjafarinnar sem staðið hefur öllum eldri en 18 ára til boða frá því í júní í fyrra. Fram til mánudags er mögulegt að nýta og sækja um gjöfina. Á þriðjudag stendur ný ferðagjöf síðan til boða. Arnar Páll Hauksson segir fá. Eftir nýafstaðnar kosningar til skoska þingsins var Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins ekki sein á sér að lýsa yfir að niðurstöðurnar gæfu öðru þjóðaratkvæði um sjálfstæði byr undir báða vængi. Við nánari athugun er spurning hvort svo sé í raun og þá hvernig hún muni taka á flókinni stöðu. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.

Spegillinn
Fjölmiðlafrumvarpið samþykkt

Spegillinn

Play Episode Listen Later May 25, 2021


Einkareknir fjölmiðlar fá styrki úr ríkissjóði til fréttaflutnings og umfjöllunar um samfélagsmál til loka næsta árs. Menntamálaráðherra segir fjölmiðla styrkjast með þessari lagasetningu en þingmenn Miðflokksins og Pírata fordæmdu fjölmiðlafrumvarpið þegar það var samþykkt í dag. Búið er að fullbólusetja helming fullorðinna Bandaríkjamanna gegn kórónuveirunni. Japanir hafa framlengt neyðarástand vegna COVID19 til 20. júní. Ólympíuleikarnir eiga að hefjast í Tókýó 23. júlí. Það þyrfti að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir til að verja innviði á Reykjanesskaga vegna eldsumbrota sem búast má við á næstu árum, áratugum og öldum. Verja þarf bæi, orkuver, heita- og kaldavatnslagnir og háspennulínur. Hópursem almannavarnir hafa kallað til, telur að rétt sé að hefjast handa við forvarnir frekar en að bregðast við þegar eldgos er hafið. Ragnhildur Thorlacius sagði frá og talaði við Ara Guðmundsson. Enn eru ónýttur um háfur milljarður króna vegna ferðagjafarinnar sem staðið hefur öllum eldri en 18 ára til boða frá því í júní í fyrra. Fram til mánudags er mögulegt að nýta og sækja um gjöfina. Á þriðjudag stendur ný ferðagjöf síðan til boða. Arnar Páll Hauksson segir fá. Eftir nýafstaðnar kosningar til skoska þingsins var Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins ekki sein á sér að lýsa yfir að niðurstöðurnar gæfu öðru þjóðaratkvæði um sjálfstæði byr undir báða vængi. Við nánari athugun er spurning hvort svo sé í raun og þá hvernig hún muni taka á flókinni stöðu. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.

Samfélagið
Menntamál, sauðburður, kattarannsóknir

Samfélagið

Play Episode Listen Later May 7, 2021


Fríða Bjarney Jónsdóttir, deildarstýra Nýsköpunarsmiðju menntamála hjá borginni: um Menntastefnumót sem haldið verður 10.maí Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnasjóri atvinnu, markaðs og ferðamála í Dalabyggð: um sauðburð í Dalabyggð Vera Illugadóttir, dýrasérfræðingur Samfélagsins: um rannsóknir á atferli katta

sam f menntam
Samfélagið
Menntamál, sauðburður, kattarannsóknir

Samfélagið

Play Episode Listen Later May 7, 2021 56:30


Fríða Bjarney Jónsdóttir, deildarstýra Nýsköpunarsmiðju menntamála hjá borginni: um Menntastefnumót sem haldið verður 10.maí Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnasjóri atvinnu, markaðs og ferðamála í Dalabyggð: um sauðburð í Dalabyggð Vera Illugadóttir, dýrasérfræðingur Samfélagsins: um rannsóknir á atferli katta

sam f menntam
Morgunvaktin
50 ár frá heimkomu fyrstu handrita

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Apr 21, 2021


50 ár eru í dag síðan danska varðskipið Vædderen lagðist að Miðbakka í Reykjavík með einhvern dýrmætasta farm sem fluttur hefur verið til Íslands; Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða. Þetta var hátíðisdagur; það var þjóðhátíð á Íslandi, frí í vinnu og skóla, íslenski fáninn við hún í hverri stöng, fimmtán þúsund komu saman við Reykjavíkurhöfn og fólk úti á landi og sem ekki átti heimangengt fylgdist með beinum útsendingum í sjónvarpi og útvarpi. Menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, kom á Morgunvaktina í dag, við fjölluðum um komu handritanna á sínum tíma en ræddum ekki síst um þau handrit sem enn eru ytra og viðræður við Dani um að þau verði flutt til Íslands, verði flutt heim. Í fyrsta sinn í meira en sex áratugi ber æðsti valdamaður á Kúbu nú ekki eftirnafnið Castro. Miguel Diaz-Canel tók við af Raul Castro sem formaður kúbverska kommúnistaflokksins á flokksþingi í síðustu viku. Diaz-Canel, sem þegar gegndi embætti forseta Kúbu, er nærri þremur áratugum yngri en forveri sinn. Ekki er þó búist við að hann taki til við róttækar breytingar á stjórn eyjunnar ? og Castro-fjölskyldan verður áfram áhrifamikil. Vera Illugadóttir fjallaði um Castróana og Kúbu. Það er mikil bílamenning á Íslandi, og hlutfall bíla á heimilum hátt. Akureyringurinn Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku, hefur verið ötull í að hvetja fólk til að ganga eða hjóla milli staða í bænum, í stað þess að nota einkabílinn til að komast stuttar vegalengdir. Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður, spjallaði við Guðmund um samgöngur. Tónlist: White cliffs of Dover - Vera Lynn Bíllinn minn og ég - Skriðjöklar

castro gu reykjav ekki raul castro svan fyrstu miguel diaz canel castr skri vera illugad lilja alfre menntam
Morgunvaktin
50 ár frá heimkomu fyrstu handrita

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Apr 21, 2021 130:00


50 ár eru í dag síðan danska varðskipið Vædderen lagðist að Miðbakka í Reykjavík með einhvern dýrmætasta farm sem fluttur hefur verið til Íslands; Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða. Þetta var hátíðisdagur; það var þjóðhátíð á Íslandi, frí í vinnu og skóla, íslenski fáninn við hún í hverri stöng, fimmtán þúsund komu saman við Reykjavíkurhöfn og fólk úti á landi og sem ekki átti heimangengt fylgdist með beinum útsendingum í sjónvarpi og útvarpi. Menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, kom á Morgunvaktina í dag, við fjölluðum um komu handritanna á sínum tíma en ræddum ekki síst um þau handrit sem enn eru ytra og viðræður við Dani um að þau verði flutt til Íslands, verði flutt heim. Í fyrsta sinn í meira en sex áratugi ber æðsti valdamaður á Kúbu nú ekki eftirnafnið Castro. Miguel Diaz-Canel tók við af Raul Castro sem formaður kúbverska kommúnistaflokksins á flokksþingi í síðustu viku. Diaz-Canel, sem þegar gegndi embætti forseta Kúbu, er nærri þremur áratugum yngri en forveri sinn. Ekki er þó búist við að hann taki til við róttækar breytingar á stjórn eyjunnar ? og Castro-fjölskyldan verður áfram áhrifamikil. Vera Illugadóttir fjallaði um Castróana og Kúbu. Það er mikil bílamenning á Íslandi, og hlutfall bíla á heimilum hátt. Akureyringurinn Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku, hefur verið ötull í að hvetja fólk til að ganga eða hjóla milli staða í bænum, í stað þess að nota einkabílinn til að komast stuttar vegalengdir. Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður, spjallaði við Guðmund um samgöngur. Tónlist: White cliffs of Dover - Vera Lynn Bíllinn minn og ég - Skriðjöklar

castro gu reykjav ekki raul castro svan fyrstu miguel diaz canel castr skri vera illugad lilja alfre menntam
Spegillinn
Vonir um bóluefni, konungsfjölskylda í bobba

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 9, 2021


Spegillinn 9. mars Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Unnið er að smitrakningu vegna smita sem komið hafa upp á síðustu dögum. Gengið er út frá því að þeir sem smituðust séu með breska afbrigði kórónuveirunnar. Rætt við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni. Aðeins liggja fyrir loforð um afhendingu á rúmlega 40 þúsund skömmtum af bóluefni í næsta mánuði. Stjórnvöld telja víst að framboð á bóluefni eigi eftir aukast á öðrum ársfjórðungi. Arnar Páll Hauksson, ræðir við Ástu Valdimarsdóttur, ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu Gos gæti hafist á Reykjanesskaga með skömmum fyrirvara, að mati jarðeðlisfræðings. Hann segir að kvikugangurinn sem myndast hefur milli Fagradalsfjalls og Keilis gæti lengst enn frekar. Anna Lilja Þórisdóttir ræðir við Freystein Sigmundsson, jarðeðlisfræðing Viðtal Opruh Winfrey við hertogann og hertogaynjuna af Sussex, Harrí og Meghan Markle setur bresku konungsfjölskylduna í verulegan bobba. Beðið er eftir viðbrögðum hennar við viðtalinu. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Alexander Elliott, dagskrárgerðarmanns og verkefnisstjóra RÚV English sem er frá Poole nálægt Bournemouth í suðvestur Englandi um stöðu bresku konungsfjölskyldunnar. Þörf er fyrir nýtt prófakerfi til að geta staðist kröfur og væntingar, segir forstjóri Menntamálastofnunar eftir að rafrænt kerfi fyrir samræmd próf bilaði í annað skiptið á fimm árum. Rætt við Arnór Guðmundsson, forstjóra Menntamálstofnunar og Lilji Alfreðsdóttur, mennta og menningamálaráðherra Tollverðir á Keflavíkurflugvelli óttast að kjör þeirra versni ef verður af styttingu vinnuvikunnar. Formaður BSRB segir að samtök launafólks muni fylgja markmiðum um styttingu vinnuviku vaktavinnufólks fast eftir. Rætt við Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formann BSRB

Spegillinn
Vonir um bóluefni, konungsfjölskylda í bobba

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 9, 2021 30:00


Spegillinn 9. mars Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Unnið er að smitrakningu vegna smita sem komið hafa upp á síðustu dögum. Gengið er út frá því að þeir sem smituðust séu með breska afbrigði kórónuveirunnar. Rætt við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni. Aðeins liggja fyrir loforð um afhendingu á rúmlega 40 þúsund skömmtum af bóluefni í næsta mánuði. Stjórnvöld telja víst að framboð á bóluefni eigi eftir aukast á öðrum ársfjórðungi. Arnar Páll Hauksson, ræðir við Ástu Valdimarsdóttur, ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu Gos gæti hafist á Reykjanesskaga með skömmum fyrirvara, að mati jarðeðlisfræðings. Hann segir að kvikugangurinn sem myndast hefur milli Fagradalsfjalls og Keilis gæti lengst enn frekar. Anna Lilja Þórisdóttir ræðir við Freystein Sigmundsson, jarðeðlisfræðing Viðtal Opruh Winfrey við hertogann og hertogaynjuna af Sussex, Harrí og Meghan Markle setur bresku konungsfjölskylduna í verulegan bobba. Beðið er eftir viðbrögðum hennar við viðtalinu. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Alexander Elliott, dagskrárgerðarmanns og verkefnisstjóra RÚV English sem er frá Poole nálægt Bournemouth í suðvestur Englandi um stöðu bresku konungsfjölskyldunnar. Þörf er fyrir nýtt prófakerfi til að geta staðist kröfur og væntingar, segir forstjóri Menntamálastofnunar eftir að rafrænt kerfi fyrir samræmd próf bilaði í annað skiptið á fimm árum. Rætt við Arnór Guðmundsson, forstjóra Menntamálstofnunar og Lilji Alfreðsdóttur, mennta og menningamálaráðherra Tollverðir á Keflavíkurflugvelli óttast að kjör þeirra versni ef verður af styttingu vinnuvikunnar. Formaður BSRB segir að samtök launafólks muni fylgja markmiðum um styttingu vinnuviku vaktavinnufólks fast eftir. Rætt við Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formann BSRB

Spegillinn
Bóluefni, femínísk fjármál, Meghan og Harry

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 8, 2021 30:00


Spegillinn 8.3.2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Engin smit hafa enn greinst eftir sýnatöku dagsins. Ekki liggur þó niðurstaða allra sýna fyrir. Sóttvarnalæknir telur ekki ráðlegt að herða landamæraaðgerðir, en skoða þurfi vissa ferla. Rætt við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni Enn eru líkur á gosi á Reykjanesskaga og situr kvika á um eins kílómetra dýpi í kvikugangi á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Haldi kvikugangurinn áfram að stækka má eiga von á sambærilegum skjálftahrinum og urðu um helgina. Anna Lilja Þórisdóttir ræðir við Kristínu Jónsdóttur, hópstjóra Náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Tæknileg vandkvæði komu upp þegar þúsundir níundubekkinga hugðust þreyta íslenskupróf í morgun. Menntamálastofnun hefur því ákveðið að opna skólum tveggja vikna prófaglugga í næstu viku. Rætt við Arnór Guðmundsson, forstjóra Menntamálastofnunar Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði á föstudag öllum málsástæðum Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, í máli sem hún höfðaði til að fá ógiltan úrskurð kærunefndar jafnréttismála vegna skipunar ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Sama hver niðurstaða kærunefndarinnar hefði orðið hefði það engu breytt fyrir Pál Magnússon sem skipaður var í stöðuna Forstjóri Lyfjastofnunar segir að með aukinni framleiðslugetu stærstu lyfjaframleiðendanna sé að rofa til á bóluefnamarkaðinum. Stutt sé í að markaðsleyfi verði gefið út fyrir bóluefni frá Janssen. Arnar Páll Hauksson ræddi við Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar Margboðað viðtal Opruh Winfrey við hertogann og hertogaynjuna af Sussex, Harrí og Meghan Markle er þriðja viðtalið á rúmum fimmtíu árum sem gefur óvænta innsýn inn í bresku konungsfjölskylduna. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá Fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 skapar fyrst og fremst störf fyrir karla. Þetta segir forsvarsmaður félagsins Femínísk fjármál. Fjármál séu kyngreind í ráðuneytunum en pólitískar ákvarðanir vanti. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Finnborgu Salome Steinþórsdóttur, hjá félaginu Femínísk fjármál um kynjuð fjárlög. Hátt í fimmtíu konur hafa leitað til lögmanns vegna þess að þær telja sig hafa fengið ranga greiningu í skimun við leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu. Sex þeirra fara fram á skaðabætur og um 11 málum hefur verið vísað til skoðunar hjá Embætti landlæknis. Anna Lilja Þórisdóttir, ræddi við Sævar Þór Jónsson, lögmann

Spegillinn
Bóluefni, femínísk fjármál, Meghan og Harry

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 8, 2021


Spegillinn 8.3.2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Engin smit hafa enn greinst eftir sýnatöku dagsins. Ekki liggur þó niðurstaða allra sýna fyrir. Sóttvarnalæknir telur ekki ráðlegt að herða landamæraaðgerðir, en skoða þurfi vissa ferla. Rætt við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni Enn eru líkur á gosi á Reykjanesskaga og situr kvika á um eins kílómetra dýpi í kvikugangi á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Haldi kvikugangurinn áfram að stækka má eiga von á sambærilegum skjálftahrinum og urðu um helgina. Anna Lilja Þórisdóttir ræðir við Kristínu Jónsdóttur, hópstjóra Náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Tæknileg vandkvæði komu upp þegar þúsundir níundubekkinga hugðust þreyta íslenskupróf í morgun. Menntamálastofnun hefur því ákveðið að opna skólum tveggja vikna prófaglugga í næstu viku. Rætt við Arnór Guðmundsson, forstjóra Menntamálastofnunar Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði á föstudag öllum málsástæðum Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, í máli sem hún höfðaði til að fá ógiltan úrskurð kærunefndar jafnréttismála vegna skipunar ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Sama hver niðurstaða kærunefndarinnar hefði orðið hefði það engu breytt fyrir Pál Magnússon sem skipaður var í stöðuna Forstjóri Lyfjastofnunar segir að með aukinni framleiðslugetu stærstu lyfjaframleiðendanna sé að rofa til á bóluefnamarkaðinum. Stutt sé í að markaðsleyfi verði gefið út fyrir bóluefni frá Janssen. Arnar Páll Hauksson ræddi við Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar Margboðað viðtal Opruh Winfrey við hertogann og hertogaynjuna af Sussex, Harrí og Meghan Markle er þriðja viðtalið á rúmum fimmtíu árum sem gefur óvænta innsýn inn í bresku konungsfjölskylduna. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá Fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 skapar fyrst og fremst störf fyrir karla. Þetta segir forsvarsmaður félagsins Femínísk fjármál. Fjármál séu kyngreind í ráðuneytunum en pólitískar ákvarðanir vanti. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Finnborgu Salome Steinþórsdóttur, hjá félaginu Femínísk fjármál um kynjuð fjárlög. Hátt í fimmtíu konur hafa leitað til lögmanns vegna þess að þær telja sig hafa fengið ranga greiningu í skimun við leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu. Sex þeirra fara fram á skaðabætur og um 11 málum hefur verið vísað til skoðunar hjá Embætti landlæknis. Anna Lilja Þórisdóttir, ræddi við Sævar Þór Jónsson, lögmann

Morgunútvarpið
16. des. - Skoppa og Skrítla, laxeldi, menntamál, aurskriður, útlönd.

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Dec 16, 2020 130:00


Lítið hefur farið fyrir þeim Skoppu og Skrítlu í heimsfaraldrinum og ekkert varð af því að þær gætu stigið á svið í nóvember eins og til stóð þar sem endurtaka átti vel heppnaða yfirlitssýningu yfir 15 ára feril þeirra. Þær hafa þó fundið leið til að snúa á Covid og ætla að gleðja börnin á annan hátt. Linda Ásgeirsdóttir er nátengd þeim stöllum og hún kíkti til okkar í morgunspjall. Nú fyrir skömmu fór fram vefráðstefna um landeldi á laxi í Þekkingarsetrinu Ölfus Cluster. Því er spáð að fjárfesting í landeldi næsta áratuginn muni nema nærri 2.500 milljörðum og að framleiðslan nái 800 þúsund tonnum árið 2030. Þar kom fram að samkeppnishæfni landeldis muni aukast á sama tíma og leyfi fyrir sjókvíaeldi verða torsóttari og dýrari. Tækifæri Íslands séu stór hvað þetta varðar. Við fengum Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Ölfusi, til að segja okkur meira. Borgarstjórn samþykkti í gær að hækka framlag til íslenskukennslu barna sem eru með annað móðurmál en íslensku. Hluti af því er að opna sérstök íslenskuver með það að markmiði að efla stöðu þeirra. Skúli Helgason, borgarfulltrúi, sagði okkur frá þessu í þættinum og einnig því hvernig borgin ætlar að verja meira fjármagni í að efla tölvukost nemenda og starfsmanna. Í gær féllu aurskriður á hluta Seyðisfjarðarbæjar, en mikil úrkoma og hlýindi undanfarna daga er orsakavaldurinn. Veðurstofan spáir áframhaldandi hlýindum og rigningu næstu daga. Við heyrum í Kristjáni Ólafi Guðnasyni, yfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni á Austurlandi sem segir okkur nýjustu fréttir að austan. Þá heyrðum við í Jóhanni Hlíðar Harðarsyni í Spánarspjalli vikunnar. Hann fór þó líka með okkur yfir fréttir frá fleiri löndum og sagði okkur frá stjórnlausum vexti kókaíns í heiminum, hruni kvikmyndaiðnaðarins í Bandaríkjunum á þessu ári og svo var hann með ástarsögu frá Frakklandi úr seinni heimstyrjöldinni. Tónlist: Pálmi Gunnarsson - Yfir fannhvíta jörð. Ellen Kristjánsdóttir - Minn eini jólasveinn. Dolly Parton og Kenny Rogers - I will be home for Christmas (with bells on). Tríóið Fjarkar - Sótthvít jól. Jónas Sig og Lúðrasveit Þorlákshafnar - Hafið er svart. Ísold og Már - Jólaósk. Baggalútur - Jólin eru okkar (ft. Valdimar og Bríet). Kristín Sesselja - Earthquake.

Morgunútvarpið
16. des. - Skoppa og Skrítla, laxeldi, menntamál, aurskriður, útlönd.

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Dec 16, 2020


Lítið hefur farið fyrir þeim Skoppu og Skrítlu í heimsfaraldrinum og ekkert varð af því að þær gætu stigið á svið í nóvember eins og til stóð þar sem endurtaka átti vel heppnaða yfirlitssýningu yfir 15 ára feril þeirra. Þær hafa þó fundið leið til að snúa á Covid og ætla að gleðja börnin á annan hátt. Linda Ásgeirsdóttir er nátengd þeim stöllum og hún kíkti til okkar í morgunspjall. Nú fyrir skömmu fór fram vefráðstefna um landeldi á laxi í Þekkingarsetrinu Ölfus Cluster. Því er spáð að fjárfesting í landeldi næsta áratuginn muni nema nærri 2.500 milljörðum og að framleiðslan nái 800 þúsund tonnum árið 2030. Þar kom fram að samkeppnishæfni landeldis muni aukast á sama tíma og leyfi fyrir sjókvíaeldi verða torsóttari og dýrari. Tækifæri Íslands séu stór hvað þetta varðar. Við fengum Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Ölfusi, til að segja okkur meira. Borgarstjórn samþykkti í gær að hækka framlag til íslenskukennslu barna sem eru með annað móðurmál en íslensku. Hluti af því er að opna sérstök íslenskuver með það að markmiði að efla stöðu þeirra. Skúli Helgason, borgarfulltrúi, sagði okkur frá þessu í þættinum og einnig því hvernig borgin ætlar að verja meira fjármagni í að efla tölvukost nemenda og starfsmanna. Í gær féllu aurskriður á hluta Seyðisfjarðarbæjar, en mikil úrkoma og hlýindi undanfarna daga er orsakavaldurinn. Veðurstofan spáir áframhaldandi hlýindum og rigningu næstu daga. Við heyrum í Kristjáni Ólafi Guðnasyni, yfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni á Austurlandi sem segir okkur nýjustu fréttir að austan. Þá heyrðum við í Jóhanni Hlíðar Harðarsyni í Spánarspjalli vikunnar. Hann fór þó líka með okkur yfir fréttir frá fleiri löndum og sagði okkur frá stjórnlausum vexti kókaíns í heiminum, hruni kvikmyndaiðnaðarins í Bandaríkjunum á þessu ári og svo var hann með ástarsögu frá Frakklandi úr seinni heimstyrjöldinni. Tónlist: Pálmi Gunnarsson - Yfir fannhvíta jörð. Ellen Kristjánsdóttir - Minn eini jólasveinn. Dolly Parton og Kenny Rogers - I will be home for Christmas (with bells on). Tríóið Fjarkar - Sótthvít jól. Jónas Sig og Lúðrasveit Þorlákshafnar - Hafið er svart. Ísold og Már - Jólaósk. Baggalútur - Jólin eru okkar (ft. Valdimar og Bríet). Kristín Sesselja - Earthquake.

Samfélagið
Iðnnám. Hamfarir. Umhverfisspjall.

Samfélagið

Play Episode Listen Later Nov 19, 2020 55:00


Ragnhildur Berta Bolladóttir Menntamálastofnun: Rætt við hana um tilraunaverkefni sem miðar að því að laða fleiri að iðnnámi. Atli Viðar Thorarensen Rauða krossinum: Fjallað er um nýja skýrslu Rauða kross hreyfingarinnar um hamfarir og hörmungar í heiminum árið 2019 og hvaða lærdóm megi draga af þeim. Hafdís Hanna Ægisdóttir: í umhverfisspjalli er rætt um grænar lausnir í kjölfar Covid 19 faraldursins og hvaða breytinga megi vænta í loftslagsmálum þegar nýr forseti tekur við völdum í Bandaríkjunum.

Samfélagið
Iðnnám. Hamfarir. Umhverfisspjall.

Samfélagið

Play Episode Listen Later Nov 19, 2020


Ragnhildur Berta Bolladóttir Menntamálastofnun: Rætt við hana um tilraunaverkefni sem miðar að því að laða fleiri að iðnnámi. Atli Viðar Thorarensen Rauða krossinum: Fjallað er um nýja skýrslu Rauða kross hreyfingarinnar um hamfarir og hörmungar í heiminum árið 2019 og hvaða lærdóm megi draga af þeim. Hafdís Hanna Ægisdóttir: í umhverfisspjalli er rætt um grænar lausnir í kjölfar Covid 19 faraldursins og hvaða breytinga megi vænta í loftslagsmálum þegar nýr forseti tekur við völdum í Bandaríkjunum.

Morgunútvarpið
19. okt. - Ljósmynd, vímuefnameðferð, sjúkraliðar, ástandsskoðun og íþ

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Oct 19, 2020 130:00


Morgunútvarpið 19.10.2020 Umsjón: Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson. Gunnar Salvarsson varð hissa á dögunum þegar honum barst erindi frá Netflix þar sem óskað var leyfis til notkunar á málverki sem málað var eftir ljósmynd sem hann tók af ungri Bria Murphy í Malaví fyrir mörgum árum síðan. En um hvað snýst málið og hver er þessi Bria Murphy? Gunnar var á línunni hjá okkur. Nokkrir einstaklingar vilja hefja áfengis og vímuefnameðferð í Reykjavík og eyða biðlistum í meðferð á tveimur árum. Hópurinn, sem kallar sig Bláa bandið, falast eftir húsnæði frá Reykjavíkurborg og eru í samtali við heilbrigðisyfirvöld og sjúkratryggingar. Um 600 manns bíða þess í dag að komast í meðferð. Við heyrðum í Arnari Hjálmtýssyni í þættinum. Nokkrir sjúkraliðar hafa verið í fréttum undanfarna daga vegna skerðinga sem þær hafa fengið á námslánum sínum vegna þátttöku sinnar í bakvarðasveit velferðarþjónustu. Menntamálaráðherra hefur ljáð máls á því að þessi mál séu skoðuð. Sandra B. Franks er formaður Sjúkraliðafélags Íslands og sagði okkur aðeins af stöðunni og af álaginu sem er á félagsmönnum félagsins. Fasteignasalinn Lárus Ómarsson hefur virðað hugmyndir um að fá fagmenn til að ástandsskoða fasteignir við kaup og sölu. Það myndi spara fólki tíma og óþægindi til lengri tíma. Við spurðum Lárus nánar um þessar hugmyndir og fleira sem tengist fasteignakaupum. Þó allt íþróttastarf liggi niðri hér á landi um þessar mundir rúllar boltinn í útlöndum og ýmislegt fleira í gangi þar. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður kom til okkar í spjall um íþróttir helgarinnar. Tónlist: Ragnheiður Gröndal - Með þér Björgvin Halldórsson - Ég fann þig Eagles - Tequila sunrise Taylor Swift ásamt Bon Iver - excile Draumfarir ásamt Króla - Ást við fyrstu seen Geirfuglarnir - Byrjaðu í dag að elska Magni - Heim Pink - Trouble Hjálmar - Yfir hafið The Band - The Weight

netflix kr sj reykjav halld ragnhei yfir nokkrir menntam gunnar sigurbj sandra b franks
Morgunútvarpið
19. okt. - Ljósmynd, vímuefnameðferð, sjúkraliðar, ástandsskoðun og íþ

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Oct 19, 2020


Morgunútvarpið 19.10.2020 Umsjón: Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson. Gunnar Salvarsson varð hissa á dögunum þegar honum barst erindi frá Netflix þar sem óskað var leyfis til notkunar á málverki sem málað var eftir ljósmynd sem hann tók af ungri Bria Murphy í Malaví fyrir mörgum árum síðan. En um hvað snýst málið og hver er þessi Bria Murphy? Gunnar var á línunni hjá okkur. Nokkrir einstaklingar vilja hefja áfengis og vímuefnameðferð í Reykjavík og eyða biðlistum í meðferð á tveimur árum. Hópurinn, sem kallar sig Bláa bandið, falast eftir húsnæði frá Reykjavíkurborg og eru í samtali við heilbrigðisyfirvöld og sjúkratryggingar. Um 600 manns bíða þess í dag að komast í meðferð. Við heyrðum í Arnari Hjálmtýssyni í þættinum. Nokkrir sjúkraliðar hafa verið í fréttum undanfarna daga vegna skerðinga sem þær hafa fengið á námslánum sínum vegna þátttöku sinnar í bakvarðasveit velferðarþjónustu. Menntamálaráðherra hefur ljáð máls á því að þessi mál séu skoðuð. Sandra B. Franks er formaður Sjúkraliðafélags Íslands og sagði okkur aðeins af stöðunni og af álaginu sem er á félagsmönnum félagsins. Fasteignasalinn Lárus Ómarsson hefur virðað hugmyndir um að fá fagmenn til að ástandsskoða fasteignir við kaup og sölu. Það myndi spara fólki tíma og óþægindi til lengri tíma. Við spurðum Lárus nánar um þessar hugmyndir og fleira sem tengist fasteignakaupum. Þó allt íþróttastarf liggi niðri hér á landi um þessar mundir rúllar boltinn í útlöndum og ýmislegt fleira í gangi þar. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður kom til okkar í spjall um íþróttir helgarinnar. Tónlist: Ragnheiður Gröndal - Með þér Björgvin Halldórsson - Ég fann þig Eagles - Tequila sunrise Taylor Swift ásamt Bon Iver - excile Draumfarir ásamt Króla - Ást við fyrstu seen Geirfuglarnir - Byrjaðu í dag að elska Magni - Heim Pink - Trouble Hjálmar - Yfir hafið The Band - The Weight

Spegillinn
Spegillinn 14. október 2020

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 14, 2020 30:00


Spegillinn 14. október 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason Erfitt verður að ná sátt í stjórnarskrármálinu ef þingmenn eru ekki tilbúnir í málamiðlanir, segir formaður þingflokks sjálfstæðisflokksins. Litlar líkur eru taldar á samkomulagi um veigamiklar breytingar á stjórnarskrá fyrir lok kjörtímabils. Atvinnuleysi eykst eftir því sem lengra líður á Covid-faraldurinn. Ung kona sem hefur verið atvinnulaus í 10 mánuði segist vonlítil um að fá vinnu. Stjórnvöld í Ísrael hafa heimilað að á þriðja þúsund íbúðir verði byggðar í landtökubyggðum í Palestínu. Búist er við að þeim verði fjölgað um tvö þúsund til viðbótar á morgun. Tillögur starfshóps þriggja ráðuneyta um að stytta sölutímabil flugelda fyrir áramót og færri skotdaga eru íþyngjandi segir formaður Landsbjargar. Stjórnvöld í Frakklandi ætla á ný að lýsa yfir neyðarástandi af heilbrigðisástæðum við að reyna að koma böndum á útbreiðslu kórónuveirunnar. Emmanuel Macron forseti flytur sjónvarpsávarp á næstu mínútum þar sem hann fer yfir ráðstafanir sem grípa á til í baráttunni við veiruna. Maðurinn sem lést í bruna í húsbíl í landi Torfastaða í Grafningi hét Einar Jónsson. Einar var með skráð lögheimili í Reykjavík. Hann var ókvæntur og barnlaus, fæddur árið 1982. Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu sem gilti fyrir bæina Gilsá 1 og 2 í Eyjafirði og sumarbústað við síðarnefnda bæinn. Bæirnir og bústaðurinn voru rýmd eftir að aurskriða féll úr Hleiðargarðsfjalli þann 6. október síðastliðinn. Lengri umfjallanir: Menntamálaráðuneytið hefur lagt til að viðmiðunarstundaskrá grunnskóla verði breytt svo meiri tíma verði varið í íslensku á yngri stigum grunnskóla og á unglingastigi verði bætt í náttúrugreinar og dregið úr vali á móti. Stefnt er að því að breytingar taki gidli frá og með næsta skólaári. Vísað er til þess að árangur íslenskra grunnskólanemenda hafi verið viðvarandi slakur í íslensku og náttúrufræði í PISA-könnunum sem gerðar eru á þriggja ára fresti hjá 15 ára nemendum. Á morgun (15. október) rennur út frestur til að skila inn umsögn um tillögurnar og hafa þegar borist á sjöunda tug umsagna. Sýnist þar sitt hverjum en margir eru hugsi yfir skerðingu á vali. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segist fagna hverri umsögn sem berst. Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, segist taka undir það að rýna þurfi í hvað gert er í skólum og gera það sem þarf til að styrkja stöðu nemenda í þessum greinum, það er móðurmáli og náttúrugreinum. Anna Kristín Jónsdó

covid-19 emmanuel macron pisa stj hann einar reykjav ung kristj gils helgason palest frakklandi samfylkingarinnar anna krist lilja alfre eyjafir menntam stefnt landsbjargar lengri atvinnuleysi
Spegillinn
Spegillinn 14. október 2020

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 14, 2020


Spegillinn 14. október 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason Erfitt verður að ná sátt í stjórnarskrármálinu ef þingmenn eru ekki tilbúnir í málamiðlanir, segir formaður þingflokks sjálfstæðisflokksins. Litlar líkur eru taldar á samkomulagi um veigamiklar breytingar á stjórnarskrá fyrir lok kjörtímabils. Atvinnuleysi eykst eftir því sem lengra líður á Covid-faraldurinn. Ung kona sem hefur verið atvinnulaus í 10 mánuði segist vonlítil um að fá vinnu. Stjórnvöld í Ísrael hafa heimilað að á þriðja þúsund íbúðir verði byggðar í landtökubyggðum í Palestínu. Búist er við að þeim verði fjölgað um tvö þúsund til viðbótar á morgun. Tillögur starfshóps þriggja ráðuneyta um að stytta sölutímabil flugelda fyrir áramót og færri skotdaga eru íþyngjandi segir formaður Landsbjargar. Stjórnvöld í Frakklandi ætla á ný að lýsa yfir neyðarástandi af heilbrigðisástæðum við að reyna að koma böndum á útbreiðslu kórónuveirunnar. Emmanuel Macron forseti flytur sjónvarpsávarp á næstu mínútum þar sem hann fer yfir ráðstafanir sem grípa á til í baráttunni við veiruna. Maðurinn sem lést í bruna í húsbíl í landi Torfastaða í Grafningi hét Einar Jónsson. Einar var með skráð lögheimili í Reykjavík. Hann var ókvæntur og barnlaus, fæddur árið 1982. Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu sem gilti fyrir bæina Gilsá 1 og 2 í Eyjafirði og sumarbústað við síðarnefnda bæinn. Bæirnir og bústaðurinn voru rýmd eftir að aurskriða féll úr Hleiðargarðsfjalli þann 6. október síðastliðinn. Lengri umfjallanir: Menntamálaráðuneytið hefur lagt til að viðmiðunarstundaskrá grunnskóla verði breytt svo meiri tíma verði varið í íslensku á yngri stigum grunnskóla og á unglingastigi verði bætt í náttúrugreinar og dregið úr vali á móti. Stefnt er að því að breytingar taki gidli frá og með næsta skólaári. Vísað er til þess að árangur íslenskra grunnskólanemenda hafi verið viðvarandi slakur í íslensku og náttúrufræði í PISA-könnunum sem gerðar eru á þriggja ára fresti hjá 15 ára nemendum. Á morgun (15. október) rennur út frestur til að skila inn umsögn um tillögurnar og hafa þegar borist á sjöunda tug umsagna. Sýnist þar sitt hverjum en margir eru hugsi yfir skerðingu á vali. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segist fagna hverri umsögn sem berst. Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, segist taka undir það að rýna þurfi í hvað gert er í skólum og gera það sem þarf til að styrkja stöðu nemenda í þessum greinum, það er móðurmáli og náttúrugreinum. Anna Kristín Jónsdó

covid-19 emmanuel macron pisa stj hann einar reykjav ung kristj gils helgason sigurj umsj palest frakklandi samfylkingarinnar anna krist lilja alfre eyjafir menntam stefnt landsbjargar lengri atvinnuleysi
Spegillinn
Stjórnvöld styðja menninguna, Akureyrarsónninn, framhaldsskólar

Spegillinn

Play Episode Listen Later Aug 13, 2020 30:00


Spegillinn 13.8.2020 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Íslenskar ferðaskrifstofur hafa aflýst öllum ferðum til meginlands Spánar frá 20. ágúst fram í október. Alls hafa stóru ferðaskrifstofurnar þrjár aflýst ferðum að verðmæti tveimur milljörðum vegna faraldursins. Sóttvarnalæknir segir að ekkert bendi til að sóttvarnareglur hafi verið brotnar þegar starfsmaður hjúkrunarheimilis fór til vinnu á meðan maki hans var í einangrun vegna gruns um kórónuveirusmit. Um þrjátíu hópsýkingar hafa komið út frá einu smiti innanlands en ekki er vitað hvernig þær tengjast. Rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni. Stjórnvöld skoða nú tillögur sem félög tónlistarmanna hafa sett fram um hvernig halda megi tónlistarlífi landsins gangandi. Menntamálaráðherra á von á því að stutt verði betur við menningarlífið í landinu. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra. Ráðgátan um „Akureyrarsóninn" svokallaða heldur áfram. Spegillinn ræddi við Akureyringa en skiptar skoðanir eru um þetta dularfulla hljóð. Óðinn Svan Óðinsson, ræddi við íbúa á Akureyri, meðal annars við Björn Þorláksson um hljóðið torkennilega Kennsla í flestum framhaldskólum verður með óvenjulegum hætti vegna kórónuveirunnar. Bekkjum í Menntaskólanum í Reykjavík verður skipt í tvennt. Annar helmingurinn mætir í skólann en hinn fylgist með kennslunni heima. Arnar Páll Hauksson, ræddi við Elísabetu Ziemsen, rektor Menntaskólans í Reykjavík Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans flyst tímabundið til Íslenskrar erfðagreiningar. Þar með mun afkastagetan hennar aukast til muna. Rætt við Karl G Kristinsson, yfirlækni sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands, segir vænlegustu leiðina til að koma í veg fyrir að fólk festist í langtímaatvinnuleysi vera að gefa því kost á að bæta þekkingu sína og hæfni. Þannig megi styrkja launafólk og efnahags- og atvinnulífið til langs tíma.

bj gu stj alls reykjav annar akureyri umsj svan hauksson landsp menntask baldursd arnar p berglj menntam lilju alfre henn hinz
Spegillinn
Stjórnvöld styðja menninguna, Akureyrarsónninn, framhaldsskólar

Spegillinn

Play Episode Listen Later Aug 13, 2020


Spegillinn 13.8.2020 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Íslenskar ferðaskrifstofur hafa aflýst öllum ferðum til meginlands Spánar frá 20. ágúst fram í október. Alls hafa stóru ferðaskrifstofurnar þrjár aflýst ferðum að verðmæti tveimur milljörðum vegna faraldursins. Sóttvarnalæknir segir að ekkert bendi til að sóttvarnareglur hafi verið brotnar þegar starfsmaður hjúkrunarheimilis fór til vinnu á meðan maki hans var í einangrun vegna gruns um kórónuveirusmit. Um þrjátíu hópsýkingar hafa komið út frá einu smiti innanlands en ekki er vitað hvernig þær tengjast. Rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni. Stjórnvöld skoða nú tillögur sem félög tónlistarmanna hafa sett fram um hvernig halda megi tónlistarlífi landsins gangandi. Menntamálaráðherra á von á því að stutt verði betur við menningarlífið í landinu. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra. Ráðgátan um „Akureyrarsóninn" svokallaða heldur áfram. Spegillinn ræddi við Akureyringa en skiptar skoðanir eru um þetta dularfulla hljóð. Óðinn Svan Óðinsson, ræddi við íbúa á Akureyri, meðal annars við Björn Þorláksson um hljóðið torkennilega Kennsla í flestum framhaldskólum verður með óvenjulegum hætti vegna kórónuveirunnar. Bekkjum í Menntaskólanum í Reykjavík verður skipt í tvennt. Annar helmingurinn mætir í skólann en hinn fylgist með kennslunni heima. Arnar Páll Hauksson, ræddi við Elísabetu Ziemsen, rektor Menntaskólans í Reykjavík Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans flyst tímabundið til Íslenskrar erfðagreiningar. Þar með mun afkastagetan hennar aukast til muna. Rætt við Karl G Kristinsson, yfirlækni sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands, segir vænlegustu leiðina til að koma í veg fyrir að fólk festist í langtímaatvinnuleysi vera að gefa því kost á að bæta þekkingu sína og hæfni. Þannig megi styrkja launafólk og efnahags- og atvinnulífið til langs tíma.

bj gu stj alls reykjav annar akureyri umsj svan hauksson landsp menntask baldursd arnar p berglj menntam lilju alfre kennsla henn hinz
Spegillinn
Menntamálaráðherra höfðar mál

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jun 24, 2020 30:00


Menntamálaráðherra hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum til að fá ógiltan úrskurð Kærunefndar jafnréttismála, sem taldi ráðherrann hafa brotið lög við ráðningu ráðuneytisstjóra. Seðlabankinn hefur samið við bankana um stuðningslán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja vegna Covid-faraldursins. Það vekur áhyggjur að fjármálaráðherra lýsi yfir að loforð sem stjórnvöld hafi gefið í tengslum við lífskjarasamninginn séu í raun marklaus, segir forseti Alþýðusambandsins. Sambandið vill fund með stjórnvöldum um samninginn. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerir ráð fyrir að staðfest kórónuveirusmit í heiminum nái tíu milljónum í næstu viku. Stofna á ferðaábyrgðasjóð til endurgreiða pakkaferðir sem féllu niður vegna COVID 19. Þetta kemur fram í nýju frumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Horfur eru á að Ísland losni af gráum lista alþjóðlegra samtaka sem berjast gegn peningaþvætti í október. Rætt var við framkvæmdastjóri Landverndar og prófessor sem stýrði mati á áhrifum loftslagsaðgerða stjórnvalda um forsendur nýrrar aðgerðaáætlunar . Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við Auði Önnu Mangúsdóttur og Brynhildi Davíðsdóttur. Í skrifstofum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel hefur COVID-19 veiran skyggt á Brexit. Fátt áþreifanlegt hefur hafst upp úr samningaviðræðum Breta við Evrópusambandið, sem staðið hafa síðan í byrjun mars, um framtíðarviðskiptasamband. Í síðustu viðræðulotu virðist þó hafa náðst sameiginlegur skilningur sem hægt verður að byggja á. En nýr samningur ætti að taka gildi um áramótinn og tíminn til að klára viðræðurnar er naumur. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.

covid-19 brexit mang brussel dav sigr evr herra breta sambandi landverndar stofna menntam horfur
Spegillinn
Menntamálaráðherra höfðar mál

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jun 24, 2020


Menntamálaráðherra hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum til að fá ógiltan úrskurð Kærunefndar jafnréttismála, sem taldi ráðherrann hafa brotið lög við ráðningu ráðuneytisstjóra. Seðlabankinn hefur samið við bankana um stuðningslán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja vegna Covid-faraldursins. Það vekur áhyggjur að fjármálaráðherra lýsi yfir að loforð sem stjórnvöld hafi gefið í tengslum við lífskjarasamninginn séu í raun marklaus, segir forseti Alþýðusambandsins. Sambandið vill fund með stjórnvöldum um samninginn. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerir ráð fyrir að staðfest kórónuveirusmit í heiminum nái tíu milljónum í næstu viku. Stofna á ferðaábyrgðasjóð til endurgreiða pakkaferðir sem féllu niður vegna COVID 19. Þetta kemur fram í nýju frumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Horfur eru á að Ísland losni af gráum lista alþjóðlegra samtaka sem berjast gegn peningaþvætti í október. Rætt var við framkvæmdastjóri Landverndar og prófessor sem stýrði mati á áhrifum loftslagsaðgerða stjórnvalda um forsendur nýrrar aðgerðaáætlunar . Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við Auði Önnu Mangúsdóttur og Brynhildi Davíðsdóttur. Í skrifstofum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel hefur COVID-19 veiran skyggt á Brexit. Fátt áþreifanlegt hefur hafst upp úr samningaviðræðum Breta við Evrópusambandið, sem staðið hafa síðan í byrjun mars, um framtíðarviðskiptasamband. Í síðustu viðræðulotu virðist þó hafa náðst sameiginlegur skilningur sem hægt verður að byggja á. En nýr samningur ætti að taka gildi um áramótinn og tíminn til að klára viðræðurnar er naumur. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.

covid-19 brexit mang brussel dav sigr evr herra breta sambandi landverndar stofna menntam horfur
Morgunvaktin
Niðurskurður á sama tíma og talað um að efla menntun

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Dec 9, 2019


Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, gagnrýnir að á sama tíma og talað sé um að efla læsi vegna niðurstaðna PISA rannsóknarinnar séu fjárframlög skorin niður til stofnunarinnar. Hann segir að stofnunin hafi þurft að segja upp tveimur ráðgjöfum í læsisteyminu vegna niðurskurðar og líklega þurfi að hætta ytra mati á leikskólum á næsta ári. Arnór var gestur Morgunvaktarinnar. Kosið verður í Bretlandi á fimmtudag. Enn er Íhaldsflokkurinn með ágæta stöðu í skoðanakönnunum en Verkamannaflokkurinn er talsvert frá því sem hann fékk síðast. Sigrún Davíðsdóttir fór yfir lokasprett kosningabaráttunnar í vikulegu Lundúnaspjalli. Tugir barna hafa látið lífið í miklum mislingafaraldri, sem geysað hefur í Kyrrahafseyríkinu Samóa síðan í október. Þúsundir hafa veikst og þjóðfélagið allt er í uppnámi. Nýlega var svo tilkynnt að faraldurinn hafi borist yfir til grannlandsins, Bandarísku Samóaeyja. Vera Illugadóttir fjallaði um sögu og samfélag Samóa-eyja. Tónlist: One for my baby - Billie Holiday Höjt fra træets grönne top - Kim Larsen

Morgunvaktin
Niðurskurður á sama tíma og talað um að efla menntun

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Dec 9, 2019 130:00


Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, gagnrýnir að á sama tíma og talað sé um að efla læsi vegna niðurstaðna PISA rannsóknarinnar séu fjárframlög skorin niður til stofnunarinnar. Hann segir að stofnunin hafi þurft að segja upp tveimur ráðgjöfum í læsisteyminu vegna niðurskurðar og líklega þurfi að hætta ytra mati á leikskólum á næsta ári. Arnór var gestur Morgunvaktarinnar. Kosið verður í Bretlandi á fimmtudag. Enn er Íhaldsflokkurinn með ágæta stöðu í skoðanakönnunum en Verkamannaflokkurinn er talsvert frá því sem hann fékk síðast. Sigrún Davíðsdóttir fór yfir lokasprett kosningabaráttunnar í vikulegu Lundúnaspjalli. Tugir barna hafa látið lífið í miklum mislingafaraldri, sem geysað hefur í Kyrrahafseyríkinu Samóa síðan í október. Þúsundir hafa veikst og þjóðfélagið allt er í uppnámi. Nýlega var svo tilkynnt að faraldurinn hafi borist yfir til grannlandsins, Bandarísku Samóaeyja. Vera Illugadóttir fjallaði um sögu og samfélag Samóa-eyja. Tónlist: One for my baby - Billie Holiday Höjt fra træets grönne top - Kim Larsen

Spegillinn
Ekki gott að vera í flokki landa sem tala gegn mannréttindum

Spegillinn

Play Episode Listen Later Dec 6, 2019


Það er mikið áhyggjuefni að stjórnmálaflokkar sem tala gegn mannréttindum og sjálfstæði dómstóla telji sig vera í komna í sambærilegan flokk og Ísland á alþjóðavettvangi. Þetta segir formaður Dómarafélags Íslands um stuðning pólskra stjórnvalda við málstað Íslands í Landsréttarmálinu. Forsætisráðherra Frakklands segir stjórnvöld þar ákveðin í að hrinda í framkvæmd breytingum á eftirlaunakerfinu. Verkalýðsfélög hafa boðað auknar aðgerðir eftir helgi. ISAVIA hyggst nýta tekjur frá Keflavíkurflugvelli til uppbyggingar á Egilsstöðum. Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir að við þetta losni um nokkur hundruð milljónir sem nýtist til viðhalds á öðrum flugvöllum. Lögreglan á Indlandi skaut í morgun til bana fjóra menn sem nauðguðu og myrtu 27 ára konu í síðustu viku Heilbrigðisráðherra hefur skipað nýjan skólameistara Fjölbrautarskóla Vesturlands. Menntamálaráðhetta lýsti sig vanhæfa til skipa í embættið. Stefnt er að því að framleiða allt að einni og hálfri milljón lítra af 96% spíra á Sauðárkróki. Lögreglan á Indlandi skaut í morgun til bana fjóra menn sem nauðguðu og myrtu 27 ára konu í síðustu viku. Illvirkið vakti mikla reiði og hneykslan en fjölskylda og vinir fórnarlambsins fagna nú dauða ódæðismannanna. Pálmi Jónasson sagði frá. Niðurstöður PISA-könnunarinnar sem kynntar voru í vikunni sýna að lesskilningur grunnskólabarna á Íslandi hefur heldur daprast síðustu ár. Þetta veldur nokkrum vonbrigðum segir Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Útkoman komi kannski ekki beinlínis á óvart en þó hefðu menn vænst þess að umræða og verkefni síðustu ára um lestur, lesskilning og læsi hefðu skilað einhverjum árangri. Það sé flókið verk að bæta menntakerfið; ekki áhlaup eða átak- heldur langhlaup.Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Önnu Kristínu. Það þurfti samstarf þrjátíu landa til að koma böndum yfir mútugreiðslur bresks dótturfélags frönsku Alstom samsteypunnar í tveimur víðfeðmum mútumálum. Rannsókn málsins hófst í Bretlandi fyrir tíu árum, eftir ábendingar frá svissneskum yfirvöldum sem voru að rannsaka meintar mútugreiðslur Alstom. Auk sekta og dóma í Bretlandi og Sviss hefur Alstom greitt hæstu sekt nokkru sinni í Bandaríkjunum fyrir mútur. Málið er gott dæmi um hvað mútumál eru víða litin alvarlegum augum, sama þó múturnar séu greiddar í öðrum löndum. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.

gott pisa krist sau fj tala dav landa fors sigur bandar alstom ekki sigr auk keflav bretlandi ranns samg heilbrig frakklands sviss indlandi egilsst mannr anna krist landsr isavia verkal menntam stefnt
Spegillinn
Ekki gott að vera í flokki landa sem tala gegn mannréttindum

Spegillinn

Play Episode Listen Later Dec 6, 2019 30:00


Það er mikið áhyggjuefni að stjórnmálaflokkar sem tala gegn mannréttindum og sjálfstæði dómstóla telji sig vera í komna í sambærilegan flokk og Ísland á alþjóðavettvangi. Þetta segir formaður Dómarafélags Íslands um stuðning pólskra stjórnvalda við málstað Íslands í Landsréttarmálinu. Forsætisráðherra Frakklands segir stjórnvöld þar ákveðin í að hrinda í framkvæmd breytingum á eftirlaunakerfinu. Verkalýðsfélög hafa boðað auknar aðgerðir eftir helgi. ISAVIA hyggst nýta tekjur frá Keflavíkurflugvelli til uppbyggingar á Egilsstöðum. Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir að við þetta losni um nokkur hundruð milljónir sem nýtist til viðhalds á öðrum flugvöllum. Lögreglan á Indlandi skaut í morgun til bana fjóra menn sem nauðguðu og myrtu 27 ára konu í síðustu viku Heilbrigðisráðherra hefur skipað nýjan skólameistara Fjölbrautarskóla Vesturlands. Menntamálaráðhetta lýsti sig vanhæfa til skipa í embættið. Stefnt er að því að framleiða allt að einni og hálfri milljón lítra af 96% spíra á Sauðárkróki. Lögreglan á Indlandi skaut í morgun til bana fjóra menn sem nauðguðu og myrtu 27 ára konu í síðustu viku. Illvirkið vakti mikla reiði og hneykslan en fjölskylda og vinir fórnarlambsins fagna nú dauða ódæðismannanna. Pálmi Jónasson sagði frá. Niðurstöður PISA-könnunarinnar sem kynntar voru í vikunni sýna að lesskilningur grunnskólabarna á Íslandi hefur heldur daprast síðustu ár. Þetta veldur nokkrum vonbrigðum segir Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Útkoman komi kannski ekki beinlínis á óvart en þó hefðu menn vænst þess að umræða og verkefni síðustu ára um lestur, lesskilning og læsi hefðu skilað einhverjum árangri. Það sé flókið verk að bæta menntakerfið; ekki áhlaup eða átak- heldur langhlaup.Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Önnu Kristínu. Það þurfti samstarf þrjátíu landa til að koma böndum yfir mútugreiðslur bresks dótturfélags frönsku Alstom samsteypunnar í tveimur víðfeðmum mútumálum. Rannsókn málsins hófst í Bretlandi fyrir tíu árum, eftir ábendingar frá svissneskum yfirvöldum sem voru að rannsaka meintar mútugreiðslur Alstom. Auk sekta og dóma í Bretlandi og Sviss hefur Alstom greitt hæstu sekt nokkru sinni í Bandaríkjunum fyrir mútur. Málið er gott dæmi um hvað mútumál eru víða litin alvarlegum augum, sama þó múturnar séu greiddar í öðrum löndum. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.

gott pisa krist sau fj tala dav landa fors sigur bandar alstom ekki sigr auk keflav bretlandi ranns samg frakklands sviss indlandi egilsst mannr anna krist landsr isavia verkal menntam stefnt
Mannlegi þátturinn
Draumaskólinn, gamlir munir og póstkort frá Spáni

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Dec 4, 2019


Í tengslum við innleiðingu menntastefnunnar „Látum draumana rætast“ hjá Reykjavíkurborg var haldin tveggja daga vinnusmiðja í Gerðubergi sem byggir á hugmyndafræði samfélagslegrar nýsköpunar. Tilgangur smiðjunnar er annarsvegar að kynnast aðferðum við að þróa skapandi lausnir við nýjum áskorunum í skólastarfi og hinsvegar að skoða hvernig hægt er að skapa lifandi lærdómssamfélag sem styður við lýðræðislega þátttöku, umboð til athafna og leiðtogafærni nemenda með velsæld þeirra og samfélagsins til framtíðar að leiðarljósi, eins og segir í kynningu. Þær Fríða Bjarney Jónsdóttir, deildarstýra í Nýsköpunarmiðju Menntamála hjá Skóla og frístundasviði Reykjavíkur, Anna Birna Georgsdóttir nemandi í Breiðholtsskóla og Hjördís Freyja Kjartansdóttir nemandi í Laugalækjarskóla komu í þáttinn. Fyrir alla muni, Þáttaröðin, hefur svo sannarlega glatt marga undanfarna sunnudaga en þar er heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjónarmenn þáttarins eru Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason og gera þessu góð skil. Sigurður Helgi vinnur sem safnvörður í Seðlabankanum og við litum í heimsókn og skoðuðum vinnustaðinn hans og munina sem hann gætir. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni. Í dag fjallaði Magnús aðallega um eiturlyfjabransann sem liggur að mestu gegnum Spán frá Suður Ameríku og Afríku til Evrópu. Til dæmis var það aðeins fyrir nokkrum dögum að spænska lögreglan tók kafbát með þrjú tonn af kókaíni innanborðs. Heimasmíðaðann kafbát sem hafði verið siglt alla leið frá Kólumbíu yfir Atlanshafið til norður Spánar. Eiturlyfin koma til Evrópu aðallega í gegnum Spán. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Draumaskólinn, gamlir munir og póstkort frá Spáni

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Dec 4, 2019


Í tengslum við innleiðingu menntastefnunnar „Látum draumana rætast“ hjá Reykjavíkurborg var haldin tveggja daga vinnusmiðja í Gerðubergi sem byggir á hugmyndafræði samfélagslegrar nýsköpunar. Tilgangur smiðjunnar er annarsvegar að kynnast aðferðum við að þróa skapandi lausnir við nýjum áskorunum í skólastarfi og hinsvegar að skoða hvernig hægt er að skapa lifandi lærdómssamfélag sem styður við lýðræðislega þátttöku, umboð til athafna og leiðtogafærni nemenda með velsæld þeirra og samfélagsins til framtíðar að leiðarljósi, eins og segir í kynningu. Þær Fríða Bjarney Jónsdóttir, deildarstýra í Nýsköpunarmiðju Menntamála hjá Skóla og frístundasviði Reykjavíkur, Anna Birna Georgsdóttir nemandi í Breiðholtsskóla og Hjördís Freyja Kjartansdóttir nemandi í Laugalækjarskóla komu í þáttinn. Fyrir alla muni, Þáttaröðin, hefur svo sannarlega glatt marga undanfarna sunnudaga en þar er heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjónarmenn þáttarins eru Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason og gera þessu góð skil. Sigurður Helgi vinnur sem safnvörður í Seðlabankanum og við litum í heimsókn og skoðuðum vinnustaðinn hans og munina sem hann gætir. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni. Í dag fjallaði Magnús aðallega um eiturlyfjabransann sem liggur að mestu gegnum Spán frá Suður Ameríku og Afríku til Evrópu. Til dæmis var það aðeins fyrir nokkrum dögum að spænska lögreglan tók kafbát með þrjú tonn af kókaíni innanborðs. Heimasmíðaðann kafbát sem hafði verið siglt alla leið frá Kólumbíu yfir Atlanshafið til norður Spánar. Eiturlyfin koma til Evrópu aðallega í gegnum Spán. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Mannlegi þátturinn
Draumaskólinn, gamlir munir og póstkort frá Spáni

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Dec 4, 2019 50:00


Í tengslum við innleiðingu menntastefnunnar „Látum draumana rætast“ hjá Reykjavíkurborg var haldin tveggja daga vinnusmiðja í Gerðubergi sem byggir á hugmyndafræði samfélagslegrar nýsköpunar. Tilgangur smiðjunnar er annarsvegar að kynnast aðferðum við að þróa skapandi lausnir við nýjum áskorunum í skólastarfi og hinsvegar að skoða hvernig hægt er að skapa lifandi lærdómssamfélag sem styður við lýðræðislega þátttöku, umboð til athafna og leiðtogafærni nemenda með velsæld þeirra og samfélagsins til framtíðar að leiðarljósi, eins og segir í kynningu. Þær Fríða Bjarney Jónsdóttir, deildarstýra í Nýsköpunarmiðju Menntamála hjá Skóla og frístundasviði Reykjavíkur, Anna Birna Georgsdóttir nemandi í Breiðholtsskóla og Hjördís Freyja Kjartansdóttir nemandi í Laugalækjarskóla komu í þáttinn. Fyrir alla muni, Þáttaröðin, hefur svo sannarlega glatt marga undanfarna sunnudaga en þar er heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjónarmenn þáttarins eru Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason og gera þessu góð skil. Sigurður Helgi vinnur sem safnvörður í Seðlabankanum og við litum í heimsókn og skoðuðum vinnustaðinn hans og munina sem hann gætir. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni. Í dag fjallaði Magnús aðallega um eiturlyfjabransann sem liggur að mestu gegnum Spán frá Suður Ameríku og Afríku til Evrópu. Til dæmis var það aðeins fyrir nokkrum dögum að spænska lögreglan tók kafbát með þrjú tonn af kókaíni innanborðs. Heimasmíðaðann kafbát sem hafði verið siglt alla leið frá Kólumbíu yfir Atlanshafið til norður Spánar. Eiturlyfin koma til Evrópu aðallega í gegnum Spán. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Bylgjan
Reykjavík síðdegis mánudaginn 11. nóvember 2019

Bylgjan

Play Episode Listen Later Nov 11, 2019 50:56


Þjóðaröryggi og birgðastaða landsins voru rædd í upphafi og svo heyrðum við af baráttu margra við kerfið. Menntamálaráðherra vill fá öll hin handritin heim og svo ræddum við andstöðu Bandaríkjamanna við það að banna ákveðnar tegundir skordýraeiturs.

Spegillinn
Rýming í Njarðvík,

Spegillinn

Play Episode Listen Later Nov 1, 2019


Lögreglan á Suðurnesjum greip til umfangsmikilla rýmingaraðgerða nú síðdegis vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. Lögregla hefur þurft að rýma íbúðahverfi. Sprengjusérfræðingar hyggjast flytja efnið af svæðinu. Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut á fimmta tímanum. Heilbrigðisráðherra hittir landlækni og forstjóra Sjúkratrygginga í næstu viku til að fara yfir málefni Reykjalundar. Samtök atvinnulífsins vilja að öllum börnum verði tryggt leikskólapláss strax og fæðingarorlofi lýkur, það sé brýnt jafnréttismál. Þá vilja þau stytta grunnskólanám um eitt ár og taka upp fjöldatakmarkanir í háskólum. Mennirnir þrír sem ákærðir eru fyrir stórfellda amfetamínsframleiðslu í sumarbústað í Borgarfirði neituðu allir sök við aðalmeðferð málsins í héraðsdómi Reykjavíkur. Menntamálaráðherra hefur skipað Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóra, í embætti þjóðleikhússtjóra Cop 25 loftslagsráðstefnan, sem halda á í næsta mánuði, hefur verið flutt frá Santíagó í Chile til Madrídar á Spáni. Það er ómetanlegt að vera við góða heilsu eða hvað? Er kannski hægt að setja á það verðmiða? Hagfræðiprófessor segir mikilvægt að verðmeta óáþreifanleg gæði.

er cops chile sant sj ming magn samt reykjav geir madr heilbrig njar borgarfir hagfr menntam
Spegillinn
Rýming í Njarðvík,

Spegillinn

Play Episode Listen Later Nov 1, 2019


Lögreglan á Suðurnesjum greip til umfangsmikilla rýmingaraðgerða nú síðdegis vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. Lögregla hefur þurft að rýma íbúðahverfi. Sprengjusérfræðingar hyggjast flytja efnið af svæðinu. Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut á fimmta tímanum. Heilbrigðisráðherra hittir landlækni og forstjóra Sjúkratrygginga í næstu viku til að fara yfir málefni Reykjalundar. Samtök atvinnulífsins vilja að öllum börnum verði tryggt leikskólapláss strax og fæðingarorlofi lýkur, það sé brýnt jafnréttismál. Þá vilja þau stytta grunnskólanám um eitt ár og taka upp fjöldatakmarkanir í háskólum. Mennirnir þrír sem ákærðir eru fyrir stórfellda amfetamínsframleiðslu í sumarbústað í Borgarfirði neituðu allir sök við aðalmeðferð málsins í héraðsdómi Reykjavíkur. Menntamálaráðherra hefur skipað Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóra, í embætti þjóðleikhússtjóra Cop 25 loftslagsráðstefnan, sem halda á í næsta mánuði, hefur verið flutt frá Santíagó í Chile til Madrídar á Spáni. Það er ómetanlegt að vera við góða heilsu eða hvað? Er kannski hægt að setja á það verðmiða? Hagfræðiprófessor segir mikilvægt að verðmeta óáþreifanleg gæði.

er cops chile sant sj ming magn samt reykjav geir madr heilbrig njar borgarfir hagfr menntam
Spegillinn
Rýming í Njarðvík,

Spegillinn

Play Episode Listen Later Nov 1, 2019 30:00


Lögreglan á Suðurnesjum greip til umfangsmikilla rýmingaraðgerða nú síðdegis vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. Lögregla hefur þurft að rýma íbúðahverfi. Sprengjusérfræðingar hyggjast flytja efnið af svæðinu. Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut á fimmta tímanum. Heilbrigðisráðherra hittir landlækni og forstjóra Sjúkratrygginga í næstu viku til að fara yfir málefni Reykjalundar. Samtök atvinnulífsins vilja að öllum börnum verði tryggt leikskólapláss strax og fæðingarorlofi lýkur, það sé brýnt jafnréttismál. Þá vilja þau stytta grunnskólanám um eitt ár og taka upp fjöldatakmarkanir í háskólum. Mennirnir þrír sem ákærðir eru fyrir stórfellda amfetamínsframleiðslu í sumarbústað í Borgarfirði neituðu allir sök við aðalmeðferð málsins í héraðsdómi Reykjavíkur. Menntamálaráðherra hefur skipað Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóra, í embætti þjóðleikhússtjóra Cop 25 loftslagsráðstefnan, sem halda á í næsta mánuði, hefur verið flutt frá Santíagó í Chile til Madrídar á Spáni. Það er ómetanlegt að vera við góða heilsu eða hvað? Er kannski hægt að setja á það verðmiða? Hagfræðiprófessor segir mikilvægt að verðmeta óáþreifanleg gæði.

er chile sant sj ming magn samt reykjav geir madr heilbrig njar borgarfir hagfr menntam
Spegillinn
Dómsmálaráðherra vonar að Ísland verði tekið fljótlega af peningaþvætt

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 18, 2019


Stjórnvöld mótmæla því að Ísland hafi verið sett á lista yfir ríki með ónógar varnir gegn peningaþvætti. Dómsmálaráðherra vonar að þetta hafi ekki mikil áhrif og vonast til þess að Ísland verði tekið af listanum í byrjun næsta árs. Málamiðlanir og sátt um breiðar línur stjórnmálanna eru ekki merki um skoðanaleysi eða stefnuflökt, sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins sem er nýhafinn. Hún sagði það áróður en ekki heiðarlegt mat að tala aldrei um neitt annað en þau mál sem ekki næðust fram í samsteypustjórn. Talið er að afar mjótt verði á munum þegar breskir þingmenn greiða atkvæði á morgun um Brexit-samninginn sem um samdist við Evrópusambandið í vikunni. Forsætisráðherra Breta hefur í dag þrýst á þingmenn að staðfesta hann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands hafa að meðaltali 150 þúsund krónum lægri heildarmánaðarlaun en kennarar í öðrum skólum. Menntamálayfirvöld verði að grípa inn í. Mótmæli í Barselóna náðu hámarki í dag sem staðið hafa í fimm daga eða frá því að hæstiréttur Spánar dæmdi 9 leiðtoga aðskilnaðarsinna í 9 til 13 ára fangelsi. Þeim er meðal annars gefið að sök að hafa hvatt til uppþota gegn ríkinu. Í dag voru boðuð allsherjarverkföll. Frá því í morgun hefur fólks streymt til miðborgarinnar úr fimm borgum. Arnar Páll Hauksson talar við Krístínu Hildi Kristjánsdóttur. Kristján Sigurjónsson fjallar um símasafnanir. Ræðir við fólk á förnum vegi og fær líka hringingar frá samtökum sem eru að falast eftir framlögum. Árangur knattspyrnufélagsins Östersund - í Svíþjóð og í Evrópu - er líklega mesta öskubuskusaga í sænskri íþróttasögu. Smábæjarlið frá Norður-Svíþjóð sem vann stórlið Arsenal á heimavelli þess. En kannski var það ekki bara samheldni og dugnaður sem skilaði þessum góða árangri. Fyrrverandi formaður knattspyrnufélagsins bíður nú dómsuppkvaðningar eftir að hann var ákærður fyrir umfangsmikinn fjárdrátt. Kári Gylfason í Gautaborg segir frá.

Spegillinn
Dómsmálaráðherra vonar að Ísland verði tekið fljótlega af peningaþvætt

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 18, 2019 30:00


Stjórnvöld mótmæla því að Ísland hafi verið sett á lista yfir ríki með ónógar varnir gegn peningaþvætti. Dómsmálaráðherra vonar að þetta hafi ekki mikil áhrif og vonast til þess að Ísland verði tekið af listanum í byrjun næsta árs. Málamiðlanir og sátt um breiðar línur stjórnmálanna eru ekki merki um skoðanaleysi eða stefnuflökt, sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins sem er nýhafinn. Hún sagði það áróður en ekki heiðarlegt mat að tala aldrei um neitt annað en þau mál sem ekki næðust fram í samsteypustjórn. Talið er að afar mjótt verði á munum þegar breskir þingmenn greiða atkvæði á morgun um Brexit-samninginn sem um samdist við Evrópusambandið í vikunni. Forsætisráðherra Breta hefur í dag þrýst á þingmenn að staðfesta hann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands hafa að meðaltali 150 þúsund krónum lægri heildarmánaðarlaun en kennarar í öðrum skólum. Menntamálayfirvöld verði að grípa inn í. Mótmæli í Barselóna náðu hámarki í dag sem staðið hafa í fimm daga eða frá því að hæstiréttur Spánar dæmdi 9 leiðtoga aðskilnaðarsinna í 9 til 13 ára fangelsi. Þeim er meðal annars gefið að sök að hafa hvatt til uppþota gegn ríkinu. Í dag voru boðuð allsherjarverkföll. Frá því í morgun hefur fólks streymt til miðborgarinnar úr fimm borgum. Arnar Páll Hauksson talar við Krístínu Hildi Kristjánsdóttur. Kristján Sigurjónsson fjallar um símasafnanir. Ræðir við fólk á förnum vegi og fær líka hringingar frá samtökum sem eru að falast eftir framlögum. Árangur knattspyrnufélagsins Östersund - í Svíþjóð og í Evrópu - er líklega mesta öskubuskusaga í sænskri íþróttasögu. Smábæjarlið frá Norður-Svíþjóð sem vann stórlið Arsenal á heimavelli þess. En kannski var það ekki bara samheldni og dugnaður sem skilaði þessum góða árangri. Fyrrverandi formaður knattspyrnufélagsins bíður nú dómsuppkvaðningar eftir að hann var ákærður fyrir umfangsmikinn fjárdrátt. Kári Gylfason í Gautaborg segir frá.

Spegillinn
Af hverju ertu við hringborð Norðurslóða?

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 11, 2019 30:00


Minnst ellefu óbreyttir borgarar hafa látið lífið af völdum árása Tyrkja á norðurhluta Sýrlands. Sameinuðu þjóðirnar segja um hundrað þúsund hafa flúið heimili sín. Íslensk stjórnvöld hafa komið þeim skilaboðum áleiðis til danskra yfirvalda að þau hafi hug á að fjármagna stöðu íslensku-lektors við Kaupmannahafnarháskóla. Leggja á stöðuna niður vegna niðurskurðar. Menntamálaráðherra segir sérstakt að danska ríkið vilji ekki leggja til fjármagn í stöðuna. Formaður Stúdentafélags Háskólans Akureyri segir töluverða gremju vera meðal nemenda í diplómanámi í lögreglufræðum eftir að í ljós kom að af þeim 160 nemendum sem stunda nám við deildina þurfa 120 að hætta um áramót. Hundrað þúsund manns þurfa að flýja að heiman vegna gróðurelds austan við Los Angeles í Kaliforníu. Eldar loga á átta stöðum í ríkinu. Gerlamengun í borholunni í Grábrókarhrauni er óeðlileg og hefur ekki komið upp frá því vatnsbólið var tekið í notkun 2007. forsætisráðherra Eþíópíu, hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Hann bauð nágrönnum sínum í Erítreu frið í fyrra. Arctic circle er stórmerkileg samkoma, þetta segir utanríkisráðherra um þing hringborðs Norðurslóða sem nú er í fullum gangi. Samískir hreindýrabændur taka undir. Spegillinn kynnti sér þetta stóra þing sem laðar að 2000 gesti víðsvegar að úr veröldinni og beinir líka sjónum að ungum héraðsstjóra við heimskautssbaug sem Pútín hefur handvalið.

er forma arctic hann eldar hundra ertu akureyri hverju ursl sameinu menntam tyrkja kaupmannahafnarh
Spegillinn
Af hverju ertu við hringborð Norðurslóða?

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 11, 2019


Minnst ellefu óbreyttir borgarar hafa látið lífið af völdum árása Tyrkja á norðurhluta Sýrlands. Sameinuðu þjóðirnar segja um hundrað þúsund hafa flúið heimili sín. Íslensk stjórnvöld hafa komið þeim skilaboðum áleiðis til danskra yfirvalda að þau hafi hug á að fjármagna stöðu íslensku-lektors við Kaupmannahafnarháskóla. Leggja á stöðuna niður vegna niðurskurðar. Menntamálaráðherra segir sérstakt að danska ríkið vilji ekki leggja til fjármagn í stöðuna. Formaður Stúdentafélags Háskólans Akureyri segir töluverða gremju vera meðal nemenda í diplómanámi í lögreglufræðum eftir að í ljós kom að af þeim 160 nemendum sem stunda nám við deildina þurfa 120 að hætta um áramót. Hundrað þúsund manns þurfa að flýja að heiman vegna gróðurelds austan við Los Angeles í Kaliforníu. Eldar loga á átta stöðum í ríkinu. Gerlamengun í borholunni í Grábrókarhrauni er óeðlileg og hefur ekki komið upp frá því vatnsbólið var tekið í notkun 2007. forsætisráðherra Eþíópíu, hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Hann bauð nágrönnum sínum í Erítreu frið í fyrra. Arctic circle er stórmerkileg samkoma, þetta segir utanríkisráðherra um þing hringborðs Norðurslóða sem nú er í fullum gangi. Samískir hreindýrabændur taka undir. Spegillinn kynnti sér þetta stóra þing sem laðar að 2000 gesti víðsvegar að úr veröldinni og beinir líka sjónum að ungum héraðsstjóra við heimskautssbaug sem Pútín hefur handvalið.

er forma arctic hann eldar hundra ertu akureyri hverju ursl sameinu menntam tyrkja kaupmannahafnarh
Spegillinn
Spegillinn 17. september 2019

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 17, 2019 30:00


Spegillinn 17. september 2019 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Flugslys varð á Skálafelli við Mosfellsheiði í dag. Eins hreyfils flugvél flaug á fjallshlíð. Flugmaðurinn var einn um borð og fluttur með þyrlu á Landspítalann til aðhlynningar. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna er á leið til Sádi-Arabíu. Þar ræðir hann við ráðamenn um viðbrögð við árásum á tvær olíuvinnslustöðvar um síðustu helgi. Bandaríkjamenn fullyrða að Íranar hafi verið að verki. Sjávarútvegsfyrirtækið West Seafood á Flateyri er gjaldþrota. Fyrirtækið skuldar yfir þrjátíu fyrrum starfsmönnum laun allt að átján mánuði aftur í tímann. Maðurinn sem grunaður er um að hafa hrint konu fram af svölum í Efra-Breiðholti í gærkvöld, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. október. Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, vill hvorugan Miðflokksmannanna, Bergþór Ólason eða Karl Gauta Hjaltason, sem formann nefndarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setti í dag alþjóðlega ráðstefnu um áhrif #metoo-bylgjunnar. Ráðstefnan er haldin í Hörpu í Reykjavík næstu þrjá daga og er liður í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. OECD telur að ríkið eigi að einblína á grænan hagvöxt. Í skýrslu stofnunarinnar sem var kynnt í gær er lagt til að kolefnisskattar verði hækkaðir og skattstofn breikkaður með því að skattleggja losun iðnaðar og landbúnaðar. Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra segir ekki standa til að hækka kolefnisgjaldið frekar en gert hefur verið nú þegar. Karlmaður áreitti og veittist að nemendum og starfsfólki í húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands á hádegi í dag. Menntamálaráðherrar Íslands og Danmerkur hittust í dag og ræddu um hugsanlegan flutning íslenskra handrita heim. Formannskjör í Félagi framhaldsskólakennara hófst á hádegi í dag. Lögreglan á Norðurlandi vestra sektaði ökumenn um rúmlega 322 milljónir króna vegna umferðarlagabrota á fyrstu átta mánuðum ársins. Lengri umfjallanir: Sérfræðingur í eldsneytismálum segir erfitt að spá fyrir um hver áhrif olíuverðshækkana verða vegna drónaárásarinnar í Sádi-Arabíu. Vari ástandið áfram geti það haft talsverð efnahagsleg áhrif. Það er ekki ljóst hvaða áhrif drónaárásin á olíuframleiðslustöð ríkisfyrirtækisins Saudi Armaco mun hafa. Verð á hráolíu rauk strax úr um 60 dollurum í 72 fyrir tunnuna sem er um 20 prósenta hækkun. Eftir að markaðir fóru að ná áttum hefur verðið farið niður aftur en er nú um 69 dollarar. Hækkunin um helgina var sú mesta á

berg arab sj oecd magn vari reykjav bandar katr kristj eftir norr jakobsd landsp fyrirt danmerkur vinstri menntam lengri karlma
Spegillinn
Ekki samið við ríkislögreglustjóra um starfslok

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 16, 2019 30:00


Ekki verður samið um starfslok við Harald Johannessen ríkislögreglustjóra að svo stöddu. Þetta segir dómsmálaráðherra. Munnlegur málflutningur í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu verður 5. febrúar. Þetta kemur fram í bréfi sem málsaðilar fengu í dag. Efnahags- og framfarastofnun Evrópu telur að aukin útgjöld til menntamála hér á landi hafi ekki skilað sér í bættum árangri íslenskra nemenda. Menntamálaráðherra segir mikilvægt að bæta lesskilning og lestrarkunnáttu grunnskólabarna. Endurhæfingarmiðstöðin Ljósið sem styður þá sem fengið hafa krabbamein fær 220 milljónir árlega frá ríkinu. Heilbrigðisráðherra hefur falið Sjúkratryggingum að gera þriggja ára þjónustusamning við Ljósið sem sér um endurhæfingu fyrir þá sem fengið hafa krabbamein. Sameinuðu þjóðirnar vara við yfirvofandi þjóðarmorði á sex hundruð þúsund Róhingjum sem búa enn þá í Mjanmar. Könnunarsafninu á Húsavík verður lokað í næsta mánuði vegna fjárhagsvandræða. Efnahags- og framfarastofnun Evrópu telur að aukin útgjöld til menntamála hér á landi hafi ekki skilað sér í bættum árangri íslenskra nemenda. Menntamálaráðherra segir mikilvægt að bæta lesskilning og lestrarkunnáttu grunnskólabarna. Höskuldur Kári Schram talar við Bjarna Benediktsson og Lilju Alferðsdóttur. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, talaði um varkárni í dag, ekki að búast við of miklu, á leið til fundar við Jean-Claude Juncker forseta framkvæmdastjórnar ESB. Sjáum hvað setur, sagði Juncker. Þrátt fyrir samningstal hefur Johnson ekki verið að flýta sér til fyrsta fundarins við Juncker og slær áfram úr og í um samingslausa útgöngu. Sumir stjórnmálaskýrendur telja þetta yfirlögð ráð til að ná samningi. Aðrir velta fyrir sér hvort það sé heil brú í viðleitni bresku stjórnarinnar. Sigrún Davíðsdóttir. Tryggingastofnun hefur þegar greitt um 200 öryrkjum leiðréttar bætur vegna endurútreiknings á búsetuhlutfalli. Umboðsmaður Alþingis komast að þeirri niðurstöðu í fyrra að útreikningar stofnunarinnar ættu ekki stoð í lögum. Öryrkjabandalagið sættir sig ekki við að miðað sé við að kröfur fyrnist á fjórum árum. Á næstu vikum verður höfðað mál á hendur ríkinu þar sem þess verður krafist að fresturinn verði 10 ár. Arnar Páll Hauksson segir frá. Inn:

Spegillinn
RÚV af auglýsingamarkaði

Spegillinn

Play Episode Listen Later Aug 16, 2019 30:00


Menntamálaráðherra stefnir að því að Ríkisútvarpið hætti á auglýsingamarkaði. Hún vill að stuðningur verði svipaður og annars staðar á Norðurlöndum þar sem ríkismiðlar eru ekki með auglýsingar. Engin ákvæði eru í þriðja orkupakkanum um lagðar verði skyldur á Ísland að leggja sæstreng. Þetta kom fram á fundi utanríkismálanefndar í dag. Dómari, sem leggst gegn innleiðingu orkupakkans, segir þetta rétt. Málið snúist hins vegar um að íslensk stjórnvöld skuldbindi sig að vera ekki að þvælast fyrr mönnum sem vilja leggja sæstreng. Fyrsti skiptafundur þrotabús WOW air var haldinn í dag. Annar skiptastjóra á ekki von á því að hægt verði að greiða allar forgangskröfur. Gæsluvarðhald yfir tveimur útlendingum var í dag framlengt um fjórar vikur. Þeir reyndu að smygla tugum kílóa af amfetamíni og kókaíni hingað til lands. Það verður engin flugeldasýning á 25 ára afmælishátíð Danskra daga. Stykkishólmsbær vill vera leiðandi í umhverfismálum. Dómararnir Skúli Magnússon og Arnar Þór Jónsson tókust á um innihald og afleiðingar innleiðingar þriðja orkupakkans. Skúli segir að ekkert í gerðum pakkans kveði á um skyldur til að leggja sæstreng. Arnar Þór er sammála því en segir að með þriðja orkupakkanum skuldbindi íslenska ríkið sig að þvælast ekki fyrir mönnum sem vilja leggja sæstreng. Kristján Sigurjónsson talaði við Véstein Jóhannsson, varaformann Samtakanna 78 í tilefni Hinsegin daga.

magn kristj engin annar fyrsti arnar sigurj hinsegin augl samtakanna stykkish menntam
Menntavarp – Ingvi Hrannar
Lilja Alfreðsdóttir – Menntamál í forgangi

Menntavarp – Ingvi Hrannar

Play Episode Listen Later Mar 26, 2019


Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningamálaráðherra Fædd í Reykjavík 4. október 1973. Foreldrar: Alfreð Þorsteinsson (fæddur 15. febrúar 1944) fyrrverandi borgarfulltrúi og framkvæmdastjóri og Guðný Kristjánsdóttir (fædd 12. ágúst 1949) prentsmiður. 1979-1989 Fellaskóli í Reykjavík 1993: Stúdentspróf MR 93-94: Skiptinám í stjórnmálasögu Austur-Asíu við Ewha University, Seoul. 1998: BA-próf í stjórnmálafræði frá HÍ. 1998: Skiptinám í þjóðhagfræði […]

gu seoul reykjav kristj lilja alfre menntam
Samfélagið
Verknám, Hverfisskipulag, Elgir.

Samfélagið

Play Episode Listen Later Mar 15, 2019 55:00


Kolfinna Jóhannesdóttir frá Menntamálastofnun: Starfs- og verknám í framhaldsskólum. Ævar Harðarson verkefnisstjóri hverfisskipulags Reykjavíkurborgar: Nýtt hverfisskipulag. Vera Illugadóttir: Sáttmáli um elgi.

verkn reykjav vera illugad menntam
Spegillinn
Spegillinn 5. mars 2019

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 5, 2019 30:00


Fjórir hafa nú greinst með mislinga hér á landi. Um miðjan febrúar kom maður með mislinga hingað í flugi og þrír hafa greinst sem smituðust um borð, tvö börn og einn fullorðinn. Dagný Hulda Erlendsdóttir segir frá. Rætt við Ásgeir Haraldsson, yfirlækni á Barnaspítala Hringsins. Menntamálaráðherra ætlar að verja einum og hálfum milljarði króna í stórsókn í menntamálum. Talsmenn kennara segja að fókusinn sé nú kominn á réttan stað - á mannauðinn í menntakerfinu. Rætt við Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, Ragnar Þór Ingólfsson, formann Kennarasambands Íslands og Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur, forseta menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Alþingismönnum sýnist hverjum sitt um innflutning á hráu kjöti og tala ýmist ógn við lýðheilsu og búfé eða hræðsluáróður og lýðskrum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir segir frá umræðum um frumvarp landbúnaðaráðherra á Alþingi, brot úr ræðum Ásgerðar Gylfadóttur (B), Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur (D) og Þorsteins Víglundssonar (C). Lagt er til að skimun fyrir krabbameini verði færð frá Krabbameinsfélagi Íslands til heilsugæslunnar og gerð gjaldfrjáls samkvæmt tillögum sem landlæknir og heilbrigðisráðherra kynntu í dag. Enn fremur er lagt til að stofnuð verði sérstök stjórnstöð til að skipuleggja og semja um framkvæmd skimunar sem yrði þá tekin inn í opinbera heilbrigðisþjónustu. Höskuldur Kári Schram ræðir við Ölmu Möller, landlækni. Ávinningurinn er svo mikill, að það að vera verkstjóri allan sólarhringinn er bara peanuts miðað við það. Þetta segir Brandur Bjarnason Karlsson sem nýlega fékk notendastýrða persónulega aðstoð. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við hann um lífið með NPA, verkstjórahlutverkið og mörkin í samskiptum við aðstoðarfólk og við kærustu hans, Ölmu Ösp Árnadóttur. Danske Bank varð uppvís að peningaþvætti í útibúi í Eistlandi. Nordea bankinn virðist einnig hafa þvættað fé um árabil, meðal annars í útibúi við Vesturport í miðborg Kaupmannahafnar. SIgrún Davíðsdóttir segir frá.

Samfélagið
Hamingja. Læsi. Skógrækt

Samfélagið

Play Episode Listen Later Feb 21, 2019 55:00


Dóra Guðrún Guðmundsdóttir landlæknisembættinu og Ingibjörg Loftsdóttir VIRK starfsendurhæfingu: Hamingja og vellíðan á vinnustað. Rannsóknir og ráðleggingar. Guðbjörg R Þórisdóttir Menntamálastofnun: Staðan í læsisverkefni Menntamálastofnunnar og útkoma lesfimiprófa. Stefán Gíslason: Umhverfisspjall um skógrækt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Spegillinn
Spegillinn 18. febrúar 2019

Spegillinn

Play Episode Listen Later Feb 18, 2019 30:00


Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Davíð Berndsen Fjögurra milljóna króna mánaðarlaun eru ekki hófleg og ekki í neinum veruleika sem við þekkjum. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um laun bankastjóra á Alþingi í dag. Kúabændur kusu með yfirgnæfandi meirihluta að viðhalda kvótakerfinu í stað þess að gefa mjólkuframleiðslu frjálsa. Atkvæðagreiðslan, sem er hluti af endurskoðun búvörusamnings, hefur staðið í viku og lauk á hádegi í dag. Aðeins um 10% þeirra sem greiddu atkvæði vilja afnema framleiðslustýringu. Þetta þýðir að breyta þarf hluta búvörusamnings. Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, fagnar þessari niðurstöðu. Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dyflinni á Írlandi fyrir rúmri viku dreifir myndum af Jóni ytra og biður fólk um að gefa sig fram hafi það orðið vart við ferðir hans. Lögreglan á Írlandi rannsakar málið enn og safnar upplýsingum frá almenningi. Írska lögreglan segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að rannsóknin á hvarfi Jóns sé enn í gangi. Lítill hluti mála sem falla undir stafrænt kynferðisofbeldi kemur til kasta lögreglu og ákæruvalds þrátt fyrir fjölda slíkra brota, segir varahéraðssaksóknari. Þau mál sem þangað rati séu einungis toppurinn á ísjakanum. VR hótar því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku banka. Ástæðan er sú að Almenna leigufélagið, krefur leigjendur sína um tugþúsundum hærri leigu gegn þeim afarkostum að verða annars hent á götuna. Kvika samdi nýlega um kaup á GAMMA sem stýrir fasteignasjóði sem á Almenna leigufélagið. Tzipi Livni, fyrrverandi utanríkis- og dómsmálaráðherra Ísraels, tilkynnti óvænt í dag að hún væri hætt í stjórnmálum. Hatuna flokkur hennar verður heldur ekki í framboði í þingkosningum í apríl. Byggingaiðnaður og landbúnaður bera ábyrgð á nær helmingi allrar losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Þetta segir Bill Gates, stofnandi Microsoft-tölvurisans. Lengri Umfjöllun: Sjö þingmenn Verkamannaflokksins hafa sagt sig úr flokknum. Ástæðan er óánægja með leiðtogann Jeremy Corbyn og harða vinstristefnu hans, í viðbót við tvískinning hans varðandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Klofningsflokkar í Bretlandi hafa hingað til ekki átt langa lífdaga svo ef að líkum lætur gæti þingmönnunum reynst erfitt að láta til sín taka. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Friðun eða ekki friðun Víkurkirkjugarðs eða Fógetagarðsins, þar liggur efinn. Menntamálaráðherra hefur enn ekki tilkynnt úrskurð sinn, en fjallað verður um málið í Speglinum. Til stóð að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ú

Morgunútvarpið
Jól í skókassa, skólamál, borgarar á þingi, fjármagnstekjur og málfar

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Oct 25, 2018 120:00


Margir kannast við verkefnið Jól í skókassa sem KFUM og KFUK standa fyrir hér á landi. Verkefnið felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir og Gríma Katrín Ólafsdóttir þekkja vel til þessa máls og hafa m.a. fylgt gjöfum héðan af landi til Úkraníu og þær sögðu okkur nánar frá. Ársfundur Menntamálastofnunar fór fram í vikunni þar sem stefna stofnunarinnar var kynnt og fundarmenn ræddu skólamál undir yfirskriftinni "Eiga skólar að ráða sér sjálfir?"Rætt var um kosti og galla frelsis í skólastarfi, sem er töluvert mikið hér á landi, bæði á grunn- og framhaldsskólastigi. Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar kom til okkar og ræddi þessi mál. Björn Leví Gunnarssson, þingflokksformaður Pírata, var á línunni hjá okkur en Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að á hverjum mánuði skuli allt að tíu almennum borgurum heimilað að ávarpa þingfund um málefni líðandi stundar. Hvert ávarp megi ekki standa lengur en tvær mínútur og skulu borgararnir valdir af handahófi úr kjörskrá. Það hefur þó nokkuð verið rætt um fjármagnstekjuskatt að undanförnu. Fyrir liggur að margt efnafólk greiðir engan tekjuskatt, heldur bara fjármagnstekjuskatt sem er 22 prósent. Við spyrjum í dag hvort þetta sé sanngjarnt gagnvart launafólki sem alltaf borgar hefðbundinn tekjuskatt sem er mun hærri. Konráð Guðjónsson, hagrfræðingur viðskiptaráðs, og Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi forseti ASÍ fóru yfir þetta með okkur. Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur mætti í sitt vikulega spjall um íslenskt mál og ræddi m.a. veturnætur og fór yfir spurningar hlustenda. Tónlist: Mammút - The moon will never turn on me. Richard Hawley - Roll river roll. Pláhnetan - Funheitur. Maggie Rogers - Light on. Júníus Meyvant - High alert. Lenny Kravitz - Low. Jón Jónsson - Gefðu allt sem þú átt. Baggalútur - Grenja. Mumford and sons - Guiding light.

Samfélagið
Merkingar árfarvega, menntun, snjallsímabindindi og skordýraát

Samfélagið

Play Episode Listen Later Sep 3, 2018 55:00


Einar Pálsson, forstöðumaður þjónustusviðs Vegagerðarinnar: merkingar árfarvega á vegum landsins Ragnheiður Bóasdóttir, sérfræðingur í Menntamálaráðuneytinu: Menntun og fyrirhuguð fundaröð um menntun fyrir alla Þóra Hrund Guðbrandsdóttir: Þóra ætlar að venja sig af snjallsímanum og fara í samfélagsmiðlabann næstu þrjátíu dagana. Rætt var við hana um átakið ástæður þess og áskoranir. Edda Olgudóttir: áhrif skordýraáts á meltingarkerfið

menntam vegager menntun
Spegillinn
Spegillinn 17. ágúst 2018. Menntastefna til 2030, leiðarar ritstjóra v

Spegillinn

Play Episode Listen Later Aug 17, 2018 30:00


Fréttir. Lengri umfjallanir: Í menntastefnu sem nú er unnið að, og á að gilda til ársins 2030, á að taka mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni. Menntamálaráðherra vill auka íslenskukennslu og setja metnaðarfyllri markmið en nú. Spegillinn ræddi við Lilju Alferðsdóttur, mennta- og menningamálaráðherra um nýju stefnuna og spurði hvort það mætti búast við miklum breytingum. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Í gær birtust leiðarar í um þrjú hundruð miðlum vestanhafs þar sem menn lýstu því yfir að þeir birtu ekki falsfréttir, og væru ekki óvinir fólksins. Þetta er gert í nafni frjálsrar fjölmiðlunar og til að bregðast við árásum á fréttamiðla og fullyrðingum um að fjölmiðlar afvegaleiði almenning, fullyrðingum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ekki verið spar á. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman. Misjafnt aðgengi íbúa landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins að þjónustu sérfræðilækna stenst ekki lög. Þetta segir Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Austurlands. Brýnt sé að efla heilbrigðisþjónustu á Austurlandi og einn liður í því sé að breyta verkaskiptingu milli heilbrigðisstarfsmanna. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman. Umsjón: Ragnhildur Thorlacius

arar umsj heilbrig austurlandi sameinu anna krist heimisson austurlands menntam lilju alfre lengri donald trump bandar
Morgunútvarpið
Leigubílar, sjálfstæðir skólar, netníð, Trump og Hinsegin dagar

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jul 19, 2018 130:00


Til stendur að breyta lögum um leigubílaakstur þar sem fjöldatakmarkanir verði afnumdar á útgefnum atvinnuleyfum til leigubifreiðaaksturs og fallið verði frá lögbundinni stöðvarskyldu. Jafnframt er leigubílakostnaður næstmestur hér þegar borið er saman við önnur lönd. Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, kom til okkar. Með nýrri reglugerð um sjálfstætt starfandi skóla þurfa skólarnir ekki lengur viðurkenningu frá ráðherra eða Menntamálastofnun heldur geta skólar og sveitarfélög nú gert þjónustusamning sín á milli sem ráðuneytið þarf síðan að samþykkja. Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla, kom til okkar og fór yfir það hvað breytingin þýðir og hvort aukinn áhugi sé á starfsemi sjálfstætt starfandi skóla hér á landi. Franskir ferðamenn urðu uppvísir að því að fremja náttúruspjöll við Kerlingarfjöll þegar þeir óku út af merktum vegaslóða. Gríðarleg viðbrögð voru í samfélaginu við verknaðinum og sögðu ferðamennirnir í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér að þeir hefðu persónulega orðið fyrir aðkasti frá fólki hér á landi eftir atvikið og að fyrirtækið sem þeir skiptu við hafi mátt þola svívirðingar á netinu. Við ræddum við Andrés Jónsson almannatengil um opinbera smánun, eða public shaming, sem er hugtak sem notað hefur verið um það þegar fólk verður fyrir aðkasti vegna orða eða gjörða sem jafnvel hafa verið slitin úr samhengi. Ekkert lát er á gagnýni á Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir ummæli hans eftir fund hans með Pútín Rússlandsforseta um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Hann hefur reynt að klóra í bakkann með því að segjast hafa mismælt sig en í nótt þurfti enn og aftur að leiðrétta ummæli sem hann lét falla á blaðamannafundi varðandi þetta sama mál. Trump Bandaríkjaforseti svaraði neitandi þegar blaðamaður spurði hann hvort að Rússar væri enn að reyna að hafa afskipti af bandarískum kosningum í dag en þar með var forsetinn í mótsögn við sig og ummæli sín frá deginum áður. Birna Anna Björnsdóttir er búsett í New York og fylgist vel með bandarískum stjórnmálum. Hún kom til okkar. Hinsegin dagar fara fram í ágúst og af því tilefni hefur verið gefið út lag Hinsegin daga 2018 sem heitir Loksins. Höfundur lags og texta er Helga Margrét Marzellíusardóttir en lagið er í flutningi Andreu Gylfadóttur og Hinsegin kórsins. Helga Margrét kemur til okkar ásamt Gunnlaugi Braga Björnssyni, formanni Hinsegin daga, og þau sögðu okkur frá laginu og hátíðarhöldunum framundan. Tónlist: Fleetwood Mac - Sara. Ed Sheeran - Tenerife sea. Mannakorn - Elska þig. John Maye

new york donald trump hann dagar bandar ekkert sara d loksins hinsegin samtaka jafnframt menntam trump og donald trump bandar trump bandar
Samfélagið
Sumarlestur, endurnýtt við framkvæmdir og umhverfismál.

Samfélagið

Play Episode Listen Later Jun 21, 2018 65:00


Heiðrún Scheving Ingvarsdóttir læsisráðgjafi Menntamálastofnun og Margrét Sigurgeirsdóttir forst.maður Bókasafns Garðabæjar: Sumarlestur, er verkefni á vegum MMS og bókasafnanna til að hvetja börn til að lesa yfir sumarið því sýnt hefur verið fram á að lestrarfærni hrakar mjög hjá yngri hóum ef ekkert er lesið. Guðmndur Tryggvi Ólafsson Sorpu: Um endurnýtingu gamalla hluta og byggingarefna og nytjamarkað fyrir það. Stefán Gíslason: Umhverfispistill

gu hei stef gar mms margr tryggvi framkv sigurgeirsd menntam
Morgunútvarpið
HM, Blesugróf, íslenskan, skólamál heyrnarlausra og íþróttir

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jun 11, 2018 130:00


Við heyrðum í Eddu Sif Pálsdóttur íþróttfréttamanni RÚV sem er stödd í Rússlandi til að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu. Mikael Torfason kom til okkar en hann hefur skrifað ör leikrit um Blesugróf í Reykjavík sem var byggt upp af efnalitlu fólk sem flutti til borgarinnar í lok seinna stríðs. Hverfið var lengi utan borgarskipupulags og enn eimir eftir af upprunanum. Mikael sagði okkur frá þessu merkilega hverfi. Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur hefur margoft gangrýnt Menntamálastofnun fyrir próf sem þaðan koma, samræmd próf, inntökupróf í Háskóla Íslands og PISA-prófið. Hann átti fund með fulltrúum stofnunarinnar í síðustu viku þar sem hann benti á að það sé lífsspursmál fyrir íslenskuna að skapa jákvætt viðhorf til hennar meðal barna og unglinga. Eiríkur kom til okkar. Ekki tekst að finna kennara fyrir tvo heyrnarlausa drengi í Reykjanesbæ og þeir fá ekki inni í sérstakri deild fyrir heyrnarlausa í Hlíðarskóla í Reykjavík því þeir eru of gamlir. Björg Hafsteinsdóttir, móðir annars þeirra, hefur stungið upp á því við menntamálaráðuneytið að stofnaður verði lítill sérskóli við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra. Við heyrðum í Björgu. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður hjá RÚV kom til okkar og fór yfir íþróttaviðburði helgarinnar með okkur. Tónlist: Bob Seger and the Silver Bullet Band - Against the wind. Tina Dico - Drifting. Green Day - Time of your life. Stjórnin - Þegar sólin skín. Blondie - The tide is high. Brunaliðið - Ég er á leiðinni. Lenny Kravitz - Low. John Mayer - New light. Primal Scream - Movin' on up.

Morgunútvarpið
Morgunútvarpið 21.febrúar

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Feb 21, 2018 190:00


Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að samgönguráðherra verði falið að afnema hámarksfjölda atvinnuleyfa til leigubílaaksturs, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna íslenskan leigubílamarkað fyrir aukinni samkeppni. Leigbílaleyfum hefur fjölgað um tvö frá árinu 2003 þrátt fyrir mikla fjölgun íbúa og ferðamanna en þegar er í skoðun hjá ráðuneytinu að fjölga leyfum um hundrað. Við heyrum Ástgeiri Þorsteinssyni, formanni félags leigubílstjóra. Spáð er talsverðu óveðri á vesturhelmingi landsins frá klukkan sjö og er appelsínugul viðvörun á suð-vesturhorninu, norðurlandi vestra og hluta Vestfjarða. Fjölda vega hefur þegar verið lokað og er búist við að vegir á vestanverðu landinu verði að mestu ófærir eða lokaðir. Við heyrum í veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Börn af erlendum uppruna eiga erfiðara með að fóta sig í íslenska skólakerfinu en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Þetta kemur fram í skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar. Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi alþingismaður, gagnrýndi í Morgunútvarpinu í gær að tvítyngdum börnum á íslandi sé kennt á sama hátt og þeim börnum sem hafa íslensku að móðurmáli. Hulda Karen Daníelsdóttir, sérfræðingur hjá Menntamálastofnun kemur til okkar og segir frá stöðu tvítyngdra barna samkvæmt nýrri greiningu stofnunarinnar en þau eru tífalt fleiri nú en fyrir tveimur áratugum. Hún kemur til okkar. Freydís Jóna Freysteinsdóttir, dósent við félagsráðgjafadeild HÍ, ætlar að ræða við okkur um kvennmorð á íslandi. Á síðustu 30 árum hefur kona verið myrt um það bil annað hvert ár og oftast eru tengsl á milli fórnarlambs og geranda. Freydís fer yfir þetta á ráðstefnu um löggæslu og samfélagið sem haldin er í dag í Háskólanum á Akureyri og við ræðum við hana í þættinum. Ísfirðingurinn Rögnvaldur Þór Óskarsson hefur óskað eftir aðstoð bæjarbúa við að finna nafn á krumma nokkurn sem vakið hefur athygli á Ísafirði og gert sig heimakominn á ákveðnu svæði. Þetta er ekki fyrsti krumminn sem getið hefur sér frægðar á Ísafirði, fyrirrennarar hans voru krumminn Gagarín, sem Jón á slökkvistöðinin átti á sjöundaáratugnum og krumminn Elías, sem síðar reyndist kvenkyns. Við hringjum í Rögnvald. Anna Filbert, í Björgunarsveitinni Kili, stendur vaktina á Kjalarnesinu í ofsaveðri sem nú gengur yfir. Hún segir orðið hættulegt að vera úti því vindhviður hafi náði 50 m/sek. Kolbrún Þorsteinsdóttir er farþegi í vél á leið til Munchen. Hún er föst í vélinni á flugbrautinni vegna veðurs en verið er að reyna að koma farþe

Samfélagið
Líkn og lífslok á landsbyggðinni, áskoranir í menntamálum og vísindi.

Samfélagið

Play Episode Listen Later Feb 12, 2018 65:00


Elísabet Hjörleifsdóttir: Líknar og lífslokameðferðir á landsbyggðinni. Skafti Halldórsson, kennari: áskoranir í menntamálum Edda Olgudóttir: Vísindaspjall.

Morgunútvarpið
Morgunútvarpið 4. janúar.

Morgunútvarpið

Play Episode Listen Later Jan 4, 2018 190:00


7.15 - Nokkrar umræður hafa verið um veiðigjöld undanfarna daga eftir að fréttir bárust af því að ný ríkisstjórn ætlaði sér að lækka veiðigjöld á lítil og meðalstór sjávarútvegsfyrirtæki. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði hér í Morgunútvarpinu á þriðjudaginn að ekkert væri enn ákveðið í þeim efnum og vísaði í stjórnmálasáttmálann þar sem segir að afkomutengja eigi veiðigjöld og sagði að ekki væri útilokað að endurskoðun veiðigjalda yrði til þess að þau yrðu hækkuð á stærri fyrirtæki. Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði, er formaður vinnuhóps um auðlindageirann í verkefnastjórn Samráðsvettvangs um aukna hagsæld sem skilaði tillögum árið 2013. Hann ræðir við okkur um þær leiðir sem lagðar voru til varðandi endurskoðun veiðigjalda. 7.30 - Það verður áhugaverð ráðstefna í Háskólanum í Reykjavík á morgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs háskólans um kynferðisofbeldi. Þar heldur Jón H B Snorrason aðstoðarlögreglustjóri meðal annars erindi með ber yfirskriftina: Pressar lögreglan um of á þolendur að kæra? Áhugaverð spurning og kannski vangavelta sem maður heyrir ekki oft þegar kemur að gagnrýni á lögregluna við meðferð kynferðisbrotamála. Hingað til hefur háværasta gagnrýnin verið á þá leið að lögregla geri ekki nóg til að ná fram réttlæti í þessum málum. Jón HB Snorrason og Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík ætla að segja okkur betur frá ráðstefnunni og aðstoðarlögreglustjórinn kemur til með að útskýra betur hvaðan þessi spurning sprettur, þ.e. hvort lögreglan pressi um of á þolendur kynferðisofbeldis að kæra brotin. 7.45 - Foreldar þurfa óhjákvæmilega öðru hvoru að taka frí frá vinnu vegna veikinda barna, það þekkja allir. Nú er að hefjast rannsókn á því hver þjóðhagslegur kostnaður er af því að foreldrar geti ekki sinnt vinnu eða námi. Þessi rannsókn er einsdæmi á heimsvísu en henni stýrir Valtýr Stefánsson Thors, sérfræðingur í barnalækningum og barnasmitsjúkdómum og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Hann kemur til okkar. 8.05 - Í vikunni greindi Fréttablaðið frá því að menntamál í fangelsinu á Hólmsheiði væru í algjörum ólestri. Fjölbrautarskóli suðurlands hætti að veita þjónustuna í haust til að þrýsta á um aukið fjármagn til vinnunnar en samningar sem átti að ná við Menntamálaráðuneytið voru ekki kláraðir fyrir áramót. Skólastjóri FSu segir kennara skólans tilbúna að hefja námið að nýju um leið og fjármagn fæst til þess. Fangelsið á Hólmsheiði er meðal annars eina kvennafangelsi landsins og því enga menntun að hafa fyrir konur sem þar afplána. Lilja Alfreðsdótt

fsu stef krist fj hann reykjav valt katr thors samr jakobsd hinga svala pressar nokkrar lilja alfre menntam
Siðfræðistofnun
Jón Torfi Jónasson - Hverju er brýnast að breyta í menntamálum og hverjir ættu að gera það?

Siðfræðistofnun

Play Episode Listen Later May 2, 2017 18:38


Fyrirlestur sem Jón Torfi Jónasson flutti á "Pálsvöku" 25. apríl 2017 í Hannesarholti