Podcasts about yfirl

  • 18PODCASTS
  • 93EPISODES
  • 39mAVG DURATION
  • ?INFREQUENT EPISODES
  • Mar 6, 2025LATEST

POPULARITY

20172018201920202021202220232024


Best podcasts about yfirl

Latest podcast episodes about yfirl

Spegillinn
Kópavogur vill hagræða en önnur sveitarfélög bíða og hvað er málið með Grænland?

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 6, 2025 20:00


Í þættinum verður fjallað um kosningar á Grænlandi, sem sjaldan hafa vakið jafnmikla athygli út fyrir landsteinana og nú, vegna fjölmargra frétta sem borist hafa um allan heim, um viðvarandi ásælni Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, í landið og auðlindir þess. Yfirlýsingar forsetans hafa hleypt illu blóði í ráðamenn á Grænlandi, í Danmörku og víðar á Vesturlöndum, en líka nýjum og auknum krafti í sjálfstæðisbaráttu Grænlands, þar sem stjórnvöld leggja áherslu á að Grænlendingar ráði sér sjálfir og landið sé ekki til sölu. En fyrst eru það nýsamþykktir kjarasamningar kennara og áhrif þeirra á fjárhag sveitarfélaganna Það er ljóst að kjarasamningarnir hafa veruleg áhrif á fjárhag þeirra, sum vilja bíða eftir einhvers konar útspili frá ríkinu en bæjarstjórinn í Kópavogi ætlar strax að taka í gikkinn og hagræða fyrir 470 milljónir í rekstri bæjarins á þessu ári.

Spegillinn
Réttindagæsla fatlaðra um mál Yazans Tamimi og læsisþjálfun

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 17, 2024 20:00


Áfram ríkir talsverð óvissa um hver örlög hins ellefu ára gamla Yazans Tamimi frá Palestínu verða. Til stóð að fljúga með hann og foreldra hans til Spánar í gærmorgun en brottflutningi þeirra var frestað eftir að dómsmálaráðherra barst beiðni þar um frá félagsmálaráðherra. Málið var síðan rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun þar sem ráðherrarnir gáfu óljós svör um næstu skref. Á laugardag færist ábyrgð á máli Yazans alfarið yfir á Ísland og ekki verður lengur hægt að senda hann til Spánar. Yfirlögfræðingur réttindagæslu fatlaðs fólks gagnrýnir verklag lögreglu þegar átti að flytja Yazan úr landi. Læsi er það stór þáttur í lífi hvers einstaklings að nái börn ekki tökum á lestri getur það haft áhrif á allt þeirra líf. Sérfræðingar hjá Miðstöð skólaþróunar í Háskólanum á Akureyri segja því nauðsynlegt að viðhalda læsisþjálfun í eldri árgöngum grunnskóla og jafnvel lengur. Þá sé fjölgun nemenda með annað tungumál en íslensku mikil áskorun og dæmi um grunnskóla þar sem allt að helmingur nemenda eru tvítyngdir.

Þjóðmál
#225 – Yfirlæti stjórnmálstéttarinnar afþakkað – Er hægrisveifla í Evrópu?

Þjóðmál

Play Episode Listen Later Jun 11, 2024 69:57


Andrés Magnússon og Stefán Gunnar Sveinsson frá Morgunblaðinu fara yfir stöðuna í Evrópu í kjölfar kosninga til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina, yfirvofandi kosningar í Bretlandi og í Frakklandi þar sem mikil kergja ríkir – þó af ólíkum ástæðum. Þá er farið yfir þau hugtök sem notuð eru um ólíka stjórnmálaflokka og stjórnmálastefnur, hvort að stjórnmálamenn og eftir tilvikum embættismenn hafa hunsað áhyggjur almennings á liðnum árum og hvaða afleiðingar það hefur, auk þess sem rætt er um hvaða áhrif þetta hefur hér heima fyrir. Loks er rætt um gíslabjörgun Ísraelshers um helgina, sem meðal annars bjargaði gísl sem var í haldi hjá fjölmiðlamanni.

Steve Dagskrá
"Peningar eru afl þeirra hluta sem gera skal", Kallalegt yfirlæti í Víkinni og City er Village.

Steve Dagskrá

Play Episode Listen Later Dec 19, 2023 62:13


Fotbolti.net
Enski boltinn - Kaos, hatur og fáránleg yfirlýsing

Fotbolti.net

Play Episode Listen Later Nov 7, 2023


Tveir af áhugaverðari leikjum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni til þessa fóru fram í elleftu umferðinni sem var leikin núna um helgina. Tottenham tapaði 1-4 gegn Chelsea í mögnuðum fótboltaleik í gærkvöldi og þá vann Newcastle 1-0 sigur gegn Arsenal. Síðarnefnda liðið sendi frá sér yfirlýsingu eftir leik út af ósætti með dómgæsluna. Er Mikel Arteta mesti vælukjói enska boltans? Gummi og Steinke fara yfir þessa umferð en á línunni er sjálf litla flugvélin, Ingimar Helgi Finnsson.

Heimsendir
#86 Heilun í Japan með Guðna Guðnasyni

Heimsendir

Play Episode Listen Later Jun 27, 2023 50:28


Guðni Guðnason er íslendingur búsettur í Japan. Hann rekur skólann The Modern Mistery School sem býður upp á alls konar námskeið í andlegri og líkamlegri iðkun, hugleiðslu og heilun. Yfirlýst markmið skólans er heimsfriður og í þessum þætti ræðum við Guðni markmiðið, vegferð hans til dagsins í dag, vandamál Japans og heimsins, menningarmun og mögulegar lausnir. Kæri hlustandi, þessi þáttur er í opinni dagskrá en ég minni á Patreon appið! Þar geturðu fengið fullan aðgang að öllu efni Heimsendis fyrir litla $5 á mánuði.

Heimsglugginn
Góðkunningjar Heimsgluggans

Heimsglugginn

Play Episode Listen Later Jun 15, 2023


Óðinn Jónsson nefndi þá "góðkunningja Heimsgluggans", Donald Trump, Boris Johnson og Silvio Berlusconi sem allir hafa verið í fréttum í vikunni. Þeir voru til umræðu í Heimsglugga dagsins er Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir ræddu við Boga Ágústsson um erlend málefni. Trump hefur verið ákærður fyrir brot á lögum um njósnir og meðferð trúnaðargagna. Ákæran er í 37 liðum. Hann er sakaður um að hafa tekið hundruð trúnaðargagna með sér úr Hvíta húsinu og geymt á heimili sínu í Mar-a-Lago í Flórída. William Barr, sem var dómsmálaráðherra í stjórn Trumps, telur ekki leika vafa á sekt Trumps. Bogi telur samt ólíklegt að hann verði sakfelldur. Bresk þingnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi blekkt breska þingið vísvitandi þegar hann neitaði því að reglur um samkomutakmarkanir hefðu verið brotnar í veisluhöldum í Downing-stræti. Skýrslan hafði ekki verið birt þegar Vera, Þórunn og Bogi ræddu málið. Johnson sagði af sér þingmennsku eftir að hann fékk að sjá skýrsluna. Yfirlýsingar hans þá voru mikill reiðilestur og hann sakaði þingnefndina um óheiðarleika og kallaði hana ,,kangaroo court". Vandræði SNP, Skoska þjóðarflokksins, voru einnig til umræðu. Nicola Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra, var handtekin og yfirheyrð vegna rannsóknar á fjármálum flokksins. Að lokum var Silvio Berlusconi til umræðu. Hann var borinn til grafar í Mílanó í gær. Við heyrðum Meno male che Silvio c'è, lofsöng frá 2010 um Berlusconi sem var kosningastef hans í þingkosningunum. Í textanum segir meðal annars: "Lifi Ítalía sem hefur kosið að trúa á þennan draum, forseti við stöndum með þér, guði sé lof fyrir Silvio".

Heimsglugginn
Góðkunningjar Heimsgluggans

Heimsglugginn

Play Episode Listen Later Jun 15, 2023 24:39


Óðinn Jónsson nefndi þá "góðkunningja Heimsgluggans", Donald Trump, Boris Johnson og Silvio Berlusconi sem allir hafa verið í fréttum í vikunni. Þeir voru til umræðu í Heimsglugga dagsins er Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir ræddu við Boga Ágústsson um erlend málefni. Trump hefur verið ákærður fyrir brot á lögum um njósnir og meðferð trúnaðargagna. Ákæran er í 37 liðum. Hann er sakaður um að hafa tekið hundruð trúnaðargagna með sér úr Hvíta húsinu og geymt á heimili sínu í Mar-a-Lago í Flórída. William Barr, sem var dómsmálaráðherra í stjórn Trumps, telur ekki leika vafa á sekt Trumps. Bogi telur samt ólíklegt að hann verði sakfelldur. Bresk þingnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi blekkt breska þingið vísvitandi þegar hann neitaði því að reglur um samkomutakmarkanir hefðu verið brotnar í veisluhöldum í Downing-stræti. Skýrslan hafði ekki verið birt þegar Vera, Þórunn og Bogi ræddu málið. Johnson sagði af sér þingmennsku eftir að hann fékk að sjá skýrsluna. Yfirlýsingar hans þá voru mikill reiðilestur og hann sakaði þingnefndina um óheiðarleika og kallaði hana ,,kangaroo court". Vandræði SNP, Skoska þjóðarflokksins, voru einnig til umræðu. Nicola Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra, var handtekin og yfirheyrð vegna rannsóknar á fjármálum flokksins. Að lokum var Silvio Berlusconi til umræðu. Hann var borinn til grafar í Mílanó í gær. Við heyrðum Meno male che Silvio c'è, lofsöng frá 2010 um Berlusconi sem var kosningastef hans í þingkosningunum. Í textanum segir meðal annars: "Lifi Ítalía sem hefur kosið að trúa á þennan draum, forseti við stöndum með þér, guði sé lof fyrir Silvio".

Fotbolti.net
Innkastið - Yfirlýsingagleði og vonbrigði norðan heiða

Fotbolti.net

Play Episode Listen Later May 23, 2023


Elvar Geir, Tómas Þór og Benedikt Bóas í Innkastinu eftir 8. umferð Bestu deildarinnar. Lengjudeildin er einnig skoðuð en þar er dómgæslan áberandi í umræðunni. Víkingar áfram með fullt hús, menn ráða ekki við Gísla Eyjólfs, Valsmönnum tókst ekki að skora gegn Keflavík, yfirlýsingagleðin mikla í Hafnarfirðinum, laskað lið FH vann mikilvægan sigur og fleira.

Spegillinn
Yfirlögregluþjónn til rannsóknar, eldur í Garðabæ, byggðalínan

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 24, 2023 8:15


Spegillinn föstudaginn 24. Mars 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar ásakanir á hendur yfirlögregluþjóni hjá embættinu um kynferðislega áreitni. Maðurinn hefur lengi starfað sem lögreglumaður, meðal annars í kynferðisbrotadeild. Litlar upplýsingar fengust um málið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en heimildir fréttastofu herma að kvartanir hafi borist eftir viðburð hjá starfsfólki lögreglunnar. Margrét Kristín Pálsdóttir, staðgengill Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra, segir í skriflegu svari til fréttastofu að embættið tjái sig ekki um málefni einstaka starfsmanna. Hins vegar sé málum af þessu tagi alltaf tekið alvarlega. Sunna Karen Sigurþórsdóttir sagði frá. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að nýbyggingu við Ásabraut í Garðabæ á fimmta tímanum í dag. Nokkrir iðnaðarmenn voru að störfum inni í byggingunni þegar eldur kom upp en þeir komust alllir út af sjálfsdáðum - og ómeiddir. Gaskútar voru á þaki hússins og vitað er til þess að að minnsta kosti tveir hafi sprungið. Guðmundur Guðjónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, var með fyrstu mönnum á vettvang. Hann segir að mikil hætta hafi verið á ferðum en slökkvistarf er nú á lokametrunum. Þórir Ingi Þorsteinsson býr í grennd við húsið og náði myndbandi af því þegar einn af gaskútunum sprakk. Þórdís Arnljótsdóttir ræddi við hann og Guðmund varðstjóra. Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri hefur boðað hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, bæði landeigendur, lögreglu, almannavarnir og fleiri, til samráðs í næstu viku til að ræða öryggismál í kjölfar banaslyss við Glym í Hvalfirði í vikunni. Arnar Björnsson ræddi við hann. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, telur að um fimm milljarðar króna hafi tapast í þjóðhagslegu samhengi eftir skerðingu á raforku síðasta vetur vegna takmarkana á byggðalínu. Uppbyggingaráform séu þar af leiðandi gríðarlega mikilvæg. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við hann. Aldrei hafa fleiri bækur orðið fyrir barðinu á ritskoðunartilburðum í Bandaríkjunum. Athyglin beinist einkum að barnabókum -- þar sem vegast á tjáningarfrelsi og ásakanir um pólitíska innrætingu.Alexander Kristjánsson tók saman. Fresta hefur orðið fyrstu opinberu heimsókn Karls Bretakonungs og Kamillu drottningar til útlanda, það er Frakklands, um óákveðinn tíma. Slæmt ástand er í landinu vegna mótmælaaðgerða að undanförnu. Yfir milljón landsmanna andæfði því í gær að Frakklandsfo

Spegillinn
Yfirlögregluþjónn til rannsóknar, eldur í Garðabæ, byggðalínan

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 24, 2023


Spegillinn föstudaginn 24. Mars 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar ásakanir á hendur yfirlögregluþjóni hjá embættinu um kynferðislega áreitni. Maðurinn hefur lengi starfað sem lögreglumaður, meðal annars í kynferðisbrotadeild. Litlar upplýsingar fengust um málið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en heimildir fréttastofu herma að kvartanir hafi borist eftir viðburð hjá starfsfólki lögreglunnar. Margrét Kristín Pálsdóttir, staðgengill Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra, segir í skriflegu svari til fréttastofu að embættið tjái sig ekki um málefni einstaka starfsmanna. Hins vegar sé málum af þessu tagi alltaf tekið alvarlega. Sunna Karen Sigurþórsdóttir sagði frá. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að nýbyggingu við Ásabraut í Garðabæ á fimmta tímanum í dag. Nokkrir iðnaðarmenn voru að störfum inni í byggingunni þegar eldur kom upp en þeir komust alllir út af sjálfsdáðum - og ómeiddir. Gaskútar voru á þaki hússins og vitað er til þess að að minnsta kosti tveir hafi sprungið. Guðmundur Guðjónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, var með fyrstu mönnum á vettvang. Hann segir að mikil hætta hafi verið á ferðum en slökkvistarf er nú á lokametrunum. Þórir Ingi Þorsteinsson býr í grennd við húsið og náði myndbandi af því þegar einn af gaskútunum sprakk. Þórdís Arnljótsdóttir ræddi við hann og Guðmund varðstjóra. Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri hefur boðað hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, bæði landeigendur, lögreglu, almannavarnir og fleiri, til samráðs í næstu viku til að ræða öryggismál í kjölfar banaslyss við Glym í Hvalfirði í vikunni. Arnar Björnsson ræddi við hann. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, telur að um fimm milljarðar króna hafi tapast í þjóðhagslegu samhengi eftir skerðingu á raforku síðasta vetur vegna takmarkana á byggðalínu. Uppbyggingaráform séu þar af leiðandi gríðarlega mikilvæg. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við hann. Aldrei hafa fleiri bækur orðið fyrir barðinu á ritskoðunartilburðum í Bandaríkjunum. Athyglin beinist einkum að barnabókum -- þar sem vegast á tjáningarfrelsi og ásakanir um pólitíska innrætingu.Alexander Kristjánsson tók saman. Fresta hefur orðið fyrstu opinberu heimsókn Karls Bretakonungs og Kamillu drottningar til útlanda, það er Frakklands, um óákveðinn tíma. Slæmt ástand er í landinu vegna mótmælaaðgerða að undanförnu. Yfir milljón landsmanna andæfði því í gær að Frakklandsfo

Spegillinn
Stýrivaxtahækkun, hnífaárás og stjórnmál í Danmörku

Spegillinn

Play Episode Listen Later Nov 23, 2022


Stýrivaxtahækkun Seðlabankans hefur sett kjaraviðræður í uppnám. Forseti Alþýðusambands Íslands segir hækkunina vonbrigði. Hún leggist þungt á fólk og geri kjaraviðræður enn erfiðari. Formaður VR segir allt stefna í að viðræðum verði slitið og gripið verði til aðgerða. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna skriðuhættu á Austfjörðum. Mikið hefur rignt þar að undanförnu. Lunginn af starfsfólki lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu hafði aðgang að myndskeiðum sem sýna hnífaárás á Bankastræti Club og fóru í dreifingu í gær. Yfirlögregluþjónn óttast að dreifingin rýri traust almennings til lögreglunnar. Tölvukerfi Evrópuþingsins liggur niðri eftir netárás. Rússneskir hakkarar hafa lýst yfir ábyrgð. Fleira flóttafólk hefur komið hingað til lands en spáð var. Verkefnisstjóri móttöku flóttafólks segir ganga vonum framar að útvega húsnæði fyrir fólkið. ----- Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti Alþýðusambands Íslands segir hækkun stýrivaxta í morgun mikil vonbrigði. Hækkunin leggist þyngst á þá sem síst megi við því. Hún geri kjaraviðræður erfiðari, en þar geti launafólk sótt rétt sinn. Margir eru uggandi eftir stórfellda hnífaárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur seinasta fimmtudag. Árásin hefur haft eftirmála þar sem sprengjum var til að mynda kastað að heimilum aðstandenda sakborninga í Reykjavík í nótt. Hnífaárásir hafa færst í aukana samkvæmt lögreglu sem hefur verið með aukinn viðbúnað eftir árásina og ætlar að gera það áfram um helgina. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hvetur landa sína til að vera á varðbergi í miðborg Reykjavíkur næstu helgi, forðast mannmergð og fylgjast vel með íslenskum fjölmiðlum áður en haldið er í bæinn. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sendiráðsins, sem jafnframt er birt á Facebook-síðu þess. Tilefni varnaðarorðanna er orðrómur um yfirvofandi hefndarárás í miðborg Reykjavíkur næstu helgi, sem svar við hnífaárás í Bankastræti í síðustu viku. Vísað er í fullyrðingar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að aukinn viðbúnaður verði í miðbænum vegna árásarinnar og að orðrómurinn sé til skoðunar. Eigendur skemmtistaða í Reykjavík segja það tilviljun að árásin hafi orðið á þessum stað, hún hefði getað orðið hvar og hvenær sem er. Þórir Jóhannsson eigandi skemmtistaðanna Sólon og Kiki queer bar segist hafa áhyggjur af að hnífaárásir séu orðnar hluti af daglegum veruleika í samfélaginu. Mette Frederiksen, starfandi forsætisráðherra í Danmörku og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, vonast til þess að geta myndað nýja ríkisstjórn á næstu vikum. Á fréttamannafundi sem hún

Spegillinn
Stýrivaxtahækkun, hnífaárás og stjórnmál í Danmörku

Spegillinn

Play Episode Listen Later Nov 23, 2022 30:00


Stýrivaxtahækkun Seðlabankans hefur sett kjaraviðræður í uppnám. Forseti Alþýðusambands Íslands segir hækkunina vonbrigði. Hún leggist þungt á fólk og geri kjaraviðræður enn erfiðari. Formaður VR segir allt stefna í að viðræðum verði slitið og gripið verði til aðgerða. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna skriðuhættu á Austfjörðum. Mikið hefur rignt þar að undanförnu. Lunginn af starfsfólki lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu hafði aðgang að myndskeiðum sem sýna hnífaárás á Bankastræti Club og fóru í dreifingu í gær. Yfirlögregluþjónn óttast að dreifingin rýri traust almennings til lögreglunnar. Tölvukerfi Evrópuþingsins liggur niðri eftir netárás. Rússneskir hakkarar hafa lýst yfir ábyrgð. Fleira flóttafólk hefur komið hingað til lands en spáð var. Verkefnisstjóri móttöku flóttafólks segir ganga vonum framar að útvega húsnæði fyrir fólkið. ----- Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti Alþýðusambands Íslands segir hækkun stýrivaxta í morgun mikil vonbrigði. Hækkunin leggist þyngst á þá sem síst megi við því. Hún geri kjaraviðræður erfiðari, en þar geti launafólk sótt rétt sinn. Margir eru uggandi eftir stórfellda hnífaárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur seinasta fimmtudag. Árásin hefur haft eftirmála þar sem sprengjum var til að mynda kastað að heimilum aðstandenda sakborninga í Reykjavík í nótt. Hnífaárásir hafa færst í aukana samkvæmt lögreglu sem hefur verið með aukinn viðbúnað eftir árásina og ætlar að gera það áfram um helgina. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hvetur landa sína til að vera á varðbergi í miðborg Reykjavíkur næstu helgi, forðast mannmergð og fylgjast vel með íslenskum fjölmiðlum áður en haldið er í bæinn. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sendiráðsins, sem jafnframt er birt á Facebook-síðu þess. Tilefni varnaðarorðanna er orðrómur um yfirvofandi hefndarárás í miðborg Reykjavíkur næstu helgi, sem svar við hnífaárás í Bankastræti í síðustu viku. Vísað er í fullyrðingar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að aukinn viðbúnaður verði í miðbænum vegna árásarinnar og að orðrómurinn sé til skoðunar. Eigendur skemmtistaða í Reykjavík segja það tilviljun að árásin hafi orðið á þessum stað, hún hefði getað orðið hvar og hvenær sem er. Þórir Jóhannsson eigandi skemmtistaðanna Sólon og Kiki queer bar segist hafa áhyggjur af að hnífaárásir séu orðnar hluti af daglegum veruleika í samfélaginu. Mette Frederiksen, starfandi forsætisráðherra í Danmörku og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, vonast til þess að geta myndað nýja ríkisstjórn á næstu vikum. Á fréttamannafundi sem hún

Spegillinn
Langlíft eldgos, húsleit hjá Trump og lyf á facebook

Spegillinn

Play Episode Listen Later Aug 9, 2022 30:00


Velkomin að speglinum. Umsjón hefur Hafdís Helga Helgadóttir. Vísindamenn segja að búast megi við því að eldgosið á Reykjanesskaga verði langlíft. Gervihnattamyndir sýna landbreytingar á skaganum en vísindaráð almannavarna telur það ekki vera vegna kviku. Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði í gær fyrirvaralausa húsleit í húsakynnum Trump, fyrrverandi forseta. Leitað var klukkustundum saman að leyniskjölum sem óvitað er hvort hafi fundist. Foreldrar verða sér út um ófáanleg lyf á samfélagsmiðlum. Yfirlæknir barnaspítalans segir mikla ábyrgð liggja á herðum þess sem útvegi barni lyf ólöglega, komi til alvarlegs atviks. Sérfræðingur ASÍ segir mikilvægt að styðja vel við barnafjölskyldur á tímum verðhækkana. Yfir hundrað prósent munur er milli sveitarfélaga þegar kemur að gjöldum fyrir skóladagvistun og mat. Rússlandsstjórn bregst illa við ákalli forseta Úkraínu um að Vesturlönd banni komur rússneskra ferðamanna. Talsmaður Rússlandsstjórnar segir kröfuna út í hött. Veðrið hefur leikið við íbúa á Austurlandi í dag. Von er á hlýrra lofti suðvestanlands, en því fylgja djúpar lægðir að sögn veðurfræðings.

Spegillinn
Langlíft eldgos, húsleit hjá Trump og lyf á facebook

Spegillinn

Play Episode Listen Later Aug 9, 2022


Velkomin að speglinum. Umsjón hefur Hafdís Helga Helgadóttir. Vísindamenn segja að búast megi við því að eldgosið á Reykjanesskaga verði langlíft. Gervihnattamyndir sýna landbreytingar á skaganum en vísindaráð almannavarna telur það ekki vera vegna kviku. Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði í gær fyrirvaralausa húsleit í húsakynnum Trump, fyrrverandi forseta. Leitað var klukkustundum saman að leyniskjölum sem óvitað er hvort hafi fundist. Foreldrar verða sér út um ófáanleg lyf á samfélagsmiðlum. Yfirlæknir barnaspítalans segir mikla ábyrgð liggja á herðum þess sem útvegi barni lyf ólöglega, komi til alvarlegs atviks. Sérfræðingur ASÍ segir mikilvægt að styðja vel við barnafjölskyldur á tímum verðhækkana. Yfir hundrað prósent munur er milli sveitarfélaga þegar kemur að gjöldum fyrir skóladagvistun og mat. Rússlandsstjórn bregst illa við ákalli forseta Úkraínu um að Vesturlönd banni komur rússneskra ferðamanna. Talsmaður Rússlandsstjórnar segir kröfuna út í hött. Veðrið hefur leikið við íbúa á Austurlandi í dag. Von er á hlýrra lofti suðvestanlands, en því fylgja djúpar lægðir að sögn veðurfræðings.

Spegillinn
Langlíft eldgos, húsleit hjá Trump og lyf á facebook

Spegillinn

Play Episode Listen Later Aug 9, 2022


Velkomin að speglinum. Umsjón hefur Hafdís Helga Helgadóttir. Vísindamenn segja að búast megi við því að eldgosið á Reykjanesskaga verði langlíft. Gervihnattamyndir sýna landbreytingar á skaganum en vísindaráð almannavarna telur það ekki vera vegna kviku. Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði í gær fyrirvaralausa húsleit í húsakynnum Trump, fyrrverandi forseta. Leitað var klukkustundum saman að leyniskjölum sem óvitað er hvort hafi fundist. Foreldrar verða sér út um ófáanleg lyf á samfélagsmiðlum. Yfirlæknir barnaspítalans segir mikla ábyrgð liggja á herðum þess sem útvegi barni lyf ólöglega, komi til alvarlegs atviks. Sérfræðingur ASÍ segir mikilvægt að styðja vel við barnafjölskyldur á tímum verðhækkana. Yfir hundrað prósent munur er milli sveitarfélaga þegar kemur að gjöldum fyrir skóladagvistun og mat. Rússlandsstjórn bregst illa við ákalli forseta Úkraínu um að Vesturlönd banni komur rússneskra ferðamanna. Talsmaður Rússlandsstjórnar segir kröfuna út í hött. Veðrið hefur leikið við íbúa á Austurlandi í dag. Von er á hlýrra lofti suðvestanlands, en því fylgja djúpar lægðir að sögn veðurfræðings.

Spegillinn
Spegillinn 23. júní

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jun 23, 2022 30:00


Maður sem varð fyrir skotárás í Hafnarfirði í gær, með sex ára syni sínum, fann hvernig glerbrotum rigndi skyndilega yfir hann. Þegar hann steig út úr bíl sínum sá hann byssumann á svölum fjölbýlishúss. Einn samningamanna lögreglu segir útkallið í gær hafa verið tvísýnt. Útköllum samningahóps ríkislögreglustjóra hefur fjölgað undanfarin tvö ár. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við Einar Sigurjónsson. Nýtt covid lyf getur fækkað sjúkrahúsinnlögnum um 85 prósent. Stefnt er á að lyfið verið aðgengilegt hér á landi í haust. Yfirlæknir á Landspítala segir að lyfið muni skipta sköpum í baráttunni gegn kórónuveirunni. Urður Örlygsdóttir talaði við Magnús Gottfreðsson. Alvotech varð í dag fyrsta fyrirtækið sem skráð er á markað samtímis á Íslandi og í Bandaríkjunum. Sveinn Ólafur Melsted ræddi við Róbert Wessman. ----------------------------- Lengri umfjöllun: Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að karlmaður á sjötugsaldri sem var handtekinn vegna skotárásarinnar í Hafnarfirði í gær skuli vistaður á viðeigandi stofnun í mánuð. Samningamenn ræddu við manninn í á fimmtu klukkustund í gær um að gefa sig sjálfviljugur fram. Góðri samvinnu má þakka að ekki fór verr segir Einar Sigurjónsson, lögreglufulltrúi og samningamaður hjá ríkislögreglustjóra. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við hann. Apótek og heilbrigðisfyrirtæki í Svíþjóð deildu mjög persónulegum upplýsingum um viðskiptavini sína með Facebook, án samþykkis eða vitneskju fólks. Upplýsingarnar voru nýttar í markaðsskyni en forsvarsmenn fyrirtækjanna segjast ekki hafa gert sér grein fyrir hvað þeir voru að gera. Kári Gylfason sagði frá. Agnarlítil blóðsuga hefur á örfáum árum náð að setja mark sitt á líf fjölmargra Íslendinga yfir sumarmánuðina. Hlýnandi loftslag virðist hafa hjálpað til við að lokka lúsmýið, frægasta skordýr landsins, hingað á svo stuttum tíma. Við ræðum við Gísla Má Gíslason, prófessor emeritus í líffræði við háskóla íslands og Moniku Hjálmtýsdóttur varaformann Félags fasteignasala.

Spegillinn
Spegillinn 23. júní

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jun 23, 2022


Maður sem varð fyrir skotárás í Hafnarfirði í gær, með sex ára syni sínum, fann hvernig glerbrotum rigndi skyndilega yfir hann. Þegar hann steig út úr bíl sínum sá hann byssumann á svölum fjölbýlishúss. Einn samningamanna lögreglu segir útkallið í gær hafa verið tvísýnt. Útköllum samningahóps ríkislögreglustjóra hefur fjölgað undanfarin tvö ár. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við Einar Sigurjónsson. Nýtt covid lyf getur fækkað sjúkrahúsinnlögnum um 85 prósent. Stefnt er á að lyfið verið aðgengilegt hér á landi í haust. Yfirlæknir á Landspítala segir að lyfið muni skipta sköpum í baráttunni gegn kórónuveirunni. Urður Örlygsdóttir talaði við Magnús Gottfreðsson. Alvotech varð í dag fyrsta fyrirtækið sem skráð er á markað samtímis á Íslandi og í Bandaríkjunum. Sveinn Ólafur Melsted ræddi við Róbert Wessman. ----------------------------- Lengri umfjöllun: Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að karlmaður á sjötugsaldri sem var handtekinn vegna skotárásarinnar í Hafnarfirði í gær skuli vistaður á viðeigandi stofnun í mánuð. Samningamenn ræddu við manninn í á fimmtu klukkustund í gær um að gefa sig sjálfviljugur fram. Góðri samvinnu má þakka að ekki fór verr segir Einar Sigurjónsson, lögreglufulltrúi og samningamaður hjá ríkislögreglustjóra. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við hann. Apótek og heilbrigðisfyrirtæki í Svíþjóð deildu mjög persónulegum upplýsingum um viðskiptavini sína með Facebook, án samþykkis eða vitneskju fólks. Upplýsingarnar voru nýttar í markaðsskyni en forsvarsmenn fyrirtækjanna segjast ekki hafa gert sér grein fyrir hvað þeir voru að gera. Kári Gylfason sagði frá. Agnarlítil blóðsuga hefur á örfáum árum náð að setja mark sitt á líf fjölmargra Íslendinga yfir sumarmánuðina. Hlýnandi loftslag virðist hafa hjálpað til við að lokka lúsmýið, frægasta skordýr landsins, hingað á svo stuttum tíma. Við ræðum við Gísla Má Gíslason, prófessor emeritus í líffræði við háskóla íslands og Moniku Hjálmtýsdóttur varaformann Félags fasteignasala.

Spegillinn
Spegillinn 23. júní

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jun 23, 2022


Maður sem varð fyrir skotárás í Hafnarfirði í gær, með sex ára syni sínum, fann hvernig glerbrotum rigndi skyndilega yfir hann. Þegar hann steig út úr bíl sínum sá hann byssumann á svölum fjölbýlishúss. Einn samningamanna lögreglu segir útkallið í gær hafa verið tvísýnt. Útköllum samningahóps ríkislögreglustjóra hefur fjölgað undanfarin tvö ár. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við Einar Sigurjónsson. Nýtt covid lyf getur fækkað sjúkrahúsinnlögnum um 85 prósent. Stefnt er á að lyfið verið aðgengilegt hér á landi í haust. Yfirlæknir á Landspítala segir að lyfið muni skipta sköpum í baráttunni gegn kórónuveirunni. Urður Örlygsdóttir talaði við Magnús Gottfreðsson. Alvotech varð í dag fyrsta fyrirtækið sem skráð er á markað samtímis á Íslandi og í Bandaríkjunum. Sveinn Ólafur Melsted ræddi við Róbert Wessman. ----------------------------- Lengri umfjöllun: Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að karlmaður á sjötugsaldri sem var handtekinn vegna skotárásarinnar í Hafnarfirði í gær skuli vistaður á viðeigandi stofnun í mánuð. Samningamenn ræddu við manninn í á fimmtu klukkustund í gær um að gefa sig sjálfviljugur fram. Góðri samvinnu má þakka að ekki fór verr segir Einar Sigurjónsson, lögreglufulltrúi og samningamaður hjá ríkislögreglustjóra. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við hann. Apótek og heilbrigðisfyrirtæki í Svíþjóð deildu mjög persónulegum upplýsingum um viðskiptavini sína með Facebook, án samþykkis eða vitneskju fólks. Upplýsingarnar voru nýttar í markaðsskyni en forsvarsmenn fyrirtækjanna segjast ekki hafa gert sér grein fyrir hvað þeir voru að gera. Kári Gylfason sagði frá. Agnarlítil blóðsuga hefur á örfáum árum náð að setja mark sitt á líf fjölmargra Íslendinga yfir sumarmánuðina. Hlýnandi loftslag virðist hafa hjálpað til við að lokka lúsmýið, frægasta skordýr landsins, hingað á svo stuttum tíma. Við ræðum við Gísla Má Gíslason, prófessor emeritus í líffræði við háskóla íslands og Moniku Hjálmtýsdóttur varaformann Félags fasteignasala.

Karlmennskan
#95 „Plís, viljiði bregðast við þessum yfirlýsingum okkar“ - Líf án ofbeldis (Gabríela Bryndís og Sigrún Sif)

Karlmennskan

Play Episode Listen Later Jun 15, 2022


Sigrún Sif Jóelsdottir er með meistarargráðu í sálfræði og starfar við rannsóknir í Háskóla Íslands og Gabríela Bryndís Ernudóttir sjálfstætt starfandi sálfræðingur eru forsvarskonur Lífs án ofbeldis. Líf án ofbeldis er „baráttusamtök mæðra og uppkominna barna sem krefjast þess að börn séu vernduð gegn ofbeldi í umgengnis- og forsjármálum.” Gabríela og Sigrún Sif eru þolendur ofbeldis og þekkja þessi mál af eigin reynslu. Gabríela sem barn í kjölfar skilnaðar sem var þvinguð í umgengni og Sigrún Sif er þolandi heimilisofbeldis sem barn og fullorðin. Báðar upplifðu að yfirvöld hafi brugðist þeim og telja þær að kerfið sé gallað og verndi ekki börn fyrir ofbeldi. Við ræðum ítarlega sjónarmið Lífs án ofbeldis út frá uppákomu á Barnaspítala Hringsins þar sem aðför var gerð að barni í lyfjagjöf, það fjarlægt úr höndum móður með aðkomu lögfræðingi föður, sýslumanni, lögreglu og barnavernd, gegn vilja barnsins. Markmiðið, að sögn Sigrúnar og Gabríelu, til að uppfylla umgengnisrétt föður, þrátt fyrir sögu um ofbeldi, en ekki vegna slælegs aðbúnaðar barns hjá móður. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar, Dominos, The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar.

Karlmennskan
#95 „Plís, viljiði bregðast við þessum yfirlýsingum okkar“ - Líf án ofbeldis (Gabríela Bryndís og Sigrún Sif)

Karlmennskan

Play Episode Listen Later Jun 15, 2022


Sigrún Sif Jóelsdottir er með meistarargráðu í sálfræði og starfar við rannsóknir í Háskóla Íslands og Gabríela Bryndís Ernudóttir sjálfstætt starfandi sálfræðingur eru forsvarskonur Lífs án ofbeldis. Líf án ofbeldis er „baráttusamtök mæðra og uppkominna barna sem krefjast þess að börn séu vernduð gegn ofbeldi í umgengnis- og forsjármálum.” Gabríela og Sigrún Sif eru þolendur ofbeldis og þekkja þessi mál af eigin reynslu. Gabríela sem barn í kjölfar skilnaðar sem var þvinguð í umgengni og Sigrún Sif er þolandi heimilisofbeldis sem barn og fullorðin. Báðar upplifðu að yfirvöld hafi brugðist þeim og telja þær að kerfið sé gallað og verndi ekki börn fyrir ofbeldi. Við ræðum ítarlega sjónarmið Lífs án ofbeldis út frá uppákomu á Barnaspítala Hringsins þar sem aðför var gerð að barni í lyfjagjöf, það fjarlægt úr höndum móður með aðkomu lögfræðingi föður, sýslumanni, lögreglu og barnavernd, gegn vilja barnsins. Markmiðið, að sögn Sigrúnar og Gabríelu, til að uppfylla umgengnisrétt föður, þrátt fyrir sögu um ofbeldi, en ekki vegna slælegs aðbúnaðar barns hjá móður. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar, Dominos, The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar.

24/7
Bjarney Annelsdóttir - Fyrsti kvennkyns yfirlögregluþjónninn

24/7

Play Episode Listen Later Apr 5, 2022 60:46


Bjarney er yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Í þættinum ræðir Bjarney lögregluna, áskoranir við starfið, persónuleika og hæfni sem lögreglumaður þarf að hafa, David Goggins, berskjöldun, þrautseigju, hugrekki, að það þurfa ekki allir að líka vel við þig, að harðir aðstæður líða hjá en harðir einstaklingar ekki, yoga, að þekkja sínar takmarkanir og margt margt fleira. Þátturinn er í boði: Your Super - https://tropic.is/voruflokkur/ofurfaedur/your-super/ Sumac - https://sumac.is/ Sportvörur - https://sportvorur.is/

Spegillinn
Rannsókn kynferðisbrota, Boris í þinginu og sóttvarnagleraugu

Spegillinn

Play Episode Listen Later Feb 2, 2022 30:00


Spegillinn 2. febrúar 2022 Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samráði við sóttvarnalækni að afnema eins metra regluna á sitjandi viðburðum eins og í leikhúsum og á tónleikum Maður sem sakaður er um að hafa banað Daníel Eiríkssyni af gáleysi við Vindakór í Kópavogi í fyrra, hélt fram sakleysi sínu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Þetta hafi verið slys. Hann segir andlátið hafa verið slys. Miklu fleiri skiptu um raforkusala í janúar en í nokkrum öðrum mánuði í fyrra. Skiptin koma í kjölfar umfjöllunar um að N1 hafi selt þrautavararafmagn mun dýrara en auglýst var. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að vinna hafi verið lögð í að þjálfa starfsmenn til að taka skýrslur af þolendum kynferðisbrota og þekkingar í þeim efnum hafi verið leitað víða. Embættið sé ágætlega í stakk búið til rannsókna þessara mála, en fjölga megi starfsmönnum og bæta tækjabúnað. Lengri umfjöllun: Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu telur embættið ágætlega í stakk búið til að rannsaka kynferðisbrotamál þó fjölga megi þar fólki sem og tækjum og búnaði. Hann gerir sér vonir um að úr því verði bætt. Þá hafi mikil þjálfun farið fram í skýrslutöku yfir þolendum. Haukur Holm ræddi við Grím. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er kominn aftur heim til Lundúna af fundi sínum með Volodymyr Zelensky forsætisráðherra Úkraínu um Úkraínudeiluna. Johnson fékk ekki sérlega blíðar viðtökur við heimkomuna. Í dag var enn á ný herjað á hann í fyrirspurnatíma í þinginu vegna veisluhalda í Downingstræti 10. Partygate-málið, sem svo er kallað, heldur áfram að gera forsætisráðherranum lífið leitt. Bjarni Rúnarsson fjallar um fyrirspurnatímann. Gleraugu eru góð fyrir þá sem sjá illa. En eru þau líka smitvörn? Í Noregi er nú hafin tilraun með þátttöku almennings til að skera úr um hvort veiran alræmda, sem veldur öllu kófinu, forðist gleraugu. Gísli Kristjánsson fjallar um málið

Spegillinn
Rannsókn kynferðisbrota, Boris í þinginu og sóttvarnagleraugu

Spegillinn

Play Episode Listen Later Feb 2, 2022


Spegillinn 2. febrúar 2022 Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samráði við sóttvarnalækni að afnema eins metra regluna á sitjandi viðburðum eins og í leikhúsum og á tónleikum Maður sem sakaður er um að hafa banað Daníel Eiríkssyni af gáleysi við Vindakór í Kópavogi í fyrra, hélt fram sakleysi sínu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Þetta hafi verið slys. Hann segir andlátið hafa verið slys. Miklu fleiri skiptu um raforkusala í janúar en í nokkrum öðrum mánuði í fyrra. Skiptin koma í kjölfar umfjöllunar um að N1 hafi selt þrautavararafmagn mun dýrara en auglýst var. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að vinna hafi verið lögð í að þjálfa starfsmenn til að taka skýrslur af þolendum kynferðisbrota og þekkingar í þeim efnum hafi verið leitað víða. Embættið sé ágætlega í stakk búið til rannsókna þessara mála, en fjölga megi starfsmönnum og bæta tækjabúnað. Lengri umfjöllun: Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu telur embættið ágætlega í stakk búið til að rannsaka kynferðisbrotamál þó fjölga megi þar fólki sem og tækjum og búnaði. Hann gerir sér vonir um að úr því verði bætt. Þá hafi mikil þjálfun farið fram í skýrslutöku yfir þolendum. Haukur Holm ræddi við Grím. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er kominn aftur heim til Lundúna af fundi sínum með Volodymyr Zelensky forsætisráðherra Úkraínu um Úkraínudeiluna. Johnson fékk ekki sérlega blíðar viðtökur við heimkomuna. Í dag var enn á ný herjað á hann í fyrirspurnatíma í þinginu vegna veisluhalda í Downingstræti 10. Partygate-málið, sem svo er kallað, heldur áfram að gera forsætisráðherranum lífið leitt. Bjarni Rúnarsson fjallar um fyrirspurnatímann. Gleraugu eru góð fyrir þá sem sjá illa. En eru þau líka smitvörn? Í Noregi er nú hafin tilraun með þátttöku almennings til að skera úr um hvort veiran alræmda, sem veldur öllu kófinu, forðist gleraugu. Gísli Kristjánsson fjallar um málið

Segðu mér
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn

Segðu mér

Play Episode Listen Later Jan 19, 2022


Víðir rifjar upp gosið í Vestmannaeyjum og segir að mamma hans hafi tekið með sér myndaalbúmin og föt og þau gengu rólega niður á bryggju. Víðir ræðir líf sitt og að sjálfsögðu þessi tvö síðustu ár þar sem hann ásamt fleirum hefur staðið í eldlínunni.

Segðu mér
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn

Segðu mér

Play Episode Listen Later Jan 19, 2022 40:00


Víðir rifjar upp gosið í Vestmannaeyjum og segir að mamma hans hafi tekið með sér myndaalbúmin og föt og þau gengu rólega niður á bryggju. Víðir ræðir líf sitt og að sjálfsögðu þessi tvö síðustu ár þar sem hann ásamt fleirum hefur staðið í eldlínunni.

Segðu mér
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn

Segðu mér

Play Episode Listen Later Jan 19, 2022


Víðir rifjar upp gosið í Vestmannaeyjum og segir að mamma hans hafi tekið með sér myndaalbúmin og föt og þau gengu rólega niður á bryggju. Víðir ræðir líf sitt og að sjálfsögðu þessi tvö síðustu ár þar sem hann ásamt fleirum hefur staðið í eldlínunni.

Spegillinn
Í sóttkví í vinnunni. Mannúðaraðstoð. Ofsóknir á Indlandi.

Spegillinn

Play Episode Listen Later Dec 29, 2021 9:56


Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans spáir því að tugir þúsunda eigi eftir að smitast af kórónuveirunni hér á landi á næstu mánuðum. Nær allir starfsmenn hjúkrunarheimilisins Sundabúðar á Vopnafirði eru komnir í sóttkví eða einangrun og hefur heimilið óskað eftir aðstoð til að sinna íbúum. Rúmlega þrjátíu snjóruðningstæki hafa vart undan við að ryðja götur og göngustíga á Akureyri. Reyndur mokstursmaður segir að verkinu ljúki ekki fyrr en á næsta ári. Tollverðir í Rotterdam í Hollandi fundu nýverið tæp tvö tonn af kókaíni í þremur sendingum. Söluandvirðið er talið nema hátt í tuttugu milljörðum króna. Lengri umfjallanir: Fyrirsjáanleikinn er enginn og fólk er orðið langþreytt. Þetta segir Aníta Aagestad, hjúkrunarfræðingur og trúnaðarmaður hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún gengur nú kvöldvaktina á gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut, í sóttkví. Það sárvantar fólk á deildina. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Anítu Aagestad. Sviðsstjóri hjá Rauða krossinum segir útlit fyrir að á næsta ári verði þörfin fyrir mannúðaraðstoð meiri en nokkru sinni fyrr. Aðkoma stjórnvalda þurfi að verða markvissari því hjálparsamtök geti ekki ein síns liðs unnið á neyð heimsins. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Atla Viðar Thorstensen. Kristnir söfnuðir á Indlandi sæta vaxandi ofsóknum af hálfu öfgafullra hindúa þar í landi. Um þverbak keyrði um jólin í ár þegar hátíðahöld kristinna voru trufluð á ofbeldisfullan hátt. Erlend fjárframlög til Hjálparstarfs Móður Teresu á Indlandi hafa verið fryst. Kristján Sigurjónsson segir frá.

Spegillinn
Í sóttkví í vinnunni. Mannúðaraðstoð. Ofsóknir á Indlandi.

Spegillinn

Play Episode Listen Later Dec 29, 2021


Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans spáir því að tugir þúsunda eigi eftir að smitast af kórónuveirunni hér á landi á næstu mánuðum. Nær allir starfsmenn hjúkrunarheimilisins Sundabúðar á Vopnafirði eru komnir í sóttkví eða einangrun og hefur heimilið óskað eftir aðstoð til að sinna íbúum. Rúmlega þrjátíu snjóruðningstæki hafa vart undan við að ryðja götur og göngustíga á Akureyri. Reyndur mokstursmaður segir að verkinu ljúki ekki fyrr en á næsta ári. Tollverðir í Rotterdam í Hollandi fundu nýverið tæp tvö tonn af kókaíni í þremur sendingum. Söluandvirðið er talið nema hátt í tuttugu milljörðum króna. Lengri umfjallanir: Fyrirsjáanleikinn er enginn og fólk er orðið langþreytt. Þetta segir Aníta Aagestad, hjúkrunarfræðingur og trúnaðarmaður hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún gengur nú kvöldvaktina á gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut, í sóttkví. Það sárvantar fólk á deildina. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Anítu Aagestad. Sviðsstjóri hjá Rauða krossinum segir útlit fyrir að á næsta ári verði þörfin fyrir mannúðaraðstoð meiri en nokkru sinni fyrr. Aðkoma stjórnvalda þurfi að verða markvissari því hjálparsamtök geti ekki ein síns liðs unnið á neyð heimsins. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Atla Viðar Thorstensen. Kristnir söfnuðir á Indlandi sæta vaxandi ofsóknum af hálfu öfgafullra hindúa þar í landi. Um þverbak keyrði um jólin í ár þegar hátíðahöld kristinna voru trufluð á ofbeldisfullan hátt. Erlend fjárframlög til Hjálparstarfs Móður Teresu á Indlandi hafa verið fryst. Kristján Sigurjónsson segir frá.

Spegillinn
Spegillinn 20. desember 2021

Spegillinn

Play Episode Listen Later Dec 20, 2021 10:48


Spegillinn 20. desember 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðherra að taka upp tuttugu manna samkomutakmörkun og að skólahald hefjist seinna eftir jólafrí til þess að stemma stigu við fjölgun kórónuveirusmita. Þrátt fyrir að vera veikara er omikron-afbrigði kórónuveirunnar erfiðara og verra viðgangs en delta-afbrigðið. Þetta segir prófessor í tölvunarfræðum við Háskóla Íslands. Yfirlæknir á covid-göngudeild Landspítalans segir starfsfólk glíma við mikið álag, á sama tíma og búist er við enn meiri fjölgun sjúklinga vegna metfjölda smita. Akureyrarbær hefur tilkynnt að ekki verði haldnar áramótabrennur á vegum bæjarins í ár frekar en í fyrra. Hlutabréf um allan heim, þar með talið á Íslandi, lækkuðu í verði í dag sökum ótta fjárfesta við útbreiðslu omíkron-afbrigðisins. Hjálpræðisherinn hefur neyðst til þess að fella niður jólaboð sitt á aðfangadag. Rúmlega 300 gestir og sjálfboðaliðar höfðu skráð sig til leiks. Lögregla hefur litlar vísbendingar fengið í leitinni að Almari Yngva Garðarssyni, sem ekkert hefur spurst til síðan aðfaranótt sunnudags. Aldrei hafa fleiri bækur verið prentaðar erlendis eins og fyrir þessi jól. Formaður stéttarfélags í prent- og miðlunargreinum segir þróunina ekki góða fyrir íslenskan prentiðnað. Elsta hluta grunnskólans á Hofsósi hefur verið lokað fyrir kennslu eftir að vísbendingar um myglu komu þar upp. Beðið er niðurstöðu frekari rannsókna til að hægt sé að meta hversu stórtækar aðgerðir þarf að ráðast í. Ekki verður gert hlé á keppni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um jól og áramót vegna fjölgunar kórónuveirusmita, en mörgum leikjum hefur verið frestað að undanförnu. Þetta var ákveðið eftir fundarhöld í dag. Lengri umfjöllun: Metfjöldi kórónuveirusmita greindist hér innanlands í gær, eða 220. Bæði Delta og ómikronafbrigðin greindust. Veldisvöxtur hefur verið í ómikrónsmitum í Danmörku og Bretlandi undanfarna daga. Tvöföldunartíminn er einungis rúmir tveir dagar, sem er hraðari tími en þekkst hefur í fyrri afbrigðum. Spegillinn ræddi í dag við Pál Melsted prófessor í tölvunarfræðum við Háskóla Íslands og deildarstjóra hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hann fæst meðal annars við lífupplýsingafræði og hefur kynnt sér útbreiðslu ómikrónafbrgðisins í heiminum undanfarna daga. Kristján Sigurjónsson talar við Pál Ísland gæti orðið fyrsta landið í Evrópu til þess að uppræta ríkisfangsleysi með öllu. Þetta er mat Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hér dvelja nú 52 manneskjur án ríkisfangs. Elisabeth Has

Spegillinn
Spegillinn 20. desember 2021

Spegillinn

Play Episode Listen Later Dec 20, 2021


Spegillinn 20. desember 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðherra að taka upp tuttugu manna samkomutakmörkun og að skólahald hefjist seinna eftir jólafrí til þess að stemma stigu við fjölgun kórónuveirusmita. Þrátt fyrir að vera veikara er omikron-afbrigði kórónuveirunnar erfiðara og verra viðgangs en delta-afbrigðið. Þetta segir prófessor í tölvunarfræðum við Háskóla Íslands. Yfirlæknir á covid-göngudeild Landspítalans segir starfsfólk glíma við mikið álag, á sama tíma og búist er við enn meiri fjölgun sjúklinga vegna metfjölda smita. Akureyrarbær hefur tilkynnt að ekki verði haldnar áramótabrennur á vegum bæjarins í ár frekar en í fyrra. Hlutabréf um allan heim, þar með talið á Íslandi, lækkuðu í verði í dag sökum ótta fjárfesta við útbreiðslu omíkron-afbrigðisins. Hjálpræðisherinn hefur neyðst til þess að fella niður jólaboð sitt á aðfangadag. Rúmlega 300 gestir og sjálfboðaliðar höfðu skráð sig til leiks. Lögregla hefur litlar vísbendingar fengið í leitinni að Almari Yngva Garðarssyni, sem ekkert hefur spurst til síðan aðfaranótt sunnudags. Aldrei hafa fleiri bækur verið prentaðar erlendis eins og fyrir þessi jól. Formaður stéttarfélags í prent- og miðlunargreinum segir þróunina ekki góða fyrir íslenskan prentiðnað. Elsta hluta grunnskólans á Hofsósi hefur verið lokað fyrir kennslu eftir að vísbendingar um myglu komu þar upp. Beðið er niðurstöðu frekari rannsókna til að hægt sé að meta hversu stórtækar aðgerðir þarf að ráðast í. Ekki verður gert hlé á keppni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um jól og áramót vegna fjölgunar kórónuveirusmita, en mörgum leikjum hefur verið frestað að undanförnu. Þetta var ákveðið eftir fundarhöld í dag. Lengri umfjöllun: Metfjöldi kórónuveirusmita greindist hér innanlands í gær, eða 220. Bæði Delta og ómikronafbrigðin greindust. Veldisvöxtur hefur verið í ómikrónsmitum í Danmörku og Bretlandi undanfarna daga. Tvöföldunartíminn er einungis rúmir tveir dagar, sem er hraðari tími en þekkst hefur í fyrri afbrigðum. Spegillinn ræddi í dag við Pál Melsted prófessor í tölvunarfræðum við Háskóla Íslands og deildarstjóra hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hann fæst meðal annars við lífupplýsingafræði og hefur kynnt sér útbreiðslu ómikrónafbrgðisins í heiminum undanfarna daga. Kristján Sigurjónsson talar við Pál Ísland gæti orðið fyrsta landið í Evrópu til þess að uppræta ríkisfangsleysi með öllu. Þetta er mat Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hér dvelja nú 52 manneskjur án ríkisfangs. Elisabeth Has

Spegillinn
Býst við skæðum inflúensum

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 13, 2021 9:58


Yfirlæknir Barnaspítala Hringsins býst við skæðum inflúensum og RS veiru veikindum í vetur. Hann er ánægður með að ekki hafi fleiri börn en raun ber vitni lagst inn á spítala af völdum covid. Bensínverð hefur hækkað um 40 krónur frá áramótum. Formaður FÍB hvetur stjórnvöld til að bregðast við með tímabundinni lækkun olíuverðs. Íslenskum skipum verður heimilt að veiða rúmlega 660 þúsund tonn af loðnu. Áætlað aflaverð er um fimmtíu milljarðar króna. Sameinuðu þjóðirnar segja hættu á að viðkvæm börn og eldri borgarar svelti til bana vegna matarskorts í Norður-Kóreu. Hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands sjást ekki greinileg merki um að áhætta af veðurfarstengdum atburðum hafi aukist. En aurskriður vekja upp spurningar um veðurfarsbreytingar sem þarf að taka mjög alvarlega, segir sviðsstjóri vátryggingasviðs. Ragnhildur Thorlacius talar við Jón Örvar Bjarnason. Í viðræðum ríkisstjórnarflokkanna þriggja gæti reynst erfitt að komast að sameiginlegri niðurstöðu um stofnun hálendisþjóðgarðs. Málið strandaði í þinginu og var sent aftur í umhverfisráðuneytið. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um Miðhálendisþjóðgarð. Þar segir: Stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila. Skoðaðir verða möguleikar á þjóðgörðum á öðrum svæðum. Arnar Páll Segir frá. Heyrist í Guðna A. Jóhannessyni, Herði Arnarsyni, Hildigunni Thorteinsson og Páli Erland. Það virðist ekki vera neitt lát á bókaútgáfu þrátt fyrir öfluga samkeppni frá öðrum miðlum, streymisveitum og samfélagsmiðlum. Bókaútgefendur þurftu að skila inn skráningu í Bókatíðindi í þessari viku og jólabókaflóðið verður á sínum stað þrátt fyrir að bókaútgáfan hafi dreifst meira yfir árið á síðustu árum. Kristján Sigurjónsson ræddi við Pétur Má Ólafsson útgefanda og stjórnarmann í Félagi íslenskra bókaútgefenda og spurði fyrst hvers kyns bækur væru gefnar út á þessu ári. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon

Spegillinn
Býst við skæðum inflúensum

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 13, 2021


Yfirlæknir Barnaspítala Hringsins býst við skæðum inflúensum og RS veiru veikindum í vetur. Hann er ánægður með að ekki hafi fleiri börn en raun ber vitni lagst inn á spítala af völdum covid. Bensínverð hefur hækkað um 40 krónur frá áramótum. Formaður FÍB hvetur stjórnvöld til að bregðast við með tímabundinni lækkun olíuverðs. Íslenskum skipum verður heimilt að veiða rúmlega 660 þúsund tonn af loðnu. Áætlað aflaverð er um fimmtíu milljarðar króna. Sameinuðu þjóðirnar segja hættu á að viðkvæm börn og eldri borgarar svelti til bana vegna matarskorts í Norður-Kóreu. Hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands sjást ekki greinileg merki um að áhætta af veðurfarstengdum atburðum hafi aukist. En aurskriður vekja upp spurningar um veðurfarsbreytingar sem þarf að taka mjög alvarlega, segir sviðsstjóri vátryggingasviðs. Ragnhildur Thorlacius talar við Jón Örvar Bjarnason. Í viðræðum ríkisstjórnarflokkanna þriggja gæti reynst erfitt að komast að sameiginlegri niðurstöðu um stofnun hálendisþjóðgarðs. Málið strandaði í þinginu og var sent aftur í umhverfisráðuneytið. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um Miðhálendisþjóðgarð. Þar segir: Stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila. Skoðaðir verða möguleikar á þjóðgörðum á öðrum svæðum. Arnar Páll Segir frá. Heyrist í Guðna A. Jóhannessyni, Herði Arnarsyni, Hildigunni Thorteinsson og Páli Erland. Það virðist ekki vera neitt lát á bókaútgáfu þrátt fyrir öfluga samkeppni frá öðrum miðlum, streymisveitum og samfélagsmiðlum. Bókaútgefendur þurftu að skila inn skráningu í Bókatíðindi í þessari viku og jólabókaflóðið verður á sínum stað þrátt fyrir að bókaútgáfan hafi dreifst meira yfir árið á síðustu árum. Kristján Sigurjónsson ræddi við Pétur Má Ólafsson útgefanda og stjórnarmann í Félagi íslenskra bókaútgefenda og spurði fyrst hvers kyns bækur væru gefnar út á þessu ári. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon

Bráðavarpið
Már Kristjánsson Yfirlæknir Á A7

Bráðavarpið

Play Episode Listen Later Sep 27, 2021 35:13


Már Kristjánsson Yfirlæknir á A7 smitsjúkdómadeild LSH og yfirmaður farsóttarnefndar LSH var gestur Bráðavarpsins í dag. Már kom til okkar í spjall í janúar 2020 og fannst okkur rétt að taka spjallið aftur, nú rúmu einu og hálfu ári síðar.

Spegillinn
Þrír í öndunarvél

Spegillinn

Play Episode Listen Later Aug 11, 2021 30:00


29 sjúklingar með covid eru nú á Landspítalanum. Ekki hafa fleiri verið inniliggjandi í einu frá því í þriðju bylgju faraldursins. Þrír eru í öndunarvél. Yfirlæknir segir að álagið aukist hratt. Erfitt er að ráða í stöður lækna og hjúkrunarfræðinga í símaveri covid-göngudeildar. Sumir starfsmanna vinna til ellefu eða tólf á kvöldin. Forseti ASÍ óttast langtímaatvinnuleysi. Í júlí höfðu um 5.400 verði án vinnu lengur en í 12 mánuði. Hún segir mikilvægt að finna þetta fólk og koma því í virkni. Smitrakningarteymi almannavarna vinnur nú hörðum höndum að því að rekja hvert einasta smit á sama hátt og gert hefur verið í fyrri bylgjum. Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum aðstoða við rakninguna. Talibanar hafa sölsað undir sig níu héraðshöfuðborgir í Afganistan. Stríðsherra í norðurhluta landsins hótar að ganga milli bols og höfuðs á talibönum eftir fund með forseta landsins. Hátt í sjötíu hafa farist í miklum skógareldum í Túnis. Forseti landsins hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg en grunur leikur á að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. Forseti Alþýðusambands Íslands fagnar því að dregið hefur úr atvinnuleysi en óttast langtímaatvinnuleysi eins og gerðist eftir hrunið 2008. Verkefnið fram undan sé að finna þetta fólk og koma því í virkni, nám eða störf sem henta. Arnar Páll Hauksson talar við Drífu Snædal. Það er mjög margt óljóst um skólastarf í vetur. Skólastjórnendur bíða eftir nýrri reglugerð um skólahald á covidtímum. Skólastjóri Hvassaleitisskóla í Reykjavík segir að mikil vinna sé framundan í næstu viku við að skipuleggja skólastarfið. Hún gerir ráð fyrir að reglurnar verði óljósari en síðasta skólavetur og að hver og einn skólastjóri þurfi að taka ákvarðanir út frá aðstæðum í sínum skóla. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Dagnýju Kristinsdóttur skólastjóra Hvassaleitisskóla.

Spegillinn
Þrír í öndunarvél

Spegillinn

Play Episode Listen Later Aug 11, 2021


29 sjúklingar með covid eru nú á Landspítalanum. Ekki hafa fleiri verið inniliggjandi í einu frá því í þriðju bylgju faraldursins. Þrír eru í öndunarvél. Yfirlæknir segir að álagið aukist hratt. Erfitt er að ráða í stöður lækna og hjúkrunarfræðinga í símaveri covid-göngudeildar. Sumir starfsmanna vinna til ellefu eða tólf á kvöldin. Forseti ASÍ óttast langtímaatvinnuleysi. Í júlí höfðu um 5.400 verði án vinnu lengur en í 12 mánuði. Hún segir mikilvægt að finna þetta fólk og koma því í virkni. Smitrakningarteymi almannavarna vinnur nú hörðum höndum að því að rekja hvert einasta smit á sama hátt og gert hefur verið í fyrri bylgjum. Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum aðstoða við rakninguna. Talibanar hafa sölsað undir sig níu héraðshöfuðborgir í Afganistan. Stríðsherra í norðurhluta landsins hótar að ganga milli bols og höfuðs á talibönum eftir fund með forseta landsins. Hátt í sjötíu hafa farist í miklum skógareldum í Túnis. Forseti landsins hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg en grunur leikur á að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. Forseti Alþýðusambands Íslands fagnar því að dregið hefur úr atvinnuleysi en óttast langtímaatvinnuleysi eins og gerðist eftir hrunið 2008. Verkefnið fram undan sé að finna þetta fólk og koma því í virkni, nám eða störf sem henta. Arnar Páll Hauksson talar við Drífu Snædal. Það er mjög margt óljóst um skólastarf í vetur. Skólastjórnendur bíða eftir nýrri reglugerð um skólahald á covidtímum. Skólastjóri Hvassaleitisskóla í Reykjavík segir að mikil vinna sé framundan í næstu viku við að skipuleggja skólastarfið. Hún gerir ráð fyrir að reglurnar verði óljósari en síðasta skólavetur og að hver og einn skólastjóri þurfi að taka ákvarðanir út frá aðstæðum í sínum skóla. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Dagnýju Kristinsdóttur skólastjóra Hvassaleitisskóla.

Spegillinn
Hefur áhrif á glæpahópa hér

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jun 8, 2021 30:00


Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir ekki ólíklegt að samræmdar aðgerðir lögreglu, sem fram fóru í nítján löndum í gær, hafi áhrif á starfsemi glæpahópa hér á landi. Forsætisráðherra var þráspurður um stöðu hálendisfrumvarpsins á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að Vinstri grænir hafi beðið dapurlegan ósigur í málinu. Gosmóða hefur sést víða á Norðurlandi í dag. Mengunin er ekki yfir hættumörkum. Gosmóða hefur ekki farið yfir svo stórt svæði frá því að gosið hófst. Áfrýjunardómstóll staðfesti í dag ævilangan fangelsisdóm yfir Ratko Mladic [Mladits], fyrrverandi æðsta yfirmanni hers Bosníu-Serba. Neytendasamtökin áætla að vatnsveitur landsins hafi ofrukkað viðskiptavini sína um milljarða króna frá því ný lög um vatnsveitur tóku gildi árið 2016. Rífandi gangur er í íslenskri kvikmyndagerð. Kvikmyndasumarið er komið, segir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hraunið í gosinu í Fagradalsfjalli hagar sér ekki eins og í kennslubókunum, segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði. Í gosinu hafa myndast allar tegundir basaltshrauns sem til eru á landi, án þess að framleiðni í gosinu hafi breyst að nokkru marki. Hann segir að vísindamenn hafi margt lært á eldgosinu. Ragnhilfur Thorlacius talar við Þorvald Þórðarson. Þriðji áfangi rammaáætlunar verður ekki afgreiddur fyrir þinglok. Þingsályktunartillaga um um hann hefur þrisvar sinnum verði lögð fram á Alþingi frá því að umhverfisráðherra fékk rammaáætlun í hendur fyrir rúmum 4 árum. Arnar Páll Hauksson talar við Vilhjálm Árnason. Heyrist í Sigrúnu Magnúsdóttur, Björt Ólafsdóttur og Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Skattareglur, sem gera stórfyrirtækjum kleyft að færa hagnað í skattaskjól, hafa lengi verið þyrnir í augum baráttufólks fyrir réttlátari sköttum. Covid hefur ýtt undir skilning á samhjálp og á laugardaginn var gerðu fjármálaráðherrar G7-ríkjanna samkomulag sem miðar að því að að afnema skattaskjól. Róttæk fyrirætlun þó það eigi enn eftir að koma í ljós hvað mun nákvæmlega felast í þessum nýju reglum. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.

Spegillinn
Hefur áhrif á glæpahópa hér

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jun 8, 2021


Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir ekki ólíklegt að samræmdar aðgerðir lögreglu, sem fram fóru í nítján löndum í gær, hafi áhrif á starfsemi glæpahópa hér á landi. Forsætisráðherra var þráspurður um stöðu hálendisfrumvarpsins á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að Vinstri grænir hafi beðið dapurlegan ósigur í málinu. Gosmóða hefur sést víða á Norðurlandi í dag. Mengunin er ekki yfir hættumörkum. Gosmóða hefur ekki farið yfir svo stórt svæði frá því að gosið hófst. Áfrýjunardómstóll staðfesti í dag ævilangan fangelsisdóm yfir Ratko Mladic [Mladits], fyrrverandi æðsta yfirmanni hers Bosníu-Serba. Neytendasamtökin áætla að vatnsveitur landsins hafi ofrukkað viðskiptavini sína um milljarða króna frá því ný lög um vatnsveitur tóku gildi árið 2016. Rífandi gangur er í íslenskri kvikmyndagerð. Kvikmyndasumarið er komið, segir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hraunið í gosinu í Fagradalsfjalli hagar sér ekki eins og í kennslubókunum, segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði. Í gosinu hafa myndast allar tegundir basaltshrauns sem til eru á landi, án þess að framleiðni í gosinu hafi breyst að nokkru marki. Hann segir að vísindamenn hafi margt lært á eldgosinu. Ragnhilfur Thorlacius talar við Þorvald Þórðarson. Þriðji áfangi rammaáætlunar verður ekki afgreiddur fyrir þinglok. Þingsályktunartillaga um um hann hefur þrisvar sinnum verði lögð fram á Alþingi frá því að umhverfisráðherra fékk rammaáætlun í hendur fyrir rúmum 4 árum. Arnar Páll Hauksson talar við Vilhjálm Árnason. Heyrist í Sigrúnu Magnúsdóttur, Björt Ólafsdóttur og Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Skattareglur, sem gera stórfyrirtækjum kleyft að færa hagnað í skattaskjól, hafa lengi verið þyrnir í augum baráttufólks fyrir réttlátari sköttum. Covid hefur ýtt undir skilning á samhjálp og á laugardaginn var gerðu fjármálaráðherrar G7-ríkjanna samkomulag sem miðar að því að að afnema skattaskjól. Róttæk fyrirætlun þó það eigi enn eftir að koma í ljós hvað mun nákvæmlega felast í þessum nýju reglum. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.

Segðu mér
Reynir Tómas Geirsson fyrrverandi prófessor og yfirlæknir

Segðu mér

Play Episode Listen Later May 17, 2021 40:00


Reynir segir frá eiginkonu sinni Steinunni Jónu Sveinsdóttur sem hann missti 2018 eftir baráttu við krabbamein, þau voru heppin með hvort annað og voru mjög samrýmd. Hann var í erilsömu starfi sem yfirmaður á Landspítalanum og háskólaprófessor. Steinunn þýddi skáldssöguna Dvergurinn frá Normandí eftir Lars-Henrik-Olsen en hún fjallar um hvernig hinn frægi Bayeux refill var saumaður í léreft að öllum líkindum í Kent á Englandi um 1076. Refillinn er samfelld myndaröð og lýsir einni mestu orrustu sem orðið hefur á Bretlandseyjum, orustunni við Hastings árið 1066 þegar innrásarlið frá Normandí réðst inn í England og hafði sigur. Refillinn sem er 70,34 metra langur er eitt mesta þjóðargersemi Frakka enn í dag. Steinunn lést áður en henni tókst að ljúka útgáfu bókarinnar og Reynir lofaði henni að hann myndi ljúka verkinu, og nú er bókin komin út. Reynir Tómas er mættur á söguloftið á Landnámssetrinu og segir ekki frá tilurð refilsins, saumaaðferðinni, ? refilsaum sem er frá tímum víkinga og hvernig refillinn hefur varðveist í gegnum aldirnar. Einnig rekur hann söguna sem myndirnar á reflinum túlka.

Segðu mér
Reynir Tómas Geirsson fyrrverandi prófessor og yfirlæknir

Segðu mér

Play Episode Listen Later May 17, 2021


Reynir segir frá eiginkonu sinni Steinunni Jónu Sveinsdóttur sem hann missti 2018 eftir baráttu við krabbamein, þau voru heppin með hvort annað og voru mjög samrýmd. Hann var í erilsömu starfi sem yfirmaður á Landspítalanum og háskólaprófessor. Steinunn þýddi skáldssöguna Dvergurinn frá Normandí eftir Lars-Henrik-Olsen en hún fjallar um hvernig hinn frægi Bayeux refill var saumaður í léreft að öllum líkindum í Kent á Englandi um 1076. Refillinn er samfelld myndaröð og lýsir einni mestu orrustu sem orðið hefur á Bretlandseyjum, orustunni við Hastings árið 1066 þegar innrásarlið frá Normandí réðst inn í England og hafði sigur. Refillinn sem er 70,34 metra langur er eitt mesta þjóðargersemi Frakka enn í dag. Steinunn lést áður en henni tókst að ljúka útgáfu bókarinnar og Reynir lofaði henni að hann myndi ljúka verkinu, og nú er bókin komin út. Reynir Tómas er mættur á söguloftið á Landnámssetrinu og segir ekki frá tilurð refilsins, saumaaðferðinni, ? refilsaum sem er frá tímum víkinga og hvernig refillinn hefur varðveist í gegnum aldirnar. Einnig rekur hann söguna sem myndirnar á reflinum túlka.

Spegillinn
Spegillinn 25.mars 2021

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 25, 2021 30:00


Spegillinn 25.mars 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Fjöldi sjúklinga á Covid göngudeild landspítalans hefur fjórfaldast síðustu daga, en þar eru nú hátt í níutíu manns. Yfirlæknir á spítalanum segir að fjórða bylgjan sé hafin. Fjármálaráðherra segir baráttuna við heimsfaraldur vera eins og að klífa mjög hátt fjall. Allt annar veruleiki blasi við á síðari hluta ársins. Talið er að hraun flæði yfir í Meradali eftir um tvær vikur miðað við núverandi rennsli. Flúor hefur mælst í regnvatnssýnum við gosstöðvarnar. Yfirkokkur veisluþjónustu, sem gerði ráð fyrir að elda mat fyrir rúmlega 700 fermingarveislugesti nú um helgina, segir mikil vonbrigði að fresta hafi þurft veislunum. Hann segist binda vonir við að alvöru partý verði haldin í haust. Færð er nú tekin að spillast víða um land. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hafnaði í gær að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 en áður höfðu Reykjanesbær, Hafnarfjörður og Grindavík samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi með atkvæðum allra bæjarfulltrúa sveitarfélagana þriggja. Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir Júlíusi Vífli Ingvarssyni, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fyrir peningaþvætti Lengri umfjöllun: Þúsundir manna hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum undanfarna daga og bílaröðin þar sem fólk leggur ökutækjum á Suðurstrandavegi í nágrenni stikuðu leiðarinnar upp að gosstöðvunum er margra kílómetra löng. Aka verður í gegnum Grindavík til að komast að gönguleiðinni. Kristján Sigurjónsson ræðir við Fannar Jónasson bæjarstjóra í Grindavík um stóraukna umferð í gegnum bæinn, skipulag á móttöku ferðamanna o.fl. Vísindaráð almannavarna kom saman í dag til að ræða jarðeldana í Geldingadölum á Reykjanesskaga. Nú eru sex dagar frá því gosið hófst. Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur og dósent við Háskóla íslands sat fundinn og segir frá stöðu gossins, kvikuflæði, gaseitrun og skjálftavirkni. Kristján Sigurjónsson talar við hann. Íbúar ellefu sveitarfélaga greiða í ár atkvæði um að sameinast nágranna sveitarfélögum sínum. Þreifingar eða viðræður í sameiningarátt standa yfir á fimmtíu og einu prósenti landsins - landfræðilega séð. Þar búa um 6% íbúa. Talsverð hreyfing hefur verið í sameiningu sveitarfélaga undanfarin misseri. Tvö ný sveitarfélög hafa orðið til á síðustu árum; Múlaþing á Austurlandi og Suðurnesjabær á Suðurnesjum. Nú eru sveitarfélög landsins 69 og talsverðar líkur á að þeim fækki á næstunni. Í sumar og í haust á að greiða atkvæði í 11 sveitarfélögum um sameiningu v

Spegillinn
Spegillinn 25.mars 2021

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 25, 2021


Spegillinn 25.mars 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Fjöldi sjúklinga á Covid göngudeild landspítalans hefur fjórfaldast síðustu daga, en þar eru nú hátt í níutíu manns. Yfirlæknir á spítalanum segir að fjórða bylgjan sé hafin. Fjármálaráðherra segir baráttuna við heimsfaraldur vera eins og að klífa mjög hátt fjall. Allt annar veruleiki blasi við á síðari hluta ársins. Talið er að hraun flæði yfir í Meradali eftir um tvær vikur miðað við núverandi rennsli. Flúor hefur mælst í regnvatnssýnum við gosstöðvarnar. Yfirkokkur veisluþjónustu, sem gerði ráð fyrir að elda mat fyrir rúmlega 700 fermingarveislugesti nú um helgina, segir mikil vonbrigði að fresta hafi þurft veislunum. Hann segist binda vonir við að alvöru partý verði haldin í haust. Færð er nú tekin að spillast víða um land. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hafnaði í gær að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 en áður höfðu Reykjanesbær, Hafnarfjörður og Grindavík samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi með atkvæðum allra bæjarfulltrúa sveitarfélagana þriggja. Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir Júlíusi Vífli Ingvarssyni, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fyrir peningaþvætti Lengri umfjöllun: Þúsundir manna hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum undanfarna daga og bílaröðin þar sem fólk leggur ökutækjum á Suðurstrandavegi í nágrenni stikuðu leiðarinnar upp að gosstöðvunum er margra kílómetra löng. Aka verður í gegnum Grindavík til að komast að gönguleiðinni. Kristján Sigurjónsson ræðir við Fannar Jónasson bæjarstjóra í Grindavík um stóraukna umferð í gegnum bæinn, skipulag á móttöku ferðamanna o.fl. Vísindaráð almannavarna kom saman í dag til að ræða jarðeldana í Geldingadölum á Reykjanesskaga. Nú eru sex dagar frá því gosið hófst. Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur og dósent við Háskóla íslands sat fundinn og segir frá stöðu gossins, kvikuflæði, gaseitrun og skjálftavirkni. Kristján Sigurjónsson talar við hann. Íbúar ellefu sveitarfélaga greiða í ár atkvæði um að sameinast nágranna sveitarfélögum sínum. Þreifingar eða viðræður í sameiningarátt standa yfir á fimmtíu og einu prósenti landsins - landfræðilega séð. Þar búa um 6% íbúa. Talsverð hreyfing hefur verið í sameiningu sveitarfélaga undanfarin misseri. Tvö ný sveitarfélög hafa orðið til á síðustu árum; Múlaþing á Austurlandi og Suðurnesjabær á Suðurnesjum. Nú eru sveitarfélög landsins 69 og talsverðar líkur á að þeim fækki á næstunni. Í sumar og í haust á að greiða atkvæði í 11 sveitarfélögum um sameiningu v

Spegillinn
Ekki sloppin við veiruna

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 17, 2021 30:00


Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans segir Íslendinga alls ekki sloppna við kórónuveiruna. Nægt fóður sé fyrir nýja bylgju. Íbúar á Völlunum í Hafnarfirði fengu fyrir mistök SMS-skilaboð frá Almannavörnum í dag um að þeir væru á hættusvæði vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Unnt er að greina leghálssýni hér innanlands. Þetta kemur í svari Landspítalans við fyrirspurn heilbrigðisráðuneytisins. Þó þyrfti að kaupa tæki frá Krabbameinsfélaginu og ráða sérhæft starfsfólk. Sóttvarnir verða hertar í Póllandi næstu þrjár vikur þar sem COVID-19 tilfellum hefur fjölgað mjög að undanförnu. Að óbreyttu stefnir í að heilbrigðiskerfið ráði ekki við ástandið. Tíu þingmenn, átta karlar og tvær konur, hafa nú lýst yfir að þeir hyggist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Heilbrigðisráðherra segir að það muni hafi heilmikil áhrif ef bóluefni frá Astra Zeneca verður dæmt úr leik. Lyfjastofnun Evrópu mun á morgun kveða upp úrskurð um hvort hættulaust sé að nota bóluefnið. Gert hefur verið ráð fyrir að Ísland fái 76 þúsund skammta af bóluefninu á öðrum ársfjórðungi. Heilbrigðisráðherra flutti munlega skýrslu á Alþingi í dag um sóttvarnir og bólusetningar. Arnar Páll Hauksson tók saman. Heyrist í Svandísi Svavarsdóttur,Önnur Kolbrúnu Árnadóttur, Rósu Björk Brynjólfsdóttur og Helgu Völu Helgadóttur. Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á þjónustu ríkis og sveitarfélaga við börn. Stigskipta á þjónustunni og samhæfa hana með það að markmiði að grípa börn og fjölskyldur áður en í óefni er komið. Ragnhildur Thorlacius sagði frá og ræddi við Ernu Kristínu Blöndal formann stýrihóps stjórnarráðsins í málefnum barna. Boris Johnson forsætisráðherra Breta var vart búinn að kynna nýja öryggis-, varnar- og utanríkisstefnu í gær þegar ummælum Dominic Raab utanríkisráðherra um að Raab hirti lítt um mannréttindamál í viðskiptasamningum var lekið. Ummælin styrkja bæði stjórnarþingmenn og aðra í þeirri trú að ríkisstjórnin sé of höll undir einræðislönd eins og Kína, fylgi fremur hentistefnu en stefnufestu. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.

Spegillinn
Ekki sloppin við veiruna

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 17, 2021


Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans segir Íslendinga alls ekki sloppna við kórónuveiruna. Nægt fóður sé fyrir nýja bylgju. Íbúar á Völlunum í Hafnarfirði fengu fyrir mistök SMS-skilaboð frá Almannavörnum í dag um að þeir væru á hættusvæði vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Unnt er að greina leghálssýni hér innanlands. Þetta kemur í svari Landspítalans við fyrirspurn heilbrigðisráðuneytisins. Þó þyrfti að kaupa tæki frá Krabbameinsfélaginu og ráða sérhæft starfsfólk. Sóttvarnir verða hertar í Póllandi næstu þrjár vikur þar sem COVID-19 tilfellum hefur fjölgað mjög að undanförnu. Að óbreyttu stefnir í að heilbrigðiskerfið ráði ekki við ástandið. Tíu þingmenn, átta karlar og tvær konur, hafa nú lýst yfir að þeir hyggist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Heilbrigðisráðherra segir að það muni hafi heilmikil áhrif ef bóluefni frá Astra Zeneca verður dæmt úr leik. Lyfjastofnun Evrópu mun á morgun kveða upp úrskurð um hvort hættulaust sé að nota bóluefnið. Gert hefur verið ráð fyrir að Ísland fái 76 þúsund skammta af bóluefninu á öðrum ársfjórðungi. Heilbrigðisráðherra flutti munlega skýrslu á Alþingi í dag um sóttvarnir og bólusetningar. Arnar Páll Hauksson tók saman. Heyrist í Svandísi Svavarsdóttur,Önnur Kolbrúnu Árnadóttur, Rósu Björk Brynjólfsdóttur og Helgu Völu Helgadóttur. Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á þjónustu ríkis og sveitarfélaga við börn. Stigskipta á þjónustunni og samhæfa hana með það að markmiði að grípa börn og fjölskyldur áður en í óefni er komið. Ragnhildur Thorlacius sagði frá og ræddi við Ernu Kristínu Blöndal formann stýrihóps stjórnarráðsins í málefnum barna. Boris Johnson forsætisráðherra Breta var vart búinn að kynna nýja öryggis-, varnar- og utanríkisstefnu í gær þegar ummælum Dominic Raab utanríkisráðherra um að Raab hirti lítt um mannréttindamál í viðskiptasamningum var lekið. Ummælin styrkja bæði stjórnarþingmenn og aðra í þeirri trú að ríkisstjórnin sé of höll undir einræðislönd eins og Kína, fylgi fremur hentistefnu en stefnufestu. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.

Morgunvaktin
Nær öruggt að einhver mál enda fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Nov 5, 2020 130:00


Enn er ekki ljóst hver verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur árin, en útlitið er betra hjá Joe Biden en Donald Trump. Yfirlýsingar forsetans á kosninganótt fóru öfugt ofan í marga enda lausar við raunsæi og til þess fallnar að valda óróa í ástandi sem var rafmagnað fyrir. Niðurstöður fást hugsanlega í dag en þó er ekki útilokað að mál dragist á langinn þar sem dómstólar munu mögulega úrskurða um endurtalningu í nokkrum ríkjum. Við fjöllum um bandarísku kosningarnar milli átta og níu í dag; Bogi Ágústsson var með okkur upp úr klukkan átta og klukkan hálf níu ræddum við við Sigríði Rut Júlíusdóttur lögmann. Já, bandarísku kosningarnar til umfjöllunar á níunda tímanum í dag. Klukkan hálf átta fjöllum við hins vegar um þá staðreynd að í það minnsta þrjú dómsmál - svokölluð “hrunmál“ - eru á leið fyrir Hæstarétt á ný. Ástæðan er sú að óhlutdrægni dómara er vefengjanleg. Með öðrum orðum gátu sakborningar ekki gengið að því vísu að dómararnir væru þeim óvilhallir. Ástæðan er sú að dómararnir töpuðu peningum við fall bankanna. Einar Gautur Steingrímsson lögmaður kom á Morgunvaktina að ræða þessi mál. Tónlist: You are so beautiful - Joe Cocker.

Morgunvaktin
Nær öruggt að einhver mál enda fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna

Morgunvaktin

Play Episode Listen Later Nov 5, 2020


Enn er ekki ljóst hver verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur árin, en útlitið er betra hjá Joe Biden en Donald Trump. Yfirlýsingar forsetans á kosninganótt fóru öfugt ofan í marga enda lausar við raunsæi og til þess fallnar að valda óróa í ástandi sem var rafmagnað fyrir. Niðurstöður fást hugsanlega í dag en þó er ekki útilokað að mál dragist á langinn þar sem dómstólar munu mögulega úrskurða um endurtalningu í nokkrum ríkjum. Við fjöllum um bandarísku kosningarnar milli átta og níu í dag; Bogi Ágústsson var með okkur upp úr klukkan átta og klukkan hálf níu ræddum við við Sigríði Rut Júlíusdóttur lögmann. Já, bandarísku kosningarnar til umfjöllunar á níunda tímanum í dag. Klukkan hálf átta fjöllum við hins vegar um þá staðreynd að í það minnsta þrjú dómsmál - svokölluð “hrunmál“ - eru á leið fyrir Hæstarétt á ný. Ástæðan er sú að óhlutdrægni dómara er vefengjanleg. Með öðrum orðum gátu sakborningar ekki gengið að því vísu að dómararnir væru þeim óvilhallir. Ástæðan er sú að dómararnir töpuðu peningum við fall bankanna. Einar Gautur Steingrímsson lögmaður kom á Morgunvaktina að ræða þessi mál. Tónlist: You are so beautiful - Joe Cocker.

Spegillinn
Tæknilega gjaldþrota

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 18, 2020 30:00


Fimmtíu krár og skemmtistaðir verða lokaðir fram á þriðjudag. Stærstan hluta smita síðustu daga má rekja beint og óbeint þangað. Nýjar tillögur verða unnar um helgina. Okkur er kannski að takast að ná utan um þetta, segir sóttvarnalæknir. Maður hefur verið ákærður fyrir manndráp fyrir að verða þremur að bana með íkveikju. Aldrei í nútímaréttarfarssögu Íslands hefur verið ákært fyrir að bana svo mörgum. 60 þúsund ný störf þurfa að verða til hér á landi á næstu 30 árum til að tryggja góð efnahagsleg lífsgæði landsmanna. Þetta kemur fram í ályktun Iðnþings sem haldið var í dag. Nýsköpun og ný störf voru meginviðfangsefni þingsins. Landlæknir hefur óskað eftir gögnum frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í máli konu sem fór þar í skimun fyrir leghálskrabbameini. Á fjórða þúsund sýni sem tekin voru frá 2017 og fram á þetta ár hafa verið endurskoðuð. Yfirlæknir segir ekki tilefni til að skoða eldri sýni. Læknastofur Akureyrar hefja í næstu viku mótefnamælingar fyrir fólk sem telur sig hafa fengið COVID-19. Kráareigandi á höfðuborgarsvæðinu gagnrýnir ekki ákvöðrun um að loka krám og skemmtistöðum um helgina. Hann segir að margir staðir séu í raun gjaldþrota vegna þess að tekjur nægi ekki fyrir kostnaði. Hann kallar eftir aðgerðum af hálfu sjórnvalda og leggur til að fasteignagjöld verði felld niður og að áfengisgjöld verði felld niður eða lækkuð. Arnar Páll talar við Jón Bjarna Steinsson, Ásgeir Þór Ásgeirsson og Þórólf Guðnason. Nýsköpun er lykillinn að því að ný störf verði til. Þetta var megin inntakið á Iðnþingi sem haldið var í dag í Hörpu i Reykjavík við sérstakar aðstæður vegna Covid faraldursins. Þinginu var streymt á netinu. Kristján Sigurjónsson settist niður með tveimur þátttakendum á Iðnþingi, þeim Katrínu Pétursdóttur forstjóra Lýsis í Reykjavík og Sigríði Mogensen sviðsstjóra hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins og ræddi við þær um framtíð íslensks iðnaðar. Bráðum áratug eftir ódæðsiverkin á Útey og í miðborg Óslóar er enn rifist um hvort og hvar minnismerki um hin látnu eigi að rísa. Samingaviðræður, dómsmál og endurhönnun merkisins hafa aðeins orðið til að fresta framkvæmdum. Og nú í vikunni var deilan enn tekin til dóms. Gísli Kristjánsson sagði frá.

Spegillinn
Tæknilega gjaldþrota

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 18, 2020


Fimmtíu krár og skemmtistaðir verða lokaðir fram á þriðjudag. Stærstan hluta smita síðustu daga má rekja beint og óbeint þangað. Nýjar tillögur verða unnar um helgina. Okkur er kannski að takast að ná utan um þetta, segir sóttvarnalæknir. Maður hefur verið ákærður fyrir manndráp fyrir að verða þremur að bana með íkveikju. Aldrei í nútímaréttarfarssögu Íslands hefur verið ákært fyrir að bana svo mörgum. 60 þúsund ný störf þurfa að verða til hér á landi á næstu 30 árum til að tryggja góð efnahagsleg lífsgæði landsmanna. Þetta kemur fram í ályktun Iðnþings sem haldið var í dag. Nýsköpun og ný störf voru meginviðfangsefni þingsins. Landlæknir hefur óskað eftir gögnum frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í máli konu sem fór þar í skimun fyrir leghálskrabbameini. Á fjórða þúsund sýni sem tekin voru frá 2017 og fram á þetta ár hafa verið endurskoðuð. Yfirlæknir segir ekki tilefni til að skoða eldri sýni. Læknastofur Akureyrar hefja í næstu viku mótefnamælingar fyrir fólk sem telur sig hafa fengið COVID-19. Kráareigandi á höfðuborgarsvæðinu gagnrýnir ekki ákvöðrun um að loka krám og skemmtistöðum um helgina. Hann segir að margir staðir séu í raun gjaldþrota vegna þess að tekjur nægi ekki fyrir kostnaði. Hann kallar eftir aðgerðum af hálfu sjórnvalda og leggur til að fasteignagjöld verði felld niður og að áfengisgjöld verði felld niður eða lækkuð. Arnar Páll talar við Jón Bjarna Steinsson, Ásgeir Þór Ásgeirsson og Þórólf Guðnason. Nýsköpun er lykillinn að því að ný störf verði til. Þetta var megin inntakið á Iðnþingi sem haldið var í dag í Hörpu i Reykjavík við sérstakar aðstæður vegna Covid faraldursins. Þinginu var streymt á netinu. Kristján Sigurjónsson settist niður með tveimur þátttakendum á Iðnþingi, þeim Katrínu Pétursdóttur forstjóra Lýsis í Reykjavík og Sigríði Mogensen sviðsstjóra hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins og ræddi við þær um framtíð íslensks iðnaðar. Bráðum áratug eftir ódæðsiverkin á Útey og í miðborg Óslóar er enn rifist um hvort og hvar minnismerki um hin látnu eigi að rísa. Samingaviðræður, dómsmál og endurhönnun merkisins hafa aðeins orðið til að fresta framkvæmdum. Og nú í vikunni var deilan enn tekin til dóms. Gísli Kristjánsson sagði frá.

Spegillinn
Stefna að því að ganga ekki á lánalínuna

Spegillinn

Play Episode Listen Later Aug 26, 2020 30:00


Forstjóri Icelandair segir að allt þurfi að ganga saman, lánalína stjórnvalda og hlutafjárútboðið til að tryggja framtíð fyrirtækisins. Félagið stefni að því að ganga ekki á rúmlega 15 milljarða lánalínu frá stjórnvöldum. Ferðatakmarkanir, sem ríkisstjórnin setti á í síðustu viku, setja markaðsátak Íslandsstofu í óvissu. Þegar er búið að ráðstafa þrjú hundruð milljónum í verkefnið. Afurðaverð til bænda hefur ekki verið kynnt af sláturleyfishöfum. Mikil óvissa ríkir um afkomu bænda vegna þessa. Erfiðlega hefur gengið að manna sláturtíð vegna ferðatakmarkana Handspritt í litlum glerflöskum sem selt er í verslunum hér á landi hefur vakið hörð viðbrögð þar sem flöskurnar þykja höfða til fólks sem glímir við áfengisvanda. Yfirlæknir á Vogi segir fólk, sem hefur drukkið spritt eftir að faraldurinn skall á, leita þangað í auknum mæli. Samninganefndir Sjúkraliðafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu funduðu hjá ríkissáttasemjara í morgun, en samningar sjúkraliða á elli- og hjúkrunarheimilum hafa verið lausir síðan í mars í fyrra. Sjúkraliðar eru langþreyttir á samningsleysinu og íhuga nú aðgerðir. Alþingi kemur saman á morgun. Þetta verður stutt þinghald sem mun standa yfir í um það bil viku. Það á eftir að koma í ljós því stefnt er að því að afgreiða fjölmörg mál. Ríkisábyrgð til handa Icelandair, hlutdeildarlán, og ýmis önnur mál sem tengjasr COVID, að hlutabótaleiðin verði framlengd og tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta verði lengt í 6 mánuði. Arnar Páll Hauksson talaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar og Willum Þór Þórsson, formann fjárlaganefndar. Þrátt fyrir orð Boris Johnsons forsætisráðherra Breta í júní um að hespa nú af Brexit-samningunum við Evrópusambandið telur Michel Barnier aðalsamningamaður ESB að í síðustu samningatörn hafi heldur miðað aftur á bak en áfram. Fyrir mánuði taldi Barnier samninga ólíklega og eins nú. Það hefur ekkert heyrst nýlega hvernig staðan horfi við forsætisráðherra Breta né öðrum ráðherrum. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.

Spegillinn
Stefna að því að ganga ekki á lánalínuna

Spegillinn

Play Episode Listen Later Aug 26, 2020


Forstjóri Icelandair segir að allt þurfi að ganga saman, lánalína stjórnvalda og hlutafjárútboðið til að tryggja framtíð fyrirtækisins. Félagið stefni að því að ganga ekki á rúmlega 15 milljarða lánalínu frá stjórnvöldum. Ferðatakmarkanir, sem ríkisstjórnin setti á í síðustu viku, setja markaðsátak Íslandsstofu í óvissu. Þegar er búið að ráðstafa þrjú hundruð milljónum í verkefnið. Afurðaverð til bænda hefur ekki verið kynnt af sláturleyfishöfum. Mikil óvissa ríkir um afkomu bænda vegna þessa. Erfiðlega hefur gengið að manna sláturtíð vegna ferðatakmarkana Handspritt í litlum glerflöskum sem selt er í verslunum hér á landi hefur vakið hörð viðbrögð þar sem flöskurnar þykja höfða til fólks sem glímir við áfengisvanda. Yfirlæknir á Vogi segir fólk, sem hefur drukkið spritt eftir að faraldurinn skall á, leita þangað í auknum mæli. Samninganefndir Sjúkraliðafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu funduðu hjá ríkissáttasemjara í morgun, en samningar sjúkraliða á elli- og hjúkrunarheimilum hafa verið lausir síðan í mars í fyrra. Sjúkraliðar eru langþreyttir á samningsleysinu og íhuga nú aðgerðir. Alþingi kemur saman á morgun. Þetta verður stutt þinghald sem mun standa yfir í um það bil viku. Það á eftir að koma í ljós því stefnt er að því að afgreiða fjölmörg mál. Ríkisábyrgð til handa Icelandair, hlutdeildarlán, og ýmis önnur mál sem tengjasr COVID, að hlutabótaleiðin verði framlengd og tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta verði lengt í 6 mánuði. Arnar Páll Hauksson talaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar og Willum Þór Þórsson, formann fjárlaganefndar. Þrátt fyrir orð Boris Johnsons forsætisráðherra Breta í júní um að hespa nú af Brexit-samningunum við Evrópusambandið telur Michel Barnier aðalsamningamaður ESB að í síðustu samningatörn hafi heldur miðað aftur á bak en áfram. Fyrir mánuði taldi Barnier samninga ólíklega og eins nú. Það hefur ekkert heyrst nýlega hvernig staðan horfi við forsætisráðherra Breta né öðrum ráðherrum. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.

Spegillinn
Spegillinn 17.ágúst 2020

Spegillinn

Play Episode Listen Later Aug 17, 2020 30:00


Spegillinn 17. ágúst 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason Flugfélög gætu þurft að breyta lendingartímum ef mikið álag myndast í sýnatöku eftir að nýjar reglur um komu til landsins taka gildi. Mótmælin gegn Lukashenko forseta Hvíta Rússlands verða sífellt öflugri. Hann segist tilbúinn í nýjar kosningar ef mótmælum linni. Yfirlögregluþjónn segir að breyta þurfi upplýsingum á covid.is til að tryggja samræmi milli upplýsingavefsins og nýjustu auglýsingar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum. Tollstjórinn í Líbanon var handtekinn í dag í tengslum við sprenginguna miklu í Beirút á dögunum. Dómsmál eru í uppsiglingu gegn mörgum líbönskum embættismönnum. Vinna við nýja sjóvarnargarða á Sauðárkróki hófst í morgun. Lengri umfjöllun: Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra útlokar ekki að hlutabótaleiðin verði framlengd. Hann segir að skuldir ríkissjóðs aukist nú um rúmlega milljarð króna á dag. Hann segir ljóst að aðgerðir vegna COVID-19, sem taka gildi á miðvikudaginn, dragi mjög úr ferðavilja hingað til lands. Hann segir að ákvaraðnir séu ekki teknar út frá ferðamönnum, heldur sé verið að horfa til landamæranna. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við Bjarna í dag. Ástandið í Hvíta Rússlandi. Fjölmenn mótmæli hafa nú staðið yfir í Hvíta-Rússlandi, eða Belarús, frá því að kjörstjórn í landinu tilkynnti að Alexander Lúkasjenko hefði verið endurkjörinn forseti með yfir 80 prósentum atkvæða fyrir einni viku. Mótmælin hafa farið stigvaxandi og þeim hefur verið mætt með mikilli hörku af lögreglu og öryggissveitum. Hvíta Rússland hefur nokkra sérstöðu meðal nágrannalýðvelda sinna sem áður voru innan Sovétríkjanna og pólitísk þróun varð þar með allt öðrum hætti en t.a.m. í Eystrasaltsríkjunum eftir fall Sovétríkjanna árið 1990. Jón Ólafsson heimspekiprófessor við Háskóla Íslands hefur lengi fylgst með málum þar eystra. Kristján Sigurjónsson talar við hann. Kvótaúthlutun Evrópusambandið og Brexit. Hugtakið ,,afstæður stöðugleiki“ hljómar eins og hugtak úr heimspólitík kalda stríðsins. Reyndar er hugtakið frá þeim tíma: var, og er enn, lykilhugtak í kvótaúthlutun Evrópusambandsins. Bretar vilja breyttar úthlutunarreglur en saga þessa hugtaks skýrir af hverju Bretum gæti gengið erfiðlega að fá sitt fram. Og ekki auðveldar það Brexit. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.

Spegillinn
Spegillinn 17.ágúst 2020

Spegillinn

Play Episode Listen Later Aug 17, 2020


Spegillinn 17. ágúst 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason Flugfélög gætu þurft að breyta lendingartímum ef mikið álag myndast í sýnatöku eftir að nýjar reglur um komu til landsins taka gildi. Mótmælin gegn Lukashenko forseta Hvíta Rússlands verða sífellt öflugri. Hann segist tilbúinn í nýjar kosningar ef mótmælum linni. Yfirlögregluþjónn segir að breyta þurfi upplýsingum á covid.is til að tryggja samræmi milli upplýsingavefsins og nýjustu auglýsingar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum. Tollstjórinn í Líbanon var handtekinn í dag í tengslum við sprenginguna miklu í Beirút á dögunum. Dómsmál eru í uppsiglingu gegn mörgum líbönskum embættismönnum. Vinna við nýja sjóvarnargarða á Sauðárkróki hófst í morgun. Lengri umfjöllun: Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra útlokar ekki að hlutabótaleiðin verði framlengd. Hann segir að skuldir ríkissjóðs aukist nú um rúmlega milljarð króna á dag. Hann segir ljóst að aðgerðir vegna COVID-19, sem taka gildi á miðvikudaginn, dragi mjög úr ferðavilja hingað til lands. Hann segir að ákvaraðnir séu ekki teknar út frá ferðamönnum, heldur sé verið að horfa til landamæranna. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við Bjarna í dag. Ástandið í Hvíta Rússlandi. Fjölmenn mótmæli hafa nú staðið yfir í Hvíta-Rússlandi, eða Belarús, frá því að kjörstjórn í landinu tilkynnti að Alexander Lúkasjenko hefði verið endurkjörinn forseti með yfir 80 prósentum atkvæða fyrir einni viku. Mótmælin hafa farið stigvaxandi og þeim hefur verið mætt með mikilli hörku af lögreglu og öryggissveitum. Hvíta Rússland hefur nokkra sérstöðu meðal nágrannalýðvelda sinna sem áður voru innan Sovétríkjanna og pólitísk þróun varð þar með allt öðrum hætti en t.a.m. í Eystrasaltsríkjunum eftir fall Sovétríkjanna árið 1990. Jón Ólafsson heimspekiprófessor við Háskóla Íslands hefur lengi fylgst með málum þar eystra. Kristján Sigurjónsson talar við hann. Kvótaúthlutun Evrópusambandið og Brexit. Hugtakið ,,afstæður stöðugleiki“ hljómar eins og hugtak úr heimspólitík kalda stríðsins. Reyndar er hugtakið frá þeim tíma: var, og er enn, lykilhugtak í kvótaúthlutun Evrópusambandsins. Bretar vilja breyttar úthlutunarreglur en saga þessa hugtaks skýrir af hverju Bretum gæti gengið erfiðlega að fá sitt fram. Og ekki auðveldar það Brexit. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.

Spegillinn
Tilslökun vegna Covid-19, snertiíþróttir og veiðileyfi

Spegillinn

Play Episode Listen Later Aug 11, 2020 30:00


Spegillinn 11.082020 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Sóttvarnalæknir boðar tilslökun á tveggja metra reglu innan veggja skólanna. Þar verður miðað við einn metra á milli fólks. Áfram verður miðað við hundrað manna samkomutakmarkanir. Rætt við Þórólf Guðnason, sóttvarnarlækni Sóttvarnalæknir segir að það komi ekki á óvart að lagt sé til að Ísland fari á lista yfir svokölluðu rauð lönd. Hann bendir á að nokkur smit hér á landi vegi mun þyngra en í fjölmennari löndum. Hann telur að það það sé að takast að ná böndum á faraldurinn hér. Þá ættu smitum að fækka hratt o líklegt að Ísland verði fljótt tekið af rauðum listum. Arnar Páll Hauksson, ræddi við Þórólf Guðnason, sóttvarnarlækni Stjórnvöld þurfa að gera heildarúttekt á áhrifum opinna landamæra á Ísland - ekki aðeins á ferðaþjónustuna, segir Guðrun Johnsen, efnahagsráðgjafi VR og hagfræðingur hjá Rannsóknastofnuninni CEP í Sviss. Veirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á samfélög víða um heim en efnahagskerfi og ekki síst heilbrigðiskerfi landa ráða mis vel við faraldurinn. Bergljót Baldursdóttir talaði við Guðrúnu. Íslendingar og Færeyingar verða framvegis að fara í 14 daga sóttkví við komu til Grænlands. Landsstjórnin í Nuuk tilkynnti í dag að farþegar frá Færeyum og Íslandi væru ekki lengur undanþegnir reglum um sóttkví vegna fleiri kórónaveirusmita í löndunum. Frá þessu er skýrt í grænlenska blaðinu Sermitsiaq. Yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum segir líklegra að íþróttafólk smitist af COVID-19 utan íþróttanna en í þeim. Ef snertiíþróttir fullorðinna verði leyfðar á ný sé ábyrgðin á að forðast smit sett á herðar íþróttafólksins. Rætt við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá Almannavörnum Rússar tilkynntu í morgun að þar í landi hefði fyrsta bóluefni heimsins gegn Covid-19 verið skráð. Ríkar kröfur eru gerðar við framleiðslu nýrra bóluefna en á annað hundrað efna eru í rannsóknarferli. Sala á veiðileyfum í sumar hefur gengið betur en á horfðist í vor. Mikil veiði hefur verið í Eystri-Rangá og Hofsá virðist vera að sækja í sig veðrið á ný. Rætt við Jón Helga Björnsson formann Landsambands veiðifélaga

Spegillinn
Tilslökun vegna Covid-19, snertiíþróttir og veiðileyfi

Spegillinn

Play Episode Listen Later Aug 11, 2020


Spegillinn 11.082020 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Sóttvarnalæknir boðar tilslökun á tveggja metra reglu innan veggja skólanna. Þar verður miðað við einn metra á milli fólks. Áfram verður miðað við hundrað manna samkomutakmarkanir. Rætt við Þórólf Guðnason, sóttvarnarlækni Sóttvarnalæknir segir að það komi ekki á óvart að lagt sé til að Ísland fari á lista yfir svokölluðu rauð lönd. Hann bendir á að nokkur smit hér á landi vegi mun þyngra en í fjölmennari löndum. Hann telur að það það sé að takast að ná böndum á faraldurinn hér. Þá ættu smitum að fækka hratt o líklegt að Ísland verði fljótt tekið af rauðum listum. Arnar Páll Hauksson, ræddi við Þórólf Guðnason, sóttvarnarlækni Stjórnvöld þurfa að gera heildarúttekt á áhrifum opinna landamæra á Ísland - ekki aðeins á ferðaþjónustuna, segir Guðrun Johnsen, efnahagsráðgjafi VR og hagfræðingur hjá Rannsóknastofnuninni CEP í Sviss. Veirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á samfélög víða um heim en efnahagskerfi og ekki síst heilbrigðiskerfi landa ráða mis vel við faraldurinn. Bergljót Baldursdóttir talaði við Guðrúnu. Íslendingar og Færeyingar verða framvegis að fara í 14 daga sóttkví við komu til Grænlands. Landsstjórnin í Nuuk tilkynnti í dag að farþegar frá Færeyum og Íslandi væru ekki lengur undanþegnir reglum um sóttkví vegna fleiri kórónaveirusmita í löndunum. Frá þessu er skýrt í grænlenska blaðinu Sermitsiaq. Yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum segir líklegra að íþróttafólk smitist af COVID-19 utan íþróttanna en í þeim. Ef snertiíþróttir fullorðinna verði leyfðar á ný sé ábyrgðin á að forðast smit sett á herðar íþróttafólksins. Rætt við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá Almannavörnum Rússar tilkynntu í morgun að þar í landi hefði fyrsta bóluefni heimsins gegn Covid-19 verið skráð. Ríkar kröfur eru gerðar við framleiðslu nýrra bóluefna en á annað hundrað efna eru í rannsóknarferli. Sala á veiðileyfum í sumar hefur gengið betur en á horfðist í vor. Mikil veiði hefur verið í Eystri-Rangá og Hofsá virðist vera að sækja í sig veðrið á ný. Rætt við Jón Helga Björnsson formann Landsambands veiðifélaga

Fílalag
Blue Monday – Yfirlýsing

Fílalag

Play Episode Listen Later Jul 24, 2020 67:30


New Order – Blue Monday Hvenær varð síðast bylting? Hversu gömul er sú hugmyndafræði sem við styðjumst við á Vesturlöndum í dag? Hversu gamall er nútíminn? Þurfti ekki að umturna öllum viðmiðum og setja ný mörk eftir lok síðari heimstyrjaldar – eða eftir fall kommúnismans? Hvert er skipulag hlutanna í alþjóðavæddum heimi viðskipta og hugmynda? […]

Spegillinn
Guðni með 90% fylgi

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jun 3, 2020 30:00


Níu af hverjum tíu landsmönnum segjast ætla að kjósa Guðna Th. Jóhannesson í forsetakosningunum í lok mánaðarins samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Á fjórða þúsund eru samankomin á samstöðufundi á Austurvelli vegna ástandsins í Bandaríkjunum. Samstöðufundir voru einnig haldnir á Akureyri og Ísafirði í dag. Smitsjúkdómalæknir vill að íhugað verði að sleppa því að skima ferðamenn við komuna til landsins. Skimunin geti verið falskt öryggi. Vísbendingar eru um að þeim sem lenda í greiðsluvandræðum muni fjölga mjög þegar líður á sumarið. Árás lögreglunnar á fjölmiðlafólk undanfarna daga er mikið áfall, ekki síst vegna þess að Bandaríkin eru opinberlega stærsta lýðræðisríki heims. Þetta segir framkvæmdastjóri Alþjóðabandalags blaðamanna. Guðmundur Hálfdánarson, sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands segir að á vissan hátt sé tekist á um stöðu forsetans í kosningabaráttunni vegna komandi forsetakosninga. Guðmundur segir þetta eftir viðtal Spegilsins við Guðmund Franklín Jónsson sem býður sig fram gegn Guðna Th. Jóhannessyni forseta. Hann segir að Guðni hafi fært embættið aftur á þann stað sem það var áður en Ólafur Ragnar Grímsson beitti málskotsréttinum í fyrsta sinn. Arnar Páll Hauksson talar við Guðmund Hálfdánarson. Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans útilokar ekki að gríðarleg notkun sótthreinsispritts geti valdið varanlegum skaða á ónæmiskerfinu. Handþvottur sé besta vörnin gegn smitsjúkdómum en margir hafi hallað sér full mikið að sprittinu í heimsfaraldrinum. Veirur kunna að verða ónæmar fyrir spritti, en þegar er farið að bera á ónæmi gagnvart öðrum sótthreinsiefnum. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við Björn Rúnar Lúðvíksson. Breska stjórnin var sein að setja á samkomubann vegna COVID-19 veirunnar. Eftir misvísandi upplýsingar hika breskir foreldrar við að senda krakkana í skólann. Samt flykkist fólk á strendur og útisvæði í góða veðrinu, og hagstofustjóri Breta telur ríkisstjórnina beita tölfræðiblekkingum. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.

Spegillinn
Guðni með 90% fylgi

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jun 3, 2020


Níu af hverjum tíu landsmönnum segjast ætla að kjósa Guðna Th. Jóhannesson í forsetakosningunum í lok mánaðarins samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Á fjórða þúsund eru samankomin á samstöðufundi á Austurvelli vegna ástandsins í Bandaríkjunum. Samstöðufundir voru einnig haldnir á Akureyri og Ísafirði í dag. Smitsjúkdómalæknir vill að íhugað verði að sleppa því að skima ferðamenn við komuna til landsins. Skimunin geti verið falskt öryggi. Vísbendingar eru um að þeim sem lenda í greiðsluvandræðum muni fjölga mjög þegar líður á sumarið. Árás lögreglunnar á fjölmiðlafólk undanfarna daga er mikið áfall, ekki síst vegna þess að Bandaríkin eru opinberlega stærsta lýðræðisríki heims. Þetta segir framkvæmdastjóri Alþjóðabandalags blaðamanna. Guðmundur Hálfdánarson, sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands segir að á vissan hátt sé tekist á um stöðu forsetans í kosningabaráttunni vegna komandi forsetakosninga. Guðmundur segir þetta eftir viðtal Spegilsins við Guðmund Franklín Jónsson sem býður sig fram gegn Guðna Th. Jóhannessyni forseta. Hann segir að Guðni hafi fært embættið aftur á þann stað sem það var áður en Ólafur Ragnar Grímsson beitti málskotsréttinum í fyrsta sinn. Arnar Páll Hauksson talar við Guðmund Hálfdánarson. Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans útilokar ekki að gríðarleg notkun sótthreinsispritts geti valdið varanlegum skaða á ónæmiskerfinu. Handþvottur sé besta vörnin gegn smitsjúkdómum en margir hafi hallað sér full mikið að sprittinu í heimsfaraldrinum. Veirur kunna að verða ónæmar fyrir spritti, en þegar er farið að bera á ónæmi gagnvart öðrum sótthreinsiefnum. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við Björn Rúnar Lúðvíksson. Breska stjórnin var sein að setja á samkomubann vegna COVID-19 veirunnar. Eftir misvísandi upplýsingar hika breskir foreldrar við að senda krakkana í skólann. Samt flykkist fólk á strendur og útisvæði í góða veðrinu, og hagstofustjóri Breta telur ríkisstjórnina beita tölfræðiblekkingum. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.

Spegillinn
Spegillinn 27. maí 2020

Spegillinn

Play Episode Listen Later May 27, 2020 30:00


Mál Sigurjóns Árnasonar og Elínar Sigfúsdóttur verður tekið til meðferðar aftur í Hæstarétti. Yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans segir brýnt að fá öflug og sjálfvirk tæki til að greina sýni. Deildin geti greint fimmhundruð sýni á dag í takmarkaðan tíma og því spurning hvort fá eigi fleiri til að greina sýni á meðan ástand deildarinnar sé svona. Öllum flugumferðarstjórum í flugstjórnarmiðstöð hjá Isavia, var sagt upp í dag. Þeir verða ráðnir aftur í lágmark 75 prósent starfshlutfall. Landeigendur hafa fengið sig fullsadda af sóðaskap næturgesta í Hrunalaug, nærri Flúðum. Lögreglan á Suðurlandi hefur lokið skýrslutöku yfir manni sem hringdi í neyðarlínuna í nótt og tilkynnti að hann hefði séð mann falla í Ölfusá. Maðurinn sem hann sagðist hafa séð falla í ána var hann sjálfur. Gripið hefur verið til ýmissa ráða til þess að tryggja áframhaldandi fengsæld í Hítará eftir að stór skriða breytti farvegi hennar fyrir tveimur árum. Umhverfisstofnun er nú að taka saman hversu mikið dró úr loftmengun í samkomubanninu.

sigf sigurj landsp isavia yfirl umhverfisstofnun
Spegillinn
Spegillinn 27. maí 2020

Spegillinn

Play Episode Listen Later May 27, 2020


Mál Sigurjóns Árnasonar og Elínar Sigfúsdóttur verður tekið til meðferðar aftur í Hæstarétti. Yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans segir brýnt að fá öflug og sjálfvirk tæki til að greina sýni. Deildin geti greint fimmhundruð sýni á dag í takmarkaðan tíma og því spurning hvort fá eigi fleiri til að greina sýni á meðan ástand deildarinnar sé svona. Öllum flugumferðarstjórum í flugstjórnarmiðstöð hjá Isavia, var sagt upp í dag. Þeir verða ráðnir aftur í lágmark 75 prósent starfshlutfall. Landeigendur hafa fengið sig fullsadda af sóðaskap næturgesta í Hrunalaug, nærri Flúðum. Lögreglan á Suðurlandi hefur lokið skýrslutöku yfir manni sem hringdi í neyðarlínuna í nótt og tilkynnti að hann hefði séð mann falla í Ölfusá. Maðurinn sem hann sagðist hafa séð falla í ána var hann sjálfur. Gripið hefur verið til ýmissa ráða til þess að tryggja áframhaldandi fengsæld í Hítará eftir að stór skriða breytti farvegi hennar fyrir tveimur árum. Umhverfisstofnun er nú að taka saman hversu mikið dró úr loftmengun í samkomubanninu.

sigf sigurj landsp isavia yfirl umhverfisstofnun
Landspítali hlaðvarp
Ragnar Freyr Ingvarsson yfirlæknir og Sólveig Hólmfríður Sverrisdóttir deildarstjóri: Covid-19-göngudeild Landspítala - Uppsetning og verkefni

Landspítali hlaðvarp

Play Episode Listen Later May 25, 2020 92:58


Sérstök Covid-19-göngudeild Landspítala og þjónustan þar, ásamt öflugri fjarheilbrigðisþjónustu, gegndi lykilhlutverki í vel heppnuðum undirbúningi og viðbragði hér á landi gagnvart Covid-19-faraldrinum. Deildin er raunar talin einstæð á heimsvísu og þótti halda utan um krefjandi sjúklingahóp með afar farsælum hætti, en hún hefur nú lokið störfum. Yfirlæknir göngudeildarinnar var Ragnar Freyr Ingvarsson og deildarstjóri Sólveig Hólmfríður Sverrisdóttir. Hér er rætt við Ragnar Frey og Sólveigu, sem segja frá verkefnum sínum á göngudeildinni, ásamt því að gefa okkur innsýn í bakgrunn sinn. Gestastjórnandi er Jón Magnús Jóhannesson sérnámslæknir.

Landspítali hlaðvarp
Ólafur Guðlaugsson yfirlæknir sýkingavarnadeildar: Undirbúningur og starfsemi Landspítala í COVID-19-faraldrinum

Landspítali hlaðvarp

Play Episode Listen Later May 5, 2020 70:39


Ólafur Guðlaugsson hefur verið yfirlæknir sýkingavarnadeildar Landspítala frá árinu 2003 og samhliða gegnt stöðu við smitsjúkdómadeild spítalans. Deildirnar spiluðu ótvíræða lykilrullu í undirbúningi, viðbrögðum og starfsemi spítalans í COVID-19-faraldrinum. Ólafur sérmenntaði sig vestanhafs í því fagi og krækti sér þá að auki í meistaragráðu í lýðheilsufræðum. Hann er gestur Hlaðvarps Landspítala að þessu sinni, en gestastjórnandi er Jón Magnús Jóhannesson sérnámslæknir.

Landspítali hlaðvarp
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar: COVID-19 faraldurinn og víðtæk áhrif hans á starfsemi Landspítala

Landspítali hlaðvarp

Play Episode Listen Later Apr 21, 2020 110:30


Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala og hefur gegnt lykilhlutverki í undirbúningi, vibrögðum og starfsemi Landspítala kringum COVID19-faraldurinn. Hér ræðir Jón Magnús Jóhannesson sérnámslæknir við Má, ásamt Stefáni Hrafni Hagalín, deildarstjóra samskiptadeildar. Tæpt er á bakgrunni beggja læknanna, en áherslan er þó á Má sem á einstaklega fjölbreyttan og farsælan feril að baki, bæði sem læknir og stjórnandi í faginu. Már hugsar með sérstöku þakklæti til mikilvægra mótunarára á Fáskrúðsfirði þar sem hann starfaði um tveggja ára skeið sem nýútskrifaður læknir. Farið er yfir helstu ráðstafnir og verkefni á Landspítala vegna faraldursins og vöngum velt yfir einkennum veirunnar, lyfjaþróun og samfélagslegum áhrifum. Upptöku annaðist Ásvaldur Kristjánsson hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict.

Spegillinn
Landsmenn taki banninu ekki alvarlega

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 24, 2020 30:00


Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir að fjöldi undanþágubeiðna vegna samkomubanns bendi til þess að hluti landsmanna taki bannið ekki alvarlega. Það boði ekki gott. Sextíu og eitt nýsmit hefur greinst frá því í gær. Opnað verður fyrir umsóknir um bætur vegna hlutastarfa fyrir hádegi á morgun. Forstjóri Vinnumálstofnunar býst við að minnsta kosti 10 þúsund umsóknum og að þær geti jafnvel orðið allt að 20 þúsund. Gengi bréfa í Icelandair hækkaði um 5,5% í dag. Það hefur lækkað um rúmlega 60% á einum mánuði. Sveitarstjóri Norðurþings segir það hafa hrist upp í fólki þegar ástralskur ferðamaður lést á sjúkrahúsinu á Húsavík. Mikil samstaða sé um að verjast kórónuveirunni. Nokkuð ljóst er að kjaraviðræður Eflingar og sveitarfélaganna munu frestast þar til veirufaraldrinum lýkur. Nýju tilboði Eflingar var hafnað á stuttum sáttafundi í morgun. Verkfalli Eflingar hefur verið frestað en félagið segist reiðubúið að hefja verkfallsaðgerðir á nýjan leik þegar faraldurinn er genginn yfir. Arnar Páll Hauksson talar við Viðar Þorsteinsson og Unni Sverrisdóttur. Ráðrúm stjórnvalda til að bregðast við vá eins og COVID19 faraldrinum markast meðal annars af trausti. Ef traust almennings á stjórnvöldum er lítið er minni von að fólk fari eftir opinberum boðum og bönnum. Eitt af því sem skapar traust eru einhlít boð og bönn, tilmæli og upplýsingar. Ekki upplýsingar sem vísa í allar áttir. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Myllumerkið #Tradwives hefur átt vaxandi fylgi að fagna á samfélagsmiðlum. Í Bretlandi og Bandaríkjunum hefur sprottið upp hreyfing kvenna sem vill hverfa aftur til óræðs tíma þar sem konur voru heimavinnandi og karlar fyrirvinnur. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá.

Spegillinn
Landsmenn taki banninu ekki alvarlega

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 24, 2020


Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir að fjöldi undanþágubeiðna vegna samkomubanns bendi til þess að hluti landsmanna taki bannið ekki alvarlega. Það boði ekki gott. Sextíu og eitt nýsmit hefur greinst frá því í gær. Opnað verður fyrir umsóknir um bætur vegna hlutastarfa fyrir hádegi á morgun. Forstjóri Vinnumálstofnunar býst við að minnsta kosti 10 þúsund umsóknum og að þær geti jafnvel orðið allt að 20 þúsund. Gengi bréfa í Icelandair hækkaði um 5,5% í dag. Það hefur lækkað um rúmlega 60% á einum mánuði. Sveitarstjóri Norðurþings segir það hafa hrist upp í fólki þegar ástralskur ferðamaður lést á sjúkrahúsinu á Húsavík. Mikil samstaða sé um að verjast kórónuveirunni. Nokkuð ljóst er að kjaraviðræður Eflingar og sveitarfélaganna munu frestast þar til veirufaraldrinum lýkur. Nýju tilboði Eflingar var hafnað á stuttum sáttafundi í morgun. Verkfalli Eflingar hefur verið frestað en félagið segist reiðubúið að hefja verkfallsaðgerðir á nýjan leik þegar faraldurinn er genginn yfir. Arnar Páll Hauksson talar við Viðar Þorsteinsson og Unni Sverrisdóttur. Ráðrúm stjórnvalda til að bregðast við vá eins og COVID19 faraldrinum markast meðal annars af trausti. Ef traust almennings á stjórnvöldum er lítið er minni von að fólk fari eftir opinberum boðum og bönnum. Eitt af því sem skapar traust eru einhlít boð og bönn, tilmæli og upplýsingar. Ekki upplýsingar sem vísa í allar áttir. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Myllumerkið #Tradwives hefur átt vaxandi fylgi að fagna á samfélagsmiðlum. Í Bretlandi og Bandaríkjunum hefur sprottið upp hreyfing kvenna sem vill hverfa aftur til óræðs tíma þar sem konur voru heimavinnandi og karlar fyrirvinnur. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá.

Spegillinn
Landsmenn taki banninu ekki alvarlega

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 24, 2020


Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir að fjöldi undanþágubeiðna vegna samkomubanns bendi til þess að hluti landsmanna taki bannið ekki alvarlega. Það boði ekki gott. Sextíu og eitt nýsmit hefur greinst frá því í gær. Opnað verður fyrir umsóknir um bætur vegna hlutastarfa fyrir hádegi á morgun. Forstjóri Vinnumálstofnunar býst við að minnsta kosti 10 þúsund umsóknum og að þær geti jafnvel orðið allt að 20 þúsund. Gengi bréfa í Icelandair hækkaði um 5,5% í dag. Það hefur lækkað um rúmlega 60% á einum mánuði. Sveitarstjóri Norðurþings segir það hafa hrist upp í fólki þegar ástralskur ferðamaður lést á sjúkrahúsinu á Húsavík. Mikil samstaða sé um að verjast kórónuveirunni. Nokkuð ljóst er að kjaraviðræður Eflingar og sveitarfélaganna munu frestast þar til veirufaraldrinum lýkur. Nýju tilboði Eflingar var hafnað á stuttum sáttafundi í morgun. Verkfalli Eflingar hefur verið frestað en félagið segist reiðubúið að hefja verkfallsaðgerðir á nýjan leik þegar faraldurinn er genginn yfir. Arnar Páll Hauksson talar við Viðar Þorsteinsson og Unni Sverrisdóttur. Ráðrúm stjórnvalda til að bregðast við vá eins og COVID19 faraldrinum markast meðal annars af trausti. Ef traust almennings á stjórnvöldum er lítið er minni von að fólk fari eftir opinberum boðum og bönnum. Eitt af því sem skapar traust eru einhlít boð og bönn, tilmæli og upplýsingar. Ekki upplýsingar sem vísa í allar áttir. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Myllumerkið #Tradwives hefur átt vaxandi fylgi að fagna á samfélagsmiðlum. Í Bretlandi og Bandaríkjunum hefur sprottið upp hreyfing kvenna sem vill hverfa aftur til óræðs tíma þar sem konur voru heimavinnandi og karlar fyrirvinnur. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá.

Fotbolti.net
Miðjan - Davíð Smári um Kórdrengjaævintýrið

Fotbolti.net

Play Episode Listen Later Jan 22, 2020


Davíð Smári Lamude, er gestur í hlaðvarpsþættinum Miðjunni að þessu sinni. Hann er þjálfari Kórdrengja sem hafa spilað 3 ár í deildarkeppni hér á landi og hafa farið upp um deild síðustu 2 ár. Þeir spila því í 2. deildinni í sumar. Meðal efnis: - Yfirlýsing um að vinna 2. deildina í haust - Afhverju hætti Ingvar Kale - Hver verður í markinu í sumar - Hvernig er félagið fjármagnað - Þurftu að neita auglýsendum - Draumur um að komast í Pepsi Max-deildina - Plön um yngri flokka starf - Aðstöðumál - Pælingar um að breyta nafni félagsins - Skapið - Kjaftasagan um Kenwyne Jones

Fotbolti.net
Íslenski boltinn - Stór yfirlýsing frá Víkingi

Fotbolti.net

Play Episode Listen Later Jan 18, 2020


Úr útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Elvar og Tómas fóru yfir allt það helsta sem er að frétta úr íslenska fótboltanum. Góðar fréttir fyrir Blika en vondar fyrir KR-inga sem misstu tvo leikmenn í langtímameiðsli. Þá var Hafliði Breiðfjörð í beinni útsendingu frá Fossvoginum þar sem Víkingar voru með fréttamannafund og kynntu tvo leikmenn. Rætt var við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga.

Spegillinn
Áratugur deilihagkerfis og vantrausts

Spegillinn

Play Episode Listen Later Dec 27, 2019 30:00


Að minnsta kosti þrjár konur tengjast málum lögmanns sem var handtekinn á jólanótt vegna gruns um kynferðisbrot og frelsissviptingu. Réttargæslumaður einnar þeirra segir lögmanninn hafa fengið sérmeðferð og vill að störf lögreglu á vettvangi verði rannsökuð. Aldrei hafa fleiri þurft að dvelja á bráðamóttöku Landspítalans um jól eða allt að þrjátíu manns. Yfirlæknir bráðalækninga segir vandræði skapast við að reyna að koma sjúklingum fyrir. Óttast er að gróðureldar sem hafa geisað í Ástralíu síðan í október breiðist enn frekar út í hitabylgju sem spáð er næstu daga. Veðurstofan spáir suðvestan hvassviðri eða stormi austan til á landinu. Færð fer versnandi víða um land. Fjörutíu og sex þúsund manns lögðu leið sína í Ríkið á Þorláksmessu, fleiri en nokkru sinni. Við rifjum upp það sem gerðist í stjórmálum og ferðaþjónustu á þessum áratug. Stjórnmálaprófessor segir að hann hafi einkennst af miklu vantrausti. Hótelrekandi segir Airbnb hafa breytt öllu. Arnar Páll Hauksson ræðir við Eirík Bergmann. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Kristófer Oliversson og Soffíu Kristínu Þórðardóttur.

Spegillinn
Áratugur deilihagkerfis og vantrausts

Spegillinn

Play Episode Listen Later Dec 27, 2019


Að minnsta kosti þrjár konur tengjast málum lögmanns sem var handtekinn á jólanótt vegna gruns um kynferðisbrot og frelsissviptingu. Réttargæslumaður einnar þeirra segir lögmanninn hafa fengið sérmeðferð og vill að störf lögreglu á vettvangi verði rannsökuð. Aldrei hafa fleiri þurft að dvelja á bráðamóttöku Landspítalans um jól eða allt að þrjátíu manns. Yfirlæknir bráðalækninga segir vandræði skapast við að reyna að koma sjúklingum fyrir. Óttast er að gróðureldar sem hafa geisað í Ástralíu síðan í október breiðist enn frekar út í hitabylgju sem spáð er næstu daga. Veðurstofan spáir suðvestan hvassviðri eða stormi austan til á landinu. Færð fer versnandi víða um land. Fjörutíu og sex þúsund manns lögðu leið sína í Ríkið á Þorláksmessu, fleiri en nokkru sinni. Við rifjum upp það sem gerðist í stjórmálum og ferðaþjónustu á þessum áratug. Stjórnmálaprófessor segir að hann hafi einkennst af miklu vantrausti. Hótelrekandi segir Airbnb hafa breytt öllu. Arnar Páll Hauksson ræðir við Eirík Bergmann. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Kristófer Oliversson og Soffíu Kristínu Þórðardóttur.

Mannlegi þátturinn
Geislameðferð í 100 ár,Þorsteinn frá Hamri og Sigurlaug Dillý-Halldórs

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Nov 11, 2019 50:00


MANNLEGI ÞÁTTURINN MÁNUDAG 11.nóv 2019 UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUÐFINNUR SIGURVINSSON Geislameðferð krabbameina á Íslandi hófst fyrir 100 árum eða árið 1919 eftir kaup á geislavirku Radíni til landsins. Gunnlaugur Classen prófessor kynnti sér árin 1916-17 notkun Radíns til lækninga, einkum í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Grein eftir hann birtist í Ísafold 2. mars 1918 og í apríl það ár flutti hann, að tilhlutan Oddfellowreglunnar, tvo fyrirlestra um geislameðferð með Radíni. Jakob Jóhannson Yfirlæknir geislameðferðar krabbameina en hann flutti erindi á sérstöku málþingi til að minnast þessara tímamóta, Geislameðferð - staðan í dag og litið til framtíðar. Við tölum við Jakob hér á eftir. Ástráður Eysteinsson um Þorstein frá Hamri Sigurlaug Halldórsdóttir, Dillý, er flugfreyja hjá Icelandair og hefur verið í háloftunum óslitið frá því herrans ári 1982. Ósennilegt er að hún hafi mikinn tíma til lesturs rétt á meðan hún passar upp á farþegana en þegar hún er í vaktafríi eru meiri líkur en minni á að hún finnist annað hvort á heimili sínu í Reykjavík eða í Bolungarvík þar sem hún á sitt annað heimili, Hjara, með bók í hönd.

rad dill reykjav halld icelandair kaupmannah grein stokkh jakob j yfirl hamri eysteinsson bolungarv
Mannlegi þátturinn
Geislameðferð í 100 ár,Þorsteinn frá Hamri og Sigurlaug Dillý-Halldórs

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Nov 11, 2019


MANNLEGI ÞÁTTURINN MÁNUDAG 11.nóv 2019 UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUÐFINNUR SIGURVINSSON Geislameðferð krabbameina á Íslandi hófst fyrir 100 árum eða árið 1919 eftir kaup á geislavirku Radíni til landsins. Gunnlaugur Classen prófessor kynnti sér árin 1916-17 notkun Radíns til lækninga, einkum í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Grein eftir hann birtist í Ísafold 2. mars 1918 og í apríl það ár flutti hann, að tilhlutan Oddfellowreglunnar, tvo fyrirlestra um geislameðferð með Radíni. Jakob Jóhannson Yfirlæknir geislameðferðar krabbameina en hann flutti erindi á sérstöku málþingi til að minnast þessara tímamóta, Geislameðferð - staðan í dag og litið til framtíðar. Við tölum við Jakob hér á eftir. Ástráður Eysteinsson um Þorstein frá Hamri Sigurlaug Halldórsdóttir, Dillý, er flugfreyja hjá Icelandair og hefur verið í háloftunum óslitið frá því herrans ári 1982. Ósennilegt er að hún hafi mikinn tíma til lesturs rétt á meðan hún passar upp á farþegana en þegar hún er í vaktafríi eru meiri líkur en minni á að hún finnist annað hvort á heimili sínu í Reykjavík eða í Bolungarvík þar sem hún á sitt annað heimili, Hjara, með bók í hönd.

rad dill reykjav halld icelandair kaupmannah grein stokkh jakob j yfirl hamri eysteinsson bolungarv
Mannlegi þátturinn
Geislameðferð í 100 ár,Þorsteinn frá Hamri og Sigurlaug Dillý-Halldórs

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Nov 11, 2019


MANNLEGI ÞÁTTURINN MÁNUDAG 11.nóv 2019 UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUÐFINNUR SIGURVINSSON Geislameðferð krabbameina á Íslandi hófst fyrir 100 árum eða árið 1919 eftir kaup á geislavirku Radíni til landsins. Gunnlaugur Classen prófessor kynnti sér árin 1916-17 notkun Radíns til lækninga, einkum í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Grein eftir hann birtist í Ísafold 2. mars 1918 og í apríl það ár flutti hann, að tilhlutan Oddfellowreglunnar, tvo fyrirlestra um geislameðferð með Radíni. Jakob Jóhannson Yfirlæknir geislameðferðar krabbameina en hann flutti erindi á sérstöku málþingi til að minnast þessara tímamóta, Geislameðferð - staðan í dag og litið til framtíðar. Við tölum við Jakob hér á eftir. Ástráður Eysteinsson um Þorstein frá Hamri Sigurlaug Halldórsdóttir, Dillý, er flugfreyja hjá Icelandair og hefur verið í háloftunum óslitið frá því herrans ári 1982. Ósennilegt er að hún hafi mikinn tíma til lesturs rétt á meðan hún passar upp á farþegana en þegar hún er í vaktafríi eru meiri líkur en minni á að hún finnist annað hvort á heimili sínu í Reykjavík eða í Bolungarvík þar sem hún á sitt annað heimili, Hjara, með bók í hönd.

rad dill reykjav halld icelandair kaupmannah grein stokkh jakob j yfirl hamri eysteinsson bolungarv
Heimskviður
9 | Vandræði Trumps, Kína fer í hart við NBA, og Danir á norðurslóðum

Heimskviður

Play Episode Listen Later Oct 11, 2019 50:00


Í níunda þætti Heimskviðna er fjallað um hvernig Bandaríkjaforseti nýtir sér innrás Tyrkja inn í Sýrland til draga athyglina frá vandræðum heima fyrir, þar sem hann á yfir höfði sér ákæru fyrir embættisglöp. Bjarni Pétur Jónsson fjallar um forsetann, en ólíklegt er að heitasta ósk Demókrata, um að koma forsetanum frá völdum, rætist. Svo er það körfuboltinn og pólitíkin. Það fór allt á hvolf í Kína eftir að aðalframkvæmdastjóri NBA liðsins Houston Rockets lýsti yfir stuðningi við mótmælendur í Hong Kong. Yfirlýsing hans hefur dregið dilk á eftir sér og ljóst er að NBA deildin verður af umtalsverðum tekjum vegna þessa. Deilan varpar ljósi á flókið samband íþrótta og kapítalisma. Danir hafa aukið viðveru herafla við Grænland, enda fáir meðvitaðari um mikilvægi Grænlands á Norðurslóðum. Það er viðeigandi umfjöllunarefni nú þegar Arctic Circle þingið stendur sem hæst hér á landi. Bogi Ágústsson ræðir við danska sagnfræðinginn Rasmus Dahlberg. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Heimskviður
9 | Vandræði Trumps, Kína fer í hart við NBA, og Danir á norðurslóðum

Heimskviður

Play Episode Listen Later Oct 11, 2019


Í níunda þætti Heimskviðna er fjallað um hvernig Bandaríkjaforseti nýtir sér innrás Tyrkja inn í Sýrland til draga athyglina frá vandræðum heima fyrir, þar sem hann á yfir höfði sér ákæru fyrir embættisglöp. Bjarni Pétur Jónsson fjallar um forsetann, en ólíklegt er að heitasta ósk Demókrata, um að koma forsetanum frá völdum, rætist. Svo er það körfuboltinn og pólitíkin. Það fór allt á hvolf í Kína eftir að aðalframkvæmdastjóri NBA liðsins Houston Rockets lýsti yfir stuðningi við mótmælendur í Hong Kong. Yfirlýsing hans hefur dregið dilk á eftir sér og ljóst er að NBA deildin verður af umtalsverðum tekjum vegna þessa. Deilan varpar ljósi á flókið samband íþrótta og kapítalisma. Danir hafa aukið viðveru herafla við Grænland, enda fáir meðvitaðari um mikilvægi Grænlands á Norðurslóðum. Það er viðeigandi umfjöllunarefni nú þegar Arctic Circle þingið stendur sem hæst hér á landi. Bogi Ágústsson ræðir við danska sagnfræðinginn Rasmus Dahlberg. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Heimskviður
9 | Vandræði Trumps, Kína fer í hart við NBA, og Danir á norðurslóðum

Heimskviður

Play Episode Listen Later Oct 11, 2019


Í níunda þætti Heimskviðna er fjallað um hvernig Bandaríkjaforseti nýtir sér innrás Tyrkja inn í Sýrland til draga athyglina frá vandræðum heima fyrir, þar sem hann á yfir höfði sér ákæru fyrir embættisglöp. Bjarni Pétur Jónsson fjallar um forsetann, en ólíklegt er að heitasta ósk Demókrata, um að koma forsetanum frá völdum, rætist. Svo er það körfuboltinn og pólitíkin. Það fór allt á hvolf í Kína eftir að aðalframkvæmdastjóri NBA liðsins Houston Rockets lýsti yfir stuðningi við mótmælendur í Hong Kong. Yfirlýsing hans hefur dregið dilk á eftir sér og ljóst er að NBA deildin verður af umtalsverðum tekjum vegna þessa. Deilan varpar ljósi á flókið samband íþrótta og kapítalisma. Danir hafa aukið viðveru herafla við Grænland, enda fáir meðvitaðari um mikilvægi Grænlands á Norðurslóðum. Það er viðeigandi umfjöllunarefni nú þegar Arctic Circle þingið stendur sem hæst hér á landi. Bogi Ágústsson ræðir við danska sagnfræðinginn Rasmus Dahlberg. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Spegillinn
Spegillinn 9. september 2019

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 9, 2019 30:00


Umsjón: Stígur Helgason Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson Dómsmálaráðherra fagnar því að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafi ákveðið að taka Landsréttarmálið til umfjöllunar. Þó sé viðbúið að bíða þurfi niðurstöðu í ár eða lengur. Stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur telur að ríkislögreglustjóri eigi að stíga til hliðar á meðan úttekt á embættinu fer fram. Atkvæðagreiðsla á breska þinginu um hvort boða eigi til þingkosninga í næsta mánuði, dregst fram á kvöld. John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins ætlar að hætta í embætti, hvort sem kosið verður eða ekki. Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur keypt tæplega ellefu prósenta hlut í Brimi fyrir átta milljarða. Deila er risin um það hvar grafa skuli Robert Mugabe, fyrrverandi forseta Simbabve. Um það eru fjölskylda hans og stjórnvöld ósammála. Í Speglinum var rætt við Berglindi Svavarsdóttur, formann Lögmannafélags Íslands, um ákvörðun yfirdeildar Mannréttindadómstólsins að taka Landsréttarmálið til umfjöllunar. Fyrir tveimur mánuðum, þegar Boris Johnson tók við sem forsætisráðherra Breta bauð írski forsætisráðherrann Leo Varadkar honum strax í heimsókn til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Það var fyrst í morgun að Johnson gaf sér tíma til fundar í Dyflinni. Sem fyrr er allt óklárt heima fyrir: Johnson slær úr og í um útgöngusamning og hefur ekki lengur tök á framvindunni því hann hefur ekki meirihluta í þinginu. Hann getur því ekki efnt til kosninga í bráð og þingið gæti neytt hann til að fresta áætlaðri útgöngu úr ESB 31. október. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Sigrúnu Davíðsdóttur, sem hefur fylgst með framvindunni. Þriðjungi fleiri komu á bráðamóttöku Landspítalans vegna fíkniefnaneyslu síðsumars en gera í venjulegum mánuði. Yfirlæknir bráðalækninga segir aukna kókaínneyslu áberandi og hún sé ekki bundin við neinn einn þjóðfélagshóp. Afleiðingarnar geti verið hjartaáfall. Ráðgjafi á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti segir það algera undantekningu að fólk komi í meðferð vegna áfengisneyslu. Hópurinn þar sé yngri en áður og í vanda vegna neyslu á hörðum fíkniefnum.

Spegillinn - Hlaðvarp
MDE tekur fyrir Landsréttarmálið Neysla kókaíns eykst

Spegillinn - Hlaðvarp

Play Episode Listen Later Sep 9, 2019


Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu ákvað í dag að taka fyrir Landsréttarmálið svokallaða og lengist þar með enn biðin eftir endanlegri niðurstöðu í málið. Stígur Helgason ræddi við Berglindi Svavarsdóttur, formann lögmannafélags Íslands. Fyrir tveimur mánuðum, þegar Boris Johnson tók við sem forsætisráðherra Breta bauð írski forsætisráðherrann Leo Varadkar honum strax í heimsókn til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Það var fyrst í morgun að Johnson gaf sér tíma til fundar í Dyflinni. Sem fyrr er allt óklárt heima fyrir: Johnson slær úr og í um útgöngusamning og hefur ekki lengur tök á framvindunni því hann hefur ekki meirihluta í þinginu. Hann getur því ekki efnt til kosninga í bráð og þingið gæti neytt hann til að fresta áætlaðri útgöngu úr ESB 31. október. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Sigrúnu Davíðsdóttur. Þriðjungi fleiri komu á bráðamóttöku Landspítalans vegna fíkniefnaneyslu síðsumars en gera í venjulegum mánuði. Yfirlæknir bráðalækninga segir aukna kókaínneyslu áberandi og hún sé ekki bundin við neinn einn þjóðfélagshóp. Afleiðingarnar geti verið hjartaáfall. Ráðgjafi á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti segir það algera undantekningu að fólk komi í meðferð vegna áfengisneyslu. Hópurinn þar sé yngri en áður og í vanda vegna neyslu á hörðum fíkniefnum. Og það er ekki skrítið að neyslan á kókaíni hafi aukist eins og fram kom í fréttum nýverið. Kristín Sigurðardóttir talaði við Sigurð Hólmar Karlasson og Jón Magnús Kristjánsson.

Bráðavarpið
Hópslys Og Bráðaflokkun

Bráðavarpið

Play Episode Listen Later Jun 20, 2019 45:45


Jón Magnús Kristjánsson Yfirlæknir á bráðamóttöku Landsspítalans í Fossvogi og Guðrún Lísbet Níelsdóttir Hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri viðbragsáætlana flæðissviðs Landsspítalans, komu í Bráðavarpið og ræddum við um hópslys, bráðaflokkun og getu heilbrigðiskerfsins til þess að takast á við slíka atvik.

gu hj magn kristj yfirl landssp fossvogi
Spegillinn
Spegilinn miðvikudaginn 29. maí 2019

Spegillinn

Play Episode Listen Later May 29, 2019 30:00


Stjórnvöld stefna að því að gera Ísland fyrsta land í heimi til að banna dreifingu matvæla sem sýklalyfjaónæmar bakteríur greinast í. Yfirlögregluþjón segir að bæði Íslendingar og útlendingar tengist skipulagðri glæpastarfsemi sem hefur tengt anga sína hingað til lands Fjórir stjórnarandstöðuflokkar vilja að innleiðing þriðja orkupakkans verði færð aftast á dagskrá þingsins og flokkarnir semji um mál sem bíða afgreiðslu. Formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að þingið verði að bregðast við afbrotum, lygum og öðrum misgjörðum Trumps forseta, þar sem dómsmálaráðuneytið vilji ekki grípa til aðgerða gegn honum. Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemdir við að Árneshreppur auglýsi samþykkt deiliskipulag fyrir undirbúningsrannsóknir vegna Hvalárvirkjunar. Samningar opinbera starfsmanna hafa verið lausir frá 1. mars. Samningaviðræður standa yfir og óvíst hvenær eða hvernig þeim lyktar. Meginrafa háskólamanna er að lágmarkslaun verði ekki undir 500 þúsund og jafnt framt hafnar BHM alfarið því að samið verði um krónutöluhækkanir. Arnar Páll Hauksson talar við Þórunni Sveinbjarnardóttur formann BHM Þjóðaröryggisráð stendur fyrir málþingi í haust um falsfréttir, upplýsingaóreiðu og öryggismál á þessu sviði. Forsætisráðherra hyggst láta vinna tillögur um leiðir til að vekja almenning til vitundar um þessa ógn sem steðjar að lýðræðissamfélaginu. Bergljót Baldursdóttir talar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Umsjón Arnar Páll Hauksson. Tæknimaður Hrafnkell Sigurðsson.

Mannlegi þátturinn
Póstkort frá Spáni,yfirlæknir á Vogi og Elín Matthildur björgunarsveit

Mannlegi þátturinn

Play Episode Listen Later Mar 20, 2019 55:00


MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 20.MARS 2019 UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Á undanförnum 40 árum hafa rúmlega 25 þúsund einstaklingar farið í meðferð á sjúkrahúsið Vog, eða 7,4 % núlifandi Íslendinga 15 ára og eldri. Í fyrra voru 2.275 innritanir á Vog og meðallegudagar sjúklinga voru 9,63 dagar. Í vímuefnagreiningu SÁÁ má sjá að neysluminstur þeirra sem hafa farið í meðferð hefur breyst talsvert á undanförnum 20 árum, árið 1995 voru tveir þriðju sem komu á Vog þar vegna áfengisneyslu, en sú tala hefur lækkað um meira en helming á sama tíma og neysla harðari efna hefur aukist talsvert, eins og til dæmis kókaíns og ópíóða. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, kemur í þáttinn í dag og fer með okkur yfir stöðuna og þróunina á undanförnum 40 árum. Næstkomandi föstudag verður haldið upp á 70 ára slysavarna- og björgunarstarf í Borgarnesi - og sama dag verður tekin skóflustunga að nýju og glæsilegu björgunarhúsi. Það er í sjálfu sér merkilegt að lítil björgunarsveit ráðist í svo miklar framkvæmdir en okkur skilst að menn séu bjartsýnir í Borgarnesi. Töluverð endurnýjun hefur verið í sveitinni undanfarin misseri og fyrst og fremst hefur það verið fólk á miðjum aldri sem hefur verið að ganga í sveitina, sem er áhugavert. Póstkort frá Spáni heita pistlarnir sem Magnús R. Einarsson mun senda okkur næstu vikur og mánuði, en hann fluttist til Alicante fyrir skemmstu. Í fyrsta pistlinum segir hann frá lífinu í borginni og hvernig það er að vera nánast mállaus að bagsa við að fá kennitölu og opna bankareikning til þess að geta fengið internet í íbúðina sem hann leigir.

mars magn alicante einarsson vog valger matthildur yfirl borgarnesi
Spegillinn
Spegillinn 15. mars 2019

Spegillinn

Play Episode Listen Later Mar 15, 2019 30:00


Starfsgreinasambandið hótar að slíta samningaviðræðum við atvinnurekendur og hefja undirbúning verkfalla komi ekkert nýtt frá SA um helgina. Líklegt er að iðnaðarmenn slíti líka viðræðum. Dómstólasýslan vill að lögum verði breytt til að hægt verði að fjölga dómurum við Landsrétt. Vegna dóms Mannréttindadómstólsins munu fjórir dómarar lands ekki taka þátt í dómsstörfum. Ingimundur Sigurpálsson er hættur sem forstjóri Íslandspósts. Hann tilkynnti þetta á aðalfundi félagsins í dag. Svissneskur ostagerðarmaður og nokkrir listaskólanemar hafa komist að því að bragðgæði osts breytast eftir því hvaða tónlist er leikin meðan hann þroskast. Hip hop þykir skila mjúku blómabragði. Starfsgreinasambandið hótar að slíta samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins ef ekki koma fram nýjar hugmyndir eða tillögur frá samtökunum nú um helgina. Ef viðræðum verður slitið hefst undirbúningur verkfalla. Iðnaðarmenn munu að öllum líkindum feta í fótspor Starfsgreinasambandsins og slíta viðræðum ef ekkert nýtt kemur fá SA. Arnar Páll Hauksson talar við Björn Snæbjörnsson. Ódæðismaðurinn í Christchurch á Nýja-Sjálandi vísaði í yfirlýsingu til atburða á Norðurlöndum, sem hefðu verið hvati hans að morðum í tveimur moskum. Yfirlýsingin þykir sækja mjög til skrifa Anders Behrings Breiviks. Anna Kristín Jónsdóttir segir frá. Umhverfisþing Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir í Naíróbí í Kenýa og í inngangi Antóníos Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna að umhverfisskýrslu þeirra, sem kom út í vikunni, er ástand jarðarinnar sjúkdómsgert og talað um hvernig manngerðar umhverfisógnir sem ógna jörðinni ógna líka heilsu manna í auknum mæli. Skýrslan dregur upp dökka mynd af þeim fjölbreyttu umhverfisógnum sem steðja að jörðinni en í skýrslunni eru líka ræddar lausnir sem margar hafa jákvæð samlegðaráhrif og við kveður gamalkunnugt stef, það þurfi bara pólitískan vilja. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og talar við Guðmund Inga Guðbrandsson. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður mark Eldred

Hismið hlaðvarp
Hismið - Strangheiðarlegar rútuferðir og innblásnar yfirlýsingar

Hismið hlaðvarp

Play Episode Listen Later Feb 14, 2019 58:50


Í Hismi vikunnar ræða Árni og Grétar þessa miklu fréttaviku sem er að líða og ræðum vandaða yfirlýsingu frá forsvarsmönnum Menn í Vinnu ehf., förum yfir mál Procar bílaleigunar ásamt því að rýna í harðorða aðsenda grein í Mogga um áramótaþátt Vikunnar á RÚV, strangheiðarlega rútuferð XD um landið, hversu sannfærandi það er þegar Jamie Oliver er farinn að elda heiðarlegan mat og loks hið hraðvirka réttarkerfi Færeyja sem dæmir menn á mánudegi fyrir hnefahögg helgarinnar.

xd jamie oliver yfirl procar mogga
Spegillinn
Spegillinn 25. október 2018

Spegillinn

Play Episode Listen Later Oct 25, 2018 30:00


Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni héraðsdómara rúmar 5 milljónir í skaða- og miskabætur vegna þess að gengið var fram hjá honum við skipan dómara í Landsrétt. Minni von er til þess að ungt fólk sem fer í geðrof vegna kannabisreykinga nái sér aftur, en þeir sem fara í geðrof af öðrum ástæðum. Þeim hefur fjölgað verulega sem koma á geðdeild í geðrofi vegna kannabisreykinga. Sendiráð Norðurlandanna í Bandaríkjunum hafa síðustu daga svarað fullyrðingum starfsmanna Hvíta Hússins sem segja að tilraunir með sósíalisma hafi skaðað Norðurlönd. Hvíta húsið birti þessar fullyrðingar á heimasíðu sinni í fyrradag. Öryrkjabandalagið vill taka upp samvinnu og virkt samráð við Alþýðusambandið í komandi kjarabaráttu. Áskorun um þetta var send inn á þing ASÍ í dag. Umhverfisráðherra hefur ákveðið að fjölga rjúpnaveiðidögum úr 12 í 15. Heimsfaraldur sambærilegur spænsku veikinni gæti orðið á fjórða þúsund manns að bana á höfuðborgarsvæðinu. Yfirlæknar á Landspítalanum telja spítalann hafa minni burði til að bregðast við heimsfaraldri nú en árið 2009. Þá sprengdi tiltölulega vægur faraldur svínaflensu gjörgæsluna. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og ræðir við Þórólf Guðnason, Magnús Gottfreðsson og Ólaf Guðlaugsson. Um fátt hefur meira verið fjallað á síðustu vikum en morðið á blaðamanninum Jamal Khasoggi. Það hefur nánast komið af stað milliríkjadeilu á milli Tyrklands og Sádi-Arabíu. Málið snýst þó um miklu meira en örlög eins blaðamanns, hræðileg örlög hans hafa í raun snúist upp í valdabaráttu tveggja manna sem báðir vilja láta líta á sig sem leiðtoga múslima í heiminum. Jóhann Hlíðar harðarson segir frá. Umsjón Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Jón Karl Helgason

Spegillinn
Spegillinn 19. september 2018. Samningar sérgreinalækna, hættur Kirkju

Spegillinn

Play Episode Listen Later Sep 19, 2018 30:00


Fréttir: Ríkið hefur enga leið til þess að vega og meta samsetningu sérgreina líkt og nauðsynlegt er, segir heilbrigðisráðherra um nýfallinn dóm um samning Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna. Íslensk stjórnvöld ætla að framselja til Póllands meintan höfuðpaur í Euro Market málinu. Ráðist var í umfangsmiklar aðgerðir vegna þess í þremur löndum og lagt hald á miklar eignir. Dæmi eru um að leigjendur félagslegra íbúða í Reykjavík, hafi leigt þær ferðamönnum á Airbnb. Það er brot á leigusamningi. Mikil álag er nú á bráðamóttöku Landspítalans. Yfirlæknir deildarinnar, segir það ekki vegna veikinda eða slysa, heldur þess að hjúkrunarfræðinga vanti til starfa á spítalann. Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, var handtekinn í morgun og verður ákærður fyrir fjármálamisferli. Ekkert varð af endurteknum leik Hugins og Völsungs í annarri deild karla í knattspyrnu sem átti að fara fram í dag. Liðin mættu á sitt hvorn völlinn. Lengri umfjallanir: Formaður Læknafélags Reykjavíkur fagnar dómi héraðsdóms í máli sérgreinalæknis en hefur þó áhyggjur af stöðu þeirra almennt. Hann segir einkarekstur á stofum kominn til að vera - óháð þátttöku ríkisins. Arnhildur Hálfdánardóttir. Kirkjufell er á örfáum árum orðið einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins. Þangað koma bæði þeir sem vilja taka myndir af fjallinu og Kirkjufellsfossi og þeir sem vilja ganga á fjallið, en það er ekki á allra færi, enda mætti líkja því við píramída í útliti. Erlendur ferðamaður hrapaði í fjallinu í gær og lést en það er annað banaslysið í fjallinu á rúmu ári. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir talaði við Kára Gunnarsson, sem gjörþekkir fjallið og Björgu Ágústsdóttur, bæjarstjóra í Grundarfirði. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu og Kim Jong-Un leiðtogið Norður Kóreu undirrituðu í Pyongyang í dag samkomulag um að gera Kóreuskagann kjarnorkuvopnalausan og ýmislegt annað til að draga úr spennu milli ríkjanna. Norður-Kóreumenn ætla að loka aðaleldflaugatilraunasvæði sínu. Moon segir að Kim hafi lýst sig tilbúinn til þess að loka stærsta kjarnorkuveri landsins, Yongbyon. En - Kim setur skilyrði, og þau snúa að Bandaríkjamönnum. Hann er tilbúinn að loka kjarnorkuverinu, að því gefnu að Bandaríkjamenn grípi til viðeigandi gagnaðgerða. Ragnhildur Thorlacius sagði frá. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius Tæknimaður Grétar Ævarsson.

Spegillinn
Spegillinn 19.06.2018

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jun 19, 2018 30:00


Spegillinn 19.06.2018 Bandarísk yfirvöld tilkynna um úrsögn landsins úr Mannréttindamálaráði Sameinuðu þjóðanna síðar í kvöld. Fjórar deildir á geðsviði Landspítalans verða lokaðar í sumar, vegna manneklu. Maður með geðklofa hefur áhyggjur af þessum lokunum. Erlendir ríkisborgarar leita í auknum mæli á bráðamóttöku vegna langt gengins alkóhólisma og vandamála sem honum tengjast. Yfirlæknir segir erfitt að mæta þessum hópi, sumir séu nýkomnir til landsins, réttindalausir og á götunni. Ef ljósmæður boða til verkfalls verður það í þriðja sinn á 10 árum. Samningafundur er boðaður á morgun hjá sáttasemjara. Lögbann sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media síðasta haust hefur nú verið í gildi lengur en lögbann sem sett var á fréttaflutning Fréttablaðsins árið 2005. Bjór rann nánast til þurrðar í borginni Nizhny Novgorod í Rússlandi í gær þegar Svíar lögðu Suður-Kóreumenn með einu marki gegn engu á HM. Erlendir ríkisborgarar leita í auknum mæli á bráðamóttöku vegna langt gengins alkóhólisma og vandamála sem honum tengjast. Arnhildur Hálfdánardóttir fjallar í Speglinum um málið og ræðir við Önnu Sigrúnu Baldursdóttur og Jón Magnús Kristjánsson. Það skýrist á morgun hvort ljósmæður boða til verkfalls. Fyrsti samningafundur, eftir að félagsmenn felldu samning sem náðist við ríkið um dagin, verður á morgun hjá sáttasemjara. Ef boðað verður verkfall verður það þriðja verkfallsboðun ljósmæðra frá 2008. Arnar Páll Hauksson fjallar um málið í Speglinum og ræðir við Áslaug Valsdóttir og heyrist í fleiri ljóðsmæðrum. Það er ekkert nýtt að breska stjórnin sé aðþrengd í Brexit-málum. Nú þrýsta aðstæður á um skýrari boðskap og það dregur upp á yfirborðið átökin í Íhaldsflokknum. Sigrún Davíðsdóttir fer yfir málið í Speglinum. Umsjónarmaður: Pálmi Jónasson.

Spegillinn
Spegillinn 4. júní 2018

Spegillinn

Play Episode Listen Later Jun 4, 2018 30:00


Komiði sæl og velkomin að Speglinum. Umsjónarmaður er Björn Friðrik Brynjólfsson. Landlæknir ætlar að láta meta þörfina fyrir taugalækna og aðgengi að þeim, áður en hann tjáir sig frekar um úrskurð heilbrigðisráðuneytisins, um að synja nýútskrifuðum taugalækni um aðild að rammasamning Sjúkratrygginga. Landhelgisgæslan varar við hafís sem er óvenjunálægt landi eða tólf og hálfa sjómílu norður af Hælavíkurbjargi. Þrjátíu og þrír eru látnir og um þrjú hundruð manns slösuð, eftir eldgosið sem hófst í fjallinu Fuego í Gvatemala í gær. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa fullkominn rétt til að náða sjálfan sig fyrir hvaða afbrot sem er. Trump lýsti þessu yfir á Twitter, í tengslum við gagnrýni sína á rannsókn á meintum tengslum starfsmanna kosningabaráttu sinnar við rússneska embættismenn. Kvikmynd Baltasars Kormáks, Adrift, halaði inn 1,2 milljarða króna í tekjur um nýliðna frumsýningarhelgi og var þriðja aðsóknarmesta myndin í Bandaríkjunum. Formaður Eflingar bindur vonir við að ójöfnunarvísitala eða -stuðlull verði settur í kjarasamninga til að sporna við miklum hækkunum forstjóralauna. Yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins, segir skimun fyrir brjóstakrabbameini alltaf hafa verið umdeilda, en er fullviss um að ávinningurinn sé meiri en skaðsemin. Breskir sérfræðingar sendu nýlega frá sér yfirlýsingu um að skaðinn sem reglubundin skimun getur valdið kunni að vera meiri en ávinningurinn. Skimun fyrir brjóstakrabba ekki skaðlaus. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Ágúst Inga Ágústsson yfirlækni og sviðsstjóra leitarsviðs Krabbameinsfélagsins Vill koma á ójafnaðarvísitölu. Arnar Páll Hauksson ræddi við Sóveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar. Viðbúnaður björgunarsveita í sumar. Björn Friðrik Brynjólfsson ræddi við Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg.

donald trump bj forma gu sj adrift komi bandar umsj landl hauksson brynj eflingar arnar p yfirl landhelgisg krabbameinsf donald trump bandar
Hlaðvarp Kjarnans
Klikkið – Unghugar

Hlaðvarp Kjarnans

Play Episode Listen Later Mar 17, 2018 35:11


Í þessum þætti spjallar Svava Arnardóttir iðjuþjálfi við Eystein Sölva Guðmundsson og Fanney Ingólfsdóttur um starfsemi Unghuga. Unghugar er hópur innan Hugarafls fyrir ungt fólk, sem stofnaður var þann 24. ágúst 2009. Hugmyndin að stofnun Unghuga var að mæta þörfum ungs fólks, sem hefur upplifað geðraskanir eða aðra erfiðleika. Það er nokkuð algengt að upplifa félagslega einangrun eftir að hafa glímt við andleg veikindi og erfitt er að feta veginn aftur út í lífið. Einhverjir eru að glíma við veikindin og aðrir eru á batavegi. Sumir hafa náð að halda áfram námi eða starfi á meðan veikindum stendur. Þessa einstaklinga vantar oft vettvang til þess að hitta annað ungt fólk sem er í svipuðum sporum eða hefur svipaða reynslu að baki. Unghugar geta verið sá vettvangur. Nokkrir ungir notendur geðheilbrigðiskerfisins innan Hugarafls tóku sig saman og þann 24. ágúst 2009 var stofnfundurinn haldinn. Nafnið Unghugar Hugarafls varð fyrir valinu og að mati hópsins varð vísunin til Hugarafls að koma fram. Unghugar starfa einnig innan Hugarafls og eftir sömu starfsreglum og Hugarafl, með jafningjagrunn og valdeflingu að leiðarljósi. Unghugar hafa haft ýmislegt fyrir stafni en það sem stendur þó upp úr eru persónulegu framfarir ýmissa einstaklinga innan hópsins og vinaböndin sem hafa myndast. Það er ótrúlegur sigur að sjá einstakling, sem hefur glímt við mikla félagsfælni taka til máls ófeiminn eða jafnvel hlæja hástöfum. Yfirlýsingu Unghuga til þingmanna má finna hér

gu sumir nokkrir yfirl